Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2017

Page 1

1. tbl - 52. árg. - 2017

LYFJAFRæÐINGUR í DANMöRKU Anna Birna Almarsdóttir

R

GLÝSING AR AU

S

LY FJ UM

F LY

MÁ VERA Á UM T S BIÐ OF

SESSEL JA ÓMARSDÓTTIR

Á

EN GA

Viðtal

IL S

S KYLDU

M

Hjörleifur Þórarinsson

STöNDUM VöRÐ UM öRYGGI SJúKLINGA MEÐ LYFJAAUÐKENNI Tímarit um lyfjafræði

1


AkureyrarApótek merki fjórlitur Græni: 26 - 1 - 100 - 10 Grái: 80% svart Letur, svart/grátt: 100% svart

KÆRAR ÞAKKIR FYRIR STUÐNINGINN

Ef hægt er á að nota þessa útgáfu Fyrir 6cm breitt logo eða meira

Kaupangi v/Mýrarveg | Kt. 690610-1320 | S. 460 9999 | Fax 460 9991

Varaútgáfa 3 - 6 cm breitt

Kaupangi v/Mýrarveg | Kt. 690610-1320 S. 460 9999 | Fax 460 9991 Án upplýsinga

CMYK litir: Hjarta: Cyan: 10, Magenta: 100, Yellow: 100, Svart: 20 Letur: Cyan: 10, Magenta: 10, Yellow: 10, Svart: 60

Pantone litir: Hjarta: Rautt: 200C Letur: Grátt: 424C


EFNISYFIRLIT FÉLAGIÐ 5 10 36

Formannsþankar Aðalfundur LFÍ 2017 Uppgjör ársins 2016 frá nefndum, sjóðum og hópum innan LFÍ

Átak til að útrýma lifrarbólgu C á Íslandi

16

Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir og Sigurður Ólafsson

Námskeið um yfirferð lyfja og lyfjafræðilega uppvinnslu á vegum Evrópusamtaka sjúkrahúslyfjafræðinga (EAHP) í samvinnu við Faghóp um sjúkrahúslyfjafræði LFÍ.

18

Þórunn K. Guðmundsdóttir

FÓLKIÐ

Ráðstefna American Society for Mass Spectrometry and Allied Topics (ASMS)

12

Lyfjafræðingur í Danmörku Anna Birma Almarsdóttir

20

Eigum eftir að finna mörg ný efni í sjónum Viðtal við Sesselju Ómarsdóttur

22

Margrét Þorsteinsdóttir og Finnur Freyr Eiríksson

Lokaverkefni nemenda við lyfjafræðideild Háskóla Íslands árið 2016 Framsýn rannsókn á eitrunum í börnum og unglingum sem komu á bráðamóttökur Landspítala á árinu 2012

24 27

Guðborg A Guðjónsdóttir

FRÆÐIN

Ráðstefna Nursing Home Research International Working Group.

6

Innleiðing á Evrópuyfirlýsingum um sjúkrahúslyfjafræði

Pétur S. Gunnarsson

4th Annual Pharmacovigilance Forum Elínborg Kristjánsdóttir

Þórunn K. Guðmundsdóttir

Podophyllum peltatum - mayapple - maíepli Forsíðumyndin

Stöndum vörð um öryggi sjúklinga með Lyfjaauðkenni Hjörleifur Þórarinsson

14

Ráðstefna ESPEN 2016 Anna Friðriksdóttir

7

Evrópuráðstefna um krabbameinslyfjafræði / krabbameinslyfjafræðinga ECOP 3 í Dubrovnik, Króatíu

8

Guðrún Indriðadóttir og Þórunn K. Guðmundsdóttir

Ráðstefna European Society of Clinical Pharmacy (ESCP)

28 30

32 34

Anna Bryndís Blöndal

FRÁ RITSTJÓRN Ágætu félagar Ritstjórnin vill þakka öllum þeim félagsmönnum sem sendu inn ábendingar um efni í blaðið. Sérstakar þakkir fá allir þeir sem skrifuðu greinar í blaðið þar sem sú vinna er undirstaða útgáfu blaðsins. Breyting á reglugerð um vísindasjóð hefur skilað sér í formi innsendra greina frá styrkþegum, en alls eru 8 greinar frá styrkþegum í blaðinu að þessu sinni. Ritstjórnin tekur öllum athugasemdum, hugmyndum og tillögum fagnandi. Hægt er að hafa samband við okkur á póstfangið ritstjori@lfi.is. Við viljum vekja athygli félagsmanna á því að félagið hefur stofnað lokaðan Facebook-hóp þar sem markmið hópsins er að skapa vettvang fyrir félagsmenn til að skiptast á skoðunum og deila efni sem við á. LFÍ notar hópinn einnig til að koma upplýsingum til félagsmanna og að minna á viðburði sem félagið stendur fyrir. Hópurinn ber heitið: „Lyfjafræðingafélag Íslands – félagsmenn“ og hvetjum við alla félagsmenn til að ganga í hópinn. Með góðri kveðju, Ritstjórn TUL, Heimir Jón Heimisson ritstjóri, Bryndís Jónsdóttir, Guðrún Þengilsdóttir, Íris Gunnarsdóttir

1. tölublað - júní 2017 - 52. árg. Útgefandi: Lyfjafræðingafélag Íslands Lyfjafræðisafninu við Safnatröð Pósthólf 252 172 Seltjarnarnesi Sími 561 6166 lfi@lfi.is

Ritstjórn: Heimir Jón Heimisson Bryndís Jónsdóttir Guðrún Þengilsdóttir Íris Gunnarsdóttir Uppsetning: Jóhann Sindri Pétursson Prentun, pökkun og merking: Prenttækni

Forsíðumynd: Myndin sem prýðir forsíðuna að þessu sinni er af maíepli, Podophyllum peltatum „mayapple“. Ítarlegar upplýsingar má finna á blaðsíðu 7. Ljósmynd: Hedwig Storch (mynd úr einkasafni) [CC BY-SA 3.0]


Betolvex B12-vítamín

• Með ströngu grænmetisfæði • Með hækkandi aldri • Vegna glúteinóþols • Samhliða ýmsum lyfjameðferðum

ACTAVIS / 714001

Betolvex 1 mg (cyanocobalamin) filmuhúðaðar töflur. Hver Betolvex tafla inniheldur 1 mg af cyanocobalamini (B12 vítamíni) sem er lífsnauðsynlegt vítamín t.d. fyrir eðlilega frumuskiptingu, eðlilega blóðmyndun og eðlilega starfsemi tauga. Betolvex er gefið við B12-vítamínskorti og þegar hætta st án æ F er á slíkum skorti. Meðferð við skorti: Venjulega 2 töflur 2 ls lyfseði sinnum á dag þar til skorturinn hefur verið leiðréttur að fullu. Viðhaldsskammtar/fyrirbyggjandi meðferð: Venjulega 1 tafla á dag. Töflurnar skal helst taka á fastandi maga. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis eða leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is

4

Tímarit um lyfjafræði


FÉLAGIÐ

Formannsþankar „Hlutverk Lyfjafræðingafélags Íslands er: 1. að stuðla að heilbrigði og réttri lyfjanotkun. 2. að stuðla að faglegu starfi alls staðar þar sem lyf koma við sögu. 3. að efla þekkingu annarra heilbrigðisstétta og almennings á lyfjafræði og störfum lyfjafræðinga. 4. að gæta hagsmuna og standa vörð um réttindi félagsmanna og stuðla að bættum kjörum og aukinni starfsánægju þeirra. 5. að efla samheldni og samstarf meðal lyfjafræðinga.“ Þetta er skilgreining á hlutverki félagsins í lögum þess. Þegar óskað er umsagnar félagsins um lög og reglugerðir og í viðtölum eða yfirlýsingum til fjölmiðla eru þetta þau atriði sem höfð eru að leiðarljósi. Ábyrg notkun lyfja og faglegt starf við dreifingu og sölu lyfja. Sölu og afgreiðslu lyfja hlýtur að vera best borgið á ábyrgð fagaðila sem veitt getur ráðgjöf og komið í veg fyrir mistök við lyfjagjöf. Við lyfjafræðingar þurfum að muna og leggja áherslu á að við erum sérfræðingar í lyfjum og lyfjamálum og eitt af okkar hlutverkum er að sinna ráðgjöf og fræðslu um lyf og rétta notkun þeirra í okkar störfum. Á undanförnum mánuðum hefur fræðslunefnd LFÍ staðið fyrir mjög áhugaverðum fræðslufundum fyrir félagsmenn og hefur mæting verið góð á fundina. Ég fagna því að okkur lyfjafræðingum standi til boða fræðsla af þessu tagi. Fræðslunefndin hefur hug á að bjóða áfram upp á fræðslufundi í haust og ég vil hvetja ykkur til að nýta ykkur þá. Á aðalfundi ársins 2017 var samþykkt breyting á reglugerð um sjúkrasjóð sem fólst í heimild til að greiða fæðingarstyrk til félagsmanna. Mig langar til að hvetja ykkur til að kynna ykkur breytingarnar sem taka gildi 1. júlí 2017. Ég vil jafnframt eindregið hvetja ykkur kæru félagsmenn til að kynna ykkur reglugerð um sjúkrasjóð og þá ekki síst þann hluta sem fjallar um sjúkradagpeninga til félagsmanna vegna slysa/sjúkdóma og vegna langvarandi veikinda maka og barna. Mig langar sérstaklega til að þakka þeim félagsmönnum, sem voru að ljúka sínum kjörtímabilum í stjórn og nefndum félagsins, kærlega fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu félagsins og okkar allra. Ég vil líka bjóða nýtt fólk í stjórn og nefndum félagsins velkomið til starfa. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka ykkur kæru félagsmenn fyrir traustið sem þið sýnið mér með því að kjósa mig sem formann næstu tvö árin. Ég hlakka til að vinna áfram með ykkur. Lóa María Magnúsdóttir, formaður LFÍ

Tímarit um lyfjafræði

5


FRÆÐIN

Hópmynd af fulltrúum innleiðingarnefndar EAHP

Aðsend mynd

Faghópur um sjúkrahúslyfjafræði starfar innan Lyfjafræðingafélags Íslands (LFÍ) og er virkur aðili að Evrópusamtökum sjúkrahúslyfjafræðinga (EAHP). Sjúkrahúslyfjafræðingar á Íslandi hafa um árabil unnið að því að efla tengslanetið í Evrópu og er aðild LFÍ að EAHP því kærkomin. Sjúkrahúslyfjafræði er víðtæk sérgrein innan lyfjafræðinnar og mikilvægur starfsvettvangur fyrir lyfjafræðinga til hagsbóta fyrir heilbrigðiskerfi og hagmunaaðila þess. Nauðsynlegt er að vinna markvisst að því að viðhalda og efla fagið og gagnlegt að geta samnýtt þekkingu og reynslu innan Evrópu. Evrópuyfirlýsingar um sjúkrahúslyfjafræði eða “European Statements of Hospital Pharmacy” er afrakstur samvinnu aðildarlanda EAHP og tengdra hagsmunaaðila. Yfirlýsingarnar innihalda sameiginleg markmið sem sérhvert heilbrigðiskerfi innan Evrópu ætti að stefna að varðandi þjónustu sjúkrahúsapóteka Evrópuyfirlýsingarnar ásamt tilheyrandi orðalista voru birtar í European Journal of Hospital Pharmacy í október 2014 og má einnig nálgast á heimasíðu EAHP á íslensku (www.eahp.eu).

6

Tímarit um lyfjafræði

Innleiðing á Evrópuyfirlýsingum um sjúkrahúslyfjafræði Dæmi um innihald yfirlýsinganna: “Markmið lyfjafræðilegrar þjónustu á sjúkrahúsum er fyrst og fremst að hámarka árangur meðferðar fyrir sjúklinga, með því að starfa í þverfaglegum teymum til að ná fram viðeigandi notkun lyfja á öllum þjónustustigum.” “Hvert sjúkrahúsapótek ætti að hafa viðbragðsáætlun vegna lyfjaskorts.” “Sjúkrahúslyfjafræðingar ættu að hafa aðgang að sjúkraskrá sjúklinga. Klínískar íhlutanir þeirra ættu að vera skráðar í sjúkraskrá sjúklinga og greindar með því markmiði að auka gæði meðferðar.” “Hin sjö réttu“ (réttur sjúklingur, rétt lyf, réttur skammtur, rétt lyfjaleið, réttur tími, réttar upplýsingar og rétt skráning) ættu að vera til staðar í tengslum við alla starfsemi þar sem lyf koma við sögu á sjúkrahúsi.” Næst á dagskrá er innleiðing á Evrópuyfirlýsingunum í sérhverju aðildarlandi fyrir sig og stefnt að því að ljúka henni á 5 árum eða fyrir árið 2020. Búið er að skipa fulltrúa frá 31 aðildarlandi til starfa í innleiðingarnefnd EAHP og tekur undirrituð þátt í þeirri vinnu fyrir hönd LFÍ. Innleiðingarferlið

er samvinna faghópa og fulltrúa hvers aðildarlands, og er ríkulega styrkt og stutt af sérstökum starfshópi innan EAHP, sem m.a. vinnur að því að auka vitund, tryggja aðföng, setja upp sjálfsmatskerfi og vera í samskiptum við hagsmunaaðila svo eitthvað sé nefnt. EAHP og aðildarlönd þess sjá fram á ánægjulegt samstarf við heilbrigðisyfirvöld til að koma á endanlegri innleiðingu á Evrópuyfirlýsingum um sjúkrahúslyfjafræði í Evrópu. Lyfjafræðingar sem hafa áhuga að gerast meðlimir í Faghóp um sjúkrahúslyfjafræði innan LFÍ, vinsamlega sendið erindi þess efnis til LFÍ (lfi@lfi.is). Þökkum LFÍ og félögum Faghóps um sjúkrahúslyfjafræði traustan stuðning. f.h. stjórnar Faghóps um sjúkrahúslyfjafræði LFÍ. Þórunn K. Guðmundsdóttir formaður


FRÆÐIN

Podophyllum peltatum Mayapple Maíepli Forsíðumyndin

Að þessu sinni er það maíepli sem prýðir forsíðu blaðsins. Podophyllum peltatum er af mítursætt (Berberidaceae) og vex villt á opnum skógarbotni í austanverðum Bandaríkjunum og Kanada. Fyrra nafnið „Podophyllum“ er myndað af gríska orðinu „podos“ sem þýðir fótur og „phyllon“ sem þýðir lauf. Seinna nafnið „peltatum“ þýðir í laginu eins og skjöldur. Jurtin er fjölær og myndar meters langa jarðstöngla. Hún er sérstök að því leiti að hún hefur aðeins tvö handarstór og skipt laufblöð sem minna á regnhlíf (eða jafnvel andafót) og eitt stórt, hvítt eða ljósbleikt blóm sem blómgast undir „regnhlífinni“ í maí. Aldinið er gulleitt og sítrónulaga. Aldinkjötið er ætt og hægt að nýta í sultur, en aðrir hlutar plöntunnar eru eitraðir. Maíepli er ræktað til skrauts í görðum en einnig til vinnslu á podophyllini og podophyllotoxíni. Frumbyggjar Norður-Ameríku notuðu rætur maíeplisins sem laxerandi, í ormahreinsun, gegn snákabitum og sem eitur. Landnemar lærðu um plöntuna af þeim. Cherokee indíánar kölluðu hana OO-NEE-SQUA-TOO-KEY (“hún er með hatt”), og Osage indíánar kölluðu hana CHE-SA-NE-PE-SHA (“hún veldur magapínu”) sem endurspeglar bæði útlit og áhrif plöntunnar.

Podophyllin drogi er unnin úr neðanjarðarhlutum P. peltatum með etanól-úrhlutun og útfellingu með sýru. Podophyllin inniheldur u.þ.b. 20 % af podophyllotoxíni (mynd 1) auk α- og β-peltatíns. Podophyllin er ekki notað innvortis vegna eituráhrifa, en blandað með olíu er það notað útvortis sem vörtueitur. Gæta þarf fyllstu varúðar við notkun þess. Podophyllotoxín er lignan efnasamband sem er framleitt ásamt peltatínum í rótum, jarðstönglum og laufum P. peltatum jurtarinnar. Um 1940 var uppgötvað að podophyllotoxín er frumudrepandi efni sem hindrar uppbyggingu örpípla. Það var notað útvortis við krabbameinum en reyndist óhæft til innvortis notkunar vegna eituráhrifa sérstaklega á meltingarveg. Í kjölfarið voru næstum 600 afleiður podophyllotoxíns smíðaðar á 20 ára tímabili. Það leiddi á endanum til þróunar afleiðanna etoposide og teniposide (mynd 1) sem eru mikilvæg krabbameinslyf. Þau hafa ekki áhrif á örpíplur, en hindra aftur á móti ensímið topoísomerasa II sem er nauðsynlegt til að vinda ofan af DNA við frumuskiptingu. Þessar afleiður eru minna eitruð efni og eru notuð sem lyf við lungna- og eistnakrabbameinum, hvítblæði og eitlakrabbameinum.

Frumudrepandi efnasambönd af ýmsum toga eru mikilvæg efnavopn í baráttunni við krabbamein. Mörg lyfjaefni í þessum flokki eiga uppruna sinn í náttúrunni. Podophyllotoxín og afleiðurnar teniposide og etoposide eru dæmi um slík lyf. Vaxandi notkun þeirra og mikilvægi kallar á frekari rannsóknir og þróun nýrra afleiða. Aukin eftirspurn krefst einnig verndaraðgerða gagnvart plöntunum sem gefa okkur þessa dýrmætu sameind. Í framtíðinni er líklegt að þróaðar verði nýjar aðferðir til að afla podophyllotoxíns og afleiða sem ekki ganga of nærri plöntunum sem framleiða þau í náttúrunni. Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor

Heimildir: Cragg, Gordon M.; Kingston, David G. I.; Newman, David J. (2011). Anticancer Agents from Natural Products, Second Edition (2 ed.). CRC Press. p. 97. Virginia Native Plant Society. http://vnps.org/ princewilliamwildflowersociety/botanizing-with-marion/ history-of-the-naming-of-the-mayapple/. Sótt 29.05. 2017. The Review of Natural Products. Facts and Comparison. Podophyllum. Ed. Ara DerMarderosian. Wolters Kluwer Health, 2004. Giftige Planter, 1st edition (2014), ed. Per Mølgaard, Koustrup & Co.,Farum, Denmark. Canel, C; Moraes, RM; Dayan, FE; Ferreira, D (2000). Molecules of Interest: Podophyllotoxin. Phytochemistry. 54 (2): 115–120.

Mynd 1. Efnabygging podophyllotoxíns t.v. og afleiðunnar teniposide t.h.

Drugs of Natural Origin, A Treatise of Pharmacognosy, 7th revised edition (2015), eds. G. Samuelsson & L. Bohlin. Swedish Pharmaceutical Press, Stockholm, Sweden.

Tímarit um lyfjafræði

7


FRÆÐIN erum um að svikin lyf hafi fundist bæði í Bretlandi2) og í Noregi3) á síðustu árum.

