Ársskýrsla GOS 2025

Page 1


Ársskýrsla 2025

Ávarp formanns

Kæru félagar.

Nú við lok ársins 2025 er margs að minnast hjá okkur kylfingum í Golfklúbbi Selfoss. Árið hefur verið okkur gjöfult eins og síðustu ár. Sjálfur hef ég verið meðlimur Golfklúbbs Selfoss síðan haustið 2014 en þá gengum við fjölskyldan í klúbbinn. Þetta voru einhver okkar mestu gæfuspor, að ganga í Golfklúbb Selfoss og gerast þar virkir félagar. Fljótlega var ég tekinn við barna- og unglingastarfi klúbbsins, tók sæti í stjórninni og undir lok ársins 2019 bauðst mér það tækifæri að taka við formennsku klúbbsins. Ég þáði það tækifæri og í kjölfarið tóku við ævintýralega skemmtileg og gifturík ár.

Eitt af stærstu verkefnum stjórnar á mínum fyrstu árum í stjórn voru samningaviðræður við Vegagerðina um bætur vegna lands sem klúbburinn þurfti að láta undir væntanleg veg- og brúarstæði yfir Ölfusá. Þá hafði sveitarfélagið nýverið tryggt klúbbnum landsvæði til lengri tíma en óvissa hafði verið um þau mál um nokkurt skeið. Þegar samningar við Vegagerðina voru í höfn var hafist handa við eða gera nýjar brautir og nýtt æfingasvæði í stað þeirra brauta og æfingasvæðis sem við eftirlétum Vegagerðinni. Þær framkvæmdir tókust mjög vel og leiddu í kjölfarið til stækkun vallar en rífandi gangur er í þeim framkvæmdum en stefnt er á að vígja 18 holu golfvöllinn innan fárra ára.

Þegar ég var að byrja í Golfklúbbnum hafði klúbburinn aðgengi að frekar óhrjálegri aðstöðu í iðnaðarhúsnæði á Eyrarbakka, aðstaða sem nýtt var til inniæfinga að vetri til. Mikið framfaraskref var stigið þegar klúbburinn fékk mun vistlegri aðstöðu í Gagnheiði og vísir að nútímalegri æfingaaðstöðu líkt þeirri sem við eigum í dag. Við að hafa þessa aðstöðu gátum við í meira og betra mæli en nokkru sinni fyrr gert starf Golfklúbbsins að heils árs starfi þar sem aðstaða til alvöru inniæfinga varð til staðar.

Barna- og unglingastarfið var í blóma á þessum tíma og þróuðust ungmenninn okkar á skömmum tíma í að verða afrekskylfingar sem kepptu um verðlaunasæti á mótaröðum og voru valin í landsliðhópa. Við náðum eftirtektarverðum árangri í sveitakeppnum og lögðum grunninn af því öfluga afreksstarfi sem klúbburinn stendur fyrir í dag. Þennan árangur má þakka okkar öflugu þjálfurum sem hafa undir stjórn Hlyns Geirs yfirþjálfara sett markið hátt og náð flestum okkar markmiðum. Bygging áhalda- og æfingahúss hafði gríðarlega jákvæð áhrif á afreksstarf klúbbsins sem og félagastarfið sem fann sér aðstöðu frá morgni til kvölds yfir vetrartímann. Þar hafa félagsmenn ástundað æfingar og keppnisgolf í hermum, púttað á æfingaflöt, skrafað um golf á kaffistofu og keppt á púttmótaröðum frá morgni til kvölds, alla daga vikunnar. Starfsmenn klúbbsins hafa svo sinnt viðhaldi véla í eystri hluta hússins góða sem löngu er orðið sprungið enda aðsóknin gríðarleg og fjöldi kylfinga mikill.

Fjölgun félagsmanna hefur verið ævintýraleg síðustu árin og hefur það vakið sérstaka eftirtekt hve mikil fjölgun kvenna hefur átt sér stað. Margir golfklúbbar horfa til okkar þegar kemur að þessari miklu fjölgun kvenna en félagastarfið hefur verið til fyrirmyndar í GOS og tel ég það fyrst og fremst ástæðuna fyrir hinni miklu fjölgun kvenna. Við hættum að ávarpa kvennagolf sérstaklega og gerðum það að samofnum þætti í okkar félagastarfi.

Ástæðan fyrir því að ég nota tækifærið í þessum pistli að horfa um öxl er sú að ég hef ákveðið að láta af störfum sem formaður golfklúbbsins og ekki óska eftir endurkjöri. Ég er þeirrar skoðunnar að eðlileg endurnýjun þurfi að eiga sér stað og hef ég því ákveðið að nú sé komið að þeim tímapunkti. Eftir sex ævintýralega skemmtileg og viðburðarík ár í formannsstólnum kveð ég stjórnarstörfin meðf trega en fyrst og fremst stolti. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að taka þátt í þessu mikilfenglega uppbyggingastarfi Golfklúbbs Selfoss, með öflugu stjórnarfólki, starfsfólki og félagsmönnum öllum. Sérstaklega vil ég nefna gott samstarf við framkvæmdastjóra klúbbsins, Hlyn Geir Hjartarson, sem er að mínu mati að vinna brautryðjendastarf á heimsmælikvarða.

Ég mun sannarlega leggja mitt af mörkum í félagsstarfinu sem og halda áfram að fylgjast með klúbbnum dafna og vaxa. Framtíðin er björt hjá Golfklúbbi Selfoss og mörg spennandi verkefni framundan. Ég óska nýjum formanni og nýrri stjórn velgengni í þeim störfum sem framundan eru.

Takk fyrir frábært samstarf,

Páll Sveinsson.

Skýrsla stjórnar Golfklúbbs Selfoss 2025

Stjórn Golfklúbbs Selfoss árið 2025 var skipuð þeim Páli Sveinssyni formanni, Bjarka Má Magnússyni varaformanni, Helenu Guðmundsdóttur gjaldkera, Maríu Lúðvígsdóttur ritara og meðstjórnendunum Auði Róseyjardóttir, Magnúsi J. Magnússyni og Leifi Viðarssyni. Stjórnin fundaði átta sinnum á árinu og hélt ársfund í desember.

Vetrarstarfið hefur verið öflugt hjá okkur í GOS síðustu árin og var síðastliðinn vetur engin undantekning þar á. Í raun er óhætt að segja að virkni félagsmanna hafi verið það mikil að aðstöðuhúsið okkar hefur verið verulega ásetið og á tímum þrengt að starfinu okkar. Það má segja að það sé ákveðinn lúxusvandi að standa frammi fyrir þeirri staðreynd að aðstaða okkar til æfinga og innan húss golfiðkunar er sannarlega sprungin. Engu að síður fór starfið vel fram í vetur og var algengt að golfhermar og púttflöt væru þéttskipaðir frá morgni til kvölds alla daga vikunnar. Góð þátttaka var í púttmótaröðinni og er óhætt að fullyrða að hún gegnir orðið veigamiklu hlutverki í vetrarstarfi klúbbsins. Meistaramót GOS var haldið í hermunum og var þátttakan góð en skemmtileg nýbreytni að geta haldi meistaramót innan húss. Vallarframkvæmdir hafa verið fyrirferðamiklar hjá okkur í ár eins og síðustu ár og eftir milt og gott vor gátum við sáð í mikið af því svæði sem við erum að byggja upp á nýframkvæmdasvæði klúbbsins. Þar með tókum við stór skref í áttina að því að koma okkur upp 18 holu velli og er óhætt að segja að framkvæmdir við það gangi vel og þær á áætlun. Fjölmenni var á vinnudeginum sem fram fór í lok apríl, sannarlega ein besta birtingarmynd þess öfluga félags- og sjálfboðaliðastarfs sem fram fer í

klúbbnum. Völlurinn opnaði inn á 14 holur þann 10. maí en fram að því höfðu félagsmenn leikið 9 holu hringinn gamla.

Nýliðun heldur áfram með ævintýralegum hætti í golfklúbbnum og er fjölgunin í Golfklúbbi Selfoss mikil, í dag telja félagsmenn um 879 manns. Nýliðanámskeiðin hafa slegið í gegn og hefur fjölgunin í klúbbinn m.a. komið í gegnum þau. Einnig er ánægjulegt að sjá aukningu iðkenda á ný í barna- og unglingastarfinu og einnig hefur orðið mikil fjölgun í aldurshópi 18-30 ára.

