Hyundai Santa Fe - Bæklingur

Page 1

SANTA FE


2


Stærri. Betri. Fallegri.

Það er sama hvað dagurinn ber í skauti sér, hann verður betri fyrir þig og fjölskylduna í nýjum Santa Fe. Okkar vinsælasti jeppi í Evrópu hefur verið alveg endurhannaður og býður nú upp á meiri glæsileika, meira pláss, þægindi og notagildi. Hönnun nýja sjö sæta Santa Fe er áræðnari og meira afgerandi en fyrirrennara hans, auk þess sem hann býðst með ótrúlegu úrvali nýrrar tækni, Hybrid aflrásum og háþróuðum öryggisbúnaði. 3


Stefnumót hárfínnar fágunar og dirfsku.

Nýr Santa Fe er hannaður til að láta að sér kveða á vegum úti og vekur því mikla athygli. Breitt yfirbragð og afgerandi útlit bílsins fer ekki fram hjá neinum. Kraftmikil hönnun og afslöppuð fágun, sem er einstök í flokki sambærilegra bíla.

4


5


6


7


Ófeiminn og öruggur. Augljóslega ljómandi. Breitt og áberandi grillið á nýja Santa Fe sameinast mjúklega aðalljósunum og einstök T-laga LED dagljósin fanga athygli. Ný ílöng hönnun afturljósanna er tengd saman með rauðri umgjörð með endurskini til að leggja áherslu á breiða yfirbygginguna.

8


9


10


Fágaða hliðin á rúmgóðu notagildi. Innanrýmið í Santa Fe er ekki aðeins orðið stærra – heldur er það fullt af þægindum fyrir alla fjölskylduna. Meira pláss, meiri þægindi og meira notagildi. Upplifðu áður óþekktan lúxus þar sem finna má mjúk fyrsta flokks áklæði eða leður hvert sem litið er. Má þar til dæmis nefna aflíðandi miðstokk sem fellur í mjúkri sveigju að leðurklæddum árekstrarpúða. Ef þú vilt enn meiri lúxus er hægt að fá Santa Fe með lúxuspakka, fyrstan bíla frá Hyundai. Þegar kemur að tengimöguleikum þá er allt sem þú þarft á 10,25" snertiskjá sem býður upp á skýra mynd, einfalda notkun og speglun fyrir snjallsíma.

11


Inni í friðsælum bílnum er hvert smáatriði hannað með það fyrir augum að aksturinn verði öruggari og afslappaðri. Rafrænn gírskiptihnappur er þægilega staðsettur á miðstokknum og árekstraröryggiskerfi fyrir blindsvæði sér til þess að þú getir skipt yfir á aðra akrein á auðveldan og öruggan hátt. Að sjálfsögðu er þráðlaus hleðslustöð fyrir snjallsímann þinn og 10.25" leiðsögukerfið býður upp á þægilega speglun fyrir snjallsíma.

Aðgengilegt miðstokksstjórnborð og rafrænn gírskiptihnappur. 12


Alstafrænn 12,3" mælaskjár með öryggisskjá fyrir blindsvæði.

8" skjár fyrir þráðlausa snjallsímaspeglun. / Þráðlaus snjallsímahleðslustöð. 13


Njóttu fyrsta flokks þæginda fyrir allt að sjö farþega með nægu farangursrými. Santa Fe býður upp á hámarks þægindi og hagkvæmni með einstaklega sveigjanlegri sætaskipan og snjöllum lausnum á borð við rafknúinn afturhlera með bendistjórnun og leiðsögn fyrir opnun afturhlera. Ertu að leggja í langferð með mikinn farangur? Þá getur þú rennt fram annarri sætaröð, með 60/40 skiptingu, til að koma bæði farþegum og farangri fyrir án vandkvæða. Aðeins þarf að ýta á einn hnapp til að renna annarri sætaröð fram og frá til að skapa greiða leið í þriðju sætaröðina. Fótarýmið er mikið við aðra og þriðju sætaröð, farangursgeymslan er stærri og fjöldi geymsluhólfa er vítt og breitt um innanrýmið.

7 sæti

3. röð niðurfelld

Gott pláss fyrir sjö farþega. 14

3. röð niðurfelld 2. röð niðurfelld 40%

3. röð niðurfelld 2. röð niðurfelld 60%

2. og 3. röð niðurfelld​ar

Einnar snertingar aðgengi fyrir þriðju sætaröð. / Snjallopnun á afturhlera.


15


16


Meiri afköst. Betri stjórn. Fleiri rafmagnaðir valkostir.

