Page 1

2. tbl - 51. árg. - 2016

Lyfjafræðingur í Hollandi Arna Hrund Arnardóttir

Viðtal

R

GLÝSING AR AU

Á

EN GA

Kjartan Örn Þórðarson

S

LY FJ UM

F LY

MÁ VERA Á OFUM T S IÐ B IL S

S KYLDU

M

framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu

Freyja Jónsdóttir

Námsstöður í klínískri lyfjafræði í fyrsta sinn á Íslandi tölublað 2 - 2016

Tímarit um lyfjafræði

1


AkureyrarApótek merki fjórlitur Græni: 26 - 1 - 100 - 10 Grái: 80% svart Letur, svart/grátt: 100% svart

KÆRAR ÞAKKIR FYRIR STUÐNINGINN

Ef hægt er á að nota þessa útgáfu Fyrir 6cm breitt logo eða meira

Kaupangi v/Mýrarveg | Kt. 690610-1320 | S. 460 9999 | Fax 460 9991

Varaútgáfa 3 - 6 cm breitt

Kaupangi v/Mýrarveg | Kt. 690610-1320 S. 460 9999 | Fax 460 9991 Án upplýsinga

CMYK litir: Hjarta: Cyan: 10, Magenta: 100, Yellow: 100, Svart: 20 Letur: Cyan: 10, Magenta: 10, Yellow: 10, Svart: 60

Pantone litir: Hjarta: Rautt: 200C Letur: Grátt: 424C


EFNISYFIRLIT FÉLAGIÐ Formannsþankar NFU fundurinn

FRÆÐIN 5 12

Osló, ágúst 2016

Lyfjafræðingafélag Íslands Dagur lyfjafræðinnar 2016 FIP í Buenos Aires 2016

20 26 32

8

Bjarni Sigurðsson Greining þunglyndis karla í samfélaginu og tengsl þess við kortisól og testósterón

9

Artemisia annua - sweet wormwood - sumarmalurt Forsíðumyndin

Ráðstefna Evrópusamtaka sjúkrahúslyfjafræðinga 2016

10

Þórunn K. Guðmundsdóttir

11

NSPC & NNGCP 2015 Anna Bryndís Blöndal

Námsstöður í klínískri lyfjafræði í fyrsta sinn á Íslandi

FÓLKIÐ Lyfjafræðingur í Hollandi

6

Arna Hrund Arnardóttir

29 apótek Viðtal við Kjartan Örn Þórðarson

16

Freyja Jónsdóttir

Ráðstefnan Exosomes/Microvesicles: Novel Mechanism of Cell-Cell Communication

22

Berglind Eva Benediktsdóttir

18

Samevrópsk „PEPPAS“ rannsókn um lyfjaatvik á sjúkrahúsum

24

Þórunn K. Guðmundsdóttir

Lokaverkefni nemenda við lyfjafræðideild Háskóla Íslands árið 2016

28

FRÁ RITSTJÓRN Ágætu félagar Tímarit um lyfjafræði (TUL) hefur verið gefið út á pappír síðastliðin fjögur ár og hefur blaðið á þessum tíma verið mótað í þessa uppsetningu sem það ber í dag. Blaðið er einnig aðgengilegt á heimasíðu Lyfjafræðingafélags Íslands (LFÍ) www.lfi.is. Þessu ágæta fyrirkomulagi verður haldið áfram og er markmiðið að blaðið komi út tvisvar á ári, í maí og desember. Það verður áfram unnið eftir þeirri ákvörðun að auglýsa ekki lyfseðilsskyld lyf í blaðinu en þannig getur blaðið farið víðar í dreifingu. Í þessu felst því tækifæri til að gera lyfjafræðinga og málefni þeirra sýnilegri. Samkvæmt hefðbundnu sniði er blaðinu skipt upp í þrjá flokka: Félagið, fólkið og fræðin, þar sem skrifað er um það helsta sem er á dagskrá hjá LFÍ, tekin eru viðtöl við lyfjafræðinga og pistlar frá lyfjafræðingum nær og fjær birtir, sem og greinar frá félagsmönnum og styrkþegum. Við viljum þakka fráfarandi ritnefnd fyrir vel unnin störf og þennan góða farveg sem hún hefur skapað blaðinu. Sérstakar þakkir fá Hákon Steinsson og Regína Hallgrímsdóttir fyrir alla þá ráðgjöf og aðstoð sem þau veittu við uppsetningu þessa 2. tölublaðs 2016. Með góðri kveðju, ný ritstjórn TUL, Heimir Jón Heimisson, ritstjóri, Bryndís Jónsdóttir, Guðrún Þengilsdóttir, Íris Gunnarsdóttir

2. tölublað - desember 2016 - 51. árg. Útgefandi: Lyfjafræðingafélag Íslands Lyfjafræðisafninu við Safnatröð Pósthólf 252 172 Seltjarnarnesi Sími 561 6166 lfi@lfi.is

Ritstjórn: Heimir Jón Heimisson Bryndís Jónsdóttir Guðrún Þengilsdóttir Íris Gunnarsdóttir Uppsetning: Jóhann Sindri Pétursson Prentun, pökkun og merking: Litróf

Forsíðumynd: Myndin sem prýðir forsíðuna að þessu sinni er af sumarmalurt, Artemisia annua „sweet wormwood“. Ítarlegar upplýsingar má finna á blaðsíðu 9. Ljósmynd: Pau Pámies Grácia (mynd úr einkasafni) [CC BY-SA 4.0]


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - A c t a v i s 5 1 0 1 1 2

Göngum frá verknum

Íbúfen®

– Bólgueyðandi og verkjastillandi 400 mg, 30 stk og 400 mg, 50 stk Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen tilheyrir flokki lyfja sem kölluð eru NSAID lyf (bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar). Íbúfen er notað við vægum til meðal miklum verkjum eins og höfuðverk, mígreni, tannpínu, tíðaverkjum og hita. Ekki má taka Íbúfen: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir íbúprófeni, öðrum skyldum lyfjum eða einhverju hjálparefnanna. Þeir sem fengið hafa ofnæmisviðbrögð eins og astma, nefrennsli, útbrot með kláða eða ef varir, andlit, tunga eða háls hafa bólgnað upp eftir að hafa tekið íbúprófen eða skyld lyf. Þeir sem þjáðst hafa af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) í tengslum við fyrri notkun bólgueyðandi verkjalyfja, þjást núna af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) eða hafa áður þjáðst af slíku, tvisvar eða oftar, með alvarleg lifrar-, nýrna-, eða hjartavandamál (kransæðasjúkdómar meðtaldir), þeir sem þjást af umtalsverðum vökvaskorti (vegna uppkasta, niðurgangs eða of lítillar vökvaneyslu), eru með einhverjar blæðingar (blæðingar í heila meðtaldar), eru með sjúkdóm af óþekktum uppruna sem leiðir til óeðlilegrar myndunar blóðfrumna. Sérstök varnaðarorð: Þeir sem eru með rauða úlfa (SLE) eða aðra sjálfsnæmissjúkdóma, arfgengan sjúkdóm sem hefur áhrif á blóðrauða, hemoglóbín (purpuraveiki), langvarandi bólgusjúkdóma í þörmum eins og bólgur í ristli með sárum (sáraristilbólgu), bólgur í meltingarvegi (Crohn´s) eða aðra maga- eða þarmasjúkdóma, truflanir á blóðfrumnamyndun, vandamál tengd blóðstorknun, ofnæmi, ofnæmiskvef, astma, langvarandi bólgur í nefslímhúð, kinnbeinaholum, kokeitlum eða langvarandi teppusjúkdóma í öndunarvegi, blóðrásarkvilla í slagæðum handleggja og fóta, lifrar-, nýrna- eða hjartavandamál eða háan blóðþrýsting, nýkomnir úr meiriháttar skurðaðgerð ættu ekki að nota lyfið. Íbúprófen getur valdið nýrnavandamálum hjá börnum og unglingum sem skortir vökva. Meðganga/brjóstagjöf: Íbúprófen má ekki taka á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Aðeins ætti að nota Íbúfen á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu í samráði við lækni og ef það er algerlega nauðsynlegt. Íbúprófen getur gert konum erfiðara með að verða þungaðar. Þessi áhrif ganga til baka þegar hætt er að taka lyfið. Íbúprófen berst í brjóstamjólk í litlum mæli og brjóstagjöf þarf yfirleitt ekki að hætta meðan á skammtíma meðferð stendur. Ef lengri tíma meðferð er áætluð, ætti að meta hvort hætta eigi brjóstagjöf. Aukaverkanir: Svartar, tjörukenndar hægðir eða blóðlituð uppköst (sár í meltingarvegi með blæðingum), brjóstsviði, kviðverkir, meltingartruflanir, truflanir í meltingarfærum s.s. niðurgangur, ógleði, uppköst, vindgangur og harðlífi, sáramyndun í meltingarvegi með eða án rofs, þarmabólga og versnandi bólga í ristli og meltingarvegi (Crohn´s) og pokamyndun í digurgirni (rof eða fistlar), smásæjar blæðingar frá þörmum sem geta leitt til blóðleysis, sára og bólgu í munni, höfuðverkur, syfja, svimi, sundl, þreyta, æsingur, svefnleysi og viðkvæmni. Skammtastærðir: Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára (≥ 40 kg): 200-400 mg sem einn skammtur eða 3-4 sinnum á dag með 4-6 klst. millibili. Hámarks dagsskammtur er 1200 mg. Börn 6-9 ára (20-29 kg): 200 mg, 1-3 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 600 mg á dag. Börn 10-12 ára (30-40 kg): 200 mg, 1-4 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 800 mg á dag. Fullorðnir skulu ekki taka Íbúfen í meira en 7 daga og unglingar ekki meira en 3 daga án samráðs við lækni. Sjá nánar í fylgiseðli. Börn 12 ára og yngri eiga ekki að nota Íbúfen nema í samráði við lækni. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Október 2015.

4

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2016


FÉLAGIÐ

Formannsþankar Fyrir 25 árum, sumarið 1991, var ég í minni fyrstu námsdvöl sem lyfjafræðinemi í apóteki. Margt af því sem ég lærði og gerði, svo sem framleiðsla forskriftalyfja og áfyllingar ýmis konar, hefur ekki verið gert í apótekum í mörg ár en var stór hluti af daglegu starfi í apótekum þá. Um það leyti sem ég útskrifaðist sem lyfjafræðingur var mikið rætt um „opinn receptúr“ þar sem lyfjafræðingurinn væri sjáanlegur og afgreiðsla lyfseðils væri framkvæmd fyrir framan viðskiptavininn og þannig væru samskipti hans og lyfjafræðingsins hluti af afgreiðslunni. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Á degi lyfjafræðinnar sem var haldinn 4. nóvember s.l. var erindi um „norska módelið“ í apótekum sem samkvæmt lýsingu er einmitt „opinn receptúr“ og verður áhugavert að fylgjast með þróun þess hér á landi. Störf lyfjafræðinga hafa breyst mjög mikið á þessum árum og ekki síst starfsumhverfið. Kjaramál lyfjafræðinga hafa verið ofarlega á baugi hjá félagsmönnum okkar undanfarið, kannski ekki síst vegna þessa breytta starfsumhverfis sem við búum við. Til að hægt sé að ná árangri í kjaramálum og samningaviðræðum verða félagsmenn í svona litlu félagi, eins og við erum í, að vera tilbúnir til að leggja hönd á plóginn. Til að halda félaginu okkar lifandi og í takt við það sem félagsmenn vilja verðum við, félagarnir í LFÍ, að vera tilbúin til að leggja okkar af mörkum. Mig langar til að hvetja ykkur kæru félagsmenn til að bjóða ykkur fram til að starfa fyrir félagið. Það er mjög lærdómsríkt, og þar tala ég af reynslu, og mjög gefandi og skemmtilegt líka, ekki síst að kynnast öðrum lyfjafræðingum en þeim sem við vorum í námi með eða deilum vinnustað með. Eitt af mörgu sem rætt var á degi lyfjafræðinnar var að við lyfjafræðingar værum ekki nógu duglegir að sýna okkar sérfræðiþekkingu á lyfjum. Við lyfjafræðingar þurfum að leggja áherslu á að við erum sérfræðingar í lyfjum og lyfjamálum og getum verið mikilvægur þáttur í teymisvinnu með öðrum heilbrigðisstéttum eins og komið hefur vel í ljós á Landspítalanum. Árlegt þing FIP (alþjóðasamtaka lyfjafræðinga) var haldið í Buenos Aires mánaðarmótin ágúst/september s.l. Áhugaverðir fyrirlestrar voru í boði auk funda sem fulltrúar hvers lands taka þátt í. Hægt er að fá þessa fyrirlestra metna sem hluta endurmenntunar í þeim löndum sem gera kröfu á slíkt. Mig langar til að hvetja lyfjafræðinga á Íslandi til að sækja þetta árlega þing FIP til að fræðast um fagið og síðast en ekki síst að kynnast lyfjafræðingum alls staðar að úr heiminum og útvíkka tengslanetið. Fyrir okkur hér á Íslandi er það sérstaklega mikilvægt. Lóa María Magnúsdóttir, formaður LFÍ

tölublað 2 - 2016

Tímarit um lyfjafræði

5


FÓLKIÐ

Arna með fjölskyldu sinni í hollenskri náttúru. Ljósmynd: Kim Claus

Arna við höfuðstöðvar DADA í Nijmegen.

Lyfjafræðingur í Hollandi Arna Hrund Arnardóttir

Fyrir rúmum 8 árum starfaði ég sem skráningarsérfræðingur hjá Actavis og naut mín vel í starfi. Þetta var árið 2008 og vísbendingar um yfirvofandi hrun sáust m.a. í niðurskurði á nýjum verkefnum og óróleika undir yfirborðinu. Ég var nýkomin aftur til starfa eftir fæðingarorlof og hafði nýtt tímann í orlofinu til að stunda nám í lyfjaskráningum við Endurmenntun Háskóla Íslands. Á sama tíma barst tölvupóstur frá Lyfjafræðingafélaginu þar sem auglýstar voru lausar stöður doktorsnema við nokkra háskóla í Hollandi. Þessar stöður voru allar innan Escher-verkefnisins, sem skilgreint var sem „regulatory science“ (skráningarfræði). Ég hef aldrei talið mig vera sérstaklega ævintýragjarna, en námið í fæðingarorlofinu hafði kveikt neista; þrá til að læra meira og kunna meira. Það var því í aðdraganda hruns að ég stökk til og sendi formlega umsókn til Rijksuniversiteit Groningen í norðanverðu Hollandi. Innan tveggja vikna var ég komin í flugvél til Hollands, tók NS-lest í fyrsta (en aldeilis ekki síðasta) skiptið og mætti í viðtal með verkefnateyminu mínu. Viku síðar var mér boðin staðan og ævintýrið hófst. Flutningar í hruninu Ég get ekki sagt að fyrsti mánuðurinn á nýjum stað hafi gengið áfallalaust

6

fyrir sig. Við flugum út 28. september 2008 og 6. október sátum við innan um allt innbúið úr gámnum og horfðum á „Guð blessi Ísland“ á höktandi símaskjá. Á einni nóttu var sparnaðurinn, samsvarandi þriggja mánaða launum mannsins míns, nánast horfinn. Ferðin í IKEA þá um helgina hafði verið greidd með íslensku kreditkorti og nærri þrefaldaðist í krónum talið á milli þess sem kortið var notað og gengið var skráð hjá kortafyrirtækinu. Við ákváðum að gera það eina í stöðunni: læra að lifa á því sem við höfðum. Fyrstu árin okkar í Hollandi lifðum við á lágmarkslaunum doktorsnema og íhlaupavinnu mannsins míns. Við ferðuðumst allt á notuðum hjólum og áttum kort í lestarnar. Enginn bíll var á heimilinu. Matseðill vikunnar var ákveðinn um hverja helgi og hjólað var í Lidl á hverjum laugardegi með aftanívagn undir yngra barnið og innkaupin. Þetta vandist furðu vel og þegar vorið kom eftir harðan vetur vorum við mjög sátt við aðstæður okkar. Fjölskyldulíf í Hollandi Barnagæsla í Hollandi er hrikalega dýr og því er algengt að mæður vinni hlutastarf. Undanfarin ár hefur þessi þróun ekki eingöngu átt við mæður, þar sem feður eru í auknum mæli farnir að nýta sér rétt til hlutastarfs. Í hollensku samfélagi hefur þróast sú hugsun að

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2016

foreldrar hafi rétt á því að eiga virkan dag í hverri viku með börnunum sínum. Vinnuveitendur leyfa yfirleitt lækkað starfshlutfall þannig að foreldri geti verið heima einn dag í viku og sinnt fjölskyldunni. Einnig eru hollensk fyrirtæki hliðholl vinnu heiman frá, t.d. hefur hollenska lyfjastofnunin einungis skrifborð fyrir 80% starfsmanna og er öllum starfsmönnum ætlað að vinna a.m.k. einn dag í viku heiman frá. Stærð og staðsetning landsins gerir barnafjölskyldum einnig auðveldara fyrir að gera sér dagamun með börnunum. Mjög fjölbreytt úrval afþreyingar er í boði og yfirleitt hagkvæmt að ferðast með lestum á áfangastað. Doktorsnám í skráningarfræðum Rijksuniversiteit Groningen (RuG) var stofnaður árið 1614 og er annar elsti háskóli Hollands, á eftir háskólanum í Leiden. Ég stundaði nám við deild klínískrar lyfjafræði (clinical pharmacology) og vann náið með aðilum innan hollensku lyfjastofnunarinnar (C B G - M E B ) . Skráningarfræði (Regulatory Science) er hugtak sem var tengt við Escher-verkefni TI-Pharma og áttu öll doktorsverkefni innan Escher það sameiginlegt að vera ætlað að rannsaka hvernig lyf eru skráð á markað og/eða greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. Saman áttu þessi verkefni að gefa


FÓLKIÐ tóninn um þróun og framtíð skráningar nýrra lyfja í Evrópu og halda aftur af þeirri þróun að sífellt færri ný lyf komast á markað við síaukinn þróunarkostnað. Hvert verkefni átti sitt sérsvið og voru nokkur verkefni miðuð að lyfjagát, önnur að hagstæðustu hönnun klínískra rannsókna og sum að lyfjahagfræði. Mitt verkefni var miðað að faraldsfræði og fjallaði um mat á ávinningi og áhættu nýrra lyfja. Í fyrri hluta verkefnisins var áhersla lögð á getu skráningarkerfisins til að tryggja öryggi nýrra lyfja og athugað hvort skráningaryfirvöld læri af reynslu sinni af eldri lyfjum í sama flokki. Ég kannaði tengsl þeirrar þekkingar sem er til staðar þegar lyf er skráð á markað við áhættu á aukaverkunum. Í seinni hluta verkefnisins kannaði ég hversu ávinningur og áhætta lyfja vega þungt hjá hagsmunaaðilum í lyfjaskráningum og lyfjanotkun. Ég leit á það sem mikinn kost að vera hluti af stærri heild og þekkja verkefni annarra doktorsnema sem unnu að Escher. Ég kynntist þessum rannsóknarheimi á víðtækari hátt og lærði að skilja umræðu um rannsóknarsvið sem ekki tengdust mínum rannsóknum á beinan hátt. Þar að auki kynntist ég vinnu samnemenda minna hjá Rug í klínískum rannsóknum, rannsóknum í dýrum og rannsóknum með gagnagrunna. Ég útskrifaðist með doktorsgráðu í mars 2013 og er ritgerðin mín aðgengileg á vef TI-Pharma (https://www.tipharma.com/fileadmin/ user_upload/Theses/PDF/Arna_Hrund_ Arnardottir_T6-202.pdf). Ráðgjafi í lyfjaskráningum Að loknu námi var ég svo heppin að vera boðin staða ráðgjafa hjá DADA Consultancy og fluttist því öll fjölskyldan að bökkum Rínar. DADA Consultancy er sjálfstætt ráðgjafafyrirtæki, stofnað 1984 í Nijmegen og er í eigu þriggja lykilstarfsmanna. DADA býður upp á þjónustu QPPV og vandað lyfjagátarkerfi, keyrslu lyfjaskráningaferla og samskipti við yfirvöld, verkefnastjórnun við lyfjaþróun og gerð skráningargagna, auk þess sem DADA hefur reynslu af skráningu fæðubótarefna, lækningatækja og náttúrulyfja. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á www.dada.nl. Hjá DADA fann ég mig mjög vel og gagnaðist reynsla mín frá Actavis, sem og doktorsnámið, mér í starfi. Ég byrjaði

