Ársskýrsla HANDVERKS OG HÖNNUNAR 2021

Page 1

Frosin jörð, verk eftir Önnu Gunnarsdóttur

Smáfuglar eftir Láru Gunnarsdóttur

ÁRSSKÝRSLA

HANDVERKS OG HÖNNUNAR 2021


Efnisyfirlit

síða 2

Efnisyfirlit Efnisyfirlit __________________________________________________________ 2 Inngangur__________________________________________________________ 3 Markmið .................................................................................................................. 3 Stjórn og starfsmenn ............................................................................................... 3 Rekstur ____________________________________________________________ 4 Skrifstofa ................................................................................................................. 5 Fundir ____________________________________________________________ 6 Stjórnarfundir .......................................................................................................... 6 Ráðgjafafundir ......................................................................................................... 6 Þjónusta ___________________________________________________________ 6 Fréttabréf ................................................................................................................ 6 Ráðgjöf og fyrirlestrar ............................................................................................. 7 Sýningar ___________________________________________________________ 7 Sýningarrými á Eiðistorgi......................................................................................... 7 Þemasýningar .......................................................................................................... 7 FERÐ TIL FJÁR .......................................................................................................... 7 Verkefni ___________________________________________________________ 9 Kynning í Ráðhúsi Reykjavíkur ................................................................................ 9 Vefur HANDVERKS OG HÖNNUNAR 2021 ________________________________ 11 Erlent samstarf ____________________________________________________ 13 NNCA ..................................................................................................................... 13 MICHELANGELO FOUNDATION ............................................................................. 13 HANDVERK OG HÖNNUN í tölum 2021 __________________________________ 15 Lokaorð __________________________________________________________ 16


Inngangur

síða 3

Inngangur Markmið Markmið HANDVERKS OG HÖNNUNAR sjálfseignarstofnunar sem voru samþykkt á stofnfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í janúar 2007 eru eftirfarandi:

Eitt af markmiðunum er að stuðla að eflingu handverks, hönnunar og listiðnaðar og auka gæðavitund á þessu sviði.

▪ Að stuðla að eflingu handverks, hönnunar og listiðnaðar og auka gæðavitund á þessu sviði. ▪ Að auka skilning almennt á menningarlegu, listrænu og hagnýtu gildi handverks, hönnunar og listiðnaðar með fjölbreyttri kynningarstarfsemi. ▪ Að koma til móts við þarfir þessara greina fyrir þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar. ▪ Að halda áfram uppbyggingu gagnagrunns á þessu sviði. ▪ Að vera sameiginlegur vettvangur þeirra sem starfa að handverki, hönnun og listiðnaði.

Stjórn og starfsmenn Í stjórn HANDVERKS OG HÖNNUNAR eru: Signý Ormarsdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Vilmundur Jósefsson. Varamenn eru Árni Snæbjörnsson og Þórey S. Jónsdóttir. Síðan Birta Flókadóttir hætti í stjórn í ársbyrjun 2021, hefur Árni Snæbjörnsson starfað með stjórninni. Fastir starfsmenn eru Sunneva Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri og Fjóla Guðmundsdóttir, sérfræðingur. Þær eru báðar í 100% starfi. Bókhald er fært af Endurskoðun og reikningshald ehf og um endurskoðun sér og Þorvaldur Þorvaldsson löggiltur endurskoðandi.


