__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1

ÍSLANDSMÓT

Í GOLFI 2020

TILHLÖKKUN OG EFTIRVÆNTING


2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020

Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri GM Krefjandi Séð yfir 7. flötina á Hlíðavelli í Mosfellsbæ.

Öflugur klúbbur með stutta sögu

Golfklúbbur Mosfellsbæjar

G

olfíþróttin á sér ekki langa sögu í Mosfellsbæ en Golfklúbbur Mosfellsbæjar er í dag einn af fjölmennustu og öflugustu golfklúbbum landsins. Klúbburinn var stofnaður árið 2015 þegar Golfklúbbur Bakkakots í Mosfellsdal og Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ sameinuðust undir merkjum GM, eða Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Golfklúbbur Bakkakots hafði starfað allt frá árinu 1991 og Golfklúbburinn Kjölur frá 1980. Nýr golfklúbbur hlaut skammstöfunina GM og skartar í dag tveimur vallarsvæðum. Hlíðavöllur er í Mosfellsbæ og er glæsilegur 18 holu golfvöllur við ströndina með óviðjafnanlegu útsýni yfir Faxaflóann. Bakkakot í Mosfellsdal er skemmtilegur níu holu golfvöllur í yndislegri náttúru Mosfellsdals. Það liðu sex ár frá því að Kjölur var stofnaður þar til byrjað var að leika á Hlíðavelli. Framkvæmdir hófust við völlinn árið 1983 og þremur árum síðar var níu holu völlur opnaður. Sjálfboðaliðar unnu að mestu við uppbyggingu vallarins á þessum

árum – en GM býr enn að því hversu sterkur félagsandinn er í klúbbnum, og öflugt sjálfboðalið er eitt helsta einkenni klúbbsins. Árið 2004 var hafist handa við að stækka Hlíðavöll í 18 holur. Fimm nýjar holur voru opnaðar árið 2008 og var völlurinn 14 holur allt til ársins 2011 þegar allar 18 holur vallarins voru tilbúnar. Edwin Roald Rögnvaldsson hannaði nýjan hluta vallarins. Völlurinn liggur við ströndina og er óviðjafnanlegt útsýni bæði til sjávar og fjalla frá ýmsum stöðum á vellinum. Brautirnar á Hlíðavelli eru fjölbreyttar og með skemmtilegum áskorunum. Eldri hluti Hlíðavallar er tiltölulega stuttur og eru flatir þar oft á tíðum aðeins upphækkaðar. Á nýrri hluta vallarins eru brautirnar talsvert lengri og flatir almennt mjög stórar. Ný og glæsileg íþróttamiðstöð var opnuð við völlinn árið 2017. Við þær breytingar fékk fjölbreytt starfsemi klúbbsins frábæra aðstöðu. Efri hæð hússins er 650 fermetrar en þar er stór veitingasalur og veitingaþjónusta, golfverslun, snyrtingar og skrifstofur. Á neðri hæðinni er m.a. fullkomin æfingaaðstaða.

Kæru kylfingar og verðandi kylfingar

F

átt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Golftímabilið fór einkennilega af stað í vor og um tíma var ekki útlit fyrir að hægt yrði að leika íþróttina vegna takmarkana á íþróttastarfi. Til allrar hamingju er golf íþróttagrein sem unnt er að leika án snertingar við aðra og með eigin útbúnaði. Af þeim sökum lánaðist okkur kylfingum að leika um velli landsins, að virtum tilmælum stjórnvalda. Golfhreyfingin sýndi samfélagslega ábyrgð og lagði á sama tíma sitt af mörkum til aukinnar lýðheilsu og útiveru. En þrátt fyrir frávik frá hefðbundnum golfleik og óvissu um ástundun, þá varð niðurstaðan besta golfsumar í manna minnum. Aldrei í 78 ára sögu Golfsambandsins Íslands hafa fleiri leikið golf hér á landi og fjölgaði iðkendum um 11% milli ára, sem einnig er met. Það þýðir að yfir sex prósent þjóðarinnar eru skráð í golfklúbb og meira en 10% þjóðarinnar leika golf að staðaldri. Engin önnur þjóð getur teflt fram slíkum tölum. Af þessu erum við virkilega stolt og horfum enn bjartsýnni fram á veginn. Verkefni hreyfingarinnar felast nú í að breiða enn frekar út boðskap íþróttarinnar og áskorunin felst í því að halda kylfingum við efnið. Við megum alls ekki pakka í vörn. Það fær enginn fugl með því að pútta of laust í boltann. Á morgun er komið að rúsínunni í pylsuendanum þegar Íslandsmótið í golfi fer af stað með látum. Sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir af sterkustu kylfingum landsins verið meðal þátttakenda og við hlökkum mikið til að hefja leik á glæsilegum Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Þetta blað, sem gefið er út í samstarfi við Morgunblaðið, er tileinkað Íslandsmótinu. Mótið er okkar stærsti árlegi viðburður og án efa besta auglýsing sem íslenskt golf getur fengið. Að þessu sinni verður leikið í mótinu með óhefðbundnu sniði, þar sem taka þarf tillit til sóttvarna og heilsu keppenda. Ég er þó handviss um að það mun engin áhrif hafa á keppendur, enda erum við öll þakklát fyrir að geta haldið mótið. Vegna takmarkaðs fjölda áhorfenda þá kemur sér einkar vel að sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu á RÚV föstudag, laugardag og sunnudag. Golfþyrstir áhorfendur ættu því að geta fylgst náið með keppninni. Ég óska keppendum öllum alls hins besta og hlakka til að afhenda verðandi Íslandsmeisturum í karla- og kvennaflokki hina eftirsóttu bikara í leikslok. Haldið áfram að sveifla.

Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands Útgefandi/ábyrgðaraðili Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri Brynjar Eldon Geirsson brynjar@golf.is Texti og ljósmyndir Sigurður Elvar Þórólfsson seth@golf.is, nema annað sé tekið fram Auglýsingar Erling Adolf Ágústssonerling@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Sigurður Elvar Þórólfsson

Tilbúinn Ágúst Jensson: „Á undanförnum árum hefur GM unnið með það markmið að vera skemmtilegasti golfklúbbur landsins. Það hefur tekist vel en við viljum einnig vera fjölskylduvænn klúbbur.“

„Tilhlökkun og eftirvænting hjá klúbbfélögum“ „Það hefur lengi verið markmið hjá forsvarsmönnum Golfklúbbs Mosfellsbæjar að fá það verkefni að halda Íslandsmótið í golfi á Hlíðavelli. Það hefur verið unnið markvisst að því að bæta aðstöðuna hér á svæðinu til þess að geta tekið slíkt mót að okkur.

Þ

að ríkir mikil tilhlökkun og eftirvænting hjá félagsmönnum okkar að fá þetta stóra verkefni hingað á Hlíðavöll,“ segir Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar.iklar framkvæmdir hafa átt sér stað á Hlíðavelli á undanförnum árum og nýtt félagsheimili GM, Klettur, hefur gjörbreytt aðstöðumálum klúbbsins. „Klettur er eitt glæsilegasta klúbbhús landsins, við erum einnig með nýtt æfingasvæði og frábæran 18 holu golfvöll. Aðstaðan hér á Hlíðavelli er í fremsta flokki á landsvísu.“ Ágúst, sem er fæddur og uppalinn í Stykkishólmi, hefur mikla reynslu af framkvæmd Íslandsmótsins í golfi. „Íslandsmótið 2020 verður það þriðja hjá mér þar sem ég kem að undirbúningi og framkvæmd. Ég var vallarstjóri á Korpúlfsstaðavelli árið 2013 hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, og ég var framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar árið 2016 þegar Íslandsmótið fór fram á Jaðarsvelli. Framkvæmd á slíku móti er samvinnuverkefni margra aðila og ég er sannfærður um að Íslandsmótið 2020 verður eftirminnilegt og glæsilegur viðburður.“ Ágúst segir ennfremur að það skipti miklu máli fyrir klúbb eins og GM að fá tækifæri til að halda stærsta golfmót ársins, Íslandsmótið. „Við erum klúbbur sem er samkeppnishæfur á þessu sviði. Bæði hvað varðar aðstöðu, umgjörð og ekki síst innra starf klúbbsins. GM er með gríðarlega sterkan hóp sjálfboðaliða sem eru allir af vilja gerðir til þess að koma klúbbnum til aðstoðar í ótal verkefnum sem fylgja móti af þessari stærðargráðu. Það skiptir einnig máli fyrir okkar fjölmörgu og góðu afrekskylfinga að fá tækifæri til þess að keppa á þessu móti á heimavelli. Það vilja allir afrekskylfingar keppa á þeim velli sem þeir þekkja best.“ Golfklúbbur Mosfellsbæjar hefur vaxið hratt á undanförnum árum og eru rétt rúmlega 1.300 félagsmenn í honum. Ágúst segir að markmiðið sé að vera með um 1.400 félagsmenn í GM. „Á undanförnum árum hefur GM unnið með það markmið að vera skemmtilegasti golfklúbbur landsins. Það hefur tekist vel en við viljum einnig vera fjölskylduvænn klúbbur. Eitt af markmiðum ársins 2020 er að fá enn fleiri börn og unglinga í starfið hjá okkur. Við buðum upp á fjölskyldutilboð sem sló heldur

