Fundargerðir aðalfunda FKE 2017 til 2023

Page 1

Fundargerð aðalfundar FKE sem haldinn var á Grandhóteli 29. mars 2023

Aðalfundurinn var haldinn í framhaldi af spilafundi.

Fundinn sóttu milli 30 og 40 manns.

Pétur Bjarnason var tilnefndur fundarstjóri:

1. Skýrsla formanns

Guðmundur Björn, formaður flutti skýrslu síðasta árs. Ræddi hann um að tekið hefði nokkurn tíma að vinna upp tímabilið í og eftir Covid en nú væri þetta allt á réttri leið.

Kórinn hefði nánast verið í dvala í heilt ár og dregið hefði að sjálfsögðu úr ferðum félagsins.

Guðmundur þakkaði samstarfsfólki sínu í stjórn góð verk og frábæra samvinnu.

Þá nefndi hann hve margt skemmtilegt væri framundan hjá FKE s.s. ferðalög bæði innan lands og utan og hefðu ferðirnar nánast allar selst upp á nokkrum dögum.

Þá sagði Guðmundur frá því að fimm stjórnarmenn hefðu setið þing KÍ í nóvember og hefði það verið bæði fróðlegt og ánægjulegt. Einnig hefði það verið góð auglýsing fyrir félag okkar eftirlaunakennara þar sem margir viðstaddir vissu lítið um það félag.

Guðmundur nefndi einnig að stjórnin hefði áhuga á því að vera í meira sambandi við eftirlaunakennara á landsbyggðinni. Úr því þyrfti að bæta.

Kristín G. Ísfeld gerði grein fyrir reikningum félagsins. Sagði hún stöðuna mjög góða. Innistæða í dag væri kr. 16.793.358.

Árlegur styrkur frá Kennarasambandinu væri nú kr. 6000.000 - Ekkó-kórinn fær kr. 600.000 af þeirri upphæð.

Kristín sagði að ferðir félagsins væru verulega niðurgreiddar og eins væri með Grandfundina. Væri það að sjálfsögðu eðlilegt þar sem sjóður félagsins stæði mjög vel og þetta væru peningar allra félagsmanna.

3. Umræður um skýrslur

Engar umræður urðu um skýrslurnar. Þær voru samþykktar án athugasemda.

4. Kosningar

Formaður Guðmundur Björn Kristmundsson var endurkjörinn til eins árs.

Kristín G. Ísfeld var endurkjörin gjaldkeri til tveggja ára 2023-2025.

Guðrún Erla Björgvinsdóttir var endurkjörin ritari til tveggja ára 2023-2025.

Skarphéðinn Guðmundsson og Ingibjörg Júlíusdóttir voru endurkjörnir meðstjórnendur til eins árs 2023-2024.

Þorvaldur Jónasson og Pétur Bjarnason voru kosnir endurskoðendur.

ValborgE.Baldvinsdóttir og Gunnlaugur Dan Ólafsson voru kosin á síðasta aðalfundi til tveggja ára 2022-2024.

2. Skýrsla gjaldkera

5. Önnur mál

Guðmundur þakkaði fyrir fundinn og fundarstjórnina og minnti á að næsti Grandfundur verður 6. maí kl.13. Verðurboðið upp á dögurð (bröns). Ekkó-kórinn syngur og Hringfarinn segir frá ævintýralegum ferðum sínum.

6. Fundi lauk um kl. 16.

Guðrún Erla ritaði fundargerðina.

Fundargerð skemmti- og aðalfundar FKE 30. apríl 2022 á Grandhóteli

Mættir voru 38 gestir og sex stjórnarmenn eða samtals 44.

Spilað var á 7 borðum og verðlaun hlutu M.Fríða Gunnarsdóttir og ValborgE.Baldvinsdóttir. Skarphéðinn Guðmundsson stjórnaði félagsvistinni.

Að lokinni spilamennsku var gengið að glæsilegu hlaðborði. Halldór Þórðarson sýndi myndir úr ferðum félagsins að Smyrlabjörgum og frá Austurlandi. Að því loknu hófst aðalfundur FKE.

Emil Hjartarson var kosinn fundarstjóri.

Guðmundur B. Kristmundsson flutti skýrslu stjórnar en þar kom fram að reglulegir fundir stjórnar á árinu hefðu ýmist verið haldnir í KÍ húsinu eða á heimilum stjórnarmanna. Gönguhópurinn hefði að mestu starfað reglulega þrátt fyrir covid Stjórnin stóð fyrir tveimur velheppnuðum menningarferðum, annars vegar á Listasafn Íslands og hins vegar á Gerðarsafn, Náttúrugripasafn Kópavogs og í Kópavogskirkju. Formaður endaði skýrslu sína með tilvísun í Hávamál, Ungur var ég forðum...