Stöndum vörð um öryggi sjúklinga með Lyfjaauðkenni Hjörleifur Þórarinsson, lyfjafræðingur Fyrir rúmu ári birtist í stjórnartíðindum ESB-reglugerð sem ætlað er að styðja við tilskipun sambandsins um fölsuð lyf, það er hvernig komið skal í veg fyrir að fölsuð lyf berist inn í aðfangakeðju lyfja og að lokum til sjúklinga1). Við birtingu reglugerðarinnar hófst niðurtalning til 9. febrúar 2019, en þá verða flest ríki ESB og EES-ríkin Noregur, Ísland og Liechtenstein, auk Sviss, að hafa lokið innleiðingu þeirra ákvæða sem tilskipunin gerir ráð fyrir. Í Evrópu er innleiðingunni stjórnað af European Medicines Verification Organisation (EMVO) en hér á landi er það verkefni á höndum nýs félags sem hefur fengið heitið Lyfjaauðkenni ehf. Hið nýja félag verður ekki rekið í hagnaðarskyni, en að baki því standa framleiðendur lyfja, lyfsalar, lyfjaheildsalar og heilbrigðisstofnanir. Markmið tilskipunarinnar er að tryggja öryggi sjúklinga og að allir þeir sem leita til eða eiga samskipti við aðila innan aðfangakeðju lyfja, hvort heldur um er að ræða framleiðanda, heildsala eða apótek, geti treyst gæðum þeirra lyfja sem þeir fá afhent. Af hverju þessi breyting? Þegar þessar breytingar taka gildi verður til miðlægt gagnavinnslu- og samskiptakerfi fyrir lyf í Evrópu sem tengist lyfjaauðkenniskerfi 32 ríkja. Spyrja má af hverju verið sé að fara í þessa umfangsmiklu innleiðingu næstu tvö árin og af hverju er það mikilvægt að Ísland sé með í þessari innleiðingu? Almennt er viðhorf þeirra sem til þekkja, að aðfangakeðja lyfja á Íslandi sé mjög örugg og nægilegar aðgerðir

8

Tímarit um lyfjafræði

séu viðhafðar til að fyrirbyggja að fölsuð lyf komist í umferð og berist til sjúklinga. Það er því eðlilegt að spurt sé um nauðsyn þessarar breytingar, en meðal þess sem tilskipunin innleiðir eru skyldubundnir, samræmdir öryggisþættir á umbúðum allra lyfseðilsskyldra lyfja (með nokkrum undanþágum). Þessir öryggisþættir eru tvívítt strikamerki sem inniheldur m.a. upplýsingar um einkvæmt auðkennisnúmer og jafnframt skal pakkningin vera innsigluð svo sjá megi hvort átt hefur verið við hana. Krafan um innsiglaðar lyfjapakkningar er ekki ný af nálinni og má m.a. rekja til tilvika sem áttu sér stað í Bandaríkjunum fyrir um 35 árum þegar farið var í hillur apóteka og blásýru komið í pakkningar sem innihéldu verkjalyfið Tylenol með hörmulegum afleiðingum. Einkvæmt auðkennisnúmer er hins vegar ný krafa sem þýðir að þegar lyfi er pakkað, merkir framleiðandi þess hvern einasta lyfjapakka með einkvæmu raðnúmeri sem svo er flett upp í miðlægum gagnagrunni til staðfestingar þegar lyfið er afgreitt. Saman mynda þessir öryggisþættir eina öruggustu aðferð sem þekkist til að staðfesta auðkenni og uppruna vöru. Í huga margra eru fölsuð lyf fyrst og fremst vandamál bundið við verslun á netinu en ekki tengt þeirri aðfangakeðju sem við þekkjum best, þ.e. frá framleiðanda lyfsins til heildsala á Íslandi og svo inn á borð í apóteki og til sjúklings. Ekki er vitað um nein tilvik þar sem svikin lyf hafi uppgötvast í þessari keðju hér á landi. Eðli máls samkvæmt fara falsanir dult en ekki þarf að fara langt til að finna slík tilvik, því dæmi

Á síðasta ári var greint frá því að fjöldi ólöglegra lyfja og lækningatækja hafi verið gerður upptækur í alþjóðlegri aðgerð undir heitinu Pangea IX. Fölsuð krabbameinslyf, alnæmislyf, sykursýkispróf og eftirlíkingar af tannlækna- og skurðáhöldum voru meðal þeirra ólöglegu lyfja og lækningatækja sem gerð voru upptæk í alþjóðlegri aðgerð sem náði til 103 landa. Beindist hún að vefverslun þar sem ólögleg og hugsanlega lífshættuleg lyf voru á boðstólum. Íslenska tollgæslan og Lyfjastofnun tóku þátt í aðgerðinni sem gerð var á vegum Interpol, með aðkomu m.a. Alþjóða tollastofnunarinnar og Europol. Í tengslum við aðgerðina hér á landi var lagt hald á töluvert af ólöglegum stinningarlyfjum. Alls var hald lagt á 12,2 milljónir eininga af ólöglegum og mögulega lífshættulegum lyfjum að meintu andvirði 53 milljóna dollara. Þá var 4.932 vefsíðum sem buðu upp á slíkan varning lokað4). Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins um fölsuð lyf kemur þannig í kjölfar þess að vart hefur orðið ískyggilegrar aukningar á lyfjum innan Evrópu sem eru fölsuð að því er varðar auðkenni þeirra og uppruna. Innihaldsefni þessara lyfja, þ.m.t. virk efni, uppfylla ekki kröfur um gæði, eru fölsuð, í röngum skömmtum eða hreinlega ekki fyrir hendi og þeim fylgir því alvarleg lýðheilsuógn. Hér er því á ferðinni ógn við heilbrigði manna en afleiðingarnar geta einnig orðið þær að sjúklingar missi traust á aðfangakeðju lyfa og til þeirrar vöru sem afhent er í apótekum. Tilskipunin innleiðir skyldubundna og samræmda öryggisþætti á umbúðum allra lyfseðilsskyldra lyfja og stofnun lyfjaauðkenniskerfis sem nær yfir alla Evrópu. Starfsemi lyfjaauðkenniskerfisins er sinnt af evrópskri miðstöð, European Medicines Verification Organisation (EMVO) sem tengd verður við fjölda annarra landsgagnagrunna sem starfræktir verða í hverju aðildarríki. Í gegnum gagnageymslukerfið verður hægt að koma í veg fyrir að fölsuð lyf komist í dreifingu til sjúklinga og framkvæma upprunavottun lyfs frá framleiðanda til afgreiðslu, eða vottun frá enda til enda.


FRÆÐIN Notkun kerfisins við framleiðslu, dreifingu og afhendingu lyfja verður lögbundin. Framleiðendur skrá grunngögn í evrópsku miðstöðina þegar framleiðslulota hefur verið losuð til afhendingar og aðilar í allri aðfangakeðjunni (heildsalar, dreifingaraðilar, lyfjaverslanir, dreifingaraðilar samhliða innfluttra lyfja o.s.frv.) notast við sérstakan hugbúnað og skanna til að sannreyna uppruna pakkningarinnar. Apótek (þ.m.t. sjúkrahúsapótek og aðrir viðurkenndir afhendingaraðilar) votta svo að lokum sannkennsli pakkningar áður en afgreiðsla til sjúklings á sér stað og sem breytir stöðu hennar í gagnagrunninum í „Afgreitt“. Kostnaður við kerfið verður greiddur af framleiðendum lyfja og markaðsleyfishöfum, en notendur kerfisins bera sjálfir kostnað af skönnum og aðlögun hugbúnaðar vegna tengingar viðkomandi starfsstöðvar við auðkenniskerfið. Með innleiðingu tilskipunarinnar verður auðveldara fyrir lyfjastofnanir í Evrópu að framkvæma innköllun á lyfjum og einnig standa vonir til að rekjanleiki lyfja batni svo og lyfjagát. Notagildi kerfisins mun koma betur í ljós eftir að virkni þess er að fullu komin til framkvæmdar á árinu 2019. Framkvæmd tilskipunarinnar Þeir aðilar sem standa að Lyfjaauðkenni ehf. vænta þess að innleiðing tilskipunarinnar og uppsetning auðkenniskerfisins gangi vel fyrir sig hér

á landi. Fjöldi apóteka og annarra aðila sem koma til með að þurfa að tengjast kerfinu er viðráðanlegur og fjöldi þeirra hugbúnaðarfyrirtækja sem þjónusta þennan markað er talinn á fingrum annarrar handar. Flækjustigið er öllu meira á stærri mörkuðum þar sem fjöldi apóteka, sjúkrahúsa, heildsala o.s.frv. sem þurfa að tengjast auðkenniskerfinu, telur tugi þúsunda fyrirtækja og stofnana. Undirbúningur að stofnun Lyfjaauðkennis ehf. er á lokastigi og viðræður við þá aðila sem tengja aðildarlöndin við evrópska lyfjaauðkenniskerfið eru hafnar. Jafnframt er verið að skoða kosti þess að setja kerfið upp með öðrum markaði á Norðurlöndunum og ná þannig fram meiri hagkvæmni við rekstur kerfisins til framtíðar. Fari sem horfir verða fyrstu tengingar apóteka og heildsala við kerfið prófaðar síðar á árinu og það að fullu starfhæft fyrir árslok 2018, eða vel í tæka tíð fyrir skyldubundna notkun þess frá 9. febrúar 2019. Lyfjaauðkenni mun leiða alla innleiðingu verkefnisins á Íslandi, annast samskipti við EMVO og aðra aðila sem koma að verkefninu, samþætta einstaka liði verksins hér á landi og tryggja öryggi auðkenniskerfisins. Lyfjaauðkenni mun einnig skilgreina verkferla í samvinnu við Lyfjastofnun varðandi það hvernig brugðist skuli við komi upp flöggun í kerfinu vegna mögulega falsaðrar eða svikinnar vöru. Eins og fyrr segir standa lyfjaframleiðendur straum af kostnaði

við uppsetningu og rekstur kerfisins, en hugbúnaðargerð vegna tengingar einstakra notenda, apóteka, sjúkrahúsa o.s.frv. við kerfið og verklagsreglur því tengdu, eru á ábyrgð og kostaðar af hlutaðeigandi aðilum. Varðandi þær upplýsingar sem verða til við auðkenningu lyfja í þessu nýja kerfi, þá verða ekki í því neinar persónugreinanlegar upplýsingar og gögn sem verða til við notkun þess verða í eigu þeirra sem setja þau inn í kerfið. Þessi gögn eru tvennskonar, þ.e. upplýsingar frá framleiðanda lyfs um heiti þess, lotunúmer, fyrningu og einkvæmt auðkennisnúmer hverrar pakkningar og hins vegar frá apóteki þegar uppruni viðkomandi pakkningar er staðfestur með skönnun við afhendingu lyfsins. Lokaorð Innleiðing þessa nýja verklags við afgreiðslu lyfja kallar á samvinnu og samstarf Lyfjaauðkennis við alla þá aðila sem framleiða, dreifa og afhenda lyf til sjúklinga. Þáttur Lyfjastofnunar og Velferðarráðuneytis varðandi nauðsynlegt regluverk og eftirlit verður einnig mjög mikilvægur. Lyfjaauðkenni mun á næstunni kynna nánar starfsemi félagsins og helstu verkefni. Það er von þeirra fyrirtækja og samtaka sem standa að hinu nýja félagi, að samstarfið um innleiðinguna gangi vel og að Ísland verði tengt og tilbúið fyrir auðkenningu lyfja þann 9.febrúar 2019, þannig að traust og tiltrú almennings á þessum mikilvæga þætti heilbrigðisþjónustunnar haldist óbreytt. Heimildir: 1. European Commission, Public Health (e.d.) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins um fölsuð lyf. Sótt af https:// ec.europa.eu/health/sites/health/files/files/eudralex/vol1/reg_2016_161/reg_2016_161_en.pdf 2. Elizabeth Sukkar; The Pharmaceutical Journal, 05 June 2014: “Taking stock of counterfeit medicines” 3. Dagbladet. (2014). Mafia-medisin solgt i Norge i ett år. Sótt af http://www.dagbladet.no/nyheter/mafiamedisin-solgt-i-norge-i-ett-ar/60946703

Tilskipun Evrópusambandsins og afleidd reglugerð (EU) 2016/161 innleiðir nýja öryggisþætti á umbúðum lyfseðilsskyldra lyfja: • Tvívítt strikamerki sem inniheldur m.a. upplýsingar um einkvæmt auðkennisnúmer • Innsigli svo séð verði hvort átt hefur verið við pakkninguna

4. Lyfjastofnun. (2016). Fjöldi ólöglegra lyfja og lækningatækja gerð upptæk í alþjóðlegri aðgerð. Sótt af https://www.lyfjastofnun.is/utgefid-efni/frettir/nr/4996. 5. World Health Organisation. (e.d.). Substandard, Spurious, Falsely labelled, Falsified and Counterfeit (SSFFC) Medical Products. Sótt af http://www.who.int/ medicines/regulation/ssffc/en/.

Tímarit um lyfjafræði

9


FÉLAGIÐ

Aðalfundur LFÍ 2017 Eftirfarandi samantekt er unnin úr fundargerð aðalfundar LFÍ. Fundagerðin í heild sinni er aðgengileg félagsmönnum LFÍ á innri vef félagsins (www.lfi.is).

Í Evrópusamstarfinu er m.a. rætt um hættuna sem stafar af lyfjafölsunum sem er gríðarlega mikilvægt verkefni og leita þarf allra leiða til að reyna að stöðva.

Aðalfundur LFÍ 2017 var haldinn þann 22. mars. Formaður LFÍ, Lóa María Magnúsdóttir, setti fundinn og var Finnbogi Rútur Hálfdanarson tilnefndur sem fundarstjóri og samþykktur með lófataki. Valdir voru tveir fundarmenn til að telja atkvæði úr kosningu félagsins, þær Íris Gunnarsdóttir og Álfrún Óskarsdóttir. Síðan var farið yfir skýrslur og fundi frá síðasta starfsári. 28 félagsmenn mættu á fundinn.

Reikningaskil

Skýrslur um störf félagsins á liðnu starfsári Lóa María kynnti stjórn LFÍ og fór yfir ársskýrsluna 2016-2017. Hún stiklaði einnig á helstu viðburðum starfsársins og þakkaði nefndum fyrir sín störf á árinu. Nýr ritstjóri TUL, Heimir Jón Heimisson, sagði að nýju ritstjórninni hafi gengið vel með sitt fyrsta tölublað TUL og færði fráfarandi ritstjórn bestu þakkir. Ekkert erindi barst siðanefndinni á starfsárinu. Enginn meðlimur sjóðastjórnar mætti á fundinum og vísaði Lóa María því í ársskýrslu félagsins fyrir nánari upplýsingar. Lóa María fór yfir það helsta sem hafði verið á dagskrá hjá fræðslu- og skemmtinefnd. Nefndin hafði unnið í undirbúningi fyrir mánaðarlega fræðslufundi fyrir félagsmenn. Ólafur Ólafsson sagði frá laganefndinni og hennar starfi. Að hans sögn koma verkefnin „inn í gusum“. Ólafur hvetur félagsmenn til að fylgjast með umsögnum og öðru sem kemur á vef Alþingis. Sigríður Siemsen hefur verið dugleg að benda laganefndinni á það sem er í gangi og hægt er að hafa samband við laganefndina ef félagsmenn vilja koma einhverjum athugasemdum á framfæri, t.a.m. við frumvörp eða reglugerðardrög í smíðum. Lóa María sagði frá því helsta sem gerðist á FIP ráðstefnunni og NFU fundinum 2016 og benti áhugasömum á að greinar um ráðstefnuna og fundinn birtust í TUL, tölublað 2. 2016. Lóa María fór yfir helstu störf kjaranefndar. Nóg var að gera í samningum við ríkið, gerð stofnanasamninga og einnig vegna kjarasamninga við apótekslyfjafræðinga. Til stóð að gera auka launakönnun hjá þeim í samvinnu við Samtök Atvinnulífsins og áætlað að könnunin yrði gerð í mars 2017. Þar sem enginn var mættur fyrir hönd orlofsheimilasjóðs þá benti Lóa María á skýrslu sjóðsins. Þórunn K. Guðmundsdóttir formaður Faghóps um sjúkrahúslyfjafræði sagði frá störfum hópsins. Hún benti á að faghópurinn er í samstarfi við LFÍ og það er LFÍ sem er aðili að Evrópsku sjúkrahúslyfjasamtökunum EAHP. Þórunn ítrekaði að ekki þurfi að starfa á sjúkrahúsi til að vera meðlimur í faghópnum, heldur eingöngu að hafa áhuga á geiranum. Allir sem hafa áhuga geta verið á póstlista. Starfsemin hefur verið fjölbreytt og mörg verkefni framundan, s.s. innleiðing á Evrópuyfirlýsingum í sjúkrahúslyfjafræði. Fyrirhugað var átak í innleiðingu á þeim hér á landi sem er mikið verkefni.

10

Tímarit um lyfjafræði

Lóa María fór yfir helstu atriði ársreiknings og sjóði félagsins í fjarveru gjaldkera. Bankakostnaður var meiri á árinu en hefur verið, en það var vegna þess að skipt var um þjónustubanka. Spurning kom úr sal um hvers vegna reikningarnir sýni að bankainnistæður hafi lækkað um 15 milljónir á milli ára. Lóa María svaraði að skýringin væri að starfsmenntunarsjóður hafi áður verið vistaður undir félagssjóði en hafi nú verið fluttur á sér reikning starfsmenntunarsjóðs. Sigríður Siemsen svaraði því til að í kjarasamningum 2015 hafi framlag ríkisins til starfsmenntunarsjóðs verið aukið verulega og í framhaldinu hafi reglugerð sjóðsins verið endurskoðuð. Nú geta ríkislyfjafræðingar sótt styrki í sjóðinn m.a. til síog endurmenntunar. Starfsmenntunarsjóður er með sér sjóðastjórn með fulltrúa frá ríkinu. Ríkislyfjafræðingar eru hvattir til að sækja um styrki í sjóðinn. Önnur spurning kom úr sal, að þessu sinni varðandi húsaleigu sem félagið greiðir. Lóa María útskýrði að félagið leigi húsnæðið af Lyfjafræðisafninu sem er eigandi þess. Spurt var úr sal hvað RPS verkefnið væri sem lagt hefur verið fé til. Lóa María svaraði að um væri að ræða samstarfsverkefni LFÍ og breska lyfjafræðingafélagsins (Royal Pharmaceutical Society, RPS) sem fékk styrk úr fræðslusjóði. Fræðslusjóður mun styrkja þetta samstarfsverkefni í 3 ár. Styrkurinn var settur í félagssjóð og merktur verkefninu sérstaklega þar sem ekki er til sérstakur reikningur fyrir þetta verkefni. Engar frekari athugasemdir komu fram og voru reikningar samþykktir með einróma samþykki. Starfs- og fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda Elvar Örn Kristinsson, varaformaður, las upp starfsáætlun og kynnti helstu verkefni LFÍ fyrir 2017-2018. Spurning kom úr sal varðandi heimasíðu félagsins, hvort henni yrði viðhaldið áfram þar sem síðan er andlit lyfjafræðinga út á við og mikilvægt að hún sé vönduð og með góðum upplýsingum. Lóa María svaraði að það standi ekki til að breyta heimasíðunni mikið á næstunni. LFÍ hefur stofnað lokaðan Facebook-hóp „Lyfjafræðingafélag Íslands – félagsmenn“ þar sem markmið hópsins er að koma upplýsingum til félagsmanna, minna á viðburði og skapa vettvang fyrir félagsmenn til að skiptast á skoðunum og deila efni sem við á. Umræður sköpuðust um 5. lið starfsáætlunar hefðbundins starfs sem lýtur að endurmenntun og mótun LFÍ á reglum um mat á endurmenntun, en þessi liður kom inn í starfsáætlun LFÍ árið áður. Lóa María svaraði að vinna í þessum málum væri ekki hafin en benti á að fram hafi komið hugmyndir um sameiginlega endurmenntun af einhverju tagi milli


FÉLAGIÐ

mismunandi heilbrigðisstétta sem gæti verið áhugavert að skoða. Engar skyldur hvíla á íslenskum lyfjafræðingum til að afla sér endurmenntunar og halda þannig starfsréttindum sínum við eins og tíðkast t.d. í Noregi, en þetta er líklega spurning um hvenær en ekki hvort endurmenntunarkerfi verði tekið í gildi hér á landi. Fjárhagsáætlun 2017 var kynnt og nefndi Lóa María að í ár væri t.d. afmælisár félagsins og að Ísland sé gestgjafi NFU fundarins að þessu sinni og því væri reiknað með auknum rekstarkostnaði. Stefnt er að því að gefa út bókina um sögu lyfjafræðinnar á þessu ári og var spurt hvort gert hafi verið ráð fyrir því í fjárhagsáætlun. Lóa María staðfesti það og nefndi að útgjaldaliðurinn „annar rekstarkostnaður“ standi undir því. Stjórn LFÍ lagði til að félagsgjöld yrðu hækkuð úr 4200 kr í 4500 kr. Kosið var um hækkun félagsgjalda og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Einnig var fjárhagsáætlun 2017 samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Tillaga um skiptingu sjúkrasjóðs árið 2017 var óbreytt frá árinu áður, 70% í tryggingar og 30% í sjúkradagpeninga og bætur. Enginn mótmælti því að skiptingin væri óbreytt og var tillagan því samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Kynning á stöðu mála hjá BHM hóp Ólöf Ásta Jósteinsdóttir og Sigrún Þorsteinsdóttir kynntu vinnu BHM hópsins, en aðeins var um forathugun að ræða og næsta mál á dagskrá var að fara betur í gegnum kosti og galla inngöngu í BHM. Félagsgjöld gætu hækkað, en það var ekki búið að reikna það út og á eftir að koma í ljós. Spurt var hvort eitthvað hámark væri á stéttarfélagsgjaldi til BHM. Sigríður Siemsen svaraði að bæði væru hámörk og lágmörk á gjaldinu. LFÍ gæti gengið undir regnhlíf BHM en þá vakna spurningar um sjóði félagsins og kynnti Ólöf muninn á sjóðum BHM og LFÍ (sjúkrasjóð, orlofssjóð og endurmenntunarsjóð). Ólöf nefndi að hugmynd hafi komið upp hjá vinnuhópnum að ræða við hjúkrunarfræðinga, sem sögðu sig úr BHM. Það væri fróðlegt að heyra ástæður þess að þeir sögðu sig úr BHM. Óskað var eftir fleiri sjálfboðaliðum til að halda áfram þessari vinnu. Lóa María sleit fundinum með því að þakka félagsmönnum fyrir að kjósa sig áfram sem formann LFÍ og þakkaði fyrir mætingu. Lóa María bauð nýja embættismenn velkomna og þakkaði fráfarandi embættismönnum. Sérstakar þakkir fékk Finnbogi Rútur fyrir fundarstjórn.