DADA er með bás á DIA Euromeeting ráðstefnunni og hefur Arna verið fulltrúi þeirra þar undanfarin ár.

sem CMC (Chemistry, Manufacturing and Controls)-sérfræðingur, sem fól í sér mjög svipuð verkefni og ég hafði sinnt hjá Actavis. Aðalmunurinn, og það sem gerði starfið skemmtilegt, var að viðskiptavinir okkar leita oft til okkar ef upp hafa komið vandamál og við þurfum að finna leiðir til að laga það sem úrskeiðis hefur farið og gefa ráð um breytingar á lyfjaforminu eða aðferðum við prófanir. Fljótlega eftir að ég hóf störf hjá DADA fór að bera á nýjum spurningum frá viðskiptavinum okkar; hvort við gætum aðstoðað þá við skráningu lyfja með þekktu virku efni en nýrri ábendingu eða lyfjaformi. Oft felur slík skráning í sér að fyrirtækið þarf að framkvæma klínískar prófanir til viðbótar við það sem fáanlegt er í útgefnum ritum. Ákveðið var að ég skyldi taka að mér að byggja upp klíníska þjónustu DADA og hef ég byggt á reynslu minni úr doktorsnáminu og nýtt mér gott aðgengi að utanaðkomandi sérfræðingum sem hafa verið örlátir á áratuga reynslu sína á þessu sviði. Vegna þessa er starf mitt í dag mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Ég er yfirleitt með fleiri en eitt verkefni í gangi í einu og eru þau verkefni oftast mjög ólík. Ég vinn til dæmis með sprotafyrirtækjum, sem vantar aðstoð við klínísku þróunaráætlunina sína, en einnig stórum lyfjafyrirtækjum sem vantar utanaðkomandi aðstoð tímabundið vegna verkefnaálags eða við lausn vandamála. Ég ýmist skrifa eða yfirfer gögn sem tengjast framkvæmd klínískra prófana og hjálpa fyrirtækjum við undirbúning og framkvæmd beiðna um vísindaráðgjöf frá yfirvöldum. Ég hef sett upp og er með í framkvæmd gagnagrunnsrannsókn vegna þunglyndislyfs sem er á markaði í Hollandi og ég tek þátt í rýni á skráningargögnum. Skemmtilegasti hluti vinnunnar er þó líklega úttektir á klínískum prófunum og þeim

tölublað 2 - 2016

rannsóknarstofum sem framkvæma þær. Ég er í sífelldri þjálfun í GCP (Good Clinical Practice) og geri GCP-úttektir fyrir hönd viðskiptavina okkar sem eru að velja sér rannsóknarstofu til samstarfs eða hafa látið gera rannsókn og þurfa úttekt á henni. Í dag starfa ég sem undirverktaki fyrir DADA og sé þörf á að hafa samband við mig vegna vinnu minnar má senda mér tölvupóst á netfangið arna@dada.nl. Ég er komin heim Lífið í Hollandi var gott og staðsetningin einstaklega hentug, sérstaklega þegar óvænt „þurfti“ að bruna til Parísar til að taka undir með Óðni Valdimarssyni og Tólfunni á Stade de France. Það var meyr lyfjafræðingur í stúkunni að syngja hástöfum „Ég er kominn heim“ vitandi það að aðeins nokkrum vikum síðar yrði hann kominn heim til frambúðar. Nú er ég heima og er að læra á þjóðfélagið upp á nýtt. Ég kemst ekki undan því að hlusta á umræðu um stjórnmál og annað leiðindatal; ég þarf að láta mig hafa það að blotna í rigningunni því ekki virkar regnhlífin við þessar aðstæður; og ég verð að standast áfallið sem dynur yfir í hvert sinn sem kassabarnið í Bónus þylur upphæð körfunnar sem ég á að borga. En það er alltsaman í fínu lagi; hér á ég heima, hér er fjölskyldan mín og hér er mitt félagslega net. Ísland er land mitt og ég er komin heim. Arna Hrund Arnardóttir, lyfjafræðingur og doktor í lyfjaskráningarfræðum.

Tímarit um lyfjafræði

7


FRÆÐIN

Doktorsvörn

Frá vinstri: dr. María Ólafsdóttir, sérfræðingur í heimilislækningum, dr. Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir og sérfræðingur í geðlækningum, Engilbert Sigurðsson, prófessor við Læknadeild HÍ, Bjarni Sigurðsson – doktorsefni, dr. Jussi Jokinen, prófessor og yfirlæknir við Háskólann í Umeå, Svíþjóð, dr. Magnús Karl Magnússon, prófessor og forseti Læknadeildar HÍ, dr. Magnús Jóhannsson, prófessor emeritus við Læknadeild HÍ. Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson/Háskóli Íslands

Bjarni Sigurðsson

Greining þunglyndis karla í samfélaginu og tengsl þess við kortisól og testósterón Í lok nóvember 2015 varði Bjarni Sigurðsson l y f j a f r æ ð i n g u r, doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum. Ritgerðin ber heitið:Greining þunglyndis karla í samfélaginu og tengsl þess við kortisól og testósterón (e. Diagnosis of male depression in the community and its correlation with cortisol and testosterone). Andmælendur voru dr. Jussi Jokinen, prófessor í geðlækningum og yfirlæknir við Háskólann í Umeå og dr. Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlækningum við Læknadeild Háskóla Íslands. Umsjónarkennari var dr. Magnús Jóhannsson, prófessor emeritus í lyfjafræði við Læknadeild Háskóla Íslands, og leiðbeinandi var dr. Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir og sérfræðingur í geðlækningum. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd dr. María Ólafsdóttir, sérfræðingur í heimilislækningum, dr. Ólafur Þór Ævarsson, sérfræðingur í geðlækningum, og dr. Eva Lindström, prófessor í geðlækningum við Háskólann í Uppsölum. Kynjamunur hefur verið áberandi í faraldsfræðilegum rannsóknum á lyndisröskunum þar sem kvíðasjúkdómar og þunglyndi hafa verið algengari meðal kvenna en hegðunarraskanir og misnotkun á áfengi

8

og/eða annarra vímuefna hafa verið algengari meðal karla. Sjálfsvíg eru mun algengari meðal karla, en sjálfsvíg eru talin vera form árásargirni sem beinist inn á við. Einnig er talið að sjálfsvíg tengist geðsjúkdómum í meirihluta tilfella. Lýst hefur verið sérstöku „þunglyndi karla“ sem einkennist af lágu þoli gegn álagi, árásargirni, hvatvísi og misnotkun áfengis og annarra vímugjafa. Markmið þessa verkefnis var að bæta greiningu og þannig meðferð á þunglyndi meðal karla. Í fyrsta lagi með því að kanna geðlyfjanotkun eftir kyni og bera þá notkun saman við notkun bólgueyðandi og sýrulækkandi lyfja. Í öðru lagi með því að meta í samfélagsrannsókn næmi og sértækni og um leið gildi Gotlands-skalans (GMDS) við mat á hugsanlegu þunglyndi meðal karla, samanborið við Becks skalann (BDI) og mat geðlæknis (DSMIV). Í þriðja lagi að kanna möguleg tengsl kortisóls og testósteróns við þunglyndi karla. Karlar reyndust ólíklegri til að nota þunglyndislyf á árunum 2004-2013 og til skemmri tíma. Marktæk aukning reyndist í notkun þunglyndislyfja á tímabilinu hjá konum en ekki körlum. GMDS skalinn reyndist gildur til skimunar fyrir þunglyndi karla og algengi á þunglyndi karla reyndist

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2016

hærra en fyrri rannsóknir höfðu gefið til kynna (14-15%). Þunglyndir karlar voru líklegri til að vera með hækkað kortisól og testósterón í munnvatni að kvöldi. Marktækt samband reyndist milli hækkunar á kortisóli og testósteróni sem gæti skýrt ytri einkenni hegðunarröskunar hjá þunglyndum körlum. Samantekið gefa niðurstöðurnar vísbendingu um að þunglyndi sé vangreint og vanmeðhöndlað hjá körlum. Jafnframt styðja niðurstöðurnar skimum fyrir þunglyndi karla með GMDS skalanum í klínísku starfi. Frekari rannsóknir og einkum langtímarannsóknir þarf að gera á sambandi kortisóls og testósteróns í meingerð þunglyndis karla þó mæliniðurstöður gefi til kynna að þær styðji við greiningu. Doktorsritgerðin var tileinkuð körlum sem hafa fallið fyrir eigin hendi og aðstandendum þeirra. Bjarni Sigurðsson er fæddur árið 1964 og lauk kandidatsprófi í lyfjafræði í febrúar 1997 frá Háskóla Íslands. Bjarni starfaði áður sem framkvæmdastjóri Lundbeck en starfar nú sem lyfjafræðingur hjá Lyfju og sem stundakennari við Læknadeild HÍ.


FRÆÐIN

Artemisia annua Sweet wormwood Sumarmalurt Forsíðumyndin Artemisia annua sem á íslensku kallast sumarmalurt og á kínvesku „Quing Hao“, prýðir forsíðu blaðsins að þessu sinni. Hún er af körfublómaætt (Asteraceae) eins og túnfífill og baldursbrá. Fyrra nafnið „Artemisia“ er í höfuðið á Artemis sem er tungl- og veiðigyðja í grískri goðafræði og tvíburasystir hins fræga Apollo. Seinna nafnið „annua“ þýðir árlega. Náttúruleg heimkynni A. annua eru í Asíu m.a. í Kína. Jurtin verður 1-2 m á hæð og hefur tví- til þrískipt laufblöð. Blómin eru smá og gulleit. Í dag er hún ræktuð víða um heim til vinnslu á artemisinini sem er virkt lyfjaefni gegn malaríu. Fundist hafa ritaðar heimildir í Kína sem sýna að A. annua var notuð við hita fyrir meira en 2000 árum. Í kínverskum alþýðulækningum dagsins í dag (TMC: Traditional Chinese Medicine) er mælt með því að drekka te af plöntunni við hitasótt. Rannsóknir hafa þó sýnt að artemisinin leysist illa í vatni og ekki fæst nægilega hár styrkur af því í teið til að vinna á malaríu þó drukkinn sé heill lítri í einu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) varar því eindregið við að meðhöndla malaríu með tei af plöntunni sjálfri en ráðleggur að nota viðurkennd lyfjaform s.s. töflur og stíla með föstu innihaldi af artemisinini. Ofanjarðarhlutar A. annua, laufblöð og stönglar, innihalda u.þ.b. 0,5% artemisinin (mynd 1) en það getur farið upp í 2% í rækt. Artemisinin er unnið úr

plöntunni sjálfri en er einnig framleitt með hlutsmíði úr artemisininsýru sem er framleidd með líftækni í erfðabreyttum gersveppum.

Mynd 1. Efnabygging artemisinins

Artemisinin er endoperoxíð seskvíterpen laktón framleitt í kirtilhárum plöntunnar. Það var fyrst einangrað árið 1972 og byggingunni lýst nokkrum árum síðar. Árið 2015 fékk kínverska vísindakonan Youyou Tu Nóbelsverðlaun í læknisfræði fyrir þessa uppgötvun artemisinins og rannsóknir á virkni þess gegn malaríu. Hún sótti hugmyndina að því að rannsaka A. annua í gamlar kínverskar lækningabækur og hefðir. Malaría er mannskæður smitsjúkdómur sem er landlægur á svæðum þar sem loftslag er heitt og rakt. Þar lifa Anopheles mýflugur sem geta borið malaríufrumdýrið í menn með stungum sínum. Í blóði manna vex það og fjölgar sér og veldur hitasótt sem kallast malaría. Verkunarmáti artemisinins er talinn vera sá að það virkjast í rauðum blóðkornum þar sem frumdýrin halda sig og myndar skaðleg peroxíð. Malaría dregur um 500 þúsund manns til dauða á ári hverju og er stöðug ógn við heilsu og líf u.þ.b. 3ja milljarða jarðarbúa skv. tölum WHO (World Health Organization).

tölublað 2 - 2016

Ónæmi gegn lyfjum er stórt og vaxandi vandamál í baráttunni við malaríu. Artemisinin og afleiður þess s.s. dihydroartemisinin, artesunate og artemether eru kærkomnar viðbætur við efnavopnasafn okkar gegn malaríusníklinum og hafa það fram yfir eldri lyf að hafa nýjan verkunarmáta og virka á malaríu sem er ónæm fyrir eldri lyfjum. Eftir áratuga notkun á artemisinini er nú einnig farið að gæta mótstöðumyndunar gegn því. Það minnir okkar á að stríði mannsins við sýklana er hvergi nærri lokið. Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor Heimildir: Orðabanki íslenskrar málstöðvar. http://ordabanki.hi.is/ wordbank/terminfo?idTerm=532800&mainlanguage= IS. Sótt 3.11. 2016. WHO, global malaria programme. http://www.who. int/malaria/position_statement_herbal_remedy_ artemisia_annua_l.pdf Sótt 7.11.2016. Klayman D. Qinghaosu (artemisinin): an antimalarial drug from China. Science 1985, 228: 1049-1055. Brown GD. The Biosynthesis of Artemisinin (Qinghaosu) and the Phytochemistry of Artemisia annua L. (Qinghao) Molecules 2010, 15: 7603-7698. Balint GA. Artemisinin and its derivatives, an important new class of antimalarial agents. Pharmacolog Therapeutics 2001, 90: 261-265 Pandey N, Pandey-Rai S. Updates on artemisinin: an insight to mode of actions and strategies for enhanced global production. Protoplasma 2016, 253: 15-30. Xiao L, Tan H, Zhang L. Artemisia annua glandular secretory trichomes: the biofactory of antimalarial agent artemisinin. Science Bulletin 2016, 61: 26-36 Drugs of Natural Origin, A Treatise of Pharmacognosy, 7th revised edition (2015), eds. G. Samuelsson & L. Bohlin. Swedish Pharmaceutical Press, Stockholm, Sweden.

Tímarit um lyfjafræði

9


FRÆÐIN

Styrkþegi Ráðstefna Evrópusamtaka sjúkrahúslyfjafræðinga 2016

Þórunn K. Guðmundsdóttir, formaður Faghóps um sjúkrahúslyfjafræði LFÍ.

Evrópusamtök sjúkrahúslyfjafræðinga (EAHP) hélt sína 21. ráðstefnu í Vín, Austurríki þann 16.-18. mars 2016. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni var “Hospital pharmacists taking the lead - partnerships and technologies” eða „Sjúkrahúslyfjafræðingar taka forystuna - samstarf og tækni”. Samhliða ráðstefnunni var einnig stjórnarfundur aðildarlanda EAHP sem undirrituð sótti, þar sem farið var yfir stöðu verkefna til undirbúnings fyrir aðalfund EAHP í júní. Ráðstefnan var sett af Joan Peppard, formanni EAHP, undir ljúfum Vínartónum og þjóðdönsum, ásamt fulltrúa frá Austurríska heilbrigðisráðuneytinu og Lyfjastofnun Evrópu (EMA). Á ráðstefnunni var að finna fjölbreytt úrval fyrirlestra, málþinga, vinnubúða og kynninga á rannsóknarverkefnum. Þar voru einnig fulltrúar ýmissa fyrirtækja og félagasamtaka að kynna vörur sínar, þjónustu og starfsemi. Þátttakendur voru 3500 talsins frá 73 löndum.

Það var margt sem vakti athygli og fjallað um mörg áhugaverð málefni sem snúa að störfum lyfjafræðinga almennt. Hér er brot af því góða efni sem var í boði sem undirrituð tók þátt í: • Patient partnership in healthcare, a necessary transition? • Synergy Satellite: Interchangeability of biologicals in the EU – the science, practice, ethics and cost side? • Seminar PH3 - Developing new strategies in bacterial infections • Workshop 1 - Antimicrobial optimisation: an interactive workshop for hospital pharmacists • Keynote 2 – Star Trek’s tricorder: science fiction or future science? • IMMPaCT: A therapeutic education program to support seamless care for patients living with cancer • Ease of access to intravenous drug compatibility information for clinical practitioners • Systematic approach for training hospital pharmacists to practice clinical medication management • Renal pharmacist optimises health outcomes for patients.

Í lok ráðstefnunnar voru veittar nokkrar viðurkenningar. “Good Practice Initiatives in European Hospital Pharmacy (GPI)” er veitt til lyfjafræðinga sem sýnt hafa frumkvæði og þróað ný störf eða starfsemi fyrir lyfjafræðinga og birt efni því til stuðnings. GPI-viðurkenningin 2016 fór til Antoniou, S. UK (London) og samstarfsaðila fyrir verkefnið „DEVELOPMENT OF A 7-DAY CLINICAL PHARMACY SERVICE“. Armando Alcobia Martins frá Portúgal fékk fyrstu verðlaun fyrir rannsókn sína og veggspjaldakynningu „Double checking manipulations for complex and/or high risk preparations“. Verðlaun fyrir rannsóknarverkefni EAHPEPSA, unnið af lyfjafræðinema, fékk Rok Barle frá Slóvaníu fyrir gerð leiðbeininga „The control of chemotherapy-induced nausea and vomiting in patients with gastrointestinal tumours“. Hægt er að nálgast flesta fyrirlestra og glærur ráðstefnunnar á heimasíðu EAHP http://www.eahp.eu/publications/ webcasts, sem er opin öllum og gott tækifæri til símenntunar. Búið er að opna fyrir skráningar á næstu ráðstefnu EAHP, sem haldin verður í Cannes, Frakklandi 22.-24. mars 2017 undir yfirskriftinni „Hospital pharmacists – catalysts for change“ eða „Sjúkrahúslyfjafræðingar - hvatar fyrir breytingar“.

Veggspjaldakynning EAHP. Mynd úr safni EAHP, fengin af www.eahp.eu

10

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2016

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu EAHP, www.eahp.eu.


FRÆÐIN

Styrkþegi

NSPC & NNGCP 2015 Anna Bryndís Blöndal lyfjafræðingur og doktorsnemi við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Nordic Social Pharmacy Conference (NSPC) og Nordic Networking Group for Clinical Pharmacy (NNGCP) hafa sameinað ráðstefnurnar sínar frá því að íslenska nefndin sá um skipulagningu þessara ráðstefna í Reykjavík 2011. Að margra mati hefur þetta fyrirkomulag heppnast mjög vel. Undanfarin ár hef ég sjálf verið dugleg að sækja þessar ráðstefnur með mikilli ánægju. Síðast var þessi sameiginlega ráðstefna haldin í Tartu í Eistlandi árið 2015 og var yfirskrift ráðstefnunnar Innovative, Integrated and Individualised Care. Þar sem þetta eru í raun og veru tvær ráðstefnur, þá er boðið upp á mjög fjölbreytta dagskrá þar sem hægt er að velja á milli margra fróðlegra fyrirlestra og vinnufunda. Margir áhugaverðir fyrirlesarar tóku þátt í ráðstefnunni og má finna upptalningu á nokkrum þeirra hér að neðan.