Bikarar Verðlaunagripirnir á 18. flöt á Hlíðavelli.

betur í gegn. Yngri kylfingum hefur fjölgað mjög hjá okkur. Það er jákvætt og við ætlum að halda áfram á þeirri braut á næstu misserum.“ Það er ljóst að bestu kylfingar landsins hafa áhuga á að keppa á stærsta móti ársins á Hlíðavelli. Færri komust að í Íslandsmótið 2020 en vildu. Alls sóttu 171 keppandi um að taka þátt en aðeins 151 komust inn í mótið, 117 karlar og 34 konur. Forgjöf keppenda réði því hvort þeir komust inn eða ekki. Fyrsti kylfingurinn á biðlista í karlaflokki er með 3,1 í forgjöf en engin kona er á biðlistanum. Íslandsmótið 2020 er því á meðal fjölmennustu Íslandsmóta frá árinu 2001. Íslandsmótið árið 2009 í Grafarholti var með 155 keppendur, árið 2002 á Hellu voru 151 keppendur líkt og í ár. „Íslandsmótið í golfi dregur að sér athygli og ég vona að bæjarbúar sjái sér fært að taka þátt í þessu með okkur. Það eru allir velkomnir á Hlíðavöll til að upplifa stemninguna, ganga út á völl og fylgjast með okkar bestu kylfingum. Vallarstæðið á Hlíðavelli er með þeim hætti að það er auðvelt að finna sér stað þar sem yfirsýnin er mikil. Það eru göngustígar úti um allt á þessu svæði og mjög einfalt að koma sér á milli staða,“ segir Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri GM.


Með áskrift í Lottóinu greiðir þú fast mánaðargjald þannig að þegar það eru fimm laugardagar í mánuðinum þá borgar þú bara fyrir fjóra! Skelltu happatölunum þínum í áskrift svo þær séu einfaldlega alltaf með í leiknum.

Græjaðu áskriftina á lotto.is eða hringdu í síma 580 2500

LEIKURINN OKKAR


4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020

Kári Árnason knattspyrnumaður

Er með 18 ára gamlan pútter í pokanum „Það er margt sem er heillandi við golfið. Þetta er mikil hugaríþrótt, það er hægt að missa sig í pælingum um alls konar smáatriði. En oftast ræðst árangurinn af dagsforminu og sjálfstraustinu sem ríkir þann daginn. Það er einnig mjög gaman að keppa við vinahópinn og fjölskylduna,“ segir knattspyrnumaðurinn Kári Árnason.

Hugaríþrótt Kári Árnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, einbeittur á svip á 3. teig á Korpúlfsstaðavelli í Reykjavík.

Á

undanförnum árum hefur Kári verið hryggjarstykkið í vörn karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu en hann leikur í dag með uppeldisfélaginu Víkingi úr Reykjavík í efstu deild. Golfíþróttinni kynntist Kári þegar hann var rétt rúmlega 10 ára á golfnámskeiðum hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. „Ég hafði nú reyndar ekkert sérstaklega gaman af þessu þegar ég var krakki. Ég og vinur minn vorum sendir á golfnámskeið hjá GKG þegar við vorum 11 ára gamlir. Það var nánast bara barnapössun. Okkur var skutlað á námskeiðið og sóttir fjórum tímum síðar. Áhuginn vaknaði á golfinu á ný þegar ég fluttist til Englands og Skotlands,“ segir Kári en hann hefur leikið víða sem atvinnumaður í knattspyrnu frá árinu 2004, Svíþjóð, Danmörku, Englandi, Skotlandi, Grikklandi og Tyrklandi. Kári hefur náð þokkalega góðum tökum á golfinu þrátt fyrir að hafa

Ljósmyndir/seth@golf.is

ekki gefið sér tíma til að æfa mikið. Knattspyrnan er enn í forgangi en hann hefur sett sér markmið fyrir framtíðina hvað golfið varðar. „Helsta markmiðið hjá mér er að ná meiri stöðugleika og komast í eins stafa tölu í forgjöf til lengri tíma. Þetta er metnaðarfullt markmið en ég held að það sé alveg hægt að ná því.“ Grafarholtsvöllur er í uppáhaldi hjá Kára en hann er félagsmaður Í GR.

„Hola nr. 4 í Grafarholtinu er einnig á topplistanum hjá mér, ég næ yfirleitt góðu skori á 4. Frekar einföld hola og hægt að lagfæra slæma byrjun á hringnum á þessari holu. Leirdalsvöllur er einnig alltaf skemmtilegur – þar byrjaði ég að spila golf og á því góðar minningar frá þeim velli.“ Æskufélagar Kára spila allir golf og það er alltaf hörð keppni þeirra á milli þegar þeir hittast á golfvellinum.

Láttu ofnæmið ekki hafa áhrif á skorið Bionette ofnæmisljós er byltingakennd vara sem notar ljósmeðferð (phototherapy) til að draga úr einkennum ofnæmiskvefs (heymæðis) af völdum frjókorna, dýra, ryks/rykmaura og annarra loftborinna ofnæmisvaka. Fæst í næsta Apóteki, Golfklúbbi Reykjavíkur og Golfklúbbi Akureyrar.

Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is

riði eru þau sem ég treysti mest á. Upphafshöggin með drævernum eru annað mál. Ég er stundum mjög villtur með drævernum, en af og til detta upphafshöggin inn – en það mætti vera oftar. Á góðum degi, þurrum velli, niður brekku og í miklum meðvindi gæti ég kannski rúllað drævinu allt að 300 metrum,“ segir Kári þegar hann er spurður um högglengd í upphafshöggum. Golfgræjur eru eitthvað sem Kári veltir mikið fyrir sér en hann ætlar aldrei að skipta út lífsförunautnum sem hefur verið í golfpokanum sl. 18 ár. Ég hef gaman af því að pæla í golfgræjum. Ég skoða því mikið hvað er nýtt. Pútterinn minn er að verða að lífsförunaut. Hann er af gerðinni Taylor Made Monza og ég hef verið með hann í pokanum í 18 ár. Ég mun Á flugi Kári horfir hér á eftir vel heppnuðu höggi. aldrei skipta honum út. „Þar látum við allt fljúga og Kylfurnar mínar eru Nike Vapor og ég er með Cleveland 52 gráðu keppnisskapið kemur mjög oft mikið við sögu í þessum rimmum fleygjárn. Þegar ég byrjaði að spila okkar. Það er nú oftast þannig að golf um 11 ára aldurinn var ég með menn byrja með miklum látum í hálft járnasett frá Wilson sem „kjaftinum“ en á 12. holu eru þeir bróðir minn var vaxinn upp úr. hættir að rífa kjaft. Það er einnig Járnin voru á oddatölum, 3-5-7-9. svipað uppi á teningnum þegar ég Þegar ég fékk mér fullt sett þá átti spila með strákunum úr landsliðinu ég í erfiðleikum með að slá með í fótbolta, það eru alltaf skemmtijárnunum sem voru á sléttum töllegar stundir að hittast á golfvellum.“ inum. Ég spila einnig mikið með Kári hefur slegið draumahöggið foreldrum mínum og eldri bróður. og er félagi í Einherjaklúbbnum. Ég fæ reyndar samviskubit í dag „Ég kláraði inngönguna í Einþegar ég vinn bróður minn í golfi. herjaklúbbinn tveimur árum eftir að ég byrjaði að spila golf. Það var Skýringin er sú að ég var orðinn of á ættarmóti sem fram fór á Selsvanur að tapa fyrir honum í öllu í gamla daga. Þannig að ég leyfi velli á Flúðum. Níunda holan á honum að vinna mig af og til í golfvellinum var á þeim tíma stutt par inu í dag til að laga samviskubitið 3 þar sem upphafshöggið var hjá mér,“ segir Kári í léttum tón. „blint“. Frændi minn fór inn á flötKári var inntur eftir helstu ina og sagði mér að miða á höfuðið styrkleikum sínum í golfinu og á sér, ég gerði eins og mér var einnig veikleikum. sagt og boltinn rúllaði ofan í hol„Styrkleiki minn í golfinu eru una. Hola í höggi,“ sagði Kári púttin og ég get alveg slegið ágætÁrnason, kylfingur og knattlega með járnunum. Þessi tvö atspyrnumaður.