Kjör fastanefnda Fundarstjóri kynnti niðurstöðu úr talningu vegna kjörs til stjórna og nefnda félagsins, sjá upplýsingar um þá sem kjörnir voru í töflu 1. Kosnir voru skoðunarmenn ársreikninga og voru Sigurður Traustason og Örn Guðmundsson samþykktir með lófaklappi. Lagabreytingar Stjórn LFÍ lagði til breytingar á 8. grein í lögum félagsins er varðar inntöku félaga. Breytingin fól í sér uppfærslu m.t.t. hvernig fyrirkomulagi umsókna er háttað í dag, en sótt er um aðild á heimasíðu LFÍ. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Stjórn LFÍ lagði til breytingar á Reglugerð um sjúkrasjóð þar sem bætt var við nýjum lið sem leggur til veitingu fæðingarstyrks að fjárhæð 125.000 kr til félagsmanna. Breytingartillagan var rædd og spurt var hvort gert hafi verið ráð fyrir þessum nýja lið í fjárhagsáætlun. Lóa María svaraði því játandi og sagði að sjóðurinn hafi verið rekinn með hagnaði og því var talið svigrúm til að veita þessa styrki úr sjóðnum. Reiknað er með 12 til 20 fæðingum á ári og gengur það inn í fjárhagsáætlun. Lóa María nefndi að LFÍ væri með þessu að reyna að koma til móts við unga lyfjafræðinga þar sem þessi leið er tiltölulega auðveld í framkvæmd og er fæðingarstyrkur í boði hjá mörgum öðrum stéttarfélögum. Þetta átti því að vera prufutímabil og ef illa gengur verður hægt að breyta reglugerðinni aftur. Gerð var athugasemd við að breytingin átti ekki að taka gildi fyrr en 1. júlí 2017 og væri túlkunaratriði hvernig bæri að skilja þá dagsetningu. Því var gerð breytingartillaga við tillöguna sem samþykkt var með meirihluta greiddra atkvæða. Breytingin tekur gildi 1. júlí 2017 og gildir um börn sem fædd eru eða ættleidd frá og með 1. janúar 2017.

Tafla 1. Kjör stjórnar og nefndarmanna 2017 Eftirfarandi félagsmenn voru kosnir til starfa fyrir LFÍ á aðalfundi 2017. Formaður LFÍ Lóa María Magnúsdóttir Stjórn LFÍ Sonja B. Guðfinnsdóttir, Hlynur Torfi Traustason og Þórhildur Sch. Thorsteinsson varamaður Laganefnd Aðalsteinn Jens Loftsson og Ólafur Adolfsson Siðanefnd Jóhann Gunnar Jónsson og Þorgils Baldursson Sjóðastjórn Baldur Guðni Helgason og Margrét Rósa Kristjánsdóttir Kjörnefnd Aðalheiður Pálmadóttir Kjaranefnd Torfi Pétursson, Guðrún Björg Elíasdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Atli Sigurjónsson og Viktor Númason Stjórn Lyfjafræðisafnsins Kristín Einarsdóttir

Tímarit um lyfjafræði

11


FÓLKIÐ

Á golfvellinum hjá Odense eventyr golfklub með Almari Grímssyni föður mínum og lyfjafræðingi.

Lyfjafræðingur í Danmörku Anna Birna Almarsdóttir

Ég minnist þess að hafa verið í viðtali hjá Ingunni Björnsdóttur fyrir TUL sem gefið var út seint á síðustu öld. Þá var ég lektor í félagslyfjafræði (e. social pharmacy) við Danska lyfjafræðiskólann í Kaupmannahöfn. Í viðtalinu klikkti ég út með að segja að ég vissi ekki hversu lengi ég yrði þar. Enda leið ekki á löngu áður en ég var komin til Íslands á síðustu dögum 1999 og farin að vinna sem lyfjafaraldsfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Ég hefði í þá tíð verið undrandi að vita að ég ætti eftir að snúa aftur þangað sem leiðtogi rannsókna á sviði félags- og klínískrar lyfjafræði (e. social and clinical pharmacy) – en enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Raunar hefur umhverfið breyst heilmikið síðan ég var lektor í Kaupmannahöfn. Skólinn sem áður hét Danmarks farmaceutiske højskole (Dfh) hefur runnið inn í Kaupmannahafnarháskóla og verið sendur í nokkur skipti í gegnum skipulagsbreytingar. Það eru þó þarna ennþá mörg kunnugleg andlit frá því í gamla daga og þau gleyma stundum að ég hef ekki fylgst með öllu í þau 17 ár sem liðu milli starfanna. Ég tók við stöðu sem aðeins einn prófessor hefur haft áður. Hún heitir Ebba Holme Hansen og var forkólfur þess að félagslyfjafræðin varð til við Dfh og hún fékk gott fólk með sér úr félagsvísindunum og apótekslyfjafræði sem byggðu sviðið upp með henni. Hún

12

Tímarit um lyfjafræði

fór á eftirlaun fyrir þremur árum en er með s.k. emerita stöðu svo hún hefur aðstöðu hjá okkur og mætir af og til. Það er gott að hafa aðgengi að henni þar sem hún býr yfir ótrúlega mikilli reynslu og þekkingu. Hjá okkur er einnig Janine Traulsen sem ég hef unnið mikið með í gegnum árin, en hún er einnig í raun farin á eftirlaun og kemur samt í vinnuna tvisvar í viku þar sem við erum með mikla kennslu og hún aðstoðar við að ná utan um hana. Við erum að leita fyrir okkur með að ráða nýjan rannsóknamann í lektorstöðu. Það sem gerðist á þessum 17 árum sem liðu milli starfanna í Kaupmannahöfn, auk starfsins hjá ÍE, var að ég fékk dósentsstöðu við Lyfjafræðideild HÍ árið 2002, fékk framgang í prófessor 2007 og starfaði þar til 2013. Þá flutti ég mig aftur til Danmerkur, en að þessu sinni til Óðinsvéa og tók við stöðu prófessors í klínískri lyfjafræði í frekar nýju lyfjafræðinámi við Syddansk universitet (SDU). Það lyfjafræðinám var þá með tvær námsleiðir með sitt hvora áhersluna í annars vegar klínískri lyfjafræði og hins vegar lyfjagerðarfræði. Mér fannst mjög spennandi að vinna með námsleið fyrir klíníska lyfjafræði. Einnig var það mjög spennandi að rannsóknarhópurinn þar var blanda af lyfjafræðingum og lyflæknum. Ég kom mér vel fyrir í Óðinsvéum í litlu raðhúsi og gerði ráð fyrir að þetta væri

líklega endastöðin á ferlinum. Þegar byrjað var að orða við mig stöðuna í Köben var ég ekki mjög spennt að rífa mig upp aftur og það var með söknuði, en jafnframt tilhlökkun, að ég flutti til Kaupmannahafnar nú fyrir réttu ári.

Rannsóknarhópurinn á góðum júní-degi árið 2016 í Assistens kirkjugarðinum á Nørrebro í Kaupmannahöfn

Rannsóknarhópurinn sem ég vinn með heyrir undir deild sem heitir á ensku Department of Pharmacy sem hefur um tvö hundruð starfsmenn. Deildarforseti okkar Flemming Madsen er ráðinn, ekki kosinn eins og tíðkast enn í HÍ. Hann kom fyrir fjórum árum frá fyrirtæki sem heitir Coloplast og það að deildarforseti er frá iðnaðinum setur svolítið braginn fyrir okkur. Hann er ekki rannsóknarmaður þó hann sé með doktorspróf. Mánuði áður en ég kom til starfa við Kaupmannahafnarháskóla þurfti hann ásamt mörgum öðrum deildarforsetum að skera all verulega niður eftir kröfu frá yfirvöldum. Það voru því nokkrir starfsmenn sem fengu reisupassann í febrúar 2016. Það var


FÓLKIÐ skrýtið að byrja mánuði eftir þessar miklu hræringar, en ég kaus að líta á það sem tækifæri til að starfa með hópnum og deildinni á nýjan hátt. Það er nefnlega ekki auðvelt að koma sem nýr stjórnandi inn í umhverfi sem hefur fengið að hafa hlutina á ákveðinn hátt í mörg ár í jafn ósveigjanlegu umhverfi og háskólar eru. Það starfa einnig aðrir íslendingar í deildinni og má þar nefna Stefaníu Baldursdóttur lektor og Ingvar Rúnar Möller rannsóknamann. Ég sé þau ekki oft þar sem deildin er stór og við erum ekki í sömu byggingu. Það er helst á kynningarfundum og í veislum deildarinnar að hægt er að fá að tala gamla ylhýra í vinnunni. Ég hef líka verið með íslenska meistaranema hjá mér í verkefni, nú síðast Elínu Dröfn Jónsdóttur sem stóð sig með mikilli prýði. Stóra vinnutengda breytingin fyrir mig þegar ég flutti frá Óðinsvéum fólst í að ég varð leiðtogi rannsóknahóps sem hefur verið til í rúma þrjá áratugi. Þetta er mjög framsækinn hópur og nokkuð þekktur í alþjóðlegu samhengi – að minnsta kosti í félagslyfjafræði. Við síðustu stóru skipulagsbreytingar árið 2008 var ákveðið að hópurinn héti bæði félags- og klínísk lyfjafræði. Það fannst mér mjög góð ákvörðun, því ég hef haldið því fram í mörg ár að það sé ekki viturlegt fyrir lyfjafræðina að aðskilja þessi tvö svið. Ég brann svo fyrir þessu að ég ritaði ásamt prófessor við Oslóar-háskóla lærða grein um þessar systurgreinar og hvernig þær styðja við hvora aðra. Rannsóknahópurinn minn er með hefðir sem mér finnast góðar. Rétt fyrir jól hittumst við úti í bæ þar sem góð eldunaraðstaða er. Við höldum fund fyrir hádegi þar sem við förum yfir

Árlegur köku- og konfektgerðardagur rannsóknarhópsins í desember 2016. Þeim er ýmislegt til lista lagt, þó ekki séu þau endilega mikið í labbinu.

árið og fyrirætlanir fyrir næsta ár. Eftir hádegið hefst svo köku- og konfektgerð. Allir koma með deig með sér að heiman og svo er farið í að forma og baka. Svo er snæddur kvöldverður og eftir hann hefst mikilvægasta verkefnið, að skipta kökum og konfekti á milli okkar bróðurlega. Þar er notað alveg sérstakt kerfi og það er gaman að fara heim með nokkur box með á þriðja tug sorta af kökum og konfekti. Hinn stóri fundurinn er haldinn í júní og fjallar um kennsluna sem hópurinn sér um. Í lok dags gerum við venjulega eitthvað utan dyra og þá oftast eitthvað menningarlegt. Á mínum fyrsta júnífundi í fyrra fórum við í Assistens kirkjugarðinn á Nørrebro í Kaupmannahöfn. Þar eru jarðsettir margir þekktir einstaklingar, bæði frá gamalli tíð og einnig samtíðarmenn. Á persónulega sviðinu er það helst að frétta að þegar ég flutti til Óðinsvéa byrjaði ég í kajakklúbbi, en svo varð ég bitin af golfdellu og byrjaði að spila nokkuð reglulega í Odense eventyr. Við flutningana til Kaupmannahafnar fannst mér það einna verst að verða að finna mér nýjan klúbb. Það tókst eftir

að hafa mikið skoðað og nú fer ég út á iðjagræna völlinn minn svona tvisvar í viku. Það er rétt sem fólk heldur fram að golf tekur mikinn tíma, en ég tel hann ekki eftir mér því ég hleð batteríin á alveg sérstakan hátt. Ef mér á að ganga nokkurn veginn að spila verð ég að sleppa því að hugsa um annað (t.d. vinnuna). Það er mjög gott fyrir sálina og ég held að það hjálpi mér við að gera aðra hluti betur og einbeita mér. Golfið er líka mjög félagslegt sport og það er virkilega gaman að þekkja golfara um allt land eftir að hafa farið í golfferðir og keppt. Golfdellan kemur líklega frá því að fjölskylda mín hefur haft slíkan áhuga lengi. Foreldrarnir hafa spilað í þónokkur ár og frænkur og frændar líka. Golfið kemur núna í stað kajaksins. Á kajaknum sá ég Danmörku frá sjó, en nú ferðast ég um og prófa velli víða um konungsríkið og kem þá á mjög fallega staði, sem ég annars hefði ekki séð. Ef lesendur hafa áhuga á að vita meira um rannsóknirnar okkar vísa ég hér á heimsíðuna hjá rannsóknarhópnum okkar http://pharmacy.ku.dk/research/ social_clinical_pharmacy/. Anna Birna Almarsdóttir

Commentary

Social Pharmacy and Clinical Pharmacy—Joining Forces

Professor of Social and Clinical Pharmacy, Department of Pharmacy, University of Copenhagen frá 1.mars 2016.

Anna Birna Almarsdottir 1,†, * and Anne Gerd Granas 2,† Received: 11 November 2015; Accepted: 11 December 2015; Published: 22 December 2015 Academic Editors: Janine M. Traulsen and Hanne Herborg 1 2

* †

Department of Public Health, Clinical Pharmacology, J.B. Winsløws Vej 19, DK-5000 Odense C, Denmark Faculty of Health Sciences, Department of Life Sciences and Health, Oslo and Akershus University College of Applied Sciences, P.O. Box 4 St. Olavs plass, N-0130 Oslo, Norway; anne.granas@hioa.no Correspondence: abalmars@health.sdu.dk; Tel.: +45-6550-3089 These authors contributed equally to this work.

Abstract: This commentary seeks to define the areas of social pharmacy and clinical pharmacy to

Forsíða greinar félagsogwhat klíníska eftir Common greinarhöfund uncover what um theysysturfögin have in common and still lyfjafræði sets them apart. threats and challenges ogof Anne-Gerd Granaas. the two areas are reviewed in order to understand the forces in play. Forces that still keep clinical and social pharmacy apart are university structures, research traditions, and the management of pharmacy services. There are key (but shrinking) differences between clinical and social pharmacy which entail the levels of study within pharmaceutical sciences, the location in which the research is carried out, the choice of research designs and methods, and the theoretical foundations. Common strengths and opportunities are important to know in order to join forces. Finding common ground

Tímarit um lyfjafræði

13


FRÆÐIN

Styrkþegi

Ráðstefna ESPEN (The European Society for Clinical Nutrition and Metabolism) 2016 Anna Friðriksdóttir Ég sótti ráðstefnu í klínískri næringarfræði í Kaupmannahöfn dagana 17.-20. september hjá The European Society for Clinical Nutrition and Metabolism (ESPEN) en það eru evrópusamtök heilbrigðisstétta um klíníska næringarfræði. Ég hef sótt þessar ráðstefnur árlega frá 2010 þegar ég hóf fjarnám í klínískri næringarfræði á vegum ESPEN en því lauk með diplómaprófi í september 2015. Ég fékk styrk frá Lyfjafræðingafélag Íslands 2011-2014 til að stunda þetta nám og byggja upp ráðgjöf um næringu í æð í Sjúkrahúsapóteki Landspítalans sem er nýtt starfssvið lyfjafræðinga á Íslandi. Næring í æð er skráð lyf og fer öll framleiðsla og blöndun fram í apóteki LSH. Ráðgjöf á þessu sviði krefst þekkingar á annarri lyfjagjöf svo sem gjöf annarra vökva í æð og notkun lyfja sem hafa áhrif á efnaskipti og útskilnað og því er eðlilegt að lyfjafræðingar sinni þessari ráðgjöf. Ráðgjöf um næringu í æð var formlega sett á laggirnar í janúar 2010. Í fyrstu var þetta hálft starf en frá janúar 2014 hef ég eingöngu starfað sem ráðgjafi á deildum spítalans. Eftirspurn eftir þessari þjónustu hefur vaxið hratt ár frá ári sem sýnir mikla þörf fyrir þessa sérþekkingu innan spítalans og tek ég virkan þátt í teymisvinnu með hjúkrunarfræðingum, næringarráðgjöfum og læknum.

14

Tímarit um lyfjafræði

ESPEN hefur byggt upp öflugt fræðslustarf á sviði klínískrar næringarfræði og næringar sjúkra. Fyrir utan yfirgripsmiklar ráðstefnur sem haldnar eru einu sinni á ári hafa samtökin skipulagt margskonar námskeið. Þar má nefna grunnnámskeið í klínískri næringu sem haldið er ár hvert, námskeið og vinnubúðir um einstaka sjúklingahópa sem haldin eru víðsvegar um Evrópu allan ársins hring og fjarnám sem getur leitt til diplóma í klínískri næringarfræði. Voru fyrstu þátttakendurnir útskrifaðir á ráðstefnu ESPEN í Nice 2010. Ég ákvað að afla mér sérþekkingar á þessu sviði til þess að geta starfað sem ráðgjafi í klínískri næringarfræði á deildum Landspítalans. Ráðstefnur ESPEN eru mjög fjölmennar og endurspegla vaxandi áhuga á næringu sjúkra hjá læknum og öðru fagfólki. Þess má geta að á ráðstefnu ESPEN í Kaupmannahöfn í september síðastliðnum voru um 3900 þátttakendur frá rúmlega 95 löndum. Ráðstefnan var haldin í Bella Center og var sú fjölmennasta sem ESPEN hefur haldið. Í fyrsta skipti sáu tvö lönd um skipulagninguna en það voru danska og norska félagið um klíníska næringarfræði sem báru veg og vanda af ráðstefnunni. Slík undirfélög ESPEN eru starfandi í 55 löndum um allan heim. Á ráðstefnunni fóru fram 18 fjögurra klukkustunda námskeið, haldnir voru hátt í 150 fyrirlestrar og sýnd yfir 760 veggspjöld, allt mjög áhugavert.

Mynd úr einkasafni

Vandaðist málið þegar ég þurfti að velja á milli fyrirlestra því það voru venjulega fyrirlestrar um þrjú mismunandi svið í gangi í einu. Fyrir hverja ráðstefnu eru valdir ákveðnir sjúklingahópar sem síðan er fjallað náið um og koma þá oft fram mismunandi sjónarmið enda


FRÆÐIN

Mynd úr einkasafni

erfitt að gera klínískar rannsóknir á næringu sjúkra, sérstaklega á mikið veikum einstaklingum eins og á gjörgæslu. Bæði er vandasamt að skipta sjúklingum upp í sambærilega hópa vegna mikilla veikinda og svo er það ekki siðferðilega rétt að breyta næringargjöf í veigamiklum atriðum þar sem hún er svo mikilvæg fyrir endurbata. Tvö umfjöllunarefni vöktu mestan áhuga minn. Annars vegar var það næring krabbameinssjúkra en klínískar leiðbeiningar þar að lútandi voru gefnar út á árinu. Hins vegar næring hjá sjúklingum á gjörgæslu en það stendur mikill styr um hvenær eigi að hefja gjöf á næringu í æð hjá bráðveikum einstaklingum, hve mikið eigi að gefa sjúklingunum og hvort eigi að gefa þeim viðbótar næringarefni meðan þeir eru á gjörgæslu.

Einnig sat ég námskeið um næringu í æð í heimahúsi en á því sviði tók ég próf árið 2011. Þar sem námskeið á vegum ESPEN eru endurtekin með nokkurra ára millibili gafst mér þarna kærkomið tækifæri til að endurnýja þekkinguna. Það eru að staðaldri 24 fullorðnir einstaklingar og 45 börn á næringu í æð í heimahúsi á Íslandi. Ég vinn í teymum ásamt læknum, næringarráðgjöfum og hjúkrunarfræðingum en markmiðið er að tryggja að þessir einstaklingar, sem flestir nærast líka um meltingarveg, fái viðeigandi næringu. Á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn voru kynntar fjölmargar rannsóknir á sviði klínískrar næringar enda eru á ráðstefnum ESPEN saman komnir flestir þeir sérfræðingar í Evrópu sem mestan áhuga hafa á næringu sjúkra og stunda rannsóknir tengdar henni.

Einnig má nefna sérstaka fyrirlestraröð um klínískar leiðbeiningar ESPEN fyrir einstaka sjúklingahópa en samtökin hafa staðið fyrir útgáfu á slíkum leiðbeiningum varðandi næringu í æð frá 2009. Leiðbeiningarnar hafa reynst mér mjög vel í mínu starfi sem ráðgjafa á deildum og sýna enn og aftur mikilvægi þess fyrir lyfjafræðinga að sækja ráðstefnur til að viðhalda faglegri þekkingu og taka upp nýjungar eftir því sem við á. Ég hef hér aðeins rakið brot af þeim fyrirlestrum sem ég hlýddi á á þessari ráðstefnu en þeir sem hafa áhuga geta nálgast frekari upplýsingar um ráðstefnuna og starf ESPEN á www.espen.org

Icepharma styður við almenna lýðheilsu með það að markmiði að fyrirbyggja og meðhöndla sjúkdóma, lengja líf og efla heilsu Tímarit um lyfjafræði

15


FRÆÐIN

Átak til að útrýma lifrarbólgu C á Íslandi Ljósmynd: Sonja B. Guðfinnsdóttir

Lifrarbólga C er alvarlegur og í mörgum tilvikum lífshættulegur sjúkdómur. Talið er að á heimsvísu séu um 180 milljónir manna með sjúkdóminn. Sé sýkingin ekki meðhöndluð getur hún leitt til vaxandi örmyndunar í lifur, skorpulifrar, lifrarkrabbameins og lifrarbilunar. Á Íslandi er áætlað að um 800 til 1000 manns séu smitaðir af lifrarbólgu C en árlega greinast á bilinu 40-70 einstaklingar. Fyrir rúmlega ári fór af stað umfangsmikið átak til meðferðar á lifrarbólgu C á Íslandi. Öllum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C býðst lyfjameðferð með nýjum, afar virkum lyfjum, sér að kostnaðarlausu. Áhersla er lögð á að ná sem fyrst til þeirra sem neyta vímuefna í æð, smitaðra fanga og sjúklinga með verulegar lifrarskemmdir. Um er að ræða samstarfsverkefni íslenskra heilbrigðisyfirvalda og lyfjafyrirtækisins Gilead sem leggur til lyfin Harvoni® (sofosbuvir/ledispavir) og Epclusa® (sofosbuvir/velpatasvir) án endurgjalds. Auk þess að veita sjúklingum lækningu við þessum alvarlega sjúkdómi er vonast til að unnt verði að hefta verulega útbreiðslu hans og hugsanlega útrýma honum hér á landi. Samhliða meðferðarátakinu fara fram rannsóknir á árangri þess til lengri og skemmri tíma, m.a áhrifum þess á nýgengi lifrarbólgu C. Miðstöð verkefnisins er á Landspítala en helsti samstarfsaðili er Sjúkrahúsið Vogur.

