Page 1

ISTIN LAÐ LIFA V E T U R

L E B . I S

2 0 1 3


Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2

Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsulyfjum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.

Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð.

Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga


Meðal efnis

Lífið!

Landsfundur Landssambands eldri borgara 2013............ 4 Sveigjanleg starfslok og breyting á eftirlaunaaldri............ 6 Ályktun LEB um lífeyrismál............................................. 8 Sveitarfélögin ekki tilbúin að taka við málefnum eldri borgara í bráð...................................10 Þarf meiri þjónustu í stað fleiri hjúkrunarrýma? ........... 12 Amma, hvað á ég að gera?............................................... 13

Leiðarahöfundur í viðtali við blaðamann hjá budardalur.is

Heilbrigðisþjónusta frá vöggu til grafar ..........................14 Fræðsluhornið.................................................................16 Stjórn LEB á ferð um Austfirði.......................................18 Hjörð án hirðis................................................................19 Vísnaskrínið.................................................................... 20 Er velferðartækni það sem koma skal?.............................21 Algengar áhyggjur sparifjáreigenda................................. 22 Krossgáta......................................................................... 23 Félag eldri borgara í Hveragerði 30 ára.......................... 24 Brýn þörf á auknu hjúkrunarrými á Suðurnesjum........ 26 Að takast á við sjálfan sig og umhverfi sitt..................... 28 Ný vefsíða leb.is............................................................... 28 Legugjald á sjúklinga....................................................... 28 Tillögur frá Velferðarnefnd samþykktar á landsfundi:... 29 Flutningur málefna aldraðra........................................... 30 Mannréttinda- og jafnréttismál....................................... 30 Lífeyrissjóðir.................................................................... 30

Útgáfustjórn: Grétar Snær Hjartarson, gretar@heima.is, Bryndís Steinþórsdóttir, bryndisst@internet.is, Þrúður Kristjánsdóttir, thrudkri@simnet.is, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir jvalgerdur@gmail.com. Ritstjóri: Jóhannes Bjarni Guðmundsson, lal@dot.is Forsíðumynd: Björn A Einarsson ljósmyndari. Frá Haukadalsá í Dalasýslu. Auglýsingar: Sökkólfur ehf., lal@dot.is Umbrot & útlit: Sökkólfur ehf., kjartan@dot.is Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja. Útgefandi: Landssamband eldri borgara, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, leb@leb.is

Ágætu lesendur Listarinnar að lifa! Það er haust á landinu okkar. Haustið er fallegur tími, litadýrðin allt í kringum okkur og erill sumarsins að baki. Ég hef alltaf notið þess að ferðast á haustin, þá ríkir oft yndisleg kyrrð inn til fjalla og dala. Það má líkja árstíðunum við ævi okkar, við eigum okkar vor, sumar haust og vetur. Galdurinn er að njóta þess alls eins og kostur er. Mörgum hættir til að sjá frekar dekkri hliðar tilverunnar, finnst við eldri borgararnir afskiptir og gleymdir. En væri þá ekki hollt að líta í eigin barm. Hvað gerum við sjálf til að bæta líf okkar? Hringjum við í vini og ættingja eða skreppum á sýningar eða á kaffihús með kunningjum eða bjóðum þeim í kaffisopa heima? Við megum ekki ætlast til að aðrir hafi ofan af fyrir okkur. Við verðum sjálf að hafa eitthvert frumkvæði, en þakka jafnframt þeim sem vilja hugsa um okkur og stytta okkur stundir á einhvern hátt. Oft er nöldrað yfir því sem gert er, en ekki komið með hugmyndir um neitt annað eða eitthvað lagt af mörkum, Nú veit ég vel að veikindi og fötlun geta hamlað þáttöku í ýmsu, en þau hamla ekki viðhorfi okkar til lífsins. Því getum við sjálf ráðið. Við eigum auðvitað öll erfiðar stundir og sorgin er hluti af lífi okkar allra sem erum komin á efri ár. En reynum að horfa á allt hið góða sem lífið býður okkur, þökkum fyrir hvern góðan dag sem það gefur okkur, þökkum fyrir væntumþykju ættingja og vina og verum sjálf dugleg að halda sambandi við þau. Það er ótrúlega mikill erill í lífi unga fólksins, sem vinnur fullan vinnudag, en reynir eftir bestu getu að sinna börnum og heimili og langar sjálfsagt líka að sinna einhverjum áhugamálum. Þá er ekki eftir mikil orka til að sinna öðru, þó viljan til þess vanti ekki. Njótum haustsins og vetrarins, horfum á björtu hliðarnar og gleðjum þá sem við getum glatt! Þrúður Kristjánsdóttir

3


Landsfundur Landssambands eldri borgara 2013

Um 120 fulltrúar sátu Landsfundinn 2013 í Hafnarfirði. Tólfti landsfundur Landssambandsins var haldinn í Hafnarfirði 7-8 maí s.l. Fundinn sátu um120 fulltrúar frá aðildarfélögum sambandsins, en þau eru fimmtíu og þrjú með um nítján þúsund félagsmenn. Móttaka af hálfu FEB í Hafnarfirði var til mikillar fyrirmyndar. Á fundinum fóru fram hefðbundin landsfundarstörf samkvæmt lögum sambandsins. Einnig voru lagðar fram lagabreytingar sem laganefndin hafði

unnið að s.l. 2 ár undir forustu Birnu Bjarnadóttur. Voru lagabreytingarnar samþykktar samhljóða. Formaður LEB flutti skýrslu stjórnar og reikningar áranna 2011 og 2012 voru lagðir fram. Góðar umræður urðu um það hvorttveggja og komu menn víða við. Þá voru fjölmargar ályktanir samþykktar sem eru birtar hér að einhverju leyti og að auki hafa verið birtar á vef sambandsins www.leb.is. Í upphafi fundar flutti Halldór Halldórsson formaður

Formaður LEB og formaður FEB í Hafnarfirði, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir og Jón Kr. Óskarsson 4

Sambands íslenskra sveitarfélaga erindi um flutning málefna aldraðra til sveitafélaga, en starfshópar hafa unnið að þeim málum undanfarin misseri. Lesa má ræðu Halldórs í fundargerð landsfundar á heimasíðu LEB. Einnig flutti ávarp Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB. Ræddi hún aðallega kynbundinn launamun, sem síðan skilaði sér í lægri lífeyrisgreiðslum til kvenna en til karla. Umræður fóru fram í hópastarfi um hvernig FEB-félög gætu eflt starfsemi sína og aukið áhrif sín. Þeim umræðum verður fylgt eftir á formannafundi 2014. Í lok fundar var svo endurkjörinn formaður LEB Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Reykhólasveit. Aðrir í stjórn voru kosnir Haukur Ingibergsson, FEB-Reykjavík varaformaður, Anna Lúthersdóttir Þorlákshöfn ritari, Eyjólfur Eysteinsson, Reykjanesbæ gjaldkeri, og Ragnheiður Stephensen Mosfellsbæ meðstjórnandi. Varamenn í stjórn voru kosnir Jón Kr. Óskarsson Hafnarfirði, Sveinn Hallgrímsson, Borgarfirði og Jóhannes Sigvaldason Akureyri. Fjölmargar ályktanir frá Landsfundinum eru birtar hér í blaðinu, en greinargerðir með þeim eru birtar á www. leb.is


Viltu létta þér lífið?

Vönduð rafknúin rúm

Stillanlegir hægindastólar

Stuðningshlífar

Stuðningshandföng

Sturtustólar

Rafskutlur FASTUS_H_32.10.13

Göngugrindur

Hæðarstillanlegt borð

Fastus býður uppá fjölbreytt úrval af vörum sem auðvelda athafnir daglegs lífs. Starfsfólk Fastus leggur metnað sinn í að finna lausnir og aðstoða við val á vörum. Verið velkomin í verslun Fastus ehf. að Síðumúla 16, 2. hæð. Við tökum vel á móti ykkur. Veit á vandaða lausn

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is


Sveigjanleg starfslok og breyting á eftirlaunaaldri Þurfum að taka umræðu um þessar stóru spurningar segir nýr félagsmálaráðherra. Eygló Harðardóttir tók við sem félagsog húsnæðismálaráðherra eftir ríkisstjórnarskiptin fyrr á þessu ári. Undir hennar forystu hefur verið byrjað á að taka aftur þær skerðingar sem dundu á eldri borgurum árið 2009 og hafa komið illa niður á kjörum þessa stóra hóps. En hvenær sér nýr ráðherra fyrir sér að skerðingarnar verði að fullu afturkallaðar? „Við leggjum áherslu á að nýta kjörtímabilið til að bæta kjör ellilífeyrisþega almennt og ekki endilega bara eldri borgara. Það er samt staðreynd að þær skerðingar sem farið var í árið 2009 komu verst niður á eldri borgurum. Við tókum strax fyrstu skrefin í sumar þar sem við bættum í málaflokkinn 1,7 milljörðum á ársgrundvelli. Um leið var því breytt að eldri borgarar geti haft sömu möguleika á að afla sér tekna með vinnu eins og öryrkjar. Með samþykkt fjárlaga mun svo skerðingarhlutfallið lækka vegna tekjutryggingar sem þýðir tæplega 3 milljarðar í þennan málaflokk. Auk þessa kemur til almenn hækkun vegna verðlagsáhrifa, sem er afar jákvætt. Þannig að allt í allt er verið að auka framlög til almannatrygginga um 12% sem er mjög ánægjulegt að sé yfir höfuð hægt að gera í dag miðað við erfiða stöðu ríkissjóðs.“ Mun ríkisstjórninni duga kjörtímabilið til að taka allar skerðingarnar aftur? „Ég held að það verði aldrei þannig að einhver velferðarráðherra segi að það séu komnir nægir peningar í velferðarmálin“ segir Eygló. „Við munum alltaf geta notað meiri peninga. Ég tel hins vegar mikilvægt að við ljúkum við heildar endurskoðun á almannatryggingakerfinu og þá er ég að horfa til þátta eins og örorkumatsins, þegar fólk er með skerta vinnugetu fyrir aldur fram. Að við horfum frekar til þess hvað fólk getur gert, en einblínum ekki á það sem það getur ekki gert. Síðan legg ég áherslu á sveiganleg starfslok fyrir eldri borgara. Mér persónulega finnst synd að við séum ekki að nýta betur krafta eldra 6

Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra. fólks. Lífaldur fólks er að hækka og fólk er almennt heilbrigðara en áður og við munum einfaldlega þurfa á kröftum þessa hóps að halda sem á annað borð hefur starfsgetu í samfélaginu. Þess vegna þurfum við að taka umræðuna um það hvernig við getum tryggt það að fólk geti haldið áfram að vinna og geti jafnvel trappað sig niður í vinnu frekar en að klippt sé algjörlega á vinnuframlag þeirra þegar ákveðnum aldri er náð, eins og kerfið er í dag.“ Ertu þá að horfa til hækkunar eftirlaunaaldurs, en með ákveðnum sveigjanleika? „Ég held það sé mjög mikilvægt að hafa ákveðinn sveigjanleika og eitt af því sem þarf þá að skoða líka er lífeyristökualdurinn. Við erum t.d. að horfa uppá aldursviðmið í heilbrigðiskerfinu

Alþingi íslendinga við Austurvöll.