Í fjarveru Kristínar Ísfeld flutti Svanhildur Bergsdóttir skýrslu gjaldkera. Innistæða á reikningum félagsins eru kr. 16.304.965.

Skýrslur formanns og gjaldkera voru samþykktar án athugasemda.

Kosningar:

Formaður Guðmundur B.Kristmundsson var endurkjörinn 2022-2023.

Gjaldkeri og ritari eru þegar kosnar til 2023.

Gunnlaugur Dan Ólafsson og ValborgE. Baldvinsdóttir voru endurkjörin 2022-2024.

Ingibjörg Júlíusdóttir og Skarphéðinn Guðmundsson voru endurkjörin 2022-2023.

Egill Sigurðsson og Þorvaldur Jónasson voru endurkjörnir skoðunarmenn reikninga 2022-2023.

Önnur mál voru engin.

Fundi lauk kl.16:20

Fundargerð ritaði Guðrún Erla Björgvinsdótti

Hátíðar- og aðalfundur Félags kennara á eftirlaunum var haldinn á Grandhóteli

2. október 2021.

Fundurinn hófst á dögurði (bröns) kl.12:30. Afskaplega góður matur og fjölbreyttur. Eftirréttur var kaffi og smákökur. 75 manns sótti skemmtunina.

Þegar fólk hafði lokið við að borða kom Gissur Páll Gissurarson og söng við undirleik Árna Heiðars Karlssonar. Ætlaði fagnaðarlátum aldrei að linna svo mikil var hrifningin og gleðin yfir söng og píanóleik.

Þá kom Þórður Helgason kennari og sagði sögur úr kennslu frá mismunandi tímum. Allir kennarar hafa gaman af slíku.

Þegar mat og skemmtun var lokið var haldinn aðalfundur félagsins.

Dagskrá fundarins:

1. Kosning fundarstjóra: Fundarstjóri var kosin: Emil Hjartarson.

2. Skýrsla fomanns:

Guðmundur Björn Kristmundsson formaður flutti skýrslu ársins 2020. Fór hann yfir þetta sérstaka covid ár þar sem fella þurfti niður marga viðburði eins og t.d. norrænt mót sem halda átti á Íslandi 2020 og búið var að undirbúa en varð að aflýsa. Þá voru einnig felldir niður mánaðarlegir spilafundir á Grandhóteli. Aðalfund tókst þó að halda í stuttu covid-hlé

3. október 2020 og tveggja daga ferð að Smyrlabjörgum var farin og tókst mög vel. Stjórnarfundir voru samt haldnir reglulega og þá oft í heimahúsum.

3. Skýrsla gjaldkera:

Kristín Ísfeld flutti ársskýrslu gjaldkera 2020. Innistæða í lok árs 2020 var 14.422.548- Staða félagsins hefur verið góð og því sjálfsagt að greiða að hluta til niður ferðir og skemmtanir á vegum félagsins.

4. Kosningar:

Formaður er kosinn árlega og var Guðmundur Björn Kristmundsson endurkjörinn með lófakappi.

ValborgE. Baldvinsdóttir, Kristín Ísfeld, Ingibjörg Júlíusdóttir og Skarphéðinn

Guðmundsson voru öll endurkjörin með lófaklappi. Ekki þurfti að kjósa um Guðrúnu Erlu Björgvinsdóttur og Gunnlaug Dan Ólafsson. Þau voru kjörin til tveggja ára á síðasta aðalfundi.

5. Önnur mál: Þau voru engin.

Fundi lauk því rétt fyrir kl.16

Fundargerð ritaði: Guðrún Erla Björgvinsdóttir

Fundargerð skemmti- og aðalfundar FKE á Grandhóteli laugardaginn 3. október

2020 og hófst hann kl.13:30

Formaður, Marta Sigurðardóttir, setti fund og þakkaði viðstöddum fyrir að koma. Áætlaður aðalfundur var 4. apríl en vegna COVID 19 var honum frestað þar til nú.

Fundarstjóri var kosinn Emil Hjartarson.

Dagskrá:

1. Skýrsla formanns

Marta þakkaði fyrir starfið síðastliðið ár. Um 2000 félagar eru skráðir í FKE og mjög margir taka þátt í starfinu. Margt er í boði svo sem ferðalög, félagsvist, bókaklúbbur, kór og gönguferðir.

