Listin ad lifa sumar 2017

Page 1

ISTIN LAÐ LIFA

Tímarit Landssambands eldri borgara á Íslandi

SUMAR 2017

Landsfundur 2017 Lífeyrissjóðir verða fyrsta stoðin Tvö stóru baráttumálin í höfn Viðtöl við formenn félaga í LEB

le

b.

is


Rakel Dögg sjúkraþjálfari

Sigrún sjúkraþjálfari

Arna Mekkín sjúkraþjálfari

Elfa Björt þroskaþjálfi

Edda hjúkrunarfræðingur

Katrín Klara hjúkrunarfræðingur

Jóhanna iðjuþjálfi

Gígja hjúkrunarfræðingur

Magnea Freyja heilbrigðisverkfræði

Fagmenntað fólk í þína þágu Á heilbrigðissviði Eirbergs á Stórhöfða 25 starfar hópur fólks með sérþekkingu og mikla reynslu. Heilbrigðismenntað starfsfólk býr yfir víðtækri fagþekkingu á vörum og búnaði en metnaður er lagður í að greina þarfir viðskiptavina og koma til móts við óskir þeirra. Við veitum heilbrigðisstofnunum, fagfólki og einstaklingum faglega ráðgjöf og góða þjónustu. Við bjóðum fagfólki, og skjólstæðinga þeirra, velkomið í nýjan sýningarsal okkar staðsettan á Stórhöfða en þar eru til sýnis, og prófunar, mörg þau hjálpartæki og vörur sem heilbrigðissvið hefur upp á að bjóða. Sem áður bjóðum við einnig upp á að bóka tíma í lokuðum viðtalsherbergjum og í göngugreiningu sjúkraþjálfara í sérhönnuðu rými.

Heilbrigðissvið Medical & Healthcare

Markmið okkar eru að efla heilsu og auka lífsgæði, auðvelda störf og daglegt líf, stuðla að vinnuvernd og hagræði. Heilbrigðissvið Eirbergs er staðsett að Stórhöfða 25 og er fagþjónusta veitt alla virka daga frá kl. 9:00 til 16:30. Tímapantanir eru í síma 569 3100.

Eirberg Heilsa, Stórhöfða 25 • Eirberg Lífstíll, Kringlunni 1. Hæð • Sími 569 3100 • eirberg.is


Meðal efnis 73% eldri borgara segjast við góða heilsu ....... 4 Hvað hefur náðst af baráttumálum LEB......... 5 Samfélagið nýtur virkni eldri borgara................ 6 Ellert B. Schram formaður................................. 6 Búist við miklum fjölda í Hveragerði................ 7 Lausnin er forvarnarstarf .................................. 8 Landsfundur LEB 23.-24. maí 2017.................. 9 Greiðslur til aldraðra aukast............................... 9 Viðtöl við formenn aðildarfélaga....................10 Neytendamál - hagsmunamál eldri borgara...13 Bókahornið.........................................................14 Framtíðarverkefni í málefnum LEB................15 Styrkir Öldrunarráðs ........................................15 Fræðsluhornið....................................................16 Garðs Apótek opnar appotek.is ......................17 Tvö megin baráttumál síðustu ára í höfn.......18 Lífeyrissparnaður verður fyrsta stoðin............20 Krossgáta.............................................................22 Úr búri náttúrunnar...........................................24 Vísnaskrínið........................................................26 Lækningamáttur íslensku hvannarinnar..........27 Fimmfaldur íslandsmeistari í listflugi nálgast nírætt.......................................28

Útgáfustjórn: Bryndís Steinþórsdóttir, bryndisst@internet.is Eyjólfur Eysteinsson, eye@simnet.is Grétar Snær Hjartarson, gretar@heima.is Haukur Ingibergsson, 8haukur8@gmail.com Jóna Valgerður Kristjánsd. jvalgerdur@gmail.com Sigurður Jónsson, asta.ar@simnet.is Ritstjóri: Jóhannes Bj. Guðmundsson, lal@dot.is Forsíðumynd: Ófærufoss í Eldgjá, ljósmynd: Arnar Bergur Guðjónsson. Auglýsingar: Sökkólfur ehf., lal@dot.is Umbrot & útlit: Sökkólfur ehf., kjartan@dot.is Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Útgefandi: Landssamband eldri borgara, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, leb@leb.is

Leiðari

Norræn velferð í lífeyrismálum Íslendingar hafa verið þátttakendur í alþjóðlegu samstarfi um áratuga skeið og ríkisstjórnir, hvar í pólitíska litrófinu sem þær standa, hafa jafnan tekið verulegt mið af norrænni velferðastefnu við uppbyggingu og skipulag velferðarkerfa okkar. Hið norræna viðhorf hefur haft áhrif á lagasetningu á Alþingi, réttinda- og kjarabaráttu stéttarfélaga, sem og aðgengi að samfélagskerfum og Haukur Ingibergsson, menntastofnunum ekki síst á Norðurformaður Landssambands löndunum. Í íslenska skólakerfinu var eldri borgara, LEB lengi lögð áhersla á að danska væri fyrsta erlenda tungumálið til að gera nemendum meðal annars kleift að sækja framhaldsnám og stunda atvinnu á Norðurlöndunum. Við höfum verið þátttakendur í norrænu samstarfi félagasamtaka, íþróttahreyfingarinnar og launþegahreyfinganna svo fátt eitt sé talið. Þessi þátttaka hefur veitt okkur aukna þekkingu og víðsýni á flestum sviðum þjóðfélagsins. Það hefur einnig átt við um Landssamband eldri borgara. Landssambandið tekur þátt í samstarfi norrænna samtaka eldri borgara og á vegum þeirra einnig tekið þátt í evrópsku samstarfi. Markmið þessa samstarfs hefur verið að miðla og afla upplýsinga. Ennfremur að ræða ólíkar aðstæður lífeyrisþega með tilliti til efnahagslegra og samfélagslegra aðstæðna. Í þeim umræðum hefur norræna velferðarhugsunin verið grundvöllurinn og á fundum norrænna landssamtaka eldri borgara leggja allir áherslu á að standa vörð um þá stefnu. Á síðustu misserum hefur starf samtakanna einkum einkennst af umræðu um afkomu og stöðu lífeyrisþega á Norðurlöndunum. Fjallað hefur verið um helstu ágalla lífeyriskerfanna í hverju landi, áhrif skattalaga á lífeyrisgreiðslur og hvers konar ákvæða sem valda mismunun á kjörum lífeyrisþega. Víðtæk upplýsingaöflun hefur verið unnin af aðildarsamtökunum hjá opinberum aðilum í hverju landi og alþjóðastofnunum. Í þeim umræðum hafa fulltrúar sænsku samtakanna meðal annars vakið athygli á að skattur af lífeyrisgreiðslum þar í landi er hærri en skattur af launatekjum. Allur samanburður á lífskjörum fólks milli landa er vandmeðfarinn en ýmsir þættir hafa þar áhrif eins og ákvæði skattalaga, húsnæðiskostnaður, gjaldtaka heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustan, en ekki síst gengi gjaldmiðla undanfarin misseri. Landssamtök lífeyrissjóða á Íslandi hafa birt á vefsíðunni www.lifeyrismal.is greinargóða samantekt um lífeyrismál. Hún byggir á gögnum efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD og öðrum opinberum aðilum um samanburð á lífeyriskerfum fimm landa. Þar er gerð grein fyrir afkomu lífeyrisþega í lífeyriskerfinu á Íslandi í samanburði við lífeyrisþega í Danmörku og Svíþjóð en einnig á Bretlandi og í Hollandi. Í samantektinni kemur vel í ljós að íslenska lífeyriskerfið sem einkum byggir á stoðum lífeyrissjóðanna og almannatrygginga stendur vel þrátt fyrir að lífeyriskerfið á Íslandi hafi verið byggt upp á ótrúlega skömmum tíma. Í upphafi voru margir fullir efasemda um nokkurn ávinning af því Framhald á næstu síðu. 3


Leiðari: framhald. að greiða í lífeyrissjóðina. Nú er hins vegar ljóst að þeir sem voru á vinnumarkaði og höfðu ekkert val um annað en að greiða í lífeyrissjóðina eru að fá sífellt hærri lífeyrisgreiðslur úr þeim sjóðum. Talið er að hlutur lífeyrissjóðanna í greiðslu lífeyris árið 2015 hafi verið 66% en opinbera kerfisins 34% og það bil gliðnar með hverju árinu. Lífeyriskerfi almannatrygginga hefur verið í endurskoðun um langt árabil og verið fjallað um það í fjölmennum nefndum þar sem torsótt var að ná málamiðlunum um breytingar. Sú breyting sem gerð var á almannatryggingakerfinu

1. janúar 2017 var merkur áfangi á langri leið. Kerfið einfaldaðist og kjör þeirra sem lakar standa bötnuðu verulega þar sem megináhersla var lögð á hækkun ellilífeyris til þeirra sem nær einungis áttu rétt til lífeyris hjá almannatryggingum sem eru fyrst og fremst konur. Vegferðin heldur hins vegar áfram og innan tíðar þarf að skoða hvernig til tókst við lagabreytinguna. Endurskoðun á frítekjumarkinu þolir til dæmis enga bið og er þess getið í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar að því verði breytt. Einnig er umdeilanlegt að hópur eldri borgara sem njóta hæstu

greiðslna úr lífeyrissjóðunum o.fl. fái engar greiðslur frá almannatryggingum. Hafa þarf hugfast að ávallt er ástæða til að krefjast hærri lífeyris á sama hátt og launþegar krefjast hærri launa og betri kjara. Það er grundvöllur norrænnar velferðar í sókn til betri lífskjara. Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara

Greining á högum og líðan aldraðra á Íslandi árið 2016

73% eldri borgara segjast við góða heilsu Fleiri segjast einmana en áður

Nú í ársbyrjun voru birtar niðurstöður úr rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um hagi og líðan aldraðra á Íslandi árið 2016. Rannsóknin var unnnin fyrir Landssamband eldri borgara, velferðarráðuneytið og Reykjavíkurborg og er með henni ætlunin að fylgjast með þróun á högum og líðan eldri borgara og þannig auka þekkingu á þörf fyrir þjónustu og gæðum hennar. Þátttakendur voru spurðir um almennt heilbrigði, viðhorf til heilbrigðisþjónustu, aðstoð sem þau nýta sér, félagslega virkni og fleiri atriði. Þetta er í fjórða sinn sem svona könnun er lögð fyrir. Hún var fyrst gerð árið 1999, aftur árið 2006 og 2012 og þannig er hægt að fylgjast með þróun þar sem við á þegar spurt er um sömu hluti.

Flestir við góða heilsu

Þrír af hverjum fjórum eldri borgara stundar einhverja líkamsrækt 1-2 sinnum í viku eða oftar og er það í samræmi við fyrri kannanir. Mikill meirihluti svarenda í öllum aldurshópum stundan reglulega einhverja líkamsrækt eða aðra hreyfingu og tengslin milli heilsufars og líkamsræktar eru sterk. Nærri þrír af hverjum fjórum eða 73% eldri borgara meta heilsufar sitt frekar eða mjög gott og er hlutfallið sambærilegt við fyrri kannanir. Langflestir þeirra sem segjast meta heilsufar sitt gott stunda líkamsrækt a.m.k. vikulega.

4

Einmanaleiki eykst

Virkni í notkun internetsins er að aukast meðal eldri borgara og segjast ríflega 60% aðspurðra nota netið á hverjum degi. Facebook er algengast samfélagsmiðillinn. En þótt netnotkun aukist virðast fleiri eldri borgarar vera einmana en áður. Hópurinn sem upplifir einmanaleika hefur farið stækkandi frá árinu 2007. Árið 2012 voru 13% sem sögðust stundum eða oft vera einmana. Þessa tala er 17% á síðasta ári. Einmanaleiki er algengari í hópi þeirra sem eru ógiftir, ekkjur/ ekklar, búa einir, eru tekjulitlir eða glíma við slæma heilsu. Nærri helmingur eða 45% eldri borgara telur að heilbrigðisþjónustan hafi versnað. Fólk er þó almennt nokkuð sátt við aðgengi að þeirri heilbrigðisþjónustu sem það þarf á að halda. 74% telur aðgengið mjög eða frekar gott. Athygli vekur að því verri heilsu sem fólk telur sig hafa, því lægra hlutfall telur aðgengið gott að heilbrigðisþjónustu. Áhugasamir geta kynnt sér skýrsluna um hagi og líðan aldraðra á Íslandi í heild sinni á vef landssambandsins á www.leb.is, en við birtum á nokkrum stöðum í blaðinu ýmsa athyglisverða punkta úr niðurstöðum skýrslunnar, þeir fyrstu hér fyrir neðan.

Úr skýrslu um hagi og líðan aldraðra 2016

Úr skýrslu um hagi og líðan aldraðra 2016

Meðalkostnaður eldri borgara sem þurfa að standa straum af læknisheimsóknum er um 25 þúsund krónur í dæmigerðum mánuði. Tæplega helmingur segist engan slíkan kostnað hafa og þarf venjulega ekki að standa undir læknakostnaði. Lyfjakostnaður er að jafnaði lægri en læknakostnaður eða rúmar 11 þúsund krónur.

9 af hverjum tíu eldri borgurum búa í eigin húsnæði. Þetta er mjög svipað hlutfall og hefur verið frá aldamótum. Athygli vekur að í elsta aldurshópnum, 88 ára og eldri, búa ríflega fjórir af hverjum fimm í eigin húsnæði. Mun færri eldri borgarar leigja á almennum markaði nú heldur en var árið 1999.


Hvað hefur náðst fram af baráttumálum Landssambandsins? Í tilefni af Landsfundi nú í vor fannst okkur í ritnefnd blaðsins fróðlegt að skoða hvað hefði áunnist í að koma í framkvæmd ályktunum LEB frá síðasta landsfundi sem haldinn var 2015. Við tókum ekki allar ályktanir til nákvæmrar skoðunar en hér fara á eftir nokkur dæmi um hvar árangur hefur náðst.

Úr kjaramálaályktun:

Landsfundurinn skorar á stjórnvöld að ljúka endurskoðun almannatrygginga. Endurskoðunin verður að leiða til þess að dregið sé úr tekjutengingum.

Árangur. Þetta hefur verið baráttumál LEB í mörg ár. Lokið er endurskoðun almannatrygginga hvað varðar eldri borgara og komið er á nýtt kerfi þar sem verulega er dregið úr tekjutengingum.

Landsfundurinn vill að starfslok verði sveigjanleg og valkvæð.

Árangur: Í nýjum lögum um almannatryggingar er ákvæði um sveigjanleg starfslok frá 65 ára aldri til 80 ára.

Landsfundurinn krefst þess að lífeyrir almannatrygginga taki að lágmarki sömu hækkunum og lægstu laun sem samið verður um í næstu kjarasamningum.

Árangur: Nýir kjarasamningar tóku gildi 1. maí 2015. Þetta náðist ekki frá þeim tíma, en þó í áföngum fram til áramóta 2018.

Landsfundurinn krefst þess að niðurgreiðslur til aldraðra vegna heyrnartækja og tannviðgerða verði hækkaðar.

Árangur: Niðurgreiðsla vegna heyrnartækja var hækkuð úr 30.000 kr. pr. tæki í 50.000.- kr. Ekki hefur náðst fram hækkun vegna tannviðgerða.