Education, Research & Development hjá NHS Lothian Pharmacy Service Edinborg hélt fyrirlestur um hvernig best sé að undirbúa nemendur undir klíníska vinnu og var virkilega athyglisvert að sjá hvernig þau framkvæma sitt verknám. Þetta vakti sérstaklega áhugann minn, þar sem doktorsverkefnið mitt fjallar um klíníska vinnu og sjálf sé ég um verknám lyfjafræðinema á 1. ári meistaranáms í samvinnu við apótek landsins. Það var mjög áhugavert að heyra að þau byrja strax á fyrsta ári með kynningu í apótekum og á spítölum og síðan eykst verknámið ár frá ári, þannig að á lokaári þeirra í náminu eru nemendurnir mjög vel undirbúnir undir klíníska vinnu. Þetta vinnulag starfsnámsins er vonandi eitthvað sem við á Íslandi getum boðið nemendum okkar upp á í framtíðinni. Prófessor Lilian M. Azzopardi frá University of Malta hélt einnig mjög áhugaverðan fyrirlestur um lyfjafræðinámið þeirra, en þar eru þau t.d. í samstarfi við Háskóla í Bandaríkjunum, University of Illinois í Chicago og fer hluti kennslunnar fram í gegnum Skype. Margir aðrir mjög gagnlegir fyrirlestrar og vinnufundir voru í boði á þessari ráðstefnu, allt frá því hvernig á að skrifa grein og fá hana birta, til ýmissa klínískra atriða eins og hvernig á að þróa góða og einstaklingsmiðaða þjónustu. Doktorsverkefnið mitt Ég sjálf var með fyrirlestur á ráðstefnunni þar sem ég kynnti fyrsta hluta af doktorsverkefninu mínu “Hvernig lyfjafræðilegri umsjá sé best komið fyrir í heilsugæslu á Íslandi”. Þessi hluti fjallar um viðtöl sem ég átti

við 20 heimilislækna frá 12 mismunandi heilsugæslustöðvum um allt land. Fyrirlesturinn bar yfirskriftina “General practitioner‘s view on pharmacists in the primary health care clinics in Iceland”. Gekk fyrirlesturinn mjög vel og fékk ég margar áhugaverðar spurningar. Jafnframt í lok ráðstefnunnar fékk ég viðurkenningu fyrir fyrirlesturinn og ágripið. Helstu niðurstöður þessa hluta er að víða eru vandamál í tengslum við umsýslu og eftirlit lyfja hér á landi. Heimilislæknar ræddu um leiðir til að bæta eftirlitið og voru lyfjafræðingar nefndir í því samhengi. Samkvæmt rannsókninni eru í dag samskipti lækna við lyfjafræðinga nær eingöngu tengd praktískum atriðum, en ekki klínískum. Vegna aukinnar lyfjanotkunar finnst læknum að lyfjafræðingar eigi að vera meira í beinum tengslum við sjúklinga. Fleiri upplýsingar komu út úr þessum hluta rannsóknarinnar og mun birtast sér grein um það í blaðinu á næstunni. NSPC&NNGCP 2017 Næsta ráðstefna NSPC (Nordic Social Pharmacy Conference) og NNGCP (The Nordic Networking Group for Clinical Pharmacy) verður haldin í Finnlandi árið 2017. Hingað til hafa þessar ráðstefnur verið bæði fróðlegar og skemmtilegar og því ættu þeir sem hafa áhuga á félagslyfjafræði og klínískri lyfjafræði ekki að láta sig vanta. Það sem hefur heillað mig hvað mest við þessar ráðstefnur er smæðin en fyrir vikið verður andrúmsloftið notalegra og afslappaðra. Að koma aftur og aftur á þessar ráðstefnur gefur manni tækifæri til að styrkja böndin og fræðast um leið. Takk fyrir mig.

Fjölbreyttir fyrirlestrar og vinnufundir Aðalfyrirlesarinn var Janine Traulsen frá University of Copenhagen en hún hóf ráðstefnuna með umræðum um mismunandi hlutverk og starfsframa lyfjafræðinga. Moira Kinnear, sem í dag er starfandi sem yfirmaður hjá Pharmacy

Íslenska deildin á ráðstefnunni. Frá vinstri: Anna Birna Almarsdóttir, Elín Jacobsen, Anna Bryndís Blöndal, Ingunn Björnsdóttir og Þórunn Kristín Guðmundsdóttir.

tölublað 2 - 2016

Tímarit um lyfjafræði

11


FÉLAGIÐ

NFU fundurinn Osló, ágúst 2016

NFU (Nordisk Farmaceut Union) fundurinn var haldinn dagana 14. – 16. ágúst 2016 í Osló í 89. sinn þar sem Norðmenn voru gestgjafar. Þátttakendur voru 14 og þar af þrír frá Íslandi, þ.e. Lóa María Magnúsdóttir, formaður LFÍ, Sigríður Siemsen framkvæmdastjóri LFÍ og Heimir Jón Heimisson fyrir hönd TUL. Síðan síðast Undir þessum lið fer formaður hvers lyfjafræðingafélags yfir það markverðasta sem gerst hefur í starfsemi félagsins frá síðasta fundi. Danmörk (Pharmadanmark) Nýkjörinn formaður danska lyfjafræðingafélagsins, Rikke Løvig Simonsen, gerði grein fyrir því helsta hjá danska félaginu, en Rikke tók við formannsstöðunni af Antje Marquardsen sem hafði gegnt stöðunni í 6 ár. Í nóvember 2015 kynnti Pharmadanmark stefnumörkun félagsins til ársins 2020. Stefnan felur í sér að gera félagið sýnilegra og áhersla lögð á þrjá málaflokka: Menntun, heilbrigðis- og atvinnumál. Í stefnunni kemur fram hvað einkennir félagið og hvernig félagið vill kynna sig fyrir stjórnmálamönnum, öðrum félögum og fjölmiðlum. Meðlimir Pharmadanmark eru u.þ.b. 5.000, þar af starfa um 60% í lyfjaiðnaði, um 13% í apótekum og 23% deilast niður á m.a. sjúkrahús og önnur störf hjá hinu opinbera. Ekki eru allir meðlimir

12

félagsins með lyfjafræðimenntun, en 30% meðlima er með aðra menntun af ýmsu tagi (35 mismunandi flokkar). Í dag eru u.þ.b. 2.000 nemar skráðir sem meðlimir í félagið. Það er mikil aukning í eftirspurn eftir starfsfólki á þessu sviði og er reiknað með því að lyfjaiðnaðurinn bjóði upp á 6.000 ný stöðugildi fyrir árið 2020, sem þýðir að Pharmadanmark á möguleika á því að verða stærra félag og því mikil áhersla lögð á að kynna félagið fyrir nemum. Ný lyfjalög tóku gildi árið 2015 og í kjölfar þess hefur lyfjaútibúum fjölgað úr 74 í 109. Frá árinu 2017 verður 11 apótekum með sólarhringsþjónustu og 16 apótekum sem sinna vaktþjónustu lokað. Svíþjóð (Sveriges Farmaceuter) Formaður sænska lyfjafræðingafélagsins, Kristina Fritjofsson, gerði grein fyrir því helsta hjá sænska félaginu. Nýr framkvæmdastjóri Sveriges Farmaceuter, Jenny Harlin hefur störf 1. september 2016 en töluvert hefur verið um mannaskipti í stjórn félagsins undanfarið. Er Brexit jákvætt fyrir Skandinavíu? Svíþjóð er með í slagnum um EMA og reikna þar með aukningu á atvinnutækifærum fyrir lyfjafræðinga. Meiri áhersla hefur verið lögð á framleiðslu lyfja og líftæknilyfja en rannsóknir undanfarið og hefur

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2016

lyfjaútflutningur aukist um 20% á síðastliðnu ári. Nú á þó að leggja áherslu á rannsóknir og þá sérstaklega líftæknilyfja. Fjöldi klínískra rannsókna eykst á ný og framleiðslueiningum fjölgar. Hjá hinu opinbera er áhersla lögð á einstaklingsmiðaða heilsugæslu þar sem sjúklingurinn er hluti af teyminu. Stórir árgangar sem eru að fara á eftirlaun ásamt miklu álagi innan heilsugæslunnar gera það að verkum að heilbrigðisstarfsfólk vinnur saman í teymi með sjúklinginn í fókus. Mikil þörf hefur því skapast fyrir störfum lyfjafræðinga í heilsugæslunni. Í apótekunum sést áfram greinileg breyting frá faglegu starfi yfir í aukna sölumennsku á verslunarvöru sem hefur mikil áhrif á vinnuumhverfi lyfjafræðinga. Apótekslyfjafræðingar vilja teljast til heilbrigðisstétta og getur því þessi breyting haft áhrif á trúverðugleika apótekslyfjafræðinga hjá öðrum heilbrigðisstéttum og sjúklingum. Sveriges Farmaceuter reynir að þrýsta á innleiðingu á lyfjafræðilegri þjónustu sem væri greidd af hinu opinbera og hefur lagt fram tillögu þar að lútandi. Áhuginn á lyfjafræðináminu í Svíþjóð hefur dvínað, færri sækja um að komast í námið sem leiðir til minni gæða á náminu og lægra hlutfall stúdenta útskrifast.


FÉLAGIÐ

Ríkisstjórnin reynir að auðvelda innflytjendum að komast fyrr út á vinnumarkaðinn með s.k. flýtispori/ snabbspår. Sveriges Farmaceuter tekur virkan þátt í þessu verkefni en um 250 lyfjafræðingar frá Sýrlandi hafa undanfarið sótt um hæli í Svíþjóð. Ísland (LFÍ) Formaður íslenska lyfjafræðingafélagsins, Lóa María Magnúsdóttir, gerði grein fyrir því helsta í starfsemi íslenska félagsins. Virkir meðlimir LFÍ eru samtals 424 og skiptast félagsmenn á eftirfarandi hátt niður á vinnustaði: Apótek (129), lyfjaiðnaður (162), hið opinbera (31), sjúkrahús (31), háskóli (17), annað/án starfs (54). Hún greindi frá því að félagið leggur áherslu á að fá inn nýja meðlimi og að 4. - 5. árs lyfjafræðinemum er boðið árlega í kynningu til LFÍ til að fræðast um hlutverk og starfsemi félagsins. Fram kom að hátæknisetur Alvogen væri nú tilbúið og að reiknað væri með 200 nýjum stöðugildum hjá fyrirtækinu, en í dag starfa um 50 manns hjá Alvogen/Alvotech á Íslandi. Þá kynnti hún samstarfssamninginn sem undirritaður var á milli LFÍ og RPS (the Royal Pharmaceutical Society). Samstarfssamningur þessi felur í sér að bæði félögin eru sammála um að vinna saman og deila sameiginlegri sýn. Félagsmenn LFÍ geta sótt um að gerast meðlimir í RPS og nú þegar hafa milli 20 og 30 félagsmenn LFÍ fengið aðild. RPS

býður upp á „Professional Development and Recognition Program“ í gegnum það sem kallast „RPS Faculty“og á árinu 2016 hafa 20 íslenskir lyfjafræðingar í LFÍ og RPS verið að vinna að því að safna gögnum um endurmenntun, verkefni og reynslu úr fyrri störfum sínum og munu svo leggja fyrir matsnefnd hjá RPS. Í kjölfarið kynnti hún nýja starfsnám lyfjafræðinga í klínískri lyfjafræði sem hafið er á Landspítala. Námið er sett upp sem samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Landspítala og RPS en samstarfssamningur LFÍ og RPS er grundvöllur þessa samstarfsverkefnis. Námið er þriggja ára launað starfsnám sem fer að mestu leyti fram í sjúkrahúsi Landspítala og lýkur með meistaragráðu frá Háskóla Íslands. Finnland (Farmasialiitto) Formaður finnska lyfjafræðingafélagsins, Kirsi Kvarnström, gerði grein fyrir því helsta hjá finnska félaginu. Breytingartillögur varðandi velferðarmálin hafa verið kynntar og reiknað er með að þær geti tekið gildi 1. janúar 2019. Helstu áherslur eru á að skipta landinu í 18 sjálfstýrandi landshluta og verður þá stýring og kostun velferðarmála ekki lengur á höndum kommúnanna heldur á höndum þessara 18 sjálfstýrandi landshluta. Ríkisstjórnin óskar eftir einstaklingsmiðuðu módeli þar sem gengið er út frá mismunandi þörfum viðskiptavinarins og honum

tölublað 2 - 2016

gefið frjálst val um hvar hann óskar eftir þjónustu. Sparnaðaráform ríkisstjórnarinnar varðandi lyfjamarkaðinn ganga í gildi 2017. Notkun biosimilars og samheitalyfja kemur til með að aukast, greiðsluþátttökuhlutfall á sykursýkislyfjum (öðrum en insúlíni) kemur til með að lækka úr 100% í 65% og magn dýrra lyfja afgreidda úr lyfjabúð kemur til með minnka (t.d. mánaðarskammtur í stað þriggja mánaða skammts). Samkeppnissamningar á lyfjamarkaðinum. Hugmyndin er að lyfta Finnlandi og gera það betur samkeppnishæft. Launin munu haldast óbreytt en vinnutíminn mun lengjast um 24 tíma/ár, orlofslaunin minnka um 30% á tímabilinu 2017-2019 og opinber gjöld starfsfólks munu aukast á meðan opinber gjöld vinnuveitenda munu minnka. Ríkisstjórnin hefur lofað skattaívilnun í sambandi við samninginn. Sérfræðimenntun í apóteks- og sjúkrahúslyfjafræði og iðnaðarlyfjafræði fyrir lyfjafræðinga hefur verið komið á fót og hefst hún haustið 2016. Er um að ræða 40 eininga nám fyrir farmaceuter og 60 eininga nám fyrir provisorer. Finlands Farmaciförbund tekur virkan þátt í þróun sérfræðinámsins.

Framhald á næstu opnu.

Tímarit um lyfjafræði

13


FÉLAGIÐ

Á myndinni má sjá formenn norrænu félaganna undirrita yfirlýsinguna, frá vinstri: Kristina Fritjofsson (Svíþjóð), Tove Ytterbø (Noregi), Lóa María Magnúsdóttir (Íslandi), Kirsi Kvarnström (Finnlandi) og Rikke Løvig Simonsen (Danmörku).

Samvinna hefur skapast við finnska læknafélagið m.a. um gerð lyfjalista. Noregur (Norges Farmaceutiske Forening) Formaður norska lyfjafræðingafélagsins, Tove Ytterbø, gerði grein fyrir því helsta hjá norska félaginu. Breytingar hafa átt sér stað hjá félaginu en Greta Torbergsen tók við stöðu aðalritara þann 1. ágúst 2015 af Edvin Alten Aarnes sem fór á eftirlaun eftir 26 ára starf hjá félaginu. Í lok árs 2015 höfðu 5 af 9 starfsmönnum sagt upp störfum vegna nýrra starfa eða hætt vegna aldurs. Þann 1. janúar 2016 var fjöldi meðlima félagsins 3.423 og er skiptingin: 1.681 með Cand.pharm/MS-próf, 1.168 með Reseptar/BS-próf, 335 nemar og 300 eftirlaunaþegar. Heildarfjöldi meðlima jókst um 131 meðlim frá talningu 1. janúar 2015. Haustið 2015 fengu allir nýir lyfjafræðinemar sem skráðu sig í félagið rannsóknarstofuslopp að gjöf sem nýtist þeim í verklega þætti námsins. Gjöfin fékk góðar viðtökur hjá nemunum og mun því fyrirkomulaginu vera haldið áfram. Samkvæmt tölum frá Landlæknisembætti Noregs (Helsedirektoratet) voru samtals 6.094 lyfjafræðingar með gilt starfsleyfi þar í landi þann 31. desember 2015. Af þessum fjölda eru 71,7% lyfjafræðinga með starfsleyfi sem gefið var út í Noregi og 28,3% lyfjafræðinga með leyfi frá öðrum löndum, þar sem mestur fjöldi kemur frá Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og Serbíu. Það er mikil eftirspurn eftir

14

lyfjafræðingum í Noregi en í hverjum mánuði eru auglýstar á bilinu 80-200 stöður. Í mars 2016 var komið á fót verkefni í lyfjafræðilegri þjónustu þar sem lyfjafræðingar í apótekum fá í fyrsta sinn greitt fyrir ráðgjöf sína til sjúklinga varðandi rétta notkun lyfja. Þjónustan er ráðgjöf í réttri notkun innöndunarlyfja (Inhalasjonssjekk). Verkefnið fékk úthlutað 5 milljón NOK í fjárlögum fyrir árið 2016 sem sýnir að ríkisstjórnin metur þekkingu og þjónustu lyfjafræðinga að verðleikum. Í lok fundar undirrituðu formenn allra norrænu félaganna yfirlýsingu varðandi

hlutverk lyfjafræðinga í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi. Með undirritun þessarar yfirlýsingar vilja lyfjafræðingar, sem helstu sérfræðingar í lyfjum og notkun þeirra, leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi. Yfirlýsinguna má nálgast í heild sinni á vef LFÍ, www.lfi.is. Gestgjafarnir afhentu Íslendingum fundarbjölluna og gestabókina góðu fyrir næsta fund en á næsta ári verður hann haldinn á Íslandi. Heimir Jón Heimisson Sigríður Siemsen Lóa María Magnúsdóttir

Tove Ytterbø afhendir Lóu Maríu Magnúsdóttur fundarbjölluna og gestabókina fyrir NFU fundinn 2017 sem verður haldinn á Íslandi.

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2016


FÉLAGIÐ

2X

HRAÐVIRKARI en venjulegar Panodil töflur*

Prófaðu Panodil® Zapp Verkjastillandi og hitalækkandi

* Grattan T.et al., A five way crossover human volunteer study to compare the pharmacokinetics of paracetamol following oral administration of two commercially available paracetamol tablets and three development tablets containing paracetamol in combination with sodium bicarbonate or calcium carbonate European Journal of pharmaceutics and Biopharmaceutics 2000;49 (3). 225-229.

Panodil Zapp filmuhúðaðar töflur. 500 mg parasetamól. Notist við vægum verkjum. Hitalækkandi. Til inntöku. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

tölublað 2 - 2016

Tímarit um lyfjafræði

15


FRÆÐIN

Námsstöður í klínískri lyfjafræði í fyrsta sinn á Íslandi Freyja Jónsdóttir klínískur lyfjafræðingur og kennslustjóri í starfsnámi í klínískri lyfjafræði. Líkt og víða erlendis hefur orðið mikil framþróun í þjónustu klínískra lyfjafræðinga á Íslandi undanfarin ár. Skortur á klínískum lyfjafræðingum hefur verið þröskuldur fyrir frekari framþróun hérlendis og því var komin brýn þörf á að bregðast við þeim vanda. Þeir sem eru nú starfandi á Landspítala hafa farið erlendis í kostnaðarsamt framhaldsnám, flestir til Englands eða Skotlands en einnig til Bandaríkjanna. Undanfarið hefur verið unnið markvisst í því að finna leið til að fjölga klínískum lyfjafræðingum. Ákveðið var að leita ráðgjafar hjá Bretum, en þeir hafa verið eitt af leiðandi löndunum í þróun klínískrar lyfjafræði í heiminum og hafa auk þess áralanga reynslu í uppbyggingu á klínísku námi fyrir lyfjafræðinga. Verkefnið hefur verið unnið sem samstarfsverkefni Landspítala, Háskóla Íslands og Lyfjafræðingafélags Íslands. Að frumkvæði Kristínar Ingólfsdóttur fyrrverandi rektors Háskóla Íslands var ákveðið á vormánuðum 2015 að bjóða Prófessor Ian Bates frá University College London School of Pharmacy til landsins til að ræða hugsanlegt samstarf. Niðurstaða þess fundar var að vinna markvisst að samstarfi um uppbyggingu á sérnámi í klínískri lyfjafræði á Íslandi. Síðan vorið 2015 hefur samstarfið verið þróað og námið undirbúið. Námið er sett upp sem samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Landspítalans, Royal Pharmaceutical Society og University College London.

