Síldarminjasafnið - safnkennsla

Page 1

SÍLDARMINJASAFN ÍSLANDS

Saga úr síldarfirði

FYRIR YNGRI STIG GRUNNSKÓLA

NÁMSÞRAUTIRSÍLDARMINJASAFN ÍSLANDS 2018

ÞESSI VERKEFNI voru unnin í samvinnu við Grunnskóla Fjallabyggðar og með fjárstuðningi frá Safnaráði og eru hluti af safnkennsluefni. Verkefnin eru ætluð yngri stigum grunnskóla, samhliða lestri á Sögu úr síldarfirði


BÓKIN

SAGA ÚR SÍLDARFIRÐI er byggð á sannsögulegum atburðum en er um leið eins konar dæmisaga um það hvernig síldin breytti öllu á Íslandi upp úr aldamótunum 1900. Í máli og myndum kynnast lesendur högum fátæks fólks og hvernig koma norskra síldveiðimanna breytti smám saman lífi þess. Verkefnin byggja að allmestu leyti á orðum sem finna má í bókinni og tengjast sjómennsku, síldarsöltun og veðurfari. Síldarminjasafn Íslands gaf bókina út árið 2011


Í FERÐAKOFFORTINU er að finna ýmis verkfæri sem tilheyra síldarvinnu. Til dæmis díxil og drífholt, sjóklæðnað; sjóstakk, sjóhatt, síldarpils og hanska sem og net, kaffibrúsa og nestisbox úr eigu síldarstúlku. Þar að auki eru í koffortinu áttavitar, samstæðuspil og púsluspil sem börnin geta notað í hópastarfi. Þrjú eintök af Sögu úr síldarfirði fylgja ferðkoffortinu.


LEYSTU

KROSSGÁTUNA

↓ LÓÐRÉTT 1. "SILFUR HAFSINS" 2. EYJA Í EYJAFIRÐI 4. ELDAR MAT 5. BOTNFESTA FYRIR SKIP 6. BÁTUR SEM RÓIÐ ER Á 7. SIGGI DATT Í ..

LÁRÉTT → 3. SYNDA MEÐ HREIFUM 7. STÆRSTI HVALURINN 8. KOMPÁS 9. GUÐSHÚS


FINNDU ORÐIN

SIGLINGIN

HVASSVIÐRI - KVÖLDSÓL - STORMUR - NORÐUR SUÐUR - VESTUR - AUSTUR - SVIKALOGN - BYR STAFALOGN


FINNDU ORÐIN

SÍLDARSÖLTUN

SÍLDARKÖS - KVERKA - DRÍFHOLT - STAMPUR PÆKLA - TUNNA - SÍLD - DÍXILL - NÓT - SALT


HJÁLPAÐU SIGGA AÐ SIGLA

FRÁ AKUREYRI TIL SIGLUFJARÐAR Akureyri

Sigló


TEIKNAÐU MYND AF ÞVÍ ÞEGAR

SIGGI DATT Í SJÓINN


TEIKNAÐU MYND AF

BRYGGJUBALLI


DRAGÐU ORÐIN Í RÉTT

SKIP

SVIKALOGN - KVERKA - BRÆLA - STJÓRNBORÐI DÍXILL - GJÓLA - SÍLDARKÖS - SNURPINÓT TORFA - STAMPUR - HÁFUR - MÓTBYR Síldar söltun

Sjóme nnska

Veður far


TÓNLIST Engri skepnu fylgdi jafn mikil rómantík og síldinni. Í síldinni fyrir norðan og í síldinni fyrir austan var ástin, fjörið – og þrældómurinn. Minningar um síldarævintýrið varðveitast í hugum fólks, á safni, í bókum og í tónlist. Sönglagatextar geymia rómantíkina best og færa okkur aftur í tímann til töfra síldaráranna. Hér fylgja textar af þremur þekktum síldarsöngvum. .


KOMIÐ NÚ ALLIR Komið nú allir sem vettling eiga að valda, vert er svuntu og skýluklút að tjalda. Það stoðar ekkert í móinn neitt að malda, mæður, dætur út á planið halda. Drekkhlaðin skip frá Akranesi og Eyjum, áfram stelpur, hendur fram úr treyjum. Salti út á silfur hafsins fleygjum, síðan við skrokkinn ofan í tunnu beygjum. Lítum samt á hetjurnar sem hér um planið rápa hvað þessir piltar endast til að glápa? Meyja vertu vör um þig. Sjáið þarna aflaklær, efni í ríka karla, andlega jöfra eða rugludalla. En allir spá að einhver spái í sig. Lagstur er titturinn ofan á tunnubinginn, tókst honum ekki að vaka sólarhringinn. Hátt lætur í þeim Halldóru og Gunnu: Heyrðu strákur okkur vantar tunnu! Já þessi blessuð síld er puð og sæla, sumir óska þess að komi bræla. Næturlangt er þá síldarstússið stansað, staðið upp frá tunnunum og dansað!


SÍLDARVALSINN Syngjandi sæll og glaður, til síldveiða nú ég held. Það er gaman á Grímseyjarsundi, vð glampandi kvöldsólareld. Þegar hækkar í lest og hleðst mitt skip, við háfana fleiri og fleiri. Svo landa ég síldinni sitt á hvað, á Dalvík og Dagverðareyri. Seinna er sumri hallar, og súld og bræla er. Þá held ég fleyi til hafnar, í hrifningu skemmti ég mér. Í dunandi dansi, við dillandi spil, og dansana fleiri og fleiri. Því nóg er um hýreyg og heillandi sprund, á Dalvík og Dagverðareyri.


SHIP-O-HOJ Sjómannslíf, sjómannslíf, draumur hins djarfa manns. Blikandi bárufans, býður í trylltan dans. Sjómannslíf, sjómannslíf, ástir og ævintýr. Fögnuð í faðmi býr, brimhljóð og veðragnýr. Ship-o-hoj, ship-o-hoj, ferðbúið liggur fley. Ship-o-hoj, ship-o-hoj, boðanna bíð ég ei. Við stelpurnar segi ég, ástarljúf orð. Einn, tveir, þrír kossar, svo stekk ég um borð. Ship-o-hoj, ship-o-hoj, mig seiðir hin svala dröfn. Ship-o-hoj, ship-o-hoj, og svo nýja í næstu höfn.Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.