Rekstur

síða 4

Rekstur Enginn undirritaður samningur hefur legið fyrir við HANDVERK OG HÖNNUN frá 2018. Fjárveiting til starfseminnar var ákveðin 14.8 M einhliða frá menntaog menningarmálaráðuneyti. Þessi fjárhæð dugar ekki grunnkostnaði við verkefnið. Frá 2015 hefur starfsemi HANDVERKS OG HÖNNUNAR hangið á bláþræði. Fimm sinnum hefur ríkisstjórn Íslands brugðist við og veitt auka fjárveitingu frá ári til árs og einu sinni fékkst aukafjárveiting frá mennta- og menningarráðuneyti. Þessi óvissa ár eftir ár er mjög erfið og hefur mikil áhrif á alla starfsemi verkefnisins. Mennta og menningarmálaráðuneyti lagði síðan fram eins árs samning í júní 2021 og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið lofaði 2M framlagi vegna 2021. Það kom alveg skýrt fram hjá embættis mönnum að ekkert framlag kæmi frá ríkistjórn vegna 2021. Það var þá útséð um óbreyttan rekstur HANDVERKS OG HÖNNUNAR og stjórn ákvað í lok júní 2021 að nauðsynlegt væri að grípa til sömu aðgerða og gert var 2020 vegna þessarar þröngu stöðu. Stjórn sagði framkvæmdastjóra upp störfum og sömuleiðis var framkvæmdastjóra falið að segja upp starfsmanni/sérfræðingi á skrifstofu. Framkvæmdastjóra var falið að hafa samband við stofnfélaga HANDVERKS OG HÖNNUNAR sem eru 203 og tilkynna þeim um stöðuna og leita eftir formlegu samþykki vegna lokunar á starfseminni. Fjölmiðlum var send fréttatilkynning sama efnis. Stjórn HANDVERKS OG HÖNNUNAR hefur fyrir nokkum árum samþykkt á stjórnarfundi að reka verkefnið með einum starfsmanni sé ekki mögulegt og þessi barátta um fjármagn hefur tekið í. Það kom skýrt fram hjá embættismönnum mennta- og menningarmálaráðuneytis að fjármálaráðuneyti setti fram þá kröfu að starfsemin yrði auglýst og starfsemin yrði falin þeim aðila/einstaklingi sem væri með bestu umsóknina. Engin greining hafði farið fram á faglegu innihaldi og kröfum vegna auglýsingarinnar af hálfu ráðuneytisins svo vitað sé. Það kom fram í máli starfsmanna ráðuneytisins að áhugi væri að sinna þessum málaflokki áfram á einhvern hátt. Starfsmenn ráðuneytis hafa í mörg ár haft mikinn áhuga á að sameina menningar stofnanir eins og Hönnunarmiðstöð, Heimilisiðnaðarfélagið,


Rekstur

síða 5

HANDVERK OG HÖNNUN og fleiri. Þess má geta að mennta- og menningarmálaráðuneyti fór af stað með umfangsmikla vinnu árið 2019 með það markmið að sameina margar menningarstofnanir. Sérfræðingur var ráðin sérstaklega í það verkefni. Niðurstaða þeirra rannsóknar var ekki jákvæð. Reynt var áfram að finna einhverja lausn til að ljúka við lokunarferlið þar sem fjárframlag 2021 nægði ekki til að klára allar skuldbindingar ársins. Loks fengust fjármunir í lok árs frá mennta- og menningarmálráðuneyti með því skilyrði að farið yrði í stefnumótun til framtíðar. Þetta skilyrði var óvænt þar sem lokunarferli sjálfseignarstofnunarinnar var í gangi. Á Þorláksmessu bárust hins vegar þær fregnir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti að þar væri vilji til að finna HANDVERKI OG HÖNNUN einhvern farveg. Í ársbyrjun 2022 lagði ráðuneytið fram drög að nýjum samningi. Samningurinn gildir einungis til ársloka 2022. Hann er efnismikill og þar er m.a. gerð krafa um að farið verði í stefnumótun og verkefnavali verði forgangsraðað. Stjórn HANDVERKS OG HÖNNUNAR fundaði 10. janúar 2022 og samþykkti undirritun á fyrirliggjandi samningi. Fjármagnið sem fæst vegna 2022 dugar ekki fyrir óbreyttum rekstri.

Skrifstofa HANDVERK OG HÖNNUN leigir skrifstofurými af Vivaldi ehf að Eiðistorgi 15 á Seltjarnarnesi. Rúmgott húsnæði á mjög ásættanlegu verði. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 9 – 16. Skrifstofa og sýningarými HANDVERKS OG HÖNNUNAR, Eiðistorgi, Seltjarnarnesi


Fundir

síða 6

Fundir Stjórnarfundir Haldnir voru fjórir formlegir stjórnarfundir á árinu 2021, þann 26. febrúar, 14. maí, 25. júní og 13. september. Stjórnarmenn eru þó í reglulegu sambandi við skrifstofuna utan þessara formlegu funda. Stjórn þiggur ekki laun fyrir setu í stjórn HANDVERKS OG HÖNNUNAR, stjórn afsalaði sér launum 2010 þegar fjárframlag til verkefnisins var lækkað umtalsvert.

