Tímaritið Golf á Íslandi

Page 1

4 1. TBL. 2015

01. TBL. 2015

eimskip siglir með golfstraumnum

GOLF.IS

Eimskip hefur í gegnum árin lagt áherslu á að taka þátt í uppbyggingu á forvarnar- og unglingastarfi og ekki síst í golfi enda hefur golf sannað sig sem frábær fjölskylduíþrótt sem brúar kynslóðabilið. Eimskip hefur verið dyggur bakhjarl Golfsambands Íslands um árabil og staðið að Eimskipsmótaröðinni með sambandinu. Eimskip óskar kylfingum á öllum aldri ánægjulegra stunda í sumar.

Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is

- hlakka til að hella mér á kaf í golfið eftir að ferlinum lýkur

PI PA R \T B WA / SÍ A

GOLF Á ÍSLANDI

Íþróttamaður ársins elskar golfíþróttina

PGA golfkennsla: Grunnatriðin skipta öllu máli

Það þarf að taka til hendinni í Grafarholti

Aðeins fimm konur eru formenn í golfklúbbum


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - A c t a v i s 4 1 4 0 8 2

Ertu með ofnæmi?

Lóritín®

NÝJU GOLFVÖRURNAR ERU KOMNAR Í VERSLANIR OKKAR

– Kröftugt ofnæmislyf án lyfseðils Þekkir þú helstu einkenni ofnæmiskvefs? · · · ·

Kláði í augum og nefi Síendurteknir hnerrar Nefrennsli/stíflað nef Rauð, fljótandi augu

Einkennin geta líkst venjulegu kvefi og margir þjást af „kvefi” á hverju sumri áður en þeir átta sig á að um ofnæmiskvef er að ræða. Lóritín er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga.

Notkun: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadín 10 mg og er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga. Skömmtun: Fullorðnir og börn yfir 12 ára aldri: 1 tafla á dag. Börn 2-12 ára: Með líkamsþyngd meiri en 30 kg: 1 tafla (10 mg) á dag. Börn með líkamsþyngd undir 30 kg: 1/2 tafla (5 mg) á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára. Töfluna má taka hvenær sem er, án tillits til matmálstíma. Hefja ætti meðferð hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi með minni skammti. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða hjálparefnum. Varúðarreglur: Gæta skal varúðar ef Lóritín er gefið sjúklingum með mikið skerta lifrarstarfsemi. Lyfið inniheldur laktósa. Langvarandi notkun getur leitt til aukinnar hættu á tannskemmdum vegna munnþurrks. Notkun Lóritíns á meðgöngu og við brjóstagjöf er ekki ráðlögð. Í einstaka tilfellum finnur fólk fyrir syfju sem getur haft áhrif á hæfni þeirra til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Lóritín þolist almennt vel en algengustu aukaverkanirnar hjá börnum á aldrinum 2-12 ára eru höfuðverkur, taugaveiklun og þreyta. Algengustu aukaverkanirnar hjá 12 ára og eldri eru svefnhöfgi, höfuðverkur, aukin matarlyst og svefnleysi. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Texti síðast endurskoðaður í mars 2013.

ZO•ON Kringlan ZO•ON Factory Store, Nýbýlavegi 6 www.zo-on.is


ZO•ON Kringlan ZO•ON Factory Store, Nýbýlavegi 6 www.zo-on.is


Meðal efnis:

46

34

Jón Arnór Stefánsson íþróttamaður ársins 2014 ætlar sér stóra hluti í golfinu þegar körfuboltaferlinum lýkur. GR-ingurinn vonast til þess að geta lagað „slæsið” og spænski kylfingurinn Miquel Angel Jimenez er í uppáhaldi.

Ingi Rúnar Gíslason yfirþjálfari meist­ ara­flokka GR og PGA golf­kennari gefur góð ráð fyrir upphaf golfsumarsins þar sem grunnatriðin eru í aðalhlutverki.

74

132 Fjölgun í Nesklúbbnum og aukin áhersla lögð á leikhraða.

Golf á Íslandi skoðar helstu nýjungar í golfbúnaði og „græjum”.

56 84

Golfklúbbur Mosfellsbæjar: Sameiningin flóknara ferli en menn sáu fyrir í upphafi.

Golf á Íslandi Útgefandi / ábyrgðaraðili: Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Hörður Þorsteinsson, hordur@golf.is. Ritstjóri: Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@golf.is

4

GOLF.IS - Golf á Íslandi Efnisyfirlit

Konur eru í miklum minnihluta í stjórn golfklúbba landsins. „Döpur staða” segir formaður eina golfklúbbs landsins þar sem konur eru í meirihluta.

Textahöfundar: Sigurður Elvar Þórólfsson, Jón Júlíus Karlsson, Hörður Þorsteinsson, Hörður Geirsson og Úlfar Jónsson.

Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson.

Prófarkalestur: Hörður Geirsson.

Blaðinu er dreift inn á öll heimili félags­ bundinna kylfinga á Íslandi sem eru um 17.000 í 12.500 eintökum.

Ljósmyndir: Sigurður Elvar Þórólfsson, Jón Júlíus Karlsson, Haraldur Jónassson, Stefán Garðarsson, Frosti Eiðsson og fleiri. Mariano Pozo tók forsíðumyndina af Jóni Arnóri Stefánssyni á Spáni.

Auglýsingar: Stefán Garðarsson, stebbi@ golf.is, símar: 514 4053 og 663 4556.

Prentun: Oddi. Næsta tölublað kemur út í júní.


PowerBug rafmagnskerran er aðeins 9,4 kg með rafhlöðu

Lithium rafhlaðan er ótrúlega létt og lítil

PowerBug hefur allt sem góð rafmagnskerra þarf að bjóða upp á. PowerBug er sterk og létt rafmagnskerra með mjög lágri bilanatíðni og lithium rafhlöðu sem vegur aðeins 1 kg. Heildarþyngd kerrunnar með rafhlöðu er því aðeins um 9,4 kg. Lithium rafhlaðan dugar að lágmarki 27 holur. Fáanlegir aukahlutir fyrir PowerBug.

Hægt er að senda hana 10, 20, 30, 40 eða 50 metra áfram á eigin vegum. Fáanleg svört og hvít. Verð: 157.000 kr

GÓÐ ÞJÓNUSTA | VANDAÐAR VÖRUR | BETRA VERÐ GOLFSKÁLINN | MÖRKINNI 3, 108 REYKJAVÍK |

|

|


Gleðilegt sumar, ágætu kylfingar. Um leið og daginn fer að lengja má heyra kylfinga spjalla um væntanlegar eða yfir­ stand­andi sveiflu­breytingar, sem yfirleitt eiga að leiða til verulegrar forgjafarlækkunar. Markmið sumarsins eru sett og spenningur er í loftinu. Fyrir mér er þetta hinn eini sanni vorboði. Ég veit ekki með ykkur, en mikið rosalega er ég orðinn spenntur fyrir því að hefja leik. Eflaust eruð þið sama sinnis eða jafnvel löngu byrjuð að spila. Vorið hefur verið kalt um allt land, svo kalt að heyra hefur mátt íslenska kylfinga lýsa áhyggjum sínum yfir því að sumarið muni jafnvel aldrei koma. Meira í gríni en alvöru þó. En þótt sumarið virðist hafa verið lengi á leiðinni er ástandið miklum mun betra en í fyrra. Við erum bara svo fljót að gleyma. Vellirnir okkar eru í flottu formi og engar skemmdir er að finna vegna klakamyndunar, sem settu svo leiðinlegan svip á upphaf síðasta sumars. Horfur eru góðar og ég efast ekki um að sumarið verður frábært. Þátttaka í klúbbastarfinu lofar einnig góðu og eru allar líkur á því að fjöldi kylfinga verði með svipuðu móti og undanfarin ár. Eftir gríðarlega fjölgun kylfinga undanfarin 15 ár hefur dregið úr fjölguninni þannig að fjöldi kylfinga hefur staðið í stað síðastliðin tvö ár. Væntanlega má rekja hluta ástæðunnar til slæmrar veðráttu undanfarin tvö sumur því veðurfar hefur nefnilega áþreifanleg áhrif á fjölda íslenskra kylfinga, sérstaklega þar sem við búum við frekar stutt tímabil. En þrátt fyrir óbreyttan fjölda skráðra kylfinga benda kannanir til þess að kylfingum utan golfklúbba fari fækkandi. Fækkunin er ekki mikil, en hún er þó merkjanleg. Þó engin ástæða sé til að fara á límingunum yfir þessari fækkun er samt mikilvægt að bregðast við þróuninni. Í viðbragðsteymið þarf alla aðila innan golfhreyfingarinnar, þ.m.t. hinn almenna kylfing. Við þurfum að leggjast á eitt og kynna íþróttina fyrir þeim sem þekkja hana ekki eða eru á þeirri leið að gleyma henni. Golfklúbbar þurfa að huga vel að markaðsstarfi sínu, golfsambandið að útbreiðslu- og fræðslumálum og við kylfingarnir þurfum að snúa okkur að þeim sem standa okkur næst. Við þurfum að vera dugleg að bjóða fjölskyldu, vinum og vinnufélögum á æfingasvæðið eða golfvöllinn. Við þurfum að kynna þau fyrir hinu frábæra félagsstarfi golfklúbba landsins og stækka þannig flóru íslenskra kylfinga. Golfið er ekki íþrótt fárra, heldur fjöldans. Það eru fáar íþróttagreinar sem höfða jafn mikið til almennings eins og golfið. Fólk úr öllum stéttum, á öllum aldri og öllum getustigum getur leikið golf við frábærar aðstæður hér á landi. Kostir íþróttarinnar eru endalausir og við þurfum að vera dugleg að halda þeim á lofti. Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin á fyrsta teig. Góða skemmtun. Með sumarkveðju, Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ

6

GOLF.IS - Golf á Íslandi Forseti Golfsambands Íslands


VEISTU HVAÐ ÞÚ ÁTT? ÍSLENSKA/SIA.IS VOR 66938 03/14

Heimilið Líf- og heilsa Bíllinn Reksturinn

Einu sinni höfðu allir hlutir verðmiða. Eftir því sem hlutunum fjölgar renna þeir saman í eina stóra heild. Hvað er langt síðan þú gafst þér tíma til að velta því fyrir þér hversu mikil verðmæti leynast á þínu heimili? Hafðu samband við okkur og saman finnum við út hversu mikla tryggingavernd þú þarft. Skoðaðu þitt dæmi með reiknivél Varðar á vordur.is VIÐ VILJUM KYNNAST ÞÉR BETUR.


Grasplantan laus við sálarflækjur – Golfvellir landsins koma vel undan vetri

Bjarni Hannesson vallarstjóri á Hval­eyrar­velli í Hafnarfirði segir í pistli sem hann skrifaði snemma vors að andlegt ástand grasplöntunnar sé mun betra á þessu vori en fyrir ári síðan þegar klakabrynja var

yfir flestum golfvöllum landsins í marga mánuði samfellt. „Grasið er algerlega laust við sálfræði­ flækjur sem fylgja gjarnan sólrýrum vetrarmánuðum, snjóþyngslum, roki og hláku. Það sem skiptir grasið máli er að það sé ekki lokað undir klaka í lengri tíma. Það góða við þessi ógrynni af lægðum sem við fengum yfir okkur í vetur er að þær bræddu oftast allan þann snjó og klaka sem hafði myndast. Þetta einfaldlega gerðist ekki veturinn 2013-14,“ skrifar Bjarni m.a. í pistli

Smakkaðu...

8

GOLF.IS - Golf á Íslandi Grasplantan laus við sálarflækjur - Golfvellir landsins koma vel undan vetri

sínum en bætir við að frostlyfting sé helsta vandamálið á völlum landsins. „Það verður töluverð vinna að reyna jafna mishæðirnar á næstu vikum,” segir Bjarni. Í lauslegri samantekt Golf á Íslandi er ljóst að staðan á golfvöllum landsins hefur sjaldan verið betri að vori til. Stefnt er að opnun inn á sumarflatir á Jaðarsvelli um miðjan maí, sumarhiti hefur verið í kortunum á Austurlandi á undanförnum vikum og á Vestfjörðum hefur vorið verið mildara ef miðað er við árið í fyrra. Fjölmörg golfmót fóru fram í vor víðsvegar um landið – sérstaklega á SV-horninu. Þátttakan var góð og greinilegt að kylfingar voru óþreyjufullir að komast út á völl eftir erfiðan vetur.

ÍSLENSKA/SIA.IS/LEX 71277 10/14

Það er mat fagmanna og sérfræðinga sem sjá um umhirðu golfvalla lands­ins að vellirnir komi vel undan vetri. Þrátt fyrir leiðindatíð í vetur, þar sem hver lægðin rak aðra, er ljóst að grasplantan hefur haft það býsna gott í frekar mildum vetri.


NÝR NX 300h SKARP

ARI Á ALLA KAN TA

ÍSLENSKA/SIA.IS/LEX 71277 10/14

Lexus NX 3 00 sig úr fjöldan h hefur skarpari línur o g um með spo rtlegri hönnu sker gleður augað n sem frá öllum sjón arhornum. le x u s .i s

Lexus-Ísland | Kauptúni 6 | Garðabæ | Sími: 570 5400


Keppt í fyrsta sinn á Hlíðavelli

– Eimskip verður áfram aðalstyrktaraðili GSÍ Alls verða mótin sex í sumar á Eimskipsmótaröðinni og að venju er keppt um titilinn stigameistari Eimskipsmóta­ raðarinnar í karla - og kvennaflokki. Keppnisdagskráin er þétt í upphafi tímabilsins en fjórum mótum verður lokið um miðjan júní. Lokamótið fer fram um miðjan ágúst. Leikið verður á Suðurnesjum, Vestmannaeyjum, Akranesi og Akureyri en tvö mót fara fram á Höfuðborgar­svæðinu.

Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfells­bæjar varð stigameistari í karla­ flokki á Eimskipsmótaröðinni í fyrra og Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja varð stigameistari í kvennaflokki. Það eru spennandi keppnisstaðir á Eimskips­ mótaröðinni líkt og á undanförnum árum. Einn nýr völlur verður notaður á Eimskipsmótaröðinni í sumar – og einn gamalgróinn völlur hefur stimplað sig inn að nýju eftir margra ára fjarveru. Jaðars­völlur á Akureyri er á ný að skipa sér í fremstu röð golfvalla og fer Íslands­mótið í holukeppni fer fram á Jaðars­velli á Akureyri í júní. Það var keppt á Eimskips­mótaröðinni í fyrra á Jaðarsvelli og var það í fyrsta sinn í rúman áratug að keppt var á mótaröð þeirra bestu á Akureyri. Á Íslandsmótinu í holukeppni hefur Kristján Þór Einarsson titil að verja í karlaflokki og Tinna Jóhannsdóttir. GK, í kvennaflokki. Breytingar voru gerðar á stigaútreikningi fyrir Íslandsmótið í holukeppni - og telur nú árangur kylfinga á Eimskipsmótaröðinni aftur til Íslandsmótsins í holukeppni 2014. Það

10

GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin

er því að miklu að keppa fyrir kylfinga að koma sér í hóp þeirra stigahæstu en aðeins 32 karlar og jafnmargar konur fá keppnisrétt á Íslandsmótinu í holukeppni. Sjálft Íslandsmótið í golfi fer fram á Garðavelli á Akranesi en þetta verður í annað sinn sem mótið fer fram á þeim velli en Leynir hélt mótið árið 2004 í fyrsta sinn. Golfklúbburinn fagnar 50 ár afmæli á árinu og er Íslandsmótið í golfi hápunkturinn í afmælisdagskrá Leynis. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefur titil að verja á Íslandsmótinu líkt og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR. Keppt verður á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um miðjan júní og er þetta í fyrsta sinn sem mótaröð bestu kylfinga landsins fer fram á Hlíðavelli. Leiknar verða 54 holur á mótunum á Eimskipsmótaröðinni - en á fyrsta og síðasta mótinu verða keppnisdagarnir tveir og leiknar 36 holur á fyrri keppnisdeginum og 18 á síðari keppnisdeginum. Árangur keppenda telur inn á heimslista áhugamanna og það er ljóst að mikil spenna mun ríkja á mótum sumarsins.

Mótin á Eimskipsmóta­ röðinni 2015: 23.–24. maí: Hólmsvöllur í Leiru, Egils Gull-mótið (1) – 36 holur á laugardegi, 18 á sunnudegi. 29.–31. maí: Vestmannaeyjavöllur, Securitasmótið (2) – 18 holur á dag á þremur keppnisdögum. 12.–14. júní: Hlíðavöllur í Mosfells­ bæ, Símamótið (3) – 18 holur á dag á þremur keppnisdögum. 19.–21. júní: Jaðarsvöllur á Akureyri (4) – Íslandsmótið í holukeppni. Riðlakeppni á föstudegi og fyrir hádegi á laugardegi. Átta manna úrslit eftir hádegi á laugardegi, undanúrslit og úrslit á sunnudegi. 23.–26. júlí: Garðavöllur á Akranesi (5) – Íslandsmótið í golfi, Eimskipsmótið. 18 holur á dag á fjórum keppnisdögum. 22.–23. ágúst: Urriðavöllur – Oddur, Nýherjamótið (6) – 36 holur á laugardegi, 18 holur á sunnudegi.


„Frábær fjölskylduíþrótt” – Eimskip leggur sitt af mörkum til enn frekari uppbyggingar

Eimskipsmótaröðin í golfi hefst síðari hluta maí mánaðar og fer fyrsta mótið fram á Hólmsvelli í Leiru. Keppnistímabilið í ár er það fimmta í röðinni undir merkjum Eimskipsmótaraðarinnar. Farsælt samstarf Golfsambands Íslands og Eimskips mun halda áfram næstu þrjú árin. Ólafur William Hand, forstöðumaður kynningar– og markaðsdeildar Eimskips og Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri GSÍ, skrifuðu undir samning þess efnis á dögunum og verður Eimskip aðalstyrktar – og samstarfsaðili Golfsambands Íslands. „Eimskip hefur átt gott samstarf við Golf­ sambandið undanfarin ár. Með endurnýjun á samkomulagi um það samstarf leggur Eimskip sitt af mörkum til enn frekari

uppbyggingar á golfíþróttinni. Golf er frábær fjölskylduíþrótt sem leikin er um allt land. Umgjörð íslenskra golfvalla er orðin afar glæsileg. Mikil uppbygging hefur átt sér stað

víðsvegar um land bæði á völlunum sjálfum og í því félagsstarfi sem klúbbarnir sjálfir reka. Það eru fáar íþróttir sem eru eins vel til þess fallnar að allir í fjölskyldunni geti tekið þátt allt frá börnum til afa og ömmu. Allir geta leikið og keppt á jafnréttisgrundvelli. Snyrtimennska, heilbrigði og góðir siðir eru hluti af golfíþróttinni og erum við hjá Eimskip sannfærð um að þau ungmenni sem fá gott uppeldi á golfvellinum með fjölskyldum sínum njóti forskots þegar út í lífið er komið. Forvarnarstarf hefur verið Eimskip hugleikið á undanförnum árum. Golfíþróttin er mikilvægur þáttur í því starfi. Mikilvægt er að börn og unglingar finni til sín í félagsstarfi og fái tækifæri til þess að stunda þær íþróttir sem þau hafa gaman að og ekki skemmir fyrir að þau geti notið þess með foreldrum sínum. Eimskip þakkar GSÍ fyrir það samstarf sem félagið hefur átt á síðustu árum og horfir jákvætt fram á veginn. Eimskip hvetur svo alla til þess að fylgjast með Eimskipsmótaröðinni í sumar og það er best gera það með því að fara á vellina og ganga með kylfingunum. En fyrir þá sem ekki komast á vellina þegar mótin eru þá verður sýnt frá Eimskipsmótaröðinni í sjónvarpi í sumar. Hápunkturinn er svo í júlí þegar Íslandsmótið í höggleik fer fram það er viðburður sem enginn golfáhugamaður má láta framhjá sér fara,” sagði Ólafur William Hand við undirritun samningsins.

„Eimskip hefur verið öflugur stuðningsaðili golf­ íþrótt­arinnar um árabil og mikilvægur samstarfs­ aðili Golfsambands Íslands. Með stuðningi Eimskips hefur GSÍ tekist að bæta umgjörð afrekskylfinga en um leið haft tækifæri til að kynna golfíþróttina fyrir almenningi, með því að sýna beint frá Íslandsmótinu í sjónvarpi. Þá er ekki síður mikilvægt fyrir golfhreyfinguna að stór fyrirtæki eins og Eimskipafélag Íslands, sjái ástæðu til að styðja við íþróttina á þeirri forsendu að golfíþróttin sé heppileg fyrir samfélagið og hafi jákvæð áhrif þá sem taka þátt og spila golf,“ sagði Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri GSÍ. GOLF.IS

11


Hef bætt hugarfarið mikið – Guðmundur Ágúst á sigurbraut í bandaríska háskólagolfinu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur látið mikið að sér kveða í bandaríska háskólagolfinu á þessu ári. GR-ingurinn leikur fyrir ETSU háskólaliðið en hann er á þriðja ári af alls fjórum í námi sínu. Guðmundur sigraði á tveimur mótum í röð í apríl og braut hann þar með ísinn – en það eru fyrstu sigrar hans í einstaklingskeppni á háskólamóti. „Það var ljúft að upplifa að hlutirnir ganga vel upp. Allir hlutar leiksins voru í toppstandi á fyrsta hringnum á fyrra mótinu sem ég vann - þar sem ég lék á 63 höggum. Ég þurfti ekki að gera mikið til að ná því skori. Á næstu tveimur hringjum kom pútterinn til bjargar. Ég setti niður pútt á 15., 16. og 17. flöt og það var engin pressa á mér þegar ég kom á 18. flöt. Þar setti ég niður 10 metra pútt fyrir fugli.” Það tók af mér pressuna fyrir lokaholuna að hafa sett niður nokkur pútt í röð,” segir Guðmundur í viðtali við Golf á Íslandi.