Ný vélalína tryggir þér bílinn sem hentar þér fullkomlega. Nýr Santa Fe fæst með hugvitssamlegu aldrifskerfi og torfærustillingu sem veitir þér fullkomna stjórn. Þú getur valið úr þremur mismunandi aflrásum: afkastamikla dísilvél með minni losun koltvísýrings, kraftmikla Hybrid aflrás og í fyrsta sinn býðst nú Plug-in-Hybrid útgáfa fyrir 100% rafknúinn akstur með því að ýta á einn hnapp.

17


Aukið afl, meiri sparneytni og fullkomin stjórn. Fjögurra strokka SmartStream dísilvél sem skilar 202 hö og 440 Nm togi er í boði með tvíhjóla- og fjórhjóladrifi. Nýja strokkstykkið er úr áli í stað stáls og er 19,5 kg léttara. Fjölmargir aðrir íhlutir hafa verið endurbættir til að stuðla að aukinni sparneytni og 8% minni losun koltvísýrings í samanburði við fyrri kynslóð véla. Að auki er vélin búin 2200 bara innsprautunarkerfi sem skilar betri heildarafköstum.

2.2 CRDi dísilvél

202 45,0

Hámarksafl ps / 3.800 rpm hámarkstog kg.m / 1.750~2.750 rpm

Veldu akstursstillingu

Torfærustilling

Þú snýrð einfaldlega hnappnum til að velja akstursstillingu sem hentar þér best: COMFORT fyrir daglegan akstur, ECO fyrir hámarks eldsneytissparnað, SPORT fyrir skjótari hraðaaukningu eða SMART sem sjálfkrafa stillir gírskiptingabil miðað við nýlegt aksturslag.

Snjór? Sandur? Aur? Ekkert mál. Torfærustillingin gerir þér kleift að velja á þægilegan hátt milli akstursstillinga til að aðlaga aksturseiginleika og aldrifsstillingu fyrir mismunandi aðstæður.

18


19


20


Nýr Santa Fe er hannaður fyrir borgarakstur jafnt sem akstur á ósléttum sveitavegum. Við höfum notfært okkur nýja tækni og sveigjanleika til að bjóða upp á frábæran fjölskyldujeppa sem hentar við allar aðstæður. Aldrifskerfið, sem sér til þess afldreifingin milli fram- og afturhjóla sé fullkomin miðað við akstursskilyrði, tryggir að sérhver ökuferð sé bæði örugg og þægileg.

HTRAC™ aldrifskerfi. Hugvitssamlegt HITRACK aldrifskerfi býður upp á frábæra aksturseiginleika og afköst í beygjum – sem gerir akstur á hálum götum í borginni og á torfærum sveitavegum öruggari og afslappaðri. Kerfið skynjar hálar og óstöðugar akstursaðstæður og bregst við með því að jafna aflinu milli fram- og afturhjóla og tryggja ávallt stöðugleika. Þjóðvegavirkni

Beygjuvirkni

Hálkuvirkni

Glænýr undirvagn. Nýr Santa Fe er byggður á þriðju kynslóð Hyundai undirvagna, sem hámarkar stöðugleika ökutækisins, skapar meira farangursog fótarými, ásamt því að bæta afköst, stjórn og sparneytni. Öryggi við árekstur hefur líka aukist umtalsvert vegna aukinnar notkunar hágæða stáls. Önnur röð, fótarými (7 sæti)

Þriðja röð fótarými

Farangurspláss (7 sæti, þriðja röð niðurfelld)

1.040 mm

746 mm

634 ℓ (VDA)

21


Njóttu þess að eiga rafmagnaða valkosti. Hybrid / Plug-in Hybrid

22


Við bjóðum upp á rafmagnaðri valkosti en nokkru sinni fyrr. Nýr Santa Fe er fyrsti Hyundai-bíllinn í Evrópu sem fæst með nýju SmartStream Hybrid og Plug-in-Hybrid aflrásinni. Nýi undirvagninn gerir það að verkum að við gátum staðsett rafhlöðuna undir farþegasætinu í Hybrid útgáfunni og undir ökumanns- og farþegasætum í Plug-in-Hybrid útgáfunni sem leiðir til hagkvæmari rafmagnsnotkunar án þess að það komi niður á farangursplássi.