16

Samstarfið felur í sér að Háskóli Íslands og Landspítalinn nýta sér marklýsingar breska námsins, skilgreindar námskröfur og handleiðslu við uppbyggingu og skipulag námsins. Auk þess verður nemum gefið tækifæri til að sækja tímabundna námsdvöl við háskólasjúkrahús í Bretlandi. Stofnuð var ný námsleið við lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Námið er þriggja ára launað starfsnám við sjúkrahúsapótek Landspítalans, sem mun ljúka með meistaragráðu frá Háskóla Íslands. Námið mun að mestu leyti fara fram á Landspítalanum. Markmið námsins er að þjálfa og þróa hæfni/færni lyfjafræðinga í grundvallarþáttum klínískrar lyfjafræði og sjúkrahúslyfjafræði. Þann 1. september 2016 voru tveir lyfjafræðingar ráðnir í starfsnám í klínískri lyfjafræði til þriggja ára á Landspítalanum, þær María Jóhannsdóttir og Helga Kristinsdóttir. Námið hefur verið aðlagað að íslenskum þörfum en var upphaflega þróað af Joint Programmes Board sem er samstarf fjölda háskóla í Bretlandi og breska heilbrigðiskerfisins. Námið hefur núna verið gæðavottað af Royal Pharmaceutical Society og innleitt um allt England, Wales og Norður Írland. Einnig hefur námið verið staðfært og innleitt í öðrum löndum í Evrópu og Ástralíu og núna Íslandi. Stefnt er að því að námsleiðin á Íslandi verði fyrst til að fá gæðavottun frá Bretunum. Starfsnámið er byggt upp með töluvert öðrum hætti en lyfjafræðingar á Íslandi

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2016

þekkja úr grunnnáminu. Það er sett upp með svipuðum hætti og víða tíðkast í sérnámi í læknisfræði þannig að neminn öðlast aukna færni við raunverulegar aðstæður í starfi sem lyfjafræðingur, “learning by doing”. Námið krefst þess að neminn tileinki sér öguð og sjálfstæð vinnubrögð því ætlast er til þess að hann beri ábyrgð á eigin námi/námsframvindu. Kennslan fer fram í sjúkrahúsapóteki og á deildum Landspítala. Starfsnemarnir fá leiðbeinanda sem mun fylgja viðkomandi í gegnum öll þrjú árin. Leiðbeinendur fyrstu nemanna eru Elín I. Jacobsen og Pétur S. Gunnarsson. Freyja Jónsdóttir er kennslustjóri. Lagt er upp með að sem flestir lyfjafræðingar í sjúkrahúsapóteki Landspítala komi að kennslu og leiðsögn starfsnemanna. Lyfjafræðingar á Landspítala sem annast handleiðslu í náminu hafa fengið þjálfun frá Bretunum því skýrt verklag er um handleiðsluna og skýrar kröfur um endurgjöf frá leiðbeinendum til starfsnema. Fyrri hluta námsins er ætlað að þjálfa grunnþætti sjúkrahúslyfjafræði á Landspítala sem lúta að öflun, dreifingu og umsýslu lyfja, ráðgjöf, klínískri þjónustu, blöndunareiningunni, afgreiðsluapótekinu og lyfjaupplýsingum (Miðstöð lyfjaupplýsinga). Seinni hluta námsins er aftur á móti ætlað að dýpka þekkingu á sérhæfðum klínískum sviðum eða sérhæfðu sviði innan apóteksins.


FRÆÐIN Námsmat

Frá vinstri: Elín I. Jacobsen, klínískur lyfjafræðingur, leiðbeinandi, María Jóhannsdóttir, lyfjafræðingur í starfsnámi, Helga Kristinsdóttir, lyfjafræðingur í starfsnámi, Freyja Jónsdóttir, klínískur lyfjafræðingur, kennslustjóri í starfsnámi fyrir klíníska lyfjafræði, Pétur S. Gunnarsson, klínískur lyfjafræðingur, leiðbeinandi. Ljósmynd: Þorkell Þorkelsson

Námið Fyrri 18 mánuðir (Foundation stage 1) - 45 ECTS Grunnþjálfun í klínískri lyfjafræði/ sjúkrahúslyfjafræði I Seinni 18 mánuðir (Foundation stage 2) - 45 ECTS Yfirferð lyfjameðferðar Úttekt eða mat á þjónustu Lokaverkefni með áherslu á nýsköpun og umbætur í klínískri lyfjafræði Fagleg þróun og verkefni í ferilmöppu: Stjórnun og nýsköpun

Framvinda náms verður metin með fjölbreyttum matsaðferðum sem meta þekkingu, hæfni og frammistöðu nemans (sjá mynd 1 og 2). Samhliða innleiðingu á starfsnáminu þá skapist tækifæri til breytinga í verklagi og verkferlum lyfjafræðinga á Landspítalanum. Nýjungar verða innleiddar og verklag aðlagað að marklýsingum námsins. Með því að leggja áherslu á starfsnámið er hægt að gera úrbætur á ýmsum verkþáttum, t.d. með því að samræma vinnubrögð milli deilda, verklag við útskrift, upplýsingagjöf og margt fleira. Námið getur því orðið gífurlegt tækifæri fyrir stéttina, Landspítalann og íslenska heilbrigðiskerfið. Þetta snýst í rauninni um gæði lyfjafræðiþjónustunnar og

Leiðsagnarmat (formative) • Case –based Discussions (CbD) • Direct Observation of Practical Skills (DOPS) • Mini-Clinical Evaluation Exercise (mini-CEX) • Medication Related Consultation Framework (MRCF) • Mini Peer Assessment Tool (mini-PAT) • Portfolio of Evidence • Record of in-service Training Assessment (RITA) Lokamat (summative) • Multiple Choice Questions (MCQs) • Objective Structured Clinical Exams (OSCEs) • Record of In-service Training Assessment (RITA) Mynd 2.

þegar kröfurnar eru orðnar alveg skýrar um verklag starfsnemanna þá munu að sjálfsögðu gilda sömu kröfur fyrir alla lyfjafræðinga Landspítalans. Þannig verður þetta lyftistöng fyrir fagmennskuna hjá stéttinni í heild. Samstarf við aðrar sérgreinar Sambærileg þróun hefur átt sér stað hjá öðrum sérgreinum á Landspítalanum, m.a. annars hjá lyflæknum. Þeir hafa einnig byggt upp sérnám í lyflæknisfræði í samstarfi við Breta í gegnum Royal College of Physicians. Friðbjörn Sigurðsson framhaldsmenntunarstjóri lyflækna hefur stutt kyrfilega við bakið á lyfjafræðingum í þessari vegferð. Nú þegar hefur verið ákveðið að vera í töluverðu samstarfi m.a. með sameiginlegri kennslu, tilfellafundum og fleiru. Þetta samstarf mun styrkja báðar stéttir til framtíðar því teymisvinna er nauðsynleg til að takast á við vaxandi fjölda sjúklinga með margþætta langvinna sjúkdóma.

Mynd 1: Competency hierarchy

tölublað 2 - 2016

Tímarit um lyfjafræði

17


FÓLKIÐ

„Það koma upp nýjar áskoranir á hverjum einasta degi og það er nauðsynlegt að vera opinn fyrir öllum góðum hlutum sem gætu komið fyrirtækinu til góða sem og að byggja upp góð tengsl við aðra aðila en þó sérstaklega starfsfólkið.“

29 apótek Viðtal við Kjartan Örn Þórðarson Kjartan Örn Þórðarson lyfjafræðingur er framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu og hefur hann unnið hjá fyrirtækinu frá því fyrir útskrift úr lyfjafræði árið 2006.

Kjartan Örn Þórðarson ólst upp í Breiðholti. „Ég er Breiðhyltingur í húð og hár. Ég bjó í Hólahverfi til tveggja ára aldurs, flutti tímabundið í Bakkahverfi, bjó um tíma í Seljahverfi og flutti síðan í Fellahverfi þegar ég var sjö ára. Ég hef því prófað að búa í öllum hverfum Breiðholtsins og væntanlega ekki margir sem geta státað sig af því. Lífið var ekkert sérstaklega flókið þegar ég var yngri, maður var úti í fótbolta frá morgni til kvölds. Þeir sem mig þekkja vita af dálæti mínu á Breiðholtinu og tel ég það enn þann dag í dag forréttindi að hafa fengið að alast upp þar.” Kjartan stundaði síðan nám á náttúrufræðibraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti og varð stúdent árið 2001. „Ég hafði meðal annars áhuga á líffræði og læknisfræði en ég ákvað eiginlega á síðustu stundu að fara í lyfjafræði. Ég var í útlöndum þegar kynning var í Háskóla Íslands og fékk einn félaga minn til að taka bæklinga fyrir mig. Ég renndi síðan í gegnum þá og leist mér best á lyfjafræðina en ég hafði lengi haft áhuga á raungreinum. Það mætti segja að ástæðan fyrir því að ég valdi lyfjafræði á sínum tíma hafi meira verið tilviljun frekar en eitthvað annað. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því í dag.“

18

Krefjandi verkefni Kjartan segir að hann hafi verið mjög blautur á bak við eyrun fyrstu önnina í lyfjafræðinni. „Ég vissi einhvern veginn ekkert út í hvað ég væri að fara og gerði mér ekki grein fyrir að ég þurfti að leggja töluvert meira á mig heldur en ég var vanur.“ Hann segir að þegar hann var í náminu hafi hugmyndir sínar um framtíðina fyrst og fremst snúist um að takast á við krefjandi verkefni, sama hvað það væri. „Ég hef alltaf sett mér markmið sem ég hef stefnt að og reynt að gera allt sem ég get til þess að ná þeim.“ Kjartan vann einnig hjá Lyfjum og heilsu meðan á lyfjafræðináminu stóð og segir hann að á þeim tíma þegar hann útskrifaðist úr lyfjafræðinni árið 2006 hafi verið töluverður skortur á lyfjafræðingum. „Lyfjafræðingar eru mikil auðlind og á margan hátt vannýttir til hinna ýmsu starfa innan heilbrigðiskerfisins. Töluverður skortur hefur verið á lyfjafræðingum í gegnum tíðina og þegar ég útskrifaðist hafði maður úr ýmsu að velja. Ég valdi að vera áfram hjá Lyfjum og heilsu en ég hóf fyrst störf hjá Lyfjum og heilsu við skúringar samhliða námi í framhaldskóla

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2016

og hef verið hér síðan, enda liðið mjög vel hér.“

Fjölbreytt starf Kjartan fór í fullt starf hjá Lyfjum og heilsu eftir útskrift og hefur unnið þar allar götur síðan. „Fyrstu átta árin eða svo starfaði ég við lyfjaskömmtun en mikil samskipti við viðskiptavini, lækna og aðra lyfjafræðinga einkenna það starf. Fyrir u.þ.b. tveimur árum breytti ég til og hóf störf á skrifstofu Lyfja og heilsu. Þá gegndi ég til að byrja með stöðu lyfjastjóra, sá um samhliða innflutning, framleiðsludeild Gamla apóteksins og fleira. Síðan þá hafa í raun verkefni mín tekið breytingum dag frá degi og sem betur fer oftast eitthvað skemmtilegt sem bíður mín á hverjum morgni. Í sumar tók ég svo við sem framkvæmdastjóri félagsins og með því hefur verkefnunum hvorki fækkað né fjölbreytileikinn minnkað. Ég hugsa að um leið og ég hætti að hlakka til þess að mæta í vinnuna sé kominn tími til þess að breyta til.“

Um 250 starfsmenn Lyf og heilsa var stofnað árið 1999 og keypti fyrirtækið apótek víða um land


FÓLKIÐ næstu árin. Fyrirtækið rekur 29 apótek á landinu, þrjár gleraugnaverslanir, Flexor göngugreiningu, lyfjaskömmtun og framleiðir vörur undir merki Gamla apóteksins. Starfsmenn eru um 250. „Þetta er vissulega viðamikil starfsemi og að mörgu sem ber að huga. Við erum sem betur fer heppin að hafa gott starfsfólk með mikla reynslu og viðamikla þekkingu á sínu sviði. Við leggjum gríðarlega mikið upp úr góðri þjónustu og mætti segja að það sé einkenni apótekanna okkar. Markaðurinn hefur breyst mikið á undanförnum árum og töluverður fjöldi nýrra apóteka litið dagsins ljós, samkeppnin hefur aukist og um leið spennandi áskoranir sem við mætum á hverjum stað, ekkert nema gott um það að segja. Við fögnum samkeppni.“

Heiðarleiki mikilvægur „Þetta var einstaklega spennandi og krefjandi verkefni þannig að ég gat ekki skorast undan því,“ segir Kjartan um það þegar honum bauðst starf framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Það koma upp nýjar áskoranir á hverjum einasta degi og það er nauðsynlegt að vera opinn fyrir öllum góðum hlutum sem gætu komið fyrirtækinu til góða sem og að byggja upp góð tengsl við aðra aðila en þó sérstaklega starfsfólkið. Mín persónulegu markmið eru að reyna að bæta mig, öðlast sem mesta reynslu og undirbúa mig sem best undir ný verkefni í framtíðinni. Ég vil standa mig eins vel og ég mögulega get og reyni að koma heiðarlega fram við alla sem vinna hjá fyrirtækinu og þeim sem ég er í samskiptum við. Það borgar sig alltaf þegar upp er staðið. Markmið Lyfja og heilsu er að sjálfsögðu að reyna að bæta fyrirtækið dag frá degi. Við teljum okkur vera að gera það. Starfsfólk fyrirtækisins er lykilforsenda þess að hlutirnir gangi fyrir sig. Eitt markmiðið er að veita áfram framúrskarandi þjónustu og reyna að halda áfram að vaxa og dafna.“

Sameinar áhugamál Þegar Kjartan er spurður hvað honum finnst vera mest spennandi og heillandi við lyfjafræðina í dag segir hann að það sé sennilega fjölbreytileikinn. „Sjálfur hef ég tekist á við hin ýmsu störf. Ég hef unnið í apóteki og mér finnst mjög gaman að nálgast viðskiptavini og reyna að ráðleggja þeim. Það er mjög

Kjartan Örn og fjölskylda jákvætt og skemmtilegt ef maður getur hjálpað fólki. Það starf sem ég gegni í dag tengist kannski ekki mikið starfi lyfjafræðings sem slíks en mér finnst alltaf þau verkefni sem snúa að lyfjamálum vera langskemmtilegust.“ Kjartan er spurður hvort hann sakni þess að vinna sem lyfjafræðingur. „Ég hugsa stundum til þess að þeir hlutir sem ég fæst við flesta daga eru töluvert frábrugðnir mörgum þeirra starfa sem lyfjafræðingar vinna í dag. Ég hef alltaf haft gaman af tölum og rekstri og mætti segja að með þessu starfi þá náði ég að sameina ákveðin áhugamál.“

Veiðidella Kjartan Örn er í sambúð með Elísabetu Jónsdóttur lyfjafræðingi. „Það er oft þannig með lyfjafræðinga að þeir leita ekki langt yfir skammt. Við vissum aðeins af hvort öðru þegar við vorum í lyfjafræðináminu en hún útskrifaðist þremur árum á eftir mér,“ segir Kjartan en leiðir þeirra lágu saman nokkrum árum síðar.

Kjartan Örn er spurður út í áhugamál. „Knattspyrnan hefur ætíð verið stór hluti af mínu lífi. Í dag reynir maður að lifa sig inn í íþróttina á annan hátt, með því að fylgjast með syninum af hliðarlínunni ásamt því að sitja í stjórn míns félags, íþróttafélagsins Leiknis. Það er ekki hægt að slíta sig algjörlega frá þessu. Eins heillaðist ég af veiði fyrir mörgum árum – bæði stangveiði og skotveiði. Það er gott og ótrúlega afslappandi að vera úti í náttúrunni sem og endurnærandi. Þetta er eitthvað sem ég heillaðist algjörlega af og ég hef reynt að stunda þetta eins mikið og ég mögulega get. Það er fátt sem jafnast á við það að ganga til rjúpna í þessari yndislegu náttúru sem við eigum eða fara í laxveiðiferð í góðra vina hópi. Fjölskyldan á þó vissulega hug minn og hjarta. Það að ferðast um landið og slappa af í bústaðnum í faðmi fjölskyldunnar er eitthvað sem klikkar seint.“ Texti: Svava Jónsdóttir, blaðamaður

Kjartan Örn og Elísabet eiga saman dótturina Ólöfu Ingu sem er að verða tveggja ára. Hann átti fyrir soninn Axel Örn, sem er átta ára, og Elísabet átti fyrir dótturina Rögnu Björk sem er níu ára.

tölublað 2 - 2016

Tímarit um lyfjafræði

19


FÉLAGIÐ

Ljósmynd: Kristín Bogadóttir

Lyfjafræðingafélag Íslands Lyfjafræðingafélag Íslands (LFÍ) er bæði fagfélag og stéttarfélag lyfjafræðinga. Félagið var stofnað árið 1932 og verður því 85 ára 2017. Flestir starfandi lyfjafræðingar á Íslandi eru félagsmenn í LFÍ. Meðlimir voru 424 í byrjun árs 2016. Eingöngu lyfjafræðingar geta verið félagar í LFÍ.

Kjaramál hjá Lyfjafræðingafélagi Íslands

LFÍ vinnur að því að efla þekkingu annarra heilbrigðisstétta og almennings á lyfjafræði og störfum lyfjafræðinga og tekur afstöðu til málefna sem varða stéttina og sendir umsagnir um lagafrumvörp og reglugerðir er varða stéttina til yfirvalda. LFÍ hefur það að markmiði að stuðla að heilbrigði og réttri lyfjanotkun og faglegu starfi alls staðar þar sem lyf koma við sögu. LFÍ leitast við að gæta hagsmuna og standa vörð um réttindi félagsmanna og stuðla að bættum kjörum og aukinni starfsánægju þeirra og efla samheldni og samstarf meðal lyfjafræðinga.

• Samtök atvinnulífsins (SA) (apóteksog lyfjaframleiðslulyfjafræðingar)

LFÍ gætir hagsmuna félagsmanna og sér um gerð kjarasamninga við vinnuveitendur. Kjarasamningar LFÍ við vinnuveitendur eru við:

• Félag atvinnurekenda (FA) (lyfjafræðingar hjá innflutnings- og dreifingarfyrirtækjum) • Fjársýsla ríkisins (lyfjafræðingar á sjúkrahúsum og hjá opinberum stofnunum)

Kjaranefnd LFÍ sér um gerð kjarakönnunar meðal félagsmanna en hún gefur mikilvægar upplýsingar varðandi launaþróun lyfjafræðinga. Allir kjarasamningarnir, fyrir utan kjarasamning LFÍ við ríkið, eru markaðslaunasamningar og því er mikilvægt að hafa upplýsingar úr könnuninni þegar samið er um launin. LFÍ veitir félagsmönnum lögfræðiaðstoð, ef á þarf að halda, vegna kjaramála. Veikindaréttur og orlofsréttur lyfjafræðinga þykir mjög góður samanborið við aðra kjarasamninga. Allir kjarasamningar LFÍ eru á innra svæði heimasíðu LFÍ.