Ráðgjafafundir Nú eru önnur tæki aðgengileg sem nota má á virkari hátt í þessu skyni. Viðhorfakannanir sem kosta mjög lítið eru aðgengilegar á alnetinu og þannig má ná til allra okkar skjólstæðinga en ekki bara tíu aðila.

Í stofnskrá HANDVERKS OG HÖNNUNAR er gert ráð fyrir tíu manna ráðgjafahópi sem á að vera stjórn og starfsmönnum stuðningur við að skipuleggja framtíðarverkefni. Ráðgjafafundirnir voru mikilvægir til að auka tengsl starfsfólks og stjórnar HANDVERKS OG HÖNNUNAR við grasrótina. Nú eru önnur tæki aðgengileg sem nota má á virkari hátt í þessu skyni. Viðhorfakannanir sem kosta mjög lítið eru aðgengilegar á alnetinu og þannig má ná til allra okkar skjólstæðinga en ekki bara tíu aðila. Kannanir af þessu tagi eru betri og ódýrari leið til að vera í virku sambandi við grasrótina. Niðurstöður allra kannananna og skýrslur sem gerðar hafa verið af eða fyrir HANDVERK OG HÖNNUN eru birtar á vefnum. Sjá: http://www.handverkoghonnun.is/is/um-handverk-og-honnun/skyrslur

Þjónusta Fréttabréf Fréttir eru sendar í tölvupósti 3 - 4 sinnum í mánuði til tæplega 1200 manns. Í fréttabréfinu eru öll verkefni HANDVERKS OG HÖNNUNAR vandlega kynnt. Þar er einnig vakin athygli á námskeiðum, sýningum, fyrirlestrum og ýmsu öðru sem er áhugavert fyrir okkar umbjóðendur. HANDVERK OG HÖNNUN heldur einnig úti fésbókarsíðu og fylgjendur hennar eru nú 4.735 og fylgjendur á Instagram eru 1.147.


Sýningar

síða 7

Ráðgjöf og fyrirlestrar HANDVERK OG HÖNNUN á eftir langt starf mikið myndefni og þar hefur einnig safnast mikil þekking. Átak var gert síðustu ár að safna kerfisbundið upplýsingum um handverk og listiðnað um allt land. Þetta átak var unnið í samstarfi við menningarfulltrúa, nýsköpunarmiðstöðvar, þróunarfélög, klasasamstarf og atvinnuráðgjafa. HANDVERK OG HÖNNUN er með tengslanet um allt land. Farið var austur í Fljótsdal 1.-2. júlí að ósk verkefnastjóra sem hefur umsjón með verkefninu: „Fögur framtíð í Fljótsdal“. Haldinn var fyrirlestur milli 17-19 og næsta morgunn fóru fram ráðgjafaviðtöl en 8 einstaklingar höfðu óskað eftir ráðgjöf.

Sýningar Sýningarrými á Eiðistorgi HANDVERK OG HÖNNUN er með sýningarrými í hluta skrifstofuhúsnæðis á Eiðistorgi. Rýmið var ekki auglýst til ráðstöfunar 2021. Bæði var það vegna stöðu faraldursins og það stefndi í að þetta yrði lokaár starfseminnar.

Þemasýningar HANDVERK OG HÖNNUN hefur haldið fjölmargar sýningar undanfarin ár. Sýningarnar frá upphafi eru rúmlega áttatíu og sýnendur/þátttakendur eru tæplega sjö hundruð, víðs vegar af landinu. Vegna aðstæðna var einungis ein sýning opnuð á árinu 2021. Það var sýning á Skriðuklaustri, Fljótsdal.

FERÐ TIL FJÁR Sýning á Skriðuklaustri, Fljótsdal 24. apríl – 24. maí 2021 Sýningin "Ferð til fjár" var samvinnuverkefni HANDVERKS OG HÖNNUNAR og Gunnarsstofnunar og var inntak hennar íslenska sauðkindin. Á sýningunni var fjölbreytt handverk og listmunir víða að af landinu.


síða 8

Sýningar Sýnendur voru: Anna Gunnarsdóttir, Ásthildur Magnúsdóttir, Hélène Magnússon, Fræðasetur um forystufé, Sólóhúsgögn og Ullarselið.