Vertu framúrskarandi Til að skara fram úr þarf ástríðu, einbeitingu, viljastyrk og útsjónarsemi. Þetta einkennir merkisbera KPMG, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. Í rekstri líkt og atvinnumennsku í íþróttum skiptir máli að hafa forgangsröðunina í lagi og hugrekki til að fara nýjar leiðir er byggja á þekkingu, reynslu og réttum upplýsingum. Við leggjum okkur fram svo þú skarir fram úr. Kynntu þér þjónustuframboð KPMG á vefsíðu félagsins eða hafðu samband í síma 545 6000 og við verðum þér innan handar. kpmg.is


6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020

Fjöldi í golfklúbbum Fjöldi 2019 716 247 210 36 55 184 131 40 110 86 80 222 98 25 100 125 232 138

Breyting 2019-2020 43 6% 20 8% 47 22% 4 11% -14 -25% 25 14% 217 166% -1 -3% 6 5% -28 -33% -15 -19% -2 -1% -1 -1% 1 4% 18 18% -6 -5% 76 33% 6 4%

Fjöldi í júlí 2020 Gólfklúbbur 15 ára og yngri 16 + Samtals Sandgerðis 1 162 163 Selfoss 49 353 402 Seyðisfjarðar 63 63 Siglufjarðar 1 52 53 Skagafjarðar 34 169 203 Skagastrandar 25 25 Staðarsveitar 15 15 Suðurnesja 89 527 616 Vatnsleysustrandar 3 176 179 Vestmannaeyja 104 386 490 Vopnafjarðar 27 27 Þorlákshafnar 29 324 353 Dalbúi 75 75 Esja 1 22 23 Flúðir 9 177 186 Geysir 23 23 Gláma 1 1 Gl i 53 53

Fjöldi 2019 142 443 68 55 167 28 15 574 172 406 35 323 61 0 187 43 0 49

Breyting 2019-2020 21 15% -41 -9% -5 -7% -2 -4% 36 22% -3 -11% 0 0% 42 7% 7 4% 84 21% -8 -23% 30 9% 14 23% 23 -1 -1% -20 -47% 1 4 8%

Gólfklúbbur Lundur Mostri Oddur Ós Setberg Skrifla Tuddi Úthlíð Vestarr Vík Þverá Nesklúbburinn Samtals

Fjöldi í júlí 2020 15 ára og yngri 16 + Samtals 34 34 1 84 85 209 1.312 1.521 2 39 41 8 412 420 4 4 1 12 13 1 304 305 4 158 162 26 26 59 59 32 723 755 2.353 17.443 19.796

Fjöldi Breyting 2019 2019-2020 31 3 10% 86 -1 -1% 1.464 57 4% 36 5 14% 393 27 7% 4 0 0% 24 -11 -46% 164 141 86% 134 28 21% 35 -9 -26% 59 0 0% 737 18 2% 17.822 1.974 11%

Skipting kylfinga eftir aldursflokkum og kyni Ald

K l

Fjöldi í júlí 2020 K S

tl

Fjöldi 2019

Breyting 2019 2020

2018

FÖSSARI

Fjöldi í júlí 2020 Gólfklúbbur 15 ára og yngri 16 + Samtals Akureyrar 188 571 759 Álftaness 28 239 267 Ásatúns 1 256 257 Bíldudals 40 40 Bolungarvíkur 2 39 41 Borgarness 5 204 209 Brautarholts 2 346 348 Byggðarholts 39 39 Fjallabyggðar 30 86 116 Fjarðabyggðar 3 55 58 Fljótsdalshéraðs 2 63 65 Grindavíkur 11 209 220 Hellu 3 94 97 Hólmavíkur 26 26 Hornafjarðar 4 114 118 Húsavíkur 12 107 119 Hveragerðis 5 303 308 Í fj ð 3 141 144

11% fjölgun á árinu 2020

Metfjöldi kylfinga á Íslandi

Skemmtun Golfíþróttin höfðar til Íslendinga á öllum aldri.

Ertu alltaf í spreng? gegn tíðum þvaglátum

K

ylfingar á Íslandi hafa aldrei verið fleiri en nú. Hinn 1. júlí 2020 voru 19.726 félagsmenn skráðir í golfklúbba víðs vegar um landið. Þetta er fjölgun um rúmlega 1.900 kylfinga frá því í fyrra, eða sem nemur 11%. Eftirspurnin í golf síðustu tvo áratugi hefur verið gríðarleg. Árið 2000 voru 8.500 kylfingar skráðir í golfklúbba landsins. Á síðustu 20 árum hefur félagsmönnum í golfklúbbum landsins fjölgað um rúmlega 11.200 eða sem nemur 130%. Á árunum 2015-2019 fjölgaði að

meðaltali um 1% á ári, eins og sjá má í ársskýrslu GSÍ fyrir árið 2019. Í sögulegu samhengi er árið 2020 því metár þegar kemur að fjölgun félagsmanna á einu ári. Golfsambandið er næststærsta íþróttasambandið innan ÍSÍ með tæplega 20.000 félaga en Knattspyrnusambandið er fjölmennast með um 23.000 félaga. Í aldursflokknum 15 ára og yngri er 25% fjölgun á árinu 2020 og fjölgun félagsmanna í aldursflokkunum 20-29 ára og 30-39 ára er einnig um 25%. Nánar í töflunum hér fyrir ofan.

Brizo er sérhannað fyrir karlmenn sem þjást af einkennum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Kannast þú við þessi vandamál? • Lítil eða slöpp þvagbuna • Tíð þvaglát • Næturþvaglát • Skyndileg þvaglátarþörf • Erfitt að hefja þvaglát • Þvagleki eða erfitt að stöðva þvaglát • Þörf fyrir þvaglát skömmu eftir það síðasta • Sviði eða sársauki við þvaglát Fæst í apótekum og flestum stórmörkuðum Fjölgun Mikil fjölgun hefur átt sér stað hjá kylfingum á öllum aldri í golfinu.


Sumarið er þitt í góðu sambandi við börnin Sendu barnið út í sumarið með Nokia 3310, pottþéttan krakkatakkasíma sem þarf sjaldan að hlaða og þolir hnjask, eða Nokia 2.3, sem er tilvalinn fyrsti snjallsími. Með völdum farsímaleiðum færðu Krakkakort með endalausu tali og 1 GB á 0 kr. Þú færð síma fyrir börnin og fleiri sumarlegar vörur í verslunum Símans og á siminn.is

10

33 a i k o N

0 9 9 . 9

kr.

Nokia 2

21.990 .3

siminn.is

kr.


8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020

Íslandsmót í golfi 2020

Sá fyrsti Heiðar Davíð Bragason sigraði árið 2005 og var þá félagi í Kili í Mosfellsbæ

Sá sigursælasti Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hefur sigrað alls sjö sinnum á Íslandsmótinu í golfi.

Birgir Leifur sá sigursælasti Íslandsmótið í golfi fer nú fram í fyrsta sinn á Hlíðavelli í Mosfellsbæ, hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Íslandsmeistaratitillinn hefur tvívegis farið í Mosfellsbæ í karlaflokki. Fyrst árið 2005 þegar Heiðar Davíð Bragason braut ísinn og í annað sinn árið 2008 þegar Kristján Þór Einarsson fagnaði sigri í Vestmannaeyjum – en þeir Heiðar og Kristján kepptu undir merkjum Golfklúbbsins Kjalar.

E

Meistarar Kristján Þór Einarsson var annar í röð Kjalarmanna til að hampa titlinum. Hér er hann með Helenu Árnadóttur úr GR eftir mótið 2008.

ERU LIÐVERKIR AÐ HÆKKA FORGJÖFINA? GOLD

Mest selda liðbætiefni á Íslandi

Fæst í apótekum og flestum stórmörkuðum

f litið er á fjölda titla hjá golfklúbbum landsins er Golfklúbbur Reykjavíkur með flesta titla eða 23 alls. Golfklúbbur Akureyrar kemur þar á eftir með 20. Alls hafa níu klúbbar átt Íslandsmeistara í golfi í karlaflokki frá upphafi. Birgir Leifur Hafþórsson er sá sigursælasti frá upphafi en hann sigraði í sjöunda sinn á ferlinum árið 2016, á Jaðarsvelli á Akureyri. Fyrir þann tíma hafði hann deilt metinu með Björgvini Þorsteinssyni og Úlfari Jónssyni sem eru báðir með sex Íslandsmeistaratitla. Íslandsmeistarar í golfi í karlaflokki frá upphafi:

Ártal, nafn, klúbbur. Fjöldi titla alls: Fjöldi titla alls hjá klúbbi: 1942 Gísli Ólafsson GR (1) (1) 1943 Gísli Ólafsson GR (2) (2) 1944 Gísli Ólafsson GR (3) (3) 1945 Þorvaldur Ásgeirsson GR (1) (4) 1946 Sigtryggur Júlíusson GA (1) (1) 1947 Ewald Berndsen GR (1) (5) 1948 Jóhannes G. Helgason GR (1) (6) 1949 Jón Egilsson GA (1) (2) 1950 Þorvaldur Ásgeirsson GR (2) (7) 1951 Þorvaldur Ásgeirsson GR (3) (8) 1952 Birgir Sigurðsson GA (1) (3) 1953 Ewald Berndsen GR (2) (9) 1954 Ólafur Á. Ólafsson GR (1) (10) 1955 Hermann Ingimarsson GA (1) (4) 1956 Ólafur Á. Ólafsson GR (2) (11) 1957 Sveinn Ársælsson GV (1) (1) 1958 Magnús Guðmundsson GA (1) (5) 1959 Sveinn Ársælsson GV (2) (2) 1960 Jóhann Eyjólfsson GR (1) (12) 1961 Gunnar Sólnes GA (1) (6) 1962 Óttar Yngvason GR (1) (13) 1963 Magnús Guðmundsson GA (2) (7) 1964 Magnús Guðmundsson GA (3) (8) 1965 Magnús Guðmundsson GA (4) (9) 1966 Magnús Guðmundsson GA (5) (10) 1967 Gunnar Sólnes GA (2) (11) 1968 Þorbjörn Kjærbo GS (1) (1) 1969 Þorbjörn Kjærbo GS (2) (2) 1970 Þorbjörn Kjærbo GS (3) (3) 1971 Björgvin Þorsteinsson GA (1) (12) 1972 Loftur Ólafsson NK (1) (1) 1973 Björgvin Þorsteinsson GA (2) (13) 1974 Björgvin Þorsteinsson GA (3) (14) 1975 Björgvin Þorsteinsson GA (4) (15) 1976 Björgvin Þorsteinsson GA (5) (16)

1977 Björgvin Þorsteinsson GA (6) (17) 1978 Hannes Eyvindsson GR (1) (14) 1979 Hannes Eyvindsson GR (2) (15) 1980 Hannes Eyvindsson GR (3) (16) 1981 Ragnar Ólafsson GR (1) (17) 1982 Sigurður Pétursson GR (1) (18) 1983 Gylfi Kristinsson GS (1) (4) 1984 Sigurður Pétursson GR (2) (19) 1985 Sigurður Pétursson GR (3) (20) 1986 Úlfar Jónsson GK (1) (1) 1987 Úlfar Jónsson GK (2) (2) 1988 Sigurður Sigurðsson GS (1) (5) 1989 Úlfar Jónsson GK (3) (3) 1990 Úlfar Jónsson GK (4) (4) 1991 Úlfar Jónsson GK (5) (5) 1992 Úlfar Jónsson GK (6) (6) 1993 Þorsteinn Hallgrímsson GV (1) (3) 1994 Sigurpáll G. Sveinsson GA (1) (18) 1995 Björgvin Sigurbergsson GK (1) (7) 1996 Birgir Leifur Hafþórsson GL (1) (1) 1997 Þórður E. Ólafsson GL (1) (2) 1998 Sigurpáll G. Sveinsson GA (2) (19) 1999 Björgvin Sigurbergsson GK (2) (8) 2000 Björgvin Sigurbergsson GK (3) (9) 2001 Örn Æ. Hjartarson GS (1) (6) 2002 Sigurpáll G. Sveinsson GA (3) (20) 2003 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (2) (1) 2004 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (3) (2) 2005 Heiðar Davíð Bragason GKj. (1) (1) 2006 Sigmundur Einar Másson GKG (1) (3) 2007 Björgvin Sigurbergsson GK (4) (10) 2008 Kristján Þór Einarsson GKj. (1) (2) 2009 Ólafur B. Loftsson NK (1) (2) 2010 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (4) (4) 2011 Axel Bóasson GK (1) (11) 2012 Haraldur Franklín Magnús GR (1) (21) 2013 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (5) (5) 2014 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (6) (6) 2015 Þórður Rafn Gissurarson, GR (1) (22) 2016 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (7) (7) 2017 Axel Bóasson GK (2) (12) 2018 Axel Bóasson GK (3) (13) 2019 Guðmundur Ágúst Kristjánsson (1) (23) Samtals titlar í karlaflokki hjá golfklúbbum landsins:

GR – 23 GA – 20 GK – 13 GKG – 7 GS – 6 GV – 3 GL – 2 NK – 2 GKj./ GM 2


NÝTT TT

KOLLA N N KOFFÍN SYKURLAUST


10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020

Íslandsmót í golfi 2020

Magnað met Karenar stendur enn Keppt verður um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki í 54. skipti frá upphafi þegar mótið fer fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar 6.-9. ágúst. Fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitilinn árið 1967 þegar Guðfinna Sigurþórsdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja fagnaði titlinum fyrst allra kvenna.

G

uðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, hefur sigrað á undanförnum tveimur árum á þessu stórmóti. Frá árinu 1996 hafði engri tekist að verja titilinn í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi, allt frá þeim tíma þegar Karen Sævarsdóttir fagnaði áttunda Íslandsmeistaratitli sínum í röð. Kylfingar úr GR hafa oftast sigrað á Íslandsmótinu í kvennaflokki, eða 22 sinnum. Kylfingar úr GK hafa sigrað 12 sinnum á Íslandsmótinu. Eins og áður segir var Guðfinna Sigurþórsdóttir fyrsti Íslandsmeistarinn í kvennaflokki, en hún sigraði alls þrívegis. Dóttir hennar er Karen Sævarsdóttir, sem sigraði á Íslandsmótinu átta sinnum í röð á árunum 1989-1996. Það er met sem stendur enn og eiga þær mæðgur alla ellefu Íslandsmeistaratitlana sem hafa komið úr röðum GS í kvennaflokki. Nína Björk Geirsdóttir er eini kylfingurinn úr röðum Mosfellsbæinga sem hefur sigrað á Íslandsmótinu í golfi. Nína Björk sigraði á Hvaleyrarvelli árið 2007, en þá keppti hún fyrir Kjöl, sem rann síðan inn í Golfklúbb Mosfellsbæjar við stofnun þess klúbbs.

Ellefu titlar Mæðgurnar Karen Sævarsdóttir og Guðfinna Sigurþórsdóttir þekkja verðlaunagripinn vel. Guðfinna sigraði fyrst allra kvenna á Íslandsmótinu í golfi og alls þrívegis. Karen sigraði átta sinnum í röð og það met stendur enn.

Íslandsmeistarar í kvennaflokki frá upphafi: Ártal: Nafn: Klúbbur: Fjöldi titla alls: Fjöldi titla alls hjá klúbbi: 1967 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (1) (1) 1968 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (2) (2) 1969 Elísabet Möller GR (1) (1) 1970 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (1) (1) 1971 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (3) (3) 1972 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (2) (2) 1973 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (3) (3) 1974 Jakobína Guðlaugsdóttir GV(4) (4) 1975 Kristín Pálsdóttir GK (1) (1) 1976 Kristín Pálsdóttir GK (2) (2) 1977 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (1) (2) 1978 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (2) (3) 1979 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (3) (4) 1980 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (1) (5) 1981 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (2)(6) 1982 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (3) (7) 1983 Ásgerður Sverrisdóttir GR (1) (8) 1984 Ásgerður Sverrisdóttir GR (2) (9) 1985 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (1) (10) 1986 Steinunn Sæmundsdóttir GR (1) (11) 1987 Þórdís Geirsdóttir GK (1) (3) 1988 Steinunn Sæmundsdóttir GR (2) (12) 1989 Karen Sævarsdóttir GS (1) (4) 1990 Karen Sævarsdóttir GS (2) (5) 1991 Karen Sævarsdóttir GS (3) (6) 1992 Karen Sævarsdóttir GS (4) (7) 1993 Karen Sævarsdóttir GS (5) (8) 1994 Karen Sævarsdóttir GS (6) (9) 1995 Karen Sævarsdóttir GS (7) (10)

1996 Karen Sævarsdóttir GS (8) (11) 1997 Ólöf M. Jónsdóttir GK (1) (4) 1998 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (2) (13) 1999 Ólöf M. Jónsdóttir GK (2) (5) 2000 Kristín E. Erlendsdóttir GK (1) (6) 2001 Herborg Arnarsdóttir GR (1) (14) 2002 Ólöf M. Jónsdóttir GK (3) (7) 2003 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (3) (15) 2004 Ólöf M. Jónsdóttir GK (4) (8) 2005 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (4) (16) 2006 Helena Árnadóttir GR (1) (17) 2007 Nína Björk Geirsdóttir GKj. (1) (1) 2008 Helena Árnadóttir GR (2) (17) 2009 Valdís Þóra Jónsdóttir GL (1) (1) 2010 Tinna Jóhannsdóttir GK (1) (9) 2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR (1) (19) 2012 Valdís Þóra Jónsdóttir GL (2) (2) 2013 Sunna Víðisdóttir GR (1) (20) 2014 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR (2) (21) 2015 Signý Arnórsdóttir, GK (1) (10) 2016 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (3) (22) 2017 Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (3) (3) 2018 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (1) (11) 2019 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (2) (12) Fjöldi titla hjá klúbbum: GR – 22 GK – 12 GS – 11 GV – 4 GL – 3 GKj. / GM – 1

Tímamót Björgvin Sigurbergsson og Nína Björk Geirsdóttir fögnuðu sigri á Íslandsmótinu 2007 á Hvaleyrarvelli.

Fyrst allra Guðfinna Sigurþórsdóttir fagnaði sigri á Íslandsmótinu í golfi 1967.


12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020

Keppnisskap Þessi leyndi ekki vonbrigðum sínum þegar hann missti stutt pútt.