Stjórn LFÍ er skipuð formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara, meðstjórnanda og varamönnum og eru stjórnarmenn kosnir til tveggja ára í senn. Daglegur rekstur er í höndum framkvæmdastjóra LFÍ. Upplýsingar um stjórn LFÍ og framkvæmdastjóra eru á heimasíðu LFÍ. Fastanefndir LFÍ eru: fræðslunefnd, kjaranefnd LFÍ, kjörnefnd, laganefnd, ritstjóri og ritnefnd Tímarits um lyfjafræði (TUL), siðanefnd, stjórn fræðslusjóðs, sumarbústaðanefnd og stjórn Lyfjafræðisafnsins og síðan er starfandi faghópur um sjúkrahúslyfjafræði. Upplýsingar um nefndir LFÍ eru á heimasíðu LFÍ.

20

Skipting félagsmanna LFÍ eftir starfsvettvangi í byrjun árs 2016

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2016


FÉLAGIÐ

Sjúkrasjóður Lyfjafræðingafélags Íslands Sjúkrasjóður LFÍ kaupir tryggingu (hóptryggingu) fyrir félagsmenn með kjaraaðild, starfstengda slysa- og örorkutryggingu ásamt líftryggingu sem tryggir félagsmönnum bætur ef stóru áföllin dynja á. Hægt er að sækja um sjúkradagpeninga þegar almennum veikindarétti lýkur við langvarandi veikindi félagsmanns, maka hans eða barna. Reglugerð og umsóknareyðublöð sjóðsins eru á heimasíðu LFÍ. Fræðsluog vísindasjóðir Lyfjafræðingafélags Íslands Félagsmenn LFÍ geta sótt um styrki í Fræðslusjóð LFÍ og Vísindasjóð LFÍ sem gera mörgum kleift að sækja t.d. námskeið og ráðstefnur. Styrkir sem félagið veitir úr Fræðslusjóði og Vísindasjóði eru ekki skattskyldir. Rekstur sjóðanna og úthlutun úr þeim er í höndum Sjóðastjórnar Vísinda- og Fræðslusjóðs lyfjafræðinga. Um bæði Vísindasjóð lyfjafræðinga og Fræðslusjóð gildir að styrkþegar skrifa greinargerð um verkefnið fyrir Tímarit um lyfjafræði. Reglugerðir og umsóknareyðublöð sjóðanna eru á heimasíðu LFÍ. Starfsmenntunarsjóður (fyrir lyfjafræðinga starfandi hjá ríkinu) Lyfjafræðingar sem starfa hjá ríkinu geta sótt um styrki í Starfsmenntunarsjóð Lyfjafræðingafélagsins. Sjóðurinn veitir styrki til sjóðsfélaga vegna náms og einstakra námskeiða, ráðstefna, málþinga og kynnisferða innan lands sem utan. Reglugerð og umsóknareyðublöð sjóðsins eru á heimasíðu LFÍ. Lyfjafræðingafélag Íslands leigir út orlofshús og niðurgreiðir leigu á ferðavögnum Sumarið 2016 var boðið upp á 7 orlofshús á mismunandi stöðum á landinu og jafnframt var boðið upp á 2 hús á Spáni. LFÍ á orlofshús í Grímsnesi, Lyfjakot, og er helgarleiga í boði á veturna fyrir félagsmenn. Félagsmenn LFÍ safna orlofspunktum og geta með þeim tekið þátt í úthlutun orlofshúsa. LFÍ niðurgreiðir leiguna rausnarlega

og hefur verð á leigu orlofshúsa hjá LFÍ verið með því lægsta sem gerist hjá stéttarfélögum. Sumarbústaðanefnd sér um úthlutun orlofshúsa. Félagsstarf Íslands

Lyfjafræðingafélags

LFÍ stendur fyrir ýmsum viðburðum. Reglulega eru haldnir félagsfundir og fræðslufundir og einnig hafa verið haldin málþing. Árlega er dagur lyfjafræðinnar haldinn hátíðlegur og skemmtanir s.s. sumarhátíð/hausthátíð og jólaball. Þessir viðburðir eru félagsmönnum að kostnaðarlausu. Fræðslunefnd hefur veg og vanda af degi lyfjafræðinnar, jólaballinu og fleiri viðburðum. LFÍ tekur þátt í að vekja athygli almennings á Alþjóðlegum degi lyfjafræðinga (World Pharmacist Day) sem er 25. september ár hvert. Árið 2016 lét LFÍ útbúa lítið veggspjald þar sem lagt var út af einkunnarorðum dagsins „Talaðu við lyfjafræðinginn. Hann hugsar um þinn hag.“ Þetta veggspjald var sent til allra apóteka á landinu. LFÍ lét, í tengslum við Alþjóðlegan dag lyfjafræðinga árið 2014, útbúa barmnælu sem á stendur „Lyfjafræðingur LFÍ“ sem er hugsuð til að merkja lyfjafræðinga t.d. í apótekum og sjúkrahúsum og geta félagsmenn haft samband við skrifstofu félagsins til að fá slíka barmnælu senda. LFÍ gefur út Tímarit um lyfjafræði (TUL) sem ritstjóri TUL ásamt ritnefnd sér um, félagið heldur úti heimasíðu og er á facebook. Alþjóðlegt samstarf sem Lyfjafræðingafélag Íslands tekur þátt í LFÍ tekur þátt í fjölþjóðlegum samtökum lyfjafræðinga fyrir Íslands hönd og má þar nefna: • FIP (International Pharmaceutical Federation) sem eru alþjóðleg samtök lyfjafræðinga

LFÍ skrifaði árið 2015 undir samstarfssamning við breska lyfjafræðingafélagið (Royal Pharmaceutical Society, RPS) en samstarfssamningur þessi felur það í sér að bæði félögin eru sammála um að vinna saman og deila sameiginlegri sýn. Félagsmenn LFÍ geta sótt um aðild að RPS og er á heimasíðu RPS aðgangur að ýmis konar fræðsluefni og upplýsingum fyrir meðlimi. Þróa þarf áfram samstarf LFÍ og RPS. Haustið 2016 var í fyrsta skipti boðið upp á viðbótarnám (mastersnám) í klínískri lyfjafræði en námið fer fram sem starfsnám lyfjafræðinga á Landspítala í samvinnu við HÍ. Námið er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Landspítala og RPS en samstarfssamningur LFÍ og RPS er grundvöllur þessa samstarfsverkefnis. Aðrar nefndir LFÍ en minnst hefur verið á hér á undan: Laganefnd: Laganefnd sér í samráði við stjórn LFÍ um að rýna og senda umsagnir um lagafrumvörp og reglugerðir og ýmis fleiri erindi frá yfirvöldum er varða m.a. lyfjamál og lyfjafræðinga. Á árinu 2016 voru meðal stærstu verkefnanna drög að nýjum lyfjalögum og ný lyfjastefna. Siðanefnd: Siðanefnd sér um að skera úr um hvort lyfjafræðingar hafi brotið siðareglur sem gilda hjá LFÍ. Kjörnefnd: Hlutverk kjörnefndar er að leita eftir framboðum félagsmanna til allra stjórna, nefnda og embætta sem kosið er til í tengslum við aðalfund LFÍ. Stjórn Lyfjafræðisafnsins Lyfjafræðisafnið er sjálfseignarstofnun í tengslum við LFÍ og er kosið í stjórn safnsins á aðalfundum LFÍ en stjórnin er skipuð lyfjafræðingum. Lög og reglugerðir Lyfjafræðingafélags Íslands eru á heimasíðu LFÍ www.lfi.is

• NFU (Nordisk Farmaceut Union) sem eru samtök norrænna lyfjafræðingafélaga • EAHP (European Association of Hospital Pharmacy) sem eru samtök sjúkrahúslyfjafræðinga í Evrópu og er faghópur sjúkrahúslyfjafræðinga LFÍ aðili að þessum samtökum.

tölublað 2 - 2016

Tímarit um lyfjafræði

21


FRÆÐIN

Styrkþegi

Berglind kynnti veggspjald um mismunandi exósóm-einangrunaraðferðir

Ráðstefnan Exosomes/Microvesicles: Novel Mechanism of Cell-Cell Communication Berglind Eva Benediktsdóttir Dagana 19. - 23. júní 2016 var haldin fyrsta Keystone Symposia-ráðstefnan um „exosome/microvesicles“ í Keystone, Colorado, Bandaríkjunum. Skipuleggjendur ráðstefnunnar gerðu í upphafi ráð fyrir um 100 þátttakendum og því kom þeim skemmtilega á óvart þegar yfir 250 manns höfðu skráð sig. Þessi fjöldi var þó afar þægilegur því gott færi gafst á að kynnast fólkinu betur og fá yfirsýn yfir rannsóknarsviðið í heild. Það er ekki svo langt síðan að vísindamenn fóru að skilgreina þær „bólur” (e. vesicles), sem eru losaðar frá frumum, í mismunandi flokka og áttuðu sig á því að mismunandi bólur höfðu mismunandi tilgang. Exósóm voru fyrst flokkuð sem bólur, losaðar frá frumum, sem innihéldu eingöngu óþarfa frumuhluta og „drasl”. Það eru hins vegar innan við 10 ár síðan vísindamenn fóru að skilja að frumur losa exósóm til að tala sín á milli. Það gera þær með því að skiptast á lípíðum, vaxtarþáttum, viðtökum og microRNA (miRNA)-sameindum.

22

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2016

Hlutverk mismunandi miRNAsameinda í exósómum voru til mikillar umfjöllunar á ráðstefnunni og greinilegt er að rannsóknir á hlutverki miRNA í framgangi sjúkdóma, eins og mismunandi krabbameina og taugahrörnunarsjúkdóma, eru í mikilli sókn. Þannig kom fram í erindum á ráðstefnunni að exósóm eru losuð í meiri mæli frá krabbameinsfrumum og að þau exósóm innihalda miRNAsameindir sem stuðla að ífarandi meingerð krabbameins. Margir fyrirlestrar fjölluðu um greiningu á þessum miRNA-sameindum og þróun á nýjum mælitækjum til að greina upphaf og framgang sjúkdóms eða skilvirkni ákveðinna lyfja. Þá er einna helst verið að einblína á að greina exósóm-innihald í blóði (e. liquid biopsies). Einnig voru fyrirlestrar sem fjölluðu um það hvernig mögulega væri hægt að lágmarka losun exósóma frá krabbameinsvef og þannig hefta útbreiðslu krabbameinsfrumna, samhliða meðferð með hefðbundnum krabbameinslyfjum.


FRÆÐIN

Keystone er við rætur Rocky Mountains. Ráðstefnuhverfið sjálft er í 2.800 m hæð yfir sjávarmáli. Til samanburðar þá er Hvannadalshnjúkur 2.110 m yfir sjávarmáli.

Hlutar ráðstefnunnar fjölluðu um rannsóknir á myndun og samsetningu exósóma, bæði í heilbrigðum frumum og óheilbrigðum. Himnuspannandi próteinið CD47 er til dæmis til staðar í miklum mæli í exósómum og kemur í veg fyrir að þau verði „étin” af átfrumum. CD47 eykur því viðveru exósóma sem lyfjabera í blóði, umfram t.d lípósóma. Sem dæmi um fjölbreytileika í exósómrannsóknum þá var fyrirlestur um það hvernig ákveðnar miRNA-sameindir í exósómum gætu virkað sem lífmerki (e. biomarkers) fyrir virkni fylgjunnar hjá óléttum konum. Þannig væri hægt að greina vanvirkni fylgjunnar og veita fyrirbyggjandi meðferð eða aukið eftirlit þar sem við á. Á ráðstefnunni kynnti ég veggspjald um mismunandi einangrunaraðferðir exósóma, sem unnar voru af meistaranemanum mínum, henni Björgu Sigríði Kristjánsdóttur. Háhraðaskilvindun (e. ultracentrifugation) er sú aðferð sem hvað mest er notuð í dag til að einangra exósóm en hún þykir ekki henta vel til einangrunar á exósómum sem ætluð eru til notkunar sem

lyfjaberar. Þeir aðilar sem ég talaði við voru allir sammála um að það vanti betri aðferðir til að einangra exósóm á þann hátt að hægt væri að tryggja bæði gæði exósómanna og endurtakanleika einangrunaraðferðarinnar. Mér fannst virkilega gaman að sjá fjölbreytnina í því sem fólk er að rannsaka og finnst mér áhugavert að exósóm virðast koma við sögu í ólíkum sjúkdómum. Þessi ráðstefna undirstrikaði því þá sýn mína að exósóm eru ört stækkandi rannsóknarsvið þar sem mörg tækifæri eru til staðar til frekari rannsókna á hlutverki exósóma í framgangi sjúkdóma og möguleika þeirra til notkunar sem ný tegund lyfjabera. Ég vil þakka vísindasjóði LFÍ kærlega fyrir veittan styrk. Berglind Eva Benediktsdóttir, lektor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands

tölublað 2 - 2016

Tímarit um lyfjafræði

23


FRÆÐIN

Styrkþegi Samevrópsk „PEPPAS“ rannsókn um lyfjaatvik á sjúkrahúsum. Þórunn K. Guðmundsdóttir, klínískur lyfjafræðingur á Landspítala, klínískur lektor við Háskóla Íslands.

með veggspjaldakynningu og erindi á Pharmacy, Budapest, Hungary; 3 Tartu „Pan-European Project for PAtientráðstefnu The Nordic Networking Group University Hospital, Hospital Pharmacy, Safety“ (PEPPAS) er samevrópsk (pilot) for Clinical Pharmacy (NNGCP) og Tartu, Estonia; 4 Landspitali – The rannsókn sem snýr að öryggi sjúklinga, veggspjaldakynningu Evrópusamtaka National University Hospital of Iceland sem íslenskir sjúkrahúslyfjafræðingar sjúkrahúslyfjafræðinga (EAHP) í Vín í LSH, Hospital Pharmacy, Reykjavik, taka virkan þátt í. Rannsókninni er stýrt mars 2016 hefur hug áFREQUENTLY Iceland af þýska sjúkrahúslyfjafræðingafélaginu IDENTIFICATION OF (mynd). RISKADKA FACTORS VIE 15-0007 að halda rannsókninni áfram, útvíkka ADKA (http://www.adka.de), sem Background ASSOCIATED WITH MEDICATION ERRORS gagnagrunninn innan Evrópu og bjóða hefur hannað rafrænan gagnagrunn, Medication errors are a major problem fleiri löndum þátttöku, og að þvíPATIENT tilefni „DokuPIK“, til að PAN-EUROPEAN skrá og greina PROJECT FOR SAFETY for patient safety (PEPPAS) all over Europe. kynnti undirrituð rannsóknina fyrir lyfjaatvik. Pamela Kantelhardt, Pamela Kantelhardt1, Andras Süle2, Thorunn K Gudmundsdottir3, Marika Saar4 To avoid medication errors, a better 2Peterfy Hospital and Trauma Center, Hospital aðildarlöndum EAHP áGermany, aðalfundi þess í fulltrúi ADKA 1German í Þýskalandi, Association of Hospital Pharmacists (ADKA), amts@adka.de; of the respective risk factors 3Landspitali - The National University Hospital of knowledge Iceland (LSH), Hospital Pharmacy, Reykjavik, Pharmacy, Budapest, Hungary; Prag í júní s.l. við góðar undirtektir. heimsótti Ísland í ágúst/september PEPPAS Iceland; Tartu University Hospital, Hospital Pharmacy, Tartu, Estonia as well as the type of errors and causes 2014 og kynnti rannsóknina fyrir Ágrip rannsóknar á ráðstefnu EAHP are necessary. sjúkrahúslyfjafræðingum Legend Background and Objectives á Landspítala í Vín 2016, birt í Eur J Hosp Pharm Medication errors are a major problem for patient safety all over Europe. To Purpose áður en rannsóknin hófst. Stjórnendur 1): A214-215 (10.1136/ avoid medication errors a better knowledge about the 2016;23(Suppl respective risk factors rannsóknarinnar eru Pamela as well as the type of an error and the cause of it is necessary. It is therefore ejhpharm-2016-000875.486) undir With documentation of medication Kantelhardt, Andras Süle, Þórunn essential to document medication errors andK. later on to identify the risk and later identification of risk flokknum safety and risk Fig.errors factors out of these data. To learn from other countries as well as to„Patient share 1: Guðmundsdóttir, Anne-Grete Märtson factors, we invented the PEPPAS to Database strategies to avoid medication errors we inventedmanagement”. the PEPPAS (PanDokuPIK og Marika Saar. European Project for Patient Safety). detect major risk, learn from other 4 arika Saar PS-001 2Peterfy Hospital and Trauma Center, Hospital countries and share strategies to avoid mts@adka.de; Methods Rannsóknin fór fram frá nóvember IDENTIFICATION OF RISK FACTORS Interventionen ty Hospital ofWe Iceland (LSH), Hospital Pharmacy, Reykjavik, medication errors. invented the German medication error reporting system DokuPIK (Dokumentation Pharmazeutischer im Krankenhaus = Documentation of 2014 til febrúar 2015 og var kynnt a pharmaceutical interventions in hospitals, developed byF the Association Hospital R EGerman QUEN T LY of A S S OPharmacists) C I AT E D in Iceland, Estonia and Hungary. DokuPIK is a critical með veggspjaldakynningu ráðstefnu incident reporting system to collect ádata in the field of medication errors. The medication error reports could be submitted online. from a stand-alone-use in a andApart methods WITH MEDICATION ERRORS – Material Peterfy Hospital Trauma Center,system Hospital singleand hospital the reporting can also be used nationwide as well as international to detect major risks. The anonymity of the users is ensured by a Evrópusamtaka sjúkrahúslyfjafræðinga Legend celand (LSH),restricted Hospital Pharmacy, Reykjavik, PANEUROPEAN FOR We invented the German medication access excluding database fields from the analysis that might contain userPROJECT specific information. (EAHP) í Hamborg í mars 2015, en einnig system The present pilot study is based on analysis of 1522 records stored in the medication error reporting system error DokuPIKreporting (11.2014-02.2015). TheseDokuPIK records werein PATIENT SAFETY (PEPPAS) putted in the database by pharmacists and pharmaceutical technicians out of the involved countries. They wereIceland, free to putEstonia in all errors theyHungary. think are worth to be and In these reported. Data were exported into MS Excel and screened by a2hospital pharmacist. Entries categorised for frequency of type of error, cause 1 P independently Kantelhardt, A Süle, 3 M Saar, 4 werecritical Legend incident reporting system of error and the degree of severity caused by the medication error. T Gudmundsdottir, 3 AG Märtson. 1 reports could be submitted online. Results Fig. 1: ADKA, 10559 Berlin, Germany; 2 Peterfy Apart from a standalone use in a single Database The analysis revealed the following rank order of type of error: (wrong) dose (250), clear indication but no drug prescribed (155) and interactions (140) (Fig 2). DokuPIK Center, Hospital The most common causes were identified as: lack ofHospital knowledge and (737),Trauma organisation (380) and workload (361). We also are able to compare the differences

ORS FREQUENTLY N ERRORS EQUENTLY PATIENT SAFETY (PEPPAS) ORS NT SAFETY (PEPPAS)

between the countries (Fig. 3). Most of the errors were classified as “An error occurred that reached the patient but did not cause patient harm“ (Fig. 4).

1: base zeutischer PIK

no discontinuation of drugs despite recommendation for…

wrong storage

inappropriate or unsuitable drug in respect of costs

Information not available

Fig. 4: reported classifications of errors

inappropriate or unsuitable drug in respect of concentration

incorrect medical history

wrong patient

administration (wrong duration/frequency)

incompatibility or wrong preparation before application

TDM not performed or not considered

administration (wrong time)

missing dose/not prescribed

administration (wrong route)

dispensing error on the ward

other

inappropriate or unsuitable drug formulation in terms of…

okuPIK (11.2014-02.2015). These records were ree to put in all errors they think are worth to be categorised for frequency of type of error, cause n but no drug prescribed (155) and interactions (140) (Fig 2). d workload (361). We also are able to compare the differences reported types of errors (DokuPIK) ed the patient Fig. but2:did not cause patient harm“ (Fig. 4).