Úr ályktun um heilbrigðismál:

Landsfundurinn vill að eftirlit með hjúkrunarheimilum verði markvisst og fylgi viðurkenndum reglum og stöðlum um hjúkrun aldraðra. Gerðir verði þjónustusamningar við öll hjúkrunarheimili.

Árangur: Landlæknisembættið hefur nú þetta eftirlit og hefur látið til sín taka á nokkrum stöðum. Gengið hefur verið frá rammasamningi við öll hjúkrunarheimilin.

Landsfundurinn ítrekar þá kröfu að greiðslufyrirkomulag á hjúkrunarheimilum verði endurskoðað. Fólk haldi fjárhagslegu sjálfstæði sínu þegar það flytur inn á hjúkrunarheimili, greiði húsaleigu, fæði og aðra grunnþjónustu. Ríki eða sveitarfélög greiði fyrir hjúkrun og umönnunarþáttinn og vasapeningar verði aflagðir.

Árangur: Í nyjum lögum um almannaryggingar er ákvæði um þetta og starfandi er starfshópur á vegum velferðarráðuneytis sem ætlað er að koma með tillögur um breytt greiðslufyrirkomulag á hjúkrunarheimilum.

Landsfundurinn beinir því til heilbrigðisráðherra að nauðsynlegt er að efla heilsugæslu og aðra grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins.

Árangur: Heilsugæslustöðvum hefur eitthvað fjölgað og verið er að auka við grunnþjónustu t.d með því að fjölga sálfræðingum við skóla og heilsugæslustöðvar.

Úr ályktun um félags-og velferðarmál:

Landsfundurinn beinir því til stjórnvalda að öldungaráð í hverju sveitarfélagi eða í samvinnu sveitarfélaga verði lögfest sem réttbær tillögu– og umsagnaraðili um málefni eldri borgara og skorar á aðildarfélög LEB að beita sér fyrir stofnun öldungaráða í sínu sveitarfélagi þar sem þau starfa ekki nú þegar. Öldungaráðin kynni sér m.a. þjónustu og aðbúnað eldra fólks á heimilum, í þjónustuíbúðum og á öldrunarheimilum og leggi fram tillögur þar sem úrbóta er þörf.

Árangur: Endurskoðun laga um félagsþjónustu fór fram á síðasta kjörtímabili og þar kom fram tillaga um að lögfesta öldungaráð í sveitarfélögunum. Endurskoðunin náði þó ekki inn í þingið s.l. haust, en útlit er fyrir að svo verði á þessu kjörtímabili. Mikið hefur áunnist í stofnun öldungaráða víðs vegar um landið og hafa félögin innan LEB beitt sér í því.

Landsfundurinn telur nauðsynlegt að rannsaka ofbeldi gegn öldruðum. Aldursfordómar eru víða og geta leitt til ofbeldis. Landsfundurinn beinir því til landlæknisembættisins að hafa forgöngu um slíka rannsókn.

Árangur: Haldnar hafa verið ráðstefur um ofbeldi gegn öldruðum og LEB átt aðild að þeim. Þannig hefur orðið umræða um málið. Engar marktækar rannsóknir hafa þó farið fram um ofbeldi gegn öldruðum hér á landi, en s.l. haust var veittur styrkur til rannsóknar á þessu sviði.

5


Rannsókn um framlag eldri borgara:

Samfélagið nýtur góðs af virkni eldri borgara Það er ljóst að óbeint framlag eldri borgara til samfélagsins er mikið, þó ekki hafi það alltaf farið hátt í umræðunni. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var í fyrra, sýna svo ekki verður um villst að eldri borgarar eru oftar en ekki bjargvættir og stuðningsnet fyrir fjölskyldu sína og vini. Rannsóknin var unnin að beiðni Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og gerð undir stjórn Ingibjargar H. Harðardóttur sálfræðings og lektors við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. „Þetta er sterkur hópur og ég vil ekki týna til eitthvað eitt úr þessari rannsókn því það er heildarniðurstaðan sem mér þykir markverðust,“ segir Ingibjörg þegar hún er spurð um niðurstöðurnar. „Þetta mikla framlag eldri borgara er auðvitað mikilvægt fyrir þá sem njóta þess, en ekki síður mikilvægt fyrir þá sjálfa sem veita aðstoðina og í raun samfélagið allt.“ Framlag eldri borgara er margvíslegt og margt af því sem fjallað er um í skýrslunni yrði trúlega ekki flokkað sem framlag í opinberum skýrslum. Sumum viðmælendum þótti varla taka því að nefna ýmislegt af því sem þeir voru að fást við og orð eins og að dunda og dútla komu nokkuð oft fyrir þó að um væri að ræða merkileg viðfangsefni. Þetta er hvergi metið til fjár en er samt sem áður

Ingibjörg H. Harðardóttir, sálfræðingur og lektor við Mennta­vísindasvið Háskóla Íslands. mjög mikilvægt. Fyrir þá sem fá vinnustundir gefins í byggingarframkvæmdum eða eiga foreldra sem geta hlaupið endurtekið undir bagga með barnapössun er slíkt ómetanlegur styrkur.

Vantar fé til meiri rannsókna

Árið 2006 var unnin sambærileg rannsókn og sú sem gerð var í fyrra og fjallað hefur verið um, nema hvað þá spurði Gallup einnig um viðhorf almennings til eldri borgara og framlags þeirra. Ingibjörg segir að fjárskortur hafi valdið því að í rann-

Úr skýrslu um hagi og líðan aldraðra 2016 Ríflega helmingur eldri borgara (52%) telur viðhorf til eldri borgara í samfélaginu vera frekar eða mjög jákvæð.

Grund - afsökun Í síðasta tölublaði Listarinnar að lifa var greint frá því að hjúkrunarheimilið Grund hefði í meira 90 ára sögu heimilisins aldrei haft skriflegan samning um starfsemina. Þetta hafi verið raunin á sama tíma og ríkissjóður hafi alla tíð greitt framlög til Grundar eins og annarra hjúkrunarheimila. Texti þessi um Grund var settur fram í samhengi við umfjöllun blaðsins varðandi rammasamning um þjónustu hjúkrunarheimila í landinu. Á engan hátt var það ætlun blaðsins að gagnrýna hjúkrunarheimilið Grund eða það góða starf sem þar er unnið. Dæmið um Grund var eingöngu nefnt til að sýna hversu einkennilegt það hefur verið í öll þessi ár að ríkið hafi ekki haft samning um þennan málaflokk. Forsvarsmenn Grundar eru beðnir afsökunar, hafi á einhvern hátt verið rangt farið með eða textinn verið misskilinn. Það var ekki ætlunin. Ritstjóri 6

sóknina núna vanti að fá þessa vitneskju fram. „Við hefðum gjarnan viljað hafa þann möguleika að spyrja hinn almenna borgara um hvers lags stuðnings þeir njóti frá eldri borgurum. Slík könnun er hins vegar dýr, en það væri mjög áhugavert að sjá niðurstöðuna og geta borðið saman við niðurstöður frá 2006. Ein af mínum skyldum sem háskólakennari er að stunda rannsóknir og ég mun halda þeim áfram á þessu fræðasviði og vonandi fæst fjármagn til að skoða þetta betur,“ segir Ingibjörg. Þátttakendur í rannsókninni voru eldri borgarar valdir af handahófi úr þjóðskrá með það fyrir augum að gefa mynd af framlagi eldri borgara til samfélagsins. Niðurstöðurnar benda til að framlag eldri borgara sé umtalsvert en hópur eldri borgara er stór og langt frá því að vera einsleitur. Það er mikilvægt að benda einnig á styrkleika eldri borgara og að þeir geta verið sterkur þráður í óformlegu stuðnings- og öryggisneti sem skiptir svo miklu máli. Að auki býr í eldri borgurum kraftur, þekking og reynsla sem mikilvægt er að fái að njóta sín og nýtist öðrum.

Ellert B. Schram formaður Sjálfkjörið var í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á aðalfundi félagsins sem haldinn var 16. febrúar s.l. Engar aðrar tillögur en frá uppstillingarnefnd bárust áður en framboðsfrestur rann út. Ellert B. Schram hlaut þannig rússneska kosningu til næstu tveggja ára. Aðrir í stjórninni eru: Erna Indriðadóttir, Guðmundur Gunnarsson og Sigríður Snæbjörnsdóttir sem kjörin eru til næstu tveggja ára og í varastjórn til eins árs eru þau Reynir Vilhjálmsson, Anna Þrúður Þorkelsdóttir og Sjöfn Ingólfsdóttir. Fyrir eru í aðalstjórn Hrafn Magnússon og Guðrún Árnadóttir. FEB í Reykjavík og nágrenni er lang fjölmennasta aðildarfélag LEB með yfir tíu þúsund félagsmenn.


Landsmót UMFÍ 50+

Búist við miklum fjölda í Hveragerði Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Hveragerði Jónsmessuhelgina 23. - 25. júní næstkomandi. Landsmót þessi eru orðin fastur liður í skipulagðri hreyfingu fólks yfir miðjum aldri sem hefur gaman af því að hreyfa sig og keppa við aðra á eigin forsendum. Þetta er sjöunda mótið fyrir fimmtíu ára og eldri sem UMFÍ heldur. Ómar Bragi Stefánsson framkvæmda­ stjóri landsmóta UMFÍ, er orðinn spenntur fyrir mótinu enda hefur undir­­­­­búning­urinn gengið afskaplega vel. Móts­haldari er Héraðssambandið Skarp­héðinn (HSK) og bæjaryfirvöld í Hveragerði koma auk þess að mótinu ásamt fjöl­mörgum sjálfboðaliðum sem ætla að gera mótið sem best úr garði. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið á sambandssvæði HSK og hugur í mönnum þar á bæ.

Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri landsmóta UMFÍ. mikla gleði mótsgesta. Leikurinn verður endurtekinn í Hveragerði í sumar. Landsmót UMFÍ 50+ er fyrir alla sem fagna fimmtugsafmæli á árinu og þá

sem eldri eru. Í boði eru keppnisgreinar sem ættu að hugnast sem flestum. Þar á meðal er utanvegahlaup, strandblak á flottum velli, throwdown og þríþraut sem samanstendur af sundi, hjólreiðum og hlaupi. Þá verður boðið upp á frjálsar, golf og pútt, hið geysivinsæla boccía, línudans, ringó, sund, skák og margt fleira fyrir alla aldurshópa. Skráning á landsmót UMFÍ 50+ hefst 1. júní næstkomandi og fer hún fram á heimasíðu Ungmennafélags Íslands, www.umfi.is. Þar eru þegar komin drög að dagskrá. Þátttökugjaldið er 4.500 krónur og er fyrir eitt gjald hægt að skrá sig í eins margar greinar og viðkomandi vill taka þátt í.

Mót fyrir kröftugt fólk yfir 50

„Ég hef mjög góða tilfinningu fyrir þessu móti. Þarna er á ferð fagfólk hjá HSK þegar kemur að skipulagningu stórmóta. Búið er að manna nánast allar greinar með sjálfboðaliðum og gott skipulag á öllu,“ segir Ómar og telur mótið geta orðið mjög fjölmennt. Von sé á mörg hundruð keppendum og öðrum gestum, vegna nálægðarinnar við höfuðborgarsvæðið, Selfoss og aðra þéttbýliskjarna á Suðurlandi með kröftugum íbúum á besta aldri sem finnst gaman að hreyfa sig. Landsmót UMFÍ 50+ hefur ekki verið haldið jafn nálægt höfuðborginni síðan árið 2012 þegar fyrsta mótið var haldið í Mosfellsbæ. Ómar telur af þessum sökum að mótið í Hveragerði geti orðið það stærsta og fjölmennasta til þessa.

Frá 50+ mótinu á Ísafirði í fyrra.

Fjölbreytt keppni og skemmtun

Mikið er í boði fyrir alla mótsgesti í Hveragerði frá morgni til kvölds. Þeir sem komu á mótið á Ísafirði í fyrra muna vafalítið eftir kvöldverðinum og skemmtuninni á laugardagskvöldinu. Þetta var nýjung á mótinu og vakti 7


Fjölgun eldri borgara og heilbrigðiskerfið:

Lausnin er forvarnarstarf Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu telur útilokað að byggja og reka nægilega

mörg hjúkrunarheimili á næstu árum til að mæta fjölgun aldraðra. Þó svo að fjármagn yrði sett í byggingar og rekstur, gæti orðið mjög erfitt að fá hæft starfsfólk. Hann kallar eftir þjóðarátaki í forvarnarstarfi, með aukinni hreyfingu og endurhæfingu eldra fólks til að það geti búið lengur heima hjá sér. Þannig megi auka lífsgæði eldra fólks og um leið spara mikið. Pétur Magnússon er formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) en innan samtakanna eru fyrirtæki sem eru ekki ríkisfyrirtæki og starfa á heilbrigðissviði samkvæmt þjónustusamningi við ríkið. Aðild að SFV eiga nú hátt í 50 fyrirtæki en flest aðildarfélögin eru hjúkrunarheimili. Opinberar greiðslur til hjúkrunarheimila nema um 20% af heildarútgjöldum ríkisins til heilbrigðismála á ári og hjúkrunarheimilin hafa yfir að ráða um 2.500 hjúkrunar- og dvalarrýmum. Samkvæmt nýgerðum samningi við Sjúkratryggingar Íslands munu árlegar greiðslur úr ríkissjóði nema tæplega 30 milljörðum króna til þessara mála.

