Ársskýrsla HANDVERKS OG HÖNNUNAR 2022

Page 1

ÁRSSKÝRSLA HANDVERKS

OG HÖNNUNAR 2022

Bóklis t
síða 2 Efnisyfirlit Efnisyfirlit Efnisyfirlit 2 Inngangur 3 Markmið..................................................................................................................3 Stjórn og starfsmenn...............................................................................................3 Rekstur 4 Skrifstofa .................................................................................................................5 Stjórnarfundir 5 Ráðgjafafundir 5 Þjónusta 7 Fréttabréf ................................................................................................................7 Fundir 7 Ráðgjöf og fyrirlestrar 7 Sýningar 9 Sýningarrými á Eiðistorgi.........................................................................................9 „Bráðum kemur betri tíð …“ 10 SÆTAR STUNDIR - KOLLAR OG KÖKUDISKAR 12 SPOR EFTIR SPOR 12 Verkefni 13 HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur 2022..........................................13 Vefur HANDVERKS OG HÖNNUNAR 16 Erlent samstarf 18 NNCA 18 MICHELANGELO FOUNDATION 18 HANDVERK OG HÖNNUN í tölum 2022 20 Lokaorð 21

Inngangur

Markmið

Markmið HANDVERKS OG HÖNNUNAR sjálfseignarstofnunar sem voru samþykkt á stofnfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í janúar 2007 eru eftirfarandi:

▪ Að stuðla að eflingu handverks, hönnunar og listiðnaðar og auka gæðavitund á þessu sviði.

▪ Að auka skilning almennt á menningarlegu, listrænu og hagnýtu gildi handverks, hönnunar og listiðnaðar með fjölbreyttri kynningarstarfsemi.

▪ Að koma til móts við þarfir þessara greina fyrir þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar.

▪ Að halda áfram uppbyggingu gagnagrunns á þessu sviði.

▪ Að vera sameiginlegur vettvangur þeirra sem starfa að handverki, hönnun og listiðnaði.

Stjórn og starfsmenn

Í stjórn HANDVERKS OG HÖNNUNAR eru: Signý Ormarsdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Vilmundur Jósefsson með stjórnendur Varamenn eru Árni Snæbjörnsson og Þórey S. Jónsdóttir. Eftir að Birta Flókadóttir hætti í stjórn ársbyrjun 2021, hefur verið kallað á varamann í stjórn Árna Snæbjörnsson.

Fastir starfsmenn í upphafi árs 2022 voru tveir, Sunneva Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri og Fjóla Guðmundsdóttir sérfræðingur. Fjóla hætti föstu starfi í maí 2022 og Sunneva starfaði í skertu starfshlutfalli. Bókhald er fært af Endurskoðun og reikningshaldi ehf og um endurskoðun sér Þorvaldur Þorvaldsson löggiltur endurskoðandi.

síða 3 Inngangur

Rekstur

Frá 2015 hefur starfsemi HANDVERKS OG HÖNNUNAR hangið á bláþræði. Fimm sinnum hefur ríkisstjórn Íslands brugðist við og veitt auka fjárveitingu frá

ári til árs og einu sinni fékkst aukafjárveiting frá mennta- og menningarráðuneyti. Þessi óvissa ár eftir ár er mjög erfið og hefur haft mikil áhrif á alla starfsemi verkefnisins.

Í lok árs 2021 lá ekkert fyrir um fjárveitingu vegna 2022. Á Þorláksmessu bárust hins vegar þær fregnir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti að þar væri vilji til að finna H&H einhvern farveg.

Í ársbyrjun 2022 lagði ráðuneytið fram drög að nýjum samningi. Samningurinn gildir einungis til ársloka 2022.

Stjórn H&H fundaði 10. janúar 2022 og samþykkti undirritun á fyrirliggjandi samningi. Fjármagnið sem fæst vegna 2022 dugar ekki fyrir óbreyttum rekstri. Um ármót 2021/2022 var annar af tveimur starfsmönnum H&H hættur vegna fjárskorts Viðkomandi kom aftur til starfa tímabundið þar sem ekki var ráðlegt að auglýsa eftir nýjum starfsmanni að svo stöddu vegna mikillar óvissu um framhald starfseminnar. Þess má geta að starfsfólki hefur verið sagt upp störfum þrisvar síðustu ár og starfsmenn tekið á sig skert starfshlutfall vegna fjárhagsstöðu.