Fjölgun Stúlkum hefur fjölgað mikið í barna- og unglingastarfinu hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja á undanförnum misserum.

„Æfingarnar eiga að vera að skemmtilegar“

Metfjöldi yngri iðkenda í Eyjum

Þ

Traustur vinur Hundurinn Míró er vinur yngri kynslóðarinnar á vellinum í Eyjum.

Gleði Það er alltaf einhver keppni í gangi á æfingum og hér fagna góðir vinir sigri.

etta er skemmtilegt en jafnframt krefjandi. Við áttum alls ekki von á þessari „golfsprengju“ hjá yngsta aldursflokki okkar. Það eru hátt í 60 krakkar að mæta á æfingar í aldurshópnum 7-9 ára og í heildina eru um 100 krakkar yngri en 18 ára að æfa golf hjá okkur,“ segir Karl Haraldsson, PGAkennari og þjálfari hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja. Karl, sem var á árum áður í fremstu röð afrekskylfinga á landinu, segir að sumarið 2020 hafi sett ný viðmið fyrir æfingadagskrá yngri kylfinga í Vestmannaeyjum. „Þegar við settum upp æfingaáætlun sumarsins gerðum við ekki ráð fyrir að slíkur fjöldi myndi mæta á æfingar. Thelma Sveinsdóttir hefur staðið vaktina með mér í sumar og hún er frábær. Ásamt henni eru 4-6 aðstoðarmenn á þessum æfingum, sem standa yfir í um 90 mínútur. Verkefnið á æfingunum er í stórum dráttum að halda krökkunum við efnið og að hafa öryggið í fyrirrúmi. Við stefnum alltaf á að hafa hverja

æfingu skemmtilega með talsverðum fjölbreytileika.“ Í gegnum tíðina hafa margir afrekskylfingar komið frá Vestmannaeyjum. Karl segir að það sé endilega markmiðið að einblína eingöngu á afreksgolf. „Markmiðið er að byggja upp öflugan hóp af krökkum af báðum kynjum. Það er ekkert sérstakt markmið að allir verði afrekskylfingar, það er líka stór hluti af þessu að þessir krakkar verði félagsmenn í golfklúbbi, og stundi golfið í langan tíma.“ Karl segir að Golfklúbbur Vestmannaeyja hafi unnið markvisst að því að fjölga yngri kylfingum. „Við fórum í skólana í vetur og buðum upp á kynningu á golfinu. Það er alltaf eitthvert markaðsstarf í gangi. Að mínu mati skiptir það mestu máli að krökkunum líði vel að koma á golfsvæðið. Við notum allt það útivistarsvæði sem er í boði hérna við golfvöllinn. Æfingarnar eru ekki bara golf. Við förum í alls konar leiki, gerum eitthvað skemmtilegt í Herjólfsdal og víðar.“

Kennarinn Karl Haraldsson, PGA-kennari í Vestmannaeyjum.

Einbeiting Þessi unga stúlka úr Vestmannaeyjum var einbeitt þegar hún rak þetta pútt ofan í holuna á æfingunni.


14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020

Samstarfsverkefni KPMG, Ólafíu og GSÍ hitti í mark

Einbeiting Farið var í ýmsa leiki og einbeitingin mikil.

Bros á vör Ólafía Þórunn og stelpurnar undu sér vel á vellinum.

Stelpur í golf Verkefnið Stelpur í golf er hluti af samstarfi KPMG, GSÍ og Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, en atvinnukylfingurinn hefur mikinn áhuga á því að efla þátttöku stúlkna og kvenna í golfi.

Ó

lafía Þórunn segir að það sé mikilvægt að hlúa vel að stelpum í golfíþróttinni og styðja við bakið á þeim með öllum tiltækum ráðum. „Eitt af markmiðum mínum í samstarfi við KPMG er að efla þátttöku hjá börnum og unglingum í golfíþróttinni. Í lok júní settum við upp golfdag á Setbergsvelli sem bar nafnið Stelpur í golf og að mínu mati tókst þessi dagur mjög vel í alla staði,“ segir Ólafía Þórunn. „Ég vona að svona upplifun sem þær fengu á Setbergsvelli hvetji þær áfram og verði til þess að þær verði sem allra lengst í golfinu. Það er oft stutt á milli að þær hætti eða haldi áfram á þessum aldri,“ segir Ólafía en að hennar mati tókst

PIN CODE

ALARM

Stelpur í golf-dagurinn gríðarlega vel. „Við settum upp 9 holu Texas Scramble-mót þar sem einn atvinnu- eða afrekskylfingur var í hverju liði ásamt þremur stelpum. Það tóku allir mjög vel í að aðstoða okkur og það er mikilvægt að gera fyrirmyndir ungra stúlkna sýnilegri með átakinu Stelpur í golf.“ Ólafía Þórunn segir enn fremur að hún muni vel sjálf eftir því hversu mikilvægt það var fyrir hana á yngri árum að fá tækifæri til að spila með þeim bestu. Ég man það sjálf þegar ég var yngri hvað mér fannst það spennandi að fá tækifæri að spila með þeim allra bestu. Ég fékk að spila með Ragnhildi Sigurðardóttur og Ólöfu Maríu Jónsdóttur, sem voru Íslandsmeistar-

Sláttu-

Meistarataktar Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari 2019, gaf góð ráð.

Fyrirmyndin Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ræðir hér við keppendur á boðsmótinu sem hún stóð fyrir í samvinnu við KPMG og GSÍ á Setbergsvelli í Hafnarfirði.


FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020 MORGUNBLAÐIÐ 15

Laugarnar í Reykjavík

Fagmaður Axel Bóasson, þrefaldur Íslandsmeistari, gaf stúlkunum góð ráð.

ar á þeim tíma. Mér fannst slíkar stundir gefa mér mikið. Þetta verkefni snýst líka um það að búa til upplifun sem gleymist seint. Það voru allir mjög ánægðir með daginn og það myndaðist flott stemning hjá liðunum. Við borðuðum hádegismat saman og síðan tók við verðlaunaafhending. Vinningshafar mótsins fengu m.a. þau verðlaun að mæta á námskeið sem ég mun sjá um í samstarfi við KPMG. Það námskeið fer fram 11. ágúst og það ríkir mikil tilhlökkun hjá okkur öllum fyrir þeim degi.“

Fyrir líkama og sál www.itr.is

KPMG endurnýjar samstarfssamninga við GSÍ og Ólafíu

Ljósmyndir/KPMGsson

KPMG endurnýjaði nýverið samstarfssamninga sína við Ólafíu Þórunni og GSÍ. Ólafía Þórunn hefur verið merkisberi KPMG síðastliðin þrjú ár. KPMG hefur ávallt stutt golfíþróttina nokkuð myndarlega. Í dag eru alls sjö atvinnukylfingar á samningum hjá KPMG og eru þeirra frægust Stacy Lewis og Phil Mickelson. Samningurinn við GSÍ er til þriggja ára. KPMG ehf. hefur um árabil stutt vel við golfíþróttina með samstarfi við GSÍ en einnig með beinum stuðningi við fjölmarga golfklúbba nærri skrifstofum KPMG um land allt. Hjá KPMG á Íslandi starfa nú um 280 manns og þar af er eru 60 starfsmenn í Golfklúbbi KPMG.

Gert klárt Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir markaðsstjóri KPMG fer yfir helstu atriðin ásamt afrekskylfingunum í mótinu.

Bílar


16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020

Íslandsmót 2020

Óvenjulegt Hér púttar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í Einvíginu á Nesinu í fyrra, en engir áhorfendur voru leyfðir á mótinu í ár.

Yngstur Veigar Heiðarsson úr Golfklúbbi Akureyrar er yngsti keppandinn í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi 2020.

Yngstu keppendur á fermingaraldri

K

Einvígið á Nesinu í Sjónvarpi Símans

„Eitt skemmtilegasta mót ársins“

E

invígið á Nesinu í ár var óvenjulegt en jafnframt eitt það skemmtilegasta sem ég man eftir,“ segir Logi Bergmann Eiðsson félagsmaður í Nesklúbbnum. Logi hefur á undanförnum dögum unnið að lokafrágangi á skemmtilegri samantektt frá Einvíginu á Nesinu sem sýnt verður í Sjónvarpi Símans kl. 20.00 í kvöld og þátturinn fer í Sjónvarp Símans Premium sama dag. Þátturinn er endursýndur á sunnudaginn kl. 19.05. „Það leit allt út fyrir að ég fengi loksins frí á frídegi verslunarmanna í fyrsta sinn í 23 ár vegna hertra sóttvarnaaðgerða vegna COVID-19. Sem betur fer fékk ég ekki frí og ég fékk að upplifa þetta frábæra mót á hliðarlínunni sem dagskrárgerðarmaður í 24. sinn á ferlinum. Einvígið á Nesinu hefur í gegnum tíðina verið það golfmót sem dregur að sér flesta áhorfendur. Því miður voru áhorf-