gagnvart læknum og mér finnst mjög einkennilegt að ef þú ert með lækna sem hafa fulla starfsgetu og mikla þekkingu, en við ætlum samt að segja að við einhvern ákveðinn aldur áttu að hætta að vinna þrátt fyrir að menn hafi áhuga á að halda áfram störfum. Sama get ég sagt um starfsfólk hér í ráðuneytinu. Hér er fjöldi stórkostlegra starfsmanna með mikla reynslu og þekkingu, sem geta leyst úr erfiðustu málum og það að við ætlum að segja að viðkomandi eigi að hætta á þessum degi vegna þess að hann á afmæli er einkennilegt, þegar það hefur í raun ekkert með hans vilja og getu til að halda áfram að vinna.“ Það fór mikil vinna á síðasta kjörtímabili í að vinna að gerð nýs framvarps til laga um almannatryggingar, sem náði síðan ekki fram að ganga fyrir kosningar. Var sú vinna til einskis unnin? „Það er aldrei þannig að vinna sé til einskis unnin. Nú er verið að undirbúa að leggja fram frumvarp þessu tengt sem snýr að auknum eftirlitsheimildum Tryggingastofnunar og hvernig hún á að sinna sínu hlutverki gagnvart þeim sem stofnunin er að sinna. Vonandi náum við afgreiða það fyrir áramótin. Við munum síðan fara yfir hvaða aðra þætti við getum tekið og hugsanlega lagt fram í minna frumvarpi. Stóra atriðið samt í þessari vinnu á síðasta kjör-


tímabili var það markmið að einfalda almannatryggingakerfið. Það í sjálfu sér er verðugt markmið. En við þurfum um leið að spyrja okkur ákveðinna grundvallarspurninga, eins og hvernig við metum örorku? Hvernig tryggjum við að við fáum notið starfskrafta fólks með mismunandi hætti? Í mínum huga er almannatryggingakerfið öryggisnet. Grunnkerfið okkar er almenna lífeyrissjóðakerfið og almannatryggingar eiga að grípa hina sem þurfa á meiri aðstoð að halda. Þriðja stoðin í kerfinu er síðan séreignasparnaður fólks. Það þarf að skoða samspil þessa alls þegar kerfið í heild er skoðað. Þannig að markmiðið um að einfalda kerfið er enn til staðar en um leið þarf að hafa hugfast að það lá ekki fyrir hvernig ætti að fjármagna þær breytingar sem voru boðaðar í því frumvarpi sem var í vinnslu og staðan er sú að tryggingagjaldið eins og það er í dag er langt í frá að duga til að fjármagna almannatryggingakerfið. Eldri borgarar hafa fengið að finna fyrir kjaragliðnun milli sinna kjara og lægstu launa. Er hægt að bæta þeim það? „Þetta liggur alveg fyrir að þær skerðingar sem farið var í hafa komið verst niður á eldri borgurum eins og kom fram á ársfundi Tryggingastofnunar þegar litið er til þeirra sem þiggja greiðslur frá stofnunni. Þess vegna er mikilvægt að ganga í að taka þessar skerðingar strax til baka. Síðan þurfum við að fara skoða hvernig kerfi ætlum við að hafa til framtíðar og þá koma þessar stóru spurningar sem ég nefndi áðan. Ég held að það sé enginn ágreiningur um að við viljum bæta kjör fólks í landinu. Forsenda fyrir því er hagvöxtur og að auka tekjur samfélagsins. Ef það tekst þá er að sjálfsögðu vilji til að setja meiri peninga í velferðarkerfið.“

aldraðra haldi áfram þá er mikilvægt að klára fyrri yfirfærsluna áður en farið er í næsta stóra verkefni. Ég hyggst ekki breyta þeirri stefnu varðandi eldri borgara sem er sú að reyna að tryggja að fólk geti dvalið heima hjá sér eins lengi og kostur er. En ef horft er á spár um aldursþróun á næstu árum þá er nauðsynlegt að byrja ræða þessar stóru spurningar og marka stefnuna miðað við breytta tíma. Við erum ein yngsta þjóð Evrópu í dag, en það mun breytast og það er þegar

að gerast í löndum í kringum okkur. Lífaldur fer hækkandi, kröfur eru um aukna þjónustu og það er minna fjármagn úr að spila. Þess vegna er líka mikilvægt að horfa til nýrra lausna ekki hvað síst sem tengjast ótrúlegri tækniþróun á sviði velferðarþjónustu til að hjálpa fólki að vera sem lengst heima hjá sér og lifa sjálfstæðu lífi. Legg ég mikla áherslu á að við mótum stefnu um notkun tækni í velferðarþjónustu og hef þegar hafið undirbúning að því.“ Segir nýr félagsmálaráðherra.

Nærþjónusta betur heima hjá sveitarfélögum:

Eygló segist þeirrar skoðunar að sveitarfélögin séu betur til þess fallin að sinna þjónustu við eldri borgara og það sé stefnan að færa meira af nærþjónustunni við fólk til sveitarfélaganna. „Það er hins vegar mikilvægt að horfa til reynslunnar af yfirfærslu málefna fatlaðs fólks og ríkið og sveitarfélögin eru enn að vinna úr því. Þannig að þó að undirbúningur að flutningi málefna 7


Fjárlagafrumvarpið 2014:

Ályktun LEB um lífeyrismál Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 er ákvæði um að skerðingarhlutfall tekjutryggingar almannatrygginga lækki úr 45% í 38,5% á næsta ári og samhliða því lækkar skerðingarhlutfall heimilisuppbótar að sama skapi. Landssamband eldri borgara fagnar því að með því er staðið við það loforð sem fram kom í athugasemdum með lögum um almannatryggingar sem samþykkt voru á s.l. sumri. Með þeim lögum og frumvarpi til fjárlaga 2014 verður búið að draga til baka þrjár af þeim skerðingum sem eftirlaunaþegar fengu á sig árið 2009. Það er stór áfangi að ná því og mun koma þeim til góða sem lægstar lífeyristekjur hafa. Samkvæmt frumvarpinu felur það í sér aukin framlög til elli- og örorkulífeyrisþega og félagslegrar aðstoðar sem nemur 5 milljörðum króna og til viðbótar vaxa útgjöldin um 3,4 milljarða vegna fjölgunar bótaþega og verðbóta á lífeyri. Þetta er gert á sama tíma og skorið er niður verulega til fjölmargra málaflokka. Það sýnir að ríkisstjórnin hefur fullan hug á að standa við loforð um að bæta kjör lífeyrisþega. Jafnframt á að hækka frítekjumark ellilífeyrisþega vegna lífeyrissjóðstekna í samræmi við samkomulag sem gert var við lífeyrissjóðina fyrir árin 20132015 og er þetta annar áfangi þess og kostar ríkissjóð 65o milljónir króna. En árið 2015 á frítekjumarkið að vera orðið jafnt og frítekjumark örorkulífeyrisþega eða 27.000 kr.

Kjaramálaályktun landsfundar:

Eins og gefur að skilja voru kjaramál eldri borgara eitt helsta umræðuefnið á Landsfundi LEB síðastliðið vor. Í ályktun frá kjaramálahópi landsfundarins var samþykkt að hækka þurfi skattleysismörk verulega enda sé það besta kjarabótin fyrir eldri borgara. Einnig samþykkti hópurinn að atvinnutekjur 67 ára og eldri skuli ekki skerða greiðslur frá Tryggingastofnun. Önnur atriði í ályktun landsfundarins voru eftirfarandi: 8

Frá Landsfundi LEB í Hafnarfirði síðastliðið vor. „Kjaramálnefnd LEB og stjórn Landssambandsins hefur margítrekað fjallað um niðurskurð á kjörum aldraðra frá miðju ári 2009 þegar bætur voru skertar. Sá mikli niðurskurður hefur haft áhrif á kjör þúsunda eldri borgara á undanförnum árum. Á sama tíma hefur verðlag hækkað og verðbólga verið óvenju mikil. Alvarlegar afleiðingar hrunsins bitna mjög á eldri borgurum. Um það hefur verið fjallað af opinberum aðilum en enn sitja eldri borgarar eftir í að fá það bætt. Því er skorað á nýkjörna þingmenn að virða réttarstöðu aldraðra en um 36.000 manns eru á aldrinum yfir 67 ára og hafa enga lögvarða samningsstöðu um kjör sín og réttindi. Hvatt er til samráðs ríkis og sveitarfélaga við eldri borgara um kjör aldraðra. Jafnframt skorar fundurinn á verðandi ríkisstjórn að taka til við að innleiða nýtt frumvarp um almannatryggingar sem ríkti mikil sátt um eftir kynningar undirbúningshópsins. Mikilvægt er að taka tillit til að í frumvarpinu er gert ráð fyrir gildistöku um s.l. áramót þannig að fjögurra ára innleiðing getur aðeins tekið þrjú ár. Það er að segja að hækkanir sem áttu fram að ganga á þessu ári með samþykkt nýrra laga um almannatryggingar ber að bæta og leiðrétta gagnvart öldruðum LEB krefst þess að kjaraskerðingin frá 1. júlí 2009 verði strax afturkölluð það er réttlætismál. Kjaraskerðingin

nemur í júlí á þessu ári rúmlega 17 milljörðum. Vanefndir við að leiðrétta kjör eldri borgara í samræmi við launaþróun brýtur í bága við lög. Í lögum um almannatryggingar eru ákvæði þess efnis að við hækkun lífeyris skuli tekið mið af hækkun launa og verðlags. Skuli lífeyrir aldrei hækka minna en vísitala neysluverðs en því hefur ekki verið framfylgt undanfarin ár. Fundurinn lýsir einnig yfir mikilli óánægju með hækkanir um s.l. áramót á þjónustugjöldum til lækna, sjúkraþjálfara, og nú lyfjakostnaðar og fjölda annarra hækkana sem fólk þarf að mæta án nokkurra leiðréttinga á greiðslum til að mæta þessum kostnaði. Landsfundur LEB krefst þess að virðisaukaskattur af lyfjum verði lækkaður úr hæsta þrepi sem er 25,5 % í lægsta þrep sem er 7% Þessi breyting yrði stórlækkun á lyfjum fyrir eldri borgara landsins sem eru sennilega fjölmennasti kaupandi lyfja hér á landi. Það væri mikil kjarabót. Aðalfundur LEB óskar eftir að ný stefna verði tekin upp við álagningu fasteignagjalda af húsnæði er menn eiga og búa í. Óskað verði lagaheimildar fyrir sveitarfélögin til þess að þau hafi heimild til að afnema fasteignagjöld af húsnæði eldri borgara.“ (greinargerðir með ályktunum má sjá á www.leb.is)


Holtagarðar

* gildir ekki af tóbaki, raftækjum og lottó.

Ein glæsilegasta verslun landsins!

Gegn framvísun félagsskírteinis fá félagar 10% afslátt* af innkaupum í Hagkaup Holtagörðum.

opið til 19 alla daga nema föstudaga opið til 20


Sveitarfélögin ekki tilbúin að taka við málefnum eldri borgara í bráð Horfa núna í fyrsta lagi til 1. Janúar 2015 eða síðar. Stefna ríkis og sveitarfélaga er að málefni eldri borgara verði flutt frá ríkinu til sveitarfélaga og upphaflega var ætlunin að af því gæti orðið 1. janúar 2014. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi viðmiðunardagsetning er nú í fyrsta lagi í ársbyrjun 2015 eða 2016. Nefnd velferðarráðherra sem skipuð var til að vinna að flutningi á málefnum aldraðra til sveitarfélaga er enn að störfum þótt mjög hafi hægt á þeirri vinnu. Halldór Halldórsson formaður sambands íslenskra sveitarfélaga hélt erindi um þessi mál á síðasta Landsfundi LEB, en hvar eru þessi mál stödd í dag? „Þetta er í raun alltaf að verða fjarlægara í tíma heldur en að var stefnt og ástæðan er sú að yfirtaka á málefnum fatlaðs fólks hefur verið flóknari og umfangsmeiri en við reiknuðum með. Starfsfólk sveitarfélaganna og kjörnir fulltrúar kvarta undan töluvert miklu álagi vegna þessara mála og þar af leiðandi verður tilfærsla á málefnum aldraðra að bíða. Á nýafstaðinni fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna var verið að ræða um 1. janúar 2016 eða jafnvel 2017. Sveitarfélögin þurfa að sjá að málefni fatlaðs fólks séu komin í fastan farveg bæði fjárhagslega og faglega áður en farið er í eitthvað meira. Árið 2014 er endurskoðunarár fyrir fyrstu þrjú árin með málaflokkinn. Ef vel tekst að semja milli ríkis og sveitarfélaga varðandi endurskoðunina, þ.e. að fjármagnið sé rétt stillt af og slíkt, þá geta menn farið að huga að næstu skrefum, en ekki fyrr,“ segir Halldór. Tvö sveitarfélög, Akureyri og Hornafjörður hafa um nokkurra ára skeið annast málefni aldraðra sem tilraunarsveitarfélög. Halldór segir að þar sé almennt ánægja með hvernig til hefur tekist. „Þessi sveitarfélög hafa tekið yfir málefni eldri borgara og heilsugæslunnar samkvæmt sérstökum samningi við ríkið. Þetta er því ólíkt því þegar t.d. málefni fatlaðs fólks færðust yfir að þá var útsvarsprósentan hækkuð og tekjuskattshlutfallið á móti um sömu töluna 10

Halldór Halldórsson formaður sambands íslenskra sveitarfélaga. eða 1,2 prósentustig.“ Halldór segir að málefni eldri borgara séu flókinn málaflokkur sem tengist margvíslegri þjónustu sem ýmist er í dag á hendi ríkisins, sveitarfélaganna eða sjálfseignarstofnana. „Það eru sum sveitarfélög sem hafa t.a.m. lítinn áhuga á að taka aftur yfir heilsugæsluna, sem var skilað árið 1990. Og það er erfitt að ætla að taka yfir málefni aldraðra ef heilsugæslan fylgir ekki með. Þá eru búsetuúrræði eldri borgara víða undir sjálfseignarstofnunum eins og hjá Hrafnistu og Eir o.fl. Það er því ýmislegt sem þarf að brjóta til mergjar áður en málaflokkurinn í heild flyst frá ríki til sveitarfélaga. Ýmislegt er ófrágengið í samskiptum annars vegar milli ríkis og sveitarfélaga og hins vegar milli ríkisins og sjálfseignarstofnana eins og varðandi milljarða lífeyrisskuldbindingar sem þær stofnanir krefja ríkið um vegna starfsmanna sinna. “ Hafa fleiri sveitarfélög áhuga á að taka yfir málefni eldri borgara á grundvelli samnings eins og Akureyri og Hornafjörður hafa gert? „Já það gæti alveg verið. Þetta er t.d. í umræðunni núna í Vestmannaeyjum í tilefni af niðurskurði í heilbrigðiskerfinu. Reykjavíkurborg hefur líka verið að skoða þessi mál. Menn þurfa hins vegar að sjá til lands varðandi málefni fatlaðs fólks eins og áður sagði. Almennt séð held ég að flestir séu sammála um að málefni aldraðra eigi betur heima hjá

sveitarfélögunum. Það eru ákveðin grá svæði í þessari þjónustu í dag og færi mun betur á því að sú þjónusta væri öll á einni og sömu hendinni. Sveitarfélögin veita heimaþjónustu eins og þrif og matarsendingar og fleira. Ríkið er aftur á móti með heimahjúkrun, nema þar sem samið hefur verið sérstaklega um annað svona svo dæmi sé tekið,“ segir Halldór. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir 5-6 árum meðal alþingismanna og sveitarstjórnarmanna um afstöðu þeirra til flutnings á málaflokkum frá ríki til sveitarfélaga, voru málefni aldraðra þar efst á blaði. Þannig var það mat þessa fólks að sá málaflokkur ætti helst að vera fluttur. Eins og staðan er í dag eru sveitarfélögin með u.þ.b. þriðjung af opinberum umsvifum en hlutfallið í mörgum nágrannalöndum okkar er nær því að vera um 50 til 60%. Hins vegar ber að taka tillit til þess að þar eru sveitarfélögin oft mun stærri og fjölmennari eða verkefnin framkvæmd með svæðasamvinnu að sögn Halldórs.