DokuPIK International Type of error [%]

(wrong) dosing interval

inappropriate or unsuitable drug in terms of indication

prescription/documentation incomplete/incorrect

transcription error

dose not adjusted for organ dysfunction/weight

contraindication

double prescription

Drug allergy or medical history not considered

(Clear) indication not given

interaction

(wronge) dose

(Clear) indication but no drug prescribed

Interventionen im Krankenhaus = Documentation of armacists) in Iceland, Estonia and Hungary. DokuPIK is a critical 25,0 20,0 orts could be submitted online. Apart from a stand-alone-use in a 15,0 etect major The anonymity of the usersofis ensured by a 10,0 ventionen imrisks. Krankenhaus = Documentation mation. 5,0 and, Estonia and Hungary. DokuPIK is a critical 0,0 porting bmittedsystem online. DokuPIK Apart from(11.2014-02.2015). a stand-alone-use These in a records were ies. They were freeoftothe putusers in all is errors they by think s. The anonymity ensured a are worth to be st. Entries were categorised for frequency of type of error, cause

scribed (155)Discussion and interactions (140) (Fig 2). ). We also are to compare the differences Theable medication error reporting system DokuPIK is a very useful tool to identify risk factors for medication errors. We identified the most common types of errors as tölublað - 201 6 colleagues. They have to decide, which errors to report. well as the harm“ causes (Fig. for medication errors. There is only a small bias in the system, caused by2the reporting t did not cause patient 4).

24

Tímarit um lyfjafræði

Because of the small numbers of entries in Estonia, Hungary and Iceland in comparison to Germany, the evidence of the results is not yet given – we do need


FRÆÐIN

VIE 15-0007

IDENTIFICATION OF RISK FACTORS FREQUENTLY ASSOCIATED WITH MEDICATION ERRORS PAN-EUROPEAN PROJECT FOR PATIENT SAFETY (PEPPAS) Pamela Kantelhardt1, Andras Süle2, Thorunn K Gudmundsdottir3, Marika Saar4 1German Association of Hospital Pharmacists (ADKA), Germany, amts@adka.de; 2Peterfy Hospital and Trauma Center, Hospital Pharmacy, Budapest, Hungary; 3Landspitali - The National University Hospital of Iceland (LSH), Hospital Pharmacy, Reykjavik, Iceland; Tartu University Hospital, Hospital Pharmacy, Tartu, Estonia

PEPPAS

Legend

Background and Objectives Medication errors are a major problem for patient safety all over Europe. To avoid medication errors a better knowledge about the respective risk factors as well as the type of an error and the cause of it is necessary. It is therefore essential to document medication errors and later on to identify the risk factors out of these data. To learn from other countries as well as to share strategies to avoid medication errors we invented the PEPPAS (Panhospital, it canfor also be Safety). used nationwide European Project Patient

Fig. 1: Database DokuPIK

as well as internationally to detect Methods major risk. These records wereerror inputted We invented the German medication reporting system DokuPIK (Dokumentation Pharmazeutischer Interventionen im Krankenhaus = Documentation of pharmaceutical interventions in hospitals, developed into the database by pharmacists and by the German Association of Hospital Pharmacists) in Iceland, Estonia and Hungary. DokuPIK is a critical incident reporting system to collect data in the field of medication errors. The medication error reports could be submitted online. Apart from a stand-alone-use in a pharmaceutical technicians. They single hospital the reporting system can also be used nationwide as well as international to detect major risks. The anonymity of the users is ensured by a were free toexcluding put indatabase all errors they restricted access fields from the analysis that might contain user specific information. The presentwere pilot study is based on analysisData of 1522 records stored in the medication error reporting system DokuPIK (11.2014-02.2015). These records were thought worth reporting. putted in the database by pharmacists and pharmaceutical technicians out of the involved countries. They were free to put in all errors they think are worth to be were exported into MS Excel andscreened independently by a hospital pharmacist. Entries were categorised for frequency of type of error, cause reported. Data were exported into MS Excel and of error and the degree of severityby caused by the medication error. screened independently a hospital pharmacist. Entries were categorised Results Thefrequency analysis revealed the following rankcause order ofof type of error: (wrong) dose (250), clear indication but no drug prescribed (155) and interactions (140) (Fig 2). for of type of error, The most common causes were identified as: lack of knowledge (737), organisation (380) and workload (361). We also are able to compare the differences error and degree of severity caused by between the countries (Fig. 3). Most of the errors were classified as “An error occurred that reached the patient but did not cause patient harm“ (Fig. 4). the medication error. DokuPIK International

no discontinuation of drugs despite recommendation for…

wrong storage

inappropriate or unsuitable drug in respect of costs

inappropriate or unsuitable drug in respect of concentration

Information not available

incorrect medical history

wrong patient

administration (wrong duration/frequency)

incompatibility or wrong preparation before application

TDM not performed or not considered

administration (wrong time)

missing dose/not prescribed

administration (wrong route)

dispensing error on the ward

other

inappropriate or unsuitable drug formulation in terms of…

(wrong) dosing interval

inappropriate or unsuitable drug in terms of indication

prescription/documentation incomplete/incorrect

transcription error

dose not adjusted for organ dysfunction/weight

contraindication

double prescription

Drug allergy or medical history not considered

(Clear) indication not given

interaction

(wronge) dose

(Clear) indication but no drug prescribed

Results Type of error [%] Stjórnendur rannsóknar (frá vinstri) Anne-Grete Märtson og Marika Saar (Eistland), 25,0 The present pilot study is based on 20,0 Pamela Kantelhardt (Þýskaland), Þórunn Kristín Guðmundsdóttir (Ísland) og András 15,0 analysis of 1522 records stored in the Süle (Ungverjaland). 10,0 DokuPIK (November 2014 to February 5,0 0,0 2015). The analysis revealed the Conclusion and financial resources at an optimum following rank order of types of error: Based on our present data, we are by sharing knowledge all over Europe. (wrong) dose (250), clear indication but already able to identify a number of The database should be enrolled in more no drug prescribed (155) and interactions risk factors that most likely cause European countries in the future to gain Fig. 4: reported classifications of errors (140). The most common causes were medication errors. There is only a more data. identified as: lack of knowledge (737), small bias in the system, caused by organisation (380) and workload (361). the reporting colleagues. They have No conflict of interest. Fig. 2: reported types of errors (DokuPIK) Most of the errors were classified as “an to decide which errors to report. With Discussion error occurred, reached the patient but this information we have a means of The medication error reporting system DokuPIK is a very useful tool to identify risk factors for medication errors. We identified the most common types of errors as did not cause patient harm”. developing specific avoidcolleagues. They have to decide, which errors to report. well as the causes for medication errors. There is only a small bias in the system, strategies caused by theto reporting Because of the small numbers of entries in Estonia, Hungary and Iceland in comparison to Germany, the evidence of the results is not yet given – we do need medication errors while keeping human more further data. DokuPIK International Classification of error [%]

DokuPIK International Cause of error [%]

70,0

70,0 60,0

60,0 50,0

50,0

40,0 40,0

30,0 20,0

30,0

10,0

I An error occurred that may have contributed to or resulted in the patient’s death

H An error occurred that required intervention necessary to sustain life

G An error occurred that may have contributed to or resulted in permanent patient harm

F An error occurred that may have contributed to or resulted in temporary harm to the patient and required initial or prolonged…

E An error occurred that may have contributed to or resulted in temporary harm to the patient and required…

C An error occurred that reached the patient but did not cause patient harm

B An error occurred but the error did not reach the patient (An "error of omission" does reach the patient)

0,0

D An error occurred that reached the patient and required monitoring to confirm that it resulted in no harm to the patient and/or…

10,0

A Circumstances or events that have the capacity to cause error

abbreviations

sound-alike name

bad handwriting

calculation error

verbal order

social factors

technology

others

communication failure/problem

workload

material (also packaging, labelling, SOPs, etc.)

organisation

lack of knowledge

Fig. 3: reported causes of errors (DokuPIK)

look-alike name

20,0

0,0

Fig. 4: reported classifications of errors (DokuPIK)

25

Conclusion Based on our present data we are already able to identify a number of risk factors that most likely cause medication errors. With this information we have a means 2 -human 2016and financial resources at an optimum by sharing the knowledge all over Europe. to develop specific strategies to avoid medication errorstölublað while keeping The database should be enrolled in the future in more European countries to gain more – and comparable – data.

Tímarit um lyfjafræði


FÉLAGIÐ

Dagur lyfjafræðinnar 2016 Dagur lyfjafræðinnar 2016 var haldinn þann 4. nóvember sl. í veislusal Þróttar í Laugardalnum, þar sem u.þ.b. 100 manns mættu til að hlýða á fyrirlestra dagsins. Fundarstjóri, Tinna Traustadóttir, bauð gesti velkomna og setti daginn. Hér á eftir koma samantektir á fyrirlestrum dagsins. Kemur heilsan að innan eins og hamingjan? Michael Clausen, barnalæknir, hélt fyrsta erindi kvöldsins. Í fyrirlestrinum kom m.a. fram að bakteríur í garnaflóru hafa víðtæk áhrif á heilsu okkar. Hollt mataræði og regluleg hreyfing hefur jákvæð áhrif á garnaflóruna, heilsu manna og getur lengt lífið. Gott samlífi með sýklum er því forsenda farsældar í lífinu. Samstarf til framtíðar – Viðhorf heimilislækna til lyfjafræðinga á Íslandi Anna Bryndís Blöndal lyfjafræðingur og doktorsnemi. Í erindi mínu hélt ég fyrirlestur um niðurstöður fyrsta hluta doktorsverkefnis míns um hvernig best sé að veita lyfjafræðilega umsjá á Íslandi. Hlutverk lyfjafræðinga hefur breyst á síðastliðnum árum í átt að meiri klínískri vinnu í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. Sú þróun hefur hinsvegar ekki átt sér stað í grunnþjónustu á Íslandi. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna stöðu lyfjamála í heilsugæslunni, viðhorf lækna til lyfjafræðinga og afstöðu þeirra til mögulegs samstarf í framtíðinni. Notast var við hálfopin viðtöl við 20 heimilislækna frá 12 mismunandi heilsugæslustöðvum um allt land. Hentugleikaúrtak var notað til að velja þátttakendur, viðtölin

26

hljóðrituð og afrituð orðrétt. Gögnin voru flokkuð og síðan kóðuð með Conventional Content greiningaaðferð og NVivo 11. Rannsóknin var samþykkt af Vísindasiðanefnd og fékk leyfi frá Persónuvernd. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að það eru ýmsir vankantar í tengslum við eftirlit og lyfjameðferðir sjúklinga í heilsugæslunni í dag. Bentu heimilislæknar á leiðir til að bregðast við þeim og voru lyfjafræðingar nefndir í því sambandi. Í dag gengur samstarf heimilislækna og lyfjafræðinga fyrst og fremst út á praktísk atriði en ekki klínísk. Þar sem fjöllyfjanotkun hefur aukist jafnt og þétt finnst heimilislæknum að lyfjafræðingar ættu að vera meiri þátttakendur í ummönnum sjúklinga. Á móti kemur, til að auka á samstarf á milli þessara heilbrigðisstétta gáfu niðurstöðurnar einnig til kynna að lyfjafræðingar verða að styrkja stöðu sína, vera tilbúnir að axla faglegri ábyrgð, forðast hagsmunaárekstra og sýna að þeir hafa sérþekkingu í umönnun sjúklinga. Gæðin tryggð frá framleiðslu til sjúklings – GDP Aðalheiður Pálmadóttir, Controlant Aðalheiður er lyfjafræðingur með MBA gráðu. Síðastliðin 5 ár hefur hún starfað sem svæðisstjóri N-Evrópu hjá Controlant. Hitastigsfrávik geta í vissum tilvikum valdið því að virkni lyfja minnki eða hverfi alveg án þess að það sé sýnilegt. Því er mikilvægt að viðhalda réttu hitastigi í allri virðiskeðjunni til þess að tryggja gæði lyfs frá framleiðslustað til sjúklings. Í GDP (Good Distribution Practice) er gerð krafa um að lyf sé ávallt geymt við þær aðstæður sem markaðsleyfishafi tiltekur og frá september 2013 á það við um bæði

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2016

flutning og geymslu í vöruhúsum. Þessi breyting hefur gert það að verkum að hitastigseftirlit með sendingum hefur aukist til muna.

Frá vinstri: Axel H. Helgason, Aðalheiður Pálmadóttir og Soffía Magnúsdóttir.

Í erindinu fylgdum við mögulegri leið lyfs frá framleiðslustað í mið-Evrópu þar til það var afhent sjúklingi í apóteki á Íslandi. Fyrsti leggurinn var með flutningabíl til Danmerkur þar sem fylgst var með hitastigi og staðsetningu í rauntíma. Þaðan tók við sjóflutningur til Íslands og gerði Axel H. Helgason, deildarstjóri hjá Jónum grein fyrir því hvernig Jónar og Samskip bjóða upp á hitastýrða gáma sem eru útbúnir með rauntíma hitastigseftirlitskerfi frá Controlant sem einnig heldur utan um staðsetningu gámsins á hverjum tíma. Eftir að lyf kemur til Íslands er það hýst hjá lyfjaheildsala og gerði Soffía Magnúsdóttir gæðastjóri hjá Parlogis grein fyrir því hvernig Parlogis notar búnað frá Controlant til þess að kortleggja hitastig í vöruhúsi og tryggja að hitastig sé ávallt í samræmi við kröfur. Þá tók við leið lyfs í apótek og hafði Sigurður Traustason, gæðastjóri Distica tekið saman efni um hvernig Controlant lausnin er notuð til þess að fylgjast með hitastigi í lyfjasendingum og niðurstöðurnar notaðar til áhættumats svo koma megi í veg fyrir hitastigsfrávik. Við enduðum svo á því að sjá hvernig hitastigi var háttað síðastliðinn mánuð í Apótek Mos þar sem lyfið hefði getað


FÉLAGIÐ

Frá vinstri: Hákon Hrafn Sigurðsson, forseti Lyfjafræðideildar, Erla Björt Björnsdóttir (MS próf), Guðrún Svanhvít Michelsen (BS próf), Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir (1. ár) og Lóa María Magnúsdóttir, formaður LFÍ.

verið afhent sjúklingi. Á þessari ferð hafði hitastig lyfsins verið rétt allan tímann en ýmsar áskoranir geta verið á leið lyfs frá framleiðslustað til sjúklings. Lausnir Controlant gera þeim sem bera ábyrgð á gæðum lyfs kleift að bregðast við um leið og hitastig mælist utan marka og þannig minnka þann tíma sem lyf er geymt við rangar aðstæður. Með rauntíma upplýsingum um hitastig má fyrirbyggja tjón og þannig koma í veg fyrir sóun og tryggja öryggi sjúklinga.

návíst viðskiptavinar. Þetta fyrirkomulag tryggir friðhelgi þeirra viðskiptavina sem eru að leysa út lyfseðla með því að blanda ekki saman almennri afgreiðslu og afgreiðslu lyfseðla. Helstu kostir þessa fyrirkomulags eru bein samskipti milli viðskiptavinar og lyfjafræðings og því auðvelt að koma við upplýsingagjöf til að tryggja rétta notkun lyfja samhliða afgreiðslu.

Norska módelið / Apótek MOS Þór Sigþórsson, lyfjafræðingur, flutti fyrirlestur sem hann nefndi norska módelið/Apótek MOS. Eftir að hafa starfað sem lyfsöluleyfishafi hjá Apotek1 keðjunni í Noregi í 3 ár flutti hann búferlum til Íslands, og stofnaði nýtt apótek í Mosfellsbæ. Hann skipulagði og innréttaði apótekið sitt að norskri fyrirmynd. Fyrirlesturinn fjallaði um í hverju starfsaðstaða lyfjafræðingsins, samkvæmt norska kerfinu, er frábrugðin íslenska skipulaginu, kosti þess fyrir viðskiptavini og starfsfólk og reynslu hans af því að innleiða nýtt skipulag á Íslandi. Í Noregi fara afgreiðsla, eftirlit og geymsla rafrænna lyfseðla fram með rafrænum hætti. Ferlið er því pappírslaust og engin þörf á að prenta út rafræna lyfseðla. Öll norsk apótek notast við svonefndan „direkte reseptur“ eða afgreiðslureseptúr. Með þessu fyrirkomulagi færist starfsstöð lyfjafræðingsins til viðskiptavinarins og almenn afgreiðsla lyfseðla í bakreseptúr hverfur nánast. Afgreiðsla á annarri vöru og lausasölulyfjum er aðgreind frá afgreiðslureseptúrnum og fer fram við afgreiðsluborð sem staðsett er við anddyri apóteksins. Móttaka lyfseðla, útprentun, verðlagning, átínsla og yfirferð fer fram í

Ofangreint skipulag hefur verið við lýði í apótekinu í 3 mánuði og hefur gefist vel. Viðskiptavinir hafa lýst ánægju sinni með fyrirkomulagið og starfsmönnum hefur fallið vel að vinna við þessar nýju aðstæður. Klínískt nám í lyfjafræði á LSH – hvernig gengur? Helga Kristinsdóttir og María Jóhannsdóttir, lyfjafræðingar, hófu starfsnám í klínískri lyfjafræði við apótek Landspítala þann 1. september 2016. Þær deildu með fundargestum reynslu sinni í verkefninu hingað til og fóru í gegnum hefðbundinn dag í starfi sínu.

Þór Sigþórsson lyfjafræðingur og samstarfsfélagar í Apótek MOS.

Í Noregi nota öll apótek sama afgreiðslukerfið, sem heitir FarmaPro. Þetta er afar þróað kerfi sem veitir lyfjafræðingnum þarfar „desk top“ upplýsingar meðan hann afgreiðir lyfseðilinn ss. milliverkanir milli lyfja á lyfseðli eða við milliverkanir við lyf sem viðkomandi hafði fengið ávísað áður. Enn fremur er um að ræða varúðarrástafanir við meðferð og notkunarleiðbeiningar. Einnig hagnýtar upplýsingar sem gætu stuðlað að bættri meðferð eða líðan o.s.frv. Á Íslandi hefur lítið breyst í rekstrarumgjörð og skipulagi hefðbundinna apóteka undanfarna áratugi. Lagaumhverfi er gamalt og hamlar þróun yfir í pappírslaust umhverfi. Ekkert mælir gegn því að íslensk apótek geti komist í fremstu röð en til þess að svo megi verða þarf frumkvæði og þverfaglegt samstarf greinarinnar, heilbrigðisstétta og yfirvalda.

tölublað 2 - 2016

Frá vinsti: Helga Kristinsdóttir og María Jóhannsdóttir, lyfjafræðingar.

Afhending viðurkenninga lyfjafræðinema

til

Lyfjafræðideild HÍ og Lyfjafræðingafélag Íslands (LFÍ) verðlaunuðu þá nemendur sem staðið hafa sig hvað best í náminu (hæsta meðaleinkunn eftir 1. .ár, á BS prófi og MS prófi). Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir námsárangur á 1. ári, Guðrún Svanhvít Michelsen fyrir árangur á BS prófi og Erla Björt Björnsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir námsárangur á MS prófi 2016.

Tímarit um lyfjafræði

27


FRÆÐIN

Lokaverkefni nemenda við lyfjafræðideild Háskóla Íslands árið 2016 Andrea Jóhannsdóttir

Ásrún Karlsdóttir

Áhrif fitusýra í rækt á viðtakatjáningu náttúrulegra drápsfrumna

The origin of FDA approved natural product new chemical entities.

