tímabili var það markmið að einfalda almannatryggingakerfið. Það í sjálfu sér er verðugt markmið. En við þurfum um leið að spyrja okkur ákveðinna grundvallarspurninga, eins og hvernig við metum örorku? Hvernig tryggjum við að við fáum notið starfskrafta fólks með mismunandi hætti? Í mínum huga er almannatryggingakerfið öryggisnet. Grunnkerfið okkar er almenna lífeyrissjóðakerfið og almannatryggingar eiga að grípa hina sem þurfa á meiri aðstoð að halda. Þriðja stoðin í kerfinu er síðan séreignasparnaður fólks. Það þarf að skoða samspil þessa alls þegar kerfið í heild er skoðað. Þannig að markmiðið um að einfalda kerfið er enn til staðar en um leið þarf að hafa hugfast að það lá ekki fyrir hvernig ætti að fjármagna þær breytingar sem voru boðaðar í því frumvarpi sem var í vinnslu og staðan er sú að tryggingagjaldið eins og það er í dag er langt í frá að duga til að fjármagna almannatryggingakerfið. Eldri borgarar hafa fengið að finna fyrir kjaragliðnun milli sinna kjara og lægstu launa. Er hægt að bæta þeim það? „Þetta liggur alveg fyrir að þær skerðingar sem farið var í hafa komið verst niður á eldri borgurum eins og kom fram á ársfundi Tryggingastofnunar þegar litið er til þeirra sem þiggja greiðslur frá stofnunni. Þess vegna er mikilvægt að ganga í að taka þessar skerðingar strax til baka. Síðan þurfum við að fara skoða hvernig kerfi ætlum við að hafa til framtíðar og þá koma þessar stóru spurningar sem ég nefndi áðan. Ég held að það sé enginn ágreiningur um að við viljum bæta kjör fólks í landinu. Forsenda fyrir því er hagvöxtur og að auka tekjur samfélagsins. Ef það tekst þá er að sjálfsögðu vilji til að setja meiri peninga í velferðarkerfið.“
aldraðra haldi áfram þá er mikilvægt að klára fyrri yfirfærsluna áður en farið er í næsta stóra verkefni. Ég hyggst ekki breyta þeirri stefnu varðandi eldri borgara sem er sú að reyna að tryggja að fólk geti dvalið heima hjá sér eins lengi og kostur er. En ef horft er á spár um aldursþróun á næstu árum þá er nauðsynlegt að byrja ræða þessar stóru spurningar og marka stefnuna miðað við breytta tíma. Við erum ein yngsta þjóð Evrópu í dag, en það mun breytast og það er þegar
að gerast í löndum í kringum okkur. Lífaldur fer hækkandi, kröfur eru um aukna þjónustu og það er minna fjármagn úr að spila. Þess vegna er líka mikilvægt að horfa til nýrra lausna ekki hvað síst sem tengjast ótrúlegri tækniþróun á sviði velferðarþjónustu til að hjálpa fólki að vera sem lengst heima hjá sér og lifa sjálfstæðu lífi. Legg ég mikla áherslu á að við mótum stefnu um notkun tækni í velferðarþjónustu og hef þegar hafið undirbúning að því.“ Segir nýr félagsmálaráðherra.
Nærþjónusta betur heima hjá sveitarfélögum:
Eygló segist þeirrar skoðunar að sveitarfélögin séu betur til þess fallin að sinna þjónustu við eldri borgara og það sé stefnan að færa meira af nærþjónustunni við fólk til sveitarfélaganna. „Það er hins vegar mikilvægt að horfa til reynslunnar af yfirfærslu málefna fatlaðs fólks og ríkið og sveitarfélögin eru enn að vinna úr því. Þannig að þó að undirbúningur að flutningi málefna 7