Hybrid tengiltvinnbíllinn

Plug-in Hybrid

Með samþættingu SmartStream bensínvélar með forþjöppu og beinni innspýtingu og rafmótors sem knúinn er með kraftmikilli rafhlöðu býður Santa Fe tengiltvinnbíllinn upp á ótrúlega sparneytni. Og það án þess að þú þurfir að hlaða rafgeyminn eða breyta akstursvenjum þínum. Endurheimt hemlunarorku hleður geyminn svo að þú þarft ekki að gera það. Tengiltvinnbíllinn skiptir mjúklega milli þess að nota rafmótorinn og bensínvélina allt eftir aðstæðum og notar stundum hvorttveggja í senn.

Rafknúinn þegar þú vilt það. Bensínknúinn þegar þú þarft það. Santa Fe Plug-in-Hybrid skilar 265 hö og býður upp á rafknúinn akstur með einum takka. Þegar rafhlaðan er að klárast skiptir Plug-In Hybrid mjúklega milli þess að nota rafmótorinn og bensínvélina. Þú munt njóta þess að aka á rafmagninu meðan möguleiki gefst. Svo er lítið mál að fara á næstu hleðslustöð og fylla á rafmagnið.

1.6T GDi eldsneytisvél

1.6T GDi eldsneytisvél

180

Hámarksafl ps / 5.500 rpm

27,0

Hámarkstog kg.m / 1.500~4.500 rpm

Hybrid rafmótor

44,2 kW

180

Hámarksafl ps / 5,500 rpm

27,0

Hámarkstog kg.m / 1,500~4,500 rpm

Plug-in Hybrid rafmótor Hámarksafl

264 Nm

Hámarkstog

66,9 kW

Hámarksafl

304 Nm

Hámarkstog

23


24


Aukið öryggi og þægindi með háþróaðri tækni. Nýr Santa Fe er búinn ótrúlegu úrvali af háþróaðri snjalltækni til að tryggt sé að þú og þín nánustu njótið öryggis og fáið sem mest út úr hverri ökuferð. Þú finnur allt frá nýjustu tækni í upplýsinga- og afþreyingakerfum til fyrsta flokks öryggisbúnaðar í nýjum Santa Fe og þannig á bíllinn sinn þátt í að viðhalda athafnasömum lífsstíl þínum og draga úr hættum sem þú mætir í daglegum ökuferðum.

Mynd til vinstri: Árekstraröryggiskerfi að aftan fyrir bílastæði. Þessi búnaður notar ratsjár að aftan og á hliðum til að greina hindranir þegar bakkað er og vara ökumann við og beitir hemlum til að koma í veg fyrir árekstur.

360° myndavél. (Surround View Monitor (SVM)) Njóttu þess að hafa 360° útsýni þegar þú leggur bílnum á auðveldan og öruggan hátt. Fjórar HD myndavélar undir bílnum að framan, á hliðum og að aftan sýna umhverfið frá öllum hliðum í rauntíma.

Fjarstýrð snjallbílaaðstoð. Leggðu bílnum með því að ýta á einn takka. Þú finnur bílastæði og ýtir á takka á lyklafjarstýringunni. Nýr Santa Fe getur þá með sjálfvirkum hætti ekið í eða úr stæði – án þess að þú sért um borð.

25


Nýr Santa Fe býður upp á fullkomið hagræði með miklu úrvali af hugvitssamlegum búnaði sem eykur öryggi og þægindi í hverri ökuferð.

12,3" alstafrænn mælaskjár.

26

Sjónlínuskjár. / Fyrsta flokks KRELL hljóðkerfi.


Öryggisathugun til ökumanns. / Gleymdist eitthvað í aftursætinu? Bíllinn greinir hreyfingu í aftari sætaröð.

E-call þjónustutakki.

27


Bluelink® Connected Car Services. Að sjálfsögðu er nýr Santa Fe búinn allri nýjustu tækni á borð við þráðlausa snjallsímaspeglun og háþróuðum tengimöguleikum eins og BlueLink Connected Car Services sem gerir þér kleift að stjórna bílnum með snjallsímanum – eða röddinni. 5 ára áskrift Hyundai Live er innifalin með þeim bílum sem innihalda Hyundai BlueLink kerfið, sölumenn Hyundai geta kynnt fyrir þér eiginleika þjónustunnar sem er í boði á Íslandi.

28


P Senda bílnum upplýsingar um áfangastað Ef Hyundai-bíllinn þinn er búinn leiðsögukerfi getur þú notað Bluelink appið til að leita að áfangastöðum þótt þú sért ekki inni í bílnum. Bluelink tengist þá leiðsögukerfinu og hleður inn leiðinni og er reiðubúið til brottfarar um leið og þú.