Framboð í Reykjavík

Nýlega tilkynnti Halldór um framboð í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar í vor. Hann hefur enda mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum; byrjaði í Grindavík 1994, fór síðar til Fjórðungssambands Vestfirðinga, var bæjastjóri á Ísafirði í yfir 12 ár og nú síðast formaður sambands sveitarfélaga frá árinu 2006. Það liggur því beint við að spyrja hvað Halldór ætli að gera fyrir eldri borgara í Reykjavík ef hann nær kjöri? „Ég vil halda áfram að vinna að flutningi málefna aldraða til borgarinnar og vinna það þeim megin frá. Sveitarfélögin veita betri þjónustu eins og sést hefur varðandi grunnskólann, enda nær fólkinu og sýna betri skilning á þörfum þess. Þau hafa kannski ekki staðið eins fast í ístaðinu varðandi kostnaðaraukningu eins og ríkið en á móti ná þau framsamlegðaráhrifum og bættri þjónustu. Og það á alltaf að vera markmiðið.“


ÍSLENSKA / SIA.IS / ICE 65647 09/13

KAUPMANNAHÖFN

AÐVENTUFERÐ FYRIR ELDRI BORGARA Verð: 111.900 kr.* á mann í tvíbýli (aukagjald fyrir einbýli: 13.000 kr.).

Vegna mikillar eftirspurnar efnir Icelandair til aukaaðventuferðar til Kaupmannahafnar dagana 1. - 4. desember n.k. Icelandair skipuleggur ferðina í samvinnu við Landssamband eldri borgara, Emil Guðmundsson og Hotelbokanir.is.

Þetta verða fjórir indælir dagar þar sem við skoðum okkur um í borginni og upplifum eitt og annað skemmtilegt undir fararstjórn Emils Guðmundssonar.

+ Nánari upplýsingar hjá hópadeild Icelandair: 50 50 406 I hopar@icelandair.is Númer hópsins er 1513.

* Innifalið: Flug með Icelandair ásamt flugvallarsköttum, gisting í tvíbýli á Hótel Absalon í 3 nætur með morgunverði, akstur til/frá flugvelli og á hótel ásamt öllum öðrum akstri, skoðunarferð um gamla bæinn með Þorvaldi Flemming, 1 aðgöngumiði í Tívolí , „julefrokost“ á Restaurant Grøften og sigling um síkin með Jazzbandi Michael Böving.


Þarf meiri þjónustu í stað fleiri hjúkrunarrýma? Niðurstöður í rannsókn Dr. Sigurveigar H. Sigurðardóttur benda til þess að þegar þörf á persónulegri umönnun eldri borgara eykst sé frekar óskað eftir flutningi á hjúkrunarheimili en aukinni heimaþjónustu. Þetta gæti bent til þess að of lítil þjónusta sé í boði fyrir fólk í heimahúsum, sem leiðir til þess að þegar þörfin fyrir þjónustu eykst eru fáir kostir í boði aðrir en að leita eftir stofnanaþjónustu. Tilgangur doktorsverkefnisins var að kanna hvers konar þjónustu eldra fólk sem býr á heimilum sínum á Íslandi þarfnast. Kannað var hverjir það eru sem veita þjónustuna, hvort það eru opinberir þjónustuaðilar s.s. ríki og sveitarfélög, eða aðrir aðilar svo sem fjölskylda, vinir og nágrannar. Athugað var hvernig tengslum þessara aðila er háttað og hvernig þeir starfa saman að því að veita eldra fólki aðstoð. Fjölmargir aðrir þættir voru einnig skoðaðir, en þeim verður ekki gerð skil hér, enda efni í fleiri greinar.

Niðurstöður

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að tæp 60% svarenda þörfnuðust aðstoðar við einn eða fleiri þætti athafna daglegs lífs. Meirihlutinn þarfnaðist aðeins aðstoðar við almenn heimilisstörf, þrif, þvotta, matseld og innkaup, fleiri karlar en konur. Fleiri konur en karlar þörfnuðust aðstoðar við einn eða fleiri þætti persónulegrar aðstoðar; að fara í bað, fara á salerni eða komast í og úr rúmi. Meirihluti svarenda með þörf fyrir aðstoð fékk annaðhvort aðstoð frá opinberum aðilum eða ættingjum og vinum en ekki frá báðum þessum þjónustuveitendum. Meirihluti þeirra sem fengu aðstoð var ánægður með þá þjónustu sem hann fékk, en 18% óskuðu eftir að fá meiri formlega þjónustu. Meðal þeirra sem eingöngu fengu aðstoð frá fjölskyldu, vinum og nágrönnum vildu 22% fá meiri aðstoð frá opinberum aðilum. Þegar þátttakendur voru spurðir hvar þeir vildu búa ef þeir þyrftu um12

Dr. Sigurveig H. SigurðardóttIr önnun vildu 68% búa áfram á heimilum sínum og fá þjónustuna þangað. Þegar fólk þurfti aðstoð við a.m.k. einn þátt persónulegrar aðstoðar vildi meira en helmingur (57%) flytja á hjúkrunarheimili og fá umönnun þar. Eldra fólk kýs því frekar að fá þjónustu á heimilum sínum, en þegar hjálparþörf eykst vill fólk flytja á hjúkrunarheimili. Rannsóknin sýnir þannig glöggt að óformleg aðstoð fjölskyldu, vina og nágranna gegnir afar mikilvægu hlutverki í að styðja eldra fólk með skerta færni til að búa á heimilum sínum. Þegar þjónustuþörfin eykst virðist sem fólk flytji frekar á hjúkrunarheimili en að þjónusta opinberra aðila sé aukin á heimilinu. Sigurveig hélt nýverið fyrirlestur í Háskóla Íslands um niðurstöður þessara rannsókna, sem var efni doktorsritgerðar hennar við háskólann í Jönköping í Svíþjóð. „Megin niðurstaðan er sú að stór hluti þeirra sem svara í þessari rannsókn fær aðstoð frá fjölskyldu sinni og mun stærri hópur fær aðstoð frá fjölskyldu en opinberum aðilum. Þess ber samt að geta að fjölskyldan hjálpar meira við léttari verkin, eins og þrif, þvotta, heimilisstörf og innkaup. Þegar þörfin verður hins vegar meiri koma opinberir aðilar meira inn, sem ekki er óeðlilegt,“ segir Sigurveig. Má þá draga þá ályktun af þessu að þjónusta hins opinbera við eldri borgara sé ekki nægjanleg? „Það má a.m.k. hugleiða það. Það hvarflar að manni að hún sé ekki

nægjanlega mikil og hugsanlega vantar þarna meiri samvinnu milli fjölskyldunnar og opinbera aðila. Það kom í ljós að það er ekki svo stór hópur sem þarf mikla persónulega aðstoð. Þá hvarflar líka að manni hvort sá hópur sem þarf meiri þjónustu sé einfaldlega kominn inn á hjúkrunarheimili. Því það sem við höfum haft áhyggjur af hér á Íslandi er að samkvæmt tölum frá Norðurlöndunum eru fleiri aldraðir á hjúkrunar- og dvalarheimilum eða stofnunum fyrir aldraða hérlendis, heldur en á hinum Norðurlöndunum. Eðlilega spyr maður af hverju er þetta svona? Er það vegna þess að aldraðir á Íslandi eru veikari en aldraðir á hinum Norðurlöndunum? Nei líklega ekki. Þá vaknar sú spurning hvort þjónusta við aldraða sé ekki nægjanlega góð eða yfir höfuð til staðar þegar þarf á henni að halda.“ Þannig virðist sem eldri borgarar treysti því ekki að fá hjálpina þegar á þarf að halda og búi ekki við öryggi hvað það varðar, að sögn Sigurveigar. Viðmælendur í doktorsverkefni Sigurveigar voru á aldrinum 65 til 98 ára. Athyglisvert er að rúmlega 20% þeirra segjast hjálpa öðrum reglulega og langflestir sem þiggja aðstoðina eru eldri borgarar 80 ára og eldri. „Þessi aðstoð er að mestu leyti óformleg eins og félagslegur stuðningur og varðandi ýmis smáverk. Það snýst ekki um persónulega aðstoð eins og við að fara í sturtu og slíkt, enda er frekar ætlast til að slíkt sé unnið af fagfólki,“ segir Sigurveig. „Þessi aðstoð sem eldri borgarar veita er hins vegar afar mikilvægt framlag“.

Öflugri heimaþjónusta og raunverulegt val:

Tvær meginályktanir má draga af niðurstöðum rannsóknarinnar að sögn Sigurveigar. Þrátt fyrir stefnu stjórnvalda um að styðja eldra fólk til að búa heima sem lengst er það lítill hópur sem fær umtalsverða aðstoð frá opinberum þjónustuveitendum. Margir fá hjálp en aðeins fáa tíma hver og einn.


Sú hjálp sem fólk fær er oftar hjálp við heimilisstörf en persónuleg þjónusta. Aðstandendur gegna hins vegar veigamiklu hlutverki í að styðja aldraða til að búa heima sem lengst. Það væri viðfangsefni stefnumótunar í málefnum aldraðra að efla vægi opin-

beru heimaþjónustunnar þannig að það væri raunverulegur valkostur fyrir aldraða að búa á heimilum sínum þrátt fyrir skerðingu. Eins og kunnugt er getur því fylgt mikið álag, bæði fyrir aðstandendur og starfsfólk, að veita öldruðum viðeigandi aðstoð og þjónustu.

Þannig er mikilvægt að þróa öflugri úrræði til stuðnings við þá aðstandendur sem veita eldra fólki umönnun og aðstoð í heimahúsum. Sömuleiðis er brýnt að huga að starfsaðstæðum þeirra sem starfa í hinni opinberu þjónustu.