Afrekskylfingar í GOS létu að sér kveðja á árinu og ber þar hæst íslandsmeistaratitill Heiðrúnar Önnu Hlynsdóttur en hún varð Íslandsmeistari í holukeppni GSÍ í júní. Sannarlega frábær árangur hjá

Heiðrúnu sem tók einnig þátt í landsliðsverkefnum á árinu. Lið GOS stóðu sig vel á Íslandsmótum golfklúbba, lið karla og kvenna héldu sér í efstu deild meðal þeirra bestu á landinu. Sveit karla 50 ára og eldri sigraði 3. deildina en það mót fór fram á vellinum okkar á Selfossi. Mikil og góð þátttaka var í Meistaramótinu en þar stóðu uppi sem klúbbmeistarar Hlynur Geir Hjartarson og Erla Rún Kaaber. Íslandsmót unglinga 14 ára og yngri fór fram á Svarfhólsvelli í ágúst og var framkvæmd mótsins klúbbnum til sóma. Þátttaka var góð í opnum mótum sem og innafélagsmótum enda 14 holu völlurinn okkar fengið jákvæða umfjöllun og góðar viðtökur kylfinga.

Félagastarfið heldur áfram að blómstra og var þátttaka í Jónsmessumóti góð sem og í Bændaglímu haustsins þar sem Vesturliðið sigraði naumlega eftir harða keppni. GOS hélt hjóna- og paramót í byrjun september sem sló í gegn og ljóst að þar höfum við í GOS hitt á skemmtilega nýbreytin í mótahaldi sem kemur til að bæti í nú þegar flotta flóru móta. EldGOS, eldri kylfingar í Golfklúbbi Selfoss, halda áfram að vera sterkar fyrirmyndir þegar kemur að félags- og sjálfboðaliðastarfi klúbbsins. Virkni EldGOSara er með ólíkindum góð og jákvæð og til eftirbreytni fyrir aðra félagsmenn.

Sambýlið við brúar- og vegagerð sem fylgir byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá var áskorun á síðastliðnu sumri og kemur til að verða áfram næstu árin eða á meðan framkvæmd stendur. Vegna þessa er mikilvægt að við félagar í GOS sýnum þolinmæði og skilning á meðan framkvæmdir standa yfir. Við vitum hver ávinningurinn af þessum löngu tímabæru framkvæmdum er og er því mikilvægt að við leggjum okkar á vogarskálarnar til að liðka fyrir framkvæmdunum.

Aðrar áskoranir sem fylgja ört stækkandi Golfklúbbi Selfoss eru m.a. þær að við þurfum að huga að stækkun aðstöðu- og áhaldahússins við Svarfhólsveg. Einnig þurfum við að gera aðstöðu fyrir félagsmenn í golfskála enn stærri og betri. Slík verkefni þarfnast þess að verða ávörpuð fyrr en síðar og þarf að nálgast þau með mikilli framsýni og djörfung. Það verður eitt af verkefnum næstu stjórnar

Golfklúbbs Selfoss að fara í stefnumótunarvinnu hvað varðar þessi mál og mynda skýra framtíðarsýn. Stöndum við rétt og vel að slíkri vinnu náum við okkar markmiðum, fyrirmyndar íþróttafélagið Golfklúbbur Selfoss sem einn stærsti og flottasti golfklúbbur landsins með golfvöll og iðkenda aðstæður á heimsmælikvarða.

Stjórn golfklúbbs Selfoss árið 2025 þakkar öllum félagsmönnum gleði- og gæfuríkt samstarf á árinu sem er að líða. Við hvetjum félagsmenn til að halda áfram að leggja sitt af mörkum í öflugu félagsstarfi og að vera virkir í vetrarstarfinu sem fram undan er.

Páll Sveinsson, formaður GOS

Heiðrún
1. deildar lið GOS karla
1.deildar lið GOS kvenna
Vestur sigraði Bændaglímuna 2025
Jósef Geir liðstjóri GOS

Íslandsmót golfklúbba 50+ GOS sigraði í 3.deild

Dóri Morthens formaður vallarnefndar
Lúðvík og Erla Rún
Einar og Gummi Bergs
Kaffi stopp á 6.holu í hjóna og paramótinu
Verðlaunahafar í Meistaramóti GOS
Meistaramót barna 2025
Verðlaunahafar í Firmakeppni GOS

Skýrsla mótanefndar

Mótanefnd Golfklúbbs Selfoss kom saman snemma árs og hóf undirbúning mótasumarsins. Nefndin var skipuð sex aðilum að meðtöldum formanni, sem tryggði góða samfellu og fagleg vinnubrögð. Einungis minniháttar breytingar voru gerðar á mótaskrá til að forðast árekstra við aðra viðburði, og gekk undirbúningur móta almennt mjög vel.

Sumarið 2025 var fyrsta heila tímabilið á 14 holu vellinum, og það var fljótt ljóst að völlurinn stóðst allar væntingar. Hann reyndist bæði fjölbreyttur og skemmtilegur keppnisvöllur fyrir kylfinga á öllum getustigum. Hætt er við því að fólk muni sakna þess að leika 14 holur þegar völlurinn stækkar í 18. Veðrið var heilt yfir afar hagstætt og aðeins í undantekningartilvikum þurfti að fresta mótum, sem er fágætt.

FootJoy mótaröðin naut mikilla vinsælda og gekk afar vel. Þátttaka var góð allt sumarið og keppt var bæði um heildarsigur í mótaröðinni í þremur flokkum og verðlaun fyrir hvert mót. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel og stuðlað að góðri þátttöku og jákvæðri stemningu í hópi kylfinga.

Meistaramót Golfklúbbs Selfoss var haldið fyrstu vikuna í júlí við frábærar aðstæður og sló öll fyrri met. Alls tóku 151 kylfingur þátt í mótinu, sem er mesta þátttaka meistaramótsins í sögu klúbbsins. Mótið gekk mjög vel fyrir sig, skipulagið var traust og nýi völlurinn reyndist henta einstaklega vel fyrir stórt mót af þessu tagi. Að lokinni keppni var haldin vegleg verðlaunaafhending og skemmtilegt lokakvöld sem tókst með eindæmum vel. Opnu mótin voru fjölmörg og vel sótt, með góðri þátttöku. Sérstaklega ber að nefna Opna Hótel Selfoss hjóna- og

paramótið, sem var haldið í fyrsta sinn helgina 5.–6. september. Um var að ræða tveggja daga mót í betri bolta með glæsilegum vinningum og frábærri stemningu. Á

föstudagskvöldinu fór fram Pub Quiz á Hótel Selfoss og að móti loknu á laugardeginum var haldið skemmtilegt lokahóf á sama stað.

Mótið tókst einstaklega vel og fékk mjög góðar undirtektir meðal keppenda. Stefnt er á að endurtaka mótið árið 2026.

Bændaglíman, lokamót sumarsins, fór fram við góðar aðstæður og eftir harða keppni hafði vesturbærinn betur, þriðja árið í röð.

Þátttakan var góð og stemningin á vellinum frábær eins og jafnan í þessu vinsæla lokamóti.

Klúbburinn okkar stækkar og telur nú yfir 850 meðlimi sem verður að teljast mjög gott. Það ríkir mikil eftirvænting fyrir sumrinu 2026 sem og næstu árum. Vonandi náum við að opna fjórar nýjar holur árið 2027 eða 2028, og verður völlurinn þá fullbúinn 18 holu golfvöllur. Það markar stórt skref í sögu

Golfklúbbs Selfoss og mun skapa enn betri aðstæður til að halda fjölbreytt og vaxandi mót í framtíðinni.

Leifur Viðarsson

Formaður mótanefndar GOS

70+ kk: 1. Magnús J, 2. Bárður, 3. Jón Gísla

1.fl 55+ kk högg: 1. Gunnar Marel, 2.Grímur, 3. Kjartan Óla

1.fl 55+ kk punktar: 1. Kjartan, 2. Jón Lúðvíks, 3. Grímur Arnars

Máni Páll var næstu holu í Meistaramóti GOS 2025
Ívar Örn Guðjónsson Holumeistari GOS
2.fl 55+ kk punktar: 1.Valur Stefáns 2. Kristófer Helga
3.fl kvk: 1. Guðrún María, 2. Guðrún Hulda, 3. Rakel D
50+ kvk högg: 1.Helena, 2.Bríet, 3. Svava Skúla
50+ kvk punktar: 1. Helena, 2. Svava, 3. Bríet
2.fl kvk: 1. Sigurlinn, 2. Alma, 3. Heiðbjört
4.fl kk: 1. Símon, 2. Óðinn, 3. Hrannar
5.fl kk: 1.Einar Ben, 2. Stefán Magni, 3. Andri Björgvin
2.fl kvk: 1. Eygló, 2. Gunnhildur, 3. Ragnheiður
3.fl kk: 1. Klemenz, 2. Sigurbjörn, 3. Ólafur
2.fl kk: 1. Fannar, 2. Böðvar, 3. Hilmar
2.fl kk: 1. Birgir, 2. Guðmundur, 3. Ási
1.fl kvk: 1. Erla Rún, 2. Katrín Embla, 3. Vala Guðlaug
MFL: 1. Hlynur, 2. Heiðar, 3. Aron
Klúbbmeistarar GOS 2025: Hlynur Geir og Erla Rún
Leifur mótsstjóri og dómari

Skýrsla barna – og

unglinganefndar

Í Barna- og unglinganefnd 2024 sátu Jónína Ósk Lárusdóttir, Auðunn Örn Gunnarsson, Eva Gunnarsdóttir, Eyrún Björg Magnúsdóttir, Ragnheiður Ingibjörg Jónsdóttir og Júlía Sjørup Eiríksdóttir.