Fjarstýrð læsing og aflæsing Gleymdir þú að læsa bílnum? Engar áhyggjur, Hyundai-bíllinn þinn lætur þig vita með því að senda þér skilaboð í snjallsímann. Þegar þú hefur gefið upp PIN-númerið þitt getur þú læst eða aflæst hurðunum með hnappi í Bluelink appinu.

Leita að bílnum Gleymdir þú hvar þú lagðir bílnum? Ekkert mál. Opnaðu bara Bluelink appið og kortið vísar þér rétta leið.

Beiðni um greiningu Þú getur öðlast sálarró með því að láta framkvæma gagngera heilsugreiningu á bílnum þínum í gegnum Bluelink appið í snjallsímanum.

Upplýsingar um eldsneyti Finndu eldsneyti þegar þú þarft á því að halda. Bílastæði Finndu bílastæði fljótt og losnaðu við stressið sem getur fylgt því að leggja bílnum.

Upplýsingar um umferð Njóttu þess að fá nákvæmari upplýsingar um umferðina, nákvæmara mat á því hvenær þú kemst á áfangastað og áreiðanlegra endurval á leiðum svo þú komist fljótt á staðinn. Leiðsögn að leiðarlokum Ef þú þarft að leggja Hyundai-bílnum þínum áður en þú kemst á leiðarenda getur þú flutt leiðsöguna úr bílnum yfir í appið. Síminn þinn leiðir þig síðan þangað sem þú vilt fara með aðstoð Google Maps.

29


Hyundai snjalltækni. Njóttu þess að öðlast aukna hugarró með háþróuðum akstursaðstoðarkerfum Hyundai og SmartSense akstursöryggispakka sem inniheldur fjölbreyttan snjallbúnað. Santa Fe öryggistæknin er sú besta í sambærilegum flokki bíla og getur varað þig við mögulegri hættu á meðan þú ekur, hvort sem um er að ræða sjálfvirka hemlun til að koma í veg fyrir árekstur og auðvelda þér að halda þig á akreininni eða blindsvæðisviðvörun.

Highway Driving Assist (HDA) HDA notar leiðsagnartengdan snjallhraðastilli og leiðsagnargögn ásamt akreinaaðstoð til að halda bílnum þínum á miðri akrein, í öruggri fjarlægð frá næsta bíl á undan og á ökuhraða undir hraðatakmörkum.

30

Navigation-based Smart Cruise Control (NSCC) NSCC-C notar nýjustu tækni í leiðsagnarkerfum til að sjá fyrir beygjur og beina kafla framundan á þjóðveginum og stillir hraðann sjálfkrafa til að auka akstursöryggi. Akreinaaðstoð (Lane Following Assist (LFA)) Heldur þér í öryggi miðjunnar. Þegar LFA er virkjað heldur það bílnum á miðri akrein á hraða milli 0 til 180 km á klukkust und á þjóðvegum og götum innanbæjar.


Árekstrarvörn að aftan Rear (Cross-Traffic Collision-Avoidance Assist (RCCA)) Þegar bakkað er út af svæði þar sem skyggni er lélegt, sér kerfið ekki einungis um að vara þig við ef ökutæki nálgast frá hlið heldur hemlar líka sjálfkrafa.

FCA árekstraröryggiskerfi (FCA with junction turning function) FCA kerfið varar þig við og hemlar sjálfkrafa þegar það skynjar að bíllinn framundan hemlar skyndilega, einnig þegar það skynjar árekstrarhættu við gangandi eða hjólandi vegfarendur. Það sama gildir um árekstrarhættu við ökutæki úr gagnstæðri átt þegar tekin er vinstri beygja á gatnamótum.

Blindsvæðis árekstrarvörn (Blind-Spot Collision-Avoidance Assist (BCA)) Með hjálp ratsjárskynjara á neðanverðum afturstuðara og myndavélar framan á bílnum, gerir kerfið viðvart um umferð á blindsvæðinu. Ef þú gefur stefnuljós við slíkar aðstæður heyrist hljóðviðvörun og bíllinn hemlar til að koma í veg fyrir árekstur. Safe Exit Assist (SEA) Þessi snjalli öryggisbúnaður kemur í veg fyrir slys þegar farþegar ætla að yfirgefa bílinn nálægt umferð. Búnaðurinn skynjar ef bíll ekur of nálægt og setur tímabundið barnalæsingu á hurðirnar meðan hann fer fram hjá. Hurðirnar aflæsast um leið og það er öruggt að opna þær.