endur ekki leyfðir í ár – sem gerir það að verkum að sjónvarpsþátturinn verður enn áhugaverðari fyrir vikið,“ segir Logi og bendir á að keppnisfyrirkomulag mótsins sé einstakt. „Einvígið á Nesinu er með þeim hætti að 10 keppendur hefja leik á 1. holu. Eru þau öll í sama ráshópi og einn dettur út á hverri holu. Er gripið til bráðabana eftir hverja holu ef þörf er á að útkljá hver fellur úr keppni og þess vegna er mótið einnig kallað „shoot out“. Þá standa einungis tveir eftir á 9. teig og úrslitin ráðast á 9. flöt. Það er því alltaf eitthvað að gerast á hverri einustu holu og spennandi keppni frá upphafi til enda,“ segir Logi. Einvígið á Nesinu 2020 var leikið í þágu VONAR. VON er félag til styrktar skjólstæðingum gjörgæsludeildar E6 á Landspítalanum í Fossvogi. Félagið var stofnað af hjúkrunarfræðingum gjörgæsludeildarinnar og allt starfs-

fólk deildarinnar tekur þátt í starfsemi félagsins. Hornsteinn að verkum VONAR er að styðja og styrkja skjólstæðinga deildarinnar og þar ber fremst að nefna aðstandendaherbergi deildarinnar. 왘 Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning: 512-26-633, kt: 580169-7089. 왘 Einnig eru styrktarlínur sem hægt er að hringja í: 9071502 = 2.000 krónur. 9071506 = 6.000 krónur. 9071510 = 10.000 krónur. Keppendur í Einvíginu á Nesinu 2020: Andri Þór Björnsson, Axel Bóasson, Björgvin Sigurbergsson, Bjarki Pétursson, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Haraldur Franklín Magnús, Hákon Örn Magnússon, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Ólafur Björn Loftsson.

Einsdæmi á heimsvísu Íslandsmótið í golfi verður í beinni á RÚV og samkvæmt heimildum GSÍ er það eina meistaramót áhugakylfinga sem sýnt er í beinni útsendingu á landsvísu.

B

ein útsending verður frá Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Hlíðavelli 6.-9. ágúst 2020. Sýnt verður frá mótinu á RÚV. Þetta er í 23. sinn sem sýnt er frá Íslandsmótinu í golfi í beinni útsendingu í sjónvarpi. Fyrsta útsendingin var árið 1998 á Hólmsvelli í Leiru. Þetta verður í níunda sinn sem RÚV er með þessa útsendingu en fyrstu 13 árin var sýnt frá mótinu á Sýn og einu sinni var sýnt frá mótinu á Stöð 2 sport.

Útsending Margir komu að útsendingunni.

Samkvæmt bestu heimildum GSÍ er Íslandsmótið í golfi eina meistaramót áhugakylfinga sem sýnt er í beinni útsendingu á landsvísu. Útsendingin er því einsdæmi á heimsvísu. Mikið er lagt í útsendinguna frá Íslandsmótinu í golfi á hverju ári. Um 30 manns koma að útsendingunni með einum eða öðrum hætti. Á bilinu 12-16 myndavélar eru mannaðar á vellinum og áhorfendur ættu ekki að missa af höggi þegar spennan er sem mest á lokaholunum á Hlíðavelli.

eppendur á Íslandsmótinu í golfi 2020 eru á öllum aldri. Yngstu keppendurnir eru á fermingaraldri og þeir elstu á sextugsaldri. Mikil ættartengsl eru hjá keppendum sem koma frá samtals 20 klúbbum víðsvegar af landinu. Þar má finna systkini, feðga og feðgin. Guðmundur Arason úr Golfklúbbi Reykjavíkur er elsti keppandinn í karlaflokki en hann fæddist árið 1966 og er því á 54. aldursári. Guðmundur er með 1,2 í forgjöf. Hjalti Pálmason úr GR er næstelsti keppandinn en hann fæddist árið 1969 og er því á 50. aldursári. Jón H. Karlsson er þriðji elsti keppandinn í karlaflokki en hann er einnig úr GR. Jón er fæddur árið 1969 líkt og Hjalti. Nína Björk Geirsdóttir úr GM er eini keppandinn sem er eldri en 35 ára í kvennaflokknum en hún er 37 ára, fædd 1983. Þrír keppendur í kvennaflokknum eru fæddar árið 1992 og eru á 28. aldursári. Þær eru allar næstelstar í kvennaflokknum; Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR, Berglind Björnsdóttir GR og Stefanía Kristín Valgeirsdóttir GA. Fjórir yngstu kylfingar Íslandsmótsins eru öll fædd árið 2006 og eru því á fermingarárinu. Í karlaflokki er Veigar Heiðarsson yngstur en hann er úr Golfklúbbi Akureyrar. Veigar er með 2,3 í forgjöf en faðir hans er Heiðar Davíð Bragason, íþróttastjóri GA og Íslandsmeistari í golfi 2005. Heiðar Davíð er á meðal keppenda á mótinu og verður spennandi að fylgjast með baráttu þeirra. Heiðar Davíð er fæddur árið 1977 og er 14. elsti

keppandinn en hann er með 0,4 í forgjöf. Í kvennaflokki eru þrír keppendur fæddir árið 2006. Tvær þeirra eru úr GR, þær Perla Sól Sigurbrandsdóttir og Helga Signý Pálsdóttir. Perla Sól er með 3 í forgjöf en hún tók þátt í Íslandsmótinu í Vestmannaeyjum árið 2018 en þá var hún 11 ára gömul. Perla er fædd 28. september en á þeim degi fagnar hún 14 ára afmæli sínu. Helga Signý er með 7 í forgjöf. Eldri bróðir hennar, Böðvar Bragi Pálsson, er meðal keppenda á Íslandsmótinu en hann er jafnframt forgjafarlægsti keppandinn í karlaflokki með +4,2 í forgjöf. Böðvar, sem er nýbakaður klúbbmeistari GR í meistaraflokki, fæddist árið 2003. Dagbjartur Sigurbrandsson, eldri bróðir Perlu, er einnig á meðal keppenda. Dagbjartur er fæddur árið 2002 og er hann með +3,8 í forgjöf. Karen Lind Stefánsdóttir, GKG, er sú þriðja sem er fædd árið 2006 í kvennaflokknum. Karen Lind er með 7,3 í forgjöf. Það eru ýmsar aðrar fjölskyldutengingar á Íslandsmótinu í golfi 2020. Hlynur Geir Hjartarson, GOS, keppir á mótinu líkt og dóttir hans Heiðrún Anna. Heiðar Davíð Bragason, GA, og 14 ára sonur hans, Veigar, eru einnig á meðal keppenda. Fjölmörg systkini eru á meðal keppenda: Guðrún Brá og Helgi Snær Björgvinsbörn úr GK, Böðvar Bragi og Helga Signý Pálsbörn úr GR, Dagbjartur og Perla Sól Sigurbrandsbörn úr GR, Jóhanna Lea og Bjarni Þór Lúðvíksbörn úr GR, Nína Margrét og Ásdís Valtýsdætur úr GR og Hulda Clara og Eva María Gestsdætur úr GKG.

1998 1) Hólmsvöllur/GS Sýn 1999 2) Hvaleyrarvöllur / GK SÝN 2000 3) Jaðarsvöllur / GA Sýn 2001 4) Grafarholt / GR Sýn 2002 5) Strandarvöllur / GHR SÝN 2003 6) Vestmannaeyjar / GV SÝN 2004 7) Garðavöllur / GL Sýn 2005 8) Hólmsvöllur / GS Sýn 2006 9) Urriðavöllur / GO Sýn 2007 10 Hvaleyrarvöllur / GK SÝN 2008 11 Vestmannaeyjar / GV SÝN 2009 12 Grafarholt / GR Sýn 2010 13) Kiðjaberg / GKB Sýn 2011 14) Hólmsvöllur / GS RÚV 2012 15) Strandarvöllur / GHR Stöð 2 sport 2013 16) Korpúlfsstaðavöllur / GR RÚV 2014 17) Leirdalsvöllur / GKG RÚV 2015 18) Garðavöllur / GL RÚV 2016 19) Jaðarsvöllur / GA RÚV 2017 20) Hvaleyrarvöllur / GK RÚV 2018 21) Vestmannaeyjavöllur / GV RÚV 2019 22) Grafarholtsvöllur / GR RÚV 2020 23) Hlíðavöllur / GM RÚV Bein útsending á RÚV frá Íslandsmótinu í golfi 2020:

Föstudagur 7. ágúst Laugardagur 8. ágúst Sunnudagur 9. ágúst

15:30-17:50 15:00-17:50 14:00-17:30


Golfsamband Íslands þakkar samstarfsaðilum fyrir stuðninginn á árinu 2020


18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020

Gaman saman Kylfingar á öllum aldri geta leikið golfíþróttina.