Fráflæðisvandi Landspítala

Flestum ætti að vera kunnugt um gríðarlega fjölgun eldri borgara á allra síðustu árum og ljóst er að mikil fjölgun verður í þessum aldurshópi á næstu árum og áratugum. Nú þegar berast reglulega fréttir af svokölluðum fráflæðisvanda aldraðra á Landsspítalanum sem Pétur segir að vitni um að ástandið sé nú þegar orðið mjög krefjandi verkefni fyrir samfélagið. „Fráflæðisvandi Landsspítalans snýst um að þarna eru aldraðir einstaklingar sem eru í raun fastir á spítalanum. Það leiðir til þess að spítalinn er yfirfullur af fólki og þarf jafnvel að vísa fólki frá. Þeir eldri borgarar sem liggja á spítalanum eru það veikir yfirleitt að þeir þurfa annað hvort að komast á hjúkrunarheimili eða njóta mjög mikillar heimaþjónustu sem er ekki í boði“, segir Pétur. „Spítalinn er í miklum vanda, því hann getur ekki útskrifað fólkið þar sem ekki eru til hjúkrunarrými og/eða ekki er til nægilegt fjármagn í heimaþjónustu. Hjúkrunarrýmum hefur lítið fjölgað á undanförnum árum í samræmi við fjölgun þessa aldurshóps og við blasir að ástandið er ekki að batna á næstu árum hvað það varðar.“

Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV)

Framtíðarstefnu vantar

„Stjórnvöld og stjórnmálamenn verða að koma fram með raunhæfa stefnu og setja markmið um hvernig samfélagið okkar ætlar að mæta þessari stöðu. Það sjá allir verkefnið sem blasir við en það er því miður alltof lítið gert. Nú einfaldlega getum við ekki lengur bara flotið áfram og haldið áfram að tala. Það þarf að setja framtíðarstefnu í málefnum aldraðra sem þurfa þjónustu og fara að fylgja henni eftir með markvissum hætti.“

Þjóðarátak um minni þjónustuþörf

Pétur telur áhyggjuefni að Landsspítalinn skuli reka biðrýmadeild á Vífilsstöðum. „Deildin á Vífilsstöðum, sem

opnaði árið 2013 er sprungin og þar að auki virðist ýmislegt benda til að hún sé helmingi dýrari en rekstur á rými á hjúkrunarheimili. Mismunurinn á þeim kostnaði sem þarna hefur þegar verið lagt í, er nú kominn langt upp í byggingarkostnað á nýju hjúkrunarheimili,“ segir Pétur. „Sumir vilja kalla þetta sóun á almannafé en þarna er gott dæmi um hvað það vantar algerlega markvissa stefnu í málaflokknum svo fjármunir nýtist sem best í þágu samfélagsins.“ „Við munum aldrei hafa efni á því að byggja nægilega mörg hjúkrunarheimili og reka þau til að fylgja eftir fjölgun eldra fólks á næstu áratugum. Jafnvel þótt stjórnvöld settu nægilegt fjármagn í byggingu og rekstur hjúkrunarheimila þá yrði erfitt að fá nóg af hæfu starfsfólki til að annast fólkið. Ég tel að aðal lausnin sé fólgin í forvarnarstarfi. Við þurfum þjóðarátak í að fá eldra fólk til að hreyfa sig meira og það fái góða endurhæfingu, þannig að markviss þjálfun skili því að fólk geti búið lengur heima, með eða án stuðnings. Mælingar sýna að í dag eru um 19% af 80 ára og eldri sem þurfa hjúkrunarrými. Bara ef við náum að lækka þessa tölu um 1% væri hægt að ná fram miklum sparnaði fyrir ríki, sveitarfélög og samfélagið allt. Ég tala nú ekki um ef við næðum að fækka í þessum hópi um 2-3%.“

Hreyfing eldra fólks er lykilatriði að sögn formanns SFV. Ljósmynd: Hreinn Magnússon 8


Landsfundur LEB 23.-24. maí 2017 Til að Landssambands eldri borgara geti gegnt hlutverki sínu við að vinna að hagsmuna-, velferðar- og áhugamálum aldraðra og koma fram fyrir hönd aðildarfélaganna gagnvart Alþingi, ríkisstjórn og stjórnvöldum, er mikilvægt að stefna LEB í hagsmunamálum aldraðra liggi jafnan skýr fyrir. Landsfundur fer með æðsta vald í málefnum landssambandsins og er fundurinn haldinn annað hvert ár. Að þessu sinni verður fundurinn haldinn þriðjudaginn 23. og miðvikudaginn 24. maí í Hraunseli, félagsmiðstöð Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Fundurinn hefst klukkan 13:00 fyrri daginn og fundarslit verða um hádegi seinni daginn. Mikilvægt er að aðildarfélög séu dugleg við að koma skoðunum sínum á framfæri við fundinn og að leggja fyrir hann tillögur um atriði sem viðkomandi félagi er umhugað um að LEB berjist

fyrir. Einfaldast er að aðildarfélögin sendi slíkar tillögur á netfang landssambandsins, leb@leb.is. Í lögum LEB segir að tillögur ásamt greinargerð, sem aðildarfélög eða fulltrúar hyggjast leggja fyrir landsfund, skuli sendar stjórn LEB a.m.k. mánuði fyrir fundinn, þannig að tillögur þurfa að berast ekki síðar en 22. apríl. Hvert aðildarfélag LEB kýs fulltrúa til þess að sitja landsfundinn og á hvert félag rétt á tveimur fulltrúum til setu á fundinum en félög með yfir 500 félagsmenn eiga rétt á einum viðbótarfulltrúa fyrir hverja 500 félaga, umfram 500 eða brot úr þeirri tölu.

Stjórn Landssambands eldri borgara hvetur öll aðildarfélög LEB til að senda til fundarins þann fjölda fulltrúa sem þau eiga rétt á og taka virkan þátt í umræðum og stefnumótun fundarins.

Greiðslur til aldraðra aukast

Greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins (TR) til ellilífeyrisþega hafa aukist um 4.187 milljónir króna á 1. ársfjórðungi 2017 frá því sem var á 1. ársfjórðungi 2016, samkvæmt tölum frá TR. Á fyrsta ársfjórðungi 2016 námu greiðslur til ellilífeyrisþega 11.929 milljónum króna, en 16.116. milljónum á 1. ársfjórðungi 2017. Þetta kemur til vegna breytinga á lögum um almannatryggingar sem tóku gildi um síðustu áramót og skila þannig yfir fjórum milljörðum meira í útgreiðslur til eldri borgara á fyrsta ársfjórðungi, miðað við sama tíma í fyrra.

Úr skýrslu um hagi og líðan aldraðra 2016 Vel yfir fjórðungur (28%) tekur þátt í félagsstarfi eldri borgara á vegum sveitarfélaganna.

LANDSMÓT UMFÍ 50+ 23.- 25. júní 2017 í Hveragerði Skemmtilegt mót sem er blanda af íþróttakeppni og hreyfingu fyrir alla sem eru 50 ára og eldri. Þátttökugjald er 4.500 kr. Skráning fer fram á heimasíðu Ungmennafélags Íslands ( www. umfi.is ) frá 1. júní.

KEPPNISGREINAR Badminton | Boccia | Bridds | Frjálsíþróttir | Fuglagreining | Golf | Jurtagreining Línudans | L50+ throwdown | Pútt | Pönnukökubakstur | Ringó | Skák Stígvélakast | Strandblak | Sund | Þríþraut | Utanvegahlaup Vertu með okkur í Hveragerði og taktu þátt á þínum forsendum.

LESTU MEIRA Á UMFI.IS 9


Viðtöl við formenn aðildarfélaga Það er mikil gróska í félagsstarfi aðildarfélaga LEB um allt land og drífandi og áhugasamt fólk sem situr í stjórnum félaganna. Jóna Valgerður sló á þráðinn til nokkurra formanna í félögum eldri borgara til að forvitnast um starfið og hvað væri helst á döfinni hjá þeim. Hér á síðunum á eftir fer stutt samantekt úr þessu spjalli hennar við þessa forystumenn eldri borgara í fjórum sveitarfélögum landsins. Birgitta Pálsdóttir formaður FEB Skagafirði

„Starfsemi félagsins er á þremur stöðum í sveitarfélaginu“ segir Birgitta. „Hér á Sauðárkróki erum við í Húsi Frítímans en höfum þar bara til umráða tíu klukkustundir á viku sem okkur finnst naumt skammtað. Að öðru leyti er húsið nýtt fyrir tómstunda- og frístundastarf unglinga. Sveitarfélagið er með starfsmenn í húsinu sem sjá um kaffi og þrif. Samstarf við þá gengur ljómandi vel. Eldri borgarar á Hofsósi eru með spil og afþreyingu í Höfðaborg og sjá alveg um sig. Á Löngumýri skipuleggur Helga Bjarnadóttir fyrrverandi formaður félagsins samverustundir. Þess má geta að þetta er 20. ár Helgu á Löngumýri. Starfið hér á Sauðárkróki er hefðbundið eins og hjá mörgum félögum eldri borgara, það er spiluð félagsvist, bingó og bridge. Leikfimi er einu sinni í viku og gönguhópur er starfandi. Skákæfingar eru hjá skákfélagi Sauðárkróks, þangað eru eldri borgarar velkomnir. Leshópur og skoðun gamalla mynda er í boði í Héraðsskjalasafninu vikulega. Handavinna og föndur með leiðbeinendum er vikulega, mjög vinsælt og þyrfti að vera oftar. Ferðanefndin skipuleggur 2-3 dagsferðir ár hvert.“

Stjórn FEB í Skagafirði. Sigrún, Helga, Sigfús, Árni, Birgitta og Engilráð. Á myndina vantar Bjarna og Rikarð úr varastjórn. Birgitta tók við formennsku í félaginu fyrir tveimur árum og vill gjarnan auka starfsemina en húsnæðisskortur hamlar því. „Við fengum deildarstjóra félagsvísindadeildar Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra til að gera könnun á meðal eldri borgara í sveitarfélaginu og spyrja hvað þeir vildu helst að boðið væri upp á í félagsstarfinu. Í ljós kom að þeir sem svöruðu vildu helst tölvunámskeið, tungumálakennslu, útskurðarnámskeið og ýmislegt fleira, en þátttaka í svörun var þó svo léleg að útkoman er varla marktæk. Því virðist fólk vera bara ánægt með það sem í boði er. Við vonumst þó til að Farskólinn bjóði

65+

upp á tölvu- og enskunámskeið sniðið að þörfum eldri borgara,“ segir Birgitta. Félagið vinnur nú að heimasíðugerð. Birgitta segir að ekki sé starfandi öldungaráð hjá þeim og henni finnst vera lítill áhugi fyrir því hjá sveitarstjórnarmönnum. Félagið fær nokkurn fjárstyrk frá Skagafirði til sinnar starfsemi, en eins og áður segir hamlar húnsæðisskortur því að auka starfsemina. Úrvalsfólk er með Birgittu í stjórn, Helga Sigurbjörnsdóttir varaformaður, Árni Bjarnason ritari, Engilráð Sigurðardóttir gjaldkeri, Sigfús Helgason meðstjórnandi, Sigrún Angantýsdóttir, Bjarni Jónsson og Rikarður Másson eru varamenn.

Kynningarfundir

í hverjum mánuði um réttindi 65+ í BSRB salnum, Grettisgötu 89. Skráning og nánari upplýsingar á tr.is eða í síma 560 4400.

Tryggingastofnun Laugavegi 114 | 105 Reykjavík Sími 560 4400 | tr@tr.is | tr.is Sæktu um ellilífeyri, gerðu tekjuáætlun, sæktu um heimilisuppbót og fleira á Mínum síðum á tr.is. Allar upplýsingar um réttindi eru á tr.is.

10


Bjarni Ó. Valdimarsson formaður FEB í Skeiða-og Gnúpverjahreppi

Það eru ekki allir eldri borgarar hættir að starfa og m.a. starfar formaðurinn í Félagi eldri borgara í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem bóndi og skólabílstjóri. Sveitarfélagið er stórt og sækja þarf skólabörnin í all margar áttir svo það þarf nokkra skólabíla til starfa. Bjarni Ó. Valdimarsson er einn af þessum skólabílstjórum, en ég náði tali af honum á milli ferða. „Ég tók við formennsku af Vilmundi fyrir tæpu ári síðan“ segir Bjarni. „Félagið hefur aðstöðu í Brautarholti fyrir starfsemina og þar eru fundir hálfsmánaðarlega yfir veturinn. Á þessa fundi koma hinir ýmsu fyrirlesarar, s.s. frá hjúkrun, heilsugæslu, velferð, heimahlynningu og Landsambandi eldri borgara, bókmenntapáfar, söngfuglar og skólabörn í hljóðfæraleik, að ógleymdu því sem félagsmenn framreiða sjálfir, s.s. gamall fróðleikur, óútgefinn og hvergi skráður, myndasýningar, það er spilað á spil og sungið við píanóundirleik og ávallt endað á sameiginlegu veislukaffi. Þá stendur félagið fyrir vikulegum jóga-

æfingum og sundleikfimi. Við höldum þorrablót fyrir okkur með uppákomum og erum einnig boðin á generalprufur á skemmtunum sem haldnar eru í sveitarfélaginu, eins og þorrablót sveitarinnar, árshátíð skólans og fleira“. Bjarni segir að félagið standi fyrir skemmtiferðum að sumrinu og leikhúsferðum að vetrinum og næst ætli þau að sjá Mamma mia í Borgarleikhúsinu. Auk þess fari þau líka á leiksýningar í nágrannasveitarfélögunum

Að eldast með reisn er ósk okkar flestra. Snyrtistofunnar Hafblik á að baki margra ára sérhæfingu í háræðaslitsmeðferðum og demantshúðslípun. Þessar aðferðir eru náttúrulegar leiðir til að gera við húðina, án stórra inngripa eða skurðaðgerða.

og Hveragerði og Selfossi. „Félagið er geysisterkt, borið upp af hörðum kjarna fólks sem forréttindi er að fá að starfa með,“ segir Bjarni. Hann er að velta fyrir sér stofnun öldungaráðs og hyggst byrja á því að ræða við formenn félaga eldri borgara í Bláskógabyggð og Hrunamannahreppi. Hann segir að hjá þeim í sveitinni sé nándin svo mikil að menn tali bara saman um það sem þurfi að gera. Hann skreppur upp á skrifstofu sveitarfélagsins og þar eru málin rædd og reynt að verða við því sem hægt er að bæta. Staðan í hjúkrunarheimilismálum er honum sérstaklega hugleikin og hann segir að s.l. haust hafi heimilinu á Blesastöðum verið lokað þar sem voru 15 manns í hjúkrunarrýmum. Nú eigi að loka á Kumbaravogi þar sem hafi verið 30 pláss. „Ég skil ekki hvar menn ætla að koma öllu þessu fólki fyrir þegar alls staðar eru biðlistar“ segir Bjarni. Við erum sammála um að þetta sé mál sem ætti að ræða í öldungaráði sveitarfélaganna og reyna að þrýsta á um úrbætur. En nú er komið að því að Bjarni þurfi að fara að sækja skólabörnin og þar með ljúkum við spjallinu.