Síðastliðið ár var farið í eina tveggja nátta utanlandsferð til Dublinar og var uppselt í þá ferð. Varfólk mjög ánægt með ferðina.

Tveggja nátta ferð var farin um norðurland og gist á Stóru-Tjörnum. Farið var til Húsavíkur um Tjörnes og í Ásbyrgi í yndislegu veðri. Veðurí ferðinni var fjölbreytt, rigning, þoka og sól.

Dagsferð var farin í Stykkishólm og tókst hún frábærlega í sól og logni. Yndisleg var einnig sigling um Breiðafjörð.

Fyrsta laugardag í mánuði var spiluð félagsvist á Grandhóteli og kaffi og meðlæti á eftir þar til corónu-veiran stoppaði þá samveru.

Ekkó-kórinn var mjög virkur og æfði að kappi lög Sigfúsar Halldórssonar þar til hætta varð vegna veiru um miðjan mars.

Marta sagði frá nýju húsnæði Kennarasambandsins í Borgartúni 30.

Engar umræður urðu um skýrslu formanns og var hún samþykkt.

2. Skýrsla gjaldkera

Kristín Ísfeld fór yfir fjármál félagsins og dreifði reikningsyfirliti. Hún sagði reikningsár félagsins vera almannaksárið og fjárhagsstaða félagsins væri góð.

Engar umræður um skýrslu gjaldkera og var hún samþykkt.

3. Kosningar

Marta Sigurðardóttir lætur af formennsku að eigin ósk svo gengið var til kosninga um formann og tvo stjórnarmenn.

Guðmundur Kristmundsson, varaformaður gaf kost á sér í formannsstöðuna næsta ár. Á síðasta aðalfundi voru kosin til tveggja ára, Guðrún Erla Björgvinsdóttir og Gunnlaugur

Dan Ólafsson og eiga því eftir eitt ár.

Til eins árs voru kosnar, ValborgE. Baldvinsdóttir og Kristín Ísfeld og gáfu þær kost á sér áfram.

Tveir stjórnarmenn voru kosnir til eins árs, þau Ingibjörg Júlíusdóttir og Skarphéðinn Guðmundsson.

Skoðurnarmenn reikninga eru Þorvaldur Jónasson og Egill Sigurðsson og hafa þeir fallist á að vera áfram.

4. Önnur mál

Tillaga var borin upp við félagsmenn um að kaupa hljóðnema sem hægt væri að hafa með í ferðalög og var hún samþykkt.

Nýkjörinn formaður hélt stutta ræðu m.a. um það hvernig við gætum haldið áfram starfsemi þrátt fyrir corónu-veiru.

Í lok fundar fengum við góða gesti, þá Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson. Bergþór söng nokkur lög við undirleik Bjarts Loga Guðnasonar. Þá fékk Berþór fundargesti til þess að taka undir í nokkrum lögum. Síðan skemmtu þeir Bergþór og Albert með frásögnum, leik og gamanmáli við mjög góðar undirtektir.

Fundi lauk um kl.15:00

Fundargestir voru nálægt 30

Fundarritarar voru ValborgE Baldvinsdóttir og Guðrún Erla Björgvinsdóttir

Fundargerð skemmti- og aðalfundar FKE á Grandhóteli laugardaginn 6. Apríl

2019

Aðalfundur FKE var haldinn á Grand hóteli 6. apríl 2019, eftir að spiluð hafði verið félagsvist samkvæmt venju.

Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf.

Fundarstjóri var kjörinn Emil Hjartarson og síðan gengið til dagskrár.

1. Skýrsla stjórnar – Pétur Bjarnason formaður flutti skýrslu stjórnar. Fór hann yfir helstu atriði úr starfi síðasta árs, sem var að miklu leyti hefðbundið. Þó var brugðið út af því með utanlandsferð í stað

hefðbundinnar haustferðarog var farið til Danmerkur síðasta haust. Var þátttaka góð og ferðin vel heppnuð. Með þessu var brugðist við óskum

félagsmanna í skoðanakönnun síðasta vetur. Sama má segja um

gönguferðir sem voru vikulega í vetur og verður þeim örugglega

framhaldið. Þá voru teknar upp ferðir á söfn, sem mæltust ágætlega fyrir.

Margt fleira kom fram í skýrslu stjórnar sem ekki verður tíundað frekar hér.

2. Kristín Ísfeld flutti skýrslu gjaldkera, en hún var fengin til að taka starfið að sér vegna forfalla Kristjáns Sigfússonar síðasta haust. Kristín er ekki óvön þessum starfa, því hún var gjaldkeri stjórnar í mörg ár, en lét af stjórnarsetu

fyrir fimm árum. Fjárhagsstaða félagsins er góð en það fékk nokkra

hækkun framlags frá KÍ á síðasta vori.

Litlar umræður urðu um skýrslurnar og voru reikningar samþykktir samhljóða.

3. Kosningar

Í stjórn FKE sátu fyrir aðalfundinn: Pétur Bjarnason, formaður, Guðmundur Kristmundsson, Guðrún Ólafía Samúelsdóttir, Halldór Þórðarson, Kristín Ísfeld, sem hefur starfað sem staðgengill Kristjáns

Sigfússonar sem forfallaðist óvænt síðasta haust, Marta Sigurðardóttir, og Sigurlín Sveinbjarnardóttir.

Pétur Bjarnason gengur úr stjórn þar sem hann hefur starfað þar í sex ár og er því ekki gjaldgengur til endurkjörs. Sömuleiðis óska Guðrún Ólafía Samúelsdóttir, Kristján Sigfússon og Sigurlín Sveinbjarnardóttir eftir að láta af stjórnarstörfum.

Tillaga stjórnar lá frammi um Mörtu Sigurðardóttur til embætti formanns, en hún hefur verið í stjórn FKE. Ekki komu fram aðrar tillögur og er Marta því kjörin formaður FKE til eins árs.

Tillaga stjórnar lá frammi um tvo stjórnarmenn til eins árs í stað Kristjáns og Sigurlínar. Lagt var til að Halldór Þórðarson, sem setið hefur í stjórn, og Guðrún Erla Björgvinsdóttir, sem kæmi þá ný inn í stjórnina yrðu kosin til eins árs. Ekki komu fram aðrar tilögur og eru þau því réttkjörnir stjórnarmenn til eins árs. Kjósa þurfti tvo stjórnarmenn til tveggja ára, skv. lögum og hefðum. Tillaga stjórnar lá frammi um Guðmund Kristmundsson og Kristínu Ísfeld. Guðmundur situr í stjórninni og Kristín kom í gjaldkerastarfið um áramót en hafði ekki hlotið

kosningu til starfsins. Ekki komu fram aðrar tillögur og eru þau því rétt kjörnir

stjórmenn ti tveggja ára.

Tillaga stjórnar lá frammi um að Gunnlaugur Dan Ólafsson og ValborgElísabet

Baldvinsdóttir komi ný inn sem varamenn í stjórn. Ekki komu fram aðrar

tillögur og voru þau því réttkjörnir varamenn til eins árs.

Tillaga stjórnar um skoðunarmenn reikninga FKE: Egill Sigurðsson og

Þorvaldur Jónasson, þrautreynda menn var samþykkt með lófataki.

Ekki urðu umræður um önnur mál á aðalfundinum.

Nýkjörinn formaður Marta Sigurðardóttir ávarpaði aðalfundinn, þakkaði traust sér sýnt, ræddi nokkuð um hlutverk stjórnarinnar og verkefni hennar framundan og sleit síðan fundi.

Fundargerð skrifaði Pétur Bjarnason 28.10.2019 eftir minnispunktum og fyrirliggjandi gögnum.

Fundargerð skemmti- og aðalfundar FKE á Grandhóteli laugardaginn 7. Apríl 2018

Alls mættu 46 gestir og spilað var á 7 borðum. Myndir voru sýndar úr ýmsum ferðum.

Vinningshafar spilaverðlauna; Gunnar Finnsson fékk karlaverðlaunin og Margrét Barðadóttir kvennaverðlaunin og hlutu þau bókaverðlaun til skemmtilestrar frá Uglu Útgáfu ásamt Pésa Péturs Bjarnasonar.

Þá var kaffihlé með glæsilegum veitingum að vanda.

Aðalfundurinn:

Formaður stjórnaði sjálfur fundinum. Bað hann um leyfi fundarins að breyta röð liða og taka lagabreytingar fyrr inn. Varþað samþykkt.

Þá var skýrsla stjórnar flutt og gjaldkeri útskýrði ársreikning. Varhvoru tveggja samþykkt.

Lagabreytingarnar miðuðu einkum að samræmingu á orðalagi við lög KÍ. Vartillagan samþykkt.

Kosning stjórnar.

Formaður kosinn til eins árs: Pétur Bjarnason.

Halldór og Guðrún Ólafía voru kosin til tveggja ára í fyrra og eiga því eitt ár eftir. Kristján og

Sigurlín voru núna kosin til tveggja ára. Guðmundur og Marta Sigurðardóttir eru í varastjórn, kosin til eins árs.

Sigurlín Sveinbjarnardóttir skrifaði punkta frá fundum

Fundargerð aðalfundar FKE 2017

Aðalfundur Félags kennara á eftirlaunum var haldinn á Grand Hótel í Reykjavík að lokinni dagskrá á hefðbundnum skemmtifundi félagsins. Aðalfundinn sátu um 35 manns.

Formaður, Þóra Guðmundsdóttir setti aðalfundinn, bauð félaga velkomna og skipaði Emil Hjartarson fundarstjóra.

Síðan var gengið til dagskrár samkvæmt lögum félagsins

Formaður flutti skýrslu stjórnar þar sem farið var yfir starfsemi ársins. Hér verður ekki rakið efni skýrslunnar, þar sem þessi aðalfundargerð berst eingöngu stjórnarmönnum í hendur og fundargerðir stjórnar á árinu lýsa starfi stjórnarinnar að miklu leyti.

Þá lagði gjaldkeri, Kristján Sigfússon, fram reikninga félagsins fyrir árið 2016, fór yfir þá og skýrði einstaka liði. Tekjur og útgjöld stóðust nánast á og sagði Kristján að það ætti í raun að vera markmið félagsins að þeir peningar sem það hefði undir höndum rynnu til félagsmanna. Það er í raun gert með því að greiða verulega niður verð á skemmtifundum og ferðalögum en einnig fá Ekkókórinn og

bókaklúburinn fjárframlag frá félaginu. Félagið á í varasjóði sínum um átta milljónir króna, sem er talið tryggja stöðu þess nægjanlega. Reikningarnir voru samþykktir samhljóða.

Þá var lögð fram tillaga stjórnar að lagabreytingu sem kynnt hafði verið með fundarboði. Breytingin varðar 4. grein félagslaganna og er sú, að í stað „Aðalfundur skal haldinn árlega í maí “ komi:

„Aðalfundur skal haldinn árlega í apríl … “ Lagabreytingin var samþykkt samhljóða. Fyrirspurn kom úr sal hvort þessi breyting þýddi að maífundir yrðu aflagðir, en formaður, sem kynnti lagabreytingartillöguna, svaraði því til að skipting funda á mánuði væri annað mál, óháð lögunum, en bundið ákvörðunum stjórnar hverju sinni.

Þá var lauslega kannað á fundinum vilji þeirra sem þar voru mættir til að fella niður maífundi, en áhugi virtist að halda því áfram, sem kom ekki á óvart í ljósi þess að eingöngu voru mættir til þessa fundar þeir sem mæta vilja í maí.

Þá var gengið til kosninga. Þóra formaður hættir störfum þar sem sex ára stjórnarsetu hennar lýkur nú í vor samkvæmt 6. gr. laga FKE. Fundarstjóri, sem er fyrrverandi formaður FKE, þakkaði Þóru samvinnu í stjórn félagsins og einstaklega farsæla formennsku, en hann sagðist hafa neytt hana til starfans er hann gekk úr stjórninni og aldrei hafa iðrast þess. Fundarmenn tóku undir orð fundarstjóra og þökkuðu Þóru fyrir með hressilegu lófataki.

Þóra ávarpaði fundinn og þakkaði stjórninni samstarfið og félagsmönnum sömuleiðis gott samstarf og skemmtilega viðkynningu á undanförnum árum. Hún myndi sjá eftir þessum störfum, sem hefðu veitt henni mikla gleði.

Pétur Bjarnason gaf kost á sér til formennsku í stjórn og þar sem ekki voru fleiri í kjöri var hann sjálfkjörinn formaður til eins árs.

Ekki þurfti að kjósa í aðalstjórn en eitt sæti laust í varastjórn. Tveir gáfu kost á sér til starfans, Hjálmar (Vantarföðurnafn) og Sigurlín Sveinbjarnardóttir. Vargengið til leynilegra kosninga og hlaut Sigurlín kosingu sem varamaður í stjórn til eins árs.

Skoðunarmenn reikninga voru endurkjörnir þeir Egill Sigurðsson og Þorvaldur Jónasson.

Enginn kvaddi sér hljóðs undir liðnum önnur mál.

Pétur Bjarnason nýkjörinn formaður ávarpaði fundinn, þakkaði traustið, stjórnarmönnum samstarf á undanförnum árum, en hann hefur setið í stjórn FKE í fjögur ár . Hann sagðist taka starfið að sér vegna öflugra stjórnarmanna, sem myndu vafalítið gera sér starfið léttbært.

Að svo búnu var aðalfundi formlega slitið og veitt verðlaun fyrir félagsvistina á skemmtifundinum.

Pétur Bjarnason skrifaði fundargerð.
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.