Fyrirlestur um Filippseyjar

Page 1

Fyrirlestur um Filippseyjar

S贸ley C.Villaespin og Elvie G. Bacalso Febr煤ar 2013


Hvar eru Filippseyjar ?


Hvar eru Filippseyjar ?


Um Filippseyjar Filippseyjar samanstanda af 7.107 eyjum en aðeins 13 eyjar eru stærri en 1000 ferkílómetrar. Alls eru 880 eyjar í byggð. Stærst þeirra er Luzon, sem er á stærð við Ísland, á henni búa 46,2 milljónir íbúa og er fimmta fjölmennasta eyja heims. Á Filippseyjum búa rúmar 92 milljónir manna og er tólfta fjölmennasta ríki heims.


Um Filippseyjar Á Filippseyjum er mikill fjöldi borga, þar af fjórar milljónaborgir. Tólf aðrar eru með meira en hálfa milljón íbúa. Höfuðborgarsvæðið, kallað Metro Manila er langstærst með 11,5 milljónir íbúa. Hún er meðal 10 stærstu borga heims. Fimm stærstu borgirnar eru : Quezon City 2,7 milljónir Manila 1,6 milljónir Caloocan City 1,5 milljónir Davao 1,4 milljónir Cebu City 866 þúsund


5stĂŚrstu borgirnar Caloocan City

Quezon City

Davao

Manila

Cebu City


Saga Filippseyja 1521 Ferdinand Magellan kannar eyjarnar sem nú eru þekktar sem Filippseyjar 1542 Spænskur herflokkur helgar sér eyjarnar fyrir Spán og kallar þær "Filippseyjar" eftir Filippusi prins, síðar Filippusi II Spánarkonungi. Filippseyjar verða hluti af spænska heimsveldinu. 1886 José Rizal gefur út andspænska skáldsögu, Noli Me Tangere. Hún örvaði mjög þjóðerniskennd. Hann er þjóðhetja Filippseyinga. 1896 Spánverjar taka Rizal af lífi fyrir að æsa til uppreisnar. Almenn reiði kveikir uppreisn. 1899 Friðarsamningur í París bindur endi á Spænsk-ameríska stríðið og Spánverjar afsala sér Filippseyjum til Bandaríkjannna. 12. júní. Filippseyingar lýsa yfir sjálfstæði án samþykki Bandaríkjanna og Spánar. Þjóðhátíðardagur Filippseyinga. Emilio Aguinaldo stýrir skæruhernaði gegn Bandaríkjunum.


Saga Filippseyja 1901 Bandaríkjamenn taka Aquinaldo til fanga; William Howard Taft kemur sem fyrsti landstjóri Bandaríkjamanna á Filippseyjum. 1902 Uppreisninni lýkur. Taft bætti efnahagsástandið og kom á fót ýmsum endurbótum sem auðveldaði að gera landið nútímalegra og vestrænna. 1916 Bandaríkjastjórn staðfesti lög Jones til að stofnsetja kjörið Filippínskt löggjafarþing með neðri deild og öldungadeild. 1934 Bandaríkin samþykkja Tydings-McDuffie lögin sem lofa Filippseyingum sjálfstæði árið 1946. Aðdragandi að sjálfstæði hefst. 1935 Filippseyska þjóðin samþykkir stjórnarskrá sem myndar Samveldi Filippseyja með Manuel Quezon y Molina sem forseta.


Saga Filippseyja 1941 Japanir ráðast inn í Filippseyjar og sigra Douglas MacArthur hershöfðingja við Bataan og Corregidor . Um 750.000 almennir borgarar deyja í stríðinu á Filippseyjum. 1944 20. október, MacArthur ræðst aftur inn í Filippseyjar. 1945 september, MacArthur frelsar Manila. Osmeña stofnar ríkisstjórn. 1946 Filippseyjar verða sjálfstæð þjóð; Manuel Roxas y Acuña kosinn fyrsti forseti.