Við sérhæfum okkur einnig í

Supreme-demantshúðslípun (andlit-háls-bringa) Ný og betri lausn

OKKAR SÉRSVIÐ ER

Háræðaslitsmeðferðir HENDUR – ANDLIT – HÁLS – BRINGA

Fyrir

Fyrir

Fyrir

Eftir

Fyrir

Eftir

Fyrir

Eftir

Eftir

Eftir

Eldri borgarar fá 10% afslátt af öllum meðferðum (tilboðsverð undanskilin) ATHUGIÐ ! Erum flutt í Hraunbæ 102

PANTAÐU FRÍAN TÍMA Í SKOÐUN STRAX Í SÍMA 893-0098

Snyrtistofan Hafblik

Hraunbæ 102 • Reykjavík • S. 893 0098 • snyrtistofanhafblik@gmail.com

11


Magnús Oddsson formaður FEB á Seltjarnarnesi

Félag eldri borgara á Seltjarnarnesi (Feb Sel) var stofnað í september 2015. Aðdragandinn að stofnun þess var líklega nokkur annar en hjá mörgum slíkum félögum á landinu. Félagið er ekki stofnað til að standa fyrir og sjá um félagsstarf eldri borgara í sveitarfélaginu. Slíkt starf hefur verið lengi á vegum sveitarfélagsins og er það áfram á þess vegum. Magnús segir að upphafið að stofnun félagsins megi rekja til íbúaþings sem haldið var fyrri hluta árs 2015 þar sem fjallað var um málefni eldri borgara á Seltjarnarnesi. Þar kom fram sterkur vilji til að stofna öldungaráð. Til þess þurfti sveitarfélagið í reynd samstarfsaðila til að koma fram fyrir hönd eldri borgara og gæta hagsmuna þeirra. Félagið var svo stofnað eins og áður sagði haustið 2015 og strax í kjölfarið hófst undirbúningur að stofnun öldungaráðsins, sem hélt sinn fyrsta fund í byrjun árs 2016. Í öldungaráðinu eru þrír fulltrúar frá Feb Sel og tveir frá bæjarstjórn. Öldungaráðið starfar í reynd hliðstætt og önnur ráð og nefndir sveitarfélagsins. Bæjarstjórn sendir ráðinu mál til umsagnar auk þess sem ráðið tekur upp einstök hagsmunamál eldri borgara

og í umsögn þess er fjallað t.d. um aðgengismál vegna nýs skipulags og margt fleira því tengt eins og húsnæðismál og samgöngur. Magnús segir að Feb Sel hafi staðið fyrir félagsfundum til þess að ræða einstök málefni og þar hafa komið fram ýmsar ábendingar, sem nýtast öldungaráðinu í sinni vinnu. „Þótt félagið starfi þannig e.t.v. að ýmsu leyti nokkuð frábrugðið mörgum öðrum slíkum félögum þar sem það kemur ekki sem slíkt beint að viðburðum eða félagsstarfinu þá fjallar það auðvitað um þessi mál og lítur á sitt hlutverk hvað það varðar að gera gott starf betra, að eigin frumkvæði eða vegna erinda þar sem þetta hefur verið vel unnið af sem því berast t.d. í gegnum félag eldri sveitarfélaginu,“ segir Magnús og er borgara. „Á síðasta fundi ráðsins voru greinilega ánægður með samskiptin við t.d. til umsagnar erindi frá bæjarstjórn sveitarfélagið. Í félaginu eru nú um 140 varðandi annars vegar tillögu að nýju félagar og er félagið aðili að Landssamskipulagi miðbæjarins og hins vegar bandi eldri borgara. Í gegnum þá aðild skýrsla um styrkingu ferðaþjónustu kemur félagið að almennri hagsmunaá Seltjarnarnesi,“ segir Magnús. Öld- gæslu fyrir eldri borgara og félagsmenn ungaráðið skoðar þessi mál fyrst og njóta þeirra réttinda og fríðinda sem fremst út frá hagsmunum eldri borgara þeirri aðild fylgja.

Úr skýrslu um hagi og líðan aldraðra 2016 Það fjölgar í þeim hópi sem hefur áhyggjur af fjárhag, en um þriðjungur svarenda (31%) taldi sig stundum eða oft hafa fjárhagsáhyggjur. Árið 2012 höfðu 26% eldri borgara sömu áhyggjur og 22% árið 2006.

Ása Jónsdóttir formaður FEB í V.-Barðastrandasýslu

Ása Jónsdóttir er aldeilis ekki sest í helgan stein þótt hún sé 77 ára. Hún býr á Tálknafirði og rekur þar bókhaldsstofu og hefur gert í áratugi. Hún tók við formennsku í Félagi eldri borgara í Vestur-Barðastrandarsýslu í apríl 2015. Í félaginu eru um 120 manns. „Ég gekk nú í félagið til að styrkja það, en hef ósköp lítinn tíma til að sinna félagsstarfinu“ segir hún. Hún tók að sér formennskuna eftir mikla þrábeiðni félagsmanna. Félagið nær yfir mjög víðfemt svæði og tvö sveitarfélög þ.e. Vesturbyggð og Tálknafjörð. Félagsstarfið fer fram á þremur stöðum þ.e. Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði. Sveitarfélögin leggja til húsnæði, sem er t.d. gamall leikskóli á Tálknafirði, sem ætlað er að nýta bæði fyrir félagsstarf unglinga og eldri borgara. Það

12

hefur þó ekki gengið sem skyldi ennþá. Á Bíldudal er notað hús sem kallast Lækurinn og á Patreksfirði er það Selið sem nýtt er fyrir starfsemina. Yfirleitt er starfsemi tvisvar í viku yfir veturinn hjá eldri borgurum í þessum þremur

húsum. Þá er spilað, spjallað, föndrað og boðnar kaffiveitingar. Á Tálknafirði er starfsmaður hjá hreppnum sem sér um veitingarnar og leiðbeinir einnig í ýmsu föndri og handavinnu. Ekki er tekin greiðsla af fólki fyrir félagsstarfið á Tálknafirði. Þegar spurt er um gönguklúbba eða hreyfingu segir Ása að á Bíldudal séu margar eldri konur að stunda golf. Vesturbyggð hefur tekið greiðslu fyrir húsnæðið sem þeir láta eldri borgurum í té eða 2000 krónur á mann fyrir önnina (hálfan veturinn). Þar er einnig starfsmaður sem aðstoðar við félagsstarfið. „Á Patró hefur verið stofnuð deild eldri borgara sem kallar sig Birtu og þau halda skemmtikvöld einu sinni í mánuði yfir veturinn“ segir Ása. Hún er þó ekki viss um að það sé heppilegt að skipta félaginu þannig í tvo hópa. Fólk þurfi að vinna saman.


Markmið Neytendasamtakanna

Neytendamál - hagsmunamál eldri borgara Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök og allir sem eru orðnir 18 ára geta orðið félagar og notið fullra félagslegra réttinda. Samtökin byggjast á einstaklingsbundinni aðild.

neytenda • að styðja réttmætar kröfur einstakra neytenda og berjast fyrir því að réttur neytenda sé virtur • að vinna að umbótum á löggjöf til hagsbóta fyrir neytendur

Hlutverk Neytendasamtakanna er að: • gæta hagsmuna neytenda og tala máli þeirra • sjá til þess að neytendur njóti sannmælis í viðskiptum • veita neytendum upplýsingar um verð og gæði vöru og þjónustu • aðstoða félagsmenn við að ná fram rétti sínum ef á þarf að halda

Samkvæmt lögum Neytendasamtakanna er tilgangur þeirra að gæta hagsmuna neytenda í þjóðfélaginu. Tilgangi sínum hyggjast samtökin ná meðal annars með því að: • að vinna að því að sjónarmið neytenda séu virt þegar ákvarðanir eru

Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna teknar eða reglur settar er varða hagsmuni neytenda • að annast útgáfu-, rannsóknar-, ráðgjafa- og fræðslustarfsemi til þess að auka skilning á hagsmunamálum

Neytendasamtökin leggja áherslu á að allir eru neytendur, ungir og gamlir. Með þetta í huga hyggjast samtökin leggja sérstaka áherslu á öflugt og gott samstarf við félög eldri borgara. Hagsmunamál eldri borgara varða alla neytendur. Samtakamátturinn er aflgjafi í baráttu fyrir bættum rétti og hag neytenda. Við eigum þegar í góðu samstarfi við FEB í Reykjavík og nágrenni og Gráa herinn og horfum bjartsýn fram á veginn.

Úr skýrslu um hagi og líðan aldraðra 2016 Ráðstöfunartekjur einstaklinga voru að jafnaði 258 þúsund krónur á mánuði og tekjur kvenna 24% lægri en ráðstöfunartekjur karla.

fastus.is

GEMINO GÖNGUGRINDUR

LÉTTAR OG ÞÆGILEGAR

Gemino göngugrindur • Léttar og auðstillanlegar • Falla auðveldlega saman • Körfupoki fylgir, hægt að taka af • Endurskinsmerki á hliðum • Gott úrval aukahluta • Litur: silfurgrár

Gemino dur n ö g gugrin gi við in eru í samn ingar g yg tr Sjúkra Íslands

Í Fastus leggur sérhæft fagfólk metnað sinn í að aðstoða þig við að finna réttu lausnina.

GEMINO 20 39.500 kr. m.vsk

GEMINO 60 70.300 kr. m.vsk

GEMINO 30 92.800 kr. m.vsk

Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is

Veit á vandaða lausn

13


Bókahornið Á tímum fjölmiðlunar af öllu tagi og skrifum og lýsingum á samfélagsmiðlum hvað sem þeir heita nú allir þá er stundum gott að sleppa því öllu saman, slökkva á sjónvarpinu og taka sér göngutúr á bókasafn þar sem hægt er að velja sér margs konar fróðleik og skemmtun til lestrar. Nýlega komst ég í bók á Bókasafni Garðabæjar sem heitir Ráðskonan á Grund eftir Gunnar Widegren og Jón Helgason hefur íslenskað. Þessi bók er skrifuð sem sendibréf ungrar stúlku til vinkonu sinnar þegar hún er orðin ráðskona í sveit í Svíþjóð árið 1932. Lýsingar hennar á fólki og atburðum í sveitinni eru svo skemmtilegar og orðaforðinn slíkur að sjálf skellti ég oftar en ekki upp úr og hló innilega þar sem ég sat ein í stofunni heima. Til gamans ætla ég að birta hér smákafla úr bókinni þegar bróðir og mágkona húsbóndans eru í heimsókn á bænum. Mágkonan sem heitir Lára er stór og mikil um sig, erfið í umgengni og vill hafa sitt fram: Forsagan er sú að þeir bræður ætluðu út á vatn að veiða og Lára vildi með. Hún er svo komin í bátinn með sinn uppáhaldshundræfil sem Garmur heitir.

og hin tröllauknu brjóst Láru gengu í Og þar stóð nú Lára, forblaut eins bylgjum þar sem hún lá á hryggnum og hvolpur, sem drekkt hefur verið í í vatninu, en hljóðin sem hún gaf frá poka, blásandi og hrækjandi, grátandi „Nú situr þú grafkyrr í bátnum“ sér minntu helst á það, er heyra má í og bölvandi. Það var óneitanlega tilsagði húsbóndinn. „Hann er nógu dýragarði , þegar verið er að gefa rán- komumikil sjón að sjá hana einkum þó aftan frá. Ferlegir fætur hennar nutu valtur samt“. Og Sennilega hefði allt dýrunum. sín til fulls í grænum sokkunum, hinar gengið slysalaust ef Ásta-Brandur Loks komst fólkið á land miklu lærastoðir og útskotið þar fyrir (kötturinn) hefði ekki komið tifandi En þegar hér var komið sögu gerðist ofan enn betur.-----niður á bryggjuna. – Þegar hundurinn enn vofeiflegur atburður. Garmur komsá Ásta-Brand skjóta upp kryppLengra ætla ég ekki að fara í að rifja unni sperra þrumuleiðarann beint upp inn á þurrt hristi sig og tók á sprett. upp sögur úr þessari skemmtilegu bók í loftið - spratt þessi illviljaði rakki En hann hafði flækt sig í lóðinni úr en hvet ykkur góðir lesendur til að nálgupp í keltu konunnar , datt á aftur- balanum og svo illa tókst til að öngast hana á næsta bókasafni og skemmta endann niður í lóðastampinn ( þar ull kræktist í Láru um leið og seppi ykkur við lestur hennar. Það er vel þess sem voru önglar á línunni) og slengdi þaut fram hjá henni--- Kastið var svo virði. framlöppunum út á borðstokkinn. Þar mikið á hundinum að allur bakhlutJVK byrjaði hann að gelta af mikilli heift. inn sviptist úr kjólnum upp að belti. „Garmur, ástin mín þú dettur í vatnið og drukknar“ hrópaði Lára og um leið laut hún fram og ætlaði að hjálpa eftirlætinu sínu. En það hefði hún ekki átt Þrír eldri borgarar sem voru farnir að missa heyrn voru að gera því í næstu andrá hvolfdi kæná golfvellinum. Sá fyrsti sagði við hina tvo: – Gott veður, unni og öll bátshöfnin steyptist í vatnið. ekki satt? – Nei, sagði annar hinna, – það er þriðjudagur. Þá Nú varð meiri atgangur en orð fá lýst. sagði sá þriðji: – Já, ég líka, fáum okkur bjór. Bræðurnir hlógu og bölvuðu til skiptis

Ellimóð

14


Framtíðarverkefni í málefnum eldri borgara Það var vissulega mikill áfangi sem náðist um s.l.áramót að einfalda kerfi almannatrygginga og gera það skiljanlegra fyrir okkur lífeyrisþegana. Ásamt því að 11 milljörðum meira fer nú til lífeyrisgreiðslna á árinu. Ég vona að breytingin reynist flestum vel. En við vitum það að aldrei er hægt að gera svo öllum líki. Alltaf má gera betur og verkefnin eru næg til framtíðar litið. Við þurfum að vinna að því að fá hækkað framfærsluviðmiðið og hækkun persónuafsláttar, en hann hefur ekki haldið verðgildi sínu frá því að til hans var stofnað. Þá hef ég talað mikið fyrir sjálfræði aldraðra sem þurfa að flytja á hjúkrunarheimili. Mér finnst það með ólíkindum hve seint hefur gengið að breyta greiðslufyrirkomulagi hjúkrunarheimila. Að fjárræði sé tekið af fólki þegar það flyst þangað inn og því skammtaðir vasapeningar er eitthvað sem við viljum sjá aflagt

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir

sem fyrst. Samkvæmt stjórnarskránni má ekki taka fjárræði af fólki nema að undangengnum dómi. Það er því nærtækt að spyrja, er þetta þá ekki brot á stjórnarskrá? Það hefur aldrei reynt á það svo mér sé kunnugt. Fleira gæti ég talið sem verkefni framtíðarinnar s.s. að koma á fót embætti

Ellimóð Hin leiðin

Bændahjón ein í Dölum höfðu verið í hjónabandi í allmörg ár og ekkert barn eignast. Nú gerist það að heimasæta á næsta bæ verður ófrísk. Og er hún hefur alið barnið fréttist það að hún hefur nefnt barnlausa bóndann föður að barninu. Þegar kona bónda fréttir þetta, bregður hún við hart , fer til stúlkunnar og kemst að samningum um að fá barnið til fullrar eignar og ala það upp sem sitt eigið barn. Árið eftir er kona þessi stödd á kvenfélagsfundi í sveitinni. Að loknum fundi er spjallað um daginn og veginn. Meðal annars spyr ein konan fósturmóðurina hvernig henni líki að vera orðin móðir. Húsfreyja segist vera í sjöunda himni með barneignina og bætir við: „Og mig langar bara til að eignast annan krakka.“ Þá skýtur ein konan inn í „og hvert ætlarðu þá að senda manninn?“ Úr bókinni Mannlíf og Mórar í Dölum, safnað af Magnúsi Gestssyni. Útgefandi Skuggsjá 1972.

umboðsmanns aldraðra. Setja lög um réttindagæslumenn aldraðra sem dreift væri um landið til að gæta hagsmuna eldri borgara ef á þeim er brotið. Að notendastýrð persónuleg aðstoð væri í boði fyrir þá eldri borgara sem vilja. Að gilt færni- og heilsumat hafi för með sér val um að vera heima og fá þjónustu, eða fara á hjúkrunarheimili. Þá þarf ekki að byggja eins mikið af hjúkrunarheimilum, sem sárlega vantar. Endurhæfing og dagdvöl þarf að vera í boði í miklu meira mæli en nú er. Fleira væri hægt að nefna og við skulum vona að okkur takist að þoka okkar málum áfram til betri vegar með samstilltu átaki.