Starfsárið byrjaði í janúar með inniæfingum.

Iðkendahópar voru fimm á árinu. Þjálfarar vetrarins voru eftirfarandi:

Hlynur Geir Hjartarson yfirþjálfari, Arnór Ingi Hlíðdal, Heiðar Snær Bjarnason, Sverrir Ó. Bergsson, Jóhann Már Guðjónsson, Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Alexandra Eir Grétarsdóttir og Katrín Embla Hlynsdóttir.

Útiæfingarnar byrjuðu í maí og voru fram í miðjan september.

Barna-og unglinganefnd byrjaði með púttmótaröðina þann 25. janúar og voru spilaðir tíu laugardagar. Mæting var góð og er þetta orðinn fastur liður hjá mörgum að mæta.

Í mars var ákveðið var að bjóða uppá þjöppu fyrir börn, og unglinga. Hist var í inniaðstoðunni þar sem var farið í leiki, borðaðar pizzur og boðið uppá popp yfir videó mynd. Allir fengu að lokum lítið páskaegg.

Mæting var góð og almenn gleði með þennan hitting.

Dagana 25.-27. júní fór hópur og keppti í Sveitakeppni U14 á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Veðrið var aðeins að stríða keppendum. Okkar fulltrúar stóðu sig vel miðað við aðstæður. Uppskáru þau góða reynslu og minningar eftir mótið

Uppskerumót og lokahóf var haldið 18.september. Spilaðar voru 5 holur. Mæting var góð, að hring loknum var boðið upp á

veitingar. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin, en einnig veittu þjálfarar kylfingum verðlaun fyrir framfarir og ástundun á liðnu tímabili.

Jónína Ósk Lárusdóttir formaður Barna- og unglinganefndar

Meistaramót GOS: 12 ára og yngri: 1.Grímur, 2. Hinrik, 3. Alexander

13-15 ára stúlkur: 1. Sunna, 2. Saga

13-15 ára drengir: 1. Kristján, 2. Davíð Bogi

GOS fór til Valle Del Este í æfingaferð sem var frábær

Skýrsla vallarnefndar

Nefndina skipuðu eftirtaldir : Halldór Ág. Morthens formaður, Svanur Bjarnason, Bjarki Guðmundsson og Bárður Guðmundarson.

Haldinn var vinnudagur laugardaginn 4. maí 2024. Mæting var gríðarlega góð. Vinnudagurinn var hefðbundinn með lagfæringum á stígum, vindskeiðum á klúbbhúsi, unnið var í glompum og tekið til á golfvallarsvæðinu. Golfklúbbnum var gefin rausnarleg gjöf af trjám sem Bárður Guðmundarson gaf. Þökkum við honum kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf. Trén voru gróðursett á vinnudeginum.

Boðið var uppá súpu og brauð á eftir.

Vil ég þakka vallarstarfsmönnum og vallarnefndinni fyrir vel unnin störf í sumar.

Kveðja Halldór Morthens.

Afrekshópur tók þátt í drive keppni á Valle Del Este
Ívar Guðjónsson Holumeistari GOS

Beta Hólm fór holu í höggi

Skýrsla vallarstjóra

Veturinn 2025

Veturinn fór að mestu í almennt viðhald á vélum og undirbúning fyrir komandi sumar. Nýju brýninga bekkirnir voru mikið notaðir, bæði til að brýna okkar eigin sláttuvélar og einnig fyrir nágrannaklúbba. Nýja Weideman

vinnuvélin kom að góðum notum við snjómokstur og þegar snjórinn leyfði voru troðnar skíðagöngubrautir. Auk þess voru gerðar verulegar breytingar í skálanum og inniaðstaðan var lagfærð.

Sumarið 2025

Sumarið gekk afar vel, enda veðrið með besta móti. Völlurinn kom ágætlega undan vetri, þó flatirnar væru lengur að jafna sig. Lögð var mikil vinna í að koma þeim í gott stand og almennur sláttur og umhirða gekk vel. Fyrsti flatarsláttur var 25. apríl.

Ný púttflöt var opnuð og hefur hún vakið mikla ánægju hún mun þróast og verða enn betri á næstu árum. Unnið var í teigum sem höfðu brýna þörf fyrir endurbætur. Undir lok sumarsins var 3. flöt tekin upp að stórum hluta, mótuð og tyrfð á ný til að koma í veg fyrir endurteknar skemmdir.

Undirbúningur og sáning fór fram á verðandi 2. braut, auk þess sem sáð var í brautir og röff á verðandi 3., 4. og 5. braut. Þessu verki verður haldið áfram næsta sumar.

Á sama tíma tók Rarik niður rafmagnslínur sem lágu yfir 8. holu, sem gerði völlinn mun fallegri og opnari í ásýnd.

Vélar

Á árinu var fjárfest í nýjum Workmann rafmagns vinnubíl, öflugum blásara og léttum sand dreyfara.

Inniaðstaða

Inniaðstaðan var bætt verulega. Við lögðum hana að nýju, bættum við fjórða golfherminum og smíðuðum skilrúm sem gera

aðstöðuna bæði notalegri og hagnýtari fyrir félagsmenn.

Íþróttavellir Árborgar

Eins og undanfarin ár sáum við um slátt, söndun, áburð, götun og almennt viðhald á íþróttavöllum Árborgar. Verkefnið gekk mjög vel og aðalvöllurinn heldur áfram að teljast einn besti grasvöllur landsins.

Fh. Vallarstjórnar GOS 2025, Bjarki Þór Guðmundsson

Tökum að okkur brýningar fyrir golfklúbba

Skýrsla eldri kylfinganefndar

Stjórn Eldri kylfinganefndar skipuðu:

Magnús J. Magnússon, formaður, Bárður

Guðmundsson, Samúel Smári Hreggviðsson, Bergsveinn Halldórsson, Gunnar

Guðmundsson, Ingólfur, Þórdís Erla, Heiðbjört

Haðardóttir

Stjórnin hélt 9 stjórnarfundi á árinu þar sem farið var í gegnum starfið og hlutir skipulagðir og ræddir.

Starfið 2025

Almennt

Það má segja um starfið 2025 hafi gengið afar vel. Árið 2024 endaði á ÁRAMÓTI ELDGOS 30.12. Þetta var golfherma mót og voru 8 lið sem kepptu. Þetta verður endurtekið! Eldri kylfingar spiluðu af krafti og skipulagðar voru 4 ferðir á aðra golfvelli. Þeir voru: Strandarvöllur, Öndverðarnes, Kiðjaberg og Borgarnes. Góð þátttaka var í öllum þessum ferðum. Rúmlega 30 í allar ferðir. Einnig hafa eldri kylfingar látið til sín taka á ýmsum sviðum starfseminnar og ekki slegið af. Ræsingar, eftirlit, og finna æfingakúlur.

ÞRIÐJUDAGAR OG FIMMTUDAGAR - SUMAR

Teknir voru frá rástímar á þriðjudögum og á fimmtudögum frá 09.00 – 10.20 fyrir eldri kylfinga og dugði varla. Þetta var vel nýtt og má segja að meðalfjöldinn hafi verið 25 – 30 í hvert sinn og spilað í 6 – 8 hollum. Haldið var Texas Scramble mót og tókst það afar vel. Alls voru þessir morgnar 40 og meðalnýting hvern morgun afar góður og létu menn veðrið ekki hafa áhrif á sig. Þetta hefur vakið athygli hjá öðrum klúbbum og við fengið gesti á þessa morgna.

PÚTT OG HERMAR

Aukning á notkun hermanna af eldri kylfingum sem er gott. Einnig góð þátttaka á púttmótum vetrarins.