Í nóvember 2022 kom fram á fundi í nýju menningarmálaráðuneyti að gert yrði ráð fyrir sömu fjárveitingu til H&H fyrir árið 2023 og var árið 2022. Þessi fjárveiting býður ekki upp á að hægt verði að auglýsa eftir nýjum starfsmanni í fullt starf og samningurinn er aftur einungis til ársloka 2023.

Stjórn H&H samþykkti á stjórnarfundi fyrir nokkum árum að ekki sé mögulegt að reka verkefnið með einum starfsmanni og hefur þessi barátta um fjármagn tekið í. En nú er staðan þannig að einungis einn starfsmaður hefur verið síðan í maí 2022. Sú staða er ekki ásættanleg að mati stjórnar Tveir starfsmenn hafa verið hjá H&H frá 1999 eða í 23 ár.

síða 4 Rekstur

síða 5 Rekstur

Skrifstofa

HANDVERK OG HÖNNUN leigir skrifstofurými af Vivaldi ehf. á Eiðistorgi 15 á

Seltjarnarnesi. Rúmgott húsnæði á mjög ásættanlegu verði. Skrifstofan hefur ekki reglulegan opnunartíma eins og áður var þar sem einungis er einn starfsmaður núna.

Skrifstofa og sýningarrými HANDVERKS OG HÖNNUNAR

Stjórnarfundir

Haldnir voru þrír formlegir stjórnarfundir á árinu 2022, þann 10 janúar, 5 apríl og 28 ágúst. Stjórnarmenn eru þó í reglulegu sambandi við skrifstofuna utan þessara formlegu funda. Stjórn þiggur ekki laun fyrir setu í stjórn H&H, stjórn afsalaði sér launum 2010 þegar fjárframlag til verkefnisins var lækkað umtalsvert í kjölfar bankahrunsins.

Ráðgjafafundir

Í stofnskrá H&H er gert ráð fyrir tíu manna ráðgjafahópi sem á að vera stjórn og starfsmönnum stuðningur við að skipuleggja framtíðarverkefni.

síða 6 Rekstur

Ráðgjafafundirnir voru mikilvægir til að auka tengsl starfsfólks og stjórnar H&H við grasrótina. Nú eru önnur tæki aðgengileg sem nota má á virkari hátt í þessu skyni. Viðhorfakannanir sem kosta mjög lítið eru aðgengilegar á alnetinu og þannig má ná til allra okkar skjólstæðinga en ekki bara tíu aðila. Kannanir af þessu tagi eru betri og ódýrari leið til að vera í virku sambandi við grasrótina. Niðurstöður allra kannananna og skýrslur sem gerðar hafa verið af eða fyrir

H&H eru birtar á vefnum

Sjá: http://www.handverkoghonnun.is/is/um-handverk-og-honnun/skyrslur

7 Þjónusta

Þjónusta

Fréttabréf

Fréttir voru sendar í tölvupósti 3 - 4 sinnum í mánuði fyrri hluta árs en mun sjaldnar að meðaltali seinni hluta árs 2022 vegna breytinga á starfsmannahaldi. Á póstlista eru tæplega 1200 manns. Í fréttabréfinu eru öll verkefni

HANDVERKS OG HÖNNUNAR vandlega kynnt. Þar er einnig vakin athygli á námskeiðum, sýningum, fyrirlestrum og ýmsu öðru sem er áhugavert fyrir okkar umbjóðendur. H&H heldur einnig úti fésbókarsíðu og fylgjendur hennar eru nú 4.816 og fylgjendur á Instagram eru 1.257

Fundir

Ráðgjöf og fyrirlestrar

HANDVERK OG HÖNNUN á eftir langt starf mikið myndefni og þar hefur einnig safnast mikil þekking. H&H hefur ekki verið að auglýsa sérstaklega fyrirlestra úti á landi á þessu ári. Það orsakast af því að einungis einn starfsmaður er á skrifstofu og hefur ekki verið í fullu starfi. Töluvert er um ráðgjöf í síma og tölvupósti.

síða

Stærsta verkefnið 2022 var tveggja daga viðburður í byrjun september 2022 í Fljótsdal. Viðburðurinn var styrktur af Uppbyggingasjóði Austurlands, Fljótsdalshreppi og samfélagsverkefninu „Fögur framtíð í Fljótsdal“. Markmið viðburðarins var að draga fram sérstöðu austfirsks þjóðararfs og þeirra einstöku muna og minja sem fundist hafa í Fljótsdal. Þátttaka var opin öllum á landinu sem áhuga höfðu á viðfangsefninu.