Styrkir Öldrunarráðs Verkefni er nú í gangi við að meta umfang og helstu birtingarmyndir ofbeldis í formi m.a. valdbeitingar gagnvart öldruðum sem búa á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu. Kristbjörg Sóley Hauksdóttir MA nemandi í öldrunarfræðum vinnur að þessari rannsókn og fékk hún styrk til verkefnisins s.l. haust úr rannsóknarsjóði Öldrunarráðs Íslands. Alls bárust 10 umsóknir um styrk úr sjóðnum og veitti ráðið þremur umsóknum styrki að þessu sinni. Hinir tveir sem hlutu styrki voru; Berglind Soffía Blöndal, meistaranemi í klínískri næringarfræði, sem fékk styrk vegna rannsóknar sinnar „Forrannsókn: Næringarástand og fæðuöryggi aldraðra eftir útskrift af öldrunardeild,“ og Lovísa Jónsdóttir, meistaranemandi í öldrunarfræðum, fékk styrk vegna forprófunar á Inter-RAI mælitæki sem metur umönnunarbyrði aðstandenda eldri borgara í heimahúsum.

Úr skýrslu um hagi og líðan aldraðra 2016

Úr skýrslu um hagi og líðan aldraðra 2016

Meirihluti eldri borgara eða um 60% þarf aldrei aðstoð við ýmis dagleg verkefni eins og innkaup, þrif á heimili og matreiðslu. Af þeim sem þurfa aðstoð voru flestir sem þiggja heimaþjónustu á vegum sveitarfélagsins.

61% eldri borgara nota tölvu daglega. Karlar nota frekar tölvu og er tölvuvirkni mjög háð aldri. Virkni í notkun internetsins hefur aukist og Facebook er algengasti samfélagsmiðillinn sem er notaður, en 53% svarenda skoða síðuna daglega.

15


Fræðsluhornið Bryndís Steinþórsdóttir

Ágætu lesendur. Bestu þakkir fyrir góðar kveðjur og efni í blaðið. Nú er mikið rætt um fæðustefnu og lesandi spurði um muninn á veganfæði og grænmetisfæði. Sólveig í Grænum kosti, (Solla í Gló) brást fljótt við að útskýra það fyrir okkur: „Aðal munurinn er sá að þeir sem aðhyllast veganfæði borða ekkert úr dýraríkinu, þar með talið hunang, gelatín (matarlím), smjör, mjólkurvörur, egg, fisk og kjöt í hvaða formi sem er. Þeir sem eru á grænmetisfæði aftur á móti borða ekki kjöt og fisk, en hunang, gelatín, smjör, ost, mjólkurvörur og egg.“ Eftirfarandi uppskriftir hafa borist:

Heilsudrykkur frá Kolfinnu S.

Kjúklingasalat frá Helgu B

Sveppasúpa frá Guðbjörgu G.K. (Súpa sem bregst ekki)

Setjið dálítið af teriakisósu yfir kjúklingabitana. Grænmetið hreinsað, smækkað og blandað saman, ásamt kjúklingabitunum, snakkinu og fetaostinum. Berið fram með piparsósu eða sósu að eigin vali og brauði, ef vill. Matarmikið salat gott til daglegra nota og einnig sem veislukostur.

750 ml (7½ dl) heilsusafi (Floridana) eða eplasafi. Smá biti af engifer (saxað smátt). ½ epli (saxað í bita). 1 banani. Þetta er sett saman í blandara – saxað. Síðan er bætt út í hálfum poka af spínati. Saxað áfram í blandaranum. Hellt á flösku og geymt í kæliskáp. Í þennan drykk má einnig nota ávaxtasafa eftir því sem hver vill og einnig dálítið kókosvatn. Verði ykkur að góðu.

200-300 gr nýir sveppir. 1 msk saxaður laukur. 2 msk smjör. 3 msk hveiti. 1 l soð (grænmetiskraftur). 1 dl rjómi. Salt. 2 tsk sítrónusafi, hvítvín eða sherry.

Gott er að nýta kjötafganga í salat. Litlir kjúklingabitar. Teriakisósa. Salatblöð. Spínatblöð lítil. Gúrka (í litlum bitum). Tómatar (í litlum bitum). Paprika (í litlum bitum). Rauðlaukur (saxaður). Gult Doridos, snakk (smækkað). Fetaostur. Svartar olífur (saxaðar smátt). Furuhnetur (létt ristaðar á pönnu).

Hér koma tvær fljótlegar brauðuppskriftir: Hreinsið sveppina og brytjið smátt (ef notaðir eru nýtíndir sveppir er ágætt að nota fleiri tegundir, en mér finnst súpan best úr sjampinjong (þ.e. venjulegum Flúðasveppum). Hitið smjörið og léttsteikið sveppina og laukinn. Stráið hveitinu yfir, hrærið vel í og bætið soðinu gætileg út í. Ef til er sveppakraftur er gott að bæta smávegis út í súpuna til að styrkja sveppabragðið, en ekki nauðsynlegt. Súpan soðin undir loki við vægan hita í 15-20 mín. Rjómanum bætt í og salti og sítrónusafanum eða víninu. Þegar súpan er borin fram má gjarnan setja þunnar sneiðar af ferskum sveppum á diskana. Með þessari súpu er best að bera snittubrauð eða smá súpubrauð. 16

Heilsubrauð frá Önnu Margréti

(Barnabörnin gáfu brauðinu þetta nafn) 1 bolli hveiti. 1 bolli hveitiklíð. 1 bolli hafragrjón. 1 bolli rúgmjöl. 1 bolli heilhveiti. 1 msk púðursykur. 3 tsk lyftiduft. 1 tsk natron. 1 tsk salt. 1 bolli súrmjólk. 1 bolli mjólk. Allt hrært saman í þykkt deig og sett í 2 aflöng kökumót. Bakað í um 1 klst við 170° hita.

Fjallagrasabrauð frá Ásu M.

10 gr fjallagrös ( tvær lúkur) lögð í bleyti í kalt vatn smástund, tekin upp úr og söxuð. 375 gr heilhveiti. 75 gr malað byggmjöl. 100 gr hafragrjón. 35 gr sólblómafræ. 2 msk hrásykur (eða púðursykur). 1 msk lyftiduft. 1 tsk matarsódi (natron). 1 tsk salt. 5 dl mjólk eða annar vökvi. Þurrefnum og fjallagrösum blandað saman í skál og hrært vel saman með vökvanum. Sett í tvö lítil mót. Bakað við 190° hita neðarlega í ofni í um 1 klst eða þar til prjónninn kemur hreinn út, þegar stungið er í. Ekki nota blástur.

Eplakaka með marsipanfyllingu, sænsk uppskrift.

Deig: 3 dl hveiti. 100 g smjör. 2 msk sykur. 4 msk kalt vatn. Fylling: 100 g marsipan. 3 stór epli afhýdd og rifin á grófu rifjárni. 1 dl sykur. 100 g smjör. 2 eggjahvítur. Hnoðað deig. Kælt. 2/3 hlutar deigsins eru flattir út og eldfast mót klætt með því (botn og barmar). Rífið marsipanið yfir deigið í mótinu. Hrærið saman smjör og sykur, bætið rifnu eplunum saman við og síðast stífþeyttum eggjahvítum Setjið yfir deigið í mótinu.


Fletjið út afganginn af deiginu, skerið í strimla og fléttið yfir deigið. Penslið deigið með þeyttu eggi og bakið við 225°hita í um 30 mínútur.

Gömul og ný húsráð sem þættinum hafa borist • Frystið afganga af þeyttum rjóma í litlum plastpoka og notið síðar í súpur eða sósur. • Klippið appelsínugeira með beittum skærum, þá fer lítill safi til spillis. • Ef feit sósa aðskilur sig er einfalt ráð að setja í hana ísmola eða ískalt vatn • Frysta má afganga af feitum osti og nota þá síðar í súpur eða sósur. • Ef sett er smjör eða matarolía efst á barm pottsins, þá sýður miklu síður upp úr pottinum, t.d. þegar spaghetti eða mjólk er soðin • Best er að geyma silfurborðbúnað og aðra silfurmuni í loftþéttum umbúðum. Það sama gildir um silfrið á íslenska búningnum.

Inniskór fyrir unga og gamla

– miðað við skóstærð 37,5-38. Ullargarn sem passar fyrir prjóna nr 3 ½. Fitjið upp 5 lykkjur og prjónið 5 garða. Aukið í eina lykkju í byrjun prjóns þar til komnar eru 22 lykkjur. Þá er aukið í hverja lykkju þar til komnar eru 44 lykkjur. Síðan eru prjónaðar 2 sl og 2 br í stoff 16 til 18 sm. Þá er tekið úr í hverri umferð þar til eftir eru 22 lykkjur og prjónað eins og í byrjun þ.e. prjónaðar 5 lykkjur og 5 garðar. Góðar kveðjur og óskir Bryndís Steinþórsdóttir hússtjórnarkennari. bryndisst@internet.is

Garðs Apótek opnar appotek.is

Kynning:

– fyrsta netverslunin með lyf

Garðs Apótek við Sogaveg á sér yfir 60 ára sögu og hefur nú vakið athygli fyrir að bjóða í fyrsta sinn hér á landi upp á vefverslun með lyf á netinu á slóðinni www.appotek.is. Á vefsíðunni er hægt að skoða lyfseðla, athuga hvað lyfin kosta miðað við greiðsluþrepastöðu viðkomandi og panta lyf. Boðið er upp á að greiða lyfin á netinu og fá þau send heim. Garðs Apótek er þekkt fyrir lágt verð og góða þjónustu og með Appótekinu er verið að bæta þjónustuna enn frekar bæði við núverandi viðskiptavini og viðskiptavini framtíðarinnar. Allir lyfjanotendur geta nýtt sér þjónustu Appóteksins óháð því hvort þeir versli í Garðs Apóteki eða ekki. Það eru aðeins örfáar vikur síðan vefsíðan fór í loftið og segist Haukur Ingason eigandi Garðs Apóteks strax finna fyrir sterkum og jákvæðum viðbrögðum og

Haukur Ingason, appótekari í Garðs Apóteki.

mikil eftirspurn sé eftir þjónustunni. „Mörg hundruð manns eru nú þegar búin að skrá sig inn og hafa skoðað sig um, margir búnir að panta bæði lyfseðilsskyld lyf og lyf sem fást án lyfseðils,“ segir Haukur, en Þórarinn sonur hans og lyfjafræðingur í apótekinu hefur séð um hönnunina í samstarfi við forritara og vefhönnuð. „Hugmyndin kviknaði hér innanhús og hefur verið í vinnslu í á annað ár. Gerð síðunnar var flókin því þarna er verið að höndla með lyf auk þess sem síðan tengist mörgum gagnagrunnum. Á síðunni tengjast saman Landlæknisembættið, Sjúkratryggingar og Lyfjastofnun auk þess sem Borgun sér um greiðsluþáttinn,“ útskýrir Haukur og bendir á að heilmikil öryggisúttekt hafi verið gerð á síðunni á vegum Landlæknisembættisins.

17


Tvö megin baráttumál síðustu ára eru í höfn Viðtal við Hauk Ingibergsson sem hefur síðastliðin fjögur ár verið í forystu LEB, fyrst sem

varaformaður og síðustu tvö árin sem formaður Landssambandsins. Hann lætur af embættinu á landsfundi í vor. Fyrst væri gaman að heyra aðeins um þinn bakgrunn og hvaðan þú ert? „Ég er Akureyringur og Þingeyingur í bland, eina barn foreldra minna, Ingibergs Jóhannessonar og Þorgerðar Hauksdóttur. Þau börðust bæði við berkla á fyrri hluta ævinnar. Frá þriggja ára aldri átti ég því heima hjá afa mínum og ömmu, Hauki Ingjaldssyni og Nönnu Gísladóttur, sem voru bændur að Garðshorni í Ljósavatnshreppi. Í sveitinni var farskóli og skólaganga mín í barnaskóla var aðeins tveir vetur. Eftir barnaskólann fór ég til Akureyrar þar sem foreldrar mínir settu á ný saman heimili. Ég fór í gagnfræðadeild sem þá var starfrækt við Menntaskólann á Akureyri og svo í menntaskólann sjálfan. Þar kenndi mér m.a. Halldór Blöndal, sem verið hefur formaður Sambands eldri sjálfstæðismanna sem ég hef átt gott samstarf við um árabil.“ En síðan hefur leiðin legið „suður“? „Á þessum árum var ég einnig við nám í fiðluleik við Tónlistarskólann á Akureyri en móðursystir mín, Inga Hauksdóttir kirkjuorganisti, hafði áður kennt mér nótur og að spila á orgel, harmonikku og gítar. Smám saman náði gítarinn yfirhöndinni og þegar Bítlarnir og Rolling Stones komu fram breyttist tónlistin þannig að gítarinn varð aðalhljóðfæri mitt og ég spilaði í bítlahljómsveitum á dansleikjum sumar sem vetur. Ég varð stúdent vorið 1967 og ætlaði mér alltaf áfram í háskóla. Um vorið varð ég hins vegar fyrir óvæntri freistingu þegar Ingimar Eydal bauð mér að koma í hljómsveit sína, sem þá var sú vinsælasta á Íslandi. En ég stóðst gylliboðið, flutti suður og tók cand. mag próf í sagnfræði við Háskóla Íslands að loknu BA prófi í sagnfræði og landafræði auk þess að læra uppeldis- og kennslufræði, en hugur minn stefndi að kennslustörfum. Ég vann fyrir fjölskyldu minni með því að spila 18

Haukur með formönnum í Árnessýslu. í hljómsveit Steina spil á Selfossi, var hljómplötugagnrýnandi hjá Morgunblaðinu og plötusnúður í Glaumbæ, sem þá var aðal skemmtistaður unga fólksins.“ Þú hefur átt óvenjulegan starfsferil, sagnfræðingur við ýmis konar stjórnun? „Já, ég hef verið svo lánsamur að hafa fengið tækifæri til að takast á við mörg skemmtileg og krefjandi verkefni sem oft hafa verið fólgin í að breyta eða þróa starfsemi. Ég var ráðinn skólastjóri á Bifröst 27 ára og þá yngri en elstu nemendurnir og af öðrum störfum sem ég hef sinnt má nefna framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, rekstrarstjóri Ríkismats sjávarafurða, framkvæmdastjóri Bifreiðaeftirlits ríkisins, forstöðumaður Hagsýslu ríkisins, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, forstjóri Fasteignamats ríksins, og nú síðast forstjóri Þjóðskrár Íslands. Auk þess hef ég setið í nefndum innan sem utan stjórnsýslunnar og stjórnum fyrirtækja m.a. í stjórn Bifreiðaskoðunar Íslands hf., Stofnfisks hf., Íslenska Járnblendifélagsins, háskólaráðs Kennaraháskóla Íslands og nú í stjórn Íbúðalánasjóðs.“