Holukeppni ELDGOS

Holukeppnin var á sínum stað og voru margir sem skráðu sig í keppnina. Til úrslita spiluðu Grímur Lúðvíksson og Jón Lúðvíksson. Því lauk með sigri Gríms og var hann því meistari þetta árið!

Sveitakeppnir ársins

Karlasveitin

Glæsilegur sigur á Svarfhólsvelli – sveitin tryggði sér sæti í 2. deild!

Það var sannkölluð veisla á Svarfhólsvelli dagana 21.–23. ágúst 2025 þegar sveitakeppni +50 í 3. deild fór fram. Þar mættu hörkulið GOS til leiks sem stóð uppi sem sigurvegari eftir þrjá æsispennandi keppnisdaga.

Liðið var skipað þessum gallhörðu meisturum: Grímur Arnarson, Ástmundur Sigmarsson, Gunnar Marel Einarsson, Páll Sveinsson, Svanur Bjarnarsson og Halldór Sigþórsson.

Liðstjórar voru engir aðrir en Grímur Arnarson og Jósef Geir Guðmundsson, sem stjórnuðu her sínum af mikilli snilld og náðu að kalla

fram það allra besta úr hverjum einasta leikmanni.

Sveitin sýndi jafnvægi, baráttuanda og mikinn kærleik alla helgina, og það bar svo sannarlega árangur – glæsilegur sigur tryggði þeim sæti í 2. deild á næsta ári!

Þetta er afrek sem sveitin má sannarlega vera stolt af – og keppendur virðast þegar vera byrjaðir að hlakka til næsta tímabils.

Grímur Arnarson

Kvennasveitin

Keppni kvennasveitanna var haldin í Leirunni

Suðurnesjabæ dagana 20. – 23. ágúst. Þar sem eru bara tvær deildir í 50+ kvk. Og engar fjöldatakmarkanir endaði deildin í 11 liðum (fráleitt). Fyrsta umferðin var því höggleikur og fjórar í hverju liði spiluðu (þrjár telja) sig inn í 8 liða úrslit. Því miður enduðum við í 9. Sæti, munaði einu höggi á 8. Og 9. Sætinu. Þ.a.l. áttum við ekki séns að fara neitt ofar. Við spiluðum tvo holukeppnisleiki. Þannig að í þetta sinn fengum við bara tvo keppnisdaga, í stað þriggja.

Við enduðum í 10. Sæti..

Sveitina skipuðu:

Auður Róseyjardóttir, Bríet Þorsteinsdóttir, Gerða Hammer, Jóhanna Þorsteinsdóttir, Petrína Sigurðardóttir, Svava Skúladóttir.

Með kveðju Auður Róseyjardóttir, liðstjóri

Sveitakeppni LEK 65+

Sveitakeppni LEK 65 ára og eldri fór fram dagana 12. og 13. ágúst 2025 á golfvellinum í Hveragerði.

Lið GOS skipuðu: Gestur Sæmundsson, Jón Gíslason, Samúel S. Hreggviðsson og Bárður Guðmundarson, sem einnig var liðstjóri. Guðmundur Þór Hafsteinsson og Sigurður R.

Óttarsson voru einnig valdir í liðið, en forfölluðust.

Keppni við Flúðamenn

Hin árlega keppni Golfklúbbs Selfoss við Golfklúbbinn Flúðum fór fram sunnudaginn 17. ágúst 2025. Spilað var á golfvelli

Flúðamanna, Selsvelli. Jafntefli varð, 6 vinningar gegn 6. Sameiginlegur kvöldverður var í golfskálanum við Selsvöll

Lið GOS skipuðu: Ársæll Ársælsson, Grímur Arnarson, Jón Lúðvíksson, Grímur Lúðvíksson, Jón Gíslason, Gústav Stolzenwald, Samúel

Smári Hreggviðsson og Bárður

Guðmundarson, sem einnig var liðstjóri.

Sameiginlegur kvöldverður var í golfskálanum við Selsvöll

ELDGOSAFERÐIR Á AÐRA VELLI

Strandarvöllur í maí

Það voru um 33 EldGOSarar sem mættu á

Strandarvöll í frábæru veðri. Spilaðar voru 18 holur og var stuð á vellinum. Síðan kaffi á eftir og allir nutu samvistanna. Frábær dagur

Kiðjaberg í júní

Það voru um 34 EldGOSarar sem mættu í

Kiðjaberg í frábæru veðri. Spilaðar voru 18 holur og var stuð á vellinum. Síðan borðuðu allir saman á eftir og nutu samvistanna. Frábær dagur.

Öndverðarnes í ágúst

Í Öndverðarnesið mættu 32 kylfingar. Veður þokkalegt og allir kátir. Allir saman í mat á eftir og gífurlega góður dagur í Öndverðarnesinu.

Borgarnes í september

Búið var að skipuleggja ferð með yfir 30 kylfinga á Akureyri 4 Sept. Enn vegna

breytinga á Akureyri urðum við að breyta um völl og farið í Borgarnes. Yfir 30 mættu 2. september og spilað í frábæru veðri! Gustav fór holu í höggi á 18 holu við mikinn fögnuð viðstaddra!

Draumadrævið í Dalakofanum!

Það voru 21 EldGOSari sem fóru í fjallaferð í Dalakofann hans Gústa 17. September. Hann sá um verulega fræðandi leiðsögn alla leið í frábæru veðri. Þegar komið var í Dalakofann var etið nesti sem hver og einn kom með og síðan var farið að slá draumahöggið. Allir slógu og allar kúlur fundust og allir kátir. Þetta verður árleg ferð!

Islantilla í október

Mánudaginn 6 október fóru þrátíu golffélagar í Eldgos ásamt fjórum sem ekki spiluðu golf til Islantilla á Spáni í ellefu daga golfferð í gegnum ferðaskrifstofuna Vita. Vellirnir á Islantilla voru þrír níu holuvellir miskrefjandi. Gífurleg stemning var allan tímann og hópurinn vakti athygli fyrir hópkennd og samstöðu.

Í loka hófi ferðaskrifstofunnar sem var galakvöld unnu tvö af okkar félögum verðlaun. Í lokahófi sem við héldum síðasta kvöldið var boðið upp á freyðivín og allir fengu verðlaun og medalíu með nafni golfklúbbsins og viðkomandi eiganda. Viljum við þakka öllum sem styrktu hópinn! Þetta var ógleymanleg ferð og aftur verður farið haustið 2026.

FÉLAGSFUNDUR

Öflugir félagsfundur var haldinn í Golfskálanum í janúar og voru mættir um 33 eldri kylfingar á fundinn. Margt var rætt og er alveg ljóst að tryggja þarf að slíkir félagsfundir séu haldnir að vori og hausti til að fara í gegnum starfið framundan og heyra í okkar félagsmönnum. Einnig var haldin sérfundur um Eldgosaferðirnar.

SUMARSLÚTT ELDGOS

Sumarslútt ELDGOS var haldið í Golfskálanum föstudaginn 31.10. Um 35 mættu og nutu góðra veitinga og myndasýningar frá sumrinu. Góð stemning í alla staði og kjarninn öflugur.

Almennar hugleiðingar

Starfið á árinu gekk ótrúlega vel. Það er ljóst að fjöldi eldri kylfinga í klúbbnum er á uppleið og starfið eflist í takt við það. Starfið er vaxandi á allan hátt. Hingað eru að koma eldri kylfingar úr öðrum klúbbum þar sem þeir hafa heyrt af starfinu. Ýmsar hugmyndir sem komið hafa upp á nefndarfundum og félagsfundi hafa farið til stjórnar Golfklúbbsins og vel hefur verið tekið í þær og sumar framkvæmdar og er það vel. Efla þarf færni félagsmanna í golfhermum og hafa námskeið fyrir okkar eldri félagsmenn. Nú þegar eru komnir 3 golfhermar og von á þeim fjórða þá er nauðsynlegt að sem flestir hafi færni í því að nota þá. Stefnt er að því að efla störf eldri kylfinga yfir vetrarmánuðina. Haustferðir ELDGOS hafa slegið í gegn!

Að öðru leyti gekk þetta vel og gekk upp. Ég vill þakka meðstjórnendum mínum fyrir góða vinnu og uppbyggjandi stuðning. Vill einnig þakka Hlyni fyrir þolinmæðina.

Magnús J. Magnússon, formaður

Skýrsla aganefndar

Aganefnd var skipuð þeim Bjarka Má Magnússyni formanni, Leifi Viðarssyni og Sigurði Grétarssyni.

