Saga úr Síldarfirði segir frá Sigga sem 12 ára gamall flyst ásamt fjölskyldu sinni til Siglufjarðar í upphafi síðustu aldar. Þar bíður ný framtíð þeirra sem ekki áður sáu aðra leið út úr ógöngum og sárri fátækt en að flytja til Vesturheims í von um betra líf. Tilvera Sigga tekur stakkaskiptum - en það er ekki einfalt að byrja upp á nýtt á ókunnum stað.