Hvað olli því að þú fékkst áhuga á málefnum eldri borgara? „Það hófst nú eiginlega fyrir tilviljun. Ég og konan mín, Birna Bjarnadóttir, sóttum eitt sinn Rótarýfund í San Fransisco og hlustuðum á fyrirlestur um efri árin. Meðal þess sem fyrirlesarinn ræddi um var að mikilvægt væri að fólk setti sér stefnu um hvernig það ætlaði að eldast þar á meðal að haga búsetu, fjármálum, matarræði og hreyfingu, ásamt samskiptum hvort við annað og afkomendur. Þetta tókum við til skoðunar og unnum í framhaldinu stefnu fyrir okkur sem við endurskoðum reglulega. Einnig bjó ég til námskeið sem hét Kúnstin að eldast sem ég hélt nokkrum sinnum fyrir starfsmenn fyrirtækja. Eitt leiddi að öðru og kveikti áhuga okkar á efri árunum.“ Hvernig kom síðan til þátttöku í félagsstarfi eldri borgara? „Fyrir tæpum áratug var ég beðinn um að gefa kost á mér í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni sem fulltrúi „yngri“ eldri borgara. Ég var kosinn sem varamaður og síðar sem aðalmaður í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennis og í fram-


haldinu í stjórn Landssambands eldri borgara, nú tvö seinustu árin sem formaður. Í félaginu í Reykjavík starfaði ég með tveimur margreyndum formönnum þeim Margréti Margeirsdóttur og Unnari Stefánssyni og fékk með því innsýn í málaflokkinn. Bankahrunið lék félagið grátt, einkum vegna húsakaupa með lánsfé og félagið barðist í bökkum. Það var ekki auðvelt fyrir okkur fulltrúa úr Reykjavíkurfélaginu að fara á landsfund LEB í Hveragerði 2009 og svo aftur í Stykkishólmi 2011og fara fram á við landsfundarfulltrúa að fjölmennasta félagið í landssambandinu fengi að greiða þriðjung aðildargjaldsins til LEB með vinnuframlagi, aðallega við útgáfu afsláttarbókar. En félagar okkar í öðrum FEB félögunum skildu þessa stöðu og samþykktu þetta.“ Hvað finnst þér hafa staðið uppúr í starfinu á þínum tíma í formannsstóli LEB? „Skemmtilegast hefur verið að heimsækja aðildarfélögin og sjá þann myndarskap, samheldni og góðan anda sem víðast ræður ríkjum. Til framtíðar litið var mikilvægast að ná fram endurbættu almannatryggingakerfi sem bætir kjör eldri borgara verulega og fylgjast með stofnun öldungaráða í þorra sveitarfélaga. Mér hefur fundist fróðlegt að fylgjast með umræðu um öldrunarmál á norðurlöndunum og hjá Evrópusambandinu og sjá efni um öldrun hrannast upp á netinu. Það eru hinsvegar vonbrigðin hve lítið hefur gerst í málefnum hjúkrunarheimila bæði varðandi byggingu húsnæðis og þróun rekstrarumhverfis og sjá seinaganginn við byggingu nýs Landspítala.“ Af hverju hafa breytingar á almannatryggingum tekið svona langan tíma? „ Almannatryggingar eru ein af grunnstoðum velferðarsamfélagsins og markmið þeirra er að tryggja þeim sem þess þurfa bætur og aðrar greiðslur til að geta framfleytt sér og lifað sjálfstæðu lífi svo vitnað sé til laganna. Fjöldamargir hafa því mikla og mismunandi hagsmuni í þessum málaflokki. Í reynd er upphafið að þeim breytingum sem urðu á lögum um almannatryggingar haustið 2016 að rekja til vinnu starfshóps sem ríkisstjórnin skipaði 2002 og ætlað var að vera farvegur formlegs samráðs stjórn-

valda og Landssambands eldri borgara. Bankahrunið setti síðan allt á hvolf og það var að lokum nefnd fulltrúa um 20 hagsmunaaðila sem kennd er við Pétur heitinn Blöndal alþingismann og tryggingastærðfræðing sem tókst að ná endum saman um tillögur til að uppfæra almannatryggingakerfið til einföldunar og skilvirkni. Náið samstarf við ráðherrana Eygló Harðardóttur, Sigurð Inga Jóhannsson og Bjarna Benediktsson tryggði síðan að málið hlaut afgreiðslu í blálokin á síðasta kjörtímabili. Hefði það ekki tekist sætum við nú uppi með lægri ellilífeyri, og flókið almannatryggingakerfi, sem lögleitt var fyrir áratug til að takast á við bankahrunið og þyrftum nú að byrja upp á nýtt. Einn af kostum nýja kerfisins er hvað það er einfalt og sveigjanlegt og gefur ýmsa valkosti til að bæta kjörin á einfaldan hátt, því baráttan fyrir bættum kjörum endar aldrei.“ Nú vannst þú í fjármálaráðuneytinu í áratug og hefur svo þessa reynslu af að glíma við stjórnvöld um endurbætur almannatrygginga. Hver er galdurinn að ná sínum málum fram gagnvart alþingi og ráðuneytum? „Lykillinn að árangri byggist á að vera trúverðugur, ávinna sér traust, gæta trúnaðar og skilja pólitískar stöður varðandi hvað aðilar geta og geta ekki. Á allt þetta reyndi mjög í endurskoðun almannatrygginga. Fyrrum formaður LEB, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir alþingismaður og sveitarstjóri var fulltrúi LEB í nefndum um endurskoðun almannatrygginga. Reynsla hennar og þekking ásamt pólitísku innsæi og rökfastri stefnufestu réði miklu um að góð samstaða náðist um breytingar á almannatryggingum ellilífeyrisþegum til hagsbóta. Þeir ná nefnilega ekki alltaf bestum árangri sem góla hæst og oftast.“

Hvernig sérðu aukið samstarf sveitarfélaga og eldri borgara? „Landssambandið hefur lagt áherslu á að komið væri á formlegum samstarfsvettvangi sveitarfélags og félags eða félaga eldri borgara þar sem fjallað væri um hagsmunamál eldri borgara í sveitarfélaginu. Sveitarfélögin hafa tekið þessari hugmynd afar vel og þorri þeirra hefur nú stofnað öldungaráð. Þessi þróun hefur því gengið hratt og vel fyrir sig og gott traust ríkt á milli forystu LEB og Sambands íslenskra sveitarfélaga svo sem Halldórs Halldórssonar formanns og Karls Björnssonar framkvæmdastjóra. Væntanlega verða verkefni á sviði öldrunarmála flutt frá ríki til sveitarfélaga á næstu árum og þá eykst mikilvægi öldungaráða enn.“ Telur þú að þurfi að gera einhverjar skipulagsbreytingar á LEB til að efla það sem baráttutæki og sameiningarafl allra félaga eldri borgara í landinu? „Hlutverk LEB er að vinna að hagsmuna-, velferðar- og áhugamálum aldraðra og koma fram fyrir hönd aðildarfélaganna gagnvart Alþingi, ríkisstjórn, stjórnvöldum og öðrum, sem sinna málefnum aldraðra fyrir landið í heild. Skipulag LEB hefur staðist tímans tönn en lög sambandsins voru síðast uppfærð á landsfundi 2013. Það mætti þó vel íhuga hvort ekki ætti að halda landsfund árlega og sleppa formannafundi og skoða reglur um vægi atkvæða á landsfundi með tilliti til fjölda félagsmanna í aðildarfélögum.“ Hyggstu gefa kost á þér til áframhaldandi formennsku í LEB á komandi landsfundi? „Tvö megin baráttumál síðustu ára eru í höfn, breytt kerfi almannatrygginga er orðið að veruleika og öldungaráð hafa verið stofnuð um landið. Mér þykir því réttur tími til að stíga til hliðar og gefa öðrum tækifæri til að takast á við verkefnið.“

Úr skýrslu um hagi og líðan aldraðra 2016 16% aðspurðra stunda launaða vinnu og er það svipað hlutfall og í mælingum árin 2012 og 2006. Sterk tengsl eru milli aldurs og atvinnuþátttöku. 40% í hópnum 67-69 ára stundar launaða vinnu en einungis 1% þeirra sem eru 88 ára eða eldri. Einn af hverjum fimm sem stunda ekki launaða vinnu myndu þó vilja vera í vinnu. 19


Nýr félags- og jafnréttismálaráðherra í viðtali:

Lífeyrissparnaður verður fyrsta stoðin - eldri borgarar að verða nettó greiðendur til velferðarkerfisins Þorsteinn Víglundsson tók í janúar s.l. við embætti félags- og jafnréttismálaráðherra í ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur m.a. fram í kafla um almannatryggingar að markmið stjórnvalda er að lífeyrisaldur hækki í áföngum og að aldraðir geti nýtt starfsgetu sína og reynslu með því að sveigjanleg starfslok verði meginregla. Þá segir að frítekjumark vegna atvinnutekna lífeyrisþega verði hækkað. Ráðherra segir að horft sé til breytinga á kerfinu í áföngum á kjörtímabili nýrrar ríkisstjórnar og fyrsta skrefið verði vonandi stigið strax á næsta ári. „Við erum að kostnaðarmeta þetta og ekki alveg tímabært að segja hversu hratt eða hversu mikið við getum breytt frítekjumarkinu. Það er hins vegar skýrt markmið okkar í stjórnarsáttmálanum að fara þessa leið og stefnan er að byrja um næstu áramót.“ Þorsteinn segist hafa skynjað vel á eldri borgurum nauðsyn þess að hækka frítekjumarkið. Það hafi í raun verið upphaflegt markmið við endurskoðun almannatryggingalaganna að hætta alfarið með frítekjumörk á atvinnutekjur en niðurstaðan varð sú að setja almennt 25.000.- króna frítekjumark á allar tekjur. „Almennt séð virðist þessi breyting hafa tekist mjög vel og ánægja með nýtt kerfi, enda eru flestir að koma heldur betur út miðað við gamla kerfið. Það eru helst þeir sem voru hvað tekjuhæstir fyrir sem lækka því þeir missa nú grunnlífeyrinn sem var áður. Þær breytingar sem við erum að skoða núna miða allar að því markmiði að auka sveigjanleika við starfslok. Eitt atriði varðar hækkun lífeyrisaldurs í áföngum frá 67 ára og upp í 70 ára. Almannatryggingar verða að þróast á sama veg og almenna lífeyrissjóðakerfið og nú liggur fyrir samþykkt um að það fari á næstu 24 árum úr 67 árum í 70. Þetta er bara eðlileg breyting og val okkar stendur um að hækka lífeyrisaldurinn eða skerða lífeyrinn“ segir ráðherra. 20

til atvinnuþátttöku í báðum þessum kerfum, bæði hjá öldruðum og öryrkjum þótt sjónarmiðin geti verið misjöfn. Við þurfum að breyta hugarfari okkar þegar kemur að starfskröftum aldraðra. Þarna er stór hópur öflugs fólks með mikla reynslu sem er sjálfsagt að fái notið sín áfram á vinnumarkaði ef fólk kýs og getur. Atvinnulífið fær þá notið krafta þess lengur og það er staðreynd að stór hópur vill vinna lengur. Eldra fólk kemur líka með aðrar þarfir eins og t.d. hlutastörf og býður þannig ákveðinn sveigjanleika fyrir atvinnulífið, öðruvísi en það starfsfólk sem hugar fyrst og fremst að fullu starfi.“

Lífeyrissjóðir fyrsta stoðin Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra

„Lífslíkur okkar eru meiri og fólk lifir lengur og það lifir betur en áður. Þess vegna er í okkar huga mikilvægt að tengja saman þessi þrjú atriði; hækkun lífeyrisaldurs í 70 ára, endurskoðun frítekjumarks atvinnutekna og um leið afnám lögþvingaðrar lífeyristöku hins opinbera miðað við 70 ára. Allt miðar þetta að sama markmiði, þ.e. að auka sveigjanleika við starfslok og t.d. að fólk geti tekið hlutabætur, tekið t.d. hálfan lífeyri á móti hálfum tekjum o.s.frv.“ Hefði átt að fara aðra leið en að setja á eina almenna skerðingartölu á allar tekjur, eins og gert var í nýju almannatryggingalögunum? „Þarna má segja að takist á tvö sjónarmið, annars vegar ætlunin að einfalda kerfið og á móti er svo hvatinn til atvinnuþátttöku. Við þurfum líka að gæta að samspili við örorkulífeyriskerfið. Þótt þetta séu ólíkir hópar þá er eðlilega horft til beggja kerfa þegar litið er á bótafjárhæðir og frítekjumörk. Ég tel mjög mikilvægt að við höfum hvata

Þorsteinn segir að breytingin sem gerð var á almannatryggingum nú um áramótin sé stórt skref í þá átt að almennir lífeyrissjóðir virki í raun sem fyrsta stoð kerfisins, sú sem almannatryggingar hafa gert fram til þessa. „Við höfum um nokkurra áratuga skeið byggt upp mjög öflugt og vaxandi lífeyrissjóðakerfi þar sem vægi lífeyrissparnaðar fólks hefur aukist, en kerfið er ekki fullburða enn. Á næstu 10 til 15 árum eða svo erum við að fá kynslóðir á eftirlaun sem eru með mjög öflugan lífeyrissparnað og þess vegna er rétt að huga að þessari vendingu. Hlutverk ríkisins verði þá frekar það að bæta upp þeim sem ekki hafa aflað sér nægilegs lífeyris á starfsævinni. Í almenna kerfinu getur fólk nýtt sér aðrar tekjur eins og af séreignarsparnaði og það skerðir ekki lífeyris­greiðslurnar. Nýlega hafa verið gerðar breytingar til að samræma almenna og opinbera markaðinn hvað varðar lífeyrismál. Iðgjaldið er að hækka í 15,5% af launum og svo plús séreignarsparnaðurinn. Þegar fólk verður almennt farið að leggja um og yfir 20% af launum sínum til lífeyris þá gefur auga leið að við förum ekki að búa til tvö kerfi. Allar tölur sýna líka að þessi sparnaður er meira en nægilegur til að mæta framfærsluþörf okkar. Eldra fyrirkomulagið


átti að tryggja fólki um 56% af meðalævitekjum í lífeyri en miðað við 15,5% erum við að sjá þetta hlutfall fara í um 76%. Starfsmaður sem er að koma inn á markaðinn í dag í þessu nýja fyrirkomulagi, verður að viðbættum séreignarsparnaði líklega með hátt í 100% af meðaltekjum í lífeyri. Nú erum við að horfa á þetta tímabil þar sem við erum ennþá með stóran hóp sem þarf á almannatryggingum að halda, yfir í að sjá þann hóp fara ört minnkandi og almenna kerfið taki við sem fyrsta stoð. Lífeyrissjóðirnir greiða nú þegar yfir 70% allra lífeyrisgreiðslna þannig að við erum komin vel á veg“, segir félagsmálaráðherra.