Fyrirlesarar voru: Ásdís Helga Bjarnadóttir verkefnastjóri, Elsa Guðný Björgvinsdóttir safnstjóri Minjasafns Austurlands, Hafdís Björk Guðmundsdóttir verslunarstjóri Safnbúðar Þjóðminjasafnsins, Lára Vilbergsdóttir verslunarstjóri Húss handanna Egilsstöðum, Andri Snær Þorvaldsson kennari og trérennismiður og Sunneva Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri H&H.

Fyrri daginn voru fyrirlestrar og heimsóknir á Egilsstöðum en seinni daginn voru fyrirlesarar með ráðgjöf fyrir þátttakendur frá kl. 10.00 – 16.00. Þátttakendur í þessu verkefni voru rúmlega 20, nokkuð fleiri sóttu fyrirlestra daginn áður.

síða 8 Fundir
Skjáskot af vef Austurbrúar

Sýningar

Sýningarrými á Eiðistorgi

HANDVERK OG HÖNNUN er með sýningarrými í hluta skrifstofuhúsnæðis á Eiðistorgi. Rýmið var ekki auglýst til ráðstöfunar árið 2022, var það vegna stöðu Covid faraldursins og þess að opnunartími skrifstofu var ekki reglulegur. En nokkrir höfðu samband og óskuðu eftir að fá aðstöðu. H&H skipulagði eina sýningu sem fékk nafnið „Bráðum kemur betri tíð…“

síða
9 Sýningar
Frá opnun sýningarinnar 1. apríl 2022.

„Bráðum kemur betri tíð …“

01.04 – 06.05 2022

Þessi þemasýning var haldin til að fagna því að öllum takmörkunum vegna Covid faraldursins hafði verið aflétt. Verkin máttu vera úr hvaða hráefni sem er en þemaliturinn var gulur. Gulur litur minnir á sól, vor og betri tíma. Þátttaka fór fram út björtustu vonum og valin voru verk frá 37 sýnendum.

Sýnendur voru: Marko Svart/Svartbysvart, Ragna Ingimundardóttir, Birgitte Munck, Halla Ásgeirsdóttir, Halldóra Hafsteinsdóttir, Ása Tryggvadóttir, Unnur Sæmundsdóttir / USart, Guðný Hafsteinsdóttir, Guðný Magnúsdóttir, Inga Elín, Ragnheiður Ingunn, Steinunn Bergsteinsdóttir, Fluga design, Bjarni Sigurðsson, Skrauta - endurtekið efni, Arnlaug Borgþórsdóttir, SES design, Arndís Jóhannsdóttir, Friðbjörg vefari, ViOLiTA, Inga Björk Andrésdóttir/URÐ, Interior, ESJO/Ester Jóhannsdóttir, Saumakassinn, Alrún Nordic Design, Védís Jónsdóttir, Brynhildur Þórðardóttir, Jorinde, Heynet, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Sigurður Petersen, Bóklist.is, Olga Bergljót, Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, Alana Gregory og Kristveig Halldórsdóttir.

síða 10 Sýningar

síða 11 Sýningar

Flest verkin á sýningunni voru til sölu og nokkrir listamenn ákváðu að láta söluandvirði sinna verka renna til hjálparstarfs í Úkraínu.

Hluti þeirra fjölbreyttu verka sem voru á sýningunni „Bráðum kemur betri tíð…“

SÆTAR STUNDIR - KOLLAR OG KÖKUDISKAR

Sýning á Eiðistorgi 09.09 - 02.10 2022

Leirlistamennirnir Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir og Bjarni Viðar Sigurðsson sýndu keramik verk í sýningarrými H&H á Eiðistorgi.

SPOR EFTIR SPOR

Sýning á Eiðistorgi 06.10 - 31.10 2022

Listahópurinn ARKIRNAR setti upp textíl bókverkasýninguna SPOR EFTIR SPOR í sýningarrými H&H á Eiðistorgi í október 2022.

síða 12 Sýningar

Verkefni

HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur 2022

Eftir tæplega þriggja ára hlé var loksins komið að sýningu/kynningu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þessi viðburður var síðast haldinn í nóvember 2019. Síðustu tvö ár

þ.e. 2020 og 2021 var sýningunni/kynningunni aflýst með stuttum fyrirvara vegna Covid fjöldatakmarkana.