Hann hefur verið að vinna í sveiflu­ breytingum með Inga Rúnari Gíslasyni íþróttastjóra GR og Todd Anderson sem er þjálfari hans í Bandaríkjunum. Dagskráin hjá Guðmundi í East Tennesse er þétt alla daga og kann Íslendingurinn vel við sig í skólanum. „Við erum með skóladagskrá frá 8-11 og eftir það gefst tími til að læra og borða. Eftir hádegi eða um kl. 13 taka við golfæfingar. Við erum á æfingum til um 18, þar sem við spilum oft 18 holur eða erum á æfingasvæðinu að vinna í ýmsum hlutum. Síðdegis fer ég

Ég tel mig hafa bætt mig mikið, sérstaklega á síðustu fimm mánuðum. Ég hef unnið markvisst í tækninni undanfarið. Eitthvað sem ég hefði átt að gera af krafti frá upphafi. Annar hluti leiksins sem að ég hef bætt er hugarfarið, og tel mig hafa bætt það meira heldur en alla aðra þætti. 12

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hef bætt hugarfarið mikið - Guðmundur Ágúst á sigurbraut í bandaríska háskólagolfinu

oft í líkamsræktina og eftir það tekur við lærdómur því námið er einnig krefjandi,” segir Guðmundur en eðlisfræði er aðalfagið hjá honum í ETSU. Að námi loknum ætlar Guðmundur að láta reyna á það að komast inn á atvinnu­ mótaraðirnar í Evrópu. „Ég ætla að leika á eins mörgum mótum og hægt er á Íslandi í sumar. Þó eru nokkur mót erlendis sem skarast á við Eimskips­ mótaröðina.” Guðmundur er ánægður með að hafa valið að fara í háskóla í Bandaríkjunum og fá tækifæri til að æfa við bestu aðstæður. „Háskólaleiðin er mjög góð, þar fær maður menntun, æfingaaðstöðu og keppni, á sama tíma. Mesta álagið sem fylgir þessu er námið sjálft. Ég hef ekkert á móti því að æfa mikið. Námið var frekar létt fyrstu tvær annirnar en það hefur þyngst töluvert undanfarin tvö ár. Það eru ákveðnir hlutir sem þarf að varast og spá í áður en farið er í háskólagolfið. Það er undir hverjum og einum komið að meta hvort þetta sé besti kosturinn. Ég taldi svo vera og sé ekki eftir þeirri ákvörðun.”


Allt sem fyrirtækið

ENNEMM / NM66350

þarf í einum pakka

FYRIRTÆKJALAUSNIR

Net, borðsími, farsími og Office 365 frá 12.100 kr. á mánuði. Fyrirtækjapakki Símans inniheldur Internet, borðsíma- og farsímaþjónustu, ásamt Office 365 skýþjónustu sem tryggir nýjustu útgáfur af forritum og aðgang að vinnuskjölum hvar sem er. Fullkomin yfirsýn og fyrirsjáanlegur rekstrakostnaður með föstu mánaðargjaldi. Hafðu samband í síma 800 4000 eða á 8004000@siminn.is. Þú getur meira með Fyrirtækjalausnum Símans


„Framtíðin er björt“

– Íslandsbankamótaröð unglinga hefst á Garðavelli Íslandsbankamótaröð kylfinga 18 ára og yngri hefst á Garðavelli í lok maí en alls verða mótin sex líkt og undanfarin ár. Íslandsmótið í holukeppni fer fram á Strandar­ velli á Hellu og sjálft Íslandsmótið í golfi í þessum aldursflokki fer fram á Grafar­holts­ velli. Húsatóftavöllur í Grinda­vík mun taka á móti keppendum á Íslandsbankamótaröðinni í júní og er þetta í fyrsta sinn sem mótaröðin fer fram á þeim velli. „Þetta er þriðja árið í röð sem Íslandsbanka­ mótaröðin fer fram og við erum mjög ánægð með samstarfið við GSÍ og golfklúbba landsins,“ segir Hólmfríður Einarsdóttir markaðsstjóri Íslandsbanka. „Umgjörðin á mótunum hefur verið til fyrirmyndar og við sjáum það á fjölda þátttakenda að áhuginn er mikill hjá yngri kylfingum landsins.“ Samhliða Íslandsbankamótaröðinni fer fram áskorendamótaröð Íslandsbanka. Sú mótaröð er ætluð fyrir keppendur sem vilja öðlast keppnisreynslu áður en þeir stíga inn á sviðið á sjálfri Íslandsbankamótaröðinni. Hólmfríður bætir því við að Íslandsbanki leggi áherslu á að styðja við íþróttaiðkun barna og unglinga á landsvísu og Íslands­ banka­mótaröðin skipar stórt hlutverk í því. „Það hefur verið gaman að fylgjast með ungum og efnilegum kylfingum á mótaröðunum, hvort sem þau eru að stíga

14

sín fyrstu skref eða eru lengra komin. Kylfingarnir fá ætíð glaðning frá Íslands­ banka og fulltrúi bankans mætir í mótslok og hittir keppendur. Það er að mínu mati mjög gaman að sjá nýja golfvelli bætast við á mótaröðina og það er mikilvægt að mótin fari fram bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og völlum sem eru úti á landsbyggðinni. Keppendurnir eru alltaf að ná betri og

betri árangri og framtíðin er svo sannarlega björt,“ sagði Hólmfríður. Í elsta aldursflokknum verða leiknar 54 holur á öllum mótunum nema á Íslands­ mótinu í holukeppni. Það er gert vegna reglna um heimslista áhugamanna. Elsti aldursflokkurinn hefur því keppni einum degi fyrr en aðrir keppendur. Alls eru keppnis­flokkarnir þrír hjá báðum kynjum á Íslandsbankamótaröðinni, 17–18 ára, 15–16 ára, 14 ára og yngri.

Mótin á Íslandsbanka­ mótaröðinni sumarið 2015:

Mótin á Áskorenda­ mótaröð Íslandsbanka sumarið 2015:

23.–24. maí: Garðavöllur, Akranesi (1)

23. maí: Kálfatjarnarvöllur, Vatnsleysuströnd (1)

5.–7. júní: Strandarvöllur, Hellu (2) – Íslandsmótið í holukeppni.

6. júní: Svarfhólfsvöllur, Selfossi (2)

20.–21. júní: Húsatóftavöllur, Grindavík (3)

20. júní: Kirkjubólsvöllur, Sandgerði (3)

17.–19. júlí: Grafarholtsvöllur, Reykjavík (4) – Íslandsmótið í höggleik.

22.–23. ágúst: Glannavöllur, Borgarfirði (5)

22.–23. ágúst: Hamarsvöllur, Borgarnesi (5)

5. september: Nesvöllur, Seltjarnarnesi (6)

5.–6. september: Hvaleyrarvöllur, Hafnarfirði (6)

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Framtíðin er björt“ – Íslandsbankamótaröð unglinga hefst á Garðavelli

18.–19. júlí: Staðsetning óákveðin (4)


Appið og Netbankinn

Við bjóðum góða þjónustu í kaffitímanum Í Netbankanum og Appinu getur þú sinnt fjármálunum hvar og hvenær sem þér hentar. Hvort sem þú ert í kaffitíma í vinnunni, uppi í bústað eða á ferðalagi í útlöndum geturðu sinnt öllum helstu bankaviðskiptum í tölvunni eða snjalltækjum. Þú sérð stöðuna á reikningunum þínum, millifærir, borgar reikninga, sinnir sparnaði eða skoðar nýjustu vildartilboðin. Kynntu þér Appið og Netbankann á islandsbanki.is

islandsbanki.is

Netspjall

Sími 440 4000

Facebook


Edwin fær góða umsögn frá R&A um nýja sýn á holufjölda Edwin Roald hefur fengið góðar undirtektir hjá Royal and Ancient í St. Andrews varðandi hugmyndir um nýja sýn á holufjölda á golfvöllum. Íslenski golfvallahönnuðurinn hefur á undanförnum árum sett fram ögrandi hugmynd sem nefnist „af hverju 18 holur“ eða why18holes.com en hugmyndafræðin er á sérstöku vefsvæði sem Edwin heldur úti. Steve Isaac, forstöðumaður golfvallamála hjá R&A tjáir sig um hugmyndir Edwins með eftirfarandi hætti: „Golf er dásamleg íþrótt og heilnæm afþreying í róandi og náttúrulegu umhverfi sem stunduð er af milljónum manna um allan heim. Hún þarf eigi að síður að keppa við aðrar íþróttir og frístundakosti um tíma fólks. Aukinn sveigjanleiki hvað varðar fjölda leikinna brauta getur gert fleirum kleift að leika golf reglulega. Slík nálgun við hönnun golfvalla gæti jafnframt dregið úr

16

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Af hverju 18 holur“

landþörf sem og kostnaði við gerð þeirra og viðhald. Edwin Roald færir sterk rök fyrir slíkum sveigjanleika. Hugmyndir hans eru ögrandi og verðskulda alvarlega íhugun.“ Yfirlýsingin kemur í kjölfar erindis sem Edwin hélt um málið á ársfundi FEGGA, samtaka golfvallastjórafélaga Evrópulandanna, í febrúar. Áður hafði Edwin fundað með Peter Dawson, æðsta manni R&A, fyrir tveimur árum og var honum þá boðið að skrifa grein um nálgun sína á vef R&A.

Edwin kjörinn í stjórn EIGCA Edwin Roald var kjörinn í stjórn European Institute of Golf Course Architects, EIGCA, á aðalfundi samtakanna sem fór fram á hinum fornfræga North Berwick-golfvelli í Skotlandi í byrjun apríl. Sem stjórnarmaður tekur Edwin við formennsku í umhverfisnefnd EIGCA, nefnd sem hann hefur setið í hin síðari ár og hefur m.a. umsjón með metnaðarfullri endurmenntunaráætlun fyrir EIGCA-félaga í umhverfisvænni hönnun, hinni fyrstu sinnar tegundar í golfhreyfingunni á heimsvísu


ENNEMM / NM67475

SKÝJUNGAR 20 milljónir manna í 14 löndum geta nú fengið betri yfirsýn yfir fjármálin sín með aðstoð Meniga. Það kallar á gríðarlega skjóta og örugga vinnslu upplýsinga hvar í heiminum sem er. Þess vegna leitaði Meniga til okkar. Tölvuskýin okkar bjóða áður óþekkta möguleika á sjálfvirkni og viðbragðsflýti um leið og kostnaði er haldið í lágmarki. Nýherji býður fjölmargar spennandi nýjungar sem eru í skýjunum. Við köllum það skýjungar.

NÝHERJI ER LEIÐANDI FYRIRTÆKI Á SVIÐI UPPLÝSINGATÆKNI

Við höfum góða reynslu af framtíðinni! Nýherji hefur vottun samkvæmt alþjóðlega upplýsingaöryggisstaðlinum ISO/IEC 27001:2013.

BORGARTÚNI 37 SÍMI 569 7700 WWW.NYHERJI.IS


Ómetanlegur stuðningur úr Forskoti Afrekssjóður íslenskra kylfinga, Forskot, var settur á laggirnar árið 2012 með það að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í heiminum í golfíþróttinni. Fimm kylfingar fengu úthlutað úr sjóðnum á þessu ári, tvær konur og þrír karlar, en þetta er í fjórða sinn sem styrkir eru veittir úr Forskoti. Að sjóðnum standa Eimskip, Valitor, Golfsamband Íslands, Íslandsbanki og Icelandair Group. Frá upphafi hefur sjóðurinn beint sjónum sínum að tveimur til fimm kylfingum á hverjum tíma og leitast við að gera þeim auðveldara fyrir að æfa og keppa við bestu skilyrði í samræmi við það sem gerist á alþjóðlegum vettvangi. Úthlutanir byggjast

18

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ómetanlegur stuðningur úr Forskoti

á tillögum frá fagráði sjóðsins en í því sitja, Úlfar Jónsson, Gauti Grétarsson og Sigurpáll Geir Sveinsson. Kylfingarnir sem fengu úthlutað úr sjóðnum að þessu sinni eru: Birgir Leifur Hafþórsson (GKG), Ólafur Björn Loftsson (GKG), Þórður Rafn Gissurarson (GR), Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) og Valdís Þóra Jónsdóttir (GL).

Miklar kröfur eru gerðar til íþróttafólksins um ráðstöfun þessara styrkja og ber þeim að leggja fram æfinga- og keppnisáætlanir auk fjárhagsáætlunar fyrir verkefni sín. Þá eru gerðir sérstakir samningar við hvern kylfing um að þeir virði reglur Íþrótta- og Ólympíuhreyfingarinnar. Í samtali við Golf á Íslandi sögðu kylfing­ arnir sem fengu úthlutað úr sjóðnum á þessu ári að það væri gríðarlega mikilvægt að fá slíkan stuðning – og það væri hvatning til þess að gera enn betur í framtíðinni.



Þarf að nýta tækifærin sem gefast Birgir Leifur Hafþórsson, sexfaldur Íslandsmeistari úr GKG, ætlar að leggja alla áherslu á mót erlendis á þessu ári. Birgir er með takmarkaðan keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Birgir komst inn á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina sl. haust. Opnaði það glugga inn á Áskorendamótaröðina og verða mótin mun fleiri í ár hjá Birgi miðað við undanfarin misseri. Hann verður einnig með á nokkrum mótum á Nordic League mótaröðinni. „Ég ætla að nýta tækifærin sem gefast – hér heima á Íslandi er markmiðið að leika á Íslandsmótinu, ef það rekst ekki á mót á Áskorendamótaröðinni,” segir Birgir Leifur en hann er búsettur á Íslandi og starfar hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hann hefur því glímt við íslenskar aðstæður í vetur á undirbúningstímabilinu. „Þetta hefur gengið ágætlega. Ég hef lagt áherslu á stutta spilið og líkamsræktina. Tíminn var vel nýttur samhliða vinnudeginum.”

20

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ómetanlegur stuðningur úr Forskoti

Birgir er með skýr markmið fyrir tímabilið og ætlar að festa sig í sessi á bestu mótaröð Evrópu. „Ég fæ fleiri tækifæri í ár á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu og með góðum árangri þar get ég fest mig í sessi á bestu mótaröð Evrópu. Ég þarf að nýta þetta tækifæri eins vel og ég get - og taka skref upp á við.” Stuðningurinn frá Forskoti er mikilvægur fyrir Birgi og hann vonast til þess að sjóðurinn eigi eftir að eflast enn frekar á næstu árum. „Þetta er kostnaðarsöm útgerð og því er mikilvægt að fá stuðninginn frá

Forskoti. Ég vil koma á framfæri þökkum til þeirra sem koma að þessum sjóði. Framtíðin er björt í íslensku golfi og ómetanlegt fyrir yngri afrekskylfinga að vita af þessu baklandi og stuðningi. Þannig geta þau látið drauma sína rætast.” Birgir Leifur verður 39 ára gamall í maí á þessu ári en hann hefur verið atvinnukylfingur frá árinu 1997. Hann er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur öðlast keppnisrétt á bestu atvinnumótaröð Evrópu. Það er enn markmiðið hjá Birgi að komast inn á Evrópumótaröðina og halda sér þar í nokkur ár. „Ég sé þetta þannig fyrir mér að ég verði búinn að festa mig í sessi á Evrópumóta­ röðinni á næstu árum og haldi mér þar fram til 45 ára aldurs. Eftir það er stefnan sett á öldungamótaröðina,” sagði Birgir Leifur í léttum tón.



Hugarþjálfun ofarlega á forgangs­ listanum

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik 2014, er með keppnisrétt á LET Access mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Hún hefur hefur búið í Þýskalandi í vetur og segir Ólafía að markmiðið sé að leika á öllum 16 mótunum sem henni stendur til boða. Stefnan sé sett á eitt af fimm efstu sætunum á stigalistanum sem tryggir keppnisrétt á sjálfri LET Evrópumótaröð kvenna. „Ég ætla að koma heim á Íslandsmótið í höggleik í titilvörnina en að öðru leyti ætla ég að einbeita mér að atvinnu­ mótunum. Markmiðið er að komast inn á Evrópumótaröðina en til þess þarf ég að enda á meðal 5 stigahæstu á LETAS mótaröðinni.” Vetrarríkið í Þýskalandi setti æfingaáætlun Ólafíu aðeins úr skorðum en hún er samt ánægð með undirbúningstímabilið. „Ég fór í æfingaferð til Spánar með GR og ég fór einnig til Wake Forest í Bandaríkjunum og æfði þar með mínu gamla háskólaliði. Aðaláherslan hefur verið á tæknibreytingar í sveiflunni og hugarþjálfun hefur einnig verið ofarlega á forgangslistanum.” „Helstu markmið tímabilsins eru að ná enn betri tökum á hugarfarsþjálfuninni – ná

22

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ómetanlegur stuðningur úr Forskoti

betra meðalskori, komast inn á Evrópu­ mótaröðina og verja Íslandsmeistara­ titilinn. Langtímamarkmiðin eru á hreinu og einn daginn ætla ég að reyna við LPGA mótaröðina í Bandaríkjunum og verða ein af þeim betri á mótaröðinni. Það er nauðsynlegt að setja sér stór markmið til þess að halda sér við efnið og gera enn betur en áður.” Ólafía er þakklát fyrir þann stuðning sem hún hefur fengið úr Forskoti. „Styrkurinn frá Forskoti skiptir öllu máli fyrir mig. Ég er mjög þakklát og veit ekki hvar ég væri stödd án hans. Það er ótrúlega erfitt að fá styrki sem íþróttamaður og ég er alls ekki góð á því sviði að óska eftir styrkjum. Ég væri örugglega með lán á bakinu án styrksins og það væri mun meiri pressa á mér til að ná í verðlaunafé á

golfmótum. Ég held að slík peningapressa og áhyggjur séu ekki góðar fyrir atvinnu­ kylfinga. Það myndi eyðileggja fyrir í keppninni sjálfri.” Ólafía hlakkar til þess að takast á við verkefnin í sumar og hún fær góðan félagsskap þar sem Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni verður einnig á sömu mótaröð. Þetta er í fyrsta sinn sem tvær íslenskar konur leika á LET Access mótaröðinni en Valdís Þóra er að hefja sitt annað tímabil á mótaröðinni. „Það er frábært að við séum tvær saman í þessu. Valdís er hress og fyndin þannig að hún er góður félagsskapur. Hún er nú þegar komin með reynslu og ég hef verið að spyrja hana um allt milli himins og jarðar. Við getum vonandi hjálpað hvor annarri,” sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.


GOLFFERÐIR Á

BELFRY

THE BELFRY RYDER CUP HOSTE VENUE 1985, 1989, 1993, 20 01

Ryder Cup völlurinn 1985, 1989, 1993 og 2001

Verð frá kr. 155.000 á mann í tvíbýli.

Ótakmarkað golf og beint flug til Birmingham með Icelandair Bókaðu golfferðina þína á www.gbferdir.is eða í síma 534 5000

www.gbferdir.is


Stefni á sigur á Nordic League Ólafur Björn Loftsson, sem nýverið skipti úr Nesklúbbnum í Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar, er að hefja sitt fjórða tímabil sem atvinnukylfingur. Ólafur er með keppnisrétt á Nordic League atvinnumótaröðinni sem fram fer að mestu á Norðurlöndunum og ætlar hann að einbeita sér að mestu að þeirri mótaröð. „Ég mun leggja aðaláherslu á Nordic League mótaröðina á Norðurlöndunum en tek jafnvel einhver mót á Áskorenda­ mótaröðinni og hugsanlega stærstu mótin hérna heima. Mitt helsta markmið í ár er að vinna mér inn þátttökurétt á evrópsku mótaröðinni í golfi. Önnur markmið eru til að mynda að öðlast þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni og að sigra á mótum á Nordic League mótaröðinni,” sagði Ólafur við Golf á Íslandi en hann hefur einu sinni hampað Íslandsmeistaratitlinum í golfi - árið

24

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ómetanlegur stuðningur úr Forskoti

2009 á Grafarholtsvelli. Í vetur hefur Ólafur lagt áherslu á tækniæfingar. „Undirbúningurinn hefur gengið vel í vetur. Ég hef unnið hörðum höndum með þjálfurunum mínum en þeir hafa hjálpað mér mjög mikið. Ég hef lagt mesta áherslu á að bæta tæknina í mínum leik og auka stöðugleikann með réttum hreyfingum sem auðvelt er að endurtaka.” Ólafur segir að stuðningur Forskots sé honum afar mikilvægur. „Stuðningur Forskots er forsenda þess að ég geti eytt mínum tíma og

kröftum úti á golfvellinum, spilað í frábærum mótum og æft við toppaðstæður. Ég verð ævinlega þakklátur fyrir stuðninginn og ég ber merki Forskots hátt á lofti.” „Langtímamarkmið mín og draumur minn er að komast á mótaröð bestu kylfinga heims, sigra á móti á PGA eða evrópsku mótaröðinni og sigra á risamóti í golfi. Ég mun halda áfram að leggja mjög hart að mér, bæta minn leik og ég hef fulla trú á að ég nái að upplifa drauminn.”

