Í FERÐAKOFFORTINU er að finna ýmis verkfæri sem tilheyra síldarvinnu. Til dæmis díxil og drífholt, sjóklæðnað; sjóstakk, sjóhatt, síldarpils og hanska sem og net, kaffibrúsa og nestisbox úr eigu síldarstúlku. Þar að auki eru í koffortinu áttavitar, samstæðuspil og púsluspil sem börnin geta notað í hópastarfi. Þrjú eintök af Sögu úr síldarfirði fylgja ferðkoffortinu.