31


Litir á innra byrði

Black one-tone interior

Dark Beige two-tone interior

Cognac two-tone interior

Camel two-tone interior

Camel two-tone interior (Luxury Package)

Light Grey two-tone interior (Luxury Package)

Litir á ytra byrði / Álfelgur

White Cream (WW2)

17" álfelga

32

Glacier White (W3A)

Typhoon Silver (T2X)

17" álfelga (Einungis á HEV)

Magnetic Force (M2F)

18" álfelga

Phantom Black (NKA)

Lagoon Blue (UE3)

19" álfelga (Einungis á HEV, PHEV)

Rain Forest (R2F)

Taiga Brown (RN7)

20" álfelga

Lava Orange (YR2)

20" álfelga


Mál og tæknilýsing Dísil

HEV

PHEV

Vél

Gerð

2.2 CRDi dísil Engine

1.6 T-GDi bensínvél

1.6 T-GDi bensínvél

Fjöldi strokka

In Line - 4ra strokka

In Line - 4ra strokka

In Line - 4ra strokka

2.151

1.598

1.598

Hámarks hestöfl (ps / rpm)

202 / 3,800

180 / 5,500

180 / 5,500

Hámarks tog (kg.m / rpm)

45.0 / 1.750 ~ 2.750

27.0 / 1.500~4.500

27.0 / 1.500~4.500

8 DCT

6 AT

6 AT

2WD / H-TRAC 4WD

2WD / H-TRAC 4WD

H-TRAC 4WD

Tegund rafmótors

-

Permanent Magnet Synchronous Motor

Permanent Magnet Synchronous Motor

Hámarksafl rafmótors (kW)

-

44,2

66,9

Hámarkstog rafmótors (Nm)

-

264

304

Hámarkshraði (km/klst.)

205

187

187

0 to 100 km/klst. hröðun (sek.)

9,2

9,1

8,8

80 to 120 km/klst. hröðun (sek.)

6,4

6,2

5,9

Rúmtak vélar (cc)

Skipting Aldrifskerfi Rafmótor

Afköst

Fjöðrun Framan

McPherson Strut Type

Aftan

Multi-Link Type

Dekk 235/65 R17, 235/60 R18, 255/45 R20

235/65 R17, 235/55 R19

Heildar hæð (Með þakbogum)

Mál : mm

1.685 (1.710) Heildarbreidd Sporvídd hjóla

1.900 1.637

Heildarbreidd Sporvídd hjóla

4.785 2.765

Sporvídd hjóla

1.647

33


34


Hamingja á ferðalögum lífsins.

Þau geta verið stutt eða löng. Um stræti borgarinnar eða þvert yfir landið. Þú ert kannski ein(n) á ferð eða með hópnum þínum í ævintýraleit. Nýr Santa Fe auðveldar þér lífið, hvernig sem þú kýst að lifa því. Hönnun bílsins miðar að því að skapa þér og þínum nánustu glæsilegt þægindarými til að njóta góðra stunda – hvert sem leiðin liggur. 35


Hyundai á Íslandi www.hyundai.is Höfundarréttur © 2020 Hyundai Motor Company. Allur réttur áskilinn.

Upplýsingar í þessum bæklingi eru til bráðabirgða. Þeim kann að verða breytt án fyrirvara og þær eru eingöngu ætlaðar til kynningar. Litir bíla á myndum kunna að vera aðrir en í raunveruleikanum vegna takmarkana í prenttækni. Vörur sem sýndar eru samsvara því sem er í boði á evrópskum mörkuðum. Bílarnir sem sýndir eru í þessum bæklingi kunna að hafa aukabúnað sem greiða þarf sérstaklega fyrir. Auk þess eru ekki allar gerðir sýndar í þessum bæklingi. Hyundai Motor Europe áskilur sér rétt til að breyta tæknilýsingum og upplýsingum um búnað án undangenginnar tilkynningar. Nákvæmar upplýsingar fást hjá söluaðila Hyundai.

Hyundai | Kauptúni 1 | Sími 575 1200 | www.hyundai.is

ENNEMM / SÍA /

8 ár eða 160.000 km ábyrgð er á rafhlöðu bílsins. Staðbundnir skilmálar gilda. Frekari upplýsingar fást hjá Söluaðila Hyundai.

NM004369 / FEBRÚAR 2021

7 ára ábyrgð Hyundai/150.000 km akstur, hvort sem kemur á undan. Nánari upplýsingar í ábyrgðarbók.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.