*


Vertu áhyggjulaus í útlöndum með Euro- og USA Traveller Vodafone býður viðskiptavinum sínum bæði mun lægra mínútuverð og ódýrara gagnamagn erlendis með 4G hraða* njóttu lífsins á ferðalaginu

Vodafone Við tengjum þig

*Kynntu þér nánar hvaða lönd um ræðir á vodafone.is


Reynslunni ríkari eftir fyrsta árið

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni er reynslunni ríkari eftir fyrsta árið sitt sem atvinnukylfingur. Valdís er með keppnisrétt á LET Access mótaröðinni í Evrópu líkt og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir - en Valdís lék á mótaröðinni á síðustu leiktíð. „Ég mun einbeita mér að LETAS móta­ röðinni - en ég hefði einnig getað fengið nokkur mót á sjálfri LET Evrópu­móta­ röðinni. Fyrirvarinn er stuttur fyrir slíkt og ég tel því best að vera með 100% fókus á LETAS mótaröðina,” segir Valdís en hún hefur tvívegis fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi, 2009 og 2012. „Ég ætla að mæta til leiks hér heima á Íslandsmótið í holukeppni og Íslandsmótið.” Valdís hefur lagt mikla áherslu á púttæfingar í vetur og líkamlega þáttinn. „Ég tók mér frí í desember eftir úrtökumótið en lagði áherslu á að styrkja mig og bæta þolið. Æfingarnar hafa markast af því veðurfari sem hefur verið á Íslandi í vetur en ég hef reynt að nýta þá möguleika sem eru í boði.” Hvað markmiðin varðar segir Valdís að hún vilji halda þeim fyrir sig - en stóra markmiðið sé að komast á sjálfa LET

Evrópumótaröðina. Til lengri tíma litið er markmiðið að komast á topp 50 listann í heiminum og banka á dyrnar á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum.” Styrkurinn sem hún fær frá Forskoti skiptir öllu máli fyrir Valdísi í atvinnumennskunni. „Án hans gæti ég ekki farið á mótaröðina enda mikill kostnaður sem fylgir þessu. Ég er þakklát fyrir stuðninginn frá þeim sem standa að Forskoti og einnig öðrum sem hafa stutt mig. Ég mun halda styrktarmót í sumar sem hjálpar mér að ná endum saman.” Valdís hlakkar til að fá Ólafíu Þórunni með sér á LETAS mótaröðina. „Fyrstu mótin í fyrra voru virkilega erfið - enda var ég alein og þekkti ekki neinn. Það lagaðist strax og ég fór að kynnast stelpunum og deila með þeim herbergjum og fara út að borða með þeim á ferðalögunum. Það verður gott að geta talað íslenskuna á þessum ferðalögum.”

Hef þroskast mikið sem kylfingur

Þórður Rafn Gissurarson úr GR byrjaði keppnistímabilið nokkuð snemma á þýsku Pro Golf Tour atvinnu­ mótaröðinni. Hann vonast til þess að fá tækifæri á nokkrum mótum á Áskorendamótaröð Evrópu en Þórður ætlar að leika á Íslandsmótinu á Garðavelli - en mótin á Eimskipsmótaröðinni verða ekki mörg hjá atvinnukylfingnum á þessu ári. „Undirbúningurinn fyrir þetta tímabil var ekki mikill. Það hefur verið mikið að gera í keppnisgolfinu en ég æfi eins mikið og hægt er. Undanfarin tvö ár hef ég lagt mesta áherslu á stutta spilið með þjálfaranum, Justin Blazer, sem er með aðsetur í Viera, Florida. Hann hefur hjálpað mér mjög mikið. Ég er að vinna í að laga nokkra hluti í sveiflunni með Inga Rúnari Gíslasyni íþróttastjóra GR – en það er langtímaverkefni,” segir Þórður um undirbúning sinn fyrir tímabilið. Markmiðin eru skýr hjá Þórði. „Ég þarf að vera á meðal fimm tekjuhæstu á móta­ röðinni sem ég er á til þess að komast lengra. Áskorenda- og Evrópumótaröðin eru langtímamarkmiðin. Ég hef einnig sett mér það markmið að verða Íslandsmeistari í golfi - hef verið tiltölulega nálægt því síðustu ár.” Þórður segir að styrkurinn frá Forskoti skipti miklu máli og sé mikilvægur. „Þetta er kostnaðarsamt og erfitt. Ég held að fáir viti hvernig þetta er hjá okkur. Það

26

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ómetanlegur stuðningur úr Forskoti

er því mjög mikilvægt að hafa sjóð eins og Forskot sem hjálpar manni við að elta drauminn. Erfitt að gera það ef enginn peningur er til staðar.” „Ég er búinn að þroskast mikið sem kylfingur, sérstaklega síðustu tvö ár. Eftir sigurinn á Jamega Tour í Englandi í fyrra fékk ég hungrið aftur. Var búinn að dala og sjálfstraustið var ekki mikið. Sigurinn gjörbreytti því öllu. Einn af mínum bestu dögum hingað til.

Ef ég verð ekki kominn á Áskorenda­ mótaröðina á næstu tveimur árum þá getur vel verið að ég láti staðar numið. Ég er 27 ára og ekki að yngjast. Ef ég er enn á sama stað eftir tvö ár þá er ég líklegur til að hætta í atvinnumennskunni og snúa mér að öðru. Ég þarf að vera raunsær. Hinsvegar ætla ég mér að komast á mótaraðirnar fyrir ofan þannig að það er talsverður tími í að maður fari að vinna á skrifstofunni.”


NÝ OG BETRI SÆTI Í ÖLLUM SÖLUM

Smáralind


Stjarneðlisfræðin nýtist ekkert í golfinu Nei, stjarneðlisfræðin nýtist mér ekkert í golfinu. Ég veit um bók sem fjallar um golf og eðlisfræði en ég hef aldrei sett mig inn í það. Þar er eflaust eitthvað áhugavert að finna sem snýr að eðlisfræði og golfí­þróttinni,” segir Guðjón Henning Hilmarsson úr GKG en hann hefur einbeitt sér að námi í stjarneðlisfræði á undanförnum misserum eftir að hafa leikið með A-landsliði Íslands á árunum 2012-2013. Það eru ekki margir stjarneðlisfræðingar í heiminum og örugglega ekki margir afrekskylfingar sem hafa slíka menntun. Guðjón stefnir á að klára meistarapróf í stjarneðlisfræði í haust. Hann hefur lítið getað einbeitt sér að golfíþróttinni undanfarin misseri vegna námsins en hann fór m.a. í hálft ár til Helsinki í Finnlandi. Ég var „klipptur” niður aftanfrá í fótboltaleik enda er það eina leiðin til þess að stöðva mig,” bætti Guðjón við í léttum tón. Stjarneðlisfræðineminn ætlar að láta reyna á golfhæfileikana að nýju þegar sólin hækkar á lofti. „Ég hef eiginlega ekkert æft frá því í fyrra - en ég ætla að taka upp þráðinn eftir prófin í apríl og sjá hvernig staðan er á mér. Og hvort ég eigi eitthvað erindi í þetta aftur.”

Það er erfitt að vera með ofurmetnað í golfinu samhliða krefjandi námi. Ég vil gera hlutina vel. Markmið sumarsins er að geta strítt einhverjum af þessum ungu kylfingum á Eimskipsmótaröðinni. Eins og áður segir hefur „fókusinn” hjá Guðjóni verið á náminu á undan­förnum misserum en hann ætlar að rifja upp „golftaktana” í sumar þegar Eimskips­ mótaröðin hefst að nýju. „Ég kom heim s.l. vor úr framhaldsnáminu í Finnlandi og ég var þá lítið sem ekkert búinn að spila golf í heilt ár. Ég tók þátt í nokkrum mótum á Eimskipsmótaröðinni en ég var lengi í gang og var í raun enn ryðgaður í ágúst. Áhuginn var að kvikna aftur á þeim tíma og mig langaði þvílíkt mikið að spila áfram eftir s.l. sumar. Það var bara ekki hægt þar sem námið er krefjandi og fótboltameiðsli settu strik í reikninginn.

28

GOLF.IS - Golf á Íslandi Stjarneðlisfræðin nýtist ekkert í golfinu

Guðjón Henning segir að hann sé ekki að hugsa um geimryk, stjörnur og blossa þegar hann slær kúluna hvítu á golfvellinum. „Það er frekar einfalt að „kúpla” sig út úr því sem ég er að gera flesta daga úti á golf­vellinum. Það sem ég er að rannsaka er eitthvað sem við sjáum ekki. Verkefnið sem ég er að vinna að heitir „fast radio bursts” - sem eru örstuttir blossar sem sjást bara í útvarpsbylgjum. Við sjáum þessa blossa ekki með berum augum þannig að þetta er ekkert að trufla mig þegar ég er að leika golf. Ef ég tek útvarpssjónaukann út á völl gæti ég kannski „misst” fókusinn á golfið. Ég get hvort sem er ekki hugsað um marga hluti í einu.”

„Eðlisfræðikennarinn minn í Verslunar­ skólanum er sjálfur stjarneðlisfræðingur – og hann vakti áhuga hjá mörgum okkar á eðlisfræði og stjarneðlisfræði. Þar kviknaði þessi áhugi.” Kylfingurinn segir að hann hafi lagt stærstu golfdraumana á hilluna í bili - þar sem erfitt sé að vera með marga bolta á lofti í einu. „Ég býst við að fara á næsta ári í doktorsnám í stjarneðlisfræði - vonandi tekst mér að komast til Evrópu í það nám. Í versta falli enda ég í Bandaríkjunum. Það er erfitt að vera með ofurmetnað í golfinu samhliða krefjandi námi. Ég vil gera hlutina vel. Markmið sumarsins er að geta strítt einhverjum af þessum ungu kylfingum á Eimskipsmótaröðinni. Ég er nú reyndar ekki nema 27 ára gamall en telst vera á meðal þeirra „gömlu” í þessu núna. Það eru ótrúlega margir spennandi ungir kylfingar að koma upp og ég ætla að reyna að „stríða” þeim aðeins. Stefnan er sett á að leika á nokkrum mótum á Eimskipsmótaröðinni og að sjálfsögðu á Íslandsmótinu,” sagði Guðjón Henning Hilmarsson.


ÞARFTU AÐ GEYMA GAMLA SETTIÐ OG UPPSTOPPAÐA FUGLA?

WWW.GEYMSLA24.IS

GEYMSLA24 | Skemmuvegi 4 | 200 Kópavogur


Dreymir þig um háskólagolf í Bandaríkjunum? Geirmundur Ingi Eiríksson úr Golfklúbbi Suðurnesja er ungur og efnilegur kylfingur sem gæti verið að huga að háskólagolfi í Bandaríkjunum.

Hvað er háskólagolf, fyrir hvern er háskólagolf, hvernig kemst ég í háskólagolf, hvenær er rétti tíminn til að byrja ferlið? Þessar spurningar eru oft í umræðunni hjá ungum kylfingum á Íslandi. Hér á eftir verður stiklað á stóru um hvernig best er að undirbúa sig vegna umsóknar - og sagt í stuttu máli hvaða möguleikar eru í boði. Gríðarlega margir íslenskir kylfingar hafa nýtt sér þessa leið á undanförnum árum - enda er hér um að ræða frábært tækifæri til að afla sér menntunar og njóta þess að spila golf samhliða því.

Fimm deildir í háskólagolfinu

NCAA er stóra deildin sem skiptist í þrjár deildir en NCAA skólar eru ávallt með 14 íþróttagreinar í boði. ■■ 1. deild - 100% íþróttaskólastyrkir ■■ 2. deild - 65% íþróttaskólastyrkir ■■ 3. deild 0% íþróttastyrkir NAIA er svipað og 2. deild í NCAA - mismunandi eftir skólum hvort íþróttastyrkir séu í boði. NJCAA eða Junior College - þar sem tvö fyrstu námsárin í háskóla eru í boði. Mismunandi eftir skólum hvort íþróttastyrkir séu í boði.

30

GOLF.IS - Golf á Íslandi Dreymir þig um háskólagolf í Bandaríkjunum


Birgir Leifur

Ég vel Ecco vegna þess hversu þægilegir þeir eru. Ég get verið í þeim allan daginn, hvort sem ég er að spila eða kenna, án þess að finna fyrir þreytu. Þetta eru einfaldlega bestu skór sem ég hef prófað, og hef ég prófað þá marga.“

ÚTSÖLUSTAÐIR

Ecco - Kringlan · Steinar Waage - Smáralind · Skóbúðin Húsavík Golfbúðin - Hafnarfirði · Golfskálinn - Reykjavík · Skóbúðin - Keflavík Nína - Akranesi · Skóbúð - Selfossi · Axel Ó. - Vestmannaeyjum Skór.is - netverslun · Örninn - Reykjavík · Hole In One - Reykjavík


Hvað þarf að gera? Að sækja um skólastyrk er eins og að leita að vinnu og samkeppnin er gríðarleg. Yfir 900 skólar bjóða upp á háskólagolf og gera má ráð fyrir að þjálfarar fái yfir 50 ferilskrár í hverri viku. Ferilskráin þarf að vera ítarleg og nákvæm. Allar helstu persónuupplýsingar, helstu afrek, mótaskrá síðustu ára, árangur á þeim

mótum, höggafjöldi og ýmislegt annað. Ítarlegar upplýsingar um t.d. högglengd með hverri kylfu, mótareynslu og tölfræði. Svara þarf spurningunni af hverju þig langi að fara í háskóla og spila golf. Hvert er þitt helsta markmið, hvernig heldur þú að háskólagolf komi til með að láta draum þinn verða að veruleika?

Útbúa myndband þar sem sýnt er frá sveiflu framan á og frá hlið (beint fyrir aftan í höggstefnu): Í myndbandinu þarf eftirfarandi að koma fram: Full sveifla, driver, 6-járn og PW. Hálfsveifla með 54 gráðum eða einhverju svipuðu verkfæri. Vipp, einfalt vipp, pútt - ekkert of langt. Það getur skipt máli að vera hugmyndaríkur í vinnslu myndbandsins.

Það er að mörgu að huga Þeir sem hafa áhuga á að komast í nám þurfa að taka ákvarðanir um ýmislegt: Þar á meðal má nefna; staðsetning skóla, hvaða námsbraut á að velja, mikilvægt er að finna skóla við hæfi, búa til lista yfir þá skóla sem koma til greina, senda ferilskrá á þjálfara, gott er að velja tölvupóstfang sem vekur athygli, senda meðmæli frá golfþjálfara, senda upplýsingar um þá skóla sem þú hefur haft samband við, hvenær þú sendir á þá og hverju

þeir svöruðu. Ýta þarf við sumum þjálfurum með því að minna á sig og senda aftur. Halda sambandi við þjálfarann á u.þ.b. 3-4 vikna fresti þegar svar hefur borist. Ef svarið er jákvætt frá fleiri en einum skóla þarf að skoða hvað hentar best. Þar þarf að athuga enn betur atriði s.s. staðsetningu, þjálfarann, liðið, golfmótin, skólastyrkinn og mikilvægt er að gera sér grein fyrir að styrkir geta verið mismunandi.

Þóra Kristín Ragnarsdóttir úr Keili er efnileg í golfíþróttinni og er án efa að velta fyrir sér þeim möguleikum sem standa henni til boða hvað varðar háskólagolfið.

Prófin sem þarf að taka

Hvenær á að byrja undirbúning?

Til þess að komast í gegnum ferlið þarf að taka stöðupróf sem

Strax í dag, byrjaðu nú þegar að gera ferilskrá og uppfærðu hana reglulega, skoðaðu skóla á netinu, fáðu umsagnir frá kylfingum sem eru nú þegar í Bandaríkjunum. Skráðu þig í þau próf sem þarf að taka og vertu vakandi fyrir því að skrá þig með góðum fyrirvara.

meta ýmsa kunnáttu. Prófin eru tvennskonar. TOEFL er próf sem notað er til að meta kunnáttu fólks í enskri tungu. Hægt að taka á netinu og þarf að skrá sig tímanlega í slíkt próf. SAT er próf þar sem færni í ensku og stærðfræði er könnuð. Hægt er að taka prófið á netinu eða hér á landi.

32

GOLF.IS - Golf á Íslandi Dreymir þig um háskólagolf í Bandaríkjunum


Fyrir golfara - Skráðu inn skorið - Reiknaðu punktana eftir hring - Hvað er langt í holu? - Hvernig er veðurspáin? - Bókaðu rástíma - Og margt fleira... Verslanir á Laugavegi 182 og í Smáralind · sími 512 1300 · epli.is


Golfið er ávanabindandi – hugsa um það dag og nótt

Jón Arnór Stefánsson, sem kjörinn var íþróttamaður ársins 2014, hefur í mörg horn að líta í sínu lífi. Hann hefur verið atvinnumaður í körfuknattleik frá árinu 2002 og leikur nú með einu af bestu liðum Evrópu, Unicaja Malaga á Spáni. Jón Arnór er líkt og margir afreksíþróttamenn frekar svekktur yfir því að hafa ekki kynnst golfíþróttinni fyrr, en hann nýtir hverja stund sem gefst til þess að leika golf. Golf á Íslandi ræddi við hinn 32 ára gamla KR-ing um golfíþróttina - sem er að hans sögn heillandi og skemmtileg íþrótt.



Íþróttamaður ársins 2014, Jón Arnór Stefánsson, hlakkar til að geta „sökkt” sér á kaf í golfíþróttina þegar ferlinum lýkur.

„Ég er alltaf að reyna að bæta mig í golfinu en það gefst lítill tími til þess að spila. Það tekur tíma og eftir að börnin bættust í fjölskylduna er þetta mun erfiðara meðfram atvinnumennsku í körfubolta,” segir Jón Arnór en hann á tvö börn, Guðmund Nóel og Stefaníu Björk, með unnustu sinni Lilju Björg Guðmundsdóttur - sem einnig leikur golf. Ánægður ef eitt högg heppnast Jón Arnór hefur leikið víðsvegar um Evrópu á ferlinum en frá árinu 2009 hefur hann verið staðsettur á Spáni. Hann er frekar svekktur að geta ekki nýtt betur kjör­ aðstæður til golfiðkunar í Malaga en hann horfir fram á veginn og ætlar að hella sér af krafti í golfið þegar körfubolta­ferlinum lýkur. „Ég hef eiginlega ekkert getað spilað hérna úti í Malaga vegna anna í körfunni. Þar sem Unicaja Malaga hefur einnig verið að leika í Evrópukeppninni samhliða leikjum í deild og bikar. Það sem ég hef gert til þess að halda mér við er að fara á æfingasvæðið þegar ég get.

Ég er alltaf að gera sömu mistökin í leiknum en þetta er bara svo gaman að maður lætur sig hafa það að vera ekki alveg sá besti í golfinu. Loksins þegar höggið kemur þá er þetta allt þess virði - þótt að það sé bara eitt högg á hringnum sem heppnast. Það er félagi minn í liðinu, Ryan Toolson, sem er forfallinn kylfingur og við förum að spila þegar tækifærin gefast. Í vetur held ég að við séum búnir að ná 10 hringjum.”

Ég er bara fastur í 14,7 í forgjöf og ég geri mér alveg grein fyrir því að ég þarf að setja miklu meiri tíma í æfingar til þess að lækka mig meira. 36

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfið er ávanabindandi – hugsa um það dag og nótt


Ekki nóg að kaupa nýjar græjur

Jimenez í uppáhaldi Ég fylgist með golfinu í gegnum sjónvarpið hérna úti og er mikil aðdáandi Miquel Angel Jimenez og Rory McIlroy er einnig flottur kylfingur. Jimenez er minn maður þegar ég er spurður - og það gefur auga leið af hverju. Hann er flott „týpa” og einstakur kylfingur. Ég gleymi mér stundum yfir skemmtilegum golfmótum í sjónvarpinu um helgar.

Jón Arnór er rétt um tveir metrar á hæð og stendur því vel að vígi hvað varðar högglengd og kraft í höggunum. Forgjöfin hefur staðið í stað en hann vonast til þess að nýjar járnkylfur færi honum nýjar víddir í golfinu. „Ég er bara fastur í 14,7 í forgjöf og ég gerir mér alveg grein fyrir því að ég þarf að setja miklu meiri tíma í æfingar til þess að lækka mig meira. Það er ekki alltaf nóg að kaupa nýjar kylfur. Ég er nýbúinn að kaupa mér nýjar kylfur. Fékk mér TaylorMade MC járnkylfur sem eru „semi blade”. Ég er mjög ánægður með þá tilfinningu sem kylfurnar gefa miðað við „hlunkana” sem ég var með áður. Ég var með TaylorMade Burner járnkylfur. Það er allt öðruvísi að horfa niður á boltann með þessar kylfur í höndunum. Ég skoða golfútbúnað á netinu af og til en ég hef alltaf endað í TaylorMade án þess að vita af hverju. Ég fór bara í einhverja golfbúð hérna og fékk aðstoð við velja réttu verkfærin. Högglengdin er ekki vandamálið - það eru frekar aðrir þættir leiksins sem eru vandamál. Ég á það til að yfirslá flatirnar í innáhöggunum. Ef ég hitti boltann vel í upphafshöggunum fer hann langt en hann fer ekki alltaf beint. Ég er „slæsari” og hef alltaf verið að glíma við það.” „Í vetur fór ég að skoða myndbönd á netinu, og var að leita að lausn til þess að laga slæsið. Ég fann nokkur áhugaverð myndbönd og fékk nokkur góð ráð til þess að vinna með. Það byrjaði mjög vel á æfingasvæðinu og í fyrstu skiptin sem ég fór út á völl í kjölfarið. Síðan datt ég aftur í gamla farið - þetta er bara dæmigert fyrir íþróttina. Maður tekur stundum eitt skref fram á við og síðan 18 aftur á bak og það er einnig það sem heillar mig við golfið.”

Andleg afslöppun í golfinu Eins og áður segir er Jón Arnór 32 ára gamall og hann sér fyrir endann á atvinnumannaferlinum á næstu árum. Það ríkir tilhlökkun hjá Jóni að fá tækifæri til þess að „hella” sér af krafti í golfæfingarnar og ná almennilegum tökum á leiknum. „Ég vil ná árangri í því sem ég tek mér fyrir hendur. Það pirrar mig aðeins að geta ekki „hellt” mér á bólakaf í æfingar og pælingar varðandi golfið. Ég trúi því að ég geti náð ágætis tökum á íþróttinni ef ég gef mér tíma til þess. Það er farið að styttast í annan endann hjá mér sem atvinnumaður í körfubolta - og þá get ég farið að einbeita mér að þessu. Ég er því alveg rólegur yfir stöðunni og hlakka bara til að fá tíma þegar ferlinum lýkur til að byrja af krafti að æfa.”

GOLF.IS

37


Það fylgir því mikið álag að vera afreksmaður í íþróttum og segir Jón að golfið sé frábær leið til þess að ná sér niður andlega í erfiðum törnum. „Ein stærsta ástæðan fyrir því að ég vil spila golf er að ég get „kúplað” mig frá því sem ég er að gera alla daga í vinnunni. Að vera úti í góðum félagsskap og gleyma sér í þessu er ómetanlegt. Þar sem golfið tekur oft langan tíma fer maður að ræða ýmis mál við félagana sem maður hefur oft ekki tíma til að ræða. Þrátt fyrir að maður sé oft „pirraður” yfir einhverjum lélegum höggum er þetta mjög afslappandi íþrótt. Golfið krefst einnig einbeitingar og það heillar mig. Maður finnur mjög fyrir því hve illa hlutirnir geta farið ef maður missir einbeitinguna. Það er líka alltaf einhver keppni í gangi og mér gengur betur ef ég er að keppa.”