Amma, hvað á ég að gera? Góðar hugmyndir fyrir afa og ömmur. Þegar barnabörnin okkar eða önnur börn koma í heimsókn og dvelja hjá okkur einhverjar stundir, getur stundum vantað hugmyndir til að hafa ofanaf fyrir þeim. Hér verður bent á ýmislegt sem grípa má til, ef börnunum leiðist. Kosturinn er að þessar hugmyndir kosta lítið sem ekkert og undirrituð veit af eigin reynslu að þær virka. • Ein hugmyndin er að hafa nokkra litla leikfangabíla, setja hveiti (eða grjón eða haframjöl) í ofnskúffu eða á bakka og leyfa þeim að keyra bílana í skúffunni. Þá er hægt að ryðja vegi og búa til hæðir og hóla. Við þennan leik geta börn unað góða stund og auðvelt er að ryksuga eða dusta mjölið af þó að það fari aðeins út fyrir skúffuna. • Önnur hugmynd er að leyfa þeim að stinga negulnöglum í appelsínu, svo má á eftir binda rauðan borða utan um og lykkju til að hengja appelsínuna upp og fá þennan fína jólailm. • Þriðja hugmyndin er að fá að leika með töluboxið (eiga ekki allar ömmur tölubox?). Hægt er að þræða töl-

Með appelsínu og negulnöglum má búa til prýðis jólaskraut og fá góðan jólailm í húsið.

urnar upp á band og búa til festi. Eða læra að festa tölu með því að sauma tölurnar á spjald. Þetta fer auðvitað eftir aldri barnsins, hvað þau geta gert, en þegar þau eru hætt að stinga öllu í munninn hafa þau gaman af að því að tína tölurnar yfir í annað ílát, nú eða bara raða þeim. • Fjórða hugmyndin er að eiga fallega steina, (ekki mjög litla) eða börnin geta tínt þá úti ef það er hægt og svo þarf nokkra þekjuliti eða málningu í litlum krukkum og leyfa þeim að

mála steinana. Gott að hafa dagblöð undir á „ vinnusvæðinu“.. • Fimmta hugmyndin er að leyfa börnunum að klippa myndir út úr gömlum tímaritum og blöðum. Þetta er að sjálfsögðu háð því að börnin séu það stálpuð að þau geti notað skæri án þess að meiða sig. Vona að þið getið nýtt ykkur eitthvað af þessu! Þrúður Kristjánsdóttir

Með ofnskúffu og smá hveiti verður til alveg nýr heimur með litlu bílana. 13


Heilbrigðisþjónusta frá vöggu til grafar Hollvinasamtök líknarþjónustu Hollvinasamtök líknarþjónustu voru stofnuð árið 2011. Hlutverk þeirra er að styrkja líknarþjónustu í landinu í samráði við sjúka og aldraða og alla aðstandendur, kynna hvað felst í líknarþjónustu og starfa með öðrum samtökum sem vinna að heilbrigðismálum. Félagar í Hollvinasamtökum líknarþjónustu eru á fjórða hundrað, alls staðar að af landinu. Evrópudeild Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar WHO hefur mótað nýja stefnu í heilbrigðisþjónustu, sem nefnd er Health 2020. Meginþáttur stefnunnar er að auka áhrif sjúklinga og aðstandenda þeirra í meðferð sjúkra. Lögð er áhersla á, að aðildarríkin vinni að samræmdum aðgerðum og sameiginlegri stefnu með það að markmiði að styrkja heilbrigðisþjónustu landanna í þessum anda og blása lífi í starf heilbrigðisstofnana í samráði við almenning. Hærri lífaldur, áhrif mengunar og umhverfis á heilsufar, breytingar á búsetu, efnahagsleg mismunun og minna fjármagn til heilbrigðisþjónustu í kjölfar óreiðu í fjármálaheiminum hafa gert slíka stefnumótun enn meira aðkallandi en áður. Þá hafa tækniframfarir, ekki síst á sviði samskiptatæki, aukið kostnað við heilbrigðisþjónustu, en jafnframt opnað nýjar leiðir til að samþætta ólíkar greinar og auka samstarf heilbrigðisstofnana um alla álfuna. Einnig hefur almenningur í skjóli aukinnar þekkingar gert kröfu um gagnsæi á öllum stigum heilbrigðiskerfisins og krafist aukinna áhrifa á mótun þess og rekstur. Í samræmi við nýja stefnu Evrópudeildar Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar samþykkti norska Stórþingið ný

Tryggvi Gíslason stjórnarmaður í Hollvinasamtökum líknarþjónustu lög um heilbrigðisþjónustu árið 2011. Í kjölfarið tók áætlun um nýtt heilbrigðiskerfi í Noregi gildi 1. janúar 2012. Áætlunin nefnd Samhandlingsreformen – „samstarfsáætlun um endurbætur í heilbrigðiskerfinu”. Almenn heilbrigðisþjónusta er felld undir eina stjórn og áhersla lögð á forvarnir fremur en lagfæringar, lækningu strax – ekki björgunaraðgerðir þegar allt er komið í eindaga – og mælt fyrir um aukið samstarf heilbrigðisstofnana. Stefnt er að því að færa heilbrigðisþjónustu nær fólkinu og auka samstarf sérhæfðra þjónustustofnana í Noregi. Fleiri verkefni innan heilbrigðisþjónustunnar eru fengin sveitarfélögum – og síðast en ekki síst eru áhrif sjúklinga og aðstandenda þeirra aukin: bedre for pasientene - sterkere brukermedvirkning, eins og það er orðað á norsku. Heilbrigðisþjónusta frá vöggu til grafar er einn af hornsteinum samfélagsins. Alþingi Íslendinga hefur látið undir höfuð leggjast að móta heildarstefnu í heilbrigðismálum við breyttar aðstæður, s.s. breytingar á búsetu, breytta atvinnuhætti og breytt mataræði – svo

og andspænis þeirri dýru en dýrmætu staðreynd að fólk lifir lengur. Mótun heildarstefnu í heilbrigðismálum á Íslandi er því knýjandi nauðsyn þar sem tillit er tekið til breyttra viðhorfa undir kjörorðinu notendamiðað heilbrigðisog velferðarkerfi. Á síðasta þingi lagði velferðarráðherra fram þingsályktunartillögu um velferðarstefnu: Heilbrigðisáætlun til ársins 2020, en fyrri heilbrigðisáætlun rann út árið 2010. Ekki tókst að samþykkja þessa heilbrigðisáætlun. Veldur vonbrigðum að svona skuli staðið að málum í íslensku velferðarsamfélagi: að heilbrigðisáætlun, sem átti að leysa af hólmi fyrri heilbrigðisáætlun skuli lögð fyrir Alþingi tveimur árum eftir að hin fyrri féll úr gildi - og fékkst þó ekki samþykkt. Það er því krafa Hollvinasamtaka líknarþjónustu að þegar í stað verði mótuð ný heilbrigðisáætlun þar sem tekið er tillit til nýrra viðhorfa. Stórauka þarf forvarnarstarf og þjónustu heilsugæslu og breyta áherslum með ráðgjöf, hjúkrunarfræðinga, lækna, næringarráðgjafa, sálfræðinga og annarra sérfræðinga á sviði heilbrigðisþjónustu. Heilsugæslan í landinu þarf einnig að taka ábyrgð á eftirfylgni og stuðningi við þá sem greinast með lífsstílssjúkdóma eða eru í áhættuhópi og þurfa á einhvern hátt að breyta lifnaðarháttum sínum. Hollvinasamtök líknardeilda vilja því knýja á um að mótuð verði ný heilbrigðisáætlun og komið á notendamiðuðu heilbrigðis- og velferðarkerfi í samráði við sjúka, aldraða og deyjandi – og aðstandendur þeirra undir kjörorðinu heilbrigðisþjónusta frá vöggu til grafar. Tryggvi Gíslason

Landssamband eldri borgara sendir öllum félagsmönnum sínum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. 14


Turbuhaler innöndunartæki

Einfalt og auðvelt í notkun Turbuhaler er fjölskammta innöndunartæki sem inniheldur ýmis lyf við lungnasjúkdómum eins og astma og langvinnri lungnateppu Leiðbeiningar um notkun fást á næstu heilsugæslustöð eða í lyfjaverslunum

Umboðsaðili: Vistor.hf. Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, sími 535 7000


Fræðsluhornið Bryndís Steinþórsdóttir Ágætu lesendur. Bestu þakkir fyrir efni í Fræðsluhornið á undanförnum árum. Nú förum við að huga að breyttum efnistökum í þennan þátt m.a. vegna þess að sem betur fer er aukinn áhugi á mat og matargerð, hollustuháttum og hannyrðum og víða er að finna margskonar fróðleik því tengdan. Hvað er til ráða? Hvers óskið þið? Vandinn er að meta og velja! Látið heyra frá ykkur! Hér koma nokkrar uppskriftir og leiðbeiningar sem þættinum hafa borist:

Kartöflu-spínatbakstur með paprikusósu

3 stórar kartöflur, um 250 g (afhýddar og rifnar á grófu rifjárni) 450 g spínat (nýtt eða frosið), saxað smátt 1 laukur, afhýddur og saxaður smátt. 1 rauð paprika, skorin í strimla 1 ½ msk maisena (mjöl) 1 tsk rifin múskathneta eða venjulegt múskat 1 ½ tsk salt ¼ tsk pipar Ofnhiti 180° • Kartöflum, spínati og lauk er blandað saman. • Paprikan er hreinsuð, skorin í strimla sem eru gufusoðnir í 5 mín. • Eggin eru þeytt vel saman. Maisena (mjöl) og kryddi blandað varlega saman við og að lokum kartöflum, lauk og spínati. • Helmingnum af spínathtærunni er hellt í vel smurt eldfast mót. Því næst er paprikulengjunum dreift jafnt yfir og að lokum því sem eftir er af spínathrærunni. • Bakað í um 1 klst og kælt. Athugið að bökunartími fer eftir þykkt deigsins í mótinu. Paprikusósa: ½ rauð paprika 2 dl sýrður rjómi (10%) 2 msk saxað dill salt og pipar Paprikan er hreinsuð, söxuð smátt og blandað saman við sýrða rjómann og kryddað að vild. Kælt. Borið fram með grófu brauði og t.d. rifnum gulrótum og hvítkáli. 16

Gljáðar gulrætur með kjöti eða fiski

500 g gulrætur, hreinsaðar og skornar í lengjur 2 msk smjör safi úr einni pressaðri appelsínu ( 1 dl.) 2 tsk hunang eða hlynsíróp dálítið salt söxuð steinselja • Setjið gulræturnar í pott með smjöri, appelsínusafa og salti. • Hitið við vægan hita þar til þær eru hálfsoðnar. • Takið lokið af pottinum, aukið hitann og steikið þar til vökvinn er gufaður upp. Hrærið varlega í á meðan. Blandið steinseljunni saman við og berið fram nýtt.

Tartalettur með rækjuosti og aspas

(fyrir 5-6) Ofnhiti 150° 10-12 tartalettur 1 lítil dós grænn aspas um 200 g 1 Rækjuostur 250 g 1 ½ msk majones og 1 ½ msk sýrður rjómi (fiski- og eða grænmetiskrydd ef vill) Rækjur (ef vill) Athugið að láta frosnar rækjur þiðna. Raðið tartalettunum í ofnskúffu. Setjið aspasinn á sigti og skiptið honum í tartaletturnar. Hrærið saman rækjuosti, mayonnes og sýrðum rjóma og setjið í tartaletturnar ásamt nokkrum rækjum ef vill. Hitið í 20 mín. Berið fram strax sem forrétt eða á kaffiborð eða með öðrum smáréttum. Í staðinn fyrir tartalettur má t.d. raða brauðsneiðum í eldfast mót og aspasinn og ostahræran sett í jafnt lag yfir brauðið. Bakað 180 ° hita.

Grænt pestó frá Guðrúnu J. 1 poki klettasalat 100 g furuhnetur 1 dl olífuolía 3 msk rifinn parmesanostur 2 hvítlauksrif

Allt sett í matvinnsluvél og maukað saman. Salt og pipar eftir smekk. Borið fram með brauði t.d. snittubrauði eða bollum. Vinsælt t.d. með heitum súpum.

Rúgbrauðsterta frá Bryndisi Brynjólfsdóttur

Verðlaunatertan hennar í kökukeppni Pillsbury Best, árið 1967 Birt samkvæmt ósk frá lesanda. Ofnhiti:200° 4 egg 200 g sykur 125 g rifið rúgbrauð 1 msk kartöflumjöl 60 g hveiti 1 ½ tsk lyftiduft Eggjarauðurnar eru þeyttar vel ásamt sykrinum. Síðan er öllum þurrefnunum blandað saman við ásamt rifna rúgbrauðinu og stífþeyttum eggjahvítunum. Einnig má þeyta eggin heil. Látið deigið í tvö tertumót og í bakið 10-15 mín. Fylling: 1-2 bananar 3 rifin epli Safi úr hálfri sítrónu 50 g rifið súkkulaði 2 dl þeyttur rjómi Eplin eru rifin og bananarnir eru skornir í litla bita. Sítrónusafanum


blandað saman við ásamt súkkulaðinu og rjómanum. Leggið botnana saman með fyllingunni. Skreytið með þeyttum rjóma og súkkulaði-plötum eða konfekti.

Jólastelpa frá Guðrúnu Hj.

Kaffiterta frá Hólmfríði

Ofnhiti 175° Bakið botnana á plötu með bökunarpappír eða meðalstórum tertumótum með bökunarpappír.t.d pizzu bökunarpappír. 100 g Brasilíuhnetur eða möndlur með hýði 2 dl. flórsykur (120 g) 4 eggjahvítur Krem: 1 dl sykur 1 dl vatn 3 eggjarauður 150 g smjör 40 g suðusúkkulaði ( brætt) 1 – 2 tsk neskaffi (Orginal) Malið hnetur eða möndlur í möndlu­ kvörn. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið flórsykrinum varlega saman við ásamt möndlunum. Setjið í jafnt lag í mótin eða á plötu með bökunarpappír og bakið þar til botnarnir eru gulbrúnir. Athugið að ef pappírinn situr fastur við botnana er gott að pensla hann með köldu vatni. Kremið: Hrærið rauðurnar saman. Sjóðið vatn og sykur það til það fer að þykkna og sleifarfarið sést. Hrærið því saman við rauðurnar þar til það er orðið kalt. Mjúku smjöri er þá bætt í smátt og smátt ásamt bræddu súkkulaði og kaffi. Kælt ef þörf er. Botnarnir eru lagðir saman með kreminu og 2 dl af þeyttum rjóma. Skreytt með rjóma og neskaffi ef vill.

ef þarf og saumið handleggina fasta. Heklið eina umferð með hvítu garni, t.d. lauf neðan á kjólinn. Búið til hár úr fínu garni og fléttið. Jólastelpan er að lokum límd á pappabotn. Þvermál botnsins fer efir ummáli faldsins. Húfa: Fytjið upp 30 lykkjur og prónið 2 umferðir brugðnar með hvítu garni. Síðan 11 sm með rauðu garni. Dragið lykkjurnar saman og búið til dúsk. Gleraugu fást í föndurbúðum.