16

Tímarit um lyfjafræði

Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, verkefnastjóri. Sigurður Ólafsson, læknir. Sóttvarnalæknir hefur yfirumsjón með verkefninu. Lifrarbólga C smitast fyrst og fremst við blóðblöndun, t.d. þegar fíkniefnaneytendur deila óhreinum sprautunálum og öðrum áhöldum sem sýkt blóð hefur komist í. Stærsti áhættuhópurinn fyrir lifrarbólgu C er fólk sem sprautar sig með vímuefnum. Ef takast á að hefta útbreiðslu lifrarbólgu C er nauðsynlegt, samhliða lyfjameðferð, að grípa til ýmissa annarra forvarnaraðgerða. Þar skiptir miklu máli að aðgengi að hreinum sprautum og nálum sé auðvelt. Sem betur fer hefur aðgengi þessa sjúklingahóps að hreinum nálum og sprautum verið gott í lyfjaverslunum hér á landi sem sýnt hafa mikinn skilning á mikilvægi þessarar þjónustu. Við sem stöndum að þessu meðferðarátaki viljum hvetja til þess að áframhald verði á þessari þjónustu í lyfjaverslunum og að hún verði efld. Að loknu einu ári af þriggja ára starfstíma meðferðarátaksins hafa um 500 sjúklingar komið til skoðunar og meðferðar við lifrarbólgu C og má því með sanni segja að meðferðarátak gegn lifrarbólgu C hafi farið vel af stað. Viðtökur sjúklinga hafa almennt verið góðar. Langflestir hafa sögu um að neyta vímuefna í æð og um þriðjungur hafði sprautað sig nýlega (innan 6 mánaða). Meirihluti þeirra kjósa vímuefni úr flokki örvandi lyfja en þessi efni gefa mikla en stuttverkandi vímu og leiða

má líkum að því að vímuefnaneytendur á Íslandi sem sprauta slíkum vímugjafa í æð þurfi því meira magn af hreinum áhöldum en gengur og gerist í löndum þar sem neysla annarskonar vímuefna er algengari. Auðvelt aðgengi að ódýrum eða ókeypis áhöldum skiptir því jafnvel enn meira máli hér á landi en annarstaðar til að lágmarka áhættu við neyslu vímuefna í æð. Gera má ráð fyrir að nokkur hópur einstaklinga gangi með sjúkdóminn ógreindan. Mikilvægt er að ná til þessa hóps. Samhliða meðferðarátakinu er lögð aukin áhersla á skimun fyrir sjúkdómnum meðal áhættuhópa og á síðasta ári greindust fleiri með lifrarbólgu C en árin á undan. Auk aðgengis að hreinum nálum og sprautum geta lyfjaverslanir lagt sitt lóð á vogarskálarnar með því að starfsfólk sé vel upplýst um meðferðarátakið og hverja ætti að skima fyrir lifrarbólgu C. Skimað er fyrir lifrarbólgu C með mótefnamælingu (lifrarbólgu C mótefni). Ef mótefni eru jákvæð er mælt lifrarbólguveiru C-RNA til að athuga hvort um virka sýkingu sé að ræða. Sóttvarnalæknir hefur gefið út leiðbeiningar um hverja sé ráðlagt að skima fyrir lifrarbólgu C en sérstaklega þarf að hafa í huga eftirfarandi hópa: • Fólk sem hefur einhvern tíma sprautað sig með vímuefnum.


FRÆÐIN

• HIV sýkta. • Einstaklinga með viðvarandi óútskýrða hækkun á lifrarprófinu ALAT. • Karlmenn sem hafa haft mök við aðra karlmenn. • Blóðskilunarsjúklinga. • Börn mæðra sem sýktar eru af lifrarbólgu C. • Maka sjúklinga með lifrarbólgu C sýkingu. • Einstaklinga sem fengu blóðgjöf, blóðhlutagjöf, storkuþætti eða ígrædd líffæri fyrir 1992. Meðferðarátak gegn lifrarbólgu C er metnaðarfullt verkefni með stuttan starfstíma. Markmiðið er að greina og meðhöndla alla smitaða einstaklinga innan tveggja ára en nýta þriðja árið til greiningar og meðhöndlunar á öllum endur- og nýsmitum. Til samanburðar hefur Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) sett sér það markmið að fækka nýjum tilfellum um 90% á heimsvísu fyrir árið 2030 og innan sama tímaramma bjóða 80% smitaðra meðferð. Með samstilltu átaki þeirra aðila sem sinna einstaklingum sem neyta vímuefna í æð og áframhaldandi velvild og þjónustu lyfjaverslana getum við verið bjartsýn á að við náum góðum árangri í baráttunni við lifrarbólgu C hér á landi.

MEÐFERÐ VIÐ LIFRARBÓLGU C Öllum sjúkratryggðum á Íslandi er boðin meðferð við lifrarbólgu C Lifrarbólga C getur valdið alvarlegum lifrarskemmdum og skorpulifur sé hún ekki meðhöndluð Helsta smitleið lifrarbólgu C er samnýting notaðra áhalda til sprautuneyslu

MÆLING

MIG GRUNAR AÐ ÉG SÉ SMITUÐ/AÐUR:

Fá ráðleggingar í upplýsingasíma meðferðarátaksins s: 800 1111

LIFRARBÓLGA MÆLUM MEÐ MEÐFERÐ

MEÐFERÐ

ÉG ER SMITUÐ/AÐUR:

Viðtal og ómskoðun á lifur, ENGIN ástunga. Blóðprufur og viðtöl á nokkurra vikna fresti. Töflumeðferð

ATH! VIRK VÍMUEFNANEYSLA ÚTILOKAR EKKI MEÐFERÐ Hægt er leita upplýsinga og hafa samband við átakið: • www.landspitali.is/medferdaratak • Facebook síða www.facebook.com/medferdaratak • Gjaldfrjálst símanúmer: 800

1111

Tímarit um lyfjafræði

17


FRÆÐIN

Styrkþegi Námskeið um yfirferð lyfja og lyfjafræðilega uppvinnslu á vegum Evrópusamtaka sjúkrahúslyfjafræðinga (EAHP) í samvinnu við Faghóp um sjúkrahúslyfjafræði LFÍ. Þórunn K. Guðmundsdóttir

Lyfjafræðingafélag Íslands (LFÍ) er aðili að Evrópusamtökum sjúkrahúslyfjafræðinga (EAHP) sem býður árlega upp á hagnýt námskeið fyrir sjúkrahúslyfjafræðinga sem eru veglega styrkt af EAHP. Markmið námskeiðanna er að mennta og þjálfa sjúkrahúslyfjafræðinga í starfi, og gera þá einnig betur í stakk búna til að ná þeim markmiðum sem sett eru fram í Evrópuyfirlýsingum um sjúkrahúslyfjafræði (e. European Statements of Hospital Pharmacy) sem verið er að innleiða. Tveir lyfjafræðingar frá Íslandi sóttu námskeiðið (sjá mynd á næstu síðu) sem var um yfirferð lyfja og lyfjafræðilega uppvinnslu (e. medication review) í Búkarest, Rúmeníu, 30. september til 2. október 2016. Námskeiðið var framhald af námskeiði um samræmingu lyfja (e. medication reconciliation) sem sótt var í Zagreb, Króatíu haustið 2015, og var mjög skemmtilegt, fræðandi og mun nýtast í daglegu starfi Samræming og yfirferð lyfja Samræming lyfja er lausleg þýðing á enska orðinu „medication reconciliation“, sem er ferli með því markmiði að skrá eins nákvæman lyfjalista sjúklings og hægt er við innlögn, við flutning milli stofnana og við útskrift. Hins vegar er yfirferð lyfja og lyfjafræðileg uppvinnsla lausleg þýðing á „medication review“, en

18

Tímarit um lyfjafræði

það er nákvæm rýning á lyfjameðferð sjúklinga, gerð í samstarfi sjúklinga, lyfjafræðinga og lækna, þar sem horft er til sjúkdómsástands, einkenna og lyfjameðferðar í heild sinni á gagnrýninn hátt (sjá töflu að neðan: medication reconciliation vs. medication review) Námskeiðið Fyrri hluti námskeiðsins var að mestu á fyrirlestraformi þar sem var farið yfir skilgreiningar, forgangsröðun, lyfjaatvik, hlutverk sjúklinga í eigin meðferð, lyfjatengd vandamál, tölvukerfi, ferli sjúklinga frá innlögn til útskriftar og samstarf heilbrigðisstétta í heilsugæslunni við útskrift. Þá var fjallað um aðferðir við yfirferð lyfja,

milliverkanir, aukaverkanir, lyfjagjafir, óæskilegar lyfjaávísanir og gátlista sem hægt er að nota, eins og t.d. MAI, STOPP/START og PIM-Check. Bent var á heimasíður um milliverkanir lyfja sem University of Liverpool heldur úti um milliverkanir HIV-lyfja (http://www. hiv-druginteractions.org) og HEP-lyfja (http://www.hep-druginteractions.org), sem eru til afnota án endurgjalds. Farið var yfir samanburð og kosti og ókosti ýmissa lyfjagagnagrunna og tekin dæmi í formi sjúkratilfella því tengdu. Kynnt var ferli fyrir þjónusta lyfjafræðinga á North Bristol NHS Trust í Bretlandi, en sjúkrahúsið er talið vera fyrirmynd í þjónustu lyfjafræðinga þar


FRÆÐIN

Þrír lyfjafræðingar með formanni Rúmeníu

í landi, hvað varðar samræmingu lyfja og yfirferð lyfja frá innlögn til útskriftar. Á North Bristol NHS-sjúkrahúsinu var mörkuð sú stefna að ná að samræma lyf við innlögn hjá 95% sjúklinga. Sýnt var fram á aukin gæði og öryggi í lyfjameðferð einstaklinga, m.a. með fækkun á seinkuðum eða slepptum lyfjagjöfum og fækkun aukaverkana af völdum blóðþynningarlyfja. Þá var aukning í notkun eigin lyfja sjúklinga og sjálfskömmtun lyfja í völdum tilfellum fyrir þau lyf sem sjúklingur var vanur að sjá um sjálfur t.d. insúlín, innöndunarlyf og augndropa. Það getur verið snúið að mæla áhrif yfirferðar lyfja á útkomu og árangur í meðferð einstaklinga en mismunandi aðferðir voru kynntar til sögunnar í þeim efnum. Meðal annars er hægt að skrá fjölda lyfjafræðinga sem veita þjónustu, hlutfall sjúklinga sem njóta þjónustunnar, óæskilegar lyfjaávísanir, lyfjatengd vandamál, endurinnlagnir vegna lyfja, aukaverkanir, dánartíðni og kostnað heilbrigðisþjónustunnar sem veitt er. Talið er að teymisvinna lyfjafræðinga, lækna og hjúkrunarfræðinga skili bestum árangri og gæðum í lyfjameðferð einstaklinga. Lyfjafræðingar í Svíþjóð hafa verið iðnir í rannsóknum á þessu sviði og nýjasta rannsókn þeirra, sem kallast MedBridge, hófst í ársbyrjun 2017. Rannsóknin fer fram á fjórum sjúkrahúsum í Svíþjóð hjá einstaklingum 65 ára og eldri, þar sem gerðar verða íhlutanir og borið saman við viðmiðunarhóp (sjá tölvuteiknaða mynd)

Íslensku lyfjafræðingarnir á námskeiðinu Valdís (t.v.) og Þórunn (t.h.)

Seinni hluti námskeiðsins var hópavinna, greining og kynning sjúkratilfella og umræður því tengdu. Rætt var hvernig hægt er að bæta menntun og þjálfun lyfjafræðinga og mikilvægi þess að skipuleggja þjálfun með læknum og hjúkrunarfræðingum í námi og á vinnustað. Þá var lögð áhersla á klínískt mikilvægi þess að fá mat og ráðleggingar lyfjafræðinga um lyfjamál sjúklinga sem þeir sinna. Kynnt var nýtt tæki til að styðja við greiningu á óæskilegum lyfjaávísunum eða s.k. PIM-Check (http://www. pimcheck.org/en), sem er sameiginleg smíð lækna og lyfjafræðinga frá Belgíu, Kanada, Frakklandi og Sviss, en forritið er á frönsku og ensku til afnota án endurgjalds. Þátttakendur fengu sjúkratilfelli til greiningar til að prófa PIM-Check-forritið, sem reyndist mjög gagnlegt og spennandi viðbót til stuðnings í starfi. Mikið var lagt upp úr tengslamyndun lyfjafræðinga og var okkur m.a. boðið til kvöldverðar í boði Félags sjúkrahúslyfjafræðinga Rúmeníu ANFSR og að heimsækja glæsihöllina þar sem þing Rúmeníu er til húsa eða Palace of the Parliament (Rúmenska: Palatul Parlamentului) (mynd; 3 lyfjafræðingar með formanni Rúmeníu og mynd af höllinni) Hægt er að nálgast erindi námskeiðsins á heimasíðu EAHP hér http://www. eahp.eu/events/academy/academyseminar-2016-bucharest-romania

Teymisvinna varðandi lyfjamál einstaklinga

Næstu námskeið Tvö næstu námskeið EAHP eða “Academy Seminar” 2017 verða haldin í Vín, Austurríki 28. september til 1. október og munu fjalla um „Hospital Pharmacy Practice Research“ og „Antibiotic Stewardship“. Fjórir lyfjafræðingar frá Íslandi eiga þess kost að sækja námskeiðin, en þeir skulu vera félagar í LFÍ og starfa á sjúkrahúsi eða við heilbrigðisstofnanir. Nánari upplýsingar veitir stjórn Faghóps um sjúkrahúslyfjafræði LFÍ (fsl@lfi.is). Þakka LFÍ veittan stuðning. Þórunn K. Guðmundsdóttir, klínískur lyfjafræðingur á Landspítala og formaður Faghóps um sjúkrahúslyfjafræði LFÍ.

Tímarit um lyfjafræði

19


FÓLKIÐ

Eigum eftir að finna mörg ný efni í sjónum Viðtal við Sesselju Ómarsdóttur Sesselja er prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri efnagreininga hjá lyfjafyrirtækinu Alvotech. Hún er gift og á tvo stráka á ellefta og fjórtánda ári. Hún ólst upp í Keflavík en fór þaðan í MR og síðan í lyfjafræðinám í HÍ. Hún segir það mikilvægt í starfi sínu að hafa komið sér upp öflugu alþjóðlegu tengslaneti og þótt þekking sé grunnur að velgengninni sé ekki minna mikilvægt að vera lunkinn í mannlegum samskiptum. Það bara losnaði staða „Ég útskrifaðist sem doktor í lyfjafræði frá HÍ árið 2006 og það hafði nýlega losnað tímabundin staða við Lyfjafræðideild af því að Kristín Ingólfsdóttir var kosin rektor HÍ og ég sótti um og fékk hana. Ég hafði á fyrstu árum grunnnámsins bankað uppá hjá Elínu Soffíu Ólafsdóttur sem var ungur lektor í lyfjafræði þá og spurt hvort hana vantaði ekki aðstoðarmann á rannsóknastofuna. Hún gaf mér tækifæri þó ég væri bæði ung og óreynd og ég vann við rannsóknir hjá henni meðfram náminu. Ég lít á þessar tvær flottu konur sem fyrirmyndir mínar. Ég á mömmu vissulega mikið að þakka en Elín Soffía er eiginlega hin mamman mín. Í náminu og starfi mínu við Háskólann hef ég verið svo lánsöm að fá að vinna með frábærum vísindamönnum og konum bæði hérlendis og erlendis.“ Þú hefur ekkert farið út í nám? „Ég vann lokaverkefni mitt í lyfjafræði við K a u p m a n n a h a f n a r h á s kó l a og hluta af doktorsnáminu var ég hjá Carlsberg Laboratorium í Kaupmannahöfn en þar er mjög góð aðstaða í kjarnsegulgreiningum (nuclear magnetic resonance) og við háskólann í Osló. Þegar ég var komin í akademíska stöðu hélt ég áfram því góða samstarfi í Kaupmannahöfn og Osló auk þess kom ég mér líka upp góðu tengslaneti í San Diego í Kaliforníu en þau eru mjög

20

Tímarit um lyfjafræði

framarlega í sjávarnáttúruefnafræði og við Háskólann í Illinois í Chicago en þar er góð miðstöð í skimun á lífvirkni. Þeir einbeita sér að því að ná tökum á berklabakteríunni. Bakteríusýkingar gætu orðið mjög stórt vandamál í framtíðinni. Það eru alltaf að verða fleiri og fleiri bakteríur ónæmar.“ Rétt náði markmiðinu Fyrir mann eins og mig sem veit sjaldnast hvað ég er að gera á morgun, þá virðist þú hafa sett þér markmið áratugi fram í tímann og verið mjög öguð? „Já, ég set mér alltaf markmið, skammtíma- og langtímamarkmið. T.d. setti ég mér það markmið að verða prófessor fyrir fertugt og rétt náði því. Sjálfsagi er mér algjörlega í blóð borinn. Ég hef oft velt því fyrir mér hvaðan þetta kemur. Mamma er öguð, hún er hörkukona, en pabbi var meiri bóhem blessaður en hann er löngu látinn. Ég held þetta sé samt meira og minna sjálfsprottið hjá mér.“ Þú hefur verið svona frá því þú varst ung, verið í öllu þegar þú varst unglingur? „Já, ég æfði sund níu sinnum í viku, lærði á selló, var í nemendaráði og stundaði námið af kappi.“ Þú ert mikil keppnismanneskja, en slapparðu aldrei af, ferð í jóga eða eitthvað?