Brúðkaup og stórmót Lilja Björk Guðmundsdóttir er unnusta Jóns Arnórs og saman eiga þau tvö börn. Lilja hefur áhuga á golfi líkt og Jón Arnór og þau reyna að leika saman þegar tækifærin gefast. Það er óvíst að sumarið 2015 verði golfsumarið mikla hjá þeim Jóni og Lilju því þau ætla að gifta sig í júlí og síðan taka við stífar landsliðsæfingar vegna úrslitakeppni EM í körfubolta hjá landsliðsmanninum. „Við lékum meira áður en börnin fæddust og þar sem ég er mikið á ferðalögum í vinnunni þá lendir það mest á henni að sjá um börnin á meðan ég er í burtu. Það hefur því ekki gefist mikill tími fyrir hana í golfinu að undanförnu en við reynum að nýta þau tækifæri sem gefast til að spila golf saman. Hún hefur gaman að þessu og er virkileg keppnismanneskja. Það er engin keppni okkar á milli en við gætum búið hana til ef því er að skipta. Við spilum einnig tennis af og til - okkur til skemmtunar. Það verður nóg um að vera í sumar hjá fjölskyldunni. Brúðkaup í júlí, stórmót hjá landsliðinu í haust og ef það gengur vel í úrslitakeppninni gæti keppnistímabilið staðið fram til loka júní. Ég býst því ekki við að geta gefið golfinu eins mikinn tíma og áður í sumar - en ég mun nýta hverja einustu stund sem gefst til að komast í golf.”

Oft í basli með að finna rástíma Landsliðsstrákarnir í körfuboltanum eru ekki mikið í golfinu að sögn Jóns en Hlynur Bæringsson fer þar fremstur í flokki. Jón Arnór er

félagi í Golfklúbbi Reykjavíkur og hefur tekið þátt í meistaramótinu sem er að hans mati stórskemmtilegur viðburður. „Það eru ekki margir kylfingar í landsliðshópnum en Hlynur Bæringsson hefur gaman af golfi líkt og Pavel Ermolinskij. Ég er aðallega að spila með mínum gömlu félögum úr KR. Þar má nefna Ólaf Ægisson, Böðvar Guðjónsson og Pál Kolbeinsson. Jón Norðdal Hafsteinsson, gamall landsliðsfélagi úr Keflavík, er einn sá grimmasti í golfinu úr körfunni og við spilum oft saman. Ég leik því oftast í Grafarholtinu og á Korpunni - en það er oft erfitt að finna rástíma og þar sem ég er ekki mjög skipulagður lendi ég oft í því að fá ekki rástíma. Ég er því oft í „bölvuðu” basli að komast í golf þar sem ég er allt annað en skipulagður. Það gengur víst ekki þegar mikil aðsókn er í rástímana.”

87 högg er besta skorið „Besta skorið hjá mér er 87 högg. Ég er yfirleitt að berjast við að komast undir 90 höggin. Ég held að bestu hringirnir hjá mér hafi verið í meistaramóti hjá GR - þá fann ég hvað það er gaman að keppa í golfi. Það á miklu betur við mig að fara í keppni heldur en að vera með „hangandi” haus og enga einbeitingu. Ég einbeiti mér miklu betur og spila betur fyrir vikið þegar ég er í keppni. Golfið er ávanabindandi og þegar ég dett í golfgírinn yfir sumartímann hugsa ég lítið um annað. Dag og nótt.”

hnotskurn Jón Arnór Stefánsson, fæddur 21. september 1982. Forgjöf 14.7. Klúbbur: GR. Atvinnumaður í körfubolta með Unicaja Malaga á Spáni. Ferill: 2000-2002: KR 2002-2003: TBB Trier, Þýskaland 2003-2004: Dallas Mavericks, Bandaríkin 2004-2005: Dynamo St. Pétursborg, Rússland 2005-2006: Napólí, Ítalíu 2006-2007: Valencia, Spánn 2007-2008: Róm, Ítalíu 2008-2009: KR 2009: Benetton, Ítalíu 2009-2011: Granada, Spánn 2011-2014: Zaragoza, Spánn 2014-: Malaga, Spánn

38

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfið er ávanabindandi – hugsa um það dag og nótt



Ný liðakeppni fyrir börn og unglinga

Liðsstemmning og félagsandi rauði þráðurinn Samtök PGA kennara á Íslandi hafa sett það á dagskrá sumarsins 2015 að prufukeyra nýtt keppnisfyrirkomulag fyrir börn og unglinga. Davíð Gunnlaugsson verkefnastjóri PGA á Íslandi segir að markmiðið með PGA unglingagolfinu sé að gera golfið enn skemmtilegra og aðlaðandi fyrir aldurshópinn 9-15 ára.

40

„PGA unglingagolf byggir á PGA Jr. League frá Bandaríkjunum sem hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum en þar er gert mikið úr félagslega þættinum og þeirri stemmningu sem myndast þegar maður er hluti af liði. Börn vilja vera hluti af liði, fá nafn sitt á búning og vera með númer. Þetta er eitt af þeim atriðum sem við erum að skoða hér á Íslandi.” Davíð segir að í sumar verði það verkefni hjá PGA kennurum að prufukeyra slík mót

GOLF.IS - Golf á Íslandi Liðsstemmning og félagsandi rauði þráðurinn í nýju keppnisfyri

þar sem að klúbbar skiptist á að bjóða til sín liðum. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta fyrirkomulag eigi eftir að njóta vinsælda hér á landi - enda er mikilvægt að hlúa betur að liðstilfinningunni hjá ungum kylfingum og gera golfið enn skemmtilegra. Til lengri tíma litið er markmiðið að keppt verði víðsvegar um landið með þessu fyrirkomulagi.”

Sigurður Elvar Þórólfsson seth@golf.is

JANÚAR

„Í stuttu máli byggir þetta á liðakeppni þar sem spiluð er holukeppni með Texas Scramble fyrirkomulagi. Leiknar eru 9 holur í hverri umferð og á þessum tíma fara fram þrír leikir, einn leikur á 1.-3., annar leikur á 4.-6. og lokaumferðin fer fram á lokaholunum 7.-9. Þrjú stig eru í boði í hverjum leik og hægt að skipta inn leikmönnum á þessum tíma,” segir Davíð en fyrirmyndin er sótt til Bandaríkjanna.


OMEGA 3 LIÐAMÍN HYAL-JOINT®

SKJÓTARI EN SKUGGINN Kipptu liðunum í lag með Omega 3 liðamíni

JANÚAR

Omega 3 liðamín vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. Liðamín inniheldur Hyal-Joint sem einnig má finna í liðvökva, seigfljótandi vökva sem smyr og viðheldur mýkt í liðamótum. Það hjálpar líkamanum einnig að fyrirbyggja stirða liði, sem getur skipt höfuðmáli í þjálfun og líkamsrækt.

www.lidamin.is


Stelpugolfdagurinn komin til þess að vera

Nemendur golfkennaraskóla PGA á Íslandi ætla að bjóða upp á „Stelpugolfdag” þann 25. maí líkt og gert var fyrir ári síðan. Stelpugolfdagurinn tókst afar vel í fyrsta sinn sem slíkt var sett á laggirnar en um 400 konur á öllum aldri komu í fyrra. Davíð Gunnlaugsson, verkefnastjóri PGA á Íslandi, segir að framkvæmdin verði með svipuðu sniði og verður staðsetningin sú sama hjá GKG við Vífilsstaði. Á Stelpugolfdeginum verður boðið upp á ókeypis golfkennslu og tilsögn í skemmti­legu umhverfi. Settar verða upp margar æfinga­ stöðvar sem nemendur í golfkennaraskóla PGA sjá um að skipuleggja. Eins og áður segir verður dagurinn mánudaginn 25. maí sem er annar dagur í hvítasunnu.

„Markmiðið er að vekja áhuga kvenna á öllum aldri á golfíþróttinni með einfaldri og skemmtilegri kennslu. Kennslan er fyrir allar konur, bæði þær sem eru að stíga sín fyrstu skref og lengra komnar. Dagur eins og þessi er frábær leið til að ná vinkonum, börnum, barnabörnum og fleirum í golfíþróttina.

Ég hef heyrt frá konum sem mættu í fyrra að þær hafi ákveðið að byrja í golfi að loknum Stelpugolfdeginum - og þá er markmiðinu náð. Ef marka má áhugann í fyrra þá er Stelpugolfdagurinn kominn til þess að vera,” segir Davíð Gunnlaugsson. Sigurður Elvar Þórólfsson seth@golf.is

Speq barnakylfur Golfskálinn selur hinar frábæru Speq barnakylfur. Margir golfkennarar mæla sérstaklega með þessu þýska gæðamerki.

42

GOLF.IS - Golf á Íslandi Stelpugolfdagurinn komin til þess að vera


Sérstakt tilboð til golfara

kr. 40.00r0tilboð!

afslátitlt3a1. ágúst 2014 Gildir

Hefur þú skoðað hvort augnlaseraðgerð gæti hentað þér og losað þig við gleraugun í daglega lífinu s.s. golfinu?

Fullt verð 350.000 kr.

Tilboðsverð 310.000 kr.

Sjónlag býður golfurum 40.000 kr. afslátt af hníflausum (Femto-LASIK) augnlaseraðgerðum í sumar. Við erum með nýjustu tæknina og nýjustu tækin. Sjónlag er eina fyrirtækið á landinu sem býður upp á sjónlagsaðgerðir sem eru algjörlega hníflausar. Hníflausar aðgerðir þýða m.a. skjótari bata og meiri gæði en með þeim aðferðum sem beitt hefur verið hér á landi hingað til.

Sjónlag augnlæknastöð var stofnuð árið 2001 og er í fararbroddi hér á landi hvað varðar tæknibúnað og þjónustu við sjúklinga. Við erum með nýjustu tækin og bjóðum ein fyrirtækja á Íslandi upp á hníflausar laseraðgerðir. Hringdu í síma 577 1001 og pantaðu tíma í forskoðun og kannaðu þína möguleika. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu okkar www.sjonlag.is Glæsibær . Álfheimar 74 . 104 Reykjavík . Sími 577 1001 . www.sjonlag.is

Við bjóðum;  Nýju tækin  Nýjustu tækni  Mikla reynslu  Gott verð  Frábæra þjónustu


Ævarr

getur líka smassað drævin

Ævarr Freyr Birgisson, klúbbmeistari Golfklúbbs Akureyrar, er einnig afreksmaður í blakíþróttinni. Hinn 18 ára gamli kylfingur vakti mikla athygli í bikarúrslitaleik KA og HK í byrjun mars þar sem hann var gríðarlega öflugur – og þá sérstaklega í sóknarleiknum þar sem hann smassaði boltann hvað eftir annað í gólfið hjá andstæðingunum. Ævarr Freyr hefur leikið með yngri landsliðum Íslands í blaki og einnig A-landsliðinu. Hann ætlar samt sem áður að velja golfíþróttina sem aðalgrein. „Það getur getur tekið á að vera í báðum greinunum. Þetta tekur allt tíma og kostar peninga – ég reyni að púsla þessu saman. Námið gengur hinsvegar alltaf fyrir,“ segir Ævarr en hann er á raungreinasviði í Menntaskólanum á Akureyri. Eitt af markmiðum Ævars Freys er að komast í háskóla í Bandaríkjunum og leika golf samhliða því. „Ég kynntist blakinu í gegnum kynningu á krakkablaki í skólanum. Þar var okkur sagt að blakarar gætu stokkið hátt og það var nóg fyrir mig. Þetta er óútreiknanleg íþrótt, hröð og skemmtileg. Félagsskapurinn hefur haldið mér í þessu fram til þessa. Ég hef æft með

44

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ævarr getur líka smassað drævin

sama „genginu“ í mörg ár og kynnst mörgum sem eru bestu vinir mínir í dag.“ Að sögn Ævars hefur gengið ágætlega að blanda saman þessum tveimur íþróttagreinum – en stundum þarf hann að taka erfiðar ákvarðanir. „Í fyrrasumar þurfti ég að velja á milli þess að leika með A-landsliðinu í blaki í undan­keppni EM eða keppa á Íslands­banka­ mótaröð unglinga í Mosfellsbæ. Ég valdi golfið og spilaði vel – þetta var því þess virði. Ég sé fram á að þurfa að velja á milli þegar ég hef lokið við stúdentsprófið og þá ætla ég að velja golfið,“ segir Ævarr en hann hefur stundað nánast allar íþróttir sem eru í

boði í heimabæ hans Akureyri, handbolta, fótbolta, frjálsar, skíði, hjóla- og snjóbretti. Hann segir að margt úr blakinu nýtist í golfíþróttinni. „Ég hef fengið mikinn hraða og sprengikraft úr blakinu. Ég get því sveiflað hraðar og slæ því lengra en áður – ég verð seint talinn höggstuttur. Keppnisreynslan úr báðum greinum nýtist vel þegar ég er undir pressu,“ segir menntaskólapilturinn Ævarr Freyr Birgisson.


NÁÐU GÓÐU FLUGI KOMDU KÚLUNNI Á GOTT FLUG UM ALLT LAND

FLUGFELAG.IS

AKUREYRI JAÐARSVÖLLUR Leiktu golf í blíðunni á einum þekktasta golfvelli landsins. Kylfingar fljúga utan úr heimi til að leika allar 18 holurnar undir íslenskri miðnætursól á Jaðarsvelli.

EGILSSTAÐIR EKKJUFELLSVÖLLUR Aðeins 3 km frá bænum á Fellunum norðan við Lagarfljótið er Ekkjufellsvöllur. Krefjandi 9 holu völlur á þremur hæðum í klettabelti sem gera hann einstakan og skemmtilegan að spila.

ÍSAFJÖRÐUR TUNGUDALSVÖLLUR Skemmtilegur 9 holu völlur í útivistarparadís Ísfirðinga. Ægifagurt landslag skapar glæsilega umg jörð og veðursæld á Tungudalsvelli í faðmi vestfirskra fjalla.

REYKJAVÍK GRAFARHOLTSVÖLLUR Þessi gamalgróni völlur er elsti golfvöllur á Íslandi, opnaður 1963. Þar hafa verið haldin alþjóðleg mót enda aðstaðan góð, náttúran hrífandi og fallegt útsýni yfir borgina.

FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ ÞVÍ AÐ LEIKA GOLF Í HLÝJUM FAÐMI SUMARSINS. Fjölgaðu góðu dögunum á vellinum. Taktu hring á Jaðarsvelli á Akureyri, Tungudalsvelli á Ísafirði, Ekkjufellsvelli á Egilsstöðum eða Grafarholtsvelli í Reykjavík. BÓKAÐU NÚNA Á FLUGFELAG.IS eða hafðu samband í síma 570 3030


Inn í sumarið með réttum hætti

PGA

golf k e n n sl a

– Grunnatriðin eru alltaf mikilvægust

Það er mikilvægt fyrir alla kylfinga, á hvaða getustigi sem er, að huga að grund­ vallar­þáttum golfíþróttarinnar með reglulegu millibili. Golf á Íslandi fékk Inga Rúnar Gíslason yfirþjálfara meistaraflokka Golfklúbbs Reykjavíkur til að rifja upp nokkur mikilvæg atriði. Afrekskylfingarnir Saga Trausta­ dóttir úr GR og Gísli Sveinbergsson úr Keili eru nemendurnir í þessum kennsluþætti og fá þau kærar þakkir fyrir.

46

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla

Ingi Rúnar er menntaður PGA golf­ kennari og hefur m.a. starfað sem íþróttastjóri Golfklúbbs Suðurnesja og Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ. „Það er sama hversu góður þú telur þig vera í golfi – það er alltaf nauðsynlegt

að rifja upp grundvallaratriðin í golfinu. Ef þau eru ekki rétt þá verður árangurinn í takt við það. Það er mun skemmtilegri upplifun sem fylgir því að leika golf þegar grunnurinn hefur verið lagður,” segir Ingi.


Big Max

I-Dry kerrupokar

Big Max kerrupokarnir hafa slegið í gegn hjá okkur síðustu ár. Pokarnir eru til í nokkrum stærðum og litum. Big Max i-Dry pokinn er algjörlega vatnsheldur og er frábær kostur fyrir íslenskar aðstæður. Mjög rúmgóður og gott pláss fyrir kylfurnar. Þessi poki var söluhæsti pokinn okkar á síðasta ári. Við eigum einnig til vatnshelda burðarpoka frá Big Max. Big Max Terra X er rúmgóður kerrupoki með áföstu regncoveri. Hér fer verð og gæði vel saman.

Terra X

kerrupokar


Jafnvægi og líkamsstaða

PGA

golfkennsla

Líkamsstaða þegar staðið er yfir boltanum er gríðar­ lega mikilvægur hluti golfíþróttarinnar. Lykiltatriði er að vera bein í baki og finna að þið séuð í góðu jafnvægi. Þunginn hvílir á tábergi.

48

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla



Jafnvægi og líkamsstaða

PGA

golfkennsla

Þunginn hvílir á tábergi.

Slappaðu bara af Ágætis æfing til að finna hversu langt við eigum að vera frá boltanum. Haltu um kylfuna eins og sýnt er á myndinni, settu þig í rétta líkamsstöðu og láttu handleggina hanga afslappað beint niður.

50

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla

Rétt bil frá kylfu að líkama Passið að kylfuendinn á gripinu sé ekki of nálægt eða of langt frá líkamanum. Á myndinni er sýnt hvaða fjarlægð er hentug – og hversu mikið af kylfugripinu stendur upp úr lófanum eftir að rétt grip er tekið.


Golf í Eyjum einstök upplifun

Gisting og golf

Tveir golfhringir og gisting á Hótel Vestmanneyjar m/morgunmat og aðgangi að heitum pottum og sauna Verð: kr. 19.000,- á mann miðað við tvo í herbergi.

Pantanir í síma 481 2900

www.hotelvestmannaeyjar.is

www.gvgolf.is


Rétt grip er lykilatriði

PGA

golfkennsla

Rangt grip er ávísun á vandamál Gripið er mjög mikilvægt og undir­staðan í góðri golfsveiflu. Margir kylfingar setja kylfuna of mikið upp í lófann eins og sést á þessari mynd. Þetta eru ein algengustu mistökin sem kylfingar gera hvað gripið varðar.

Þykkasti hlutinn stendur upp úr Gæta þarf vel að því að kylfugripið fari stystu leið í gegnum hendina. Mikilvægt er einnig að grípa ekki of ofarlega á gripinu. Látið þykkasta partinn af gripinu standa upp úr eins og sést á myndinni.

Gættu að því hvert „v-ið” vísar V–ið sem myndast á milli þumal- og vísifingurs á hægri hendi þarf að vísa upp í hægri öxlina. Þumalfingur vinstri handar er falinn í líflínu þeirrar hægri. Ekki halda fast um kylfuna!

Táin beint upp í loft Þegar gripið er tekið er gott að taka það með kylfuna á lofti og láta tána á kylfunni vísa beint upp í loftið. Það tryggir að kylfan sé ekki of opin eða lokuð í upphafsstöðunni. 52

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla


KOMNIR Í NÆSTU VERSLUN www.samsungmobile.is/s6

#NextIsNow


Boltastaðan þarf að vera rétt

PGA

golfkennsla

Eitt skref til vinstri og tvö til hægri Hér er sýnt hvernig rétt boltastaða er þegar slegið er með 7-járni. Settu fætur saman, kylfuhausinn mitt á milli fyrir framan, taktu síðan eitt skref til vinstri og tvö skref til hægri. Það er mikilvægt að boltinn sé höggmeginn (vinstra meginn fyrir rétthenta).

54

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA golfkennsla

Mazd


NÝR MAZDA CX-5 AWD JEPPI

ÖGRAÐU ÞVÍ HEFÐBUNDNA

MAZDA CX-5 AWD FRÁ 5.490.000 KR. SKYACTIV Technology

Nýr Mazda CX-5 AWD jeppinn sannar enn og aftur að hönnuðir Mazda hugsa öðruvísi og ögra því hefðbundna. Með byltingarkenndri SkyActiv spartækni hefur Mazda náð fádæma árangri í að draga úr eyðslu og mengun án þess að fórna afli. Nýtt efnisval í innréttingu og betri hljóðeinangrun stuðla að enn meiri þægindum. Ný kynslóð AWD fjórhjóladrifs og framúrskarandi aksturseiginleikar veita þér frelsi. Mazda CX-5 AWD gerir daginn ánægjulegri. Mazda CX-5 AWD hlaut fullt hús stiga í öryggisprófunum Euro NCAP og er því einn öruggasti bíll í heimi. Nýju LED aðlögunarhæfu framljósin veita meiri birtu, auka öryggi, draga úr eyðslu og gefa bílnum skarpara útlit. Nýtt hraðvirkt margmiðlunarkerfi býður uppá GPS vegaleiðsögn, handfrjálsan búnað fyrir farsíma og aðra fjölbreytta möguleika.

Komdu. Reynsluaktu Mazda CX-5 AWD. li fmæ ára aa borg Mazd hjá Brim

Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.is

10

Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.