Gæs frá Margréti M.

Þessa jólastelpu er auðvelt að prjóna af fingrum fram eftir óskum hvers og eins og velja grófleika á garni eftir því hve stór hún á að vera. Fyrirmyndin er prjónuð úr grófu garni. Stór dúkka: Byrjið neðst á kjólnum. Fytjið upp 60 lykkjur af rauðu garni og prjónið slétt prjónið 6 umferðir með rauðu garni. Því næst 2 umferðir brugðnar með hvítu garni og síðan 16 sm með rauðu garni. Takið tvær og tvær lykkjur saman og prjónið hausinn með hvítu, eða ljósu garni. Dragið lykkjurnar saman. Heklið lauf eða annað munstur neðst á kjólinn, með hvítu garni. Ermar: Fytjið upp 20 lykkjur og prjónið 12 sm með rauðu garni, tvær umferðir brugðnar með hvítu garni og fjóra sm (vettlinga) með ljósu garni. Saumið augun með svörtu garni og munninn með rauðu garni. Mótið nefið með tróði. Litið kinnar og nefbrodd með dálitlum rauðum lit ef vill. Stoppið síðan upp handleggi höfuð og búk með tróði. Dragið þráð í hálsmálið

Búkur og haus, 2 stk. hvítt filt. Augu svört pallyetta og perla. Vængir 4 stk. hvítt filt skreytt með pallyettum og perlum. Nef rautt filt 2 stk. Saumað í með svörtu Árórugarni. Fætur 4 stk., ljós drapplitað filt. Saumað í með svörtu Árórugarni. Varpið filtið saman með silkitvinna í sama lit og fyllið með tróði, vatti eða bómull. Hringur um hálsinn, 2 stk grænt filt. Skreytt með perlum, pallyettum o.fl..Vængirnir eru festir við búkinn. Mjór silkiborði er festur á milli vængjanna.

Sniðin eru teiknuð upp á blað eins og hér má sjá, búkur, vængir, goggur, lappir og hringur um háls.

Leiðrétting: Í síðasta blaði var uppskrift af Fíflahunangi. Þá urðu þau leiðu mistök að í staðinn fyrir 50 fíflahausa eiga að vera 500. Þakkir til þeirra sem leituðu upplýsinga. Ég hlakka til að heyra frá ykkur og er til viðtals ef óskað er. Bestu hátíðaróskir. Bryndís Steinþórsdóttir hússtjórnarkennari. bryndis@internet.is 17


Stjórn LEB á ferð um Austfirði Þrír stjórnarmenn LEB þau Jóna Valgerður formaður LEB , Haukur varaformaður og Eyjólfur gjaldkeri flugu til Egilsstaða mánudagsmorgun 14. okt. s.l. Þar var tekinn bíll á leigu og ekið í Neskaupstað þar sem Björn formaður FEB á Norðfirði beið okkar við skiltin inn í bæinn. Síðan var haldið að fundarstað þar sem voru um 20 manns. Eftir ávarp formanns félagsins fluttu stjórnarmenn LEB ávörp, Jóna Valgerður ræddi kjaramál og bætur almannatrygginga, sagði frá því sem áunnist hefur í sumar við að draga til baka skerðingar á kjörum eldri borgara og hvað væri væntanlegt um áramót samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Haukur talaði um lífeyrissjóðina,

Fundur á Seyðisfirði 15. október 2013. að lokum fundað með FEB á Seyðisfirði og var það síðasti áfangastaðurinn áður en flogið var til baka til Reykjavíkur. Alls staðar var okkur afar vel tekið og góð þátttaka var á fundunum. Á hverjum fundi 20-40 manns eða alls á þessum fundum um 150 manns. Margar spurningar voru bornar upp, sem við reyndum að svara eftir bestu getu. Greinilegt var að fólki þótti vænt um heimsókn okkar og við sem tókum þátt í ferðinni þökkum heimamönnum fyrir höfðinglegar móttökur og ríkulegar veitingar.

Fundur á Egilsstöðum með FEB á Fljótsdalshéraði, 15. október 2013. sagði frá samningi milli Velferðarráðuneytis og LEB sem gerður var í febrúar s.l. og markar tímamót í samstarfi við stjórnvöld. Einnig að á sama tíma og allir málaflokkar fengju skerðingar í frumvarpi til fjárlaga værum við að fá hækkun upp á 8,4 milljarða króna. Eyjólfur sagði frá starfi FEB á Suðurnesjum og hvernig félagið sem nær yfir fimm sveitarfélög starfar. Að loknu góðu spjalli var haldið á Eskifjörð og fundað með heimamönnum þar, síðan á Reyðarfjörð og að lokum kl. 17:30 var síðasti fundurinn á Fáskrúðsfirði og þangað komu einnig fjórir fulltrúar nýstofnaðs félags eldri borgara og áhugamanna um málefni aldraðra sem nýlega var stofnað á Stöðvarfirði. Næsta morgun var svo fundað með FEB á Fljótsdalshéraði í veglegu húsnæði þeirra á Egilsstöðum og 18

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir formaður LEB

Reyðarfjörður 14. október, Jóna Valgerður, formðaur LEB, ásamt Erlu Hjaltadóttur formanni félags eldri borgara á staðnum. Lengst til hægri er Haukur Ingibergsson varaformaður LEB.


Hjörð án hirðis Hvað er eldri borgari? Samkvæmt skilgreiningu Landssambands eldri borgara eru það þeir sem orðnir eru 60 ára og eiga rétt til aðildar að samtökunum. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru Íslendingar á aldrinum 60 – 66 ára 22.344 talsins hinn 1. október s.l. og þeir sem orðnir voru 67 ára, þ.e. lífeyrisþegar, 36.002 talsins. Samtals eru því 58.346 Íslendingar 60 ára og eldri eða um 18 % þjóðarinnar. Þessi stóri og sívaxandi hópur hefur í dag engan formlegan málsvara og enginn virðist þurfa að spyrja lífeyrisþega álits þegar ákvarðanir eru teknar um þeirra mál. Stéttarfélög launþega láta sig litlu varða um málefni félagsmanna sinna eftir að lífeyrisaldri er náð. Það er því naumast tilviljun að „velferðarstjórnin“ kaus að ráðast á garðinn þar sem hann var lægstur og skerti kjör þessa hóps, langt umfram aðra þjóðfélagshópa á árunum eftir hrun. Árum saman hafa eldri borgarar greitt af launum sínum í lífeyrissjóði sem eiga að tryggja fjárhagslega velferð þeirra þegar starfsdegi lýkur. Það skýtur því nokkuð skökku við að aðeins í örfáum tilvikum eiga lífeyrisþegar fulltrúa í stjórnum sjóðanna og aldrei hef ég heyrt að því vikið í umræðu dagsins um ráðstöfun fjár úr sjóðunum til nýsköpunar í atvinnulífinu, hvað sjóðfélögum sjálfum kunni að finnast um slíka kosti. Sama er að segja um endurskipulagningu lífeyriskerfisins til einföldunar sem nú er mjög til umræðu og væntanlega þýðir að sjóðunum verður steypt saman í einn pott. Hafa lífeyrisþegar verið spurðir um hvað þeir vilja í þessum efnum? Lífeyrisrétturinn er jú eign hvers einstaklings sem hann hefur greitt fyrir af launum sínum. Er ekki rétt að spyrja ömmur og afa landsins hvað þau vilja í þessu efni? Nú er mikið rætt um nýja þjóðarsátt þar sem stjórnvöld, atvinnurekendur og launafólk munu setjast niður og ræða stöðu atvinnulífs og þróun kjaramála á breiðum grundvelli. Verður lífeyrisþegum og fötluðum ætlað sæti við þetta samningaborð? Landssamband eldri borgara var stofnað árið 1989. Þótt landssambandið hafi á starfstíma sínum komið mörgu til leiðar til hagsbóta fyrir félagsmenn sína

Hákon Sigurgrímsson. LEB á að verða formlegur samningsaðili fyrir eldri borgara á Íslandi að hans mati. Mikill samhljómur hafi verið um slíkt á síðasta landsfundi í vor.

hefur það ekki náð þeirri stöðu að vera formlegur hagsmunagæsluaðili eldri borgara. Á aðalfundi landsambandsins í maí s.l. var mikill samhljómur meðal fundarmanna um að hér yrði að verða breyting á og að með nýrri forystu yrði landssambandið formlegur samningsaðili þessa stóra þjóðfélagshóps. Það er kominn tími til að stjórnmálamenn og aðilar vinnumarkaðarins átti sig á því að hinn sívaxandi hópur eldri borgara er „afl“ sem hægt er að virkja til átaka ef með þarf. Menn ættu að hugsa sig um tvisvar áður en þeir vekja þennan sofandi risa. Hákon Sigurgrímsson.

Sparidagar á Hótel Örk Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá undir stjórn nýrra dagskrárstjóra. Hjónin Jón Bjarnason og Margrét Lilliendahl eru margreynd og hafa getið sér gott orð. Innifalið er gisting í 5 nætur í tveggja manna herbergi, morgunverðarhlaðborð, einn hádegisverður af hlaðborði, þriggja rétta kvöldverður öll kvöldin og fjölbreytt dagskrá. Allt þetta fyrir aðeins 44.000 kr á mann í tveggja manna herbergi. Bókanir fara fram hjá umsjónarmanni félags eldri borgara á hverjum stað. Einnig er hægt að hafa samband við Hótel Örk þar sem starfsfólkið veitir nánari upplýsingar í síma 483 4700.

Breiðumörk 1.C www.hotelork.is

810 Hveragerði info@hotel-ork.is

sími 483 4700

19


Vísnaskrínið Grétar Snær Hjartarson tók saman Lárus Salómonsson, lögregluvarðstjóri og glímukappi var góður hagyrðingur. Um lífs-baráttuna samdi hann skemmtilega vísu. Lítið galt mér lífið allt liggur halt við brautin. Hef þó alltaf hundraðfalt herjað salt í grautinn. Nokkrir Önfirðingar hafa legið mér á hálsi fyrir að nefna ekki vísur eftir Hjört Hjálmarsson, skólastjóra og sparisjóðsstjóra á Flateyri. Hjörtur var í nokkur ár sáttasemjari í vinnudeilum á Vestfjörðum. Maður að nafni Baldur gat rokið upp en fljótt úr honum. Eitt sinn á sáttafundi rauk Baldur upp út af því að einhver hafði borið honum á brýn að hann stæði ekki við orð sín. Kvaðst hann ekkert mæta á fund næsta morgun. Þegar til kom var Baldur mættur fyrstur manna. Sáttasemjari stakk þá að honum vísu. Á Baldurs loforð líta ber sem léleg upp til hópa svo að jafnvel sannað er hann svíkist um að skrópa. Á karfaárunum á Sólbakka um miðjan fjórða áratug síðustu aldar, vann Hjörtur á vigtinni. Tveir smiðir voru í verksmiðjunni sem ekki voru alltaf sýnilegir og kallaðir Týndur og Fundinn. Um þá samdi Hjörtur vísu: Týndur fannst en Fundinn hvarf að Fundnum Týndur leita þarf týnist þá en Fundinn fer að finna þann sem týndur er. Hægt var að syngja vísuna. Annar smiðanna hét Hjörtur. Strákar komu eitt sinn í vigtarskúrinn og sögðu HH að nú væri nafni hans farinn að bjóða þeim fimm aura fyrir að hætta að syngja þessa vísu. Sagt er að HH hafi strokið sér tvisvar um hökuna og sagt svo: Alltaf minnkar auðurinn eftir því sem líður

20

fyrir sálarfriðinn sinn fimmeyring hann býður. Vikublaðið Fálkinn, sem var og hét, birti vísuna um Týndann og Fundinn, en alla úr lagi færða svo hún var orðin hálfgert atomljóð. HH sendi leiðréttingu og þessa vísu með: Er mitt litla ljóðið birtist lagfært ögn á nýrri veg sjálfum mér þá vísan virtist vera nokkuð FÁLKALEG.