Myndir frá sýningunni „FERÐ TIL FJÁR“


Verkefni

síða 9

Verkefni Kynning í Ráðhúsi Reykjavíkur Sýningar/kynningar HANDVERKS OG HÖNNUNAR í Ráðhúsi Reykjavíkur sem haldnar hafa verið síðan 2006 hafa heppnast afar vel. Áhugi á þeim hefur verið mjög mikill frá upphafi. Þetta stefnumót handverksfólks og hönnuða við áhugafólk um hönnun og handverk er að mati þeirra sem taka þátt mjög mikilvægt. Þessi fullyrðing er byggð á viðhorfakönnun sem HANDVERK OG HÖNNUN hefur gert á hverju ári í kjölfar sýninganna. Gerðar eru miklar gæðakröfur til þeirra sem sýna og fagleg valnefnd hefur alltaf valið þátttakendur úr fjölda umsókna fyrir hverja sýningu. Þrátt fyrir mikið óvissuástand var ákveðið að auglýsa og halda hinn árvissa viðburð HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur í nóvember 2021. Þar sem nær algert tekjufall hefur orðið hjá fólki sem starfar í skapandi greinum þá var ákveðið að hætta við prentun og flestar auglýsingar og lækka þar með þátttökugjöldin umtalsvert. Ákveðið hefur verið að treysta einungis á samfélagsmiðla og útvarp til kynningar. HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur á sér langa sögu og er þekktur viðburður í samfélaginu. Umsóknir voru fjölmargar eins og við var að búast. Ákveðið var að fækka sýnendum 2021 og gefa hverjum og einum betra pláss. Unnin var 54 síðna rafrænn bæklingur til kynningar á netinu. En í byrjun nóvember komu fram nýjar og þrengri fjöldatakmarkanir og þá þurfti að aflýsa þessum viðburði og endurgreiða öllum þátttökugjöldin. Allur undirbúningur var klár og allir


síða 10

Verkefni

þátttakendur voru komnir með rafræna kynningu og rafrænn kynningarbæklingur tilbúinn. Það var því farið að stað með umfangsmikla rafræna herferð bæði á facebook og instagram þar sem þessir 50 aðilar voru sérstaklega kynntir. Þetta var gert út allt árið og fleiri listamenn og sölustaðir handverks og listiðnar voru einnig kynntir. Markmiðið með þessari „herferð“ var að hvetja landsmenn til að styðja okkar skapandi fólk með því að kaupa íslenskt handverk, listiðnað og hönnun.

Fjórar opnur úr rafrænum kynningarbæklingi sem gefinn var út fyrir sýninguna sem átti að halda í nóvember 2021


Vefur HANDVERKS OG HÖNNUNAR 2021

síða 11

Vefur HANDVERKS OG HÖNNUNAR 2021 Vefurinn www.handverkoghonnun.is var fyrst opnaður árið 2000. Gerðar voru grundvallarbreytingar á vef HANDVERKS OG HÖNNUNAR árið 2016, þegar viðbótarfjármunir fengust. í október það ár var nýr vefur opnaður. Vefurinn var unnin í samvinnu við Stefnu, Akureyri. Vefurinn var endurhannaður að fullu og mikil áhersla lögð á að efla myndræna framsetningu. Stöðugt er unnið að endurbótum og að bæta nýju efni inn á vefinn sem er starfseminni mjög mikilvægur.

Heimsóknir á vef HANDVERKS OG HÖNNUNAR 2021 0

500

1000

1500

2000

2500

3000

3500

4000

4500

5000

janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember

www.handverkoghonnun.is Meðaltal heimsókna á mánuði er 3.283

Taflan sýnir fjölda heimsókna á mánuði á vef HANDVERKS OG HÖNNUNAR árið 2021 en vefmælingarnar eru framkvæmdar með vefgreiningartólinu Awstats.


síða 12

Vefur HANDVERKS OG HÖNNUNAR 2021


Erlent samstarf

síða 13

Erlent samstarf .