MazdaCX5_ongoing_A4_20150326_END.indd 1

22.4.2015 16:18:30


Konur 20% stjórnarmanna golfklúbba landsins Konur eru í miklum minnihluta í stjórn golfklúbba landsins - Hlutfallið verst á Suðurnesjum en best á Vestfjörðum - „Döpur staða,“ segir formaður eina golfklúbbs landsins þar sem konur eru í meirihluta Fyrsta konan til að gegna formennsku í golfklúbbi á Íslandi var Ragnheiður Guðmundsdóttir læknir. Hún gegndi formennsku árið 1958 í Golfklúbbi Reykjavíkur. Ragnheiður var mikil baráttukona og var formaður á þeim tíma þegar færa átti völl GR úr Öskjuhlíðinni og upp í Grafarholt. Ragnheiður barðist ötullega fyrir því að GR-ingar fengju nægilegt landsvæði frá Reykjavíkurborg undir 18 holu golfvöll í Grafarholti. „Það kom því í minn hlut að berjast fyrir meira landi. Þetta hafðist allt að lokum og rúmlega það því þegar stjórnin sem ég veitti forstöðu skilaði af sér var klúbburinn á 69,5 hektara landi í stað þeirra 40 sem lagt var upp með. Þeim hjá borginni fannst þetta nú ansi mikil stækkun en það náðist sátt um þetta um síðir,“ sagði baráttukonan Ragnheiður í samtali við Morgunblaðið árið 2001 þegar hún var útnefnd heiðursfélagi GR. Ragnheiður lést árið 2012, 97 ára að aldri og var frumkvöðull kvenna í golfi á Íslandi. Aðeins tvær konur hafa gegnt formennsku hjá GR, auk Ragn­ heiðar var Gyða Jóhannsdóttir formaður klúbbsins árið 1975.

Golfklúbburinn á Vík, Golfklúbburinn Laki og Golfklúbbur Selfoss. Þess má þó geta að á síðasta aðalfundi Golfklúbbsins Laka var ákveðið að leggja klúbbinn niður og kvenkynsformönnum mun því fækka.

Fimm konur formenn

Hlutfall kvenna verst á Suðurnesjum

Konur sem leika golf og eru félagar í golfklúbbi á Íslandi voru 4.707 á árinu 2014. Kvenkylfingum hefur fjölgað ört síðustu ár og eru í dag 28% aðildarfélaga Golfsambands Íslands. Hlutfall kvenna sem sitja í stjórnum golfklúbba er hins vegar lágt. Samkvæmt athugun Golfs á Íslandi eru konur 20% stjórnarmanna í golfklúbbum landsins en karlar 80%. Rúmri hálfri öld eftir að fyrsta konan tók við formennsku í golfklúbbi á Íslandi þá sitja fimm konur í formannssæti í dag. Klúbbarnir sem hér um ræðir eru Golfklúbbur Ólafsfjarðar, Golfklúbbur Patreksfjarðar,

Það er athyglisvert að bera saman kynja­ hlutföll í stjórnum golfklúbba eftir land­ svæðum. Flestar konur eru í stjórn á Vestfjörðum eða 31% stjórnarmanna í sex golfklúbbum. Golfklúbbur Patreksfjarðar er jafnframt eini golfklúbbur landsins þar sem konur eru í meirihluta. Þrjár konur eru þar í fimm manna stjórn og er formaðurinn Björg Sæmundsdóttir. Fæstar konur eru í stjórn golfklúbba á Suður­nesjum eða 11% stjórnarmanna. Fjórir klúbbar eru á Suðurnesjum og er engin kona í stjórn Golfklúbbs Grinda­ víkur né Golfklúbbs Vatnsleysustrandar.

Alberto buxur Golfskálinn hefur hafið sölu á hinum vinsælu Alberto buxum. Við erum með buxur fyrir bæði dömur og herra. Komið, mátið og sannfærist um þægindi og gæði Alberto.

56

GOLF.IS - Golf á Íslandi Konur 20% stjórnarmanna golfklúbba landsins

Jón Júlíus Karlsson golf@golf.is


Unidrain Gólfniðurföll Falleg baðherbergi – með niðurfalli frá Unidrain Unidrain hefur hannað nýja og glæsilega lausn. Með því að færa niðurfallið upp að vegg er vandamál vegna vatnshalla úr sögunni. Einnig gerir það baðherbergið fallegt og auðveldar flísalögnina. Ef þið dreymir um nýjar hugmyndir á baðið, þá erum við hjá Tengi með lausnina fyrir þig. Nútímaleg og falleg hönnun frá Unidrain. Komið í verslanir okkar og fáið upplýsingar um Unidrain niðurföllin, í hugum flestra er Unidrain einfaldlega betri lausn.

Opið virka daga frá 8-18 laugardaga frá 10-15 www.tengi.is tengi@tengi.is • TENGI Smiðjuvegi 76 • Kópavogi Sími 414 1000 • TENGI Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050


Um þúsund kylfingar eru á Suðurnesjum. Meira jafnræði er með öðrum land­ svæðum samkvæmt athugun Golfs á Íslandi. Á höfuðborgarsvæðinu eru 23% stjórnarmanna konur, 24% á Norð­austur­ landi og Austurlandi, 21% á Norðvestur­ landi, 18% á Suðurlandi, og 17% á Vesturlandi.

Hugnast ekki kynjakvóti Þegar staldrað er við niðurstöður Golfs á Íslandi um hlutfall kynja í stjórnum golfklúbba á Íslandi velta eflaust einhverjir því fyrir sér hvers vegna konur eru aðeins fimmtungur stjórnarmanna? Ein skýring sem nefnd hefur verið er að konur eru aðeins 28% af félögum í Golfsambandi Íslands. Karlar eru enn mun fjölmennari hópur innan golfhreyfingarinnar og því kannski eðlilegt að karlar séu fjölmennari við stjórnarborðið. Fjölga þarf konum í stjórnum golfklúbba um tæplega 10% til að fjöldi þeirra endurspegli fjölda aðildarfélaga GSÍ. Sú leið sem golfklúbbar landsins gætu farið til að efla stöðu kvenna við stjórnarborðið er að innleiða svokallaðan „kynjakvóta“. Í marsmánuði árið 2010 setti Alþingi lög um að lágmark 40% hvors kyns skuli sitja í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfs­menn. Hefur „kynjakvótinn“ skilað ágætum árangri. Í þeim viðtölum sem undirritaður átti við kvenformenn og aðra aðila innan golfhreyfingarinnar virðist hins vegar mjög lítil stemmning fyrir að fara þá leið. Ástfríður Sigurðardóttir, formaður Golfklúbbsins á Selfossi, segir að helst þurfi að skapa meiri umræðu hjá konum um að sækjast eftir að sitja í stjórnum golfklúbba.

„Eðlilegt að hlutfall kvenna endur­ spegli fjölda þeirra í íþróttinni“ – segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands „Út frá tölfræðilegu sjónarmiði þætti mér eðlilegt ef hlutfall kvenna í stjórnum golfklúbba væri það sama og hlutfall þeirra af heildarfélagsmönnum í golfhreyfingunni. Það væri lógískt. Það vekur því furðu hvers vegna hlutfallið er lægra,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ. „Ef til vill má finna skýringuna í því að konum í golfi hefur fjölgað mikið undanfarin 10 ár en fólk sækist ef til vill ekki eftir stjórnarsætum fyrr en það hefur verið félagi í klúbbnum í nokkur ár. Þetta mun því vafalaust breytast á næstu árum þannig að hlutur kvenstjórnenda endurspegli fjölda kvenna í golfi. Konur hafa alveg jafn mikið til málanna að leggja og karlar þegar kemur að rekstri golfklúbba. Þær mega því vera duglegri við að bjóða fram krafta sína. Árið 2013 var samþykkt ný og öflug stefna fyrir golfhreyfinguna. Á meðal stefnumála er að auka áhuga kvenna enn frekar á íþróttinni. Það er í sjálfu sér ekki yfirlýst markmið GSÍ að Hvort fámenni kvenna í stjórnum golfklúbba sé vandamál eða ekki skal ósagt látið. Ljóst er að hlutfall kvenna í stjórnum golfklúbba mætti vera mun hærra í sumum landshlutum - það kemur glögglega í ljós í athugun Golfs á Íslandi. Innlegg kvenna í golfíþróttina er mikilvægt því þær sjá hlutina oft með öðrum augum

fjölga konum í stjórnum, ég held að það gerist bara af sjálfu sér um leið og kvenkylfingum fjölgar. Ég hef því ekki stórar áhyggjur af þessu þótt vissulega megi fjölgunin vera hraðari. Lykilatriðið er að allir félagsmenn mega bjóða sig fram til stjórnarsetu og það er síðan undir félagsmönnunum komið að kjósa stjórnarmenn. Bæði konur og karlar mættu vera duglegri við að taka að sér störf fyrir sinn golfklúbb, því margar hendur vinna létt verk. Golfklúbbarnir geta ekki lifað án félagsmannanna eða sjálfboðaliðanna og það þarf að vinna markvisst að fjölgun þessara aðila – karla og kvenna.“

og hafa aðrar áherslur en karlar. Það bætir hvern golfklúbb til muna að sterkar kvenmannsraddir ómi við stjórnarborðið. Tækifærið er þeirra - okkar íslensku kvenna.

„Markmiðið að fá konu inn í stjórn“ – segir Halldór Smárason, formaður GG „Hjá Golfklúbbi Grindavíkur hafa bara setið tvær konur í stjórn eftir því sem að ég best veit. Ég veit ekki hverju er um að kenna. Ástæðurnar eru eflaust margvíslegar og klassískt svar er að konan eyðir frítíma sínum í að sinna börnum og búi. Það eru hins vegar engin rök árið 2015,“ segir Halldór Einir Smárason, formaður Golfklúbbs Grindavíkur. Engin kona situr í stjórn klúbbsins í dag. „Ég veit ekki hvernig þetta er hjá íþróttahreyfingunni í heild en grunur minn er sá að konur sinni meira stjórnar­ störfum hjá kvennadeildum innan félaganna. Fámenni kvenna í golfinu í Grindavík hefur haft sitt að segja um dræma þátttöku í stjórn klúbbsins. Án kvenna í stjórn félaga verða áherslurnar karllægari hvað sem hver segir. Mín tilfinning er líka sú að konur nálgast golfið á annan hátt en karlar.

58

GOLF.IS - Golf á Íslandi Konur 20% stjórnarmanna golfklúbba landsins

Vonandi sjáum við fleiri konur í stjórn GG á komandi árum, og mætti jafnvel setja núverandi stjórn GG það markmið að fá konu í stjórn.“


vökvi lífsins kókoshnetuvatn

Einungis unnið úr safa ungra grænna kókoshneta

frískandi svaladrykkur, beint úr brunni náttúrunnar! Náttúrulegur drykkur sem slekkur þorstann, unninn úr lífrænt ræktuðum kókoshnetum. Án allra aukefna, mjólkursykurs, kólesteróls og rotvarnarefna. Stútfullur af nauðsynlegum amínósýrum.

himneskt.is


„Getum alveg gert þetta eins og karlarnir“ – segir Björg Sæmundsdóttir, formaður Golfklúbbs Patreksfjarðar „Við konurnar höfum einfaldlega verið duglegri,“ segir Björg Sæmundsdóttir, formaður Golfklúbbs Patreks­fjarðar, sem er eini klúbbur landsins þar sem konur eru í meirihluta í stjórn. Þrjár konur af fimm mynda stjórn klúbbsins sem telur um 30 félaga. „Ég er búin að vera formaður frá 2007 - eiginlega of lengi,“ segir Björg í léttum dúr. „Konurnar hafa eiginlega stýrt þessu hérna á Patreksfirði, séð um fjármálin og við höfum fengið karlanna til að sinna skipulagningu á vellinum. Það er engin sérstök skýring hvers vegna við konurnar höfum verið öflugri.“ Aðspurð um þá staðreynd að konur séu um 20% stjórnarmanna á landsvísu svarar Björg: „Mér finnst þetta auðvitað dapurt, hvað konur eru fáar í stjórnum golfklúbba. Við getum alveg gert þetta eins og karlarnir. Kannski treysta konur sér ekki til að taka þátt í þessu eða jafnvel hafa ekki áhuga á að koma inn í stjórn. Mín upplifun er að þetta er alls ekki íþyngjandi starf og ég hef haft mjög gaman af þessu. Við konurnar höfum einfaldlega gengið í þau verk sem þarf að vinna.“

„Konur forgangsraða öðruvísi“ – segir Ástfríður Sigurðardóttir, formaður Golfklúbbs Selfoss „Það er ekki langt síðan að gömul viðhorf voru ráðandi á golfvöllum landsins þar sem börn og unglingar voru talin vera fyrir. Það eru kannski ekki nema 10-20 ár síðan þetta fór að breytast,“ segir Ástfríður M. Sigurðardóttir, formaður Golfklúbbs Selfoss. Ástfríður hefur verið formaður klúbbsins síðastliðin tvö ár og er fyrsta konan til að gegna formannsembættinu í klúbbnum. Konur eru tveir stjórnarmenn af sjö.

„Konurnar hafa verið svolítið út af fyrir sig“ – segir Högni Friðþjófsson, formaður Golfklúbbsins Setbergs „Það er held ég engin sérstök ástæða fyrir því að það eru fáar konur í stjórn hjá okkur. Kvennastarfið hefur verið mjög öflugt og þær hafa svolítið verið út af fyrir sig í sínu starfi með mótahald o.fl.,“ segir Högni Friðþjófsson, formaður Golfklúbbsins Setbergs. Sex karlar og ein kona mynda stjórn klúbbsins. „Við fögnum því að konur komi inn í stjórn klúbbsins. Það var kosning um þrjú sæti í stjórn klúbbsins á síðasta aðalfundi. Tvær konur sóttust eftir sæti í stjórn í ár

og önnur þeirra fékk kosningu. Konurnar í klúbbnum eru því að horfa meira til þess að koma inn í stjórn klúbbsins sem er mjög jákvætt.“

Ástfríður telur að konur veigri sér frekar við því að skipa forystusveit golfklúbbs en karlar. „Konur forgangsraða öðruvísi og setja fjölskyld­una gjarnan í fyrsta sæti. Ég held að margar konur telji að stjórnar­seta eða formennska í golfklúbbi taki of mikinn tíma. Nú tala ég bara fyrir mig en ég held að það þurfi að skapa meiri umræðu hjá konum sjálfum um að þær gefi kost á sér í störf hjá golfklúbbum – að það sé raunhæft fyrir konur að taka sæti í stjórn. Að vera stjórnarmaður eða formaður golfklúbbs er mun minni vinna en áður þar sem flestir klúbbar eru með starfsmenn sem sinna daglegum rekstri,“ segir Ástfríður. „Sjálf hugsaði ég: 'Ég sem formaður í golfklúbbi? Glætan.' Við þurfum að opna á umræðuna því konur geta ekki síður en karlar stýrt golfklúbbum landsins. Ég held að það sé hollt hvar sem er í samfélaginu að kynjahlutföllin séu jafnari. Konur hafa oft aðra sýn á hlutina en karlar, eru varfærnari og vilja oft ræða hlutina betur áður en tekin er ákvörðun.“

www.netgolfvorur.is

sémekingar 60

p1.indd 1

Ein

nig

he

ild

sa

la

fyr

ir g

olf

klú

bb

Glæsilegt úrval af nýjum vörum

Sérmerkjum vörur fyrir fyrirtæki, golfklúbba og hópa. Tilvalið í teiggjafir

GOLF.IS - Golf á Íslandi Konur 20% stjórnarmanna golfklúbba landsins

22.4.2015 17:07:45

a


Audi Q5

Kraftur, hönnun og sparneytni

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · www.audi.is

Q5 2.0 TDI quattro, 190 hö, 8,4 sek 0-100 km/klst., Q5 3.0 TDI quattro, 258 hö, 5,9 sek 0-100 km/klst., SQ5 3.0 TDI quattro, 313 hö, 5,1 sek 0-100 km/klst.,

frá 7.990.000 kr. frá 9.290.000 kr. frá 11.590.000 kr.


Mér finnst þetta auðvitað dapurt, hvað konur eru fáar í stjórnum golfklúbba. Við getum alveg gert þetta eins og karlarnir. - Björg Sæmundsdóttir, formaður GP.

Kynjahlutföll stjórnarmanna golfklúbba á Íslandi* Landshluti

Karlar

Konur

Allt landið

80%

20%

Höfuðborgarsvæðið

77%

23%

Suðurnes

89%

11%

Vesturland

83%

17%

Vestfirðir

69%

31%

Norðvesturland

79%

21%

Norðausturland

76%

24%

Austurland

76%

24%

Suðurland

82%

18%

Í tölum 4.707 konur voru skráðar í golfklúbba á Íslandi árið 2014 79 konur sitja í stjórn golfklúbba landsins af 399 stjórnarmönnum 5 konur eru formenn golfklúbba á landsvísu 3 konur eru í stjórn Golfsambands Íslands af 10 stjórnarmönnum 11 prósent stjórnarmanna golfklúbba á Suðurnesjum eru konur 19 prósent kylfinga á heimsvísu er konur samkvæmt Forbes

*Miðað við upplýsingar á heimasíðum allra golfklúbba landsins.

Loksins kona í stjórn GV

Breytingar urðu á stjórn Golfklúbbs Vestmannaeyja á síðastliðnum aðalfundi og gekk þá kona inn í stjórn klúbbsins. Síðastliðinn áratug eða svo hefur stjórn klúbbsins nær einungis verið skipuð körlum. Elsa Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri GV, kveðst ekki hafa fundið fyrir miklum áhuga hjá kvenkylfingum í Vestmannaeyjum á að ganga í stjórn klúbbsins. „Það er dapurt að sjá hvað það eru fáar konur í stjórnum golfklúbba landsins. Hér í Vestmannaeyjum er helsta

62

GOLF.IS - Golf á Íslandi Konur 20% stjórnarmanna golfklúbba landsins

skýringin sú að hlutfall virkra kvenna í klúbbnum hefur verið mjög lágt,“ segir Elsa.

„Okkur hefur tekist að fjölga konum úr 20 í 60 á síðustu fimm árum og vonandi á það eftir að skila sér líka inn í stjórn klúbbsins. Kvennastarfið hefur tekið stakkaskiptum. Sannleikurinn er sá að það verður sífellt erfiðara að fá sjálfboðaliða til að koma að starfi klúbbsins, hvort sem það eru konur eða karlar.“


KYNNINGARTILBOÐ Golfklúbburinn Glanni og Hótel Bifröst

Golf, matur, gisting kr. 29.900,Golf, gisting kr. 19.900,Golf, matur kr. 19.990,-

9.950,á mann 9.950,á mann

Tilboðin gilda fyrir tvo og innihalda tveggja daga golf. Morgunverður innifalinn í gistingu. Upplýsingar í síma 571-5414 hotelbifrost.is golf.is/ggb

14.950,á mann


M

S DÓMARASPJALL Hörður Geirsson hordur.geirsson@gmail.com

Vorverkin

Loksins er golfsumarið að bresta á. Vallarstarfs­menn og sjálfboðaliðar hafa víða verið önnum kafnir við að undirbúa vellina svo við getum notið þess sem best að leika golf í sumar. Einn liður í undirbúningi hvers klúbbs ætti að vera að fara yfir völlinn með tilliti til golfreglnanna.

64

GOLF.IS - Golf á Íslandi Dómaraspjall


MADE IN GERMANY Since

1950

Hefur hl otið frábæra dóm

a!

SONAX LAKKVÖRN+GLJÁI – Sterk og endingargóð gljávörn!

Frábær nýjung frá þýska gæðamerkinu SONAX sem hefur verið leiðandi í bílhreinsivörum svo áratugum skiptir. Vaxfrí gljávörn sem veitir einstakan gljáa hvort sem efnið er notað á nýtt, nýlegt eða formeðhöndlað lakk. Lakkvörn+Gljái hjúpar bílinn gljáandi og verndandi glanshjúp sem byggir á SONAX Hybrid Net Protection tækninni. Veitir langvarandi vörn, dýpkar liti og veitir einstaklega vatnsfráhrindandi yfirborð sem hrindir jafnframt frá sér ryki og óhreinindum.


Golfreglurnar leggja nefnilega margvíslegar skyldur á mótanefndir og mótsstjórnir varðandi frágang vallanna. Ef álitamál vakna við merkingar golfvalla eða frágang staðarreglna er dómaranefnd GSÍ ávallt reiðubúin til aðstoðar. Vallarmörk Mikilvægast af öllu er að mörk vallarins séu ótvíræð. Vallarmörk eru oft skilgreind með hvítum hælum en einnig er hægt að mála hvítar línur eða nota hluti sem fyrir eru við völlinn, s.s. girðingar eða vegi. Aðalatriðið er að kylfingar séu aldrei í vafa um hvort bolti þeirra er innan vallar eða utan. Ef hvítar stikur eru notaðar þarf að tryggja að hægt sé að kíkja á milli stikanna þegar vafi leikur á um hvort bolti er innan vallar.

Vatnstorfærur Á sama hátt og vallarmörkin þurfa mörk vatnstorfæra að vera ótvíræð. Ef notaðar eru gular og rauðar stikur til að afmarka vatnstorfærur þarf að yfirfara stikurnar og endurnýja eftir þörfum. Einnig þarf að tryggja að kylfingar hafi ávallt kost á að taka víti í þokkalega legu úr vatnstorfærum sem liggja nærri eðlilegri leiklínu. T.d. er ósanngjarnt að rauðar stikur, sem afmarka hliðarvatnstorfærur, séu settar niður í mjög háum gróðri þannig að leikmenn hafi illsláanlegan bolta ef þeir láta hann falla innan tveggja kylfulengda frá mörkum torfærunnar.

66

GOLF.IS - Golf á Íslandi Dómaraspjall

Færslur Ákveða þarf hvort leyfa eigi færslur á brautum og flötum. Á Íslandi er mjög algengt að leyfðar séu færslur í sumarbyrjun þegar brautir eru skemmdar eftir veturinn og flatir ekki að fullu grónar. Sama gildir um færslur og merkingar vegna grundar í aðgerð, hætta á notkun þeirra um leið og aðstæður leyfa. Ef skemmdir eru mjög takmarkaðar, eins og vonandi er víðast raunin í ár, kann að vera nægilegt að merkja slíkar skemmdir sem grund í aðgerð og sleppa þar með færslum.

Glompur

Grund í aðgerð

Hefðbundin vorverk á golfvöllunum felast m.a. í því að bæta sandi í glompur. Um leið ætti að hreinsa glompurnar af öllu óviðkomandi. Golfreglurnar leggja ekki sömu skyldur á umsjónarmenn golfvalla um mörk glompa eins og varðandi vatnstorfærur og vallarmörk. Ástæðan er m.a. sú að mörk glompa framlengjast ekki upp á við, skv. golfreglunum, öfugt við vatnstorfærur og vallarmörk. Þótt glompukantar séu víða skornir og snyrtir á vorin er það því ekki nauðsynlegt frá sjónarhóli golfreglnanna.