Hún hlær. „Jú, ég er mikil keppnismanneskja. Jafnvel í einföldum fyrirtækjakeppnum þá erum við öll í deildinni okkar hjá Alvotech að gefa allt af okkur til að vinna einhverja bikara. Ég fór reyndar í meðgöngujóga á sínum tíma, en þá var ég alltaf að horfa á klukkuna til að athuga hvort að þessum jógatíma færi ekki að ljúka. En ég nota kraftlyftingar til að slappa af. Þegar maður er í þeim þá hverfa allar hugsanir um vinnu eða fjölskyldu. Það þýðir ekki að missa einbeitinguna þar, þá getur maður meitt sig. Það er ekki gott að fá stöng með lóðum yfir sig.“ Þú í kraftlyftingum? Væntanlega strax farin að reyna að slá met eða vinna einhverja titla? „Jú, jú. Ég varð reyndar Íslandsmeistari öldunga í fyrra og í ár og stefni á heimsmeistaramótið á næsta ári.“ Nær aginn niður í smæstu einingar, hvað þú borðar og alles? „Ég er reyndar í grunninn algjör sælgætisgrís. Þegar ég byrjaði í kraftlyftingum einbeitti ég mér að því að komast í gott form og tók síðan mataræðið í gegn fyrir einu og hálfu ári og nú er það mjög agað. Mér líkar þetta skipulagða mataræði vel, ég vil hafa stjórn á hlutunum. En ég er ekki alveg heilög, ég fæ mér súkkulaði á páskunum og þessháttar.“


FÓLKIÐ Nú dreymir engan um að verða lyfjafræðingur þegar hann er tíu ára, hvenær kviknaði þessi áhugi hjá þér á lyfjafræði? „Á menntaskólaárunum, þetta er svo þverfagleg grein sem kemur að efnafræði, líffræði og félagsfræði. Mig langaði ekki í læknisfræði eða hjúkrunarfræði, því það hefur aldrei heillað mig að vinna með sjúklinga. Ef ég hefði ekki valið lyfjafræði hefði líffræðin líklegast orðið fyrir valinu. Það blundaði alltaf í mér löngun til að kenna. Það er mjög gaman að gefa af sér við kennslu. Veita þeim einhverja sýn og vera fyrirmynd fyrir efnilega nemendur.“ Hvert var sérsvið þitt í námi í lyfjafræðinni? „Lyfja- og efnafræði náttúrefna heitir fagið. Mentorinn minn, áðurnefnd Elín Soffía, kveikti þann áhuga í mér. Þetta er svo mikilvægt fag því þriðjungur allra vestrænna lyfja á rætur sínar að rekja til náttúrunnar, eru smíðuð eða breytt úr því náttúrulega. 80% mannkyns hefur eingöngu aðgang að náttúruafurðum eða náttúruvörum. Menn kalla það oft náttúrulyf, en það er ekki rétt orðanotkun. Því það eitt eru lyf sem eru framleidd undir ströngum gæðakröfum, samþykkt af yfirvöldum og hefur markaðsleyfi. Náttúruafurðir og náttúruvörur eru réttnefni.“ Ótrúlega mörg efni í sjónum órannsökuð Hvað finnst þér mest spennandi í lyfjageiranum sem er framundan? ,,Mestur vöxtur og tækifæri eru í líftæknilyfjunum en þau lyf eru flókin í framleiðslu og þar af leiðandi dýr. Þessi lyf hafa sérhæfða virkni og hafa hjálpað mörgum sjúklingum sem berjast við erfiða sjúkdóma en því miður hafa ekki allir efni á þessum lyfjum. Þess vegna finnst mér það sem líftæknifyrirtækið Alvotech er að fást við svo spennandi. Þar eru þróuð og framleidd svokölluð „biosimilars” eða líftæknisamheitalyf. Með slíkri framleiðslu er hægt framleiða þessi lyf á hagkvæmari hátt og þannig geta fleiri haft efni á slíkum lyfjum. Innan náttúruefnafræðinnar finnst mér sjávarnáttúruefnafræði mest spennandi. Lítið rannsakað svið og við eigum eftir að finna ótrúlega mörg ný efni í sjónum. Þetta er tiltölulega nýtt fag enda getur verið erfitt að ná í sýnin. Það þarf að kafa eftir þeim og hafa einhver tæki til að ná þeim upp. Við bakteríurannsóknir getur líka verið

Sesselja og fjölskylda

erfitt að búa til ræktunaraðstæður á rannsóknarstofunni. En svona grunnrannsóknir finnst mér skemmtilegastar. Finna ný efni í náttúrunni og finna út af hverju náttúran er að búa til þessi efni. Flest náttúruefni á markaði eru krabbameinslyf og bakteríuhemjandi lyf. Lífverurnar framleiða þau sennilega til að verjast óvinum og þetta því einskonar efnahernaður. Það er ógrynni eftir í þessum rannsóknum.“ Þú virðist vera mjög hrifin af rannsóknum, af hverju varstu ekki áfram í háskólanum? „Lyfjafræðideildin í Háskólanum er tiltölulega lítil en mjög sterk rannsóknareining. Þrátt fyrir ótrúlega elju og dugnað starfsmanna hefur hún ekki náð að vaxa eins mikið og við myndum vilja sjá. Þess vegna vildi ég prufa eitthvað nýtt, ég var orðin þreytt á því að vera alltaf fátæki frændinn og þurfa að treysta mjög mikið á samstarf erlendis. Mér finnst stjórnvöld ekki sinna Háskóla Íslands nógu vel.“ Hvað ertu ánægðust með hjá deild þinni innan Alvotech? „Ég er stolt af því að hafa fengið að taka þátt í uppbyggingu þessarar deildar innan fyrirtækisins. Ég er líka ánægð með nálgun okkar að efnagreiningum og gæðarannsóknum, því við notum mikið af efnagreiningum framarlega í þróuninni, til þess að reyna að sleppa við að laga hlutina á seinni stigum þróunar. Strax þegar við veljum klónið, þá þegar í valinu er verið að notast mikið

við efnagreiningar. Þessar mælingar eru skoðaðar mjög nákvæmlega, við í greiningar- og gæðarannsóknardeildinni erum svona þrjátíu hérna á Íslandi og 35 í Þýskalandi. Einn hluti af starfseminni er í Zürich í Sviss, sem snýr að klínískum rannsóknum og skráningu.“ En þegar þú ert komin í framkvæmdastjórastöðu þá tekur þú ekki neinn þátt í rannsóknarstörfum? „Auðvitað fjarlægist maður rannsóknir við það. En manneskja í þeirri stöðu þarf að vera vel inn í rannsóknum til að geta tekið réttar ákvarðanir. Mig langar líka til að þróa stjórnunarhæfileikana en ég les áfram mikið af vísindagreinum.“ Það hlýtur að vera minni samkeppni um nemendur í lyfjafræðinni eftir að Actavis hvarf af landi brott? „Jú, kannski. En við hefðum samt viljað hafa Actavis áfram hér, það var gott fyrir lyfjaumhverfið. Við erum áfram í samkeppni um starfskrafta við Lyfjastofnun, apótek, spítala og heildsölur. Ég er annars mjög ánægð með unga fólkið sem við höfum fengið til starfa, virkilega klárt og duglegt fólk. Ég er líka ágæt í því að velja þá góðu, því sumir eru fyrrverandi nemendur mínir.“ segir Sesselja og glottir. Texti: Börkur Gunnarsson Ljósmynd efst t.v.: Björn Ágústsson Aðrar myndir úr einkasafni

Tímarit um lyfjafræði

21


FRÆÐIN

Styrkþegar

Ráðstefna American Society for Mass Spectrometry and Allied Topics (ASMS) San Antonio, Texas 5. – 9. júní 2016 Margrét Þorsteinsdóttir, dósent í lyfjagreiningu við Lyfjafræðideild HÍ Finnur Freyr Eiríksson, lyfjafræðingur og doktorsnemi við HÍ.

fjölmörg fyrirtæki sem framleiða massagreina eða vörur tengdar massagreiningum sem kynntu tæki og starfsemi sína.

Finnur Freyr Eiríksson og Margrét Þorsteinsdóttir við veggspjaldið hans Finns.

Sextugasta og fjórða ráðstefna American Society for Mass Spectrometry and Allied Topics (64th ASMS) var haldin í San Antonio, Texas, dagana 5.-9. júní 2016. Ráðstefnan er haldin árlega og þar koma saman um 8.500 vísindamenn sem vinna við massagreiningar hjá fyrirtækjum í iðnaði og framleiðslu, ásamt fræðimönnum við háskóla og opinberar rannsóknastofur.

fyrsti haldinn af Lars Konermann við University of Western Ontario, London, Ontario, Canada með titlinum “An Analyte’s Journey from Solution into the Gas Phase“ og síðan annar haldinn af Erica Ollmann Saphire við Scripps Institute, La Jolla, California, með titlinum “A Molecular Arsenal Against Ebola“. Eftir það var móttaka fyrir alla ráðstefnugesti.

Ráðstefnan var opnuð á boðsfyrirlestri frá Dr. Facundo Fernandez við Georgia Institute of Technology, Atlanta, Georgia og Dr. Glen Jackson við West Virginia University, Morgantown, West Virginia með titilinum „Forensic Mass Spectrometry: TellMeSomethingIDontKnow“. Þeir eru mjög framarlega í réttarvísindum (Forensic Sciences) og leiða stóra rannsóknahópa sem vinna að þróun massagreina og mæliaðferða byggðum á massagreiningum innan þessa fræðisviðs. Eftir það tóku við nokkrir aðalfyrirlestrar (plenary lectures), sá

Boðið var upp á þrjá fleiri aðalfyrirlestra í vikunni og sá síðasti var haldinn af prófessor William Bialek við Princeton University, Princeton, New Jersey með titlinum “More than the Sum of its Parts: Collective Phenomena in Living Systems, from Single Molecules to Flocks of Birds”. Ráðstefnan innihélt mismunandi viðfangsefni og var hægt að velja milli átta mismunandi samhliða viðfangsefna á hverjum degi. Það voru kynnt um 400 erindi, 3000 veggspjöld og boðið var upp á fjöldann allan af námskeiðum tengdum massagreiningum. Að lokum voru

22

Tímarit um lyfjafræði

Fjórir þáttakendur frá Íslandi sóttu ráðstefnuna að þessu sinni, Margrét Þorsteinsdóttir dósent, Finnur Freyr Eiríksson, doktorsnemi, Unnur Arna Þorsteinsdóttir doktorsnemi við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands og Elva Friðjónsdóttir sem stundar doktorsnám við Uppsala University í Svíþjóð. Elva kynnti veggspjaldið „Simultaneous MALDI MS Imaging and Quantitation of Multiple Neurotransmitters In Parkinson’s Disease Models“. Finnur Freyr Eiríksson kynnti veggspjald á ráðstefnunni með heitinu „Lipidomic analysis of cultured cell lines” og vakti það mikinn áhuga meðal þáttakenda. Þetta er hluti af doktorsverkefni Finns Freys og markmið þess var að þróa UPLC-QToF aðferð til að greina lípíðsamsetningu í frumulínum. Niðurstöður sýndu að samsetning lípíða er ólík milli mismunandi krabbameinsfrumulína og að hægt er að greina nánar hvaða lípíð eru ólík milli frumulínanna. Lípíð samsetning var einnig greind í D492-brjóstaþekjufrumum og frumulínu upprunnin frá henni, D492M, sem sýnir svipgerðarbreytingu frá þekjufrumuhegðun í bandvefsfrumuhegðun (EMT), og greina mátti marktækan mun á lípíðsamsetningu þessara tveggja frumulína.


FRÆÐIN

Unnur Arna Þorsteinsdóttir, Finnur Freyr Eiríksson og Margrét Þorsteinsdóttir fyrir framan veggspjaldið hennar Unnar

Einnig vakti veggspjald Unnar Örnu Þorsteinsdóttur „Pharmacotherapy Monitoring and Clinical Diagnosis of Patients with APRT Deficiency utilizing UPLC-MS/MS Assay“ mikla athygli. Þar fjallaði Unnur Arna um þróun á greiningaraðferð með háhraða vökvagreini tengdum tvöföldum massagreini (UPLC-MS/MS) fyrir lífmarkið 2,8-dihýdróxíðadenín (2,8DHA) í þvagi. Þetta er samvinnuverkefni við Runólf Pálsson prófessor og Viðar Eðvarðsson dósent hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi og „Rare Kidney Stone Consortium“. Unnur Arna sýndi fram á að hægt er flýta fyrir greiningu á sjaldgæfum erfðasjúkdómi, adenínfosfóríbósýltransferasaskorti (APRT-skorti), sem leiðir oft til langvinns nýrnasjúkdóms og jafnvel lokastigsnýrnabilunar, með UPLC-MS/ MS-greiningaraðferð. Niðurstöður úr þessari rannsókn munu einnig auka skilning á áhrifum lífræðilegra breyta á myndun 2,8-DHA. Ráðstefnan bauð upp á eitthvað spennandi fyrir alla. Þeir sem voru byrjendur í massagreiningum gátu valið fyrirlestra tilleinkaða grunnrannsóknum þar sem fjallað var um undirstöðuatriði massagreininga. Mjög áhugaverðar rannsóknir um mikilvægi massagreina við greiningar á mismunandi lífvísum og nytsemi massagreina við sjúkdómsgreiningar og stjórnun á lyfjameðferð voru kynntar af mörgum

vísindahópum frá mismunandi löndum. Einnig var mikið fjallað um notkun massagreina í réttarvísindum og matvælaiðnaði. Það var mjög áhugavert og spennandi að hlusta á fyrirlestra um notkun massagreina við lyfjaframleiðslu og þá sérstaklega mikilvægi massagreininga í líftækniiðnaðinum. Þar var sérstaklega lögð áhersla á notkun massagreina við „ biotherapeutic characterization“ til að tryggja öryggi og verkun líftæknilyfja. Fleiri áhugaverðir fyrirlestrar voru einnig um rannsóknir á próteinum og var mikið fjallað um „proteomics, Lipidomics og metabolomics. 64th ASMS ráðstefnan innihélt tækifæri til að fræðast um vaxandi og meira óvenjulega notkun á massagreinum. Þar á meðal var kynnt notkun á massagreinum við rannsóknir á listaverkum og menningararfi. Það var því viðeigandi að hafa lokaathöfn ráðstefnunnar í listasafninu “Briscoe Western Art Museum”, nútímasafn fyrir listir, sögu og menningu vestrænu Ameríku. Þetta var mjög áhugaverð ráðstefna sem gerði okkur kleift að hitta aðra vísindamenn, mynda tengsl og fræðast um nýjustu rannsóknir á sviði massagreininga. Þeir sem vilja kynna sér betur þessa ráðstefnu er bent á heimasíðuna, www.asms.org. Við viljum þakka Vísindasjóði LFÍ kærlega fyrir veittan styrk.

Finnur Freyr að kynna rannsóknir sínar fyrir Brian Rappold, sérfræðingi í klínískri massagreiningu.

Tímarit um lyfjafræði

23


FRÆÐIN

Lokaverkefni nemenda við lyfjafræðideild Háskóla Íslands árið 2016 Guðrún Linda Sveinsdóttir For-gilding á UPLC-QqQ-MS/MS magngreiningaraðferð á útskilnaði 2,8-díhýdroxíadeníní í þvagi APRT skortur orsakast af stökkbreytingum í APRT geni sem leiðir til lítillar eða engrar virkni APRT ensímsins. Adeníni er þá umbreytt í 2,8-díhýdroxíadenín (DHA) með xanthín oxidasa (XO) með 8-hýdroxýadenine sem milli efni. DHA er mjög torrleyst efni í þvagi og getur valdið nýrnaskemmdum, nýrnasteinum og jafnvel krónískum nýrnasjúkdóm og nýrnabilun sé skorturinn ekki meðhöndlaður. Snemmbær greining er lykillinn að meðhöndlun sjúkdómsins. PCR mögnun er notuð til að bera kennsl á stökkbreytingar í APRT geninu. Ljós-smásjár er notaður til að greina sjúkdóminn en einnig þarf APRT ensímvirkni próf með greiningunni. HPLC, röntgenkristallafræði og HPLC-QqQMS/MS hafa verið notaðar til greiningar á sjúkdómnum. Markmið þessa rannsóknaverkefnis var að for-gilda UPLC-QqQ-MS/MS magngreiningaraðferð fyrir 2,8-díhýdroxíadenín í þvagi og þróa sýnameðhöndlunaraðferð. Niðurstöður sýnameðhöndlunaraðferðar þróunar sýndu að þynning 1:15 (v:v) með 10 mM NH4OH er ákjósanlegasta aðferðin fyrir DHA í þvagi. For-gilding UPLC-QqQ-MS/MS magngreiningaraðferð fyrir 2,8-díhýdroxíadenín í þvagi var framkvæmd. Lægsti mælanlegi styrkur (LLOQ) var staðfestur sem 100 ng/mL. Staðalkúrfa fyrir styrk DHA var á bilinu 100 ng/mL til 5000 ng/mL með R2 >0,99. Áreiðanleiki og nákvæmni var innan leyfilegra marka fyrir flest mismunandi þvagsýni. Matrixu áhrif, smit milli innskota og hár styrkur þynntur niður á staðalkúrfu voru skoðuð. Stöðugleiki í sýna-hólfi var staðfestur fyrir að minnsta kosti 18 klst. Niðurstöður sýna að það er mjög mikilvægt að framkvæma for-gildingu fyrir fulla valideringu þar sem matrixur úr mismunandi einstaklingum geta haft áhrif á endanlegar niðurstöður. Leiðbeinendur: Margrét Þorsteinsdóttir, Finnur Freyr Eiríksson, Unnur Arna Þorsteinsdóttir og Viðar Örn Eðvarðsson

Hjálmar Þórarinsson Samband svefntruflana og höfuðverkja - Íslensk hóprannsókn Inngangur: Svefnraskanir hafa mikið verið rannsakaðar um allan heim og það sama má segja um höfuðverki. Minna er um rannsóknir á því hvort að samband sé á milli þess að vera með höfuðverk/i og að vera með truflaðan svefn. Íslendingar nota mjög mikið af svefnlyfjum og mun meira en nágrannaþjóðir okkar. Rannsóknir sýna að of stuttur svefn tengist ýmis konar heilsufarsvanda. Þekkt er að ýmsir sjúkdómar hafa áhrif á gæði eða lengd svefns. Markmið: Aðalmarkmið verkefnisins var að skoða samband svefntruflana og höfuðverkja á Íslandi. Auk þess að skoða algengi höfuðverkja og svefnvandamála og svefnlyfja- og verkjalyfjanotkun Íslendinga. Annað markmið var að kanna samsetningu úrtaks í rannsókn á Svefnklukku Íslendinga og bera saman við tölur frá hagstofu Íslands. Aðferðir: Notast var við svör spurningalista sem 1.219 einstaklingar svöruðu í ársbyrjun 2015 tengt þverfaglegu rannsókninni á Svefnklukka Íslendinga - áhrif stöðugs misræmis staðar- og sólarklukku á heilsufar Íslendinga. Niðurstöður og umræður: Ekki er hægt að segja til um það út frá niðurstöðum þessa verkefnis hvort að samband sé á milli höfuðverkja og svefntruflana og þyrfti að skoða það í stærra úrtaki til þess að eiga möguleika (hafa tölfræðilegt afl) á að sjá marktækan mun ef hann er til staðar. Algengi svefnleysis á Íslandi samkvæmt DSM-IV viðmiðum var 7,2% og það er um 25% hærra en í rannsóknum frá öðrum löndum sem einnig notuðu DSM-IV greiningarviðmið. Aftur á móti var algengi höfuðverkja 42,0% sem er svipað niðurstöðum úr öðrum rannsóknum. Hlutfallslega fleiri konur voru með svefnleysi og eða höfuðverki samanborið við karlar og er það í samræmi við rannsóknir annarra. Samanburður á þátttakendum í rannsókninni á Svefnklukku Íslands og nýlegum tölum frá Hagstofu Íslands sýndi að úrtakið er vel yfirfæranlegt. Leiðbeinandi: Lárus Steinþór Guðmundsson og Björg Þorleifsdóttir

24

Tímarit um lyfjafræði


FRÆÐIN

Hjördís Björk

Ingbjörg Ólafsdóttir

Ólafsdóttir

Þróun fjölliðuhimna til lyfjagjafar á munnslímhúð

Val á verkjalyfjum. Könnun á notkun verkjalyfja á stungu-lyfjaformi og ástæður fyrir vali lyfs hjá inniliggjandi sjúklingum á Landspítala.

Margar rannsóknir hafa verið gerðar með slímhimnu viðloðandi fjölliðuhimnur til lyfjagjafar í munnholi. Munnholið er þakið slími sem gerir það að verkum að slímhimnuviðloðandi fjölliður þykja ákjósanlegar til notkunar staðbundið í munnholi. Með aukinni slímhimnuviðloðun lyfjaforms er hægt að lengja viðverutíma lyfs í munnholi og ná þannig að auka virkni þess. Doxýcýklín er lyf sem hefur verið rannsakað mikið í þessu samhengi. Rannsóknir hafa sýnt að doxýcýklín hefur hamlandi áhrif á metallópróteinasa (MMP), ensím sem greinast í munnangri, og hefur verið sýnt fram á að meðferð með doxýcýklíni flýtir fyrir bata. Doxýcýklín er viðkvæm sameind og þá sérstaklega í snertingu við vatn, því væri ákjósanlegt að hanna lyfjaform þar sem doxýcýklín væri í vatnsfríu umhverfi.

Inngangur: Ópíóíð verkjalyf eru öflug og algeng verkjalyf og meðferð með slíkum lyfjum er ráðlögð við miklum verkjum í klínískum leiðbeiningum. Almennt er talið að sterk ópíóíð verkjalyf hafi svipaða verkun, aukaverkanir og öryggi. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni og ástæður fyrir vali sterkra verkjalyfja á stungulyfjaformi á legudeildum LSH og kanna ástæður fyrir vali lyfs hjá inniliggjandi sjúklingum á LSH. Einnig var athugað hvort að til væru gæðaskjöl/verklagsregur um notkun og gjöf sterkra verkjalyfja á legudeildum á LSH. Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og lýsandi. Spurningalisti var lagður fyrir lækna og hjúkrunarfræðinga á sex deildum á LSH í mars 2016 til að fá betri mynd af notkunarmynstri og ástæðu fyrir vali verkjalyfja. Að auki voru gæðahandbækur skoðaðar á 12 deildum í febrúar og mars 2016. Niðurstöður og ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að dregið hafi úr notkun á sterkum verkjalyfjum á stungulyfjaformi á árunum 2013-2015 eða um 15%. Morfín var mesta notaða lyfið og hélst notkun þess nokkuð stöðug, ketóbemídón var næst mest notað en notkun þess fór minnkandi á umræddu tímabili. Ekki er vitað hver raunveruleg ástæða er fyrir minni notkun. Fleiri hjúkrunarfræðingar en læknar telja hjúkrunarfræðinga koma að vali sterkra verkjalyfja á stungulyfjaformi. Flestir hjúkrunarfræðingar og læknar velja morfín sem fyrsta val en hærra hlutfall hjúkrunarfræðinga en lækna velja ketóbemídón sem fyrsta val. Um 54% hjúkrunarfræðinga og um 41% lækna telja ketóbemídón hafa minni aukaverkanir en hin lyfin. Ástæðan fyrir því er ekki þekkt og þarfnast frekari rannsókna. Um 30% hjúkrunarfræðinga og um 70% lækna vita að Ketogan Novum hefur ekki markaðsleyfi á Íslandi. Því þarf að auka fræðslu hjúkrunarfræðinga og lækna á sterkum verkjalyfjum og stöðu þeirra á íslenskum markaði. Við athugun á gæðaskjölum/verklagsreglum á deildunum 12 kom í ljós að gæðaskjöl/verklagsreglur eru ekki mikið notuð/ notaðar við gjöf sterkra verkjalyfja á LSH.