Nefndin kom ekki saman á starfsárinu þar sem ekkert formlegt erindi barst henni í samræmi við reglugerð um aganefnd Golfklúbbs Selfoss. Aganefnd hvetur kylfinga til að virða golfreglur og tilkynna strax dómara eða eftir atvikum framkvæmdastjóra ef ekki er leikið samkvæmt gildandi reglum.

Bjarki Már Magnússon, formaður

Skýrsla Afreksnefndar

Gylfi Birgir Sigurjónsson, formaður, Ástmundur Sigmarsson , Arndís Mogensen, Heiðrún Anna Hlynsdóttir.

Megin hlutverk nefndarinnar var að hafa umsjón með vali á liðstjóra kk og kvk sveita félagsins og vera þeim innan handar sem og að sjá um Firmakeppni GOS sem er styrktarmót fyrir lið GOS sem keppa á Íslandsmóti golfklúbba.

Íslandsmót golfklúbba

Karlalið GOS spilaði í 1. deild á Íslandsmóti golfklúbba sem haldið var hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar dagana 24. – 26 júní. Grímur Arnarson var liðstjóri og Jósef Geir Guðmundsson aðstoðarliðstjóri. Tveir efstu á Meistaramótinu spiluðu sig inn í sveitina en aðrir voru valdir af liðsstjóra. Lið GOS var skipað eftirtöldum leikmönnum. Aron Emil Gunnarsson, Hlynur Geir Hjartarson, Andri Már Óskarsson, Máni Páll Eiríksson, Arnór Ingi Gíslason, Kristinn Sölvi Sigurgeirsson, Heiðar Snær Bjarnason og Símon Leví Héðinsson.

Lið GOS 50+

Lið GOS hafnað í 6. Sæti í mótinu og spilar áfram í deild þeirra bestu. Gos tapaði leikjum gegn GA, GM og GKG en unnu GV og GS.

Kvennasveit GOS spilaði í 1. deild á Íslandsmótinu. Tvær efstu spiluðu sig inn í sveitina í Meistaramótinu og aðrar voru valdar af liðstjóra. Sveitin spilaði helgina 24.-26. júní og var spólað á Akureyri. Sveitina skipuðu Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Katrín Embla Hlynsdóttir, Jóhanna Bettý Durhuus, Alexandra Eir Grétarsdóttir, Erla Rún Kaaber, Bára Ármannsdóttir og Jóna Sigríður Halldórsdóttir. Auður Róseyjardóttir var liðstjóri.

Lið GOS unnu hafnaði í 6. Sæti og spilar áfram í deild þeirra bestu. Gos tapaði leikjum gegn GKG, GA og GM en unnu GO og Golfklúbb Skagafjarðar.

Firmakeppni GOS

Mótið fór fram 30. ágúst í blíðskaparveðri. Keppt var með Texas Scramble leikformi. Frábær þátttaka var í mótið og voru 34 lið skráð til leiks. Eftir mótið var boðið upp á frábærar veitingar frá Menam.

Úrslit.

1. Píparinn minn: Erla Rún Kaaber og Máni Páll Eiríksson

2. KraftBrennzlan:Ástmundur Sigmarsson og Helena Guðmundsdóttir

3. Hárstofa Önnu: Hlynur Geir Hjartarson og Gunnhildur Hjaltadóttir.

Golfkveðja, Gylfi B. Sigurjónsson

Skýrsla félaganefndar

Sumarið var gott hjá félaganefnd GOS og almennt hjá félagsmönnum GOS. Heilt sumar með 14 holu velli, félagsmönnum hefur fjölgað hressilega með mörgum öflugum nýliðum sem koma sterkir inn í félagastarfið sem er auðvitað alltaf fagnaðarefni.

Jónsmessumótið er jafnan stærsti viðburður ársins hjá félaganefnd og var vel heppnaður nú á 14 holu velli sem ekki veitir orðið af enda 21 holl mætt til leiks. Leikið var fjögurra manna Texas Scramble sem endaði með alvöru þriggja liða bráðabana um hábjarta nótt með fjölda áhorfenda. Félaganefnd ákvað að framvegis verður alltaf farið í alvöru bráðabana ef tvö eða fleiri lið enda jöfn.

Öflug starfsemi var í kvennagolfi GOS og var tónninn settur strax í vor með kvennakvöldi og 9 holu móti þar sem nýliðar voru sérstaklega velkomnir og hvattir til að láta sig ekki vanta. Þriðjudagsgolfið var á sínum stað auk annarrar hefðbundinnar starfsemi.

Almennt var sumarið eitt það besta í sögu GOS og fyrir vikið mjög góður andi í klúbbnum. Gerum næsta sumar ennþá betra

Takk fyrir sumarið og sjáumst hress á næsta tímabili

Félaganefnd GOS

Frábær stemning var í Jónsmessumótinu

Verðlaunahafar í Opna Lindex

Verðlaunahafar í Opna Hótel Selfoss, hjóna og para

Bárður Guðmundarson afhenti Golfklúbbi Selfoss úrklippusafn sem hann hefur safnað saman allt frá árinu 1971. Safnið inniheldur fjölmargar greinar og myndir úr dagblöðum sem segja frá sögu klúbbsins, mótum og viðburðum í gegnum áratugina.

Með afhendingunni tryggir Bárður að þessi ómetanlega heimild um sögu golfíþróttar á Selfossi varðveitist og verði aðgengileg komandi kynslóðum. Golfklúbbur Selfoss þakkar Bárði kærlega fyrir þetta einstaka framlag til klúbbsins og samfélagsins.

Safnið er hægt að skoða nánar inn á heimasíðu GOS www.gosgolf.is

Bárður Guðmundarson fv formaður GOS

Tölfræði 2025

Flestir meðlimir GOS, eða 393, eru með forgjöf á bilinu 37,0 til 54,0.

Aldrei hafa verið eins margir þátttakendur í mótum GOS eins og sumarið 2025, en það voru 2098 keppendur. Árið 2024 voru keppendur 1739.

Meðlimir GOS eru orðnir 888 talsins, flestir eru á aldrinum 19-69 ára. Karlar eru 604 og konurnar 284.

Áhugaverðar staðreyndir um kylfinga GOS 2025:

• 32% í GOS eru kvenkylfingar

• 68% í GOS eru karlkylfingar

• Meðalaldur kvenna er 50,6 ár

• Meðalaldur karla er 41,1 ár

• Meðalforgjöf kvenna er 39,4

• Meðalforgjöf karla er 28,4

Staðreyndir á landsvísu (GSÍ) 2025:

• 34% í GSÍ eru kvenkylfingar

• 66% í GSÍ eru karlkylfingar

• Meðalaldur kvenna er 53 ár

• Meðalaldur karla er 47 ár

• Meðalforgjöf kvenna er 38,5

• Meðalforgjöf karla er 28,6

Með þessum staðreyndum er hægt að sjá að GOS er greinilega mjög á pari við GSÍ.

Tölfræði móta: Hvaða hola var erfiðust í sumar?

Á tímabilinu voru spilaðir 38.141 hringir á Svarfhólsvelli sem er 15,1% fleiri hringir en árið 2024.

Á tímabilinu 1.des 2024 til 30.nóv 2025 voru 720 mismunandi kylfingar sem spiluðu og hafa slegið 474.300 högg í golfhermum GOS á tímabilinu.

62% af þessum höggum voru tekin í spili á golfvöllum, 26,27% af höggunum voru tekin á æfingarsvæðinu, 9,48% voru tekin í mótum og 2,26% í leikjum.

Til gamans má nefna að lang uppáhalds völlur kylfinga í golfhermum GOS er Hvaleyrarvöllur en hann hefur verið spilaður í 366 skipti á tímabilinu.

Á æfingasvæði GOS voru slegnar samtals 904.519 kúlur á tímabilinu. Flestar golfkúlur voru slegnar á milli 18 og 19 á kvöldin. Duglegasti kylfingurinn sló 15.096 kúlur á æfingasvæðinu

Flestir kylfingar fóru á æfingarsvæði á mánudögum á tímabilinu.