Limran er skemmtilegt ljóðform. Ég hef áður minnst á vin minn Lárus Þórðarson. Þegar Geir Hallgrímsson var utanríkisráðherra, en hafði ekki náð kjöri á þing, börðust menn á banaspjótum í Beirút. Lárus hafði lausn á vandanum. Þeir eru að berjast í Beirút svo blíðmælgi þarlendra deyr út. En til að þeir hætti þá held ég að ætti, að hóta senda þeim Geir út.

Alkunn er vísa Vatnsenda-Rósu um Eitt sinn var starfsmaður hjá KEA á Akureyri sem Skúli hét. Hann ákvað Flatey, perlu Breiðafjarðar. að færa sig úr fullu starfi í hálft starf. Væri ég tvítugs aldri á Um það kvað Birgir Marinósson. og ætti von til þrifa, mér ég kjósa mundi þá Misjöfn örlögin mennirnir hljóta að mega í Flatey búa. og mörgu hann Skúli lendir í. Hann verður fullur til mánaðarmóta Eysteinn Gíslasona frá Skáleyjum og mætir svo hálfur upp frá því. á Breiðafirði var góður hagyrðingur. Þorsteinn Þorsteinsson, eldri, frá Jólin nálgast. Þessu vísnaskríni skal því Skálpastöðum í Lundarreykjadag hafði lokað með jólakveðju sem Eysteinn lítið álit á arkitektum og um það vitnar sendi föður mínum á jólum árið 1988. vísa hans. Yfir grúfir nöpur nóttin norðurpól. Ég byggði mér hús eins og bænda er siður Mun þó senn á himni heiðum og bjó þar af mikilli spekt. hækka sól, Þröskuldinn upp og þakið niður, vekja upp og endurleysa þá var ég arkitekt. allt sem kól. Þessa hugsun heimi færa Þorsteinn Þorsteinsson, yngri, var heilög jól. ekki síðri hagyrðingur en faðir hans og þótti Þverárhlíð ekki fagur staður. Gleðileg jól. Mér ferst ekki að yrkja níð um afköstin hjá Guði, en þegar hann gerði Þverárhlíð þá var hann ekki í stuði.

Ellimóð

Gaman er að skoða vísur sem nefna mætti “slitrur” eða eitthvað í þá áttina. Ein skal nefnd. Þegar Saddam Hussein réðist inn í Kúveit samdi Aðalgeir Arason þessa slitru. -sein er grimmur Saddam húsiðum -hameðs fylgir Mú-væt hann tók með valdi Kú-, van- ég hef á þessu -trú

Saumakonur þurfa að passa sig á að lofa ekki uppí ermina á sér og að tapa ekki þræðinum!


Norrænt samstarf LEB:

Er velferðartækni það sem koma skal? Þann 7. - 9. október s.l. stóð yfir stjórnarfundur Norrænu samstarfsnefndarinnar en það eru félagasamtök eldri borgara á Norðurlöndunum. Einnig var ráðstefna í tengslum við stjórnarfundinn um velferðartækni. Fundurinn var í Drammen, sem er notalegur bær umvafinn skógi og þangað er um klukkustundar ferð með lest frá Osló. Jóna Valgerður og Ragnheiður Stephensen sóttu fundinn. Fyrir utan venjuleg fundarstörf þar sem farið er yfir skýrslur um stöðu mála hjá lífeyrisþegum allra norrænu landanna, sem væri efni í aðra grein, þá stóð ráðstefnan einn dag frá kl 9-16. Ráðstefnan fór fram í Vitencentret í Drammen, sem er háskólasetur, en jafnframt sjúkrastofnun. Þar er m.a. unnið með velferðartækni og viðbrögð og meðferð þeirra sem þjást af minnistapi hvort sem það er af völdum alzheimer eða annarra sjúkdóma. Fram kom í fyrirlestri að minnistap eykst verulega með aldrinum og hrjáir um 50% þeirra sem komnir eru yfir nírætt. Velferðartæknin þarf að koma á réttum tíma fyrir bæði sjúklinga og aðstandendur til að auka öryggi og aukna þátttöku í daglegu lífi bæði andlega og líkamlega. Hægt er að beita þjálfun til að hjálpa fólki, en það endurheimtir ekki minnið. Eitt rannsóknarverkefnið

Vettvangskönnun í Vitencentret í Drammen.

Frá sameiginlegum kvöldverði fulltrúa frá félögum eldri borgara á Norðurlöndum. var að athuga hvernig útivera virkaði fyrir fólk með minnistap. Útkoman sýndi að það hafði verulega góð áhrif að vera úti og gera eitthvað úti í náttúrunni. Annar fyrirlestur sýndi að það vantar þekkingu hjá starfsfólki í heimahjúkrun og aðstandendum til að nýta sér þau hjálpartæki sem til eru. Oft er það tilviljun að fólk fréttir af þeim. Öll stofnunin var skoðuð, en þar er einnig rekin hjálpartækjastofnun fyrir allt landið. Þar var sýnd verkleg notkun margs konar hjálpar- og öryggistækja. Að lokum var skoðað herbergi útbúið

alls kyns hjálpartækjum. Hægt er að hafa tölvuskjá í stofunni þar sem er teikning af íbúðinni og þeim tækjum sem hægt er að stjórna. T.d. hægt að opna og loka hurðum með snertingu á skjánum. Hægt að slökkva og kveikja ljós á sama hátt og að hringja á hjálp með snertingu á skjá. Hafa má samskipti við aðstandendur og starfsfólk og ótalmargt fleira. Og það sem mest er um vert, þetta er hægt að setja upp í hvaða íbúð sem er, þarf ekki nýbyggingu til. Spurning hvort þessi tækni geti ekki dregið úr þörf á byggingu hjúkrunarheimila. Við teljum að þessi ráðstefna hafi sýnt okkur að það eru miklir möguleikar í að nýta velferðartækni til að skapa öruggara og betra líf fyrir eldri borgara og jafnframt fjölga þeim árum sem fólk getur búið heima. En til þess þarf vitundarvakningu og sameiginlegt átak, bæði samfélagslegt og meðal eldra fólks.

Ragnheiður Stephensen Jóna Valgerður Kristjánsdóttir

21


Algengar áhyggjur sparifjáreigenda Eru peningar að brenna upp í verðbólgu? Það eru fleiri en lántakendur sem hafa upplifað miklar breytingar á sínum fjármálum undanfarin ár. Við hjá VÍB tölum daglega við fjölda lífeyrisþega sem hafa byggt hafa upp varasjóði í gegnum árin. Óvissa er mikil og sömu áhyggjurnar heyrast varðandi öryggi sparnaðarins og hvaða möguleikar séu í boði.

Neikvæð raunávöxtun

Áhyggjur þess efnis að peningar brenni upp í verðbólgu eiga svo sannarlega rétt á sér. Fréttaflutningur af neikvæðri ávöxtun hefur þó því miður ekki alltaf verið nákvæmur og margir hafa þá tilfinningu að meira og minna allur sparnaður hafi rýrnað umtalsvert að verðgildi undanfarin ár. Það er þó sem betur fer ekki rétt. Vissulega hefur fé sem ekki hefur verið ávaxtað heldur þess í stað geymt undir koddanum eða í bankahólfum rýrnað gríðarlega að raunvirði en flestir hefðbundnir sparnaðarkostir hafa náð að fylgja verðbólgunni nokkuð vel. Tékkareikningar munu sennilega alltaf gefa okkur neikvæða raunávöxtun og því henta þeir ekki þegar geyma á fjárhæðir til lengri tíma en nokkurra daga eða vikna. Verðtryggðar ávöxtunarleiðir, svo sem verðtryggðar bankabækur (bundnar til 3 ára) eða verðtryggð ríkisskuldabréf, geta tryggt að ávöxtun okkar sé réttu megin við verðbólgu en óverðtryggðir kostir geta það ekki. Ef við höfum einungis svigrúm til að ávaxta sparnað óverðtryggt er góð hugmynd að hafa samband við ráðgjafa í útibúi eða í eignastýringu og sjá hvaða ávöxtun gæti verið í boði að uppfylltum ákveðnum skilyrðum s.s. upphæð og bindingu. Það gæti verið að betri ávöxtun sé í boði en við erum að fá í dag.

Áhrif skatta og skerðinga á ávöxtun

Skattkerfið hefur á undanförnum árum orðið nokkuð flóknara og sama gildir um greiðslur og skerðingar Tryggingastofnunar. Mikilvægt er að muna 22

Björn Berg Gunnarsson frá VÍB og Kolbrún Kolbeinsdóttir hjá fagfjárfestaþjónustu VÍB á einu af námskeiðum VÍB. að fjármagnstekjuskattur er einungis greiddur af ávöxtun, ekki eignum en eignaskattur (auðlegðarskattur) tekur til nettó eigna einstaklinga umfram 75 milljóna króna og 100 milljóna hjá hjónum. Tryggingastofnun skerðir sömuleiðis greiðslur vegna ávöxtunar, ekki eigna. Hjá Tryggingastofnun er frítekjumark vegna fjármagnstekna (ávöxtunar) 98.640 kr. ári og 100.000 kr. á ári hjá skattinum (125.000 skv. fjárlagafrumvarpi). Hjón deila tvöföldu frítekjumarki. Það þýðir að hver og einn getur ávaxtað um 2,5-3 milljónir króna á hefðbundinni bankabók skattfrjálst og án skerðinga. Við þetta má svo bæta að eigendur ríkisskuldabréfasjóða greiða engan skatt og verða ekki fyrir skerðingum vegna ávöxtunar þar til eignin er seld. Á meðan eign í sjóði stendur óhreyfð ávaxtast hún án þess að skattur sé dreginn af ávöxtun og Tryggingastofnun skerði bætur.

Mikilvægt að fylgjast vel með sparnaðnum

Sumir fela bankanum sínum eða eignastýringaraðila að annast ávöxtun sparifjár, t.d. í einkabankaþjónustu.

Viðskiptavinurinn veitir stýringaraðila ákveðnar heimildir og sérfræðingar meta í kjölfarið hvaða ávöxtunarkostir teljast bestir á hverjum tíma og gera breytingar ef þurfa þykir. Þeir sem ekki nýta sér slíka þjónustu þurfa að fylgjast vel með og fara reglulega yfir stöðuna. Það getur verið afar erfitt að spá fyrir um þá áhrifaþætti sem mestu skipta fyrir sparnaðinn okkar svo sem verðbólgu, vexti og öryggi og aðstæður breytast hratt. Því ráðleggjum við í VÍB viðskiptavinum okkar að hafa samband einu sinni til tvisvar á ári og þegar meiriháttar breytingar verða á sparnaðarumhverfinu. Ráðgjafar VÍB veita nánari upplýsingar um sparnað eldri borgara í síma 440-4900.


KROSSGÁTA Lausnarorðið felst í númeruðum reitum í gátunni. Dregið verður úr réttum lausnum. Sendið lausnir til skrifstofu LEB fyrir 1. febrúar 2014. LEB, Sigtúni 42, - 105 Reykjavik. Vinningshafi síðustu krossgátu var: Sigurbjörn Guðmundsson, Laugarnesvegi 87, 105 Reykjavík og hlýtur hann kr. 10.000 í verðlaun. Lausnarorð síðustu gátu var: Gleðilegt sumar Krap                     Dvali                     Hik                     Skens                    Spurn                         Sér-­‐                     Ankinn                       Tölu-­‐                Ólystug-­‐                Hósta                   Járn-­‐                   Agnúi                         hljóðar Ras orð ur Úði loka 1001

Önugur Ómak            9       Hagur                   Sitjandi Tónn                   Galla-­‐                   gripur Slóra                     Tvíhlj.                   Skass Lustu                     Málm-­‐                   blanda Tölur                     Kompa                       Slá Bráka                   Önug-­‐                 ur 51                       Spé-­‐                     fugl

14

Skynjun                   Getur

Tog                       Skimp

16

Baga                   Skinn                     Reisn

Kvísl                     Öf-­‐                                                 tvíhlj.

8

4

Kepp

6

11

1 Undur                   Hita-­‐                 Lag-­‐                   tæki                       tækur Reifar

Krafta-­‐               verk                     Faldur

Ótti                   Hængur                     Ögnin Hand-­‐                     13 fang                       Rík

Stökk                     Falla                     út Moldar-­‐                   þúfa

17 Hlass            7       Erfið

Last-­‐                 yrði

Útfarar-­‐                   söng Skip

5

Fara                   hægt

9

10

Sérhlj.                   Nagla Rýja

Kerald                   Kvak

Töfra-­‐                 stafur                 Róta Sími                1           898-­‐                     0573

Hægt

Dund

Vitrun

Smákul

Vilji                   Upphr.                     Þverbiti Tófan                     Brodd-­‐                     göltur Letingi                       Vind-­‐                       kviða

Kjána                       Fórna

Styrkir          10         Stopp

2

Ílát

Snuðra                   Bjarg-­‐                 vættur

Upphr.