Í þessari rannsókn var skoðað hvaða áhrif það hefði á eiginleika fjölliðuhimna með doxýcýklín að framleiða fjölliðuhimnur með vatnsfríum leysi. Kannað var hvaða áhrif það hefði að komplexa doxýcýklín með etýlendíamíntetraediksýru (EDTA) og hýdroxýprópýlβ-sýklódextríni (HP-β-CD). Einnig var doxýcýklín míkróhúðað með karboxýmetýlsellulósu (CMC) með úðaþurrkun og því komið fyrir í fjölliðuhimnum. Við úðaþurrkun fást betri heimtur með hækkuðu hitastigi og virtist úðaþurrkun við hátt hitastig ekki hafa neikvæð áhrif á doxýcýklín. Ýmsar prófanir voru gerðar á þeim fjölliðuhimnum sem framleiddar voru. Leysnihraði doxýcýklíns úr himnum var skoðaður og borið saman himnur með mismunandi mýkingaefnum. Viðloðunarkraftur himna var skoðaður og gat verið mikill munur milli himnugerða eftir því hvaða mýkingaefni voru í himnum. Bólgnun himna var skoðuð og kom í ljós að himnur með vatnsfríum leysi hafa góðan bólgnunarstuðul þó þær sundrist hægt, meðan að himnur með vatn sem leysi sundruðust fljótt. Við geymsluþolsmælingar komu upp vandamál og er ljóst að gera þarf frekari rannsóknir til að kanna stöðugleika doxýcýklíns í fjölliðuhimnum. Leiðbeinandi: Þórdís Kristmundsdóttir og Venu Gopal Eddy Patlolla

Leiðbeinandi: Pétur Sigurður Gunnarsson, Rannveig Alma Einarsdóttir og Inga J. Arnardóttir

Tímarit um lyfjafræði

25


FRÆÐIN

Ingunn Harpa Bjarkadóttir

Priyanka Thapa

Áhrif fitusýra í rækt á seytun náttúrulegra drápsfrumna á boðefnum og flakkboðum

CRISPR/Cas9 for the correction of mutated dystrophin gene

Inngangur: Áður fyrr var talið að bólguhjöðnun væri óvirkt ferli en nú er litið á hana sem virkt lífefnafræðilegt ferli. Í ljósi þess að viðvarandi bólga liggur að baki mörgum sjúkdómum þykir eftirsóknarvert að leita efna sem gætu stuðlað að hjöðnun hennar. Ómega-3 fitusýrur finnast í ríkulegu magni í fiskolíu. Sýnt hefur verið að fiskolía í fæði músa eykur fjölda náttúrulegra dráps (NK) frumna snemma í vaka miðlaðri bólgu og eykur sömuleiðis hjöðnun hennar. Þá hefur verið sýnt fram á mikilvægi NK frumna í hjöðnun vaka miðlaðrar bólgu, þar sem fækkun þeirra hefur hamlandi áhrif á bólguhjöðnunina. Það er hinsvegar ekki vitað hvort að áhrif ómega-3 fitusýra á bólguhjöðnun séu vegna áhrifa þeirra á fjölda NK frumna og/eða vegna áhrifa á virkni NK frumnanna.

Introduction: The recent discovery of a CRISPR/Cas adaptive immunity in bacteria and archaea has led to the development of a eukaryotic-optimized RNA-guided Cas9 system, which has various potential clinical applications. Amongst candidate diseases is X-linked recessive Duchenne muscular dystrophy, a degenerative muscular disease that leads to muscle wasting and limited life span.

Markmið: Markmið verkefnisins var að ákvarða hvort að ómega-3 fitusýrurnar eikósapentaensýra (EPA) og dókósahexaensýra (DHA) hefðu áhrif á virkni NK frumna í rækt, nánar tiltekið á seytun þeirra á boðefnum og flakkboðum. Aðferðir: NK frumum einangruðum úr útvefjablóði manna var sáð í 96 holu bakka, þær ræktaðar með eða án 50 µM af arakídónsýru (AA), EPA eða DHA og örvaðar með boðefnum til boðefnaframleiðslu. Áhrif fitusýranna voru ákvörðuð með því að mæla styrk TNF-α, GM-CSF, IFN-γ, IL-17, IL-13, IL-10, CCL3 og IL-8/CXCL8 boðefna og flakkboða í frumuflotinu með ELISA aðferð. Niðurstöður: NK frumur sem voru ræktaðar með ómega-3 fitusýrunum EPA og DHA seyttu minna af boðefnunum TNF-α og IL-13, samanborið við NK frumur sem voru ræktaðar án fitusýra. Ræktun með DHA leiddi auk þessa til minni seytunar NK frumna á GM-CSF. Ræktun NK frumna með EPA og DHA hafði ekki áhrif á seytun þeirra á IFN-γ, IL-10 eða CCL3. Ræktun NK frumna með ómega-6 fitusýrunni AA hafði ekki áhrif á seytun þeirra á þeim boðefnum sem prófað var fyrir. Ályktun: Niðurstöður verkefnisins benda til þess að ómega-3 fitusýrurnar EPA og DHA hafi áhrif á virkni NK frumna með því að draga úr seytun þeirra á bólguboðefnunum TNF- og GM-CSF. Þetta gæti verið þáttur í þeim áhrifum sem ómega-3 fitusýrur hafa sýnt á bólguhjöðnun, þar sem vitað er að þessi boðefni geta stuðlað að lifun neutrófíla og þannig seinkað bólguhjöðnun.

Aim: The overall main aim of this project was to induce a frameshift in the DMD gene using CRISPR/Cas9 in hope to restore a lost reading frame resulting from deletion of exons 8-12. Specific aims of the master ́s project were to locate deletion breakpoints, design the CRISPR/Cas system and to get a viable cell lineage from a subject for experimental testing. Methods: Comparative Genomic Hybridization microarray and Polymerase Chain Reaction with Sanger sequencing were used for rough estimation of deletion breakpoints, Deletion breakpoints were precisely located in the DMD gene using data from Whole Genome sequencing from subject obtained from deCODE genetics. The CRISPR/Cas9 system was designed to target the genome using various softwares. Expression vectors for the system were transformed into E.coli DH5α cells. Immortalized myoconverted fibroblasts were derived from the subject in collaboration with the AFM-Myobank and expanded. Transfection was done with lipofection (Viafect). Results: Analysis of the location of the breakpoint showed that the location was inside a fused 7/12 intron, and the estimated DNA deletion size was around 196 kb. A transformation efficiency of 1.5 x 107 cfu/μg was obtained in the E.coli DH5α cells. The observed transfection efficiency of myoconverted fibroblast was 5% and lowest toxic dose of blasticidin S was 3 μg/ml. Discussion/Conclusion: The results will be useful in future experiments to correct the DMD gene by frame shift with short indels at the repaired cut site. This project will add valuable specific and general knowledge to genome editing in treating genetic disease. Leiðbeinendur: Jón Jóhannes Jónsson og Sveinbjörn Gizurarson

Leiðbeinendur: Ingibjörg Harðardóttir og Jóna Freysdóttir

26

Tímarit um lyfjafræði


FRÆÐIN

Styrkþegi

Framsýn rannsókn á eitrunum í börnum og unglingum sem komu á bráðamóttökur Landspítala á árinu 2012 Guðborg A Guðjónsdóttir , Anna María Þórðardóttir, Jakob Kristinsson Ágrip kynnt á ráðstefnu Evrópusamtaka eitrunarmiðstöðva og sérfræðinga í klínískri eiturefnafræði (EAPCCT) í Madrid 2016. Inngangur Eitrun af völdum lyfja og efna er ein af mörgum ástæðum fyrir komum á bráðamóttökur á Vesturlöndum, rannsóknir hafa sýnt tíðni á bilinu 1,7 – 3,9 á hverja 1000 íbúa á ári. 1-4 Samkvæmt ársskýrslum Eitrunarmiðstöðvar á Landspítala bárust henni að meðaltali 800 símafyrirspurnir vegna eitrana á ári frá 2002 -2012 og 53% af þeim voru vegna barna 6 ára og yngri. Á árinu 2012 bárust 494 fyrirspurnir vegna barna og unglinga yngri en 18 ára. Þótt meirihluti fyrirspurna til eitrunarmiðstöðva hér sem í öðrum löndum í kringum okkur varði börn, eru komur þessa aldurshóps á bráðamóttökur vegna eitrana ekki endilega tíðari en annarra aldurshópa. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á komum á bráðamóttökur Landspítala vegna eitrana 2012, sem náði til allra aldurshópa, var tíðnin 3,1 á hverja 1000 íbúa á landinu öllu.5 Markmið rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um tíðni og eðli eitrana í börnum og unglingum sem komu á bráðamóttökur Landspítala 2012 og bera saman við meðaltíðni koma allra aldurshópa sama ár. Aðferðir Rannsóknin var framsýn og rannsóknartímabilið 1. janúar til 31. desember 2012. Gögnum var safnað um öll tilvik þar sem leitað var á bráðamóttökurnar í Fossvogi, Hjartagátt og Barnaspítala vegna eitrana í börnum yngri en 18 ára. Eitrunartilvikin voru færð inn í sérstakan gagnagrunn aftengd persónugreinanlegum upplýsingum.

Meirihluti eitrana (66%) varð vegna lyfja eða áfengis. Algengust voru verkja- og hitalækkandi lyf (22%) þar af var parasetamól algengast (71%). Næst algengasti lyfjaflokkurinn var geðdeyfðarlyf (15%) þar af voru sérhæfðir endurupptökuhemlar 82%. Áfengi átti hlut í 26 % eitrana hjá 13 – 17 ára börnum en aðeins í einu tilviki hjá barni yngri en 13 ára. Eitranir vegna annarra efna voru 56 (34 %) og komu hreinsiefni oftast við sögu eða í 43 % tilvika. Flestir (83%) voru útskrifaðir heim af bráðamóttöku eftir skoðun, meðferð og/eða eftirlit en 28 (17 %) voru lagðir inn á aðrar sjúkradeildir. Engin dauðsföll urðu í þessum aldurshópi. Ályktanir Tíðni koma þessa aldurshóps á bráðamóttökurnar vegna eitrana var lægri en meðaltíðni koma allra aldurshópa árið 2012. Stúlkur voru fleiri en strákar. Algengasta ástæða eitrunar hjá börnum 12 ára og yngri var óhapp en hjá unglingum 13 – 17 ára sjálfseitrun (misnotkun eða sjálfsvígstilraun). Guðborg A Guðjónsdóttir lyfjafræðingur og sérfræðingur í klínískri eiturefnafræði Heimildir 1. Kristinsson, J., Palsson R., Gudjonsdottir, GA., Blondal M., Gudmundsson S., Snook CP.: Acute Poisonings in Iceland: A prospective nationwide study. Clinical Toxicology, (2008) 46(2), 126 – 132. 2. Mannaioni PF. Pattern of acute intoxication in Florence: a comparative Mynd 1. Aldur og kyn barna sem komu á bráðamóttökur Landspítala investigation. Intensive Care 2012 vegna eitrunar. Med 1991;17 Suppl 1:S24-31. 25 McCaig LF, Burt CW. Poisoning-related visits to emergency departments in 3. the United States, 1993-1996. J Toxicol Clin Toxicol 1999;37:817-26. 20

Niðurstöður Á rannsóknartímabilinu komu 166 börn yngri en 18 ára á bráðamóttökurnar vegna eitrunar, 102 stúlkur og 64 strákar (Mynd 1.). Miðað við fjölda barna á öllu landinu undir 18 ára á árinu 2012 samsvarar þetta tíðninni 2,1 á hver 1000 börn. Algengast var að um inntöku væri að ræða eða í 79 % tilvika og oftast urðu eitranirnar á heimilum. Ástæða eitrunar hjá börnum 12 ára og yngri var í 98% tilvika óhapp en hjá unglingum 13 – 17 ára var oftast um sjálfseitrun (misnotkun eða sjálfsvígstilraun) að ræða eða í 80% tilvika (Mynd 2). Mynd 1. Aldur og kyn barna sem komu á bráðamóttökur Landspítala 2012 vegna eitrunar.

4. Hovda KE1, Bjornaas MA, Skog K, Opdahl A, Drottning P, Ekeberg O, Jacobsen D. Acute poisonings treated in hospitals in Oslo: a one-year 15 prospective study (I): pattern of poisoning. Clin Toxicol (Phila).2008 KK Jan;46(1):35-41. 10 KvK

5. Gudborg A Gudjonsdottir , Anna Maria Thordardottir,Jakob Kristinsson. 5 Acute poisonings in Iceland: A prospective study on poisonings presenting to the Emergency Department at Landspitali-University Hospital. Clinical 0 Toxicology, 2014;52 Suppl 1:312. 0

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

13

14

15

16

17

Aldur (ár)

Mynd 2. Ástæður eitrunar eftir aldri og kyni 30

25

25

20

20 15 KK

10

KvK

5

Viljandi KK 10

Óviljandi

5

0

0 0

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

13

14

Aldur (ár)

Mynd 2. Ástæður eitrunar eftir aldri og kyni 30

Viljandi KvK

15

15

16

17

0

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

13

14

15

16

17

Aldur (ár)

Tímarit um lyfjafræði

27


FRÆÐIN

Styrkþegi Ráðstefna - Nursing Home Research International Working Group.

Ólafur Samúelsson og Pétur S. Gunnarsson við veggspjaldið

Ráðstefnan Nursing Home Research International Working Group var haldin í Toulouse í Frakklandi dagana 2.-3. desember 2015. Alþjóðleg samvinna á þessu sviði hefur lengi farið fram innan annarra samtaka en til að fá betri fókus á mál tengd hjúkrunarheimilum voru þessi samtök stofnuð og var þessi ráðstefna önnur ráðstefna þessa hóps. Hún var því ekki mjög fjölmenn eða um 500600 manns en það var athyglisvert að sjá að sterkir rannsóknarhópar víða að úr heiminum hittust þarna til að deila niðurstöðum. Í mörgum tilfellum höfðu hópar frá mismunandi heimshlutum unnið saman að verkefnum. Fjölmennir hópar komu frá Missouri og Flórída fylkjum í Bandaríkjunum, frá Evrópu voru flestir frá Frakklandi, Hollandi, Belgíu, Spáni og Finnlandi. Einnig voru svo hópar sem komu lengri veg eða frá Hong Kong, Indlandi og Ástralíu. Miðborg Toulouse er mjög gömul og falleg, en borgin er fjórða eða fimmta stærsta borg Frakklands. Mikil saga tengist bæði byggingum sem og öllu svæðinu og til gamans þá má finna frekari upplýsingar á þessari vefsíðu (http://southweststory.com/toulouseshort- history). Í dag er Toulouse einnig þekkt fyrir það að vera borgin þar sem Airbus flugvélar eru smíðaðar. Ráðstefnan fór fram í mjög fallegu gömlu klaustri sem stendur á bökkum Garonne árinnar en upptök hennar eru í spænsku Pyranea fjöllunum og

28

Tímarit um lyfjafræði

Pétur S. Gunnarsson

svo rennur hún í norðvestur og út í Atlandshafið við borgina Bordeaux. Það voru margir mjög áhugaverðir fyrirlestrar og kynningar á þessari tveggja daga ráðstefnu. Það voru sjö “stærri” fyrirlestrar (keynote) en af þeim voru „Polymedication in Nursing Homes“ (Ítalía), „Patient Aggression in Nursing Homes“ (Bandaríkin) og „Loneliness in Nursing Homes“ (Finnland) sérstaklega áhugaverðir og fræðandi. Þrír Íslendingar voru á ráðstefnunni, en auk greinarhöfundar voru öldrunarlæknarnir Ólafur Samúelsson og Helga Hansdóttir einnig meðal þátttakenda. Eiginkona Ólafs, Elín R. Jónsdóttir, veitti svo hópnum stuðning á kvöldin eftir „miklar og erfiðar“ fundarsetur. Veggspjaldið sem kynnt var á ráðstefnunni var unnið upp úr meistaraverkefni Hlyns Torfa Traustasonar sem lauk lyfjafræðinámi við HÍ árið 2013. Niðurstöður verkefnisins höfðu áður verið kynntar t.d. á Lyflæknaþingi, Vísindaráðstefnu líf- og heilbrigðissviðs HÍ, Bráðadegi Landspítalans og fleiri stöðum. Ólafur Samúelsson, öldrunarlæknir, átti mestan heiðurinn af því að vinna veggspjaldið sem farið var með á þessa ráðstefnu, en upplýsingarnar á veggspjaldinu má finna á næstu síðu. Anddyri ráðstefnustaðarins i klaustrinu


FRÆÐIN

Klaustrið þar sem ráðstefnan var haldin - á bökkum árinnar Garonne

Drug administration in selected Icelandic nursing homes focus on the crushing of tablets Hlynur Torfi Traustason 1 , Pétur S. Gunnarsson 1,3 , Ólafur Samúelsson 2,4 , Jón Eyjólfur Jónsson 2,4 , Aðalsteinn Guðmundsson 2,4 . 1 Department of Pharmacology and 2 Department of Medicine University of Iceland, 3 Department of Science and Development and 4 Department of Geriatric Medicine Landspitali University Hospital Iceland. Background: Medication use in nursing homes is considerable and the prevalence of dysphagia and other impairments is significant, affecting the administration of medications in their original tablet form. The crushing of medications or mixing them with food can change the quality of a drug or render it unusable. The aim of this study was to investigate the status of drug administration with special focus on the crushing of drugs.

Ólafur Samúelsson, Helga Hansdóttir og Pétur S. Gunnarsson í miðbæ Toulouse (Elín eiginkona Ólafs tók myndina)

Methods: The study was conducted in two selected nursing homes. Wards were visited on 4 consequtive days in each nursing home. The study population was sorted by age, sex, and cognitive status. The nurses were observed as they prepared and administered the medication. The type of drug, number and if pills were split

or crushed and capsules opened was registered. The mixing of medications with food was noted. Results: Participants were 73, females 49 (67%).Preparing of 1917 drugs for 522 instances of drug administrations were observed. A majority (54%) of drugs administered during the study period were crushed and this was common practice among nurses if the residents had problem swallowing whole tablets. Coated tablets and tablets with extended release were crushed in 61% and 39% of cases respectively. Acid resistant coated tablets and capsules were crushed in 54% and 29% of cases respectively. The most common food item used for mixing medication was apple puree. Conclusions: Considerable amount of resources were wasted on drugs that can be expected to become unusable or change quality in their crushed form. Drug safety and efficasy was thus compromized. Published recommedations for proper drug handling and suggestions for alternative drug forms for patients with dysphagia proved to be limited. A list was constructed of medications that should not be crushed and cases noted where a more appropriate dosage form was available.

Tímarit um lyfjafræði

29


FRÆÐIN

Styrkþegi • Monitoring of Risk Management Measures • Pharmacovigilance in Europe A PRAC activities update • Value in Volume? - Pros and cons of large scale organisations, particularly PV organisations • Patient Support Programs – data analysis and periodic reporting • Patients’ Perspectives of Drug Safety, results from a Market Research • Medication errors in the EU

4th Annual Pharmacovigilance Forum

• Studies for risk management and monitoring effectiveness of risk minimisation

Elínborg Kristjánsdóttir ábyrgðarhafi lyfjagátar og skráningafulltrúi hjá LYFIS

• Standards for PV outsourcing

Ráðstefnan 4th Annual Pharmacovigilance Forum var haldin í Berlín dagana 29. - 30. september 2016. Þátttakendur voru 58 talsins frá 20 löndum, fyrirlesarar komu fyrst og fremst frá lyfjaiðnaðinum en einnig voru fyrirlesarar frá lyfjayfirvöldum, fræðimenn úr háskólasamfélaginu og einn sjúkrahúslyfjafræðingur. Dagskráin var fjölbreytt og var farið vítt og breitt yfir helstu svið innan lyfjagátar. Eftirfarandi fyrirlestrar voru á dagskrá og hægt er að fá afrit að glærum með því að hafa samband við greinarhöfund.

• PV Outsourcing; A case study on strategic outsourcing

- Efnið er á tungumáli sem notandinn skilur oft ekki – of flókið orðalag - Efnið er á formi sem oft er ekki hentugt fyrir notandann, ef sjúklingur notar mörg lyf sem fræðsluefni fylgir þá getur hann lent í því að vera með mörg sjúklingakort/bæklinga sem erfitt er að henda reiður á

Aðgerðir til að lágmarka áhættu (e. risk minimisation measures)

- Of mikið er sent út af DHPC, missir marks, læknar þreyttir á að lesa, sérstaklega þegar það er sent út bréf fyrir hvert sérlyf fyrir sig en ekki sameiginlega fyrir öll lyfin

Töluvert var rætt um aðgerðir til að lágmarka áhættu. Kröfur um slíkar aðgerðir eru sífellt að aukast og er þá einkum átt við viðbótaraðgerðir til að lágmarka áhættu, aðgerðir eins og útgáfu fræðsluefnis fyrir lækna, sjúklinga/aðstandendur, lyfjafræðinga o.s.frv. Kostnaður við þessar aðgerðir er gríðarlegur og því er mikilvægt að skoða hvort þessar aðgerðir skili tilætluðum árangri. Tilgangur efnisins verður að

• The evolution of the chief safety officer role and the safety / pv organization of the future • Audits and inspections • How to be prepared to the PBRER (Periodic Benefit Risk Evaluation Report) Assessment: Practical aspects • Benefit - Risk evaluation: the patient perspective

Tímarit um lyfjafræði

- Efninu er aðeins dreift einu sinni

- Læknar fá einungis upplýsingar um eitt ákveðið lyf í einu, t.d. segavarnandi lyf, en það sem þeir þurfa er yfirlit yfir allar segavarnandi meðferðir

• Pharmacovigilance System Master File (PSMF)

30

Einn fyrirlesari, Emanuel Lohrmann, tók saman helstu galla við viðbótaraðgerðir til að lágmarka áhættu:

Það voru þrjú umfjöllunarefni sem mér fannst standa upp úr og fjalla nánar um hér.