Ferdinand Marcos Forsetahöllin Malacanang Palace Hefur setið lengst í forsetaembætti. Frá1965 til 1986


Þjóðfáni

Fáni þessi var fyrst dreginn að húni 1898 eftir uppreisn Filippseyinga gegn Spánverjum. •  Hvíti þríhyrningurinn táknar jafnrétti og bræðralag. •  Blái reiturinn merkir frið, sannleik og sanngirni. •  Rauði reiturinn merkir föðurlandsást og kjark. •  Sólin stendur fyrir frelsi og héruðin átta sem voru til 1898. •  Stjörnurnar þrjár tákna hina þrjá aðalhluta sem Filippseyjar samanstendur af (Lúson, Mindanaó og Visayas-svæðið þar á milli).


Gjaldmiðill Í landinu er notaður filippínskur pesó. 1 pesó jafngildir 100 centavos. Pesóinn var innleiddur af Spánverjum í upphafi. Þótt Bandaríkjamenn hafi stjórnað landinu í nokkra áratugi, var pesóinn látinn standa. Þegar Filippseyjar urðu sjálfstætt ríki 1946 var enn notast við pesó en auðkenndur við nafn landsins. einn PHP er jaft og þrjár IKR


Landslag Landslag er mest fjalllendi og misvíðlent láglendi með ströndum fram. Hæsta fjall er Apo fjall 2,954 m. Fallegar strendur eru víða.


Eldfjöll Nær öll fjöll á Filippseyjum hafa myndast við eldvirkni. Við austurjaðar eyjanna mætast tveir jarðflekar, Filippseyjaflekinn hreyfist í vestur og ýtist undir Filippseyja. Þetta skýrir hina miklu eldvirkni eyjanna. Mörg eldfjallanna eru virk og hafa á síðustu áratugum orsakað mikla eyðileggingu í nágrenni sínu. Gosið í Pínatúbó 1991 var eitt allra stærsta gos 20. aldarinnar.

Legazpi City 350km frá Manila

Bulusan 360 km frá Manila


Jarðhiti Á Filippseyjum eru ein af kraftmestu jarðhitasvæðum heims. Mesta raforkuframleiðsla jarðgufustöðva á háhitasvæðum er í Bandaríkjunum og Filippseyjum, um 2000 MW í hvoru landi, til samanburðar er uppsett afl í jarðgufustöðvum á Íslandi 170 MW.

Mynd af Össuri Skarphéðinssyni á fundi með Gloriu Arrayo í forsetahöllinni í Manilla. Arrayo lýsti ánægju með áhuga Íslendinga á að taka þátt í uppbyggingu jarðgufuvirkjana á Filippseyjum. (október 2007) Valencia, Negros Oriental


Veðrátta

Filippseyjar eru í hitabeltinu og þar eru eingöngu tvær árstíðir, regntími og þurrkatími. Regntíminn einkennist af monsúnsrigningum en þá getur rignt í margar vikur sem getur skapað hættuleg flóð og aurskriður. Regntíminn er yfirleitt frá nóvember til apríl en hann flytur svalara loft frá hafinu.

Á þurrkatímanum, maí til októbers, rignir líka en í miklu minna mæli. Árlega fara að meðaltali 9 hitabeltisstormar og fellibyljir um eyjarnar og koma yfirleitt að landi á austurhluta eyjana sérstaklega á Lúson.


Veðrátta

Árs meðalhiti í Filippseyjum er 26.6 °C. Kaldasti mánuðurinn er janúar en þá er meðalhiti “aðeins” 25.5 °C. Heitasti mánuðurinn er maí en þá er meðalhiti 28.3 °C .


Samgöngur Ferjur eru langmest notaða samgöngutæki sem sigla til allra stóru og smærri eyjar. Flugsamgöngur eru einnig mikið notaðar en lítið er um járnbrautir. Sérfyrirbæri er Jeppneys sem er mjög vinsælt farartæki. Jeepneys eru nokkurs konar smárútur eða stórir bílar. Pedicab og Sikad eru líka vínsælt í litlum bæjum. Flug frá London til Filippseyja eru tæpir 14 tímar.