Þessi viðburður HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur hefur verið haldinn síðan 2006. Áhugi á þessum viðburði hefur verið mjög mikill frá upphafi. Þetta stefnumót handverksfólks og hönnuða við áhugafólk um hönnun og handverk er að mati þeirra sem taka þátt mjög mikilvægt. Þessi fullyrðing er byggð á viðhorfakönnun sem H&H hefur gert á hverju ári í kjölfar sýninganna. Gerðar eru miklar gæðakröfur til þeirra sem sýna og fagleg valnefnd hefur alltaf valið þátttakendur úr fjölda umsókna fyrir hverja sýningu.

Þar sem nær algert tekjufall hefur orðið hjá fólki sem starfar í skapandi greinum þá var ákveðið að hætta við prentun og flestar auglýsingar og lækka þar með þátttökugjöldin umtalsvert. Ákveðið hefur verið að treysta einungis á samfélagsmiðla og útvarp til kynningar. HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur á sér langa sögu og er þekktur viðburður í samfélaginu.

síða
13 Verkefni
síða 14 Verkefni
Vera Ósk Steinsen Birgitte Munck Inga Kristín Guðlaugsdóttir Halla Lilja Ármannsdóttir Skarfur - Friðbjörg og Herborg Jedúddamía - Kristrún Helga Marinósdóttir

síða 15 Verkefni

Umsóknir voru fjölmargar eins og við var að búast. Tæplega 50 einstaklingar voru valdir til þátttöku. Aðsókn gesta góð og almenn ánægja var með þennan viðburð eins og áður.

Viðhorfakönnun var gerð meðal þátttakenda eins og gert hefur verið á hverju ári. Það er ástæða til að benda á nokkra hluti sem komu fram hjá þátttakendum. 87% hafa áhuga á að sækja aftur um þátttöku í þessum viðburði Þegar spurt var um hver væri mesti ávinningur af þátttökunni þá nefndu flestir að mikilvægast væri „Að fá viðbrögð við vörum sínum beint frá viðskiptavinum“. 72% lögðu áherslu á að kynna nýja hluti og 49% sögðu að erlendir ferðamenn hafi verið meðal viðskiptamanna. Það sem þó vakti mesta athygli var að 64% þátttakenda hafði handverk, hönnun og listiðnað að aðalstarfi og nokkrir voru með fasta viðbótar starfsmenn.

Sýningin HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur var haldin í nóvember

Vefur HANDVERKS OG HÖNNUNAR

Vefurinn www.handverkoghonnun.is var fyrst opnaður árið 2000. Gerðar voru grundvallarbreytingar á vef HANDVERKS OG HÖNNUNAR árið 2016, þegar viðbótarfjármunir fengust og október það ár var nýr vefur opnaður. Vefurinn var unnin í samvinnu við Stefnu, Akureyri. Vefurinn var endurhannaður að fullu og mikil áhersla lögð á að efla myndræna framsetningu. Stöðugt er unnið að endurbótum og að bæta nýju efni inn á vefinn sem er starfseminni mjög mikilvægur. Nú er aftur komin tími til að endurskoða vefinn.

Vefmæling: AWStats

síða 16
0 1000 2000 3000 4000 5000 6000 7000 8000 9000 Fjöldi heimsókna á mánuði

Vefur HANDVERKS OG HÖNNUNAR

síða 17
Skjáskot af fréttayfirliti á vefnum

Erlent samstarf

NNCA

HANDVERK OG HÖNNUN er í norrænu samstarfi NNCA – Nordic Network of Craft Associations sem stofnað var árið 2010 á Bornholm. NNCA er skipað Danske Kunsthåndværkere & Designere (DK), Konsthantverkscentrum (SE), HANDVERK OG HÖNNUN (IS), ORNAMO (FI), Norske Kunsthåndverkere (NO) og Norwegian Crafts (NO). Þessi samtök vinna mikilvægt starf í að styrkja stöðu og kynna norrænt listhandverk heima og heiman.