Greiðendur ekki bara þiggjendur

Þorsteinn vekur athygli á því í hversu öfundsverðri stöðu við Íslendingar erum sem samfélag þegar kemur að lífeyrisgreiðslum til eldri borgara. „Á meðan flest önnur samfélög glíma við þann vanda að elsti hópurinn sé einhver byrði vegna útflæðis peninga, þá eru okkar eldri borgarar að verða nettó greiðendur til velferðarkerfisins. Skattfríðindi líf-

Framfærsluviðmið þarfnast endurskoðunar

LEB hefur gagnrýnt að í velferðarkerfið vanti opinbert framfærsluviðmið sem taki mið af raunkostnaði við rekstur heimilis og nýr ráðherra segist sammála því að setjast þurfi niður og fara yfir þau mál. „Við þurfum alltaf að vera að horfa til þess þegar kemur að almannatryggingum og spyrja hvort lágmarksbætur okkar nái að tryggja fólki það sem það þarf að lágmarki til framfærslu. Þá þurfum við að átta okkur á að þetta sé í raun það sem það á að vera, en ekki bara meðaltalsviðmið. Við sjáum varðandi húsnæðiskostnaðinn að þeir eldri borgarar eru í erfiðustu stöðunni sem ekki eru í eigin húsnæði, en eru í leiguhúsnæði inn á efri árin. Þessi hópur er með tiltölulega háan húsnæðiskostnað og þarna munar miklu hvort fólk hafi náð að koma ár sinni þannig fyrir borð að það búi í skuldlitlu eða skuldlausu húsnæði eða ekki. Við sjáum það svart á hvítu á þessum stöðumun eldri borgara í dag að við erum að búa vel í haginn með því að eignast húsnæði yfir ævina. En þessi viðmið þurfum við að skoða til að gera megi áreiðanlegra viðmið sem byggi á raunverulegri framfærsluþörf,“ segir félagsmálaráðherra. eyrissparnaðar valda því að eldri borgarar munu greiða meira í skatta af lífeyrisgreiðslum heldur en sem nemur því sem þeir fá út úr kerfinu. Þetta er munaður sem fer bara vaxandi í framtíðinni og gleymist gjarnan í umræðunni. Þessi

staða sýnir líka glögglega að við erum að þróast í þessa átt, að lífeyrissparnaðurinn er fyrsta stoð og almannatryggingar eru öryggisnetið okkar. Séreignin er svo þriðja stoðin.“

Úr skýrslu um hagi og líðan aldraðra 2016 Nær allir, eða 97% telja að auðvelda eigi þeim sem komnir eru á lífeyrisaldur að vera áfram virkir á vinnumarkaði.

SÆKTU STYRK Í ÍSLENSKA NÁTTÚRU SAGA MEMO

SAGAPRO

SAGAVITA

Fyrir heilbrigt minni

Gegn vetrarpestum

„Hér áður voru klósettferðir hjá mér mjög tíðar. Ég prófaði síðan að taka SagaPro og hef nú tekið daglega í töluverðan tíma. Þetta er í góðu lagi núna!“

„Ég byrjaði að taka SagaMemo af því það er unnið úr jurtum og öll mín orka og minni hefur batnað til muna. Þvílík snilld!“

Hjálmar Sveinsson, 67 ára verkefnastjóri

Berglind Hanna Ólafsdóttir, 57 ára sjúkraliði

„Ég hef notað SagaVita síðan það kom á markað og finn hvað það gerir mér ótrúlega gott. SagaVita hressir, bætir og mér verður ekki misdægurt.“

Við tíðum þvaglátum

Garðar Jökulsson, 81 árs listmálari

SagaMedica framleiðir hágæða náttúruvörur úr íslenskri ætihvönn.

21


KROSSGÁTA

Lausnarorðið felst í númeruðum reitum í gátunni. Dregið verður úr réttum lausnum. Sendið lausnir til skrifstofu LEB fyrir 1. ágúst 2017. LEB, Sigtúni 42, - 105 Reykjavik. Vinningshafi síðustu krossgátu var: Sæmundur Harðarson, Ljósheimum 22, Reykjavík. og hlýtur hann kr. 10.000 í verðlaun. Lausnarorð síðustu gátu var: Snjóföl Ævi Járn Lína Telur Suddi Laðaði Vesæll Móða Gljáhúð Fjör- lausn Býsn

Fákur Keik Gá- Hvatur Veð Rolla leysi Kjassar Mót Háhýsi Poki Braut

Hitann Ráf Átt Ágóði

Ögn Hús- Mylur freyja Reifi

14 Vílin Glufa Kjánar

Freri Sífellt

Umbun

11

15

Spor Amboð Hindrun Rimla- kassi Fingur

Samhlj. 7 Hita- tæki Snert- ill Vafi Eldstó Reik Hvíldi

Annars Hlaupa

9 Frægð Heilir

Svefn Vet- fang

8

Fólk Sussa

Púkar Forlát

5

Taut Spara saman

Glund- 3 ur Vein Rölt Skjólan Læti

Stillir Ílát Svall Neyttu

Spons Sorp Skyld

12

Áhald Spottar

Húm Ánægð- ar

Á skipi Lík

Ekki Grípa Áratala

Hljóma

1 13

Kák Glatt Samhlj.

Skel Féll Ólíkir

10

Hús

Von Erfiði Hnit

Fita

Hlýtt Eins um K

Tölur Binda

Lap Röst

6

Fnyk Kisur 2 Kylfu Kúgun

4

Nagdýr Korn

Afkomu Áhald

17

Korn Erfiði

22

51 Þökk Nískur

1

2

3

4

5

13

14

15

16

17

16

Sýnir reiði Bók

6

7

8

9

10

11

12


ÍSLENSKA/SIA.IS LYF 82064 11/16

Við erum til staðar fyrir þig

Lyfjaskömmtun Lyfju Við bjóðum upp á lyfjaskömmtun í öllum verslunum Lyfju. Lyfjaskömmtun er góður kostur fyrir þá sem taka lyf að staðaldri á ólíkum tímum dagsins eða vikunnar. Þú getur kynnt þér þessa þjónustu betur á lyfja.is

lyfja.is


Úr búri náttúrunnar Í lok síðasta árs kom úr bók sem tileinkuð er Sigmari B. Haukssyni fjölmiðlamanni og fyrrum formanni Skotveiðifélags Íslands, en hann lést fyrir aldur fram í desember 2012. Sigmar var einstakur lífskúnstner, veiðimaður og mikill matgæðingur. Nokkrir vinir hans tóku sig saman á síðasta ári og gáfu út bók með uppskriftum hans og efni sem eftir hann liggur. Uppskriftirnar eru flestar úr handskrifaðri skræðu sem Sigmar átti og bar titilinn „Úr búri náttúrunnar – uppskriftir og annar fróðleikur“. Nýja bókin bókin ber sama titil. Þess má geta að Sigmar var um tíma ritstjóri þessa tímarits okkar í LEB. Í bókinni eru skemmtisögur vina hans

og fjöldi ljósmynda af réttum sem hann eldaði m.a. fyrir þá, ásamt ráðleggingum um góð matarvín. Eldri borgurum býðst bókin núna á séstöku tilboði, kr. 6.900,- og er hægt að panta hana með því að senda póst á sigmar@dot.is eða í síma 824 8070.

Banfi La Lus Dökkrúbínrautt. Þétt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Dökk ber, létt eik, vanilla. Þetta er vín sem á ættir sínar að rekja til Norður-Ítalíu. Þar eru einhverjar helstu veiðilendur ítala fyrir margskonar villibráð. Hinir heimsfrægu jarðsveppir og villibráð er það sem sælkerar sækja í á haustin. La Lus er vín sem gert er úr afar sjaldgæfri þrúgutegund, en hún heitir Albarossa. Þessi þrúga gefur af sér krydd- og sultukeim. Vínið er með þennan ferska berjatón og þétt tannín gera það að verkum að vínið ræður við bragðsterkan mat eins og íslenska villibráð.

24

Hér er dæmi um uppskrift sem er í bókinni:

Víðvalla pottrétturinn, fyrir sex svanga rjúpnaveiðimenn

Þessi réttur er alltaf eldaður á fyrstu rjúpnaveiðihelgi á Víðivöllum. 2 rauðlaukar gróft saxaðir 1 væn sellerírót í teningum


4 gulrætur í tengingum 4 gæsalæri skorin í tvennt 250 til 300 gr. hreindýrakjöt gúllas, gæsa- og andabringugúllas er einnig heimilt að nota til viðbótar í hóflegu magni 4 hvítlauksrif söxuð Vænn tvistur af timian eða blóðberg 6 mulin einiber ½ dl. Worchester sósa

1 bolli þurrkaðir villisveppir 1 lítir villibráðasoð 1 peli rjómi Rifssulta • Kjötið brúnað á pönnu eða í potti í olíu og smjöri, sett til hliðar. • Allt grænmeti brúnað í sama steikiáhaldi. • Kjöt sett útí ásamt kryddi og sveppum.

• Worchester-sósan og soð sett útí og allt soðið í u.þ.b. tvær klukkustundir, eða þar til gæsalærin eru soðin, soði bætt í eftir þörfum. • Rjómi sulta salt og pipar sett út í og soðið upp aftur þar til sósan er orðin þykk. • Borið fram með kartöflugratíni eða ofnbökuðu rótargrænmeti.

25


Vísnaskrínið

Grétar Snær Hjartarson tók saman Í síðasta Vísnaskríni birtist vísa eftir Bjarna Jónsson frá Gröf. Meinlega villu sá ég í vísunni þar sem mér hafði orðið á í messunni.. Þarna stóð „ljóðasnillingnum“ í annarri ljóðlínu í stað „ljóðasnillingonum“ Rétt er því vísan þannig: Að leirnum verða lengi not ljóðasnillingonum. En það var guðlegt glappaskot að gera mann úr honum.

Góður vinur minn sendi mér eitt sinn póst þar sem hann gat um vísur í bókinni „Um daginn og veginn“ eftir Jón Eyþórsson og sagði þær ortar undir „afdráttarhætti“ en sagðist sjálfur alltaf yrkja undir „leirhætti.“ Afdráttarháttur felst í því að fella brott fremsta stafinn í öllum orðum fyrstu og annarrar ljóðlínu og þá blasa við tvær seinni ljóðlínurnar (botninn). Lítum á eina. Fléttum hróður, teflum taflið, teygjum þráðinn snúna. Léttum róður, eflum aflið, eygjum ráðin(n) núna.

Maður einn vestra, Álfur að nafni, var fjölþreifinn til kvenna og átti börn „hist og her.“ Hann stundaði sjóróðra. Sagan segir að hann hafi verið eitt sinn einn á dekki, en þegar aðrir skipverjar komu var hann horfinn. Sumir vildu meina að hann hefði komist í erlenda duggu og þannig sloppið frá meðlagsskuldum sínum, en sjálfsgt hefur hann fallið fyrir borð og drukknað. En þó Álfur væri horfinn voru konur að kenna honum börn. Vinur hans, Sigurður Jóhannsson á Suðureyri kvað vísu sínum gamla vini til varnar. Af því nú finnst engin vörn, ennþá getur flenna, áfram haldið að eiga börn og Álfi dauðum kenna.

Á bókaútsölu keypti ég bókina: „Kínversk ljóð frá liðnum öldum“ í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Rándýr bók, kostaði heilar 100 krónur. Birti hér ljóðið „Endurfundir“ eftir Tú Fú. 26

Meðal höfðinga sá ég þig setjast að – sú var tíðin – í glaumi skrautlegra halla. Vorið hverfur; við fljótið á fjarlægum stað finn ég þig einatt, þar sem blómkrónur falla.

Skáksnillingurinn Fisher var fúlskeggjaður og hársíður er hann kom til Íslands úr japanska fangelsinu eftir að honum var veitt landvist hér og ríkisborgararéttur. Hjálmar Freysteinsson orti. Frægð mun okkur Fisher gera, svo finnst mér ekki lakara að hann sýnist verðugt vera verkefni fyrir rakara.

Hjálmar orti einnig nýja útgáfu af einni þekktustu lausavísu þjóðarinnar. Á eyðisandi einn um nótt ég sveima, erindinu löngu búinn að gleyma. Norðurlandið týnt, telja má einsýnt að nú á ég hvergi nokkurs staðar heima.

Á þorrablóti Kvæðamannafélagsins Iðunnar 2005 var spurt: „Hvar býr hamingjan?“ Jón Ingvar Jónsson svaraði. Lukkan forðast lýðinn hér, litlar tryggðir bindur. Sá sem höndlar hana er heimskur eða blindur.

Þegar Karl Kristjánsson, þingmaður Þingeyinga hætti þingmennsku, var honum haldið samsæti á Húsavík. Þar var sýnd mynd, koparstunga af Karli. Þess var getið að ekki ætti að hengja myndina upp á Húsavík heldur frammi á Laugum. Af þessu tilefni orti Egill Jónasson. Karl að sunnan kominn er krýndur geislabaugum, en það á ekki að hengja hann hér heldur frammi á Laugum.

Síminn er einn af þessum tæknibúnaði sem við getum illa án verið en kostar sitt. Eftir að hafa greitt símareikninginn kvað Kristján Árnason frá Skálá.

Grétar Snær Hjartarson

Nú get ég með léttri lund labbað út í sollinn. Ég hef Guði greitt sitt pund og goldið kjaftatollinn.

Ólína Jónasdóttir var einhleyp og einhverju sinni þegar hún þurfti að fá setta rúðu í glugga orti hún. Mér finnst eitt og annað bresta á það sem ég frekast kaus. En eitthvað með því allra versta er að vera karlmannslaus.

Þann 18. desember s.l. sendi Finnur Baldursson nýtt félagatal eldri Mývetninga og því fylgdi vísa sem hæfði veðurfarinu. Nú er úti nánast autt nálgast jólin mikið allt mun verða ósköp rautt eflaust fyrir vikið.

Birkir Friðbertsson í Súgandafirði þurfti að leggjast inn á spítala 24. febrúar s.l. Hann orti af því tilefni og hefur sjálfsagt hugsað til reiknikúnsta alþingismanna. Ligg inn á sjúkrahúsi ástandið mitt er ekki gott en þó finn ég batavott, og hugsun mín er hrein og skýr. Hundrað plús fjórir eru þrír.

Lýkur hér með Vísnaskríninu að þessu sinni.


Kynning:

Lækningamáttur íslensku hvannarinnar SagaMedica er íslenskt þekk­i ng arfyrir tæki sem sérhæfir sig í rann­sóknum á íslenskum lækn­inga­jurtum og fram­­leiðslu á náttúru­ vörum úr þeim. Sigmundur Guðbjarnason, fyrrverandi háskólarektor og einn af stofnendum SagaMedica, hóf rannsóknir sínar fyrir meira en 25 árum og hefur hann rannsakað tugi íslenskra plantna og komst að því að af þeim hefur ætihvönnin mestu lífvirknina. Íslenska ætihvönnin er uppistaðan í vörum SagaMedica en mismunandi hlutar plöntunar innihalda efni með ólíka lífvirkni. Hvönnin hefur mikla sögulega þýðingu fyrir íslensku þjóðina enda hefur hún sem lækningajurt skipað stóran sess í samfélaginu allt frá landnámstíð.

Nýjar Voxis hálstöflur

SagaMedica hefur í gegnum árin verið að útvíkka vörulínu sína og á næstu dögum munu fara í umferð nýjar umbúðir og tegundir fyrir Voxis hálstöflurnar. Breyt-

Áætlunarflug

Leiguflug

ingarnar eru hluti af nýrri samræmdri heildarhönnun á vörulínunni. Voxis verður nú jafnframt fáanlegur sykurlaus og sykurlaus með engifer.Voxis hálstöflurnar eru vinsælustu hálstöflur landsins samkvæmt síðustu mælingum (Nielsen tölur, september 2016, Gallup á Íslandi). Töflurnar gagnast vel við kvefi og særindum í hálsi og mýkja röddina. Fyrir utan það eru þær einstaklega bragðgóðar og slá í gegn bæði hjá stórum sem smáum. Eins og aðrar vörur SagaMedica er Voxis framleitt úr hvönn en auk þess innihalda þær mentól.