Atvinnuvegir Landbúnaður er aðal atvinnugrein Filippseyja eða 33% af heildinni og 20% af heildar landsframleiðslu. Flestir vinna ennþá í dreifbýli í landbúnaði. Landbúnaðinum er skipti í 4 flokka, búskapur, fiskveiðar, búfjár og skógrækt. það sem er aðalega ræktað er hrísgrjón, korn, kókoshnetur, sykurreyr, bananar, ananas, kaffi, mangó, tóbak og abaca.


Atvinnulíf Fjöldi á atvinnumarkaði: 40.73 milljón (2012 áætl.) Starf eftir atvinnuvegum: landbúnaður: 33% iðnaður 15% Þjónusta: 52% (2010 áætl.) Atvinnuleysi: 6.9% (2012 áætl.) Fjöldi undir fátækramörkum: 26.5% (2009 áætl.) Verðbólga: 3.4% (2012 áætl.)


Trúarbrögð Filippseyjar er eina kristna landið í Asíu. Meira en 90% þjóðarinnar er kristin og eru flestir þeirra kaþólskir en fáeinir mótmælendur. Stærsti trúarhópurinn í minnihluta er múslímar 9%, sem búa einkum á Mindanao og á Sulu eyjaklasanum. Rómversk kaþólskir eru 83%, mótmælendur 9%, múslímar 5%, búddistar og aðrir 3%. Santo Nino Kirkja Cebu Philippines

Kirkja múslíma, Cotabato City, Mindanao

The Miagao Kirja byggð1797, Iloilo


Tungumál Á Filippseyjum eru alls töluð 171 tungumál, þótt nokkur þeirra séu aðeins töluð af fámennum hópum manna. Algengustu málin eru: Tagalog (22 milljónir á Lúson) Cebuano (20 milljónir á Cebu) Ilokanó (7.7 milljónir á Lúson) Hiligaynon (7 milljónir á Panay og Negros) Á fjórða áratug 20. aldar ákvað landstjórnin að búa til nýtt tungumál sem allir íbúar Filippseyja gætu sætt sig við, Tagalog var undirstaða nýja málsins en það fékk heitið Pilipino. Um þriðjungur íbúa Filippseyja tala Pilipino sem móðurmál. Mjög algengt er að Filippseyjingar tali einnig ensku.


Íþróttir Það eru 5 aðal íþróttir. Körfubolti, hnefaleikar ,billiard, fótbólti og blak. Ísskautar, lyftingar, fimleikar, hafnarbolti, sund, glíma, köfun, kayak siglingar, sjóskíði og bardagaíþróttir eru líka vinsælar. Ýmsar veðmála-íþróttir eru vinsælar eins og hanaslagur og veðreiðar.


Heilbrigðismál Á Filippseyjum eru skráð 2.400 sjúkrahús, 480 þúsund hjúkrunarfræðingar og 90 þúsund læknar. Þetta gera einn lækni á hverja 833 íbúa. (Ísland, einn læknir á hverja 270 íbúa) Meðhöndlun sjúklinga á ríkisreknum sjúkrahúsum er ókeypis þjónusta en sjúklingar verða þó að greiða fyrir lyfin sjálfir. Einnig eru einkarekin sjúkrahús og er þá einnig greitt fyrir þjónustu.


Skólakerfið 95,9% íbúa sem eru 15 ára eða eldri geta lesið og skrifað. Menntun er skyldubundin og ókeypis fyrir börn frá 7 til 12 ára. Þótt sumar fjölskyldur sendi börn sín í einkaskóla fara flest börn í opinbera skóla. Menntakerfið á Filippseyjum er líkt hinu ameríska. Enska er aðalkennslumál í skólunum þótt filippínska og mállýskur séu líka notaðar, einkum í neðri bekkjum.


