Fréttabréf FKE Maí 2023

Page 1

Athugaðu:

FKE-fréttir

2. tbl. 43. árg. - Maí 2023

Efni: Starfið í sumar og fl.

Allir eftirlaunakennarar og makar þeirra eiga rétt til aðildar að FKE og félagsgjald er ekkert!!

• Vefur FKE er á fke.is - Þar er hægt að skrá sig í félagið. Slóðin er: https://fke.is/index.php/skraning-i-fke Skráð aðild viðheldur FKE-aðgangi að Orlofssjóðnum.

• Einnig - eitt símtal nægir! Stella Kristinsdóttir í Kennarahúsinu tekur við skráningum í síma 595-1111. Eða smella hér til að skrá sig á vefsíðu KÍ.

Til ferðalanga á vegum FKE í sumar

Til þess að minna á ferðirnar okkar í sumar, sérstaklega stað og brottfaratíma, þá eru þessar upplýsingar settar fram. Upplýsingar um allar ferðirnar eru í janúar fréttabréfinu.

Vestmannaeyjaferð, þriðjudaginn 20. júní. Brottför frá bílastæðinu við gamla Kennaraskólann við Stakkahlíð kl. 08:00.

Ferð um Vestfirði 18.-19. júlí. Mæting þriðjudaginn 18. júlí kl. 07:15

á Reykjavíkurflugvöll í flug til Ísafjarðar. Sérstök ferðalýsing í janúar

fréttabréfinu.

Ferð um Fjallabak nyrðri – Landmannalaugar, þriðjudaginn 15 ágúst. Lagt af stað kl. 08:30 frá bílastæðinu við gamla Kennaraskólann við Stakkahlíð.

Frekari upplýsingar veitir Gunnlaugur Dan Ólafsson í síma 841-8333.

Kennarasamband Íslands, Borgartúni 30, 105 Rvík. Ábyrgðamaður: Guðmundur B. Kristmundsson

eftirlaunum
Félag kennara á
Herðubreið
Mynd: Halldór Þórðarson

FKE-fréttir

Góðir félagsmenn

Frá formanni

Nú er formlegu vetrarstarfi FKE lokið eða að ljúka. Fundir á Grandhóteli urðu 6, flestir mjög vel sóttir. Fáeinar heimsóknir voru farnar á söfn og sýningar og gönguhópur var vinsæll og gekk vikulega, nánast í hvernig veðri sem var. Bókaklúbbur hélt reglulega fundi, svo eitthvað sé nefnt. Nokkrar dagsferðir voru farnar á árinu, og ein lengri um Norðausturland. Í sumar og haust verða farnar nokkrar dagsferðir, ein lengri ferð vestur í Ísafjarðardjúp og ein utanlandsferð. Þessar ferðir eru allar uppseldar.

Búið er að taka frá eftirfarandi laugardaga á Grand Hóteli næsta vetur fyrir Grandfundi félagsins, 7. október, 4. nóvember, 2. desember, 3. febrúar 2024, 2. mars og 6. apríl Stjórn félagsins var boðið að sitja þing Kennarasambandsins og þar var upplýsingum um FKE komið á framfæri. Samband Kennarasambandsins og FKE er afar gott og gefandi.

Gleðilegt sumar góðir félagar

F.h. stjórnar FKE

Guðmundur B. Kristmundsson

Myndir frá Grandfundum

FKE-fréttir - þetta tölublað - verður borið heim til þeirra sem ekki hafa uppgefið netfang. Það flýtir dreifingu og minnkar kostnað félagsins ef allir sem hafa netfang - en fengu samt þetta eintak borið heim að dyrum láta vita af netfanginu sínu með því að senda póst á fke@fke.is.

Allir sem eru á netpóstskrá félagsins fá blaðið sent í netpósti. Þannig sparast félaginu sendingarkostnaður um leið og það hraðar afhendingu blaðsins til þeirra félagsmanna.

bls. 2
2023
Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS
Maí

Fundir bókaklúbbsins

Bókaklúbbur FKE hefur verið starfandi í áratugi og ætlum við að halda honum áfram næsta ár. G. Unnur Magnúsdóttir og Valborg E. Baldvinsdóttir munu leiða hann.