Færri salernisferðir

SagaMedica býður upp á aðrar mjög áhugaverðar vörur úr hvönn og fer SagaPro við tíðum þvaglátum, þar fremst í flokki, en SagaPro er unnin úr laufum hvannarinnar. Varan hentar vel konum og

körlum með minnkaða blöðrurýmd og einkenni ofvirkrar blöðru sem er algengt vandamál. SagaPro bætir lífsgæði þeirra sem glíma við þetta vandamál. Það hefur sýnt sig að SagaPro fækkar mjög salernisferðum jafnt að degi sem nóttu og bætir svefninn. Ákveðnir lífstílshópar sækja líka í auknum mæli í þessa vöru til að geta stundað áhugamál sín án vandkvæða, þetta eru til að mynda golfarar, hlauparar, göngufólk og fólk sem stundar hjólreiðar.

Auka úthald og vellíðan

SagaVita er önnur vinsæl vara sem gagnast vel til að verja sig gegn vetrarpestum en auk þess finnst fólki SagaVita vera mjög orkugefandi og afköstin aukast. SagaVita er bæði fáanleg í vökvaog töfluformi. SagaMemo hefur síðan góð áhrif á minnið. SagaMemo er unnið úr fræjum hvannarinnar og blágresi. SagaMemo er notað af fólki sem vill viðhalda heilbrigðu minni. Vörur SagaMedica fást í apótekum, heilsubúðum og stærri matvöruverslunum um land allt.

Skipulagðar ævintýraferðir

Bókaðu flugið áernir.is Bíldudalur

Fáðu tilboð í flug fyrir litla og stóra hópa hvert á land sem er

Gjögur

Húsavík

Höfn

Reykjavík Vestmannaeyjar

562 2640 | bokanir@ernir.is | ernir.is

27


Fimmfaldur íslandsmeistari í listflugi nálgast nírætt Margir hafa af því áhyggjur að hafa ekki nóg að gera eftir starfslok. Magnús Norðdahl er ekki einn þeirra, en hann hefur sinnt einkafluginu síðan hann lauk störfum sem flugstjóri hjá Flugleiðum. Magnús Norðdahl er fæddur 20. febrúar árið 1928 og því að nálgast nírætt, en hann byrjaði snemma að læra að fljúga. Hann hafði horft á herflugvélar fljúga um loftin blá í seinna stríðinu og í kjölfarið á því fór hann sitt fyrsta flug, árið 1944, en það var á Schneider SG38 svifflugu. Hann sagðist hafa farið í flughæð þar sem hann sá upp fyrir Esjuna og varð við það hálf lofthræddur þar sem ekkert gólf var í þessum svifflugum, en gólf segir Magnús vera sálfræði sem lækni lofthræðslu. Þá keypti Magnús flugvél af gerðinni Stearman PT-17, en hana keypti hann af flugskólanum Cumulus, Jóhannesi Snorrasyni og fleirum, en þeir höfðu keypt tvær slíkar vélar af bandaríska hernum í stríðslok. Vélina keypti Magnús með þremur öðrum á tólf þúsund krónur þá, sem var þungur biti að hans sögn. Vélflugdeild svifflugfélagsins keypti hina vélina af Cumulus, en sú vél er ennþá til, TF-KAU, en vélin sem Magnús hafði átt fórst og í kjölfarið á því, árið 1946, dreif hann sig í frekara nám til Englands. Magnús vann á þeim tíma við útkeyrslu hjá Eggerti Kristinssyni, sem þótti fínt fyrirtæki þá og það þótti lúxusvinna, hann fékk að hafa bílinn á kvöldin og hafði góðan aðbúnað en segist hafa séð að hann myndi aldrei drífa sig öðruvísi en segja upp vinnunni fyrst, svo hann gerði það. Það mun hafa verið í fyrsta sinn er einhver sagði upp störfum hjá fyrirtækinu svo forstjórann rak í rogastans. Magnús útskýrði einfaldlega hverjar fyrirætlanir hans voru svo hann skildi sáttur við sinn vinnuveitanda. Þá var farið að leita að aurum fyrir náminu, en í þá daga var ekki farið í banka og óskað eftir láni, heldur þurfti að útvega trausta aðila sem væru tilbúnir að rita nöfn sín til ábyrgðar á víxla sem bankarnir svo keyptu. Magnús leitaði stíft og fann svo heiðursmann mikinn 28

Magnús um borð í flugvél Loftleiða, en hann varð ungur flugstjóri. sem hann þekkti ekki nokkurn hlut, honum hafði einfaldlega verið bent á að tala við hann, það kæmi ekki að sök. Það var því Steindór Hjaltalín sem kom Magnúsi til hjálpar og ábyrgðist það lán er hann tók fyrir náminu. Bankinn að vísu hafnaði víxlinum í fyrstu þar sem Magnús hafði engann bakgrunn í bankanum, en þá hringdi Steindór í bankann og kippti í nokkra spotta sem varð til þess að gengið var frá láninu. Já Steindór reyndist Magnúsi sannarlega betri en enginn á þeim tíma.

Haldið til Englands í nám

Magnús hélt þá til Englands með togara í félagi við Valberg Lárusson sem var í sömu erindagjörðum og varð flugskólinn AST í Southampton fyrir valinu, en þar var fyrir annar Íslendingur, Skúli Magnússon heitinn, en hann hafði hafið nám nokkrum mánuðum á undan þeim Magnúsi og Valbergi en nokkru síðar kom Brynjólfur Þorvaldsson, en hann gekk undir nafninu Lordinn í hópi félaga sinna, því hann var svo sniðugur

að hann byrjaði á að kaupa sér föt sem voru af svipuðum toga og heldra fólk Englands gekk í, með staf og hatt, bar sig vel og tók um enska siði á augabragði, náði góðu valdi á aðals-ensku og fékk því mikla virðingu hvar sem hann kom. Eftir námið gat Magnús drifið sig heim og var hann kominn heim 17. júní árið 1947 og þá byrjaði baráttan í atvinnuleit.

Fyrsta flugvinnan

Magnús talaði við Kristinn Olsen fyrst, en þá tíðkaðist ekki að semja langar atvinnuumsóknir eða útbúa ferilskrá eins og nú er, heldur var þetta bara heimsókn til stjórnendanna og þá var það spurningin hvernig þeim leist á mann. Þegar Kristinn Olsen var búinn að ræða við Magnús um stundarkorn kallaði hann í Alfreð Elíasson og þeir ákváðu í sameiningu, fyrir framan Magnús, að ráða hann til reynslu. Í þá daga tíðkaðist það að byrja á því að ráða menn til reynslu í þrjá mánuði en þá þurfti bara að greiða


O SU RM N O N P A U IÐ SM D Ö Á Á GU RA M TO Í RG I D

LÆKKAÐ VERÐ

STILLANLEGT HEILSURÚM

Stærð cm

með Shape heilsudýnu SHAPE B Y N AT U R E ’ S B E D D I N G

Verð með C&J silver stillanlegum botni

2x80x200 2x90x200 2x90x210 2x100x200 120x200 140x200

319.900 339.900 365.900 365.900 187.900 214.900

C&J stillanleg rúm:

• Inndraganlegur botn • 2x450 kg lyftimótorar • Mótor þarfnast ekki viðhalds • Tvíhert stál í burðargrind • Hliðar- og endastopparar • Val um lappir með hjólum eða töppum • Hljóðlátur mótor

Enn lægra DORMA verð Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorg) www.dorma.is

Holtagörðum, Reykjavík 512 6800 Smáratorgi, Kópavogi 512 6800

Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Skeiði 1, Ísafirði 456 4566


500 krónur á mánuði í laun, en þetta reynslutímabil fékk Magnús ekkert að fljúga, fór með einhverjar ferðir en var ekkert nýttur í flugmannssæti. Svo þegar reynslutímabili var lokið þá var sagt bless í bili og farið að kenna hjá vélflugsdeild svifflugfélagsins. Svo næsta vor þá mætti Magnús aftur til Loftleiðamanna og þeir samþykktu að taka hann aftur til reynslu en það máttu þeir gera eins oft og þeir vildu. En um haustið það ár komst Magnús að hjá þeim í vetrarvinnu og þar með var reynslutímanum lokið og hann kominn í fast starf hjá Loftleiðum þar sem hann starfaði þar til fyrirtækinu var lokað árið 1952. Fyrirtækinu var lokað og Loftleiðir hófu ekki störf í innanlandsflugi aftur um árabil. Þá fór Magnús til ArabAirways þar sem hann starfaði til loka ársins 1954 en þá var haldið aftur heim á leið. Árið 1953 kom María Norðdahl, unnusta Magnúsar, út til hans og þau giftu sig í Beirút það ár, í amerískri kirkju. Magnús starfaði hjá Loftleiðum er félagið fór í millilandaflugið og seinna sameinaðist Flugfélagi Íslands og varð að Flugleiðum. Árið 1990 fór Magnús yfir á Boeing 727 sem hann flaug uns hætt var með þær í rekstri, en Magnús var síðasti flugstjóri Flugleiða á þeirri vélargerð, hann flaug síðustu vélinni til afhendingar nýjum rekstraraðila í Kentucky í Bandaríkjunum haustið 1990 en aðstoðarflugmaður í þeirri ferð var Guðmundur Magnússon, sem síðar varð flugrekstrarstjóri Flugleiða, en þetta var síðasta flugferð Magnúsar hjá Flugleiðum og hann lét svo af störfum í febrúar 1991 sökum aldurs.

Módelsmíði

Magnús var á tímabili nokkuð duglegur módelsmiður, en hann smíðaði tvö módel af Rapid fyrir Flugfélagið og eina af gerðinni Catana ásamt fleiru, flest módelin eru til enn þann dag í dag, annar Rapidinn er þó vængbrotinn en Magnús segist hafa grun um að hitt sé hjá forstjóra Eimskip í dag. 30

Magnús smíðaði módelin sem starfsmaður hjá Helga Filippussyni sem þá átti Sandskeið með bræðrum sínum. En afkomendur bróður Helga reka í dag Tómstundahúsið.

Einkaflug og listflug

Magnús segist hafa flogið einkaflug alla tíð meðfram atvinnufluginu og stundað jafnframt listflug allt frá árinu 1946. Fyrsta listflugssýning Magnúsar var í Reykjavík á 10 ára afmæli Svifflugfélagsins í ágúst árið 1946 á Piper Cub. Þá var flogið stutt prógram, fóru þrír í loftið og fóru í um 700 fetum, Magnús í miðjunni og hinir sitt hvoru megin, Magnús fór eina lykkju meðan þeir fóru

hálfa lykkju sitt hvoru megin, svo var klifrað upp í eitt þúsund fet í beygju og allir drápu á mótorunum og klifruðu í einn hring með dautt á og svifu svo til jarðar og lentu með dautt á hreyflum. Þetta var fyrsta sýningin og var bara framkvæmd, engin æfing. Síðan segist Magnús hafa leikið sér að þessu alla tíð. Magnús keppti um árabil í listfluginu, hann hefur orðið Íslandsmeistari fimm sinnum og síðast árið 2001, en segist ánægðastur með að hafa unnið fyrstu keppnina sem haldin var hérlendis en það var árið 1996. Magnús segist í dag fara í loftið tvisvar í viku yfir sumartímann, en býr í Florida yfir veturinn og þar flýgur hann lítið sökum kostnaðar, einnig telur Magnús nauðsynlegt að menn og konur hafi sér einhver áhugamál, það sé ekkert skelfilegra en hafa ekkert að gera. „Ef maður hefur eitthvað til að stefna að, helst eitthvað sem hægt er að bæta ávallt og byggja upp, þá eru maður í góðum málum og líður vel“. Látum þetta verða lokaorð Magnúsar. Hann hefur svo sannarlega marga fjöruna sopið í flugmálum og getur sagt reynslu sinni sem má segja að sé þversnið flugmála á Íslandi síðan í seinni heimsstyrjöld. Hægt er að sjá listflugsæfingar Magnúsar á YouTube ef nafnið hans er slegið inn sem leitarorð. Það eru eflaust ekki margir í heiminum á hans aldri sem fara tvöfalda bakskrúfu á listflugvél í dag.


Frábær nýjung fyrir alla lyfjanotendur:

APPÓTEK GARÐS APÓTEKS Vefverslun með lyf Lyfseðlar Lyfjaverð ofl.

www.appotek.is

appotek.is

·

APPÓTEK GARÐS APÓTEKS er notendavænt vefforrit (app) fyrir tölvur og farsíma á vefsíðunni www.appotek.is

Í Appóteki Garðs Apóteks getur þú: Skoðað hvaða lyfseðla þú átt í lyfseðlagáttinni Pantað tiltekt á lyfseðlana í gáttinni Séð hvað þú átt að greiða fyrir lyfin samkvæmt þrepastöðu þinni Pantað lyf sem fást án lyfseðils Valið um hvort þú sækir lyfin í Garðs Apótek eða lætur senda þér lyfin hvert á land sem er

Lyfseðlar Hér eru allir lyfseðlar sem eru skráðir í lyfseðlagátt landlæknis. Verð á lyfseðilsskyldum lyfjum reiknast í körfunni því greiðslukerfi Sjúkratrygginga Íslands er

Lyfseðlar Lausasölulyf Pantanir Heilsugæslustöðvar og lyfjaendurnýjun Lyfjakaup þrepastaða Stillingar Um Appótek

Lyfseðll:11914931

Lyfseðll:11914920

Parkodin, 510 mg, 100 töflur

[1/1]

Verkjalyf

Lopress, 50 mg, 98 töflur

Lyf með verkun á renín-angíótensínkerfið

Læknir

Útgáfudagur

Læknir

Útgáfudagur

Jón Jónsson

27.12.2016

Jón Jónsson

27.12.2016

Sjá meira

[1/1]

Sjá meira

Karfa

NÁNAR

SETJA Í KÖRFU

NÁNAR

SETJA Í KÖRFU

Útskrá Lyfseðll:11914910

Imovane, 7.5 mg, 30 töflur Geðlyf

Lyfseðll:11914905

[1/1]

Ibufen, 600 mg, 100 töflur Bólgueyðandi lyf og gigtarlyf

Læknir

Útgáfudagur

Læknir

Útgáfudagur

Jón Jónsson

27.12.2016

Jón Jónsson

27.12.2016

Sjá meira

[1/1]

Valið um hvort þú greiðir lyfin í Garðs Apóteki eða greiðir lyfin í Appótekinu Séð lyfjagreiðslutímabil þitt og greiðslustöðu þína á tímabilinu

Sjá meira Opið 9-18 virka daga Sími 568-0990 Powered by

Garðs Apótek: Sogavegi 108 · Sími 5680990 Netfang: gardsapotek@gardsapotek.is · Vefsíða: gardsapotek.is Appótek: appotek.is · Opið kl. 9-18 virka daga, lokað um helgar

-rétt leið


ÍSLENSK A SI A .IS ICE 83158 03/17

BENTU Í VESTUR 33.100* Verð frá kr. Þessi ferð gefur frá 2.100 til 6.300 Vildarpunkta aðra leiðina.

Er Orlando þín borg? Það er fjör fyrir alla fjölskylduna í Orlando. Sundlaugar fyrir orkuboltana og kokteilar fyrir fullorðna fólkið. Golf og grillveislur frá morgni fram á kvöld. Bentu í vestur. Orlando bíður eftir þér. Þú hefur aðgang að persónulegu afþreyingarkerfi á öllum flugleiðum.

* Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar.

Þú getur bæði notað og safnað Vildarpunktum um borð.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.