Sk.st.                       Hrogn                 Átt

Skaða                   Snös                     Planta

Þar til

Átt                     Með-­‐                       Næra                   ferð Snotur

Minnis-­‐                   bækur                     Hyggja

3

15

Sálgar

2

3

4

5

6

11

12

13

14

15

7 16

8

17

23


Félag eldri borgara í Hveragerði 30 ára Aðdragandi, upphaf og dagleg starfsemi. Að kínversku tímatali var árið 1982 ár hundsins. Á Íslandi var þá haldið hátíðlegt ár aldraðra. Alþingi Íslendinga samþykkti meðal annars lög um málefni aldraðra og sveitarstjórnir beindu sjónum að velferð þessa hóps og þjónustu við hann. Vakningin náði jafnvel hingað í Hveragerðishrepp. Á fundi sínum 20. júlí 1982 kaus nýkjörin hreppsnefnd „3 manna nefnd í tilefni árs aldraðra 1982“, eins og segir stutt og laggott í fundargerðarbók. Þessi voru kosin: Alda Andrésdóttir, Jóhann Þorvaldsson, Hulda Sveinsdóttir. Í fundargerð hreppsnefndar frá 14. september sama ár segir undir liðnum önnur mál: „Alda gerði grein fyrir starfsemi nefndar sem kosin var í tilefni af ári aldraðra. Nefndin stefnir að því að halda mánaðarlega kvöldvökur til áramóta fyrir ellilífeyrisþega búsetta í Hveragerði. Hreppsnefnd samþykkir samhljóða.“ Þetta er eina skriflega heimildin sem fundist hefur um starf nefndarinnar. Í minnis­blaði úr fórum Félags eldri borgara, óundirrituðu, en dagsettu 31.10. 1984, sem sterkar líkur eru á að Jóhann Þorvaldsson hafi ritað fyrir eftirmann sinn í gjaldkera­ stöðu félagsins, eru sömu nöfn nefnd. Hvergi er þar getið Laufeyjar Valdimarsdóttur, sem kveðst hafa starfað í nefndinni frá upphafi og tók sæti í fyrstu stjórn félagsins rétt rúmlega fertug að aldri. Kom henni mjög á óvart að hennar skyldi ekki getið í til-

Þorlákur Kolbeinsson frá Þurá arfleiddi félagið að öllum eigum sínum. vitnaðri fundargerð. Að sögn Laufeyjar tók Hulda Sveinsdóttir ekki þátt í starfi nefndarinnar. Líklegast er að Hulda hafi hafnað kosningu og Laufey hafi þá verið tilnefnd í hennar stað án þess að það væri fært til bókar hjá hreppnum. Það hefur svo orðið að samkomulagi með Jóhanni og Lovísu Guðmundsdóttur, konu hans og hrepps­ nefndarmanni, að hún tæki að sér nefndarstarfið með Laufeyju og Öldu. Allavega voru haldnar kvöldvökur eða „opin hús“, þrisvar haustið 1982.

Aðstaða til vatnsleikfimi er fengin hjá Heilsustofnun NLFÍ. 24

Nefndin hefur einnig augljóslega rætt stofnun félags til að taka við og halda uppi félagsstarfi fyrir aldraða. Í minnisblaðinu frá 31.10. 1984 er greint frá því að til hafi staðið að Ragnar Gunnsteinn Guðjónsson (31.1.191031.1.1983) yrði formaður, en hann lést sem sagt áður en af því yrði. Á opnu húsi 27. febrúar 1983 var kosin stjórn, skipuð Öldu Andrésdóttur formanni, Gunnari Magnússyni varaformanni, Laufeyju Valdimarsdóttur ritara, Jóhanni Þorvaldssyni gjaldkera og meðstjórnendunum Brynhildi Baldvinsdóttur, Guðrúnu Brynjólfsdóttur og Jóni Guðmundssyni. Er þessi dagur talinn stofndagur félagsins. Fyrsti bókaði stjórnarfundurinn var haldinn 17. mars í Litlu listamannastofunni að Dynskógum 5. Var félaginu þá gefið það nafn sem það ber enn, Félag eldri borgara í Hveragerði. Ekki verður sagt að þessi stjórn hafi gert það endasleppt við félagið. Að undanteknum Jóhanni sátu þau öll mjög lengi í stjórn, Laufey og Alda þó lengst, sjá síðar.

Félagið fær eignir í arf:

Straumhvörf urðu í starfi félagsins eftir að Þorlákur Kolbeinsson frá Þurá arfleiddi félagið að öllum eigum sínum, en hann lést 22. mars 1997. Erfðaskrá Þorláks var lögð fram á stjórnarfundi Félags eldri borgara í Hveragerði 24. apríl 1997. Ekki kemur fram hvort félaginu var kunnugt um þetta fyrirfram, en svo virðist ekki hafa verið. Fasteignamat jarðar og húsa var tæpar 4 milljónir króna árið 1997. Kvikfé var 10 ær, 1 hrútur, 1 gemlingur, sauður (gamall), 1 hryssa. Auk þess búvélar, bifreið og annað sem safnast hafði upp á ríflega 40 ára búsetu. Af dagbók sem Oddgeir Ottesen ritaði og birt var í blaðinu Ingólfi í apríl 1998 má ráða að mikil vinna fór í að taka við eignunum og koma þeim í verð. Eftir að arfleifðinni hafði verið komið í verð, var fjárhagur félagsins orðinn það rúmur að grundvöllur hafði myndast fyrir kaupum á húsnæði fyrir félagsheimili. Að undangenginni vandlegri skoðun á fyrirliggjandi kost-


Stjórn Félags eldri borgara í Hveragerði, kosin á aðalfundi í febrúar 2013. Frá vinstri: Jóna María Eiríksdóttir (lést 16. júní sl.), Sæunn Freydís Grímsdóttir, Kristín Dagbjartsdóttir, Egill Gústafsson, Pálína Snorradóttir formaður, Jóhann Gunnarsson, Anna Jórunn Stefánsdóttir. um var ákveðið að festa kaup á hluta efri hæðar í nýbyggingu að Breiðumörk 25b. Kaupverð var tæpar 22,5 milljónir, og var fjármagnað þannig að 12,5 milljónir fengust fyrir sölu Eystri Þurár, 8 milljónir voru styrkur frá Hveragerðisbæ og 2 milljónir komu úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Þorlákssetur var vígt með viðhöfn laugardaginn 1. desember 2001. Þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðugleika hefur Þorlákssetur reynst félagsstarfinu mikil lyftistöng og orðið traust undirstaða hins blómlega félagslífs aldraðra hér í bæ. Má segja að húsið sé í fullri notkun

alla virka daga nema yfir sumarið en þá er lítið um að vera.

Fjölbreytt starfsemi:

Í gildi er þjónustusamningur milli Félags eldri borgara og sveitarfélagsins þar sem við tökum á okkur þá skyldu að sinna félagsstarfi fyrir þennan aldurshóp, meðal annars með því að reka félags- og tómstundaaðstöðu fyrir eldri borgara í Hveragerði, hlúa að hverskonar áhugamálum eldri borgara með skipulagningu námskeiða, hópvinnu, tómstundavinnu, skemmtana o.þ.h., og stuðla að líkamsþjálfun og útivist eldri borgara.

Fyrir þetta fær félagið árlega fjárupphæð. Auk þess greiðir sveitarfélagið fastan rekstrarkostnað af félagsheimilinu. Við fáum einnig afnot af handavinnuhúsi grunnskólans til námskeiðahalds utan skólatíma og af íþróttahúsi 2 morgna í viku. Miðað við fundargerðabækur hafa nokkrir félagar unnið ótrúlega fórnfúst starf (og sjálfsagt ekki alltaf þakklátt) í mjög langan tíma. Laufey Valdimarsdóttir var í 19 ár ritari og eitt ár í varastjórn. Alda Andrésdóttir var formaður í 18 ár. Auður Guðbrandsdóttir, Guðrún Brynjólfsdóttir og Jón Guðmundsson sátu í stjórn í 11 ár hvert. Egill Gústafsson hefur setið í 10 ár og sér ekki fyrir endann á því. Auðvitað hafa ýmsir fleiri innt af hendi verðmæta þjónustu við félagið þó ekki hafi komist á bækur. Ber þeim öllum, nefndum sem ónefndum, þökk fyrir að halda merkjum félagsins svo hátt á lofti sem raun ber vitni í þrjátíu ár. Nánari upplýsingar um félagið og daglega starfsemi þess er að finna á vef okkar http://www.hvera.net. Jóhann Gunnarsson Jóhann Gunnarsson tók myndirnar nema þá af Þorláki Kolbeinssyni, sem tekin er á ljósmyndastofu.

Kórinn okkar, Hverafuglar, er hér í heimsókn hjá kollegum sínum í Garðabæ. Sungið í Vídalínskirkju. 25


Brýn þörf á auknu hjúkrunarrými á Suðurnesjum Hjúkrunarrými fyrir aldraða eru fæst á öllu landinu á Suðurnesjum sé miðað við fólksfjölda á hverju svæði. Á fjölmennum fundi í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum sem haldinn var nýlega var samþykkt ályktun þar sem skorað er á sveitarfélögin að hafa forgöngu um að leysa úr þeirri brýnu þörf sem við blasir með hjúkrunarrými á svæðinu á næstu árum. Einnig var samþykkt áskorun á stjórnvöld að hafa Garðvang áfram í rekstri og hvatt til að hjúkrunarheimili væru í öllum byggðakjörnum á Suðurnesjum. Í ályktun fundarins segir að hjúkrunarheimilið á Nesvöllum verði væntanlega komið í rekstur næsta vor, en það dugar skammt til að fullnæja þörfinni fyrir heimili fyrir sjúka aldraða á Suðurnesjum. „Nú þegar er tímabært að hugsa til framtíðar þar sem eldri borgurum á Suðurnesjum sem þurfa dvöl á hjúkrunarheimilum fjölgar ört. Samkvæmt

26

Myndin er frá Vífilsstöðum. Þar er stefnt að opnun tímabundinna hjúkrunarrýma á vegum Landspítalans. Mynd: myndasafn.is áætlunum eru miklar líkur á því að á árinu 2020, sex árum eftir að hjúkrunarheimilið á Nesvöllum verður komið í rekstur, verði milli 40 til 50 sjúkir eldri borgarar á biðlista eftir þjónustu á hjúkrunarheimilum, ef ekkert verður gert til þess að fjölga úrræðum. Það á að vera hlutverk sveitarfélaga á Suðurnesjum að hafa forystu um að hefja nú þegar undirbúning að byggingu hjúkrunarheimilis fyrir 60 til 80 íbúa.

Félag eldri borgara á Suðurnesjum telur best að tryggja rekstur hjúkrunarheimilanna og uppbyggingu þeirra í framtíðinni með samvinnu sveitarfélaganna. Skorað er á þá sem bera ábyrgð á þessum málum að snúa sér að því að ná samkomulagi um að tryggja öldruðum sjúkum vist á hjúkrunarheimili þegar viðkomandi geta ekki dvalið heima vegna sjúkleika. Þörfin er mikil eins og skýrslur sanna,“ segir jafnfram í ályktun fundarins.


Augnheilbrigði

Nýjar umbúðir Eldri umbúðir

NÝTT OG ENDURBÆTT AUGNVÍTAMÍN Í NÝJUM UMBÚÐUM! Viteyes er andoxunarvítamín með sinki, lúteins og zeaxantíns og er ætlað aðallega við aldursbundinni augnbotnahrörnun. Nú er vítamínið með endurbættri formúlu sem gerir það enn betra en áður. Viteyes kemur á næstu mánuðum í nýjum umbúðum og verður fáanlegt á sömu stöðum og áður, um allt land.

Fæst í öllum helstu apótekum um allt land.


Að takast á við sjálfan sig og umhverfi sitt Guðrún Kristín Þórsdóttir, djákni, er með eigin stofu að Hátúni 12. Hún veitir þar ráðgjöf, sálgæslu og leiðsögn. Jafnframt er hún með námskeið sérstaklega ætluð konum og erindi af ýmsum toga fyrir mismunandi hópa, sjá nánar á www.gudrunkr.wordpress. com Guðrún Kristín er að fara aftur á stað með námskeið sem hún hefur þróað sjálf út frá reynslu sinni og þekkingu sem hún kallar FARARTÁLMAR Á LÍFSINS LEIÐ. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur og hópurinn hittist einu sinni í viku tvo tíma í senn. Námskeiðið er sérstaklega ætlað konum sem eru kannski uppfullar af vonleysi og uppgjöf vegna aðstæðna sinna. Stuðningur og sjálfskoðun gæti hjálpað þeim að takast á við aðstæður og umhverfi. Hópur kvenna í sameiginlegum aðstæðum geta bókað námskeið saman. Á námskeiðinu skoða þátttakendur

Legugjald á sjúklinga Vegna fjárlagafrumvarps 2014

hvernig þeir taka á hlutunum við ákveðnar aðstæður og hvernig þeir geta breytt hugsun sinni og þar af leiðandi hegðun. Til þess eru notaðar þekktar aðferðir úr hugrænni atferlismeðferð og hugmyndafræði læknisins Viktor L. Frankl með nálgun sálgæslunnar. Guðrún er tilbúin að koma á fundi og kynna námskeiðið ef áhugi er fyrir hendi. En allar nánari upplýsingar veitir Guðrún Kristín Þórsdóttir, djákni í síma 699-5905, netfanginu gudrunkth@simnet og heimasíðan er www.gudrunkr.wordpress.com

Landssamband eldri borgara leggst alfarið gegn því að samkvæmt fjárlagafrumvarpinu skuli eiga að innheimta daggjald af sjúklingum sem leggjast inn á sjúkrahús. Þó upphæðin sé ekki há núna þá er með því verið að brjóta það samkomulag sem hefur verið frá árinu 1936 þegar almannatryggingar voru lögfestar að sjúklingar eigi allir jafnan aðgang að sjúkrastofnunum óháð efnahag. Það væri mikil afturför í velferðarmálum að hverfa aftur til ársins 1936 hvað þessi mál varðar. Landssamband eldri borgara skorar á ríkisstjórn og Alþingi að finna aðra leið til að fjármagna sjúkrahúsrekstur en að taka gjald af þeim sjúklingum sem ekki eiga um annað að velja en leggjast inn á sjúkrahús vegna sjúkdóma eða slysa.

Innra starf LEB:

Ný vefsíða leb.is Síðastliðið vor var gengið til samninga við vefþjónustufyrirtækið Sökkólf ehf. vegna uppfærslu á heimasíðu Landssambands eldri borgara, leb.is Breytingin á vefnum er fyrst og fremst útlitsleg og gerir starfsfólki og stjórn auðveldara að setja inn efni og uppfæra síðuna í samanburði við eldra vefumsjónarkerfið. Efnislega er vefsíðan svipuð en eldra efni var allt flutt úr gamla kerfinu yfir í það nýja. Með uppfærslunni eykst einnig öryggi vefsins þar sem eldra kerfið var orðið brothætt fyrir innbrotum og vefsíður sem í dag eru í því kerfi eru oft hakkaðar eins það er kallað, en það þýðir að viðkomandi fyrirtæki eða stofnun getur lent í því að einn daginn séu komnar óæskilegar myndir og efni á forsíðu vefs þeirra. 28

Við vonum að nýi vefurinn falli vel í kramið hjá félagsmönnum og auðvelt verði að finna það sem leitað er að á

síðunni. Ábendingum um vefsíðuna eða hugmyndir að efni er ávallt tekið fagnandi á leb@leb.is


Tillögur frá Velferðarnefnd samþykktar á landsfundi: Landsfundur LEB 2013 beinir því til velferðarráðherra að beita sér fyrir því að breyta og endurskoða lög um málefni aldraðra um leið og málefni þeirra flytjast frá ríki til sveitafélaga. Móta þarf heildstæða stefnu í málefnum aldraðra. Jafnframt verði greiðslufyrirkomulag hjúkrunarheimila endurskoðað. Fólk haldi fjárhagslegu sjálfstæði sínu þegar það flytur inn á hjúkrunarheimili, greiði húsaleigu, fæði og aðra grunnþjónustu. Ríki eða sveitarfélög greiði fyrir umönnunarþáttinn og vasapeningar verði aflagðir. Landsfundur LEB 2013 beinir því til velferðarráðherra að fjölgað verði búsetuúrræðum sem bjóðist öldruðum með áherslu á byggingu þjónustu- og leiguíbúða Einnig leggjum við ríka áherslu á að gerður verði þjónustu-

samningur við öll hjúkrunarheimili og fylgt verði eftir að þau uppfylli íslensk gæðaviðmið. Þá vill landsfundur LEB að öldruðum sem búa heima og þurfa á heimaþjónustu að halda bjóðist sá valkostur að fá persónulega notendastýrða þjónustu NPA. Einnig leggjum við þunga áherslu á að fjölga dag­dvalar­ rýmum til að draga úr einsemd og bæta þjónustu við aldraða. Landsfundur LEB 2013 beinir því til velferðarráðherra og eða Embættis landlæknis: Að mikilvægt er að starfsmenn í félags­ legri heimaþjónustu aldraðra fram­vísi sakavottorði og tali og skilji íslensku. Einnig eiga þeir að hafa lokið samræmdri viðurkenndri grunn­ menntun. Námið gæti verið fjar­nám með stuttum námskeiðum á vegum hvers sveitarfélags.

Að nauðsynlegt er að efla heilsugæslu og aðra grunnþjónustu heil­ brigðis­kerfis­ins út um allt land. Að aldraðir geti notið tannlæknaþjónustu reglulega á viðráðanlegu verði og bregðast þarf við breyttum áherslum í sambandi við tannheilsu aldraðra. Að hlutast til um að styrkur til kaupa á heyrnartæki verði hækkaður og þau fáist á viðráðanlegu verði. Að hugað verði að næringarbúskap aldraðra og að tekið sé mið af Manneldismarkmiðum Íslendinga í fæðuvali á hjúkrunarheimilum, þjónustu­ mið­ stöðvum og heimsendum máltíðum. Að efla framboð á heilsurækt fyrir aldraðra. Að rannsaka algengi ofbeldis gagnvart öldruðum hér á landi. (greinargerð með þessari samþykkt má sjá á www.leb.is)

VERTU TÍMANLEGA MEÐ JÓLAKORTIN Í ÁR

15% AFSLÁTTUR

AF ÖLLUM PÖNTUNUM TIL 15. NÓVEMBER Afsláttarkóði: jola2013 (afslátturinn reiknast þegar gengið er frá pöntun í körfu)

PERSÓNULEG JÓLAKORT ÞÍN MYND OG ÞINN TEXTI

JÓLIN HEFJAST Í MOSFELLSBÆ

AUÐVELT AÐ PANTA Á JOLA.IS WWW.ARTPRO.IS

ARTPRO LISTRÆN FAGMENNSKA

VIÐ ERUM AÐ HÁHOLTI 14

PRENTÞJÓNUSTA ARTPRO Prentþjónusta / Jóla.is I Háholti 14 I Mosfellsbæ I S. 566 7765 I artpro@artpro.is I www.jola.is I www.artpro.is

29


Ályktanir Landsfundar 2013:

Flutningur málefna aldraðra Landsfundur Landssambands eldri borgara, haldinn í Hafnarfirði 7. og 8. maí 2013, fagnar því starfi sem unnið hefur verið með aðild landssambandsins að undirbúningi að flutningi málefna eldri borgara frá ríki til sveitarfélaga og miðar að því að efla nærþjónustu við aldraða í heimabyggð. Landsfundurinn leggur áherslu á að nauðsynlegum undirbúningi verði lokið svo tímanlega að unnt verði að flytja verkefnið hinn 1. janúar 2015 eins og nú er stefnt að, enda fylgi nægt fjármagn.

Mannréttinda- og jafnréttismál Lengi hefur ríkt kynbundinn launamunur á vinnumarkaði á Íslandi. Sá munur virðist fara vaxandi. Fyrir 36 árum voru sett lög til að tryggja konum og körlum jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf. Fyrir 33 árum voru sett lög til að tryggja konum og körlum jafna stöðu og jafnan rétt á öllum sviðum. Þrátt fyrir þessi lagaákvæði er verulegur kynbundinn launamunur enn fyrir hendi. Óútskýrður launamunur virðist í dag vera a.m.k. 16-18%. Kannanir benda í þá átt að konur séu með um 22% lægri laun en karlar. Þá hefur komið í ljós að kynbundinn launamunur er meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Þetta hefur þau áhrif að enn eru konur sem fara á eftirlaun með lægri lífeyrir en karlar. Þetta er óásættanlegt í þjóðríki sem kennir sig við jafnrétti og mannréttindi. Við krefjumst þess að ríkisstjórn og launþegasamtök vinni að úrbótum á þessu sviði með öllum tiltækum ráðum. Þá er það yfirlýst stefna stjórnvalda að jafna hlut kynja í nefndum, stjórnum og ráðum bæði félaga, fyrirtækja og stofnana og er það markmið okkar í LEB að fylgja þeirri stefnu.

Lífeyrissjóðir Standa þarf vörð um íslenska lífeyrissjóðakerfið, svo það geti þjónað því hlutverki sínu að taka sem mestan þátt í eftirlaunagreiðslum til lífeyrisþega. Landsfundur Landssambands eldri borgara haldinn 7. – 8. maí 2013 leggur áherslu á þá sex liði sem fram koma í ályktuninni sem birt er í heild sinni á vefsíðu Landssambands eldri borgara www.leb.is

30

Átthagamyndir af öllum lögbýlum og þéttbýlisstöðum

Loftmyndir Mats eru alltaf kærkomin gjöf Skoðið úrvalið á www.mats.is Sendið tölvupóst á mats@mats.is eða hringið 892 1012 Ég hlakka til að þjóna ykkur. Kær kveðja frá Mats


Markviss styrktarþjálfun eykur vöðvastyrk og vöðvamassa Vöðvamassi tekur gífurlega miklum breytingum á lífsskeiði hvers einstaklings eins og sjá má á mynd 1 en sterk tengsl eru á milli vöðvarýrnunar og hreyfiskerðingar þegar einstaklingur eldist. Minnkandi vöðvastyrkur í neðri hluta líkamans skaðar ekki aðeins hreyfigetu heldur tengist aukinni áhættu að detta. Hámarks vöðvastyrkur er að jafnaði á milli 20 og 30 ára aldurs en eftir 50 ára aldur minnkar styrkurinn um 1 til 1,5% á ári. Eftir 70 ára aldur er minnkunin orðin enn meiri eða um 3% á ári. Með markvissri styrktarþjálfun eins og sést á mynd 2 má auka vöðvamassa eldri aldurshópa og draga þannig úr hægfara vöðvarýrnun hjá eldri aldurshópum sem kallast Sarcopenia. Markviss þol- og styrktarþjálfun rannsóknarteymis undir stjórn Janusar Guðlaugssonar MEd-íþróttafræðings, Dr. Erlings Jóhannssonar og Dr. Sigurbjörns Árna Arngrímssonar fór fram í heilsuræktarstöðvum World Class þar sem hreyfifærni eldri aldurshópa tók mjög jákvæðum breytingum Mynd 1. Breyting á hámarksstyrk samhliða hækkandi aldri og þjálfun

samhliða aukningu á vöðvastyrk og vöðvamassa.

Samhliða styrktarþjálfun stunduðu hinir eldri þolþjálfun, bættu marktækt afkastagetu sína og snéru þannig við ákveðnu ferli öldrunareinkenna. Það getur verið erfitt að ná styrktarbætingu og koma í veg fyrir vöðvarýrnun án sérhæfðra styrktartækja og markvissrar þjálfunar. Janus Guðlaugsson, MEd íþróttafræðingur

Mynd 2. Sneiðmynd af upphandlegg þriggja 57 ára karlmanna sem hafa svipaða líkamsþyngd en vöðvamassinn er ólíkur.

20% afsláttur til eldri borgara ! Í heilsuræktarstöðvum World Class eru kjöraðstæður og sérhæfð þekking að skapast til að berjast gegn öldrunarferlinu. Aðgangur í World Class gefur val á 10 heilsuræktarstöðvum ásamt aðgangi að 3 sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu.

www.worldclass.is


ENNEMM / SÍA / NM59560

Á FAGLEGUM NÓTUM

RÁÐGJÖF UM SPARNAÐ OG FJÁRFESTINGAR VÍB er einn stærsti og öflugasti aðilinn á íslenskum eignastýringarmarkaði með hundruð milljarða króna í eignastýringu og vörslu fyrir tugi þúsunda

viðskiptavina, allt frá einstaklingum til fagfjárfesta. Kynntu þér starfsemi VÍB á vib.is eða hafðu samband í síma 440 4900.

» » » »

Ráðgjöf og verðbréf Lífeyrisþjónusta Einkabankaþjónusta Fagfjárfestaþjónusta

Nýlega var VÍB valið besta íslenska eignastýringarfyrirtækið af breska fjármálaritinu World Finance. Horft var til margra þátta, s.s. árangurs síðasta árs, fjárfestingaraðferðar, þjónustu og fræðslu. Við erum afar stolt af þessum verðlaunum og ekki síður ánægð með að Íslendingar segjast myndu leita fyrst til okkar ef þeir þyrftu á eignastýringarþjónustu að halda.* Kynntu þér árangurinn, aðferðirnar og fjárfestingarkostina sem öfluðu okkur viðurkenningar og trausts.

Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is facebook.com/VIB.stofan | @vibstofan | www.vib.is

Listin að lifa - Vetur 2013  

Tímarit Landssambands eldri borgara. Útgefandi: Sökkólfur ehf.