Skólakerfið Stig/gráða Forskóli For-leikskóli Leikskóli Grunnskóli Bekkur 1 Bekkur 2 Bekkur 3 Bekkur 4 Bekkur 5 Bekkur 6 Yngri framhaldsskóli Bekkur 7 Bekkur 8 Bekkur 9 Bekkur 10 Framhaldsmenntun

Aldur

Ýmis háskólastig

17-

3-4 ára 4-6 6–7 7–8 8–9 9–10 10–11 11–12 12-13 13-14 14-15 15–16


Herinn Það er engin herskylda í Filippseyjum. Það er samt skylda að fá hermenntun sem er hluti af skólakerfinu. Hermenntun byrjar þegar nemendur eru 15-16 ára. Philippine Air Force P51-D Mustang

Í hernum eru nú 80.000 hermenn. Herinn var stofnaður árið 1935. Japan hertóku svo Filippseyjar 1942. Í lok seinni heimstyrjaldar vann herinn með her Bandaríkjamönnum til ársinns 1947 þegar þeir urðu aftur sjálfstæður her.


Siðir og venjur Tryggð við fjölskylduna er mjög einkennandi hefð í filippínsku samfélagi. Þessi fjölskyldutryggð sést best á þeirri staðreynd að elliheimili og munaðarleysingjaheimili eru ekki mjög algeng á Filippseyjum. Á Filippseyjum er einnig mikilvægt að koma fram við hina eldri með þeirri virðingu og tillitsemi sem þeir verðskulda og ætlast til. Hægt er að sýna manneskju virðingu á margvíslegan hátt, hvort sem það er með handahreyfingum eða að tala á þann hátt að virðing sé gefin í skyn. Eins og í mörgum Asíulöndum er það venja að fara úr skónum þegar komið er inn á heimili. Með því að gera það sýnir gesturinn fjölskyldunni og heimili hennar virðingu og kurteisi. Ólíkt öðrum löndum þar sem konur eru mun lægra settar, hafa konur á Filippseyjum verið hátt settar í samfélaginu frá því fyrir nýlendutímann. Þar sem jafnrétti kynjanna ríkir eru fyrirtæki móttækilegri fyrir konur í viðskiptum. Þessi afstaða er augljós af forsetaembættinu í dag. Corazon Aquino var fyrsti kvenforsetinn og var í embætti 1986-1992. Gloria Macapagal-Arroyo forseti er önnur í röð kvenna til að gegna þeirri virðingarstöðu.


Frístundir Karaoke er aðaláhugamál filippseyjinga, að koma saman yfir mússík, mat og bjór er áhugamál nr. 2. Mikill áhugi er á fjárhættuspils leikjum eins og Mahjong og Hanaslagi.


Hátíðir Helstu hátíðardagar á Filippseyjum sem ekki eru haldnir á Íslandi. Feb 10 Feb 25 Apr 9 Jun 12 Aug 21 Aug 25 Nov 1 Nov 2 Nov 30 Dec 30

Chinese New Year's Day People Power Anniversary The Day of Valor Philippine Independence Day Ninoy Aquino Day National Heroes Day All Saints' Day All Souls' Day Bonifacio Day Rizal Day

Einnig eru staðbundnar „Fiesta“ hátíðir í ýmsum borgum og bæjum.


Matargerð Matargerð er nokkurs konar sambland af spænskum, mexíkönskum, kínverskum, indverskum, japönskum og bandarískum áhrifum. Mikið er borðað af fiski og sjávar afurðum alltaf með hrísgrónum. Af kjöti er svínið vinsælt nema meðal múslíma í suðri. Þjóðarrétturinn er adobo sem gjarnan er gerður úr svínakjöti en einnig úr nauti eða kjúklingi. Auk kryddtegunda er edik, sojasósa eða kókosmjólk notað, misjaft eftir héruðum.


Matargerð Lechon (heilt svín grillað) er vinsælt t.d. á Fiestum, giftingum og stórafmælum. Pancit (nokkurs konar langar núðlur) eru gjarnan borðaðar á afmælisdögum og táknar langlífi. Einnig er vinsælt margskonar sætandi eftirréttir t.d. Leche flan eða ávaxtasalat, Þurkaður og saltaður fiskur og soðið grænmeti er mikið borðað.


Takk fyrir


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.