Nokkrir ZOOM fundir voru haldnir hjá NNCA á árinu 2022. Undirbúningur er hafin að málþingi sem haldið verður í tengslum við „Stockholm craft week 2023, í byrjun október 2023. Styrkumsóknir frá NNCA vegna þessa viðburðar eru komnar til Norræna sjóða. Hugmyndin er að hafa síðan sameinginlega sýningu NNCA á árinu 2024.

MICHELANGELO FOUNDATION FOR CREATIVITY AND CRAFTSMANSHIP og Homo Faber guide Eins og áður hefur komið fram þá er H&H tengiliður við MICHELANGELO FOUNDATION - FOR CREATIVITY AND CRAFTSMANSHIP. Meginmarkmið þessarar stofnunar eftirfarandi:

• Styrkja tengsl listhandverks við nútíma hönnun.

• Styðja alla sem helgað hafa líf sitt framúrskarandi listhandverki og vekja áhuga nýrra kynslóða á þessari mikilvægu arfleifð.

síða 18
Erlent samstarf

síða 19

Erlent samstarf

MICHELANGELO FOUNDATION er rekin af sjóði sem er styrktur er af tveimur efnuðum Svisslendingum. Starfsmenn hjá stofnuninni 30.

H&H er tengiliður á Íslandi og nú eru 28 Evrópulönd þátttakendur í starfinu. Stofnunin heldur úti vefsíðu sem kölluð er Homo Faber Guide og þar eru skráðir einstaklingar sem standast mjög umfangsmiklar faglegar kröfur sem stofnunin gerir í allri Evrópu. Nú þegar eru 25 Íslendingar komir á skrá og nokkrar íslenskar umsóknir eru í ferli innan stofnunarinnar.

Sjá: https://www.homofaber.com/intro?country=Iceland

síða 20

HANDVERK OG HÖNNUN í tölum 2022

HANDVERK OG HÖNNUN í tölum 2022

Stofnfélagar sjálfseignarstofnunarinnar HANDVERKS OG HÖNNUNAR eru: 203

Fastir starfsmenn eru: 1

Fyrirlestrar, ráðgjöf og kynningar HANDVERKS OG HÖNNUNAR: 1

Fjöldi þátttakenda sem sótti ráðgjöf og kynningar: 35

Þemasýningar hjá HANDVERKI OG HÖNNUN: 1

Fjöldi sýningardaga í sýningarrými

HANDVERKS OG HÖNNUNAR á árinu: 92

Fjöldi þátttakenda í sýningum hjá HANDVERKI OG HÖNNUN: 50

Fjöldi einstaklinga sem skráðir eru á póstlista: 1.420

Fjöldi fréttabréfa HANDVERKS OG HÖNNUNAR á árinu: 30

Vinir HANDVERKS OG HÖNNUNAR á Fésbók: 4.816

Fylgjendur á Instagram: 1. 257

Fjöldi þátttakenda í sýningum/kynningum í Ráðhúsi Reykjavíkur: 48

Fjöldi kynningardaga í Ráðhúsi Reykjavíkur: 5

Fjöldi gesta á kynningu í Ráðhúsi Reykjavíkur: 25.000*

*áætlaður fjöldi

síða 21 Lokaorð

Lokaorð

Á árinu var Austurbrú ráðin til að vinna stefnumótun fyrir starfsemi

HANDVERKS OG HÖNNUNAR, sú vinna heldur áfram á árinu 2023. Stefnumótunar verkefnið snýst um framtíðar verkefni og markmið til næstu ára 2024-2028

Fjármögnun H&H hefur verið í járnum undanfarin ár þar sem framlag frá stjórnvöldum hefur lækkað mjög mikið og það hefur haft mikil áhrif á starfsemina.

Til viðbótar við lækkuð framlög stjórnvalda hefur óvissa um fjármögnun milli ára verið viðvarandi. Vonir stóðu til þess að það myndi breytast í byrjun árs 2023, en enn á ný var gerður samningur til eins árs

Þessi staða er í raun sóun á tíma og fjármunum. Flest verkefni H&H hafa langan aðdraganda og þessi óvissa hefur mikil áhrif á starfsemina, bæði hérlendis og erlendis. Mikilvægt er að gerðir verði samningar að minnsta kosti 3ja ára en helst til 4 ára.

Seltjarnarnesi

10.03 2023

Sunneva Hafsteinsdóttir

Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.