Golf og heilsa Fólk af báðum kynjum, á öllum aldri og breiðu getustigi stundar golf á jafnréttisgrundvelli úti í náttúrunni. Kylfingum, skráðum í golfklúbb, hefur fjölgað mikið á undanförnum árum en í júlí 2020 voru 19.726 einstaklingar skráðir í klúbb innan Golfsambands Íslands. Árný Lilja Árnadóttir info@golf.is

G

olf er íþrótt sem fólk af báðum kynjum, á öllum aldri og breiðu getustigi stundar á jafnréttisgrundvelli úti í náttúrunni. Íþróttin hefur þannig freistað fjölda fólks, enda hefur kylfingum, skráðum í golfklúbb, fjölgað mikið á undanförnum árum en í júlí 2019 voru 19.726 einstaklingar skráðir í klúbb innan Golfsambands Íslands en um 60 milljónir manna leika golf á heimsvísu. Aldursdreifing kylfinga er ólík flestum öðrum íþróttum því 58% skráðra íslenskra kylfinga eru eldri en 50 ára. Jákvæð áhrif golfs á heilsu eru fjölbreytt. Þegar niðurstöður lýðheilsurannsókna eru skoðaðar lifa kylfingar lengur, hafa betri almenna heilsu og njóta jákvæðra áhrifa á andlega heilsu. Þessi tengsl eru líklega til komin vegna hinnar jákvæðu samsetningar göngu, vöðvavirkni og félagslegra samskipta (auk annarra

þátta). Rannsóknir sem meta orkuþörf við golfiðkun flokka golf sem íþrótt af meðalákefð með orkuþörf upp á 264-450 kcal/klst. Það kostar meiri orku að ganga hringinn en nota golfbíl og eldri einstaklingar, þyngri einstaklingar og karlmenn nota meiri orku en t.d. konur eða yngri einstaklingar. Kylfingar sem ganga 18 holur taka 11.245-16.667 skref sem samsvarar því að ganga 6-12 kílómetra. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) mælir með reglulegri hreyfingu af meðalálagi í 150 mínútur á viku fyrir jákvæð heilsuáhrif. Kylfingur sem leikur 2-3 hringi á viku gerir gott betur, en markmiði WHO er einnig ríflega mætt þótt leiknir séu 9 holu hringir 2-3 sinnum í viku. Kyrrseta er áhættuþáttur fyrir aukna dánartíðni og rannsóknir sýna að golfiðkun getur lækkað dánartíðni og aukið lífslíkur. Stór sænsk rannsókn bar 300.818 kylfinga saman við almenning og fann 40% minni dánartíðni. Rannsakendur álykta að það

Fjölgun Konum hefur fjölgað umtalsvert í golfhreyfingunni á undanförnum árum.

Útivera Golfíþróttin býður upp á mikla útiveru og holla hreyfingu.

Góð ráð frá PGA-golfkennara

Við tækniþjálfun 쎲 Hugsa um eitt til tvö atriði í einu við lagfæringar 쎲 Best er að taka 3-4 æfingasveiflur áður en slegið er í bolta

K

arl Ómar Karlsson, íþróttastjóri Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, gefur lesendum góð ráð varðandi golfæfingar. Í þessum pistli tekur hinn þaulreyndi kennari einföld atriði fyrir sem kylfingar á öllum getustigum geta tileinkað sér. „Magn æfinga skiptir engu máli heldur gæði þeirra,“ er rauði þráðurinn í ráðleggingum Karls Ómars.

쎲 Alls ekki flækja hlutina um of 쎲 Einfaldleikinn er bestur 쎲 Sláðu ¼ sveiflu til að slá í 20 bolta í röð. 쎲 Sláðu 5 högg með hverri kylfu, fyrst pw. 9-, 8- og 7-járni á 50% hraða, 20 högg alls Við stefnuþjálfun

Við upphitun

쎲 Áhersla lögð á að slá á skotmark

쎲 Upphitun er mikilvæg áður en byrjað er að æfa tækni eða stefnu.

쎲 Vanaferli eru æfð 쎲 Sjáðu fyrir þér boltaflug áður en þú slærð höggið

쎲 Í upphitun á ekki að hugsa um nein tækniatriði heldur fyrst og fremst að reyna að fá sveifluna og líkamann í gang.

쎲 5 x högg með hverri kylfu frá 9- til 5-járns.

쎲 Gerðu þær upphitunaræfingar sem þú kannt í byrjun. 쎲 Sláðu 10-15 fyrstu boltana rólega með fleygjárni (pw) eða níunni. Best er að teygja vel að þessu loknu.

samsvari fimm árum lengri lífslíkum, óháð kyni, aldri eða félagslegri stöðu. Að ástunda hreyfingu svo sem golf hefur jákvæð áhrif á blóðrásarkerfi, öndunarfæri og almenna heilsu og minnkar marktækt líkurnar á því að þróa með sér sjúkdóma svo sem hjartasjúkdóma, sykursýki og krabbamein. Rannsóknir sýna að golf hefur jákvæð áhrif á áhættuþætti fyrir sjúkdóma, s.s. blóðfitu, blóðsykur, kólesteról og líkamssamsetningu. Einnig batnar jafnvægi, færni og styrkur hjá eldri kylfingum, sem leiðir til aukinna lífsgæða. Sálræn áhrif geta verið m.a. bætt sjálfsálit, bætt sjálfstraust og minnkaður kvíði. Golf gefur einnig gott tækifæri til að þróa samskiptafærni, tilfinningastjórn og félagstengsl, þar sem íþróttin felur í sér langa samveru, samskipti og oft einbeitingaráskorun. Útivistin sem fylgir golfinu hefur einnig jákvæð áhrif í formi fersks lofts og upptöku Dvítamíns þegar veður er gott. Eins og í öðrum íþróttum er hætta á meiðslum og þá helst í baki, úlnliðum og öxlum. Meiðsli eru í meðallagi algeng miðað við aðrar í íþróttir og verða sjaldan vegna skyndilegs áverka. Til að minnka líkur á meiðslum er mikilvægt að liðka áður en leikur hefst, svo sem með léttum æfingasveiflum og hreyfiteygjum. Reyndar benda nýjar rannsóknir til þess að upphitun fyrir golfhring geti bætt metrum við högglengd, með áherslu á axlir, bol, mjaðmir og læri. Burtséð frá niðurstöðum rannsókna sameinar golfiðkun kynslóðir, þar sem jafnvel afar og ömmur geta leikið með barnabörnunum, allir fengið sína hreyfingu og útiveru með tilheyrandi spjalli og skemmtun og þar með ræktað bæði líkama og sál.

쎲 5 x með bjargvætti eða tré nr. 5 쎲 3 x með 3 tré nr. 3 쎲 3 x teighögg Íþróttastjóri Karl Ómar Karlsson PGA-kennari.

Góður Axel Bóasson, þrefaldur Íslandsmeistari .

쎲 Alls 36 högg


ÓSKUM KEPPENDUM GÓÐRAR SKEMMTUNAR Á ÍSLANDSMÓTINU 2020


20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020

Útsýni Verðlaunagripirnir njóta sín vel í fallegu umhverfi á Hlíðavelli.

Íslandsmót 2020

Ýmis met og söguleg afrek

R

agnhildur Sigurðardóttir er yngsti Íslandsmeistarinn í kvennaflokki en hún var 15 ára þegar hún fagnaði sigri árið 1985 á Akureyri. Úlfar Jónsson varð Íslandsmeistari 17 ára gamall árið 1986. Sá yngsti eftir því sem best er vitað. Úlfar á sex Íslandsmeistaratitla og er hann næstsigursælasti karlkylfingurinn á Íslandsmótinu ásamt Björgvini Þorsteinssyni. Birgir Leifur Hafþórsson er sá sigursælasti með sjö titla. Þórður Rafn Gissurarson, GR, og Axel Bóasson, GK, eiga mótsmetið á Íslandsmótinu

í golfi í karlaflokki. Þórður Rafn lék á -12 samtals á Garðavelli árið 2015 og Axel jafnaði það í Vestmannaeyjum árið 2018. Birgir Leifur Hafþórsson hefur tvívegis fagnað Íslandsmeistaratitlinum á -10 samtals. Á Korpunni 2013 og í Leirdalnum 2014. Magnús Guðmundsson úr GA lék á -10 árið 1958 á Akureyri á vellinum við Þórunnarstræti. Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék á -9 samtals í fyrra þegar hann landaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í Grafarholtinu. Axel Bóasson lék líka á -8 árið 2017 þegar hann sigraði í umspili gegn Haraldi Franklín

Magnús, GR, á Hvaleyrarvelli árið 2017. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR á mótsmetið í kvennaflokki en hún lék á -11 á Jaðarsvelli árið 2017. Valdís Þóra Jónsdóttir var á -10 á því sama móti. Það var einnig í fyrsta sinn sem skor í kvennaflokki var betra en heildarskor Íslandsmeistarans í karlaflokki. Bæði Ólafía Þórunn og Valdís Þóra léku á lægra skori en Birgir Leifur Hafþórsson sem lék á -8 samtals. Fyrra mótsmet á Íslandsmótinu í kvennaflokki var sett á Garðavelli á Akranesi 2015 þegar Signý Arnórsdóttir úr Keili fagnaði sín-

um fyrsta sigri á +1 samtals. Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék á -3 samtals á Íslandsmótinu í golfi 2019 þegar hún fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Það er aðeins í annað sinn sem Íslandsmeistarinn í golfi í kvennaflokki leikur undir pari vallar samtals á fjórum hringjum. Í upphafi golfvertíðarinnar árið 1973 voru Björgvin Hólm GK, Einar Guðnason GR og Þorbjörn Kjærbo GS með lægstu forgjöfina á Íslandi en þeir voru allir með 2 í forgjöf. Jakobína Guðlaugsdóttir, úr GV, var með lægstu forgjöfina í kvennaflokki eða 13.