Golfkarl ársins 2025

Heiðar Snær Bjarnason

Golfkona ársins 2025

Heiðrún Anna Hlynsdóttir

Efnilegasti unglingurinn 2025

Háttvísisbikar GSÍ

Bergsveinn Halldórsson

Holumeistari GOS 2025

Ívar Örn Guðjónsson

Holumeistari eldri kylfinga
Grímur Lúðvíksson

Klúbbmeistarar GOS 2025

Hlynur Geir og Erla Rún

Arnar Björnsson okkar aðalmaður á æfingasvæði GOS
Glæsileg verðandi 18 braut

Kylfingur ársins

1992 Kjartan Gunnarsson

1993 Kjartan Gunnarsson

1994 Gunnar Marel Einarsson

1995 Bergur Sverrisson

1996 Hjörtur Levi Pétursson

1997 Ólafur Magni Sverrisson

1998 Ólafur Magni Sverrisson

1999 Hlynur Geir Hjartarson

2000 Hjörtur Levi Pétursson

2001 Hlynur Geir Hjartarson

2002 Hlynur Geir Hjartarson

2003 Hlynur Geir Hjartarson

2004 Hlynur Geir Hjartarson

2005 Hlynur Geir Hjartarson

2006 Hlynur Geir Hjartarson

2007 Hjörtur Levi Pétursson

2008 Guðmundur Bergsson

2009 Jón Ingi Grímsson

2010 Bergur Sverrisson

2011 Hlynur Geir Hjartarson

2012 Hlynur Geir Hjartarson

2013 Andri Páll Ásgeirsson

2014 Alexandra Eir Grétarsdóttir

2015 Alexandra Eir Grétarsdóttir

Golfkarl ársins

2016 Aron Emil Gunnarsson

2017 Aron Emil Gunnarsson

2018 Pétur Sigurdór Pálsson

2019 Aron Emil Gunnarsson

2020 Andri Már Óskarsson

2021 Aron Emil Gunnarsson

2022 Aron Emil Gunnarsson

2023 Aron Emil Gunnarson

2024 Aron Emil Gunnarson

2025 Heiðar Snær Bjarnason

Efnilegasti unglingurinn

1993 Jósep Geir Guðmundsson

1994 Bergur Sverrisson

1995 Ólafur Magni Sverrisson

1996 Gunnar Ingi Guðmundsson

1997 Ívar Grétarsson

1998 Ívar Grétarsson

1999 Andri Már Kristjánsson

2000 Kjartan Ásbjörnsson

2001 Andri Már Kristjánsson

2002

2003 Davíð Örn Jónsson

2004 Atli Fannar Guðjónsson

2005 Kristinn Svansson

2006 Símon Leví Héðinsson

2007 Jón Ingi Grímsson

2008 Jón Ingi Grímsson

2009 Árni Evert Leósson

2010 Símon Leví Héðinsson

2011 Andri Páll Ásgeirsson

2012 Alexandra Eir Grétarsdóttir

2013 Máni Páll Eiríksson

2014 Aron Emil Gunnarsson

2015 Heiðrún Anna Hlynsdóttir

2016 Pétur Sigurdór Pálsson

2017 Heiðar Snær Bjarnson

2018 Sverrir Óli Bergsson

2019 Heiðar Snær Bjarnason

2020 Katrín Embla Hlynsdóttir

2021 Jóhann Már Guðjónsson

2022 Katrín Embla Hlynsdóttir

2023 Katrín Embla Hlynsdóttir

2024 Aron Leo Guðmundsson

2025 Sölvi Berg Auðunsson

Golfkona ársins

2016 Heiðrún Anna Hlynsdóttir

2017 Heiðrún Anna Hlynsdóttir

2018 Heiðrún Anna Hlynsdóttir

2019 Heiðrún Anna Hlynsdóttir

2020 Heiðrún Anna Hlynsdóttir

2021 Heiðrún Anna Hlynsdóttir

2022 Heiðrún Anna Hlynsdóttir

2023 Heiðrún Anna Hlynsdóttir

2024 Heiðrún Anna Hlynsdóttir

2025 Heiðrún Anna Hlynsdóttir

Háttvísibikar GSÍ

2011 Símon Leví Héðinsson

2012 Símon Leví Héðinsson

2013 Alexandra Eir Grétarsdóttir

2014 Alexandra Eir Grétarsdóttir

2015 Bárður Guðmundarson

2016 Halldór Ágústsson Morthens

2017 Gylfi B Sigurjónsson

2018 Guðmundur Bergsson

2019 Samúel Smári Hreggviðsson

2020 Svanur Geir Bjarnason

2021 Ástfríður M. Sigurðardóttir

2022 Leifur Viðarsson

2023 Magnús J. Magnússon

2024 Svanhvít Ásta Jósefsdóttir

2025 Bergsveinn Halldórsson

Heiðursfélagar GOS

Kolbeinn I Kristinsson

Þorbjörg Sigurðardóttir

Ingólfur Bárðarson

Sveinn J Sveinsson

Sigurfinnur Sigurðsson

Árni Guðmundsson

Vilhjálmur Þór Pálsson

Ágúst Magnússon

Samþykktir

Golfklúbbur Selfoss

Útgefið 12. desember 2019

Samþykktir

Golfklúbbur Selfoss

1. HEITI FÉLAGSINS, HEIMILI, TILGANGUR OG VARNARÞING

1.1 Heiti félagsins er Golfklúbbur Selfoss.

1.2 Félagið er almennt félag.

1.3 Heimilisfang félagsins er Svarfhólsvöllur, 801 Selfoss.

1.4 Félagið er aðili að Golfsambandi Íslands (GSÍ).

1.5 Tilgangur félagsins er rekstur golfvallar, sala á golfvörum, veitingum og tengdur rekstur ásamt því að glæða áhuga á golfíþróttinni og skapa áhugamönnum aðstöðu til að iðka hana.

1.6 Varnarþing þess er á Selfossi, Árnessýslu. Sé mál höfðað gegn félaginu skal það höfðað fyrir Héraðsdómi Suðurlands.

2. STJÓRNSKIPULAG

2.1 Með stjórnun félagsins fara: a) Félagafundir.

b) Stjórn félagsins.

c) Framkvæmdastjóri.

3. AÐALFUNDIR / FÉLAGAFUNDIR

3.1

Æðsta vald í öllum málefnum félagsins, innan þeirra takmarka sem samþykktir þess og landslög setja, er í höndum lögmætra aðalfunda. Á þeim ræður afl atkvæða nema öðruvísi sé mælt í samþykktum þessum.

3.2 Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins má ekki taka til meðferðar á aðalfundi nema þess hafi verið getið í fundarboði og þá þarf 2/3 atkvæða til að tillagan nái fram að ganga.

3.3 Félagafundi skal halda eftir ákvörðun stjórnar eða að kröfu 1/20 félagsmanna. Skal krafan þá vera skriflega gerð og fundarefni tilgreint. Fundur skal þá boðaður af stjórn innan þriggja vikna.

3.4 Aðalfund og aukafund skal boða með minnst viku fyrirvara í tölvupósti til félagsmanna og á heimasíðu klúbbsins.

3.5 Fundir eru löglegir, sé löglega til þeirra boðað.

3.6 Aðalfund skal halda eigi síðar en 15. desember ár hvert. Á aðalfundi skulu eftirfarandi mál tekin fyrir.

1. Kosning fundarstjóra og ritara.

2. Skýrsla stjórnar.

3. Reikningar lagðir fram til samþykktar.

4. Skýrslur nefnda.

5. Lagabreytingar.

6. Kosningar samkvæmt 4. og 6 kafla.

7. Félagsgjöld

8. Fjárhagsáætlun næsta árs afgreidd.

9. Önnur mál.

3.7 Aðalfundur ákveður félagsgjöld næsta árs. Heimilt er að leggja á sérstakt framkvæmdagjald þegar um viðamiklar framkvæmdir er að ræða.

3.8 Atkvæðisrétt hafa allir skuldlausir félagar við klúbbinn 16 ára og eldri.

3.9 Félagsmenn sem vilja gera tillögur til lagabreytinga eða starfstilhögunar skulu senda stjórn félagsins þær eigi síðar en 1. nóvember.

4. STJÓRN FÉLAGSINS

4.1 Stjórn félagsins skal skipuð sjö mönnum sem kosnir eru á aðalfundi. Formann stjórnar skal kjósa sérstaklega til tveggja ára í senn. Meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára, þrír hvert ár. Á fyrsta stjórnarfundi skipta stjórnarmenn með sér störfum þannig að einn skal vera varaformaður, einn ritari, einn gjaldkeri og þrír meðstjórnendur.

4.2 Framboð til stjórnar skal vera skriflegt og skilað inn síðasta lagi viku fyrir aðalfund.

4.3 Stjórnarkjör fer fram sem meirihlutakosning milli einstaklinga.

4.4 Stjórnarkjör skal vera skriflegt, ef tillögur koma fram um fleiri menn en kjósa skal.

5.