Ef tímabundnar framkvæmdir eru í gangi þarf að taka afstöðu til þess hvort merkja eigi slík svæði sem grund í aðgerð. Hversu umfangsmiklar slíkar merkingar eigi að vera er matsatriði þar sem m.a. þarf að taka tillit til þess hvort svæðið er nærri eðlilegri leiklínu. Merkingar vegna grundar í aðgerð á að fjarlægja svo fljótt sem kostur er.

Staðarreglur Eðlilegt er að nýjar staðarreglur séu gefnar út á vorin, eftir að völlurinn hefur verið metinn og yfirfarinn. Þar þarf m.a. að koma fram hvernig vallarmörk eru skilgreind og upplýsingar um færslur, ef þær eru leyfðar.


Í flóknu umhverfi leynast tækifæri Að ná markmiðum í flóknu og síbreytilegu umhverfi kallar á einbeitingu og aðlögunarhæfni. Við einföldum leiðina og gerum þér kleift að ná markmiðum þínum. kpmg.is


Skilaboðin eru skýr

Það þarf að taka til hendinni í Grafar­holti segir Björn Víglundsson formaður GR

Björn er 24. formaður GR frá stofnun klúbbsins árið 1934 en hann hefur sinnt stjórnarstörfum í áratug. Í vetur hafa pistlar formannsins á vef GR vakið athygli þar sem farið er yfir það sem er efst á baugi í starfi klúbbsins.



„Það er skemmtilegt verkefni að vera formaður GR en það er í mörg horn að líta. Það er mikil starfsemi í Golfklúbbi Reykjavíkur og kannski ekki allir sem átta sig á því hversu umfangsmikið starfið er. Eitt af helstu markmiðum vetrarins var að beina kastljósinu meira að innra starfi klúbbsins og koma því á framfæri,” segir Björn Víglundsson formaður GR en hann tók við embættinu á síðasta aðalfundi Golfklúbbs Reykjavíkur.

Þetta verður útsýnið af meistaraflokksteig karla á 17. braut í tillögum Mackenzie. Það er óhætt að segja að þetta útsýni sé ógnvekjandi fyrir marga

70

GOLF.IS - Golf á Íslandi Skilaboðin eru skýr

Í Grafarholti hefur verið unnið að því að klára stefnumörkunina um framtíð vallarins. Við höfum verið í fínu samtali við félagsmenn um hvert skal stefna. Ef marka má skoðanakönnun sem gerð var hjá félagsmönnum GR varðandi framtíð Grafarholtsvallar þá eru skilaboðin nokkuð skýr. Björn er 24. formaður GR frá stofnun klúbbsins árið 1934 en hann hefur sinnt stjórnarstörfum í áratug. Í vetur hafa pistlar formannsins á vef GR vakið athygli þar sem farið er yfir það sem er efst á baugi í starfi klúbbsins. „Ég vona að þessi bréf frá formanni GR upplýsi félagsmenn aðeins betur um starfið. Ég hef fengið góð viðbrögð við þessum upplýsingum og margir eru undrandi á því mikla starfi sem er í gangi hjá GR þrátt fyrir að golftímabilið sé varla hafið. Verkefnin hjá Golfklúbbi Reykjavíkur eru óþrjótandi og hefur stjórnin lagt áherslu á fjögur lykilverkefni. Í fyrsta lagi að byggja upp og bæta enn frekar ágæta velli klúbbsins, í öðru lagi að glæða félagsstarfið í GR nýju lífi, í þriðja lagi að bæta enn frekar þjónustuna við félaga GR og í fjórða lagi að efla barna- og unglingastarf klúbbsins. „Stóra verkefnið í vetur hefur verið að ljúka framkvæmdum á Korpúlfsstaðavelli. Þar má nefna stígagerð og frágang á ýmsum hlutum. Við vonumst til að formleg verklok verði snemma í sumar á Korpúlfsstaðavelli.” Eitt af stærstu verkefnum stjórnar GR á næstu misserum verður að taka ákvarðanir um framtíðaruppbyggingu á Grafar­ holtsvelli. Þar er unnið með tillögur frá golfvallahönnuðinum Tom Mackenzie og


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 74068 04/15

GOLFSETTIÐ FERÐAST FRÍTT!

Þú nýtur þessara hlunninda: n Þú greiðir ekkert gjald fyrir golfsettið þegar þú ferðast með Icelandair. n

Þú færð ýmis tilboð á golfvöllum hér heima og erlendis og hjá samstarfsaðilum Icelandair Golfers.

Innifalið í 8.900 kr. árgjaldi er m.a.: 2.500 Vildarpunktar n 2.000 kr. gjafabréf í Saga Shop Collection n 100 æfingaboltar í Básum n Merkispjald á golfpokann n

Icelandair Golfers er klúbbur sem auðveldar þér að spila golf út um allan heim. + Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is

Meðlimir með Premium Icelandair American Express® frá Kreditkorti greiða ekkert árgjald í Icelandair Golfers


Þetta verður útsýnið af 18. teig í tillögu Mackenzie – en teigasettin verða á nýjum stað og brautin verður í „hundslöpp" frá hægri til vinstri. Stórkostlegt útsýni yfir brautina og tignarleg lokahola

Eins og staðan er núna er aðeins verið að leggja fram tillögu um hvað skuli gera á Grafarholtsvelli. Það verður ákveðið síðar hvernig staðið verður að framkvæmdum. Við lítum á þetta sem margra ára ferli. Halda þarf áfram samtalinu við félagsmenn og einnig Reykjavíkurborg. Það er ljóst að vellinum verður ekki lokað ef farið verður í þessar breytingar. Við framkvæmum hægt og rólega í takt við fjárhagsgetu GR.” segir Björn að tillögurnar hafi fengið góðan hljómgrunn hjá félagsmönnum. „Í Grafarholti hefur verið unnið að því að klára stefnumörkunina um framtíð vallarins. Við höfum verið í fínu samtali við félagsmenn um hvert skal stefna. Ef marka má skoðanakönnun sem gerð var hjá félagsmönnum GR varðandi framtíð Grafar­ holtsvallar þá eru skilaboðin nokkuð skýr.

72

Félagsmönnum líst vel á þær tillögur sem lagt er upp með frá Tom Mackenzie. Stór meirihluti félagsmanna er sammála því að taka þarf til hendinni í Grafarholti. Það er ljóst að völlurinn þarf hjálp við að þola það mikla áreiti sem er á vellinum yfir sumartímann og fólki líst vel á hugmyndafræðina sem Mackenzie leggur upp með.”

Björn segir að framtíðarskipulag Grafar­ holts­vallar sé næsta stóra verkefnið hjá GR. „Það er ekkert óeðlilegt að það komi fram veikleikar í völlum með tímanum. Grafarholtið var byggt upp af vanefnum fyrir margt löngu þegar félagar í GR voru á bilinu 300-400. Á þeim tíma var álagið ekki mikið á vellinum en það hefur gjörbreyst þegar félagafjöldinn er 3000 og völlurinn þétt setinn frá morgni til kvölds. Í raun og veru frá fyrsta opnunardegi og þangað til honum er lokað. Fáir golfvellir í heiminum eru jafnvel nýttir og golfvellir á höfuðborgarsvæðinu. Við spilum jafnmarga hringi á völlum GR á 4-5 mánaða tímabili og leikið er á St. Andrews völlunum í Skotlandi allt árið um kring. Nýtingin á völlum GR er óvenjumikil í öllum samanburði og við þurfum að vera með öll tæknileg atriði á hreinu við uppbygginguna hjá okkur – sérstaklega þar sem við erum nú stödd þetta norðarlega á jarðkringlunni.” „Við viljum skipta um holur á hverjum degi og það tekur tvær vikur fyrir svæðið að jafna sig í kringum gömlu holuna. Það þarf því að lágmarki 14 möguleika fyrir holustaðsetningu á flötunum. Fæstar holur í Grafarholtinu bjóða upp á svo marga möguleika. Það gerir það að verkum að álagið verður meira á þeim svæðum flatarinnar – þar er grasið sem gefst upp yfir veturinn. Ef það fer „þreytt” undir snjóinn kemur það dautt undan vetrinum.” „Breytingarnar á Grafarholti eru í kynningarferli og á næsta aðalfundi verður lögð fram tillaga um „masterplan” Grafarholtsvallar. Sú tillaga verður annaðhvort samþykkt eða felld.

GOLF.IS - Golf á Íslandi Skilaboðin eru skýr

15042


ÞÚ FÆRÐ

GOLFFATNAÐINN Í DRESSMANN!

SMÁRALIND 5659730, KRINGLAN 5680800, GLERÁRTORG 4627800

SMÁRALIND XL 5650304 150422_DM_Is_210x300_mh.indd 1

4/21/15 12:56 PM


Létt og skemmtilegt verkfæri

– AeroBurner dræverinn hentar vel fyrir kylfinga sem vilja hærra boltaflug

AeroBurner dræverinn frá TaylorMade er athyglisverð nýjung á markaðinum. AeroBurner er „löng“ kylfa í tvennum skilningi. Skaftið er aðeins lengra en á venjulegum dræver og það ætti að gefa meiri möguleika á löngum upphafshöggum. Sérfræðingar mæla með því að kylfingar fari í mælingu áður en þeir fjárfesta í nýjum dræver. Því gæti verið hentugt fyrir marga að láta stytta skaftið um 2–2,5 cm. Slíkt skaft skilar oftast stöðugri og beinni höggum. Hljóðið sem myndast þegar boltinn er sleginn með AeroBurner drævernum er sérstakt en það venst vel og er ekki óþægilegt að sögn sérfræðinga sem hafa slegið með þessari kylfu. Högglengd er helsti kosturinn við kylfuna og hún fyrirgefur vel þegar höggin eru ekki fullkomin. Það á að vera hægt að ná ágætum kylfuhraða og þar með auknum hraða á boltanum með þessu verkfæri. Sérfræðingarnir sem vita allt um golfútbúnað mæla með kylfunni fyrir þá sem vilja fá „létta” tilfinningu þegar þeir grípa dræverinn á teignum. TaylorMade AeroBurner er hannaður fyrir kylfinga sem eiga oft í erfiðleikum með að slá boltann hátt í upphafshöggunum. Hægt er að fá dræverinn með fjórum mismunandi gráðum, frá 9.5°, 10.5°, 12°, til 14.5° og er Matrix Speed Rul-Z skaft á kylfunum þegar þær koma úr verksmiðjunni. TaylorMade AeroBurner er ekki með neinum möguleikum til þess að „stilla” gráður eða aðra slíka hluti. Það borgar sig því að prófa sig áfram áður en rétta kylfan er valin en kylfuhausinn er 460 cc að stærð.

Sérfræðingar mæla sérstaklega með þessari tegund fyrir kylfinga sem eru ekki með mikinn kylfuhraða í sveiflunni. Heildarþyngd dræversins er minni en þrjú meðal súkkulaðistykki - eða 300 gr. Að sjálfsögðu er einnig hægt að fá 3-tré og blendingskylfur af ýmsum gerðum í AeroBurner línunni og eru eiginleikar þeirra sömuleiðis miðaðar við að ná háu boltaflugi - líkt og með drævernum.

2

A

74

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfbúnaður


ÞOLINMÆÐI BRUGGMEISTARA OKKAR SKILAR SÉR TIL ÞÍN. Hér fór Gunnar holu í höggi árið 2004. Eitt fullkomið högg. En það var ekkert vitni. Í 6 ár með upptökuvél og þolinmæðina að vopni hefur Gunnar mætt reglulega á völlinn. Nú vantar bara annað fullkomið högg.

2.25% ALC. VOL.

OKKAR BJÓR WORLD’S BEST STANDARD LAGER


– „mjúkar eins og smjör“

Z 745 járnin frá Zrixon hafa fengið góðar viðtökur á heimsvísu sem og á Íslandi. Ólafur Björn Loftsson, atvinnukylfingur úr GKG, er með slík vopn í „vopnabúrinu”. Z 745 járnin gefa miðlungs boltaflug og eru hannaðar með betri kylfinga í huga en markhópurinn er samt sem áður mun stærri þar sem margir ættu að geta nýtt sér eiginleika vörunnar. Hönnuðir Z 745 járnanna lögðu áherslu á að topplínan á kylfuhausnum væri eins þunn og hægt er. Það gefur kylfingnum tilfinningu fyrir því að hann geti stjórnað boltafluginu betur – og tilfinningin er góð að standa yfir boltanum með þessar kylfur í höndunum. Útlitið er því „klassískt“ þegar litið er niður á kylfuhausinn. Kylfuhausinn er úr styrktu járni (forged) og er járnið í hæsta gæðaflokki. Kolefni eru

76

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfbúnaður

notuð í framleiðsluna sem gerir að kylfuhausinn gefur góða tilfinningu fyrir höggunum og viðnámið við boltann virðist vera „mjúkt sem smjör“. Mikil vinna var lögð í að þróa kylfubotninn sem kallast Tour V.T. Sole. Þeir sem slegið hafa með Z 745 járnunum eru flestir sammála um að kylfuhausinn skili

stöðugleika þegar hann rífur sig í gegnum grassvörðinn þegar boltinn er sleginn. Stöðugur boltaspuni og lengdar­ stjórnun er eitt af lykilorðunum sem framleiðendur Z 745 höfðu að leiðarljósi við hönnun kylfunnar. Rákirnar á höggfleti kylfunnar eru tvennskonar og skornar með hár­ nákvæmum laser útbúnaði. Auk hefð­ bundinna ráka á höggfletinum eru einnig smáar rákir sem liggja lárétt og aðeins þvert á kylfuhausinn – sem á að gera það að verkum að boltaspuninn verður jafnari við mismunandi aðstæður. Zrixon fyrirtækið er upprunalega frá Japan og er eigandi Cleveland sem er þekktast fyrir framleiðslu á fleygjárnum. Zrixon er einnig með fjölbreytt úrval af golfvörum og þá sérstaklega boltum - en ekkert fyrirtæki er með eins mörg einkaleyfi hvað varðar golfboltaframleiðslu.


FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR! Fjölpóstur er óáritað kynningar- og auglýsingaefni sem er dreift til fyrirtækja og heimila. Fjölpóstur er einn sterkasti auglýsingamiðillinn sem völ er á, í góðum fjölpósti er hægt að koma fyrir betri upplýsingum um vöru eða þjónustu heldur en í hefðbundnum auglýsingum. Samkvæmt könnun Gallup lesa um 61% landsmanna fjölpóst og af þeim eru um 22% sem kaupa auglýstan hlut/þjónustu. Óáritað kynningar- og auglýsingaefni. Staðbundin skilaboð, hægt að velja póstnúmer, hverfi, tegund húsa o.s.frv. Sterkur og áhrifaríkur auglýsingamiðill.

198.250 Íslendinga eða 61% lesa fjölpóst.

Af þessum 61% versla 22% auglýsta vöru.

PÓSTDREIFING EHF Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | S. 585 8300 www.postdreifing.is | postdreifing@postdreifing.is


Góður valkostur fyrir konur

– Er hægt að slá lengra og hærra með Callaway XR? Callaway XR línan hefur notið vinsælda hjá íslenskum konum sem stunda golfíþróttina. Mikil vinna hefur verið lögð í hönnunina og þar stendur Cup 360 tæknin upp úr. Þessi tækni gerir það að verkum að hraðinn á boltanum verður mikill - líka í þeim höggum sem hitta ekki nákvæmlega á miðjan höggflötinn. Lélegu höggin verða sem sagt betri að sögn framleiðandans og meiri boltahraði ætti að gefa lengri högg. Þyngdarpunkturinn á kylfuhausnum er neðarlega sem gerir það að verkum að kylfingar sem nota þessar kylfur ættu að eiga auðveldara með að fá hærra boltaflug. Kylfuhausinn er gerður úr tveimur mismunandi hlutum sem settir eru saman – og er nýjasta tæknin í golfkylfuframleiðslu höfð til hliðsjónar við framleiðsluna.

78

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfbúnaður

Callaway XR er góður valkostur fyrir kylfinga sem vilja fá meiri hraða á boltann og þar með lengri högg. Kylfurnar gera vel úr höggum sem eru ekki alveg 100% nákvæm. Fjölbreytt úrval er af blendingskylfum í Callaway XR línunni og ættu allar konur sem stunda golfíþróttina að finna þar eitthvað við sitt hæfi.


Tilboð Á Callaway í Maí 15% afsláttur


Ný tækni við fjarlægðarmælingar

– GolfBuddy WT5 með ótrúlega möguleika Miklar framfarir hafa orðið á síðustu árum í gerð GPS tækja til fjarlægðarmælinga. GPS (Global Positioning System) mælingar byggja á staðsetningartækni frá gervihnöttum. GolfBuddy hefur rutt brautina á þessu sviði með nýju tæki, GolfBuddy WT5, sem er armbandsúr – og fer ákaflega lítið fyrir þessu mælitæki sem er vatnshelt og þolir ýmislegt. Tækið gefur upp fjarlægðir í hindranir, fjarlægð inn á miðja flöt, að flöt og aftast á flöt. Lögun flatarinnar er mæld sérstaklega. Kylfingurinn sér því raunverulega legu flatarinnar í tækinu frá þeim stað sem hann er hverju sinni. Hægt er að staðsetja flaggstöngina í tækinu og fá nákvæmar upplýsingar um stærð og lögun flatarinnar – sem eru mikilvægar upplýsingar fyrir kylfinga. Einnig er hægt að mæla högglengd með þessu tæki. Einn helsti kostur GolfBuddy WT5 er að tækið nýtist sem armbandsúr með rafhlöðuendingu í 50 daga – en rafhlaðan dugir í 8 tíma notkun sem GPS mælitæki. Tækið mælir gönguvegalengdir, en mælingin fer sjálfkrafa í gang um leið og leikur hefst – og nýtist einnig í almenna útivist. Hægt er að halda utan um skorið á hringnum með stafrænum hætti og yfirfæra það í tölvu til nánari skoðunar. Tækið getur einnig mælt högglengd. Tækið bíður upp á ókeypis aðgang að yfir 37.000 völlum um allan heim. Þar af eru 47 íslenskir vellir, sem mun fjölga fyrir næsta sumar.

80

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfbúnaður


Verkfæri sem hægt er að treysta ! 7

Pro seria

skúffur

Búðu til þinn eigin vagn

sá vinsæli 283 verkfæri

18% afsl

177.750 m/vsk

af tómum vögnum

25% afsl af verkfærabökkum

7

8

skúffur

Pro Plus seria

Pro Plus seria

282 verkfæri

322 verkfæri

vinnustöð Hægt að velja um veggpanil eða veggskáp Vinnuborð 827 x 1560 x 710 Veggpanill 600 x 1560 Skápur 603 x 1560 x 200 3 skúffu skápur 360 x 687 x 459

197 .511 m/vsk

79.900

72.900

360 verkfæri

m/vsk

3 skúffur skápur

24.900

m/vsk

383 stk - verkfæravagn á hjólum 8 Skúffur - 1/4”, 3/8” og 1/2” topplyklasett Fastir lyklar, skralllyklar, sexkantar og skrúfjárn, djúpir toppar, höggskrúfjárn, skiptilykill, slaghamar, splittatangir, tangir, járnsög, bitar og fl. Sterkur vagn með lás

tt NÝ269.900 Okkar besta verð

www.sindri.is / sími 575 0000

Viðarhöfða 6 - Reykjavík

I

skúffur

sá risastóri m/vsk

Vinnuborð

49.900

237.033 m/vsk

8

m/vsk

skápur

skúffur

Bæjarhrauni 12 - Hafnarfjörður

m/vsk

286.435 m/vsk


– Game Golf safnar tölfræði­ upplýsingum án fyrirhafnar Það er áhugavert að rýna í tölfræðina sem kylfingar „skilja eftir“ úti á vellinum eftir 18 holu golfhring. Margir nýta sér slíkar upplýsingar til að bæta leik sinn og nýtt greiningarforrit sem kallast Game Golf er til þess ætlað að einfalda alla slíka upplýsingasöfnun. Eina sem kylfingar þurfa að gera á golf­ vellinum er að smella kylfuendanum á skynjara sem festur er í buxnastrenginn. Margir af bestu kylfingum heims nota þetta forrit til að skrá tölfræðina með þessum hætti og má þar nefna Lee

82

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfbúnaður

Westwood, Jim Furyk, Graeme McDowell og einnig Barak Obama Bandaríkjaforseti. Game Golf er auðvelt í notkun og hentar öllum kylfingum, sama hver forgjöfin er. Þegar upplýsingarnar úr skynjaranum eru færðar yfir í síma, spjaldtölvu eða tölvu er hægt að rýna í fjölbreytt úrval af tölfræði. Þar má nefna högglengd með öllum kylfum sem notaðar voru á hringnum, hittar

brautir í teighöggi, hittar flatir í tilætluðum höggafjölda, fjölda pútta á hring og hversu nákvæmur kylfingurinn er í innáhöggunum.

d y n a m o re y k j a v í k

Einfalt og snjallt greiningarforrit


Way of Life!

d y n a m o re y k j a v í k

FjórhjóladriFinn, sjálFskiptur og Fullur sjálFstrausts!

Suzuki er öflugur, fjórhjóladrifinn snillingur með ríkulegan staðalbúnað. Meðaleyðsla er aðeins 5,7 l/100km sjálfskiptur.

Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is

All-grip skapar aksturseiginleika í sérflokki. Komdu og prófaðu. Þú kemst alla leið!

Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100


Golfklúbbur Mosfellsbæjar er á sínu fyrsta ári eftir sameiningu:

Sameiningin flóknara ferli en menn sáu fyrir í upphafi „Þetta leggst vel í okkur. Við finnum fyrir mikilli bjartsýni og gleði með sameiningu þessara tveggja klúbba,“ segir Gunnar Ingi Björnsson, framkvæmda­stjóri nýjasta golfklúbbs landsins, Golfklúbbs Mosfells­bæjar. Sameining Golfklúbbsins Kjalar og Golfklúbbs Bakkakots var samþykkt með miklum meirihluta í desember á síðasta ári en við sameininguna verður til fjórði fjölmennasti golfklúbbur landsins með um 1150 félaga. Ráðist verður í endurbætur á báðum golfsvæðum klúbbsins á næstu misserum og má með sanni segja að spennandi tímar séu framundan fyrir kylfinga í Mosfellsbæ. Gunnar Ingi Björnsson tók við starfi framkvæmdastjóra hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar í febrúar síðastliðnum. Gunnar Ingi hefur undanfarin ár verið stjórnarformaður Golfklúbbs Bakkakots. Gunnar segir sameiningu Kjalar og Bakkakots í einn golfklúbb hafa um margt verið flóknara ferli en menn sáu fyrir í upphafi. „Við erum að gera okkar besta til að halda í allar þær hefðir sem hver og einn klúbbur hafði fyrir. Jafnframt erum við að reyna að skapa nýjar nýja hefðir. Þetta hefur verið að sumu leiti vandasamt ferli en að sama skapi mjög ánægjulegt og spennandi,“ segir Gunnar Ingi. Hann óttast ekki að sá andi sem ríkti á Bakkakotsvelli muni glatast við að sameinast stærri klúbbi. „Nei, ég geri það ekki. Þessir tveir klúbbar voru í

grunninn nokkuð líkir, báðir upphaflega níu holu golfvellir sem lögðu áherslu á fjölskylduvænt umhverfi og félagsstarf. Sú áhersla verður áfram í forgrunni.“

Ný íþróttamiðstöð forgangsmál Endurbætur á aðstöðu er framundan bæði á Hlíðavelli og Bakkakotsvelli. Stærsta verkefni klúbbsins er að hefja framkvæmdir við nýja

íþróttamiðstöð klúbbsins sem verður staðsett fyrir ofan núverandi fjórða teig teig sem mun verða tíundi teigur þegar íþróttamiðstöðin rís. Gunnar Ingi segir miklu skipta fyrir klúbbinn að hefja framkvæmdir sem fyrst. „Við höfðum vonast til að geta kynnt félögum okkar áætlun um framkvæmdir nýju íþrótta­ miðstöðina í vor en urðum að fresta því fram á sumar. Við ætlum að reyna að klára að hnýta alla lausa enda og kynna fullmótaða hugmynd, framkvæmdaáætlun og skipulag á svæðinu. Stefnan er síðan sett á að hefja framkvæmdir í haust. Vonandi tekst okkur að reisa þessa nýju aðstöðu nokkuð hratt svo hægt verði að opna nýja íþróttamiðstöð sumarið 2016,“ segir Gunnar Ingi.

174.186/maggioskars.com

Séð fyrir fjórðu brautina á Hlíðavelli í Mosfellsbæ en brautin verður sú fyrsta þegar ný íþróttamiðstöð verður byggð.

S 84

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfklúbbur Mosfellsbæjar er á sínu fyrsta ári eftir sameiningu


174.186/maggioskars.com

Skjól í amstri dagsins EINRÚM Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt

Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Netfang axis@axis.is • www.axis.is


Við þurfum mjög tilfinnanlega á nýrri íþróttamiðstöð að halda. Aðstaðan sem við höfum haft hefur ekki verið nógu góð á hvorugu vallarsvæði. Vetrarstarfið okkar hefur verið mjög öflugt þannig að þessi aðstæða kemur til með að nýtast okkur allt árið um kring.

„Við þurfum mjög tilfinnanlega á nýrri aðstöðu að halda. Aðstaðan sem við höfum haft hefur ekki verið nógu góð á hvorugu vallarsvæði. Vetrarstarfið okkar hefur verið mjög öflugt þannig að þessi aðstæða kemur til með að nýtast okkur allt árið um kring. Fyrirhuguð staðsetning er einnig frábær og það verður alveg magnað útsýni úr nýju íþróttamiðstöðinni á Hlíðavelli.“

Endurbætur í Bakkakoti Þó fleiri kylfingar leiki alla jafna á Hlíðavelli þá á áfram að hlúa vel að aðstöðu klúbbsins í Bakkakoti í Mosfellsdal. Þar hafa margir kylfingar hafið golfferilinn en klúbburinn hefur að mörgu leyti verið uppeldisstöð fyrir marga aðra klúbba á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum. Nú stendur til að hefja endurbætur á Bakkakotsvelli og hefur verið ákveðið að leita til Tom McKenzie golfvallarhönnuðar sem er íslenskum golfvöllum að góðu kunnur eftir að hafa hannað breytingar bæði fyrir Hvaleyrarvöll og Grafarholtsvöll.

„Það verða vonandi lögð fram drög að breytingum á Bakkakotsvelli núna í sumar eða haust. Við viljum lengja völlinn og það mun skýrast betur í náinni framtíð með hvaða hætti það verður en hinsvegar verður lögð áhersla á að halda í karakter vallarins. Nú þegar hefur verið ráðist í breytingar í aðkomu að Bakkakotsvelli en þær breytingar sem munu vekja mesta eftirtekt hjá kylfingum er sú breyting sem gerð hefur verið á níundu braut. Við

erum búnir að breyta þessari par-3 braut í mjög skemmtilega „eyju“ með vatn allt um kring. Þær breytingar hafa heppnast afskaplega vel og það verður frábær upplifun fyrir kylfinga að leika þessa braut í sumar. Þegar öllum þessum breytingum er lokið, innan vonandi fárra ára, mun Golfklúbbur Mosfellsbæjar státa sig af tveimur frábærum golfsvæðum,“ segir Gunnar Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar.

Eimskipsmótaröðin í fyrsta sinn á Hlíðavelli

Hlíðavöllur í Mosfellsbæ opnaði sem 18 holu golfvöllur árið 2011. Segja má að völlurinn fái eldskírn sína í ár þegar í fyrsta sinn verður leikið á Eimskipsmótaröðinni á Hlíðavelli um miðjan júní. „Við höldum í fyrsta skipti mót á Eimskipsmótaröðinni núna í júní og hlökkum virkilega til að sjá bestu kylfinga landsins glíma við Hlíðavöll,“ segir Gunnar Ingi. „Landslið Íslands

hafa komið í „æfingaferðir“ á völlinn og látið virkilega vel af honum og í framhaldi af því var ákveðið að setja mót á Eimskipsmótaröðinni á dagskrá.“

Í hnotskurn: ■■ Golfklúbbur Mosfellsbæjar er afsprengi sameiningar Golfklúbbsins Kjalar og Bakkakots. ■■ Stefnt er að því að hefja fram­ kvæmdir á nýrri íþrótta­miðstöð klúbbsins á Hlíðavelli næsta haust. ■■ Gera á breytingar á Bakkakots­ velli í náinni framtíð og verður völlurinn lengdur töluvert. ■■ Félagar í Golfklúbbi Mosfells­ bæjar eru um 1.150.

86

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfklúbbur Mosfellsbæjar er á sínu fyrsta ári eftir sameiningu


E-Z-GO golfbílar og Curtis Cab hús fyrirliggjandi á lager. Einnig fyrirliggjandi á lager Curtis Cab hús á Club Car Presedent. MHG Verslun - Akralind 4 - 201 Kópavogur - Sími 544 4656 - www.mhg.is


Æfðu stutta spilið Tilfinningin fyrir stutta spilinu í kringum flatirnar og á flötunum er oft „ryðguð” eftir vetrardvalann. Þetta á einnig við um þá sem hafa æft vel fyrir vetrartímann - því það er mikill munur á því að leika á náttúrulegu grasi og gervigrasi.

Góður fatnaður Það styttist í sumarið en íslenska vorveðrið getur oft bitið í og verið blautt og kalt. Það er betra að klæða af sér kuldann með því að vera í mörgum þunnum flíkum í stað þess að klæðast þykkum fatnaði sem hindrar hreyfingarnar í golfsveiflunni.

Leitaðu til PGA kennara Það er auðvelt að festast í fari sem erfitt er að komast upp úr. Fáðu PGA kennara til að fara yfir helstu grunnatriðin. Gripið, stöðuna, líkamsstöðu, boltastöðu, jafnvægi og miðið. Æfingarnar verða mun markvissari og skemmtilegri í kjölfarið. Þetta á jafnt við um þá sem eru með lága eða háa forgjöf.

Mæling hjá fagmanni Það getur borgað sig að fá fagmann til að mæla þann útbúnað sem þú ert með í notkun nú þegar - áður en fjárfest er í nýjum útbúnaði. Kylfurnar eiga að henta þeim líkamlegum eiginleikum sem þú býrð yfir, sveifluhraða, líkamsstyrk og öðrum þáttum sem skipta máli þegar kemur að vali á réttum útbúnaði.

Góð tilboð Það eru alltaf góð tilboð í gangi hjá golfverslunum landsins og þá sérstaklega þegar nýjar kylfur eru kynntar til leiks. Það borgar sig að fylgjast vel með og landa hagstæðum tilboðum.

Skynsemi Það þarf ekki alltaf að endurnýja allt settið. Fleygjárnin þarfnast endurnýjunar oftar en aðrar kylfur - og mikilvægt að þær séu ekki með slitnum höggfleti. Einnig er vert að skoða hvort það vanti kylfur til þess að fylla upp í göt í högglengdinni. Það getur oft breytt miklu að bæta einni kylfu í safnið.

Fjölbreytt leikform Það getur oft breytt miklu að prófa nýtt leikform til þess að ná fram leikgleðinni og „hungrinu” í golfíþróttinni. Fjórbolti, Texas Scramble og holukeppni eru allt góðar leiðir til þess að brjóta upp hið hefðbundna mynstur í punktakeppni eða höggleik.

golf.is Það er nauðsynlegt að fara yfir upplýsingarnar sem skráðar eru um þig á golf.is. Er forgjöfin rétt, heimilisfang, klúbbur?. Það er ekki góð upplifun að fara með ranga forgjöf eða vera skráður í rangan klúbb í fyrsta golfmóti ársins.

Hlustaðu á líkamann Það eru margir vöðvar sem við notum í golfsveiflunni sem liggja í dvala yfir veturinn. Það er mikilvægt að meiðast ekki í upphafi tímabilsins og því nauðsynlegt að gera æfingar sem nýtast í golfsveiflunni. Samhæfing, jafnvægi og styrkur koma þar við sögu - leitaðu til fagaðila sem gefur þér góð ráð á þessu sviði.

Þolinmæði Það er nauðsynlegt að sætta sig við að getustigið er oft ekki í hámarki á vorin þegar fyrstu golfhringirnir eru leiknir. Njóttu þess að vera úti að slá á grasi, sjá boltann fljúga, og andaðu að þér ferska loftinu. Vallaraðstæður eiga einnig eftir að batna og það er því um að gera að njóta og sýna þolinmæði.

Níu holur er valkostur Það er ekki alltaf nauðsynlegt að leika 18 holur. Margir golfklúbbar bjóða upp á 9 holu hringi - það tekur styttri tíma og er prýðisæfing. Það er góð lausn að leika golf í rúmlega 1 ½ klukkustund.

Settu þér markmið

Það er nauðsynlegt að setja sér markmið til þess að bæta árangurinn í golfinu. Skráðu tölfræðina, hittar brautir, hittar flatir, fjölda pútta. Þar með færðu betri yfirsýn um veikleika og styrkleika í leik þínum. Það leiðir af sér að auðveldara er að setja upp markvissa æfingaáætlun til þess að ná enn lengra.

88

GOLF.IS

12 ráð í upphafi tímabils



Ung og efnileg

Zuzanna Korpak

Hver er ástæðan fyrir því að þú hófst að leika golf? Foreldrar mínir skráðu mig á golfnámskeið, og svo vildi ég bara ekki hætta eftir það. Hvað er það sem heillar þig við golf? Það er eitthvað sem ég er góð í, og mér finnst svakalega gaman að sjá hvað mikið ég get bætt mig ef ég vinn fyrir því. Hverjir eru þínir framtíðardraumar í golfinu? Að komast eins langt og ég get. Hefur þú verið að bæta þig mikið í golfinu á undanförnum árum? Ég tók mér pásu í tvö ár, síðastliðið sumar var fyrsta sumarið sem ég spilaði aftur, og miðað við það finnst mér ég hafa bætt mig frekar mikið. Hver er þinn helsti kostur og galli í golfinu og hvers vegna? Ég get orðið mjög einbeitt þegar ég er stressuð, en ég hugsa of mikið fram í tímann.

Hvað ætlar þú að bæta í þínum leik fyrir næsta sumar? Ég ætla að vera ákveðnari í stutta spilinu. Hvert er eftirminnilegasta atvikið sem þú manst eftir úr golfi? Þegar ég var að keppa á Borgarnesi þegar ég var 10 ára. Regnhlífin okkar eyðilagðist á þriðju holu, við fórum allar átján og það rigndi allar átján holurnar. Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum? Þegar systir mín vann mig á átjándu holu á Íslandsmótinu í sumar. Hverjir eru uppáhaldskylfingarnir og af hverju? Phil Mickelson, ég bara veit ekki af hverju.

Hvaða þrjár golfholur á Íslandi eru í sérstöku uppáhaldi hjá þér? 2. á Oddi, 7. í Leirunni, og 10. á Akureyri. Hvaða golfhola á Íslandi er ekki í sérstöku uppáhaldi hjá þér? 1. á Hellu. Hvaða fjórir kylfingar skipa drauma­ ráshópinn að þér meðtöldum? Tom Watson, Phil Mickelson, Ian Poulter. Hver eru helstu áhugamál fyrir utan golf? Aðallega að teikna og lesa.

Nafn: Zuzanna Korpak.

Besta skor: 80 á Korpúlfsstöðum.

Aldur: 14 ára.

Besta vefsíðan: YouTube og Wattpad.

Klúbbur: GS

Besta blaðið: Golf á Íslandi.

Forgjöf: 13,7.

Besta bókin: After- Anna Todd og Eragon.

Uppáhaldsdrykkur: Mjólk. Uppáhaldskylfa: 9 járnið. Ég hlusta á: Ed Sheeran, Imagine Dragons, Lana Del Rey, Pink. GOLF.IS - Golf á Íslandi Ung og efnileg

Hver er uppáhalds golfvöllurinn og hvers vegna? Leiran, ég þekki hann best.

Staðreyndir:

Uppáhaldsmatur: Allt sem mamma eldar.

90

Hvað æfir þú mikið yfir vetrartímann? Eins mikið og ég get.

Besta bíómyndin: The Amazing Spiderman 2. Hvað óttastu mest í golfinu: Að systir mín vinni mig.


3801-FRE – VERT.IS

Fáðu smá auka kraft í sveifluna

Ljúffengar múslístangir með súkkulaði, banana og hnetum.

SLÁANDI GOTT MILLIMÁL ÞEGAR ÞIG VANTAR SMÁ AUKA ... freyja.is


Sveinn Andri Sigurpálsson, nemandi í 6. bekk í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ, náði ótrúlegum framförum í golfinu á síðasta ári. Kylfingurinn efnilegi sem er í Golfklúbbi Mosfellsbæjar lækkaði sig um tæplega 21 í forgjöf á síðasta ári samkvæmt gögnum frá golf.is og er hann sá kylfingur landsins sem sýndi mestar framfarir hvað forgjöfina varðar. Sveinn Andri hefur lagt hart að sér við æfingar í vetur og er líklegur til að bæta sig enn frekar á golfsumrinu 2015. Golf á Íslandi fékk Svein Andra til að svara nokkrum spurningum en hann er með skýr markmið - að verða á meðal bestu kylfinga í heimi og vinna Fed-Ex úrslitakeppnina á PGA mótaröðinni.

á Hellis­ hólum

er geggjuð par 3 hola Sveinn Andri lækkaði sig um 21 í forgjöf á síðasta ári Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? Golf er bara svo rosalega skemmtileg og spennandi íþrótt. Hvað er skemmtilegast við golfið? Æfa og spila með vinum mínum. Framtíðardraumarnir í golfinu? Bestur í heimi og vinna Fed-Ex listann. Hver er styrkleikinn þinn í golfi? Drive-in. Hvað þarftu að laga í þínum leik? Púttin. Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? Klúbbmeistari GKj. Hvað er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? Man ekki eftir neinu.

Draumaráshópurinn? Rory, Tiger og Rickie Fowler. Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? Álamos, Portúgal. Ekki langur og breiðar brautir, mjúkar flatir og margar glompur. Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? 9. á Flúðum. Mikill hæðarmismunur. 9. Morgado, stutt og hægt að dræva inná flötina og 17. á Hellishólum. Geggjuð par 3 hola. Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? Fótbolta. Í hvaða skóla og bekk ertu? Lágafellsskóla, 6. MLG.

Staðreyndir: Nafn: Sveinn Andri Sigurpálsson. Aldur: 11.

Hvað óttast þú mest í golfinu: Ekki neitt.

Forgjöf: 12,2.

Dræver: Ping Anser.

Uppáhaldsmatur: Kjúklingasnitsel.

Brautartré: Snake Eyes.

Uppáhaldsdrykkur: Vatn.

Járn: Ping s56.

Uppáhaldskylfa: 50 gráður.

Fleygjárn: Adams.

Ég hlusta á: Sam Smith.

Pútter: Ping.

Besta skor í golfi: 75 +2.

Hanski: Srixon.

Rory McIlroy, Tiger Woods eða Jordan Spieth? Jordan Spieth.

Skór: Adidas.

Besta vefsíðan: kylfingur.is.

92

GOLF.IS

Besta blaðið: Golf á Íslandi.

Blendingur: Snake Eyes.

Golfpoki: Cobra. Kerra: Sun Mountain.


ENNEMM / SÍA / NM34792

Icelandair hótel Hamar - alvöru íslenskt golfhótel Hamarsvöllur er skemmtilegur 18 holu golfvöllur staðsettur í gullfallegu umhverfi á söguslóðum í Borgarnesi. Icelandair hótel Hamar er glæsilegt hótel þar sem gestir njóta einstakrar kyrrðar og snæða ljúfmeti sem framreitt er úr hráefni úr héraði. Af hótelinu er gengið beint út á golfvöllinn. Staðsetningin, aðstaðan og frábær tilboð á golfi og gistingu gera Icelandair hótel Hamar að draumaáfangastað golfarans, hvort sem um ræðir golfhelgi með ástinni eða heimsóknir stærri hópa. Verið velkomin á Icelandair hótel Hamar. Icelandair hótel Hamar, Borganesi Nánari upplýsingar og bókanir: icelandairhotels.is eða í síma 433 6600 REYKJAVÍK NATURA

REYKJAVÍK MARINA

Í KEFLAVÍK

FLÚÐIR

KLAUSTUR

HÉRAÐ

AKUREYRI

HAMAR


Mikið ævintýri Pétur og Alexander í „Altered Course” raunveruleikaþættinum á Golf Channel Íslensku afrekskylfingarnir Pétur Freyr Pétursson og Alexander Aron Gylfason fengu tækifæri til þess að upplifa mikið golfævintýri á Jamaíka nýverið. Þar tóku þeir þátt í nýjum raunveruleikagolfþætti sem frumsýndur verður á bandarísku golfstöðinni, Golf Channel, 15. júní n.k. Alexander Aron sá auglýsingu í fyrrahaust þar sem óskað var eftir umsóknum. Hafði hann samband við Pétur Frey og þeir ákváðu að sækja um. Íslenska liðið komst í gegnum síuna en mörg hundruð umsóknir bárust og var mikill áhugi á að komast í þessa nýju keppni. Þátturinn er nýr og hefur slíkt aldrei verið gert áður. Átta tveggja manna lið keppa um sigurinn í „Altered Course” eins og þátturinn er nefndur. Þar leika keppendur á óvenjulegum brautum þar sem ýmsar hindranir eru í veginum - og er markmiðið að ljúka leik á sem stystum tíma og á sem fæstum höggum. Það má því segja að þátturinn sé blanda af „hraðagolfi” og „utanvegahlaupi”. Keppendur þurfa að búa yfir snerpu, úthaldi og útsjónarsemi til þess að leysa þrautirnar sem settar eru upp í hverjum þætti fyrir sig. Þættirnir voru teknir upp á Jamaíku og eru framleiðendur þáttanna bjartsýnir um að þættirnir eigi eftir að vekja athygli. Um 5 milljón áhorfendur horfa á Golf Channel í hverri viku og

hafa þættir á borð við The Big Break notið vinsælda frá árinu 2003. Pétur Freyr sagði í samtali við Golf á Íslandi að mjög strangar reglur væru í gildi fyrir keppendur - og hann gat ekkert sagt frá því sem gerðist í sjálfum þættinum. Um upplifun sína sagði hann hinsvegar. „Þetta var mikið ævintýri, skemmtilegt og eftirminnilegt.”

Ert þú ekki vel merktur? Golfskálinn býður golfklúbbum og fyrirtækjum upp á úrval af sérmerktum vörum. Merkjum golfbolta, tí, flatargafla, handklæði, boltamerki, skorkortaveski o.fl. o.fl. Hafið samband við hans@golfskalinn.is og fáið upplýsingar um verð.

94

GOLF.IS - Golf á Íslandi Mikið ævintýri


SUMAR SÓLSTÖÐUMÓT

GKG - LEIRDAL Texas Scramble - 2 saman í liði Stórglæsilegir vinningar Skemmtidagskrá og verðlaunaafhending í mótslok

20 ára aldurstakmark


Bílabúð Benna áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði.

GA félagar fjölmenntu í afmælisferð til Islantilla

Það var mikið líf og fjör í 80 ára afmælis­ golfferð félagsmanna úr Golfklúbbi Akureyrar. Rétt um 60 GA félagar fóru til Islantilla á Spáni þar sem leikið var golf við bestu aðstæður. Ágúst Jensson framkvæmdastjóri GA segir í viðtali við Golf á Íslandi að ferðin hafi heppnast með eindæmum vel og nú þegar sé hafinn undirbúningur fyrir næstu ferð. „Það hefur verið rík hefð fyrir sameiginlegum golfferðum hjá GA en þetta var óvenjulega stór hópur. Veðrið lék við okkur og það fóru fram þrjú golfmót í ferðinni. Góð skor sáust hjá félagsmönnum og það lofar góðu fyrir golfsumarið 2015. Það er vilji fyrir því að slík ferð verði í boði fyrir GA-félaga á tveggja ára fresti. Vonandi fáum við enn fleiri með okkur í næstu ferð. Fararstjórar VITA ferða á Islantilla hugsuðu vel um okkur. Sigurður Hafsteinsson og afrekskylfingurinn Bjarki Pétursson fá bestu þakkir frá okkur í GA,” bætti Ágúst við.