Hitaeiningar Meðalkarlmaður brennir um 2.500 hitaeiningum á golfhring.

Góð brennsla á einum golfhring

G

olfíþróttin býður upp á margt gott og skemmtilegt, og þar á meðal góða hreyfingu. Sem dæmi má nefna að meðalkarlmaður sem gengur með golfpokann á öxlunum 18 holur má búast við því að brenna um 2.500 hitaeiningum á hringnum sem tekur um fjórar klst.

Konur brenna að meðaltali 1.500 hitaeiningum á 18 holum. Til samanburðar má nefna að 85 kg karlmaður sem hleypur 15 km á 1½ klst. brennir um 1.400 hitaeiningum á þeim tíma. Ef sá hinn sami myndi synda 6 km á 2 klst. væri hann nálægt því að brenna 1.400 hitaeiningum.

Útivera Kylfingar ganga að meðaltali í fjórar klukkustundir á mjúku undirlagi á einum golfhring.

Samkvæmt ýmsum rannsóknum er ekki mikill munur á því að bera golfpokann á öxlunum eða nota golfkerru. Karlmaður, sem skilgreindur var hér fyrir ofan sem meðalmaður, brennir mjög svipuðum fjölda hitaeininga á 18 holum og sá sem er ekki með golfkerru eða um 2.500 hitaeiningum.

Kylfusveinamenningin hefur aldrei náð sér á strik á Íslandi nema í keppnisgolfi þar sem margir afrekskylfingar nýta sér kylfusveininn þegar mest á reynir. Kylfingar sem ganga 18 holur með aðstoðarmann á „pokanum“ brenna um 1.200 hitaeiningum. Eins og áður er miðað við meðalkarlmann.

Margir nýta sér golfbíla þegar þeir leika golf og á 18 holu golfhring má gera ráð fyrir að meðalkarlmaður á golfbíl brenni um 800 hitaeiningum. Þeir sem nýta sér golfbíla ganga að meðaltali 3,8 km á 18 holu hring. Heimildir: Golflink.com og Golfdigest.com.


LEYNIST ATVINNUKYLFINGUR FRAMTÍÐARINNAR Á ÞÍNU HEIMILI? Allt um barna- og unglingastarf GR á vefsíðu félagsins grgolf.is/born-unglingar


22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020

Á heimavelli Nína Björk Geirsdóttir er á æskuslóðum á Íslandsmótinu í golfi 2020.

„Þetta mót verður bara skemmtun“ Nína Björk Geirsdóttir er eina konan úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar sem hefur fagnað sigri á Íslandsmótinu í golfi. Það gerði hún árið 2007 á Hvaleyrarvelli. Nína Björk var á þeim tíma í fremstu röð afrekskvenna í golfíþróttinni og æfði mikið. Á síðustu árum hefur lögfræðingurinn nálgast golfið með breyttum áherslum og á eigin forsendum.

É

„g ætla að sjálfsögðu að vera með á Íslandsmótinu 2020. Það er ekki hægt að sleppa því tækifæri að fá að keppa á stærsta móti ársins loksins þegar það er haldið á mínum heimavelli, þar sem að þetta byrjaði nú allt saman hjá mér,“ segir Nína Björk en hún æfir lítið sem ekkert en keppir af og til þegar hún finnur löngun til þess. „Ég hef nánast ekkert æft frá árinu 2012 þegar við eignuðumst dóttur okkar, en strákurinn okkar fæddist árið 2008,“ segir Nína Björk en maður hennar er Pétur Óskar Sigurðsson, afrekskylfingur úr GR. Vinkonugolf fasti punkturinn í tilverunni „Ég hitti vinkonur mínar í golfi á þriðjudögum yfir sumartímann. Það er fasti punkturinn í gofinu hjá mér, og stundum fer ég nokkrar holur með Pétri og vinum okkar. Annars er þetta bara til gamans gert hjá mér í dag. Ég fer bara í mót þegar mig langar og ég æfi mig pínulítið rétt fyrir mótin, bara til að skerpa aðeins á stutta spilinu og púttunum,“ segir Nína Björk. Á Íslandsmótinu í fyrra vakti árangur Nínu Bjarkar athygli en hún blandaði sér í toppbaráttuna og endaði í þriðja sæti á +6 yfir pari á fjórum keppnisdögum. Hún fagnaði sigri á Íslandsmóti +35 ára sem fram fór samhliða Íslandsmótinu. „Ég fer í Íslandsmótið í ár til þess að njóta og hafa gaman af þessu. Ég er ekki með nein önnur markmið. Golfið mitt er mjög svipað og það var fyrir um tíu árum. Grunnurinn er til staðar og ég hef náð að setja saman góða hringi og halda forgjöfinni lágri. Ég get enn keppt við þær bestu og hangið í þeim. Þetta mót verður bara skemmtun, Hlíðavöllur hefur aldrei verið betri, og ég hlakka bara til að fá tækifæri að upplifa þetta mót á heimavelli.“ Byrjaði í golfi 10 ára á Hlíðavelli Nína Björk er 37 ára gömul og menntuð sem lögfræðingur. Hún segir að eldri bróðir hennar hafi komið henni af stað í golfinu og sterkur vinkvennahópur á golfæfingum hafi haldið henni við efnið.

„Ég byrjaði í golfi þegar ég var 10 ára. Við áttum heima við gömlu 9brautina sem er í dag sú 6. Bróðir minn var að æfa golf og hann leyfði mér að koma með sér út á völl að prófa. Ég fór síðan á æfingu og það var skemmtilegur andi á æfingasvæðinu. Það voru margar stelpur að æfa og þessi vinkvennakjarni er enn til staðar í lífi okkar í dag. Það sem heillaði mig fyrst og fremst var hvað þetta var skemmtilegt. Félagsskapurinn var mikilvægur og við héngum bara úti á velli allan daginn að leika okkur. Vipp- og púttkeppnir á æfingaflötinni við skálann og þess á milli vorum við bara að „hanga“ eins og krakkar gera. Stemningin í gamla golfskálanum var alltaf góð og mér leið bara vel þarna í þessu umhverfi.“ Nína Björk náði góðum tökum á golfíþróttinni fljótlega eftir að hún byrjaði. Þegar hún var 12-13 ára fór hún að mæta á unglingalandsliðsæfingar og eitt leiddi af öðru. „Þegar ég var 14 ára fór ég í mína fyrstu keppnisferð utan fyrir Íslands hönd. Þá fór ég alveg á bólakaf í golfið og ég hef ekki tölu á þeim utanlandsferðum sem ég hef farið í til að keppa í golfi.“ Nálægt sigri á ný komin sex mánuði á leið Eins og áður segir er Nína eina konan úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar sem hefur fagnað Íslandsmeistaratitlinum í höggleik. Heiðar Davíð Bragason (2005) og Kristján Þór Einarsson (2008) hafa sigrað í karlaflokki undir merkjum Golfklúbbs Mosfellsbæjar sem á þeim tíma var Golfklúbburinn Kjölur. „Ég var búin að vera í toppbaráttunni um titilinn í nokkur ár áður en ég sigraði loksins árið 2007. Það var ljúft að ná því markmiði, nafnið mitt er á verðlaunagripnum, og ég er ánægð með árangurinn. Það munaði litlu að ég næði að verja titilinn árið 2008 í Vestmannaeyjum. Þá var ég komin sex mánuði á leið með drenginn okkar. Ég fór í bráðabana við Helenu Árnadóttur um titilinn og náði því miður ekki að sigra. Það hefði verið gaman því Kristján Þór sigraði á þessu móti í Eyjum og þá hefði Kjölur verið með tvöfaldan sigur,“ segir Nína Björk Geirsdóttir.

Þaulreynd Þrátt fyrir að Nína Björk Geirsdóttir sé aðeins 37 ára er hún elsti keppandinn í kvennaflokknum.


FÁÐU MEIRA ÚT ÚR GOLFINU OG

LÆRÐU AF ÞEIM BESTU.... Spilkennsla er besta leiðin

Nánari upplýsingar og bókanir á golfnamskeid.is


Við tryggjum ekki að allar reglur séu virtar á golfvellinum En við tryggjum að allir geti lært þær

Þarftu að rifja upp golfreglurnar? Regluvörðurinn er enn í fullum gangi. Láttu reyna á þekkingu þína á golfgreglunum og þú gætir unnið glæsilega vinninga!

golf.vordur.is

Profile for Golfsamband Íslands

Íslandsmót 2020 - kynningarblað GSÍ.  

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded