__MAIN_TEXT__

Page 1

SANTA FE


Skapaðu gæðastundir. Sérhver fjölskylda þarf bíl sem hentar henni. Þessi bíll hefur aðeins eitt nafn: Santa Fe.

2


3


Fagnaðu fjölbreytileikanum. Engar tvær fjölskyldur eru eins. Til að setja saman hinn fullkomna fjölskyldubíl þarf að skilja hvernig hver og ein fjölskylda virkar, eins og við gerum. Glænýi Santa Fe-bíllinn er smíðaður með það í huga að hann henti öllum afbrigðum nútímafjölskyldunnar – sama hvernig hún er samsett.

4


5


6


Fagnaðu samvistunum. Við vitum að ekkert skiptir meira máli en að eiga gæðastundir með fjölskyldu og vinum. Þess vegna er glænýi Santa Fe-bíllinn búinn þægindum og sveigjanleika til að þú getir notið þessara dýrmætu stunda með ástvinum þínum. Hvar sem er, hvenær sem er.

7


8


9


10


Hinn fullkomni fjölskyldubíll. Fjölskyldubílar þurfa ekki að vera leiðinlegir. Breitt, stallað krómgrill og 19 tommu álfelgur gefa hönnun þessa nýja jeppa afgerandi og einstakt yfirbragð. Sambyggð ljós undirstrika einnig hátæknieiginleika bílsins og gera hann tilbúinn í ævintýri með fjölskyldunni.

11


Grill / LED-dagljós / LED-aðalljós / LED-þokuljós

12


Langbogar / hliðarlistar

LED-afturljósasamstæða / LED-þokuljós að aftan

13


Fylltu lífið af gæðastundum. Rúmgott innanrými með auknu fótarými og feikinógu plássi í farangursgeymslunni skapar öll þau þægindi sem þú þarft til að eiga frábærar stundir með fjölskyldunni.

Mesta pláss í annarri sætaröð í flokki sambærilegra bíla

14


15


16


Sama hvað fjölskyldan þín er stór – eða hvort ykkur finnst gaman að fara í lautarferðir, golf eða útilegur – þá býður sjö sæta Santa Fe upp á allan þann sveigjanleika sem þið þurfið með mörgum möguleikum á uppsetningu sæta. Uppsetningarmöguleikarnir eru margir til að uppfylla allar ykkar þarfir. Þegar önnur og þriðja sætaröðin eru lagðar niður fæst nóg farangursrými til að taka allt skemmtilega dótið með.

Sjö sæti

Þriðja sætaröð lögð niður

Þriðja sætaröð lögð niður og önnur röð lögð niður 40%

Þriðja sætaröð lögð niður og önnur röð lögð niður 60%

Önnur og þriðja sætaröð lagðar niður​

Sæti lögð niður með einni snertingu

Handfang fyrir betra aðgengi

Auðvelt er að leggja niður aðra sætaröðina með því einu að ýta á hnapp.

Auðvelt er að setjast upp í bílinn með því að grípa í aftursætishandfangið á bílnum innanverðum.

17


Vel búinn. Ævintýrin bíða. Þægindin í bílnum gera að verkum að þú missir aldrei aftur af mikilvægu augnabliki með fjölskyldunni. Sjónlínuskjárinn veitir upplýsingar á þægilegan hátt beint á framrúðunni, þráðlausa hleðslukerfið fyrir snjallsíma auðveldar þér að hlaða símann án vandræða og með IMS-minniskerfinu þarftu ekki lengur að stilla sætið í hvert sinn sem þú sest upp í bílinn.

Sjónlínuskjár

18

Þráðlaust hleðslukerfi fyrir snjallsíma

IMS-minniskerfi


19


20


21


Rólegt inni fyrir. Sama hvað gengur á fyrir utan. Róandi tæknin sem við bjóðum upp á felur í sér fjölbreyttan öryggisbúnað eins og aðstoð við örugga útgöngu og viðvörun um farþega í aftursæti, til að gæta öryggis ástvina þinna og gefa þér frelsi til að einbeita þér að því sem mestu skiptir.

Viðvörun um farþega í aftursæti (fyrsta sinnar tegundar í sínum flokki)

Aðstoð við örugga útgöngu (fyrsta sinnar tegundar í sínum flokki)

Viðvörun um farþega í aftursæti greinir hreyfingu í aftursætunum og minnir ökumanninn á að setið er í aftursætunum með viðvörun á mælaborðinu. Ef kerfið greinir hreyfingu eftir að ökumaðurinn er farinn úr bílnum og búinn að læsa honum gefur það frá sér hljóðviðvörun.

Haltu fjölskyldunni þinni öruggri með aðstoð við örugga útgöngu. Santa Fe skynjar bíla sem nálgast að aftan og heldur barnalæsingunni virkri til að farþegar komist ekki út. Þegar bílarnir eru komnir fram hjá nægir að ýta á hnapp til að opna dyrnar og fara út á öruggan hátt.

22


23


24


Hugsaðu vel um ástvini þína öllum stundum.

Sérstyrkt stál

Sex loftpúðar

Með því að nota mikið af heitþrykktum efnum og sérstyrktum stálplötum hefur meðaltogþol og stífni yfirbyggingarinnar verið bætt um 15% annars vegar og 17% hins vegar, sem gerir aksturinn í senn afar stöðugan og hljóðlátan.

Sex loftpúða kerfi með loftpúðum að framan og aftan og loftpúðatjöldum veitir víðtæka vörn gegn árekstrum. Háþróaðir loftpúðar að framan ákvarða hvenær og hvernig á að auka þrýstinginn ef slys verður með því að greina stellingu farþegans, notkun öryggisbeltis og hversu harður áreksturinn er. 25


Santa Fe er búinn nýjustu akstursöryggistækni með Hyundai SmartSense, hugvitssamlegu akstursaðstoðarkerfi sem veitir þér aukið öryggi og hugarró.

Akreinastýring

Snjallhraðastillir með Stop & Go-eiginleika (SCC m. S&G)

FCA-árekstraröryggiskerfi – gerð með samruna skynjara

Myndavél að framan greinir akreinalínur og vegabrúnir til að koma í veg fyrir að skipt sé óviljandi um akrein. Þegar bíllinn rásar út af akreininni (eða veginum) gefur kerfið frá sér sjónræna viðvörun og hljóðviðvörun og stýrir bílnum sjálfkrafa til að koma í veg fyrir að hann fari út af akreininni (eða veginum).

Þetta kerfi viðheldur þeim hraða og þeirri fjarlægð frá bílnum á undan sem ökumaðurinn hefur forstillt, án þess að nota þurfi eldsneytisgjöfina eða hemlafótstigið.

Myndavél að framan og ratsjá að framan eru notaðar til að vara ökumanninn við yfirvofandi árekstrum við aðra bíla eða jafnvel tiltekna hluti – og ef þörf krefur er neyðarhemlun beitt til að koma í veg fyrir árekstur.

* Akreinaskynjari er innifalinn í þessum eiginleika.

Ratsjárskynjarar í afturstuðaranum eru notaðir til að vara ökumanninn við bílum sem nálgast á blindsvæðinu og virkja bremsurnar þegar hætta er á árekstri við akreinaskipti.

Árekstraröryggiskerfi fyrir blindsvæði

* Blindsvæðisgreining (BCW) er innifalin í þessum eiginleika.

26

* Ákeyrsluviðvörun er innifalin í þessum eiginleika. * FCA-árekstraröryggiskerfi – gerð með myndavél greinir aðeins bíla.


Háljósaaðstoð

Árekstraröryggiskerfi með umferðarskynjara að aftan

Athyglisviðvörun

Þessi aðgerð stillir sjálfkrafa á milli há- og lágljósa eftir ástandi vegar og birtustigi bílanna fyrir framan eða aðvífandi bíla og stuðlar að öryggi og þægindum ökumanns og annarra bíla við akstur í myrkri.

Ratsjárskynjarar á afturstuðaranum fylgjast með aðvífandi umferð til vinstri og hægri við bílinn þegar bakkað er, og ef nauðsyn krefur beita þeir neyðarhemlun til að koma í veg fyrir árekstur.

Þetta kerfi greinir merki um þreytu ökumanns og sendir frá sér viðvörun um að tími sé kominn til fyrir ökumanninn að taka sér hlé frá akstri.

* Árekstrarvörn að aftan er innifalin í þessum eiginleika.

Umhverfismyndavélakerfi Kerfi með mörgum myndavélum veitir 360 gráðu yfirsýn í kringum bílinn sem aðstoðar ökumanninn við að leggja.

27


Fjölskyldubíll. Með nóg af orku. Til að ráða við hvert ferðalagið á fætur öðru er hægt að fá Santa Fe með dísil- eða bensínvél með sex eða átta gíra skiptingu sem skilar sér í hámarkssparneytni og endingu. Bíllinn er einnig með R-MDPSaflstýri sem býður upp á betri aksturseiginleika og stöðugleika á miklum hraða, þegar gæðastundirnar eru spennuþrungnar.

2.4 MPi-bensínvél

2.4 GDi-bensínvél

2.0 CRDi-dísilvél

2.2 CRDi-dísilvél

172 22.9

185 24.3

185 41.0

200 45.0

Hámarksafl .hö / 6.000 sn./mín Hámarkstog .kg m / 4.000 sn./mín

•Sjálfskiptur •EU5

Rafdrifið léttstýri (R-MDPS-aflstýri)

28

Hámarksafl .hö / 6.000 sn./mín Hámarkstog .kg m/ 4.000 sn./mín

•Sjálfskiptur •EU6c

Hámarksafl .hö / 4.000 sn./mín Hámarkstog .kg m / 1.750~2.750 sn./mín

•Sjálfskiptur •EU6c

8 gíra sjálfskipting

Hámarksafl .hö / 3.800 sn./mín Hámarkstog .kg m / 1.750~2.750 sn./mín

•Sjálfskiptur •EU6c


29


30


Santa Fe er fyrsti jeppinn með HTRAC-tækni, sem gerir þér kleift að velja fullkomna akstursstillingu fyrir ævintýri þín á vegum úti. Hvort sem þú ert á ferðinni í bænum eða úti á landi gerir HTRAC-tæknin þér kleift að komast alltaf lengra.

Akstursstilling HTRAC-aldrif HTRAC er rafrænt aldrifskerfi sem greinir sjálfkrafa hraða bíls og ástand vegar til að stjórna hemlun milli hægri og vinstri hjólanna og beita virkri togstýringu milli fram- og afturöxulsins til að tryggja stöðugleika við akstur og í beygjum á sleipu undirlagi.

Liturinn á mælaborðinu breytist í samræmi við valda akstursstillingu (Comfort, ECO eða Sport). Comfort-stillingin fínstillir flutning átaks til að gera aksturinn stöðugan, ECO-stillingin leggur áherslu á sparneytni og Sport-stillingin eykur afköstin til að skila líflegum akstri. Að lokum má nefna að þú getur notað Smart-stillinguna til að skipta sjálfkrafa á milli hinna stillinganna eftir ástandi vegar og aksturslagi.

Comfort/Smart

ECO

Sport

31


Búnaður

17" álfelgur

18" álfelgur

19" álfelgur

19" felgur með dökkri gljámeðferð

Grill

LED-dagljós

LED-aðalljós

LED-afturljósasamstæða

LED-stefnuljós á hliðarspeglum

Hurðarhúnar að utanverðu

Listi á hliðum

Rafdrifnar öryggisrúður

Stórt sólþak

Snjallopnun afturhlera

32


7" TFT LCD-mælar

8" leiðsögukerfi

Alsjálfvirk loftkæling

Rafdrifin handbremsa

Krell-hátalarar

Búnaður fyrir aðgengi farþega

Rafknúið ökumannssæti með 14 stefnustillingum

Hiti og loftræsting í framsætum

Hiti í aftursæti

Handvirk gluggatjöld fyrir afturhurðir

33


Litir í innanrými

Loftklæðning: Blandað áklæði

Leður + ísaumur

Skrautlisti: Mynstruð málmáferð

Svart innanrými í einum tón

Loftklæðning: Blandað áklæði

Leður + ísaumur Grátt innanrými í tveimur tónum

34

Skrautlisti: Steingrá áferð


Loftklæðning: Blandað áklæði

Leður + ísaumur

Skrautlisti: Málmkrossmynstur

Dökkdrapplitað innanrými í tveimur tónum

Loftklæðning: Rúskinn

Leður + ísaumur

Skrautlisti: Unninn viður

Vínrauður litapakki fyrir innanrými

35


Litir á ytra byrði

Rjómahvítur (WW2)

Dökkbronslitur (Y2B)

Dimmsilfraður (T2X)

Hraunrauður (YR2)

Landkönnuður (W2P)

Sólarlagsrauður (RD2)

Segulkraftur (M2F)

Regnskógur (R2F)

Svartur (NKA)

Sæblár (ST2)

36


Mál og tæknilýsing Gerð Vélagerð Slagrými Hámarksafl (hö / sn./mín.) Hámarkstog (kg.m / sn./mín.)