Inngangur: Náttúrulegar drápsfrumur (NK frumur) eru hluti af náttúrulega ónæmiskerfinu og gegna hlutverki í fyrstu vörnum gegn sýkingum. Sýnt hefur verið fram á að með því að auka magn ómega-3 fitusýra í fæði manna geti það haft áhrif á bólguhjöðnunarferlið og þar með komið í veg fyrir myndun á krónískri bólgu. Fyrri rannsóknir á vakamiðlaðri bólgu hafa leitt í ljós að mýs sem fá fiskolíuríkt fæði hafa aukið magn NK frumna snemma í bólguferlinu og einnig hraðari bólguhjöðnun. Áhrif fitusýra á NK frumur í mönnum hafa lítið verið rannsakaðar m.t.t. mögulegra áhrifa þeirra á bólguhjöðnunarferlið.

Natural products are produced by living organisms and are usually secondary metabolites that are produced as a defence mechanism against predators or to aid the organism adapting to its environment. Natural products have been evolving for a very long time in natural selection process. Therefore they possess optimized biologically active metabolites that have delivered a great variety of structures for drug discovery. Natural products have always been an important part of drug discovery and intense research has been conducted in this area since the discovery of penicillin in the forties. However in the 1990s the interest in natural products declined and was replaced by molecular target based drug discovery. In recent years natural product based drug discovery that was considered too complex is regaining value as a promising and important source for drug discovery.

Markmið: Markmið verkefnisins var að kanna áhrif ómega-3 og ómega-6 fitusýra á tjáningu NK frumna í mönnum á ýmsum viðtökum sem m.a. taka þátt í bólgumyndun og bólguhjöðnun. Aðferðir: NK frumur voru einangraðar in vitro úr einkjarna frumum og ræktaðar í návist arakídónsýru (AA), eikósapentaensýru (EPA) og dókósahexenónsýru (DHA) eða viðmiðs (DMSO) og síðan ræstar með IL-12 og IL-15. Áhrif fitusýranna á tjáningu ýmissa NK frumu viðtaka var metin með frumuflæðisjá.

The purpose of this project was to pool all available information on the origin of natural products and natural product derived new chemical entities approved by the FDA until the end of 2015 and to evaluate the input of natural products in drug discovery.

Niðurstöður: Fitusýran EPA minnkaði hlutfall NK frumna sem tjáðu NKG2D samanborið við viðmið en hafði engin áhrif á tjáningu annarra NK frumu viðtaka. Ræktun NK frumna með fitusýrunni DHA jók meðalflúrljómun frumna sem tjáðu viðtakana CCR7 og CD62L, en EPA jók einnig CCR7 meðalflúrljómun frumnanna.

The results show that natural products still play a very important role in the search for new drugs. Natural products have had significant input in drug development especially in treatment of bacterial infections and various cancer treatments and continue to deliver new drugs in almost every field of medicine.

Ályktanir: Þar sem ómega-3 fitusýrurnar hækkuðu ekki tjáningu á NKG2D eða NKp46 viðtökunum, sem báðir hafa verið tengdir við aukinn sjálfvirkan frumudauða, verður að álykta að þessir viðtakar hafi að öllum líkindum ekki áhrif á aukningu á bólguhjöðnun sem sást hjá músum sem voru fóðraðar með fiskolíuríku fæði. Þá bendir aukin tjáning á CCR7 og CD62L hjá NK frumur ræktuðum í návist ómega-3 fitusýranna EPA og DHA til þess að þær NK frumur séu líklegri til að ferðast til eitla þar sem þær geta hugsanlega komið óbeint að bólguhjöðnunarferlinu í gegnum Th1 frumur.

Leiðbeinandi: Elín Soffía Ólafsdóttir

Leiðbeinendur:Ingibjörg Harðardóttir og Jóna Freysdóttir

28

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2016


FRÆÐIN

Biljana Ilievska

Daði Freyr Ingólfsson

Þróun útvortis lyfs sem inniheldur fitusýrur unnar úr þorskalýsi

Íslenski lyfjaiðnaðurinn

Tilgangur rannsóknarinnar var að þróa lyfjaform úr fiskiolíu sem væri rík af omega-3 fríum fitusýrum, s.s. EPA og DHA til staðbundinnar notkunar á húð.

Í síbreytilegu umhverfi alþjóða lyfjamarkaðarins er mikilvægt að lyfjafyrirtæki á Íslandi nýti sér þau tækifæri sem bjóðast. Ísland á sér langa og áhugaverða sögu um lyfjaframleiðslu en fyrirmynd iðnaðarins eins og hann er í dag má rekja til lok 20. aldarinnar þegar íslenskir framleiðendur fóru að nýta sér hagstæða einkaleyfalöggjöf hér á landi til að ráðast inn á erlenda markaði. Í dag eru tímamót í lyfjaiðnaðinum á Íslandi þar sem framleiðsludeild stærsta lyfjaframleiðanda landsins, Actavis, er að yfirgefa landið en á sama tíma er annað fyrirtæki, Alvotech, að reisa hér verksmiðju undir hátæknilyfjaframleiðslu. Að því gefnu er mikilvægt að rannsaka stöðu íslenska lyfjaiðnaðarins og einnig komast að því hvað gerir Ísland að heppilegu landi fyrir lyfjaframleiðslu. Aðalmarkið verkefnisins er að rannsaka sérstöðu Íslands varðandi lyfjaframleiðslu og öðlast betri skilning á viðfangsefninu og stöðu lyfjaiðnaðarins til þess að geta spáð fyrir um framtíð iðnaðarins og lagt fram tillögur um stefnumörkun hans. Einnig er saga Íslenska lyfjaiðnaðarins rakin frá fyrstu lyfjabúð til dagsins í dag. Til að uppfylla þetta markmið er rýnt í greinar úr tímaritum og dagblöðum, skoðuð lög og reglugerðir á Íslandi og fleiri löndum, farið yfir ársreikninga Actavis og gögn frá Hagstofu Íslands, og einnig verður stuðst við viðtöl við við fólk sem þekkir vel til iðnaðarins. Einkaleyfastaðan á Íslandi getur ennþá gefið framleiðendum á samheita- og samheitalíftæknilyfjum visst forskot á samkeppnisaðila þó að þetta forskot hafi verið að minnka á síðustu árum. Einkaleyfaumhverfið á Íslandi leyfir samheitalyfjaframleiðendum að þróa og síðan koma sér upp birgðum af lyfjum, áður en einkaleyfi renna út. Lyfjaútflutningur er ein af stærstu útflutningsvörum Íslands en samheitalyfjaframleiðendur verða að laga sig að breyttum markaðsaðstæðum, einbeita sér enn frekar að framleiða færri og sérhæfðari lyf. Gríðarmikil þekking á framleiðslu og sölu samheitalyfja hefur myndast à Íslandi undanfarna áratugi. Sá mannauður gefur tilefni til að spá fyrir um bjarta framtíð lyfjaiðnaðar hérlendis.

Sýnt hefur verið fram á með ótal rannsóknum og það almennt viðurkennt, að dagleg inntaka þorskalýsis og annarra fiskiolía hefur jákvæð áhrif á heilsufar fólks og því ljóst að líffræðileg virkni þeirra er hefur ekki verið rannsökuð til fulls.Samkvæmt in vitro rannsóknum eru fríar fitusýrur (20% (v / v)) mjög öflugar gegn gram-jákvæðum bakteríum á borð við Staphylococcus aureus, Enterococcus faecalis, Streptococcus pyogenes og Streptococcus pneumoniae og með því að vinna fjölómettaðar fitusýrur (PUFA) úr þorskalýsi eða öðrum fiskiolíum er möguleiki að þróa gagnlegt, öruggt og náttúrulegt sýklalyf. Algengt er að nota ýmis afbrigði af náttúrulegu og tilbúnu vaxi í snyrtivörur, lyf og matvæli til að bæta áferð og útlit vörunnar. Frá lyfjafræðilegu sjónarmiði, er notkun á vaxi viðurkennt til að bæta útlit, uppbyggingu og seigjustig húðlyfja auk þess sem vax getur lengt geymslutíma. Í þessari rannsókn voru þróuð smyrsl þar sem virka efnið er fríar fitusýrur ríkar af omega-3 fitusýrum. Fríar fitusýrur hafa bakteríu-, veiru- og sveppadrepandi áhrif auk þess sem þekkt eru bólgueyðandi áhrif omega-3 fitusýra. Hjálparefni sem notuð voru eru ýmsar tegundir af náttúrulegu vaxi. Áhrif mismunandi tegunda vaxs s.s. carnauba, ozokerite, laurel, býflugnavax, hrísgrjónaklíð, candelilla og sellulósa vax, í styrkleika frá 1- 5% (w/w), voru metin m.t.t. áferðar, þéttleika og stöðugleika. Niðurstöður hvað varðar áferð og skynjun (sensory profile) voru mjög mismunandi háð vaxi og styrkleika. Ástæðan var rakin til eðli vaxins og keðjusamsetningar. Sellulósavax gaf bestan árangur en laurelvax, býflugnavax og hrísgrjónaklíðisvax gáfu einnig mjög góða áferð, þ.e. svipaða skynjun (sensory profile) og viðeigandi seigjustig. Leiðbeinandi: Þorsteinn Loftsson

Leiðbeinandi: Hákon Hrafn Sigurðsson

tölublað 2 - 2016

Tímarit um lyfjafræði

29


FRÆÐIN

Erla Björt Björnsdóttir

Eydís Erla Rúnarsdóttir

Mat á in vitro drápsvirkni

Er meirihluti sóragigtarsjúklinga útilokaður frá stýrðum meðferðarannsóknum líftæknilyfja?

Þróun á týmól eyrnatöppum við miðeyrnabólgu

Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna hversu hátt hlutfall sjúklinga með sóragigt uppfyllir inntökuskilyrði þeirra klínísku rannsókna sem liggja að baki meðferðarleyfum TNF hemlanna infliximab, etanercept, golimumab og adalimumab.

Bráð miðeyrnabólga er einn algengasti sjúkdómurinn hjá börnum, en við þriggja ára aldur hafa allt að 80% barna fengið að minnsta kosti eitt tilfelli. Bæði bakteríur og veirur geta verið sýkingavaldar, en meðal algengustu baktería eru S. pneumoniae (pneumókokkar) og H. Influenzae. Bráð miðeyrnabólga er ein algengasta greiningin sem leiðir til ávísana sýklalyfja í hinum vestræna heimi, þar með talið á Íslandi, og er sýklalyfjaónæmi vaxandi vandamál. Því er mikilvægt að minnka sýklalyfjanotkun eða finna önnur meðferðarúrræði við miðeyrnabólgu.

Aðferðir: ICEBIO gagnabankinn heldur utan um skráningu allra gigtarsjúklinga hér á landi sem meðhöndlaðir eru með líftæknilyfjum. Gögn um 329 sóragigtarsjúklinga voru fengin úr ICEBIO, sjúkraskrá viðkomandi einstaklinga á LSH og Læknasetrinu. Allir þátttakendurnir voru flokkaðir eftir því hvort að þeir uppfylltu inntökuskilyrði þeirra meðferðarannsókna sem eru forsenda skráningar á þeim TNF hemli sem þeir fengu í sinni fyrstu meðferðalotu. Þá voru skoðaðar ástæðurnar fyrir því að sjúklingar uppfylltu ekki inntökuskilyrði viðkomandi rannsóknar. Lýsandi tölfræði var notuð við túlkun á niðurstöðum.

Ilmkjarnaolíur eru rokfimar olíur sem fást með eimingu á plöntuefnum og hafa lengi verið þekktar fyrir bakteríudrepandi eiginleika. Ilmkjarnaolíur eru ekki heppilegt lyfjaform vegna breytileika í samsetningu þeirra og auk þess geta innihaldsefni verið ertandi eða ofnæmisvaldandi. Týmól sem er aðal innihaldsefni tímían olíu fenginni úr Thymus vulgaris L. hefur breiða bakteríudrepandi virkni gegn helstu öndunarfærasýklum og kemst yfir hljóðhimnu in vivo. Lækningartæki, t.d. eyrnatappar sem gæfu gufu týmóls án beinnar snertingu eyrans við lyfjaformið væri því möguleg ný meðferð við miðeyrnabólgu. Skoðuð var uppgufun týmóls eftir styrkleika í samsetningu, úr mismunandi burðarefnum og úr mismunandi lyfjagjafartækjum. Bakteríudrepandi virkni valdra samsetninga og tækja var prófuð í bakteríurækt in vitro gegn pneumókokkum af hjúpgerð 19F. Rannsóknin sýndi að 30% týmól í vaselíni gæfi jafna losun týmóls. Marktækt bakteríudráp (P < 0,001), 99,4 + 0,7 % lækkun miðað við ómeðhöndlað, fékkst með meðhöndlun 30% týmóls í vaselíni af skífum í 60 mínútur þar sem styrkur týmóls mældist 304,6 + 14,9 µg/mL. Niðurstöður verkefnisins benda til þess að meðferð við bráðri miðeyrnabólgu með týmól eyrnatöppum sé möguleg þar sem upphaflegum markmiðum verkefnis var náð. Hanna þarf lyfjagjafartæki þar sem uppgufun týmóls er nægilega mikil til að valda bakteríudrápi. Tækið þarf að ná sem næst hljóðhimnu og með yfirborðsflatarmál týmóls í vaselíni eins stórt og hægt er til að hámarka uppgufun. 

Niðurstöður: Samkvæmt niðurstöðunum hefðu 34% sjúklinga uppfyllt inntökuskilyrði rannsóknanna og 66% sjúklinga hefðu ekki uppfyllt inntökuskilyrðin. Hjá 43 sjúklingum var ekki unnt að ákvarða hvort þeir hefðu uppfyllt þau eða ekki. Hlutfall þeirra sjúklinga sem uppfylltu þátttökuskilyrðin var hæst hjá þeim sem fengu adalimumab og entanercept eða 53% hjá báðum hópum. Hlutfall sjúklinga sem ekki uppfylltu inntökuskilyrðin var hæst hjá þeim sem fengu Infliximab eða 77%, en lægst hjá þeim sem fengu adalimumab eða 47%. Helsta ástæða þess að sjúklingar hefðu ekki uppfyllt inntökuskilyrðin var að liðbólgusjúkdómurinn var ekki nægilega virkur eða í 45% tilfella. Þau gögn sem helst vantaði hjá þeim sem óvíst var hvort uppfylltu þátttökuskilyrðin voru gigtarpróf eða í 49% tilfella. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að tveir þriðju sóragigtar-sjúklinga hér á landi sem meðhöndlaðir eru með líftæknilyfjum og fá þá meðferð samkvæmt sannreyndum rannsóknum hefðu verið útilokaðir frá þátttöku í þeim rannsóknum. Leiðbeinendur: Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir, Björn Guðbjörnsson, Pétur Sigurður Gunnarsson

Leiðbeinendur: Hákon Hrafn Sigurðsson og Karl Gústaf Kristinsson

30

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2016


FRÆÐIN

Guðjón Reykdal Óskarsson

Guðrún Sigurðardóttir

Lagfæring á dystrophin geni með samstæðubeindri endurröðun

Tíðni og orsakir blóðnatríumlækkunar - lyf sem orsakavaldur

Með tilkomu gRNA-miðlaða Cas9 endónúklasa kerfisins hefur orðið bylting í erfðatækni þar sem hægt er að breyta og bæta erfðamengið með einfaldari hætti og meiri sértækni en annarri erfðatækni. Sýnt hefur verið fram á að með útgáfu af kerfinu sem hefur verið aðlöguð að heilkjarna frumum er hægt að skjóta inn nýju geni með sértækum skurði og með því að ræsa samstæðubeinda endurröðun (e. homology directed repair). Sama aðferð hefur verið notuð til að lagfæra brottfall innan DMD gensins, sem veldur Duchenne vöðvarýrnun. Breytingar í DMD geni valda Duchenne vöðvarýrnun með alvarlegri vöðvarýrnun og styttum lífaldri. Engin lækning er þekkt og því er mikil þörf fyrir nýja aðferð til lækninga. Langtímamarkmið þessa verkefnis var að hanna gRNA-miðlað Cas9 kerfi sem hægt væri að nota til að laga brottfall á útröðum 8-12 í DMD geni með því að slá inn þeim útröðum sem vantar. Sérstök markmið þessa MS verkefnis var að koma upp vöðvalíkri-fíbróblasta frumulínu (e. myoconverted fibroblasts), greina nákvæma DNA-röð DMD gensins í sjálfboðaliða með sjúkdóminn, hanna gRNA þræði og hanna DNA gjafasniðmát (e. donor template). Brotstaðir brottfallsins voru fundnir gróflega með örflögugreiningu (e. array comparative genomic hybridization) og keðjufjölföldun (e. polymerase chain reaction (PCR)) með Sanger raðgreiningu. Gögn úr raðgreiningu á heildarerfðamengi (e. Wholegenome sequencing) sjálfboðaliðans frá DeCODE gáfu nákvæma staðsetningu brotstaðanna. Brottfallið í viðfangsefninu náði yfir rúmlega 196 kb. gRNA-miðlaða Cas9 kerfið var hannað og tjáningsferjur (e. expression vectors) valdar. cDNA röðin fyrir útraðir 8-12 var 833 núkleótíð og DNA gjafa sniðmátið var hannað. Í samvinnu við AFM-myobank í Frakklandi voru ódauðlegir vöðvalíkir fíbróblastar búnir til úr frumum viðfangsefnisins og þeir voru svo ræktaðir. Blasticidin S drápsgraf (e. killing curve) var gert fyrir frumulínuna og reyndist eiturskammtur 3μg/ml. Skilvirkni innleiðslu (e. transfection efficiency) var mæld og var hún um 5%. Hægt væri að nota gRNA-miðlaða Cas9 kerfið úr þessari rannsókn í seinni rannsóknir á endurmyndun próteins með fulla virkni. gRNAmiðlaða Cas9 kerfið sýnir mikla möguleika sem erfðatækni. Samt sem áður eru mörg tæknileg vandamál sem þarf að komast yfir áður en hægt verður að nota kerfið í klínískum tilgangi. Leiðbeinendur: Jón Jóhannes Jónsson og Sveinbjörn Gizurarson

Inngangur: Blóðnatríumlækkun (SNa ≤ 135 mmól/L) er algengasta röskun sem orðið getur á jónefnabúskap líkamans og er talin hafa í för með sér aukna dánartíðni. Ákveðin lyf t.d. þvagræsilyf, þunglyndislyf og flogaveikilyf, eru talin meðal algengra orsaka hennar ásamt fleiri þáttum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni blóðnatríumlækkunar á bráðamóttökur (BMT) Landspítala þ.e. bráðadeildina í Fossvogi og Hjartagátt við Hringbraut, sér í lagi tíðni og orsakir alvarlegrar natríumlækkunar (SNa ≤ 125 mmól/L) og hvaða lyf væru helstu orsakavaldar. Efni og aðferðir: Um er að ræða afturvirka faraldsfræðirannsókn þar sem gagna var aflað úr rafrænu sjúkraskrákerfi Landspítala fyrir alla þá, 18 ára og eldri sem komu á BMT árið 2014. Upplýsinga um lyf þeirra einstaklinga sem höfðu blóðnatríumlækkun og einstaklinga í pöruðum viðmiðunarhóp sjúklinga á BMT sem höfðu eðlilegt natríumgildi var aflað úr lyfjagagnagrunni landlæknis og þau borin saman. Einstaklingar með alvarlega blóðnatríumlækkun voru sérstaklega skoðaðir með tilliti til orsaka, meðferðar og afdrifa. Niðurstöður: Alls reyndust 1.785 (4,4%) einstaklingar með blóðnatríumlækkun og þar af 151 (0,37%) með alvarlega blóðnatríumlækkun. Tíðni natríumlækkunar óx með aldri og var yfir 13% meðal einstaklinga yfir 80 ára aldri. Konur voru í meirihluta þeirra sem voru með blóðnatríumlækkun (62,5%). Nýgengi blóðnatríumlækkunar meðal 18 ára og eldri árið 2014 var 1.142/100.000 íbúa höfuðborgarsvæðisins og nýgengi alvarlegrar blóðnatríumlækkunar var 96/100.000 íbúa innan höfuðborgarsvæðisins. Marktækur munur á notkun tíazíðlyfja, aldósterónblokka, flogaveikilyfja og PPI-lyfja en ekki SSRI-lyfja var milli þeirra sem höfðu blóðnatríumlækkun og þeirra sem höfðu eðlilegt natríumgildi. Lifun sjúklinga með blóðnatríumlækkun var marktækt verri en viðmiðunarhóps. Ályktanir: Blóðnatríumlækun er algeng, sér í lagi hjá eldra fólki, á BMT hérlendis og eru þær niðurstöður í takt við niðurstöður annarra þjóða. Tíazíð, aldósterónblokkar og PPI-lyf tengjast blóðnatríumlækkun meðal sjúklinga sem leita á BMT. Leiðbeinendur: Pétur Sigurður Gunnarsson, Ólafur Skúli Indriðason, Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir, Runólfur Pálsson og Elín I. Jacobsen