Allir eru velkomnir að taka þátt og ekki þarf að skrá sig. Við höfum haft þann hátt á að félagsmenn koma með þær bækur sem þeir eru að lesa og vilja kynna fyrir okkur og við spjöllum svo um þær. Við fáum líka rithöfunda í heimsókn til okkar til að kynna bækur sínar. Fundirnir eru haldnir annan hvern fimmtudag kl. 13:30 í húsi Kennarasambandsins, Borgartúni 30, 6. hæð.

Vonandi sjáum við sem flesta því þetta er notaleg stund .

Frá Ekkó – Kór kennara á eftirlaunum

Ekkó – kórinn hélt tónleika með Garðakórnum, kór eldri borgara í Garðabæ 4. maí s.l. Tónleikarnir fóru fram í Vídalínskirkju og voru vel sóttir.

Kórinn fór í sína árlegu vorferð 11. maí í Flóann. Heimsótti Veiðisafnið á Stokkseyri , miðbæinn á Selfossi og Tré og list á bænum Forsæti í Flóahreppi. Þar söng kórinn nokkur lög.

Á uppstigningardag söng kórinn við messu í Áskirkju.

Kórinn hefur störf í september og tekur með ánægju á móti nýjum félögum. Æfingar fara fram í Kennaraháskólahúsinu við Stakkahlíð á þriðjudögum kl. 16.30-18.00.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í því starfi mæti á þessum tíma. Ekki þarf sérstaka skráningu. Formaður er Sesselja Sigurðardóttir sessegud@gmail.com

Stjórnandi kórsins er Bjartur Logi Guðnason.

Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS

sími: 8919071

bls. 3

FKE-fréttir
Maí 2023

Gönguhópurinn

Gönguhópurinn hefur starfað vel í vetur. Göngum alltaf á mánudögum kl. 13.00 og

göngum í um klukkutíma og kaffi á eftir sem tekur svipaðan tíma. Þátttaka hefur verið u.þ.b. 12 til 20 manns. Við göngum mjög víða á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hópurinn fær tilkynningu um hvar á að ganga með 2 til 3 daga fyrirvara.

Allir félagsmenn og þeim tengdir velkomnir. Síðasta ganga nú í vetur var mánudaginn

22. maí. kl.13.00 og gengið var í kringum Urriðavatn og kaffi á eftir í IKEA.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt hafi samband með tölvupósti við göngustjórana

Valborgu vallakop@gmail.com eða Skarphéðinn skarph@ismennt.is

Sjá einnig nánar um hópinn í maí ftéttabréfi 2022.

Upplýsingar um FKE á Vefnum

Vefur félagsins er á slóðinni fke.is. Þar birtast tilkynningar og upplýsingar um viðburði sem félagið stendur fyrir.

Einnig er þar að finna tengil á eldri vef félagsins, FKEfrettir.net þar sem lesa má sögu félagsins allt frá upphafi. Þar eru einnig myndir frá þeim viðburðum sem félagið hefur skipulagt og framkvæmt á liðnum árum.

Stjórn Félags kennara á eftirlaunum:

Guðmundur B. Kristmundsson 864 4702........... gudkrist@hi.is

Kristín G. Ísfeld .......................696 7570........... kristinisfeld@internet.is

Guðrún Erla Björgvinsdóttir ....862 8005........... gudbjo@simnet.is

Gunnlaugur Dan Ólafsson .......841 8333 .......... gunnlaugurdan@fiskt.is

Valborg E. Baldvinsdóttir .........865 9713 .......... vallakop@gmail.com

Skarphéðinn Guðmundsson .....893 9014........... skarph@ismennt.is

Ingibjörg Júlíusdóttir ................865 5506........... ingijul84@hotmail.com

Allar upplýsingar um FKE er að finna á

FKE-fréttir bls. 4
Maí 2023
FKE.IS
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.