• Fundamentals of signal management in the EU

• Pharmacovigilance: a hospital pharmacist’s perspective

vera skýr og það verður að vera hægt að mæla árangur þess með einhverjum hætti. Oftar en ekki er fræðsluefninu einungis dreift við markaðssetningu lyfja en þá er sá hængur á að það koma nýir sjúklingar og nýir læknar sem ekki fá efnið.

Mynd úr einkasafni

Emanuel fullyrti að aðgerðir til að lágmarka áhættu eins og þær eru settar fram í dag væru byrði á heilbrigðiskerfum og sjúklingum og því verði slíkar aðgerðir að vera réttlætanlegar (t.d. aðeins mikilvægar aukaverkanir, nýjar flóknar aðferðir við lyfjagjöf, hætta á misnotkun/ ofskömmtun). Aðgerðirnar verða að hafa skýrt markmið sem hægt er að ná fram og það verður að fylgjast með því hvort


FRÆÐIN þær skila tilætluðum árangri. Örfáar rannsóknir hafa verið gerðar til að meta árangur aðgerða til að lágmarka áhættu. Emanuel fjallaði sérstaklega um eina rannsókn sem var gerð á skilningi lækna og sjúklinga í átta löndum á aðgerðum til að lágmarka hættu á blæðingu við notkun Pradaxa. Þær niðurstöður sem mér fannst áhugaverðastar voru að það er mjög mismunandi á milli landa hvaða árangri fræðsluefni skilar. Í einu landi könnuðust 98% lækna við að hafa fengið sent fræðsluefni en í öðru landi var hlutfallið undir 40%. Flestir sem fá efnið lesa það og rúmlega helmingur lækna fylgir þeim leiðbeiningum sem í efninu eru. Í einu landi könnuðust um 80% sjúklinga við að hafa fengið afhent sjúklingakort en í flestum löndum var þetta hlutfall vel undir 50%. Yfir 90% sjúklinga lásu upplýsingarnar á kortinu ef þeir fengu það. Þar sem árangur virðist vera mjög mismunandi á milli landa getur verið að það þurfi mismunandi aðgerðir í hverju landi fyrir sig til að bæta árangurinn.

aukaverkanir. Flestir sjúklingar myndu vilja tilkynna aukaverkanir í gegnum internetið en meirihluta sjúklinga fannst mikilvægt að tilkynna aukaverkanir beint til heilbrigðisstarfsmanns og þá helst til lækna. Sjúklingar hafa yfir höfuð miklar áhyggjur af nafnleynd þegar kemur að tilkynningum aukaverkana. Af þessum niðurstöðum er ljóst að það er mikilvægt að auka fræðslu til sjúklinga um aukaverkanir og mikilvægi þess að tilkynna þær. Einnig þarf að auðvelda sjúklingum það að tilkynna aukaverkanir, t.d. með því að bjóða upp á að tilkynna aukaverkanir í gegnum heimasíður lyfjafyrirtækja en það er frekar sjaldgæft að boðið sé upp á slíkt. Það er mjög áhugavert verkefni, WEBRADR, í gangi á vegum IMI (innovative medicines initiative), sem er þriggja ára verkefni þar sem leitast er við að nýta krafta samfélagsmiðla og nýrrar tækni í þágu lyfjagátar. Sem hluti af verkefninu er verið að smíða smáforrit fyrir farsíma sem bæði heilbrigðisstarfsfólk og sjúklingar geta notað til að tilkynna aukaverkanir beint til lyfjayfirvalda. Hægt er að lesa nánar um þetta verkefni á https://web-radr.eu/

Sjúklingurinn og öryggi lyfja Á ráðstefnunni voru kynntar niðurstöður úr markaðsrannsókn sem gerð var á því hvað sjúklingar vita um öryggi lyfja og hvað þeim finnst um það? Tilgangur rannsóknarinnar var m.a. að reyna að skilja hvað sjúklingar vita um öryggi lyfja og hvað þeim finnst um það og að kanna þekkingu sjúklinga á því hvað lyfjafyrirtæki gera til að auka öryggi lyfja. Helstu niðurstöður voru að aðeins um þriðjungur sjúklinga spáir eitthvað í öryggi lyfja og það sem þeim dettur helst í hug þegar spurt er um öryggi lyfja eru aukaverkanir. Tveir þriðju lesa fylgiseðilinn þegar þeir fá lyfi ávísað í fyrsta sinn en mun færri við næstu ávísun. Meira en helmingi sjúklinga finnst erfitt að skilja fylgiseðilinn, þeim finnst letrið vera of smátt, of mikið af upplýsingum og erfitt að skilja orðalagið. Meirihluti sjúklinga er þeirrar skoðunar að lyf séu nægilega vel rannsökuð og örugg áður en þau eru markaðssett. Yfir 80% sjúklinga finnst að læknar eigi að tilkynna aukaverkanir en aðeins um 40% sjúklinga telja að læknar tilkynni aukaverkanir. Minna en helmingur sjúklinga veit að þeir geta sjálfir tilkynnt

Internetið, samfélagsmiðlar og öryggi lyfja Í lok ráðstefnunnar var þátttakendum skipt í hópa sem tóku fyrir ákveðin málefni. Minn hópur fékk það hlutverk að ræða hvaða áhrif internetið, og þá fyrst og fremst samfélagsmiðlar, hefur á öryggi lyfja. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að samfélagsmiðlar eru sífellt að verða mikilvægari þegar kemur að markaðssetningu og eru lyf þar ekki undanskilin. En samfélagsmiðlar hafa einnig áhrif á öryggi lyfja og það er eitthvað sem er nauðsynlegt að fara að skoða betur. Nærtækasta dæmið er líklega bólusetningar hjá börnum en andstæðingar þeirra hafa oft ansi „hátt“ á samfélagsmiðlum og valda því að tengsl bólusetninga við einhverfu eru sífellt í umræðunni þrátt fyrir að löngu sé búið að sanna að engin tengsl séu þarna á milli. Internetið og samfélagsmiðlar eru það öflug að gögn frá Google hafa verið notuð til þess að fylgjast með útbreiðslu inflúensu en gallinn við að nota slík gögn er að umfjöllun í fjölmiðlum getur valdið

Mynd úr einkasafni

því að heilbrigðir einstaklingar fara t.d. að leita að upplýsingum um inflúensu á Google og valda þannig skekkju. Samfélagsmiðlar eru alltaf að verða mikilvægari og það er orðið nauðsynlegt að fara að skanna samfélagsmiðla kerfisbundið í leit að aukaverkunum en hver á að gera það og hvernig á að gera það? Er hægt að hanna hnattrænt kerfi sem gerir það eða sérstakt kerfi fyrir Evrópu? Gríðarlega flókið er að hanna slíkt kerfi þar sem það er svo mikið um gagnasuð (e. noise) á internetinu, þ.e. margir að tala um eitt og sama tilfellið. Hver á að bera ábyrgðina á því að skanna samfélagsmiðla? Eiga markaðsleyfishafar að gera það hver fyrir sig, hver í sínu horni eða eiga lyfjayfirvöld að gera það? Hver á að borga? Ljóst er að það er mörgum spurningum enn ósvarað þegar kemur að þessum málaflokki og mörg verkefni sem þarf að leysa, það er líka ljóst að internetið og samfélagsmiðlar eru alltaf einu skrefi á undan lyfjageiranum en við verðum að passa okkur á að verða ekki alltof langt á eftir. Næsta Annual Pharmacovigilance Forum ráðstefna verður haldin í Berlín í mars 2018. Ráðstefnan sem ég sótti var virkilega fræðandi og skemmtileg, þátttakendur eru hæfilega margir til að hver og einn fái tækifæri til að taka virkan þátt og kynnast kollegum víða að. Ég hvet alla þá sem hafa áhuga á lyfjagát til að kynna sér málið.

Tímarit um lyfjafræði

31


FRÆÐIN

Styrkþegar Evrópuráðstefna um krabbameinslyfjafræði / krabbameinslyfjafræðinga ECOP 3 í Dubrovnik, Króatíu Guðrún Indriðadóttir Þórunn K. Guðmundsdóttir

ESOP (European Society of Oncology Pharmacy) eru samtök yfir 3000 evrópskra krabbameinslyfjafræðinga. Markmið ESOP er að tryggja að krabbameinssjúklingar fái þá bestu lyfjafræðilegu þjónustu sem völ er á og tryggja bæði öryggi og hagkvæmni. ESOP heldur annað hvert ár ráðstefnu þar sem leitast er við að kynna nýjustu þróun í rannsóknum, meðferð og annarri umsýslu með krabbameinslyf sem og að deila reynslu og mynda tengsl milli lyfjafræðinga. Þriðja ráðstefna samtakanna var haldin dagana 19. til 21. maí 2016 í Dubrovnik í Króatíu. Ráðstefnuna sóttu um 450 lyfjafræðingar víðsvegar að, flestir frá Evrópu en einnig frá nokkrum löndum bæði í Norður- og Suður-Afríku, Asíu og Norður- og Suður-Ameríku Margir áhugaverðir fyrirlestrar voru á ráðstefnunni og endurspegluðu þeir alla þá mörgu snertifleti sem þjónusta við krabbameinssjúklinga og meðhöndlun krabbameinslyfja hefur. Frá þróun nýrra lyfja til förgunar mögulegrar mengunar af völdum krabbameinslyfja og allt þar á milli. Ef tæpt er á því helsta þá má skipta fyrirlestrum í nokkra aðalefnisflokka. Mest var að vonum fjallað um klíníska þjónustu og nýjungar í lyfjameðferðum en einnig var mikið fjallað um ýmsa þætti er lúta að hagfræði, löggjöf, aðgengi og lyfjaöryggi.

32

Tímarit um lyfjafræði

Klínísk þjónusta, lyfjafræðileg umsjá einstaklinga með krabbamein.

• Hlutverk lyfjafræðinga í líknandi meðferð.

Mikilvægi klínískrar þjónustu er krabbameinslyfjafræðingum að vonum ofarlega í huga á ráðstefnu sem þessari. Rætt var um þjónustu inni á sjúkrahúsum en ekki síður úti í þjóðfélaginu og þátt apótekslyfjafræðinga í (almennum apótekum) í þeirri þjónustu. Víða er sjúklingum fylgt eftir frá sjúkrahúsi eða göngudeildum sjúkrahúsa, í heimahús. Krabbameinslyfjameðferðir lengjast og nú má oft á tíðum líta á krabbamein sem langvinnan ólæknandi sjúkdóm líkt og t.d. gigt eða sykursýki. Krabbameinslyfjum sem tekin eru um munn hefur fjölgað og mun fjölga enn. Þetta veitir apótekslyfjafræðingum (í almennum apótekum) mörg tækifæri en leggur einnig auknar skyldur á þeirra herðar varðandi upplýsingagjöf og eftirfylgni. Aðgengi að lyfjunum, sérstakar leiðbeiningar varðandi töku samhliða fæðu, sértækar alvarlegar aukaverkanir lyfjanna og meðferðarfylgni eru m.a. þættir sem huga þarf sérstaklega að með tilkomu vaxandi fjölda nýrra krabbameinslyfja til inntöku um munn. Umfjöllunarefni í þessum flokki voru m.a.:

• Mikilvægi apótekslyfjafræðinga (í almennum apótekum) (Community Pharmacists) í krabbameinslyfjameðferð

• Klínísk þjónusta lyfjafræðings við göngudeildarsjúklinga • Krabbameinslyf um munn, ávinningur og áskoranir • Samræming lyfja við innlögn á sjúkrahús (e. medication reconciliation)

Nýjungar í krabbameini.

meðferðum

við

Stöðugt berast inn á markaðinn ný lyf sem gagnast mega við krabbameini. Mikil þróun er á sviði einstofna mótefna (e. monoclonal antibodies) og annara krabbameinshemjandi lyfja, svo sem týrósínkínasahemla (TKI´s), bæði frumlyfja og sem líftæknihliðstæðna (e.biosimilars). Einnig var fjallað um þróun á sviði lyfjaforma og ýmiskonar ónæmismeðferða við krabbameini. Lyfjastofnun Evrópu (EMA) og Lyfja- og matvælastofnun Bandaríkjanna (FDA) hafa samþykkt fyrsta lyfið (T-VEC áður nefnt OncoVEX GM-CSF) sem er erfðabreytt veira sem sprautað er beint inn í æxli. Ábendingin er sortuæxli (e. melanoma). Sérstaka aðstöðu þarf til að veita meðferð með þessu nýja lyfi og því litlar líkur á því að það verði notað hér á næstunni. • Nanóagnir sem krabbameinslyfja

burðarefni

• Ónæmismeðferðir við krabbameini Immunotherapy in Oncology • Nýleg þróun og rannsóknir í ónæmismeðferðum við krabbameini • Aukaverkanir ónæmismeðferða og meðferðir við þeim


FRÆÐIN

Víðmynd af gamla bænum í Dubrovnik, Króatíu.

• Mikilvægi þátttöku lyfjafræðinga í teymisvinnu í ónæmismeðferðum

og þessi upptalning því engan veginn tæmandi, enda af nógu að taka.

• Veirur sem krabbameinslyf

Fundur ESOP

Fjármál og lyfjahagfræði voru einnig fyrirferðamikil umræðuefni enda standa yfirvöld um heim allan frammi fyrir allt að því óyfirstíganlegu verkefni, sem er fjármögnun heilbrigðiskerfa. Lyfjakostnaður vex nánast veldisvaxandi, ekki síst kostnaður við krabbameinslyfjameðferðir. Aðgengi að lyfjum er mjög misjafnt eftir löndum og jafnvel heimsálfum. Verðmyndun er stundum sérkennileg og virðist oft á tíðum fara eftir því hvað framleiðendur telja líklegt að kaupendur séu til í að reiða af hendi.

Fyrir ráðstefnuna var einnig haldinn félagsfundur aðildarfélaga ESOP og málefni samtakanna rædd, en Faghópur um krabbameinslyfjafræði innan Faghóps um sjúkrahúslyfjafræði LFÍ er aðili að ESOP. Farið var yfir helstu verkefni samtakanna sem öll lúta að gæðum lyfjafræðilegrar þjónustu við krabbameinssjúklinga og öryggi þeirra sem veita þessa þjónustu. Meðal málefna til umræðu voru m.a.:

• Verð krabbameinslyfja og ávinningur, hvað fæst fyrir hverja krónu • Mismunur á aðgengi og verði krabbameinslyfja í Evrópu • Þróunarlönd og ný krabbameinslyf, hefur Afríka efni á einstofna mótefnum. • Óskráðar ábendingar (e. Off-LabelUse) krabbameinslyfja Reglugerðir, lyfjaöryggi og lyfjafalsanir. Lyfjafalsanir eru heitt umræðuefni í dag og mikið rætt um hvernig sé best að koma í veg fyrir að fölsuð lyf komist í umferð. • Reglugerð Evrópusambandsins vegna falsaðra lyfja • Áhrif reglugerðarinnar á störf sjúkrahúslyfjafræðinga • Ný USP 800 • Þýskir gæðastaðlar • Codex, gæðastaðlar lyfjaskrárinnar

japönsku

Gula höndin (Yellow hand), bættar samræmdar merkingar á krabbameinslyfjum frá framleiðanda til notanda. Clean Working, bætt vinnubrögð og viðbrögð.

aseptísk

Að lokum langar okkur til að vekja athygli á því að Dubrovnik er einstaklega falleg borg og á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Borgin varð fyrir miklum loftárásum á árum stríðsins milli ríkjanna sem áður mynduðu Júgóslavíu. Þess sér þó hvergi merki og hefur gamli borgarhlutinn verið byggður upp algerlega eins og hann leit út fyrir um 5-600 árum. Það var einstaklega skemmtilegt að fá tækifæri til að heimsækja þessa fornfrægu borg og hvetjum við alla þá sem áhuga hafa á sögu, menningu og náttúru að heimsækja Króatíu og Dubrovnik. Guðrún Indriðadóttir og Þórunn K. Guðmundsdóttir, lyfjafræðingar á Landspítala

MASHA-rannsóknin á mengun af völdum frumudrepandi lyfja á evrópskum sjúkrahúsum (Research about Environmental Contamination by Cytotoxics and Management of Safe Handling Procedures). EPIC-verkefnið sem miðar að því að útbúa samhæfðar leiðbeiningar fyrir lyfjafræðinga sem þjónusta krabbameinssjúklinga sem nota krabbameinslyf um munn. (Empowering pharmacists to improve health care for oral chemotherapy patients: Establishment of a European bestpractice) Ísland átti 2 fulltrúa á fundinum, Guðrúnu Indriðadóttur og Þórunni K. Guðmundsdóttur.

Fulltrúar Íslands á fundinum

Hér hefur eingöngu verið stiklað á stóru

Tímarit um lyfjafræði

33


FRÆÐIN

Styrkþegi

Ráðstefna European Society of Clinical Pharmacy (ESCP) Anna Bryndís Blöndal Fertugasta og fimmta ráðstefna European Society of Clinical Pharmacy (ESCP) var haldin í Osló 5.-7. október 2016 og var yfirskrift ráðstefnunnar “Clinical pharmacy tackling inequalities and access to health care”. Á ráðstefnunni voru samankomnir yfir 600 lyfjafræðingar (klínískir lyfjafræðingar, sjúkrahúslyfjafræðingar, apótekslyfjafræðingar, kennarar og rannsakendur) frá 40 löndum, aðallega frá Evrópu. Klínískir lyfjafræðingar eru oft beðnir um að ráðleggja um viðeigandi meðferðir, frá sjónarhorni lyfjafyrirtækja, frá læknisfræðilegum eða efnahagslegum sjónarmiðum. Það getur verið siðferðilega erfitt að koma að viðeigandi ákvörðunum, sérstaklega þegar útkoman er óljós, lyfið er dýrt og fjármunir takmarkaðir. Ráðstefnan hófst með kvöldviðburði 4. október þar sem Dr. Magne Nylenna talaði um mismunandi aðgang að upplýsingum (Inequalities in access to information). Aðalfyrirlesararnir 5. október einblíndu á ójöfnuð, minni aðgang að heilbrigðisþjónustu og hvað lyfjafræðingar geti gert í því. Þetta voru Dr. Ja De Cock en hann ræddi um mismunandi aðgang að heilbrigðisþjónustu (Inequalities and access to health care: lessons to learn from experiences and challenges in Belgium) og Alia Gilani frá Bretlandi fylgdi í kjölfarið og talaði um reynslu lyfjafræðinga af ójöfnuði tengdum

34

Tímarit um lyfjafræði

kynþáttum. Dagurinn endaði síðan með því að einblína á nokkur mikilvæg hlutverk lyfjafræðinga sem eru t.d. að aðstoða fólk við að hætta að reykja og milliverkanir milli áfengis og lyfja. Dagskráin 6. október var einnig spennandi en þá var talað um nýju dýru lyfin, hvernig á að forgangsraða út frá mismunandi sjónarhornum og hlutverk lyfjafræðinga í því. Í tengslum við þetta viðfangsefni þá talaði Dr. Bart van den Bemt frá Hollandi um líftæknilyf og hvað lyfjafræðingar ættu að vita. Síðan ræddi Prófessor Oliwia Wu frá Bretlandi um hvernig NICE styður skynsamlegan aðgang að nýjum og dýrum lyfjum. Á síðasta degi ráðstefnunnar var rætt mikið um lyfjameðferðir og börn. Hápunkturinn var þegar Dr. Katri Hämeen-Anttila frá Finnlandi ræddi um mikilvægi þess að lyfjafræðingar kenni börnum um lyf og lyfjameðferðir.

en þá útbýr viðkomandi 20 glærur sem rúlla á 20 sek. fresti. Þetta gerir samtals 7 mín fyrirlestur. Helstu niðurstöður þessa hluta voru að læknum fannst þjónustan lyfjafræðileg umsjá eiga best heima í samstarfi við þá inni á heilsugæslunni. Jafnframt fannst þeim að lyfjafræðingurinn ætti að veita þessa þjónustu til skömmtunarsjúklinga þar sem þeir sjúklingar eigi frekar á hættu að lyfjameðferðin sé ekki endurmetin nægjanlega oft. Auk þess fannst lyfjafræðingnum mikilvægt að hafa aðgang að sjúkra- og lyfjasögu við að veita þessa þjónustu.