5.1

5.2

STJÓRNARFUNDIR OG VERKASKIPTING STJÓRNAR

Formaður kveður stjórnina til funda og stýrir þeim. Stjórnarfundi skal halda hvenær sem hann telur þess þörf. Fund skal halda ef einhver stjórnarmanna eða framkvæmdastjóri krefst þess.

Stjórnarfundur er ákvörðunarbær þegar meirihluti stjórnarmanna tekur þátt í fundarstörfum. Mikilvæga ákvörðun má þó ekki taka nema allir stjórnarmenn hafi haft tök á því að fjalla um málið, sé þess kostur. Segi stjórnarmaður sig úr stjórn heldur stjórn þó enn ákvörðunarbærni að því gefnu að meirihluti stjórnarmanna (4/7) taki þátt í fundarstörfum.

5.3 Einfaldur meirihluti stjórnarmanna ræður kjöri á stjórnarfundi. Falli atkvæði jöfn þá fellur tillagan.

5.4 Í fjarveru formanns tekur varaformaður við skyldum hans.

5.5 Stjórnendur skulu halda fundargerðir um það sem gerist á stjórnarfundum og staðfesta þær með undirskrift sinni. Fundargerðir skulu birtar opinberlega og vera aðgengilegar félagsmönnum.

5.6 Stjórn hefur heimild til þess að skipa sérstakar nefndir til þess að fjalla um ákveðið verkefni. Niðurstöður þeirra skulu þó aðeins vera leiðbeinandi fyrir stjórnina, en hún ekki bundin af þeim við afgreiðslu einstakra mála.

5.7 Stjórnin hefur æðsta vald í málefnum félagsins milli aðal-/félagafunda og setur félaginu markmið í rekstri með hagsmuni þess og félagsmanna að leiðarljósi í samræmi við tilgang félagsins. Stjórnin ræður félagsmálum milli aðal-/félagafunda og skuldbindur félagið með ályktunum sínum og samningum. Stjórnin ræður framkvæmdastjóra, ákveður ráðningakjör og gerir við hann ráðningarsamning.

5.8 Samþykki félagafundar þarf til stórra ákvarðana svo sem verulegra eignabreytinga og annars sem getur haft mikil fjárútlát í för með sér. Í þessu sambandi telst það vera veruleg eignabreyting ef andvirði hennar nemur hærra hlutfalli en 50% af heildareignum félagsins samkvæmt síðasta ársreikningi. Þá teljast það vera mikil fjárútlát ef fjárútlátin nema hærri fjárhæð en 50% af rekstrartekjum félagsins samkvæmt síðasta ársreikningi.

5.9 Stjórninni er heimilt að greiða mönnum beinan kostnað sem leiðir af störfum þeirra fyrir félagið.

5.10 Stjórnin veitir prókúru umboð.

5.11 Undirskrift meirihluta stjórnarmanna þarf til þess að skuldbinda félagið.

5.12 Stjórn er heimilt að setja reglur um starfsemi golfklúbbsins í formi reglugerða.

6. NEFNDIR

6.1 Fastar starfsnefndir, kosnar til eins árs eru; mótanefnd, aganefnd, barna- og unglinganefnd, félaganefnd, eldri kylfinganefnd, afreksnefnd og vallarnefnd.

6.2

Formaður hverrar nefndar skal kosinn á aðalfundi, en nefndir skipta að öðru leyti með sér verkum.

7. FRAMKVÆMDASTJÓRI

7.1

Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur félagsins í samræmi við þær reglur sem honum eru eða verða settar af stjórn félagsins og gildandi lögum. Hinn daglegi rekstur tekur ekki til ráðstafana sem eru óvenjulegar eða mikils háttar.

7.2 Framkvæmdastjóri skal sjá um að bókhald félagsins sé fært í samræmi við lög og venjur og meðferð eigna félagsins sé með tryggilegum hætti.

7.3 Framkvæmdarstjóri er skyldugur að hlíta öllum fyrirmælum stjórnar. Honum ber að veita endurskoðanda eða skoðunarmanni allar þær upplýsingar sem hann óskar.

8.

REIKNINGSÁR

8.1 Reikningsár er frá 1. nóvember til og með 31. október.

9. LEIKREGLUR

9.1 Við leik skal fara eftir R&A Rules Limited golfreglum eins og þær eru á hverjum tíma, en sérreglur setur stjórn eftir því sem henni þurfa þykir. Sérhver félagi er skyldugur til að fara eftir settum reglum um leik, umferð og umgengi á golfvellinum og í klúbbhúsi. Stjórn getur látið brot gegn reglum þessum varða áminningu, réttindamissi eftir atvikum eða brottrekstri ef um ítrekaðar eða miklar sakir er að ræða. Heimilt er félagsmanni sem fyrir slíku verður, að skjóta máli sínu til næsta aðalfundar, sem tekur lokaákvörðun um málið.

10. HEIÐURSFÉLAGAR

10.1 Fyrir einstök og verðskulduð störf í þágu félagsins getur stjórnin ákveðið að tiltekinn félagsmaður, einn eða fleiri, verði gerður að heiðursfélaga. Heiðursfélagar greiða ekki árgjald en njóta allra félagsréttinda. Tilnefningunni skal fylgja sérstakt skjal til staðfestingar.

10.2 Á sérstökum tímamótum getur stjórnin veitt félagsmönnum og/eða velunnurum félagsins heiðursmerki og/eða afreksmerki félagsins í samræmi við reglur sem um slíkt gilda.

11. SLIT Á FÉLAGINU

11.1 Hætti klúbburinn störfum, tekur sérstakur félagafundur ákvörðun um það. Til lögmætis þeirrar ákvörðunar þarf helmingur félaga að vera á fundi og 2/3 hlutar þeirra að gera því atkvæði. Mæti ekki helmingur félagsmanna á fund, skal boða til nýs fundar innan 3ja vikna og er sá fundur ályktunarhæfur um þetta mál, hversu fáir sem koma, sé löglega til hans boðað.

12. BREYTINGAR Á LÖGUM

12.1 Þannig samþykkt á aðalfundi 12. desember 2019.

Þannig samþykkt á aðalfundi 9. desember 2021.

Samþykkt breyting á 1., 3. og 4. gr. og ákvæði um stundarsakir bætt við á aðalfundi 9. desember 2021.

Þannig samþykkt á aðalfundi 6. desember 2023.

