Algengar áhyggjur sparifjáreigenda Eru peningar að brenna upp í verðbólgu? Það eru fleiri en lántakendur sem hafa upplifað miklar breytingar á sínum fjármálum undanfarin ár. Við hjá VÍB tölum daglega við fjölda lífeyrisþega sem hafa byggt hafa upp varasjóði í gegnum árin. Óvissa er mikil og sömu áhyggjurnar heyrast varðandi öryggi sparnaðarins og hvaða möguleikar séu í boði.
Neikvæð raunávöxtun
Áhyggjur þess efnis að peningar brenni upp í verðbólgu eiga svo sannarlega rétt á sér. Fréttaflutningur af neikvæðri ávöxtun hefur þó því miður ekki alltaf verið nákvæmur og margir hafa þá tilfinningu að meira og minna allur sparnaður hafi rýrnað umtalsvert að verðgildi undanfarin ár. Það er þó sem betur fer ekki rétt. Vissulega hefur fé sem ekki hefur verið ávaxtað heldur þess í stað geymt undir koddanum eða í bankahólfum rýrnað gríðarlega að raunvirði en flestir hefðbundnir sparnaðarkostir hafa náð að fylgja verðbólgunni nokkuð vel. Tékkareikningar munu sennilega alltaf gefa okkur neikvæða raunávöxtun og því henta þeir ekki þegar geyma á fjárhæðir til lengri tíma en nokkurra daga eða vikna. Verðtryggðar ávöxtunarleiðir, svo sem verðtryggðar bankabækur (bundnar til 3 ára) eða verðtryggð ríkisskuldabréf, geta tryggt að ávöxtun okkar sé réttu megin við verðbólgu en óverðtryggðir kostir geta það ekki. Ef við höfum einungis svigrúm til að ávaxta sparnað óverðtryggt er góð hugmynd að hafa samband við ráðgjafa í útibúi eða í eignastýringu og sjá hvaða ávöxtun gæti verið í boði að uppfylltum ákveðnum skilyrðum s.s. upphæð og bindingu. Það gæti verið að betri ávöxtun sé í boði en við erum að fá í dag.
Áhrif skatta og skerðinga á ávöxtun
Skattkerfið hefur á undanförnum árum orðið nokkuð flóknara og sama gildir um greiðslur og skerðingar Tryggingastofnunar. Mikilvægt er að muna 22
Björn Berg Gunnarsson frá VÍB og Kolbrún Kolbeinsdóttir hjá fagfjárfestaþjónustu VÍB á einu af námskeiðum VÍB. að fjármagnstekjuskattur er einungis greiddur af ávöxtun, ekki eignum en eignaskattur (auðlegðarskattur) tekur til nettó eigna einstaklinga umfram 75 milljóna króna og 100 milljóna hjá hjónum. Tryggingastofnun skerðir sömuleiðis greiðslur vegna ávöxtunar, ekki eigna. Hjá Tryggingastofnun er frítekjumark vegna fjármagnstekna (ávöxtunar) 98.640 kr. ári og 100.000 kr. á ári hjá skattinum (125.000 skv. fjárlagafrumvarpi). Hjón deila tvöföldu frítekjumarki. Það þýðir að hver og einn getur ávaxtað um 2,5-3 milljónir króna á hefðbundinni bankabók skattfrjálst og án skerðinga. Við þetta má svo bæta að eigendur ríkisskuldabréfasjóða greiða engan skatt og verða ekki fyrir skerðingum vegna ávöxtunar þar til eignin er seld. Á meðan eign í sjóði stendur óhreyfð ávaxtast hún án þess að skattur sé dreginn af ávöxtun og Tryggingastofnun skerði bætur.
Mikilvægt að fylgjast vel með sparnaðnum
Sumir fela bankanum sínum eða eignastýringaraðila að annast ávöxtun sparifjár, t.d. í einkabankaþjónustu.
Viðskiptavinurinn veitir stýringaraðila ákveðnar heimildir og sérfræðingar meta í kjölfarið hvaða ávöxtunarkostir teljast bestir á hverjum tíma og gera breytingar ef þurfa þykir. Þeir sem ekki nýta sér slíka þjónustu þurfa að fylgjast vel með og fara reglulega yfir stöðuna. Það getur verið afar erfitt að spá fyrir um þá áhrifaþætti sem mestu skipta fyrir sparnaðinn okkar svo sem verðbólgu, vexti og öryggi og aðstæður breytast hratt. Því ráðleggjum við í VÍB viðskiptavinum okkar að hafa samband einu sinni til tvisvar á ári og þegar meiriháttar breytingar verða á sparnaðarumhverfinu. Ráðgjafar VÍB veita nánari upplýsingar um sparnað eldri borgara í síma 440-4900.