Beinskiptur Sjálfskiptur Beinskiptur Sjálfskiptur

2.4 MPi Bensín

2.4 GDi Bensín

2.0 CRDi Dísil

2.2 CRDi Dísil

4-Strokka DOHC

4-Strokka DOHC

4-Strokka DOHC

4-Strokka DOHC

2.359

2.359

1.995

2.199

150 / 4.000 (EU6c)

172 / 6.000 (EU5)

185 / 6.000 (EU6c)

22,9 / 4.000 (EU5)

24,3 / 4.000 (EU6c)

200 / 3.800 (EU6c)

185 / 4.000 (EU6c) 41,0 / 1.750 ~ 2.500 (EU6c) 41,0 / 1.750 ~ 2.750 (EU6c)

45,0 / 1.750 ~ 2.750 (EU6c)

Bremsubúnaður Framan Aftan

17″ (320x29t), 18″ (340x30t) Með ABS

17″ (314x18t)

Fjöðrun Framan

McPherson Strut gormafjöðrun

Aftan

Multi-Link

Dekkjastærð 235/65 R17, 235/60 R18, 235/55 R19 Mál Höfuðrými (mm)

1 sætaröð (með/sóllúgu) / Farþegarými (með/sóllúgu) / 3 sætaröð

Fótarými (mm)

1 sætaröð / Farþegarými (fimm sæta) / 3 sætaröð

Axlarými (mm)

1 sætaröð / Farþegarými (með hattarekka) / 3 sætaröð

1.016 (974) / 995 (963) / 917 1.048 / 1.001 (1.026) / 746 1.500 / 1.480(1.450) / 1.344

Ofangreind gildi eru niðurstöður úr innri prófunum og geta breyst eftir staðfestingu. Einhver búnaður sem sýndur er eða sem lýst er í þessum vörulista er hugsanlega ekki staðalbúnaður en getur verið í boði gegn sérpöntun. ● Hyundai Motor Company áskilur sér rétt til að breyta tæknilýsingum og búnaði án fyrirvara. ● Litirnir sem sýndir eru kunna að vera örlítið frábrugðnir raunverulegum litum vegna takmarkana í prentun. ● Upplýsingar um framboð lita, innréttinga og áklæða fást hjá næsta söluaðila. ● ●

Hæð (með þverbogum)

1,680 (1,705) Breidd Sporvídd*

1.890 1.635

Lengd Hjólhaf

4.770 2.765

Sporvídd*

1.644

Mælieining : mm * Sporvídd • 17″ álfelgur (að framan / að aftan) : 1.643 / 1.652 • 18″ álfelgur (að framan / að aftan) : 1.638 / 1.647 • 19″ álfelgur, Dark Hypersilver Wheel (að framan / að aftan) : 1.635 / 1.644

37


Fyrir allar gerðir af fjölskyldum. Sérstaklega þína.

38


39


Kauptúni 1 - 210 Garðabæ 575 1200 - www.hyundai.is

5 ára ábyrgð Hyundai með ótakmörkuðum akstri á aðeins við fyrir bifreiðar frá Hyundai sem voru upprunalega seldar af viðurkenndum umboðsaðila Hyundai til endanlegs kaupanda eins og fram kemur í skilmálum okkar í ábyrgðarskírteininu. Hyundai Íslandi www.hyundai.is Höfundarréttur © 2018 Hyundai Motor Europe. Allur réttur áskilinn.

40

ESB. LHD 0809 ENG

Upplýsingar í þessum bæklingi eru til bráðabirgða. Þeim kann að verða breytt án fyrirvara og þær eru eingöngu ætlaðar til kynningar. Litir bíla á myndum kunna að vera aðrir en í raunveruleikanum vegna takmarkana í prenttækni. Vörur sem sýndar eru samsvara því sem er í boði á evrópskum mörkuðum. Bílarnir sem sýndir eru í þessum bæklingi kunna að hafa aukabúnað sem greiða þarf sérstaklega fyrir. Auk þess eru ekki allar gerðir sýndar í þessum bæklingi. Hyundai Motor Europe áskilur sér rétt til að breyta tæknilýsingum og upplýsingum um búnað án undangenginnar tilkynningar. Nákvæmar upplýsingar fást hjá söluaðila Hyundai.

Profile for BL ehf.

Hyundai Santa Fe - Bæklingur  

Hyundai Santa Fe - Bæklingur  

Profile for hallih