Framhald verður á kynningum lokaverkefna í næsta tölublaði.

tölublað 2 - 2016

Tímarit um lyfjafræði

31


FÉLAGIÐ

FIP í Buenos Aires 2016 Hin árlega ráðstefna alþjóðasamtaka lyfjafræðinga, FIP (The International Pharmaceutical Federation), var haldin í Buenos Aires, Argentínu, dagana 28. ágúst til 1. september 2016. Fulltrúar frá Íslandi að þessu sinni voru Lóa María Magnúsdóttir, formaður LFÍ og Heimir Jón Heimisson fyrir hönd TUL. Meðal ráðstefnuþátttakenda voru einnig Íslendingarnir Helga Garðarsdóttir frá UMC Utrecht í Hollandi og Ingunn Björnsdóttir frá UiO í Noregi, en heildarfjöldi þátttakenda á ráðstefnunni var um 2.200 einstaklingar frá 98 löndum. FIP ráðsfundurinn (aðalfundur) var haldinn dagana 26.-27. ágúst þar sem kosið er um mikilvæg málefni samtakanna og sat Lóa María fundinn fyrir hönd Íslands. Á ráðsfundinum þetta árið var aðaláherslan lögð á samþykkt breytinga á lögum FIP en þau eru búin að vera í endurskoðun í nokkur ár. Lögð verður meiri áhersla á FIPEd og þar með menntun, endurmenntun og símenntun lyfjafræðinga. Síðan voru venjuleg aðalfundarstörf svo sem kosningar, ársreikningar og skýrslur mismunandi hópa. Samþykkt var FIP yfirlýsing um

Floralis Genérica

32

Umhverfisvænar sjálfbærar starfsvenjur apóteka: Græn apótek. Þema á alþjóðadegi lyfjafræðinga 25. september 2016 er: „Lyfjafræðingar: hugsa um þinn hag“. Opnunarhátíð ráðstefnunnar Síðdegis þann 28. ágúst var hin formlega setning ráðstefnunnar. Carmen Peña, forseti FIP hélt fyrirlestur og þar var venju samkvæmt mikið um verðlaunaafhendingar ýmis konar þar sem einstaklingar voru viðurkenndir fyrir frammúrskarandi störf sín í þágu FIP. Í opnunarávarpi tók forseti FIP fram að sjúklingar í dag hefðu nýjar þarfir og kröfur til heilbrigðiskerfisins. Sjúklingum fjölgar og lifun er lengri. Heilbrigðiskerfi í dag voru mörg hver búin til á 20. öldinni fyrir sjúklinga með bráða sjúkdóma, en í dag búum við í samfélagi þar sem sjúklingar eru með langvarandi sjúkdóma og margir á fjöllyfjameðferð og óskaði forsetinn eftir þverfaglegu samstarfi milli stétta þar sem þessar nýju þarfir og kröfur sjúklinga eru í fyrirrúmi. Forsetinn hvatti ráðstefnugesti til að endurskoða hvernig heilbrigðisþjónustu er háttað í dag. Það þarf að brjóta niður múra og koma í veg fyrir að sjúklingar

týnist í völundarhúsum skrifræðis. Setningarathöfninni lauk með tónlistarog dansatriði þar sem gestir fengu að kynnast argentískum tangó. Að þessu loknu var móttaka fyrir gesti haldin í ráðstefnumiðstöðinni, Hilton – Buenos Aires. Opnunardagskrá FIP Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Rising to the challenge – Reducing the global burden of disease“ sem mætti þýða yfir á íslensku: „Standa undir áskoruninni að draga úr sjúkdómsbyrði heimsins“. Á opnunarfyrirlestrum var sjónum beint að leiðum til þess að létta á byrði sjúkdóma fyrir sjúklinga og hvaða áskoranir eru fólgnar í því fyrir lyfjafræðinga. Af 10 algengustu dánarorsökum í heiminum eru 9 þeirra sjúkdómar. Hjartasjúkdómur, heilablóðfall, HIV/AIDS, langvinn lungnateppa, lungnakrabbamein, sykursýki og niðurgangur eru þar á meðal, allt sjúkdómar sem meðhöndlaðir eru með lyfjum. Byrði sjúkdóma er ekki eingöngu bundin við töpuð lífár við það að deyja fyrir aldur fram heldur einnig töpuð lífár við að geta ekki lifað lífinu við fulla heilsu.

Íslendingarnir á FIP 2016. Frá vinstri: Heimir Jón Heimisson, Lóa María Magnúsdóttir, Ingunn Björnsdóttir, Helga Garðarsdóttir og Sigurður Hannesson

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2016


FÉLAGIÐ

Baráttan gegn lyfjasóun - fyrirlesarar frá vinstri: Maria Del Rosario Gomez, Helga Garðarsdóttir og Eeva Teräsalmi.

Heilsulæsi (e. health literacy) Á ráðstefnunni voru nokkrir fyrirlestrar um heilsulæsi og voru fyrirlesarar sammála um að aukið heilsulæsi meðal almennings væri góð leið til að létta byrðina. En hvað er heilsulæsi? Læsi vísar til eiginleika einstaklinga að geta nýtt lestur, lesskilning og ritun við daglega iðju og því er hægt að skipta læsi niður eftir viðfangsefni t.d. fjármála,stjórnmála-, tölvu- og heilsulæsi til að nefna nokkur. Einstaklingurinn býr yfir ákveðnu grunnlæsi (lesskilningur og ritun) og hægt er að lýsa heilsulæsi sem færni til þess að afla sér þekkingar, leggja skilning í og hagnýta upplýsingar í heilsutengdum málefnum og þar með taka upplýstar ákvarðanir á þann hátt sem stuðlar að og viðheldur heilsu. Einn fyrirlesari sýndi niðurstöður könnunar þar sem heilsulæsi var mælt í löndum Evrópu. Það kom á óvart að 47,6% einstaklinga var með lélegt (35,2%) eða ófullnægjandi almennt heilsulæsi (12,4%). 36,0% voru með fullnægjandi almennt heilsulæsi og 16,5% voru með framúrskarandi heilsulæsi. Hvað vitum við um heilsulæsi í apóteksumhverfinu? Hafi sjúklingur lélegt heilsulæsi þá hefur það bein áhrif á getu hans til að skilja nöfn lyfja, skammtastærðir og tíðni lyfjagjafar. Í flestum rannsóknum eru tengsl milli lélegs heilsulæsis, meðferðarfylgni og heilsufarslegrar útkomu. Í dag eru ekki til mörg tól sem lyfjafræðingar geta nýtt sér í daglegu starfi til að bera kennsl á sjúklinga með lélegt heilsulæsi og þar með leiðbeint þeim hóp betur. Lyfjafræðingar treysta á persónulega reynslu og eigið innsæi í þessum efnum. Hvað er þá til ráða? Víðtækt samræmi

í niðurstöðum rannsókna bendir til að hægt sé að bæta heilsulæsi en það kallar á breytingar í samskiptum milli lyfjafræðinga og sjúklinga. Fyrirlesarar kynntu fjögurra skrefa aðferð sem bætir meðferðarheldni sjúklinga og hefur reynst gagnleg við bætingu í læsi á öðrum sviðum, svokallaða „Teach-back“ aðferð þar sem sjúklingurinn útskýrir fyrir lyfjafræðingnum lyfjameðferðina sína: Skref 1: Lyfjafræðingurinn verður að axla ábyrgð í samskiptum sínum við sjúklinginn: „Ég fór yfir mikið magn af upplýsingum í dag og vil ég ganga úr skugga um að ég hafi staðið mig vel í að útskýra þetta fyrir þér.“ Skref 2: Samskiptin eiga að einblína á sértæka hegðun: „Getur þú sagt mér hvenær og hvernig þú ætlar að taka þetta lyf?“ Skref 3: Eftir útskýringar sjúklingsins fer fram endurmat á skilningi sjúklings og upplýsingar útskýrðar aftur á aðra vegu eftir þörfum. Skref 4: Lyfjafræðingurinn heldur áfram að útskýra þar til að báðir aðilar eru sammála um að upplýsingarnar hafi komist rétt til skila. Atriði sem talin eru hindra að þessi aðferð sé notuð er meðal annars tímaþröng og apóteksmenning sem er misjöfn á milli landa (meiri áhersla lögð á lyfin heldur en sjúklinginn). Einnig kom fram að nýútskrifuðum lyfjafræðingum skortir sjálfstraust til að leiðbeina sjúklingum með takmarkað heilsulæsi. Einn fyrirlesari frá Ástralíu kynnti ríkisstyrkt verkefni, „HeLP (Health Literacy in Pharmacy)“, sem er

tölublað 2 - 2016

Ingunn Björnsdóttir með veggspjaldakynningu á ráðstefnunni.

þjálfunarverkefni fyrir lyfjafræðinga og lyfjatækna í apótekum sem byggir á svipuðum skrefum og lýst hér á undan. Þar kemur fram að lykilatriði í samskiptum er hvatning, hvetja sjúklinginn til að spyrja spurninga og mikilvægt að beita réttu orðalagi í þeim málum. Með því að spyrja sjúklinginn „Hvaða spurningar hefur þú fyrir mig?“ frekar en „Hefur þú einhverjar spurningar?“ er honum sýnt að eðlilegt sé að spyrja spurninga og að búist sé við þeim. Baráttan gegn lyfjasóun Helga Garðarsdóttir var bæði fundarstjóri og fyrirlesari í málefnaflokknum um baráttuna gegn lyfjasóun. Helga kynnti verkefnið „The Dutch Wastage in Healthcare Initiative“ sem er verkefni við UMC í Utrecht, Hollandi. Það eru mörg atriði sem stuðla að lyfjasóun og eru vandamálin víðsvegar en helstu vandamálin eru bundin afgreiðslu umfram magns og stærri pakkninga af lyfjum og þeirri staðreynd að ekki sé hægt að endurnýta „afgangslyf“ sem hafa farið í sölu og sjúklingar skila í apótek. Leitað var eftir skoðunum og kröfum hagsmunaaðila (heilbrigðistarfsfólk, sjúkratryggingafyrirtæki, heilbrigðisyfirvöld, lyfjaiðnaðurinn, sjúklinga- og neytendasamtök) í tengslum við 2 þætti. Tækifæri til þess að draga úr lyfjasóun og endurnýting afgangslyfja. Flestir eru sammála um að lyfjasóun sé óæskileg og sé eitthvað sem eigi að koma í veg fyrir, einnig jákvæðir í garð endurnýtingu lyfja en það yrði að vera skilyrðum háð. Lyfjafræðingar voru reyndar hræddir um neikvæða ímynd, þar sem þetta gæti verið séð sem leið til þess að þéna peninga. Framhald á næstu opnu.

Tímarit um lyfjafræði

33


FÉLAGIÐ Rannsakendur vildu vita hversu stórt vandamál lyfjasóun er og hversu miklu magni lyfja til eyðingar er skilað í apótekin. Þau skoðuðu lyf sem skilað var inn í 40 apótek í eina viku. Starfsfólk apótekanna var beðið um að leggja mat á pakkningar sem hægt væri að endurnýta. Niðurstöðurnar voru að 20% af öllum lyfjum sem skilað var inn uppfylltu skilyrði til að flokkast sem endurnýtanleg, þ.e. pakkning óopnuð og heil og fyrning meira en 6 mánuðir. Ónotuð lyf sem skilað er til eyðingar í apótek svara til 2-4% heildarkostnaðar lyfja í Hollandi. Það er fjárhagsleg hlið á bakvið endurnýtingu lyfja en síðan er það spurning hvort endurnýting borgi sig. Lyf sem geymd eru við stofuhita og er skilað í apótekin kosta flest öll undir 200 €, kostnaðarsömu lyfin eru gefin á sjúkrahúsum. Hvað finnst sjúklingum um endurnýtingu lyfja? Skoðanir u.þ.b. 2000 skjólstæðinga 35 apóteka á endurnýtingu lyfja var athuguð og að lokum er þetta spurning um gæðamál. Ef gæðin eru tryggð þá voru sjúklingar almennt jákvæðir fyrir endurnýtingu lyfja. Er hægt að tryggja gæði þeirra lyfja sem skilað er i apótekin? Rannsakendur skoðuðu geymsluskilyrði TNF-alfahemla í heimahúsum 255 sjúklinga. Geymsluskilyrðin eru 2-8°C og fengu allir sjúklingarnir hitamæla með sér sem staðsettur var hjá lyfjaumbúðum í kælum í heimahúsum. Einungis 7% mælinga uppfyllti geymsluskilyrðin. Niðurstöðurnar komu mjög á óvart og

34

vöktu upp spurningar í tengslum við hvaða áhrif þetta hefði á lyfið (úrfelling próteins) og hvort gæði lyfsins séu tryggð ef lyfið er geymt í kæli sjúklings. Lyfjabankinn 10 milljónir manna deyja á ári hverju vegna skorts á aðgengi að lyfjum (skv. WHO) og sóun lyfja er stórt umhverfisog fjárhagslegt vandamál í heiminum en þetta er grunnurinn að stofnun Banco de Medicamentos í Kólumbíu. Maria Del Rosario Gomez stjórnandi lyfjabankans sagði frá tilurð og starfsemi hans. Árið 2002 var hópur lyfjafyrirtækja í Kólumbíu kallaður saman af góðgerðarsamtökunum „Misión Salud“ til að koma á framfæri einfaldri en byltingarkenndri hugmynd: Að koma í veg fyrir eyðingu lyfja með því að gefa lyf sem annars hefði verið eytt (endursend lyf, skemmdar pakkningar og lyf komin nálægt fyrningardagsetningu) í lyfjabanka sem myndi stjórna því að koma lyfjunum til heilbrigðisstofnanna sem reknar eru af viðurkenndum góðgerðarsamtökum um allt land. Banco de Medicamenos tók svo til starfa árið 2003 í samvinnu við 6 lyfjafyrirtæki og 16 góðgerðarsamtök, árið 2016 eru lyfjafyrirtækin orðin 16 og góðgerðarsamtökin fleiri en 140. Farið er eftir öllum opinberum reglum og einungis er um að ræða lyf sem uppfylla skráningarskilyrði í Kólumbíu. Ákveðnar reglur gilda svo um meðferð lyfjanna: ekki má eiga við pakkningarnar eða umpakka þeim, ávísa þarf öllum lyfjum, einnig lausasölulyfjum, lyfin eru afhent beint og í því magni sem

Tímarit um lyfjafræði

tölublað 2 - 2016

þörf er á, ekki má skila lyfjum, greidd er málamyndaupphæð fyrir lyfið og hægt er að rekja lyfið alla leið til notandans. Lyfjafyrirtækin senda lista til bankans yfir lyf sem hætta er á að verði sóað, bankinn pantar síðan í samræmi við þarfir samkvæmt mánaðarlegum pöntunum frá góðgerðarsamtökunum, ekki er tekið við lyfjum í boði nema þörf sé á þeim. Síðan Banco de Medicamentos tók til starfa hefur verið komið í veg fyrir eyðingu milljóna lyfja í Kólumbíu sem hefur ekki einungis sparað háar fjárhæðir fyrir lyfjafyrirtækin heldur tryggt að lyfjum er komið til heilbrigðisstofnana sem reknar eru af góðgerðarsamtökum fyrir smávægilegar greiðslur. Lokaorð Ráðstefnan í ár bauð upp á fjölbreytta og spennandi dagskrá en hér á undan var stiklað á því helsta sem undirritaður náði að kynna sér þetta árið. Fulltrúar Íslands sóttu einnig hina ýmsu félagslegu atburði sem voru í boði á vegum ráðstefnunnar og fengu boð í móttökur og veislur hjá m.a. Danmörku, Taívan og Suður-Kóreu, þar sem tækifærið var nýtt til að mynda og styrkja tengsl við fulltrúa annarra landa. FIP ráðstefnan 2017 verður haldin í Seúl, Suður-Kóreu, dagana 10.-14. september. Yfirskrift ráðstefnunnar á næsta ári er „Medicines and beyond! The soul of pharmacy“. Áhugasömum er bent á heimasíðu FIP, www.fip.org, fyrir nánari upplýsingar. Heimir Jón Heimisson Lóa María Magnúsdóttir


Verkir í liðum?

• Inniheldur Glucosamin súlfat • Duft í skammtapokum • Leyst upp í vatni – auðvelt að taka inn • Nær bragðalaust – með sætuefnum • Einn skammtur á dag • Ódýrari valkostur

Við vægri til meðalsvæsinni

slitgigt í hné Notkunarsvið: Glucosamin LYFIS er notað til að draga úr einkennum vægrar til meðalsvæsinnar slitgigtar í hné. Ekki má nota lyfið ef um er að ræða ofnæmi fyrir glucosamini, einhverju öðru innihaldsefni lyfsins eða fyrir skelfiski, þar sem glucosamin er unnið úr skelfiski og ef um er að ræða meðfæddan efnaskiptasjúkdóm (fenýlketonmigu). Gæta skal sérstakrar varúðar: Einstaklingar með sykursýki, astma, alvarlegt lifrar- eða nýrnavandamál, óþol fyrir einhverjum tegundum sykurs eða eru á natríumskertu fæði skulu leita ráða hjá lækni áður en lyfið er notað. Einnig þarf að útiloka að um sé að ræða annan liðsjúkdóm. Meðganga og brjóstagjöf: Ekki liggja fyrir nægilegar upplýsingar um notkun og því skal ekki nota Glucosamin LYFIS á meðgöngu eða samhliða brjóstagjöf. Skömmtun: Fullorðnir, einnig aldraðir: Innihald eins skammtapoka á dag, helst með mat. Algengustu aukaverkanir: Ógleði, kviðverkur, meltingartruflanir, vindgangur, hægðatregða og niðurgangur. Lesið vandlega fylgiseðil sem fylgir lyfinu. SmPC: Febrúar 2014.


ÖFLUG LAUSN VIÐ HÁLSBÓLGU!

t t ý N

Bólgueyðandi og verkjastillandi munnsogstafla við særindum í hálsi

Strefen 8,75 mg munnsogstöflur og Strefen Orange 8,75 mg Sukkerfri, munnsogstöflur. Innihalda flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga tímabundið úr særindum í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Sjúga skal eina munnsogstöflu rólega, mest 5 töflur á sólahring. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2016  

Tímarit Lyfjafræðingafélags Íslands.