NNCA HANDVERK OG HÖNNUN er í norrænu samstarfi NNCA – Nordic Network of Craft Associations sem stofnað var árið 2010 á Bornholm. NNCA er skipað Danske Kunsthåndværkere & Designere (DK), Konsthantverkscentrum (SE), HANDVERK OG HÖNNUN (IS), ORNAMO (FI), Norske Kunsthåndverkere (NO) og Norwegian Crafts (NO). Þessi samtök vinna mikilvægt starf í að styrkja stöðu og kynna norrænt listhandverk heima og heiman. Samnorræn sýning NNCA, EARTH, WIND, FIRE, WATER Nordic Contemporary Crafts „ í Galleri F 15, Moss var haldin árið 2020 en vegna aðstæðna gátu fulltrúar NNCA ekki haldið fund og skoðað sýninguna. Sama sýningin var sett upp í Stokkhólmi 2021. Ekkert var fundað hjá NNCA á árinu 2021 vegna Covid 19, en nokkrir

ZOOM fundir voru haldnir.

MICHELANGELO FOUNDATION FOR CREATIVITY AND CRAFTSMANSHIP og Homo Faber Guide Eins og áður hefur komið fram þá er HANDVERK OG HÖNNUN tengiliður við MICHELANGELO FOUNDATION - FOR CREATIVITY AND CRAFTSMANSHIP. Meginmarkmið þessarar stofnunar eftirfarandi: • Styrkja tengsl listhandverks við nútíma hönnun. • Styðja alla sem helgað hafa líf sitt framúrskarandi listhandverki og vekja áhuga nýrra kynslóða á þessari mikilvægu arfleifð.

MICHELANGELO FOUNDATION er rekin af sjóði sem er styrktur er af tveimur efnuðum Svisslendingum. Starfsmenn hjá stofnuninni 30. HANDVERK OG HÖNNUN er tengiliður á Íslandi og nú eru 28 Evrópulönd þátttakendur í starfinu. Stofnunin heldur úti vefsíðu sem kölluð er Homo Faber Guide og þar eru skráðir einstaklingar sem standast mjög umfangsmiklar faglegar kröfur sem stofnunin gerir í allri Evrópu. Nú þegar eru 26 Íslendingar komir á skrá og nokkrar íslenskar umsóknir eru í ferli innan stofnunarinnar.


síða 14

Erlent samstarf

Sjá: https://www.homofaber.com/intro?country=Iceland


síða 15

HANDVERK OG HÖNNUN í tölum 2021

HANDVERK OG HÖNNUN í tölum 2021 Stofnfélagar sjálfseignarstofnunarinnar HANDVERKS OG HÖNNUNAR eru: 203 Fastir starfsmenn eru: 2 Fyrirlestrar, ráðgjöf og kynningar HANDVERKS OG HÖNNUNAR: 1 Samsýningar HANDVERKS OG HÖNNUNAR: 1 Fjöldi sýningardaga HANDVERKS OG HÖNNUNAR á árinu: 30 Fjöldi þátttakenda í samsýningum HANDVERKS OG HÖNNUNAR: 6 Fjöldi sýningargesta á árinu: 12.000 Fjöldi einstaklinga sem skráðir eru á póstlista: 1.109 Fjöldi fréttabréfa HANDVERKS OG HÖNNUNAR á árinu: 48 Vinir HANDVERKS OG HÖNNUNAR á Fésbók: 4.735 Fylgjendur á Instagram: 1.147


Lokaorð

síða 16

Lokaorð Samþykkt var í lok ársins 2021 að fyrsta verkefni 2022 yrði stefnumótun til framtíðar. Það var sett sem krafa frá ráðuneyti vegna viðbótarfjárveitingar í árslok. Samið hefur verið við óháðan sérfræðing til að taka verkefnið að sér. Það verður mjög spennandi að skoða á gagnrýnin hátt verkefni fyrri ára og skoða hvað betur má fara og vonandi munu koma hugmyndir að nýjum verkefnum. Skoða verður fjármögnun HANDVERKS OG HÖNNUNAR þar sem framlag frá stjórnvöldum hefur lækkað mjög mikið og haft mikil áhrif á starfsemina. Til viðbótar við lækkuð framlög stjórnvalda hefur óvissa um fjármögnun milli ára verið viðvarandi. Þessi staða er í raun sóun á tíma og fjármunum. Flest verkefni HANDVERKS OG HÖNNUNAR hafa langan aðdraganda og þessi óvissa hefur mikil áhrif á starfsemina, bæði hérlendis og erlendis. Mikilvægt er að gerðir verði samningar að minnsta kosti 3ja ára en helst til 4 ára.

Seltjarnarnesi 2022 Sunneva Hafsteinsdóttir


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.