Á ráðstefnunni var boðið upp á 18 mismunandi vinnubúðir (workshops), og voru 339 ágrip samþykkt sem veggspjald og/eða fyrirlestur. Fyrirlestur og veggspjald Ég sjálf var með fyrirlestur og veggspjald á ráðstefnunni sem nefnist “How to provide Pharmaceutical Care in primary health care clinics in Iceland -Action Research“ sjá mynd 1. Þar er ég að kynna niðurstöður úr seinni hlutanum af doktorsverkefninu mínu. Á þessari ráðstefnu var í fyrsta skipti notast við Pecha Kucha snið við að kynna ágripin

Mynd 1.


How to provide Pharmaceu*cal Care in primary health care clinics in Iceland -Ac*on Research-

Authors; Blondal AB, Sporrong SK, AlmarsdoEr AB

Ins*tute; Faculty of Pharmaceu2cal Sciences, University of Iceland, Hagi, Hofsvallagata 53, 107 Reykjavík, Iceland

Background and Objec*ve Pharmacists working in primary care clinics have various roles. Pharmaceu2cal care is one of them. How to provide this service varies across countries and seEngs. It is important to iden2fy the most op2mal way to provide pharmaceu2cal care when developing clinical pharmacy services in a new seEng such as primary care prac2ces. General prac22oners are key stakeholders in this endeavor. The aim of this study was to find the most op2mal approach to providing pharmacistled pharmaceu2cal care in primary health care clinics in Iceland in collabora2on with general prac22oners.

¥  ¥  ¥  ¥

Goals?

Find out how to provide pharmaceu2cal care in primary care in Iceland Get pharmacists more involved in pa2ent care Improve the quality of the individual pa2ents’ medica2on use Improve collabora2on between the clinic’s GPs and the pharmacist

¥

What happened?

¥  ¥  ¥

¥  Provide pharmaceu2cal care to pa2ents with and without access to medical records ¥  In-depth interviews with GPs ¥  Try different seEngs for providing pa2ent care ¥  Keep field notes from the pharmacist’s experience Direct contact between pharmacists and general prac22oners in close proximity is essen2al to providing op2mal pharmaceu2cal care services Pharmacist’s access to medical records is necessary Pharmacist-led clinical service was deemed most needed in dose dispensing polypharmacy pa2ents Pa2ents require more informa2on about drugs prescribed to them coupled with an accurate medica2on list with greater detail

Conclusions The most efficient and effec2ve collabora2on is when the pharmacist and general prac22oner work side by side at the primary health care clinic. When new services are developed it is vital to iden2fy different requirements of the primary care clinics to op2mize the opera2on and effec2veness of a clinical pharmacist service.

What´s next?

How?


FÉLAGIÐ

Uppgjör ársins 2016 frá nefndum, sjóðum og hópum innan LFÍ Hér á eftir kemur samantekt úr ársskýrslu LFÍ 2016-2017 þar sem formenn nefnda tóku saman yfirlit um störf ársins. Skýrslan í heild sinni er aðgengileg félagsmönnum LFÍ á innri vef félagsins (www.lfi.is) Skýrsla Tímarits um lyfjafræði (TUL) fyrir 2016 Ný ritstjórn tók við TUL á árinu en hana skipa Heimir Jón Heimisson, ritstjóri, Bryndís Jónsdóttir, Guðrún Þengilsdóttir og Íris Gunnarsdóttir. TUL hefur verið gefið út á pappír síðastliðin fjögur ár og hefur blaðið á þessum tíma verið mótað í þessa uppsetningu sem það ber í dag. Blaðið er einnig aðgengilegt á heimasíðu Lyfjafræðingafélags Íslands (LFÍ) www.lfi.is. Þessu ágæta fyrirkomulagi verður haldið áfram og er markmiðið að blaðið komi út tvisvar á ári.

Sjóðastjórn Í Sjóðastjórn sátu á árinu Hákon Steinsson formaður, Sigurlína Þóra Héðinsdóttir ritari, Margrét Rósa Kristjánsdóttir og Örn Guðmundsson meðstjórnendur ásamt Svanhildi Kristinsdóttur gjaldkera LFÍ. Sigurlína Þóra flutti af landi brott fyrri hluta 2016 og sagði sig frá stjórnarstörfum. Á aðalfundi LFÍ 2016 var samþykkt breytingartillaga sjóðastjórnar á reglugerð Vísindasjóðs sem stuðlar að aukinni heimild sjóðastjórnar að veita styrki til félagsmanna LFÍ vegna þróunar þeirra í starfi og sí- og endurmenntunar. Sjóðastjórn hefur unnið að gerð leiðbeinandi verklagsreglna vegna úthlutana úr Vísindasjóði til að stuðla að frekara jafnræði í úthlutunum.

Fyrsta tölublað nýrrar ritstjórnar var gefið út í desember 2016. Ritstjórnin fundaði tvisvar fyrir útgáfu blaðsins, en flest samskipti fóru fram rafrænt. Ritstjórn hefur áfram séð um mestalla vinnu við blaðið, prófarkalesið efni og safnað auglýsingum en þannig hefur kostnaði við blaðið verið haldið í lágmarki.

Sjóðastjórn hittist tvisvar á árinu til að yfirfara umsóknir sem bárust. Samþykktar voru allar 18 umsóknir sem bárust og voru 2 umsóknir vegna sí- eða endurmenntunar, sem breytt reglugerð Vísindasjóðs heimilaði veitingu á. Samtals var úthlutað 1.630.370 kr. úr sjóðum Lyfjafræðingafélagsins á árinu.

TUL var sent til allra félaga í Lyfjafræðingafélagi Íslands og til 4. og 5. árs nema í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Einnig var tímaritinu dreift á allar heilsugæslustöðvar, í öll apótek, til lyfjafyrirtækja, allra fagfélaga heilbrigðisstétta, til allra helstu stofnana og nefnda hins opinbera sem fara með heilbrigðis- og lyfjamál, á nokkrar læknastofur, á fréttastofur fjölmiðla og til allra sitjandi Alþingismanna.

Nálgast má ítarlegt yfirlit yfir úthlutanir sjóðastjórnar í ársskýrslu LFÍ 2016-2017 sem er aðgengileg á innri vef félagsins.

Siðanefnd Í siðanefnd eru : aðalmenn: Gunnar Steinn Aðalsteinsson, Sólveig H. Sigurðardóttir og Þorgils Baldursson, formaður varamenn: Jóhann Gunnar Jónsson, Klara Sveinsdóttir, Nína Björk Ásbjörnsdóttir. Siðanefnd barst ekki erindi til úrlausnar á liðnu ári og Siðanefnd hefur ekki komið saman til fundar á tímabilinu.

36

Tímarit um lyfjafræði

Fræðslu- og skemmtinefnd Á aðalfundi LFÍ 2016 var Ásta Friðriksdóttir kosin formaður fræðslu- og skemmtinefndar. Einnig eru í nefndinni Anna Bryndís Blöndal, Ingibjörg Arnarsdóttir og Elín I. Jacobsen. Á síðastliðnu ári stóð nefndin fyrir Degi Lyfjafræðinnar föstudaginn 4. nóvember í veislusal Þróttar. Dagskrá fundarins var mjög fjölbreytt og skemmtileg. Michael Clausen hélt fyrirlestur um þarmaflóruna og mikilvægi hennar og fimm lyfjafræðingar sögðu frá sínum störfum sem gaf innsýn í fjölbreytt vinnuumhverfi lyfjafræðinga. Góð mæting var á Dag Lyfjafræðinnar, um 100 lyfjafræðingar mættu og áttu saman skemmtilegt fræðslukvöld. Jólaball LFÍ var haldið miðvikudaginn 28. desember í húsi félagsins. Jólaballið var haldið í vonskuveðri en lyfjafræðingar létu það að sjálfsögðu ekki aftra sér og var vel mætt á ballið


FÉLAGIÐ

Ljósmyndir frá aðalfundi LFÍ 2017. Ljósmyndari: Sonja B. Guðfinnsdóttir

eða um 120 manns. Skjóða og tveir jólasveinar komu við hjá okkur og allir krakkar og fullorðnir skemmtu sér vel. Nefndin sótti í fyrsta sinn um styrk í Fræðslusjóð LFÍ til að vinna betur að endurmenntun og fræðslu lyfjafræðinga. Nefndinni var úthlutaður 150.000 kr styrkur til að prófa þetta verkefni. Styrkurinn verður notaður í mánaðarlega fræðslufundi sem nefndin ætlar að standa fyrir. Laganefnd Á starfsári félagsins sátu í nefndinni Ólafur Ólafsson formaður, Aðalsteinn J. Loftsson, Finnbogi Rútur Hálfdanarson og Ólafur Adolfsson. Mest vinna var í tengslum við þingsályktunartillögu um lyfjastefnu til ársins 2020 og frumvarp til laga um lyfjalög. Lyfjalagafrumvarpið hefur verið lengi í undirbúningi. Frumvarpið hafði tekið nokkrum breytingum frá þeim drögum sem félagið hafði áður fengið til umsagnar. Tekið hafði verið tillit til ýmissa athugasemda sem félagið hafði áður sent inn. Frumvarpið sem lagt var fyrir Alþingi undir lok vorþings fór aldrei til umræðu og dagaði uppi. Viðbúið er að þráðurinn verði tekinn upp að nýju þegar frumvarpið verður aftur lagt fyrir Alþingi. Nálgast má yfirlit yfir umsagnarbeiðnir til laganefndar LFÍ í ársskýrslu LFÍ 2016-2017 sem er aðgengileg á innri vef félagsins. Lyfjafræðisafnið Í stjórn safnsins á árinu voru Hildigunnur Hlíðar, Jóhannes Skaftason, Kristín Einarsdóttir, Vigfús Guðmundsson og Þorbjörg Kjartansdóttir, ásamt Sigurði Traustasyni sem er varamaður. Hollvinir safnsins eru Guðfinna Guðmundsdóttir og Halldóra Ásgeirsdóttir og hafa þær mætt flesta þriðjudaga, unnið vel og munar verulega um framlag þeirra. Starfsemi safnsins árið 2016 var með líku sniði og undanfarin ár og kom safnstjórn saman á vikulegum vinnufundum allan veturinn. Viðhaldi á safnhúsinu var sinnt, m.a. voru gluggar á norðurhlið málaðir að utan.

Eins og undanfarin ár var safnið opið frá 1. júní til 1. september en auk þess var tekið á móti sex hópum. Gestir safnsins voru um 300. Opið var í Nesstofu frá 1. júní til 1. september og var þar einungis listsýning átta kvenna sem tengdist á engan hátt heilbrigðissögu staðarins. Alþjóðlegur safnadagur er haldinn hátíðlegur 18. maí ár hvert. Lyfjafræðisafnið var opið frá kl.15 – 19 þann dag með það í huga að fólk gæti komið eftir vinnu. Lyfjafræðingafélagið auglýsti fuglaskoðun með leiðsögn í framhaldi af opnun safnsins. Aðsókn var dræm, sennilega vegna lítillar kynningar en einnig var tíminn óvenjulegur. Rætt var um stækkun Urtagarðsins og hefur stjórn Urtagarðsins fengið samþykki Seltjarnarnesbæjar fyrir stækkun garðsins og var unnið að hönnun. Reiknað er með að framkvæmdir við stækkun hefjist nú í sumar. Kjaranefnd Aðalmenn kjaranefndar voru Guðrún Björg Elíasdóttir, Ingibjörg Arnardóttir og Þórir Benediktsson. Varamenn voru Roberto Estevez Estevez, Snæbjörn Davíðsson og Torfi Pétursson. Kjarasamningar voru uppfærðir, m.a. vegna lífeyrisréttinda, í samræmi við aðra kjarasamninga. Í framhaldi af nýjum kjarasamningi milli LFÍ og ríkisins frá 16. nóvember 2015 var unnið að uppfærslu á stofnanasamningum og vörpun yfir í nýja launatöflu sem gildir frá 1. júní 2016. Félagsvísindastofnun framkvæmdi hefðbundna kjarakönnun í maí 2016. Samþykkt var tilboð frá Samtökum atvinnulífsins um gerð launakönnunar ásamt launagreiningu 3 síðustu ára fyrir apótekslyfjafræðinga. Starfsmenntunarsjóður. Stjórn sjóðsins skipa Guðrún Björg Elíasdóttir, Þórir Benediktsson og Einar Mar Þórðarson f/h ríkisins. Úthlutað var úr sjóðnum, í apríl og október. Alls voru veittir 17 styrkir en einni umsókn var hafnað.

Tímarit um lyfjafræði

37


FÉLAGIÐ

Sjúkrasjóður LFÍ. Stjórn sjóðsins skipa Guðrún Indriðadóttir, Svanhildur Kristinsdóttir og Örn Guðmundsson. Fjórar umsóknir bárust í sjúkrasjóð., tveir félagsmenn hlutu sjúkradagpeninga en tvær umsóknir féllu ekki undir reglugerð sjóðsins og hlutu þeir umsækjendur því ekki styrki. Orlofsheimilasjóður Orlofsheimilasjóðsnefnd (sumarbústaðanefnd) skipa Lárus Freyr Þórhallsson formaður, Magnús Júlíusson og Arna Katrín Hauksdóttir. Nefndarmenn hafa í samráði við starfsfólk á skrifstofu LFÍ séð um að úthluta félögum orlofshúsum innanlands, auk þess sem tjaldvagnar/fellihýsi hafa staðið félagsmönnum til boða. Bústaðurinn í eigu félagsins, Lyfjakot í Grímsnesi, er yfirleitt vel nýttur. Árið 2016 bárust að venju margar umsóknir og reynt var að hafa valkostina vel dreifða um landið og framboðið sem mest. Auk Lyfjakots voru bústaðir í boði á Dalvík, í Vaðlaborgum í Eyjafirði, við Flúðir, í Úthlíð, í Borgarfirði og á Héraði. Einnig var aftur boðið upp á 2 valkosti á Spáni eftir vel heppnaða tilraun með 1 íbúð árið áður. Lyfjakot stóð áfram til boða yfir vetrartímann og var nýtt nokkuð vel þó lausar helgar hafi verið tíðari en oft áður. Auk þess stóð félagsmönnum til boða að nýta aðra valkosti með niðurgreiðslu frá sjóðnum að ákveðnu marki. Á árinu var farið í ýmis viðhaldsverkefni í Lyfjakoti. Pallurinn kringum húsið var mikið endurnýjaður, skjólveggur settur upp og trjágróður í kringum bústaðinn snyrtur. Nýr hornsófi var keyptur, rafmagnsinnstungur voru endurnýjaðar auk þess sem almennu viðhaldi var sinnt og ýmis búnaður endurnýjaður. Faghópur um sjúkrahúslyfjafræði innan LFÍ Faghópur um sjúkrahúslyfjafræði er starfandi innan Lyfjafræðingafélags Íslands á grundvelli laga þess. Fjöldi félaga 1. febrúar 2017 var 55. Stjórn 2016-2018 skipa Þórunn K. Guðmundsdóttir formaður, Anna I. Gunnarsdóttir ritari, Elín I. Jacobsen, Sandra Björg Steingrímsdóttir og Guðrún Indriðadóttir meðstjórnendur, en Guðrún er jafnframt tengiliður Faghóps krabbameinslyfjafræðinga. • Þórunn K. Guðmundsdóttir, sótti aðalfund EAHP í Prag, Tékklandi í júní 2016 sem var jafnframt fjórði aðalfundur Íslands sem fullgilt aðildarland. • Kynning og innleiðing á Evrópuyfirlýsingum um lyfjaþjónustu á sjúkrahúsum “European Summit on Hospital Pharmacy” er hafin. Yfirlýsingarnar innihalda framtíðarhlutverk og hæfni sem fagstéttin mun leitast við að ná og viðhalda, og marka tímamót hjá sjúkrahúslyfjafræðingum í Evrópu. Verkefnið verður kynnt fyrir lyfjafræðingum, heilbrigðisyfirvöldum, stjórnendum heilbrigðisstofnana og öðrum hagsmunaaðilum á Íslandi á næstunni. Þórunn K. Guðmundsdóttir er fulltrúi verkefnisins, og sótti fyrsta innleiðingarfund EAHP í Brussel í október 2016.

38

Tímarit um lyfjafræði

• Eftir 18 mánaða vinnuferli eru komin drög að umgjörð fyrir verkefnið “Common Training Framework (CTF) for hospital pharmacy education in Europe” sem nú er í samevrópsku álitsferli. Markmið verkefnisins er að útbúa staðlaðar og viðurkenndar hæfniskröfur, með því markmiði að sjúkrahúslyfjafræðingar geti auðveldlega flutt sig í starfi á milli landa innan Evrópu. Pétur S. Gunnarsson er fulltrúi Faghópsins í CTF verkefninu, en Þórunn K. Guðmundsdóttir og Anna I. Gunnarsdóttir eru varamenn. Þátttaka í verkefninu er styrkt af EAHP. • Tvö EAHP “Academy Seminar” voru haldin 29. september til 1. október 2016 í Bukarest, Rúmeníu. Baldur Guðni Helgason, Jóna Valdís Ólafsdóttir og Þórunn K. Guðmundsdóttir sóttu námskeiðin, sem voru veglega styrkt af EAHP. • 22. ráðstefna EAHP 2017 var haldin í Cannes, Frakklandi 22.24. mars. Yfirskrift ráðstefnunnar er “Hospital pharmacists – catalysts for change”. Kynnt voru ágrip og veggspjald samevrópskrar rannsóknar “Pan-European Project for PAtient-Safety” (PEPPAS) um lyfjaatvik unnið á Landspítala í samstarfi við sjúkrahúslyfjafræðinga í Þýskalandi, Eistlandi og Ungverjalandi. • Fréttabréf EAHP “EU Monitor” var reglulega sent til félagsmanna með tölvupósti, en það er einnig aðgengilegt á heimasíðu EAHP (www.eahp.eu). • Tímarit EAHP European Journal of Hospital Pharmacy (EJHP) var reglulega sent til félagsmanna. Félagar LFÍ eru hvattir til þess að birta rannsóknir sínar í EJHP og skrifa um þróun og gagnsemi starfsemi sinnar á heilbrigðisstofnunum eða s.k. “Best Practices”. EJHP nær til um 16.000 sjúkrahúslyfjafræðinga í Evrópu. • Faghópur krabbameinslyfjafræðinga er undirhópur Faghóps um sjúkrahúslyfjafræði og aðili að Evrópusamtökum um krabbameinslyfjafræði European Society of Oncology Pharmacy (ESOP). ESOP heldur árlega Masterclass námskeið um krabbameinslyfjafræði fyrir lyfjafræðinga, um aseptisk vinnubrögð og þjálfun í þeim, og er námskeiðið viðurkennt í Evrópu til endurmenntunar. Sjúkrahúsapótek Landspítala tekur þátt í MASHA rannsókn ESOP á mengun af völdum blöndunar og gjafar krabbameinslyfja og vinnu við úrbætur á því sviði. Guðrún Indriðadóttir og Þórunn K. Guðmundsdóttir sóttu ráðstefnu ESOP eða European Congress of Oncology Pharmacy (ECOP3) 19.-21. maí 2016 í Dubrovnik, Króatíu, ásamt starfsdegi aðildarlanda ESOP. Guðrún Indriðadóttir sótti aðalfund ESOP í Amsterdam í janúar 2017 í tengslum við ráðstefnu ECCO (European CanCer Organisation).


Verkir í liðum?

• Inniheldur Glucosamin súlfat • Duft í skammtapokum • Leyst upp í vatni – auðvelt að taka inn • Nær bragðalaust – með sætuefnum • Einn skammtur á dag • Ódýrari valkostur

Við vægri til meðalsvæsinni

slitgigt í hné

Fæst án lyfseðils í apótekum Notkunarsvið: Glucosamin LYFIS er notað til að draga úr einkennum vægrar til meðalsvæsinnar slitgigtar í hné. Ekki má nota lyfið ef um er að ræða ofnæmi fyrir glucosamini, einhverju öðru innihaldsefni lyfsins eða fyrir skelfiski, þar sem glucosamin er unnið úr skelfiski og ef um er að ræða meðfæddan efnaskiptasjúkdóm (fenýlketonmigu). Gæta skal sérstakrar varúðar: Einstaklingar með sykursýki, astma, alvarlegt lifrar- eða nýrnavandamál, óþol fyrir einhverjum tegundum sykurs eða eru á natríumskertu fæði skulu leita ráða hjá lækni áður en lyfið er notað. Einnig þarf að útiloka að um sé að ræða annan liðsjúkdóm. Meðganga og brjóstagjöf: Ekki liggja fyrir nægilegar upplýsingar um notkun og því skal ekki nota Glucosamin LYFIS á meðgöngu eða samhliða brjóstagjöf. Skömmtun: Fullorðnir, einnig aldraðir: Innihald eins skammtapoka á dag, helst með mat. Algengustu aukaverkanir: Ógleði, kviðverkur, meltingartruflanir, vindgangur, hægðatregða og niðurgangur. Lesið vandlega fylgiseðil sem fylgir lyfinu. SmPC: Febrúar 2014.


ÍSLENSKA/SIA.IS LYF 84762 06/17

Við erum til staðar …

Opið til miðnættis í Lyfju Lágmúla og Smáratorgi.

… og veitum þér góða þjónustu Hjá okkur starfa lyfjafræðingar, hjúkrunarfræðingar, lyfjatæknar og sérþjálfað starfsfólk sem er tilbúið að veita þér þjónustu í verslunum okkar um land allt.

Netverslun – lyfja.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.