Stjórnir Golfklúbbs Selfoss

1985 -2025

1985 Formaður: Samúel Smári Hreggviðss

Ritari: Gunnar Kjartansson

Gjaldkeri: Guðmundur Helgi Eiríkss

Meðstj.: Guðlaugur Ægir Magnúss

Ingólfur Bárðarson

1986 Formaður: Samúel Smári Hreggviðss

Ritari: Jón Bjarni Stefánsson

Gjaldkeri: Pálmi Guðmundsson

Meðstj.: Guðlaugur Ægir Magnúss

Ingólfur Bárðarson

1987 Formaður Samúel Smári Hreggviðss

Ritari: Valey Guðmundsdóttir

Gjaldkeri: Jón Bjarni Stefánsson

Meðstj.: Ingólfur Bárðarson

Kristín Péturdóttir

1988 Formaður: Samúel Smári Hreggviðss

Ritari: Valey Guðmundsdóttir

Gjaldkeri: Jón Bjarni Stefánsson

Meðstj.: Ingólfur Bárðarson

Kristín Pétursdóttir

1989 Formaður: Samúel Smári Hreggviðss

Ritari: Kjartan Jónsson

Gjaldkeri: Jón Bjarni Stefánsson

Varaform. Guðmundur Helgi Eiríks

Meðstj.: Gunnar Kjartansson Jón Ágúst Jónsson

Kolbeinn Ingi Kristinsson

1990 Formaður: Guðmundur Helgi Eiríkss

Ritari: Kjartan Jónsson

Gjaldkeri: Haukur Arnar Gíslason

Varaform. Sigurjón Bergsson

Meðstj.: Gunnar Kjartansson

Jón Ágúst Jónsson

Svavar Valdimarsson

1991 Formaður: Guðmundur Helgi Eiríkss

Ritari: Kjartan Jónsson

Gjaldkeri: Haukur Arnar Gíslason

Varaform. Sigurjón Bergsson

Meðstj.: Gunnar Kjartansson

Jón Ágúst Jónsson

Svavar Valdimarsson

1992

Formaður: Guðmundur Helgi Eiríks

Ritari: Kjartan Jónsson

Gjaldkeri: Haukur Arnar Gíslason

Varaform. Sigurjón Bergsson

Meðstj.: Gunnar Kjartansson

Jón Ágúst Jónsson

Svavar Valdimarsson

1993 Formaður: Jón Ágúst Jónsson

Ritari: Kristín Stefánsdóttir

Gjaldkeri: Haukur Arnar Gíslason

Varaform. Sigurjón Bergsson

Meðstj.: Þór Stefánsson

Viðar Bjarnason

Svavar Valdimarsson

1994 Formaður: Jón Ágúst Jónsson

Ritari: Kristín Stefánsdóttir

Gjaldkeri: Haukur Arnar Gíslason

Varaform. Sigurjón Bergsson

Meðstj.: Þór Stefánsson

Viðar Bjarnason

Svavar Valdimarsson

1995 Formaður: Jón Ágúst Jónsson

Ritari: Kristín Stefánsdóttir

Gjaldkeri: Haukur Arnar Gíslason

Varaform. Sigurjón Bergsson

Meðstj.: Þór Stefánsson

Bárður Guðmundsson

Svavar Valdimarsson

1996 Formaður: Jón Ágúst Jónsson

Ritari: Bárður Guðmundarson

Gjaldkeri: Ágúst Magnússon

Meðstj.: Þór Stefánsson

Guðjón Öfjörð Einarsson

1997 Formaður: Jón Ágúst Jónsson

Ritari: Bárður Guðmundarson

Gjaldkeri: Ágúst Magnússon

Meðstj.: Gunnar Kjartansson

Guðjón Öfjörð Einarsson

1998 Formaður: Jón Ágúst Jónsson

Ritari: Bárður Guðmundarson

Gjaldkeri: Ágúst Magnússon

Meðstj.: Gunnar Kjartansson

Guðmundur Búason

1999

Formaður: Guðmundur Búason

Ritari: Bárður Guðmundarson

Gjaldkeri: Ágúst Magnússon

Meðstj.: Páll Böðvar Valgeirsson

Arnheiður Jónsdóttir

2000 Formaður: Guðmundur Búason

Ritari: Bárður Guðmundarson

Gjaldkeri: Ásbjörn Sigurðsson

Meðstj.: Páll Böðvar Valgeirsson

Arnheiður Jónsdóttir

2001 Formaður: Grímur Arnarson

Ritari: Bárður Guðmundarson

Gjaldkeri: Ásbjörn Sigurðsson

Meðstj.: Páll Böðvar Valgeirsson

Skúli Már Gunnarsson

2002 Formaður: Grímur Arnarson

Ritari: Sigurður Grétarsson

Gjaldkeri: Ásbjörn Sigurðsson

Meðstj.: Páll Böðvar Valgeirsson

Skúli Már Gunnarsson

2003 Formaður. Grímur Arnarson

Ritari: Sigurður Grétarsson

Gjaldkeri: Pétur Ármann Hjaltason

Meðstj.: Bárður Guðmundarson

Jens Uwe Friðriksson

2004 Formaður: Grímur Arnarson

Ritari: Sigurður Grétarsson

Gjaldkeri: Pétur Ármann Hjaltason

Meðstj.: Bárður Guðmundarson

Jens Uwe Friðriksson

2005 Formaður: Grímur Arnarson

Ritari: Sigurður Grétarsson

Gjaldkeri: Pétur Ármann Hjaltason

Meðstj.: Bárður Guðmundarson

Jens Uwe Friðriksson

2006 Formaður: Bárður Guðmundarson

Ritari: Jónbjörg Kjartansdóttir

Gjaldkeri: Pétur Ármann Hjaltason

Meðstj.: Guðjón Öfjörð Einarsson

Jens Uwe Friðriksson

2007 Formaður: Bárður Guðmundarson

Ritari: Jónbjörg Kjartansdóttir

Gjaldkeri: Pétur Ármann Hjaltason

Meðstj.: Guðjón Öfjörð Einarsson

Róbert Sverrisson

2008 Formaður: Bárður Guðmundarson

Ritari: Jónbjörg Kjartansdóttir

Gjaldkeri: Pétur Ármann Hjaltason

Meðstj.: Páll Leó Jónsson Ástfríður M. Sigurðard.

2009 Formaður: Bárður Guðmundarson

Ritari: Jónbjörg Kjartansdóttir

Gjaldkeri: Pétur Á. Hjaltason

Meðstj.: Ástfríður M. Sigurðard.

Páll Leó Jónsson

2010 Formaður: Bárður Guðmundarson

Ritari: Jónbjörg Kjartansdóttir

Gjaldkeri: Pétur Á. Hjaltason

Meðstj.: Halldór Morthens

Jens Uwe Friðriksson

2011 Formaður: Bárður Guðmundarson

Ritari: Jónbjörg Kjartansdóttir

Gjaldkeri: Pétur Á. Hjaltason

Meðstj.: Halldór Morthens

Jens Uwe Friðriksson

2012 Formaður: Bárður Guðmundarson

Ritari: Jónbjörg Kjartansdóttir

Gjaldkeri: Jens Uwe Friðriksson

Meðstj.: Halldór Morthens

Benedikt Magnússon

2013 Formaður: Bárður Guðmundarson

Ritari: Jónbjörg Kjartansdóttir

Gjaldkeri: Jens Uwe Friðriksson

Meðstj: Halldór Morthens

Axel Óli Ægisson

2014 Formaður: Ástfríður Sigurðardóttir

Ritari: Svanur Geir Bjarnason

Gjaldkeri: Helena Guðmundsdóttir

Meðstj: Axel Óli Ægisson

Halldór Morthens

2015 Formaður: Ástfríður Sigurðardóttir

Ritari: Svanur Geir Bjarnason

Gjaldkeri: Helena Guðmundsdóttir

Meðstj: Axel Óli Ægisson

Halldór Morthens

2016 Formaður: Ástfríður Sigurðardóttir

Ritari: Svanur Geir Bjarnason

Gjaldkeri: Helena Guðmundsdóttir

Meðstj: Axel Óli Ægisson

Halldór Morthens

2017 Formaður: Ástfríður Sigurðardóttir

Ritari: Svanur Geir Bjarnason

Gjaldkeri: Helena Guðmundsdóttir

Meðstj: Páll Sveinsson

Halldór Morthens

2018 Formaður: Ástfríður Sigurðardóttir

Ritari: Svanur Geir Bjarnason

Gjaldkeri: Helena Guðmundsdóttir

Meðstj: Páll Sveinsson

Halldór Morthens

Bjarki Már Magnússon

Vignir Egill Vigfússon

2019 Formaður: Ástfríður Sigurðardóttir

Ritari: Svanur Geir Bjarnason

Gjaldkeri: Helena Guðmundsdóttir

Meðstj: Páll Sveinsson

Halldór Morthens

Bjarki Már Magnússon

Vignir Egill Vigfússon

2020 Formaður: Páll Sveinsson

Varaformaður: Bjarki Már Magnússon

Ritari: Svanur Geir Bjarnason

Gjaldkeri: Helena Guðmundsdóttir

Meðstj: Ástfríður Sigurðardóttir

Halldór Morthens

Vignir Egill Vigfússon

2021 Formaður: Páll Sveinsson

Varaformaður: Bjarki Már Magnússon

Ritari: Hreinn Þorkelsson

Gjaldkeri: Helena Guðmundsdóttir

Meðstj: Ástfríður Sigurðardóttir

Halldór Morthens

Arnór Ingi Gíslason

2022 Formaður: Páll Sveinsson

Varaformaður: Bjarki Már Magnússon

Ritari: Hreinn Þorkelsson

Gjaldkeri: Helena Guðmundsdóttir

Meðstj: Ástfríður Sigurðardóttir

Magnús J Magnússon

Arnór Ingi Gíslason

2023 Formaður: Páll Sveinsson

Varaformaður: Bjarki Már Magnússon

Ritari: Hreinn Þorkelsson

Gjaldkeri: Helena Guðmundsdóttir

Meðstj: Ástfríður Sigurðardóttir

Magnús J Magnússon

Leifur Viðarsson

2024 Formaður: Páll Sveinsson

Varaformaður: Bjarki Már Magnússon

Ritari: Hreinn Þorkelsson

Gjaldkeri: Helena Guðmundsdóttir

Meðstj: Ástfríður Sigurðardóttir

Magnús J Magnússon

Leifur Viðarsson

2025 Formaður: Páll Sveinsson

Varaformaður: Bjarki Már Magnússon

Ritari: María Ragna Lúðvigsdóttir

Gjaldkeri: Helena Guðmundsdóttir

Meðstj: Auður Rósseyjardóttir

Magnús J Magnússon

Leifur Viðarsson

Stefnum á opnun 18 holu vallar ágúst 2027

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.