96

GOLF.IS - Golf á Íslandi GA félagar fjölmenntu til Islantilla


Bílabúð Benna áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði.

*Ríkulegur staðalbúnaður: 7 gíra PDK sjálfskipting með skiptingu í stýri, leður og Alcantara innrétting, rafdrifið ökumannssæti, hiti í framsætum, 18“ álfelgur, Led dagljósabúnaður, tvöföld sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, fullkomið hljómkerfi, sport aðgerðarstýri, rafdrifinn afturhleri, skriðstillir (Cruise Control) o.m.fl. Sjá nánar á benni.is

Við hættum ekki að leika okkur af því við verðum gömul. Við verðum gömul af því að við hættum að leika okkur. Bílaframleiðandinn Porsche er þekktur fyrir marga af óviðjafnanlegustu sportbílum heimsins. Nú hefur meistara sportbílanna tekist að sameina bestu eiginleika Porsche í nýjum bíl - þetta er sportjeppinn Macan.

Porsche Macan S Diesel Verð: 11.790 þús. kr.*

Porsche Macan S Diesel 258 hestöfl • 580Nm tog • CO2 159 g/km Hröðun 6.3 sek. 0-100 km/klst. Eyðsla 6.3 l/100 km í blönduðum akstri.

Porsche á Íslandi • Bílabúð Benna Vagnhöfða 23 • 110 Reykjavík S: 590 2000 porsche@porsche.is • www.benni.is

Opnunartími: Virka daga frá 9:00 til 18:00 Laugardaga frá 12:00 til 16:00


Uppbyggingin heldur áfram á Akureyri

– nýr æfingavöllur og æfingaskýli á Jaðarsvelli Golfklúbbur Akureyrar hefur á undanförnum árum staðið í miklum framkvæmdum á Jaðarsvelli – og mun uppbyggingin halda áfram á næstu misserum. Nýtt æfinga­svæði og skýli þar við mun rísa á næstunni en s.l. haust hófust framkvæmdir við nýjan sex holu æfingavöll sem opnaður verður sumarið 2016. Steinmar H. Rögnvaldsson, sem er félagi í GA, hefur séð um hönnun og teikningar á skýlinu sem staðsett verður við hliðina á „fjósinu“ fræga við hliðina á 1. teig. Núverandi 8. og 9. braut fara undir æfingasvæðið og verður núverandi 7. braut þá 9. hola vallarins - en tvær nýjar brautir verða teknar í notkun á fyrri hluta vallarins í stað þeirra sem falla út.

Þarna verða 15 básar, þar af tveir í lokuðu kennslurými. Hægt verður að bæta við allt að 15 í viðbót ofan á skýlinu. Í kjallara hússins verða svo bílastæði fyrir uppundir 30 golfbíla/golfhjól ásamt salernisaðstöðu og um 160 skápum fyrir golfsett. Áætlað er að

98

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi

þetta opni snemma sumars 2016 og verður þá aðstaða til golfiðkunar á Jaðri eins og best verður á kosið. „Við stefnum á að ljúka við framkvæmdir á æfingavellinum í sumar og þetta á að vera klárt sumarið 2016. Æfingavöllurinn

verður gríðarlega góð viðbót fyrir okkur enda eru margir sem vilja stíga sín fyrstu skref í golfíþróttinni við slíkar aðstæður - en ekki á sjálfum Jaðarsvelli. Við lítum björtum augum til framtíðar hér á Akureyri. Það er vöxtur í félagsstarfinu, við verðum með eina bestu aðstöðu á landinu þegar framkvæmdum við æfingavöll og -skýli verður lokið.” Í sumar verða tvær nýjar brautir teknar í notkun og þá verða núverandi 8. og 9. braut lagðar af - en þar er gert ráð fyrir æfingasvæðinu sem byrjað verður á í haust. Nýju brautirnar verða nr. 5 og 6 og sú sem er 7. í dag verður sú 9. þegar breytingarnar ganga í gegn.” Ágúst segir að Jaðarsvöllur komi vel undan vetri og vonir standa til að hægt verði að opna inn á sumarflatirnar um miðjan maí jafnvel aðeins fyrr ef aðstæður leyfa. „Það verður nóg um að vera hjá okkur í sumar. Íslandsmótið í holukeppni fer fram hérna í júní, það er langur biðlisti í opið hjóna- og paramót hjá okkur, og Arctic Open er einnig gríðarlega vinsælt mót. Það ríkir því tilhlökkun hjá okkur fyrir golfsumrinu 2015,” sagði Ágúst.


Pappírslaust salerni

Duravit og helsti hönnuður þeirra, Philippe Starck, kynna „Starck SensoWash” sem með einstakri hönnun, setja ný viðmið fyrir salerni. SensoWash® Nútíma salerni, gefur nýja sýn á hreinlæti og þægindi í baðherberginu - Forhitað sæti veitir hámarks þægindi. SensoWash® Allar rafmagns- og vatnslagnir eru faldar í postulíníninu sjálfu. Áhugavert fyrir alla hönnuði og skipuleggjendur baðherbergja.

Ný tilfinning fyrir hreinlæti og vellíðan alla daga.

FRÁBÆR HÖNNUN

SensoWash® Einstök hönnun, sem setur ný viðmið fyrir salerni.

SensoWash® Forhitað sæti fyrir þægindi - nútíma salerni með nýja sýn á hreinlæti.

SensoWash® Náttúrulegasta form hreinlætis - hreinsun með vatni - ótrúlega þægilegt.


sýndi styrk sinn

– næst yngsti sigurvegarinn í sögu Masters Jordan Spieth sýndi ótrúlega yfirvegun þegar hann landaði sínum fyrsta sigri á risamóti á Mastersmótinu á Augusta National í apríl. Bandaríkjamaðurinn er annar yngsti sigurvegarinn frá upphafi og jafnaði hann mótsmet Tiger Woods frá árinu 1997. Ferskir vindar blása nú í golfheimum með sigri Spieth - sem er án efa eitt mesta efni sem komið hefur fram á undanförnum árum. Spieth var efstur alla fjóra keppnisdagana en það hafði ekki gerst í 39 ár eða frá árinu 1976 þegar Raymond Floyd náði þeim árangri. Aðeins fimm kylfingar í 79 ára sögu Masters hafa náð því að vera efstir alla fjóra keppnisdagana en hinir fjórir eru; Craig Wood (1941), Arnold Palmer (1960), Jack Nicklaus (1972) og Raymond Floyd (1976). Sigur Spieth var öruggur en hann var með fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn - og munurinn varð aldrei minni en þrjú högg á lokahringnum. Þekktir kappar á borð við Phil Mickelson, Justin Rose, Rory McIlroy og Tiger Woods náðu ekki að saxa á forskot Spieth þegar mest á reyndi. Á lokaholunni fékk Spieth skolla og hann náði því ekki bæta mótsmetið - en hann lék hringina fjóra á 64-66-70-70. Spieth

100

GOLF.IS - Golf á Íslandi Spieth sýndi styrk sinn

er fimm mánuðum eldri en Woods þegar hann sigraði árið 1997, þá 21 árs gamall og þriggja mánaða. Alls fékk Spieth 28 fugla á hringjunum fjórum sem er besti árangur allra tíma en Mickelson átti metið sem var 25 fuglar árið 2001. Spieth á nú lægsta skor mótsins frá upphafi eftir 36 og 54 holur. Spieth hefur lengi verið í fremstu röð en hann sigraði tvívegis á Opna bandaríska unglingamótinu en Woods sigraði þrívegis á því móti. Þeir eru einu kylfingarnir sem hafa sigrað oftar en einu sinni á því móti. Spieth fagnaði einnig háskólameistartitli með Texas Tech áður en hann gerðist atvinnumaður 19 ára gamall. „Þetta er ótrúlegasta vika sem ég hef upplifað í mínu lífi. Þetta gerist ekki betra í þessari íþrótt. Draumurinn rættist með

Staða efstu manna: 1. Jordan Spieth, Bandaríkin (64-66-70-70) 270 högg (-18) 2.-3. Justin Rose, England (67-70-67-70) 274 högg (-14) 2.-3. Phil Mickelson, Bandaríkin (70-68-67-69) 274 högg (-14) 4. Rory McIlroy, Norður-Írland (71-71-68-66) 276 högg (-12) 5. Hideki Matsuyama, Japan (71-70-70-66) 277 högg (-11) 6.-8. Paul Casey, England (69-68-74-68) 279 högg (-9) 6.-8. Ian Poulter, England (73-72-67-67) 279 högg (-9) 6.-8. Dustin Johnson, Bandaríkin (70-67-73-69) 279 högg (-9) þessum sigri,” sagði Spieth eftir keppnina en hann hefur nú gulltryggt sér keppnisrétt á þessu risamóti það sem eftir er - líkt og aðrir sigurvegarar á Masters.



Hvaða þýðingu hefur sigur Spieth fyrir golfið? Golf á Ísland fékk þrjá vel valda golfsérfræðinga til þess að velta fyrir sér þeim áhrifum sem sigur Jordan Spieth á Masters gæti haft á golfíþróttina. Spurningar voru tvær. Í fyrsta lagi: Er Jordan Spieth með hæfileika til þess að verða næsti Tiger Woods eða Rory McIlroy golfsins? Í öðru lagi: Hversu mikilvægur er sigur hans fyrir „ímynd” golfíþróttarinnar og þá sérstaklega í Bandaríkjunum? „Golfið gæti náð nýjum hæðum”

„Ró og yfirvegun einkennir Spieth” 1. „Ég ætla ekki að ganga svo langt á þessum tímapunkti að spá Spieth álíka velgengni og þeirri sem Tiger hefur notið. En ef miðað er við hvar Spieth er staddur tæplega 22 ára þá virðast honum allir vegir færir. Yfir Spieth virðist vera einhver ró sem menn þurfa að hafa þegar mikið er undir. Forvitnilegt verður að sjá hvernig honum tekst upp í framhaldinu því risamótin kalla á ólíka spilamennsku. Opna bandaríska er hálfgert varnargolf og Opna breska er „links” golf. Gaman verður að sjá hversu fjölhæfur Spieth er en ljóst er að hann er alla vega mjög stöðugur á PGA-mótaröðinni. Eins er augljóst að Augusta National virðist vera sniðinn fyrir hann og Spieth mun vinna Masters oftar en einu sinni. Það er ég viss um.” 2. „Uppgangur Spieth gæti varla komið á betri tíma fyrir golf í Bandaríkjunum í ljósi þess að Tiger Woods er farinn að gefa eftir og Phil Mickelson að eldast. Bandaríkjamenn þurfa hetju sem getur keppt við Rory McIlroy. Með afgerandi sigri á Masters er Jordan Spieth strax kominn á sérstakan stall og væntingarnar til hans verða ábyggilega gríðarlegar í framhaldinu.”

1. „Það er erfitt að bera saman kylfinga og þá sérstaklega að miða þá við Tiger Woods sem hefur gert hvað mest fyrir golfíþróttina af öllum kylfingum. Jordan Spieth hefur sýnt mikinn þroska miðað við aldur, líkt og Tiger Woods og Rory McIlroy gerðu á sínum tíma. Það einkennir þá alla og er hvað helst líkt með þeim. Spieth hefur sýnt í þeim viðtölum sem hann hefur farið í að hann er jarðbundinn og meðvitaður um hve heppinn hann er - og með gott fólk í kringum sig. Að mínu mati á hann eftir að ná efsta sæti heimslistans fljótlega.” 2. „Sigur hans er gríðarlega mikilvægur fyrir golfið í Bandaríkjunum. Leitin að eftirmanni Tiger Woods og Phil Mickelson hefur staðið lengi yfir. Ég vona að hann fái „vinnufrið” frá fjölmiðlum og geti einbeitt sér að sínum markmiðum. Það er mín von að við fáum „einvígi” á milli Jordan Spieth og Rory McIlroy til lengri tíma litið og það væri enn betra ef Tiger Woods næði góðum árum á næstunni og gerði atlögu að risamótsmeti Jack Nicklaus. Þá myndi golfíþróttin ná nýjum hæðum.” - Birgir Leifur Hafþórsson, sexfaldur Íslandsmeistari í golfi.

Kristján Jónsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu

„Spieth er bandaríski draumurinn” 1. „Jordan Spieth er ekki næsti Tiger Woods, það verður enginn eins og hann. Jordan Spieth er stórkostlegur kylfingur og á örugglega eftir að vinna mörg risamót. Tiger Woods breytti íþróttinni þegar hann kom fram á sjónarsviðið og setti ný viðmið. Það sem er líkt með þeim tveimur er einna helst geislandi sjálfstraust og brennandi ástríða fyrir leiknum.” 2. „Jordan Spieth (sem skírður var í höfuðið á Michael Jordan) er frábær fyrirmynd og styrkir tvímælalaust ímynd golfsins enn frekar. Það er magnað að fylgjast með hversu þroskaður hann er á velli og í viðtölum. Hann er „bandaríski draumurinn“, kemur vel fyrir, á góða að og hugsar vel um sína nánustu og sinnir góðgerðarmálum vel. Á vellinum er hann gríðarlega harður keppnismaður.” - Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari og sexfaldur Íslandsmeistari í golfi

102

GOLF.IS - Golf á Íslandi Spieth sýndi styrk sinn

Lægstu heildarskorin á Masters frá upphafi: Nafn

Ár

Heildarskor

Högg undir pari

Jordan Spieth

2015

270

-18

Tiger Woods

1997

270

-18

Raymond Floyd

1976

271

-17

Jack Nicklaus

1965

271

-17

Phil Mickelson

2010

272

-16

Tiger Woods

2001

272

-16



Tveir af bestu völlum Englands á

East Sussex National er glæsilegt fimm stjörnu hótel á 1.100 ekru landareign í ensku sveitinni.

East Sussex National er glæsilegt golfsvæði á Suður-Englandi sem státar af tveimur frábærum keppnis­ golfvöllum. Vellirnir og aðstaðan stenst svo sannarlega væntingar og kemur ekki á óvart að margsinnis hafi verið leikið á völlum golfsvæðisins í sterkum atvinnu­mannamótum, þar á meðal í úrtökumóti fyrir Opna breska meistara­mótið síðastliðið sumar.

104

GOLF.IS - Golf á Íslandi East Sussex National

10. flöt á Austur-vellinum. Skemmtileg par-5 braut sem verðlaunar góð högg.

Séð yfir 12. flöt á Austur-vellinum. Tré á miðri braut gerir þessa stuttu par-4 braut mjög áhugaverða.


KJÚKLINGAÁLEGG REYKT

SPÆGIPYLSA

HUNANGSSKINKA

SILKISKORIÐ ÁLEGG FRÁ GOÐA

ENNEMM / SIA • NM63258

– gott á brauðið, í salatið eða bara eitt og sér!

SKINKA


Vestur-völlurinn á East Sussex National. Hér er litið yfir 12. braut vallarins sem er frábær par-5 braut.

Saman mynda þessir tveir vellir tvíeyki sem fá golfsvæði á Englandi standast snúning.

Það er stuttur akstur á East Sussex National golfsvæðið frá Gatwick flugvelli eða um 40 mínútur. Golfsvæðið er, eins og nafnið ber með sér, staðsett í Sussex sýslu í Suður-Englandi. Hótelið er stórt og telur 104 herbergi. Strax við fyrstu sýn má sjá að þetta er fyrsta flokks golfsvæði sem var tekið í notkun árið 1990. Frábærir keppnisvellir Fyrir flesta golfáhugamenn skipta gæði golfvalla öllu máli þegar haldið er út fyrir landssteinana í golfferð. Óhætt er að mæla með East Sussex National því báðir golfvellirnir eru frábærir og um margt ólíkir. Vellirnir eru hannaðir af Robert E. Cupp og eru báðir á lista yfir 100 bestu golfvelli Englands. Austur-völlurinn er alvöru keppnisvöllur og hefur margoft verið leikið á vellinum í sterkum atvinnumannamótum. Völlurinn var hannaður með keppnisgolf í huga og skartar mörgum frábærum golfholum. Austur-völlurinn er skemmtilega hannaður skógarvöllur - um 6.530 metrar að lengd. Meðalkylfingurinn lætur sér nægja að leika völlinn af fremri teigum eða um 5.500 metrar. Vandað var til verka í hönnun vallarins því nánast hver einasta braut hans er eftirminnileg. Lokaholurnar eru

mjög minnisstæðar og þá sérstaklega 17. brautin sem er glæsileg 410 metra par-4 braut þar sem reynir á nákvæmni kylfinga og skynsemi. Ég stóð í þeirri meiningu í upphafi ferðar minnar á East Sussex National að Vesturvöllurinn væri eins konar litli bróðir Austur-vallarins. Svo er alls ekki. Raunar eru margir á þeirri skoðun að Vesturvöllurinn sé bæði fallegri og skemmtilegri viðureignar en Austur-völlurinn og má vel fallast á þau rök. Besta braut vallarins er án nokkurs vafa hin frábæra 12. braut. Lækur rennur í gegnum þessa par-5 braut og breytist í vatn við flötina. Stórglæsileg braut og flötin sömuleiðis. Sé upphafshöggið gott hrópar næsta högg á áhættu. Lokaholurnar á Vestur-vellinum eru jafnframt stórskemmtilegar. Saman mynda þessir tveir vellir tvíeyki sem fá golfsvæði á Englandi standast snúning.

Aðstaða fyrsta flokks Mikið er lagt í golfsvæðið á East Sussex National og má þar fyrst nefna að æfingaaðstaðan er fyrsta flokks. Klúbbhúsið er sambyggt hótelinu og þar er golfverslun, geymsla fyrir golfbúnað, veitingastaður, að ógleymdri 19. holu vallarins sem er barinn í klúbbhúsinu og tíður viðkomustaður kylfinga. Hótelið er fimm stjörnu og herbergin mjög rúmgóð. Þrír veitingastaðir eru á hótelinu og maturinn góður. Fleira er hægt að gera á East National Sussex en að spila golf því á hótelinu er mjög vönduð heilsulind sem óhætt er að mæla með. Hótelgestir hafa aðgang að líkamsræktarstöð, sundlaug, heitum pottum, gufuböðum o.fl. Hægt er að panta sér nudd eða heilsumeðferð í heilsulindinni sem margir kjósa að nýta sér. Það er svo sannarlega góður kostur eftir baráttu við tvo krefjandi keppnisvelli.

Stutt til Brighton Það er óneitanlega kostur að hægt er að brjóta upp golfferð til East Sussex National með því að skella sér til borgarinnar Brighton sem er í aðeins hálftíma aksturfjarlægð. Brighton er stórskemmtileg og falleg borg við sjávarsíðuna á suðurströnd Englands sem ávallt er gaman að heimsækja. Í stuttu máli þá prýðir East Sussex National golfsvæðið alla þá kosti sem kylfingar sækjast eftir. Golfvellirnir eru glæsilegir, krefjandi en henta þó breiðu getustigi kylfinga. Hótelið er mjög gott og þjónusta starfsmanna framúrskarandi. Það fer enginn svekktur frá East Sussex National.

Vatn setur mark sitt á lokaholurnar á Austur-vellinum. Hér má sjá yfir 16. flötina sem er mjög skemmtileg par-3 braut. Allir kátir með par.

106

GOLF.IS - Golf á Íslandi East Sussex National



Kröftug og fræðandi golfumfjöllun á RÚV Golfsamband Íslands og RÚV hafa komist að samkomulagi um öfluga, fræðandi og fjölbreytta golfumfjöllun á RÚV á næsta golfsumri. Hápunktur dagskrárinnar verður bein útsending frá Íslandsmótinu á Eimskipsmótaröðinni sem fram fer á Garðavelli á Akranesi 23.-26. júlí. Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri GSÍ og Einar Örn Jónsson íþróttastjóri RÚV undirrituðu samkomulag þess efnis nýverið í höfuðstöðvum Golfsambandsins. RÚV verður með vikulega þætti um golf í sumar sem nefnast Golf á Íslandi. Fyrsti þátturinn fer í loftið 2. júní. Alls verða þættirnir 12 og er Hlynur Sigurðsson umsjónarmaður. Fjallað verður um golfíþróttina frá ýmsum hliðum í Golf á Íslandi, hinn almenna kylfing, afrekskylfinga og Eimskipsmótaröðina 2015. „Við erum mjög ánægð að hafa gengið frá samkomulagi við GSÍ og halda þar með áfram því góða samstarfi sem hefur verið á milli okkar undanfarin ár. Golf er stór og fjölmenn íþrótt á Íslandi og við hlökkum mikið til að takast á við golfsumarið,“ sagði Einar Örn Jónsson íþróttastjóri RÚV. Bein útsending verður frá tveimur síðustu keppnisdögunum á Íslandsmótinu á Eimskipsmótaröðinni, 25. og 26. júlí. Gert er ráð fyrir þriggja tíma útsendingu

108

GOLF.IS - Golf á Íslandi

að lágmarki frá báðum keppnisdögunum. Þetta verður í 18. skipti sem sýnt verður beint frá Íslandsmótinu í sjónvarpi. Fyrsta útsendingin var árið 1998 þegar mótið fór fram á Hólmsvelli í Leiru. „Golfsamband Íslands hefur verið í góðu samstarfi við RÚV um sýningar frá Íslandsmótinu í golfi undanfarin ár. Það er því fagnaðarefni að sýnt verður frá mótinu í sumar sem fram fer á Garðavelli á Akranesi. Þá er það ánægjulegt fyrir kylfinga að fá sérstakan vikulegan þátt á RÚV þar sem golfíþróttinni er gerð góð skil,” sagði Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri GSÍ. Mótin á Eimskipsmótaröðinni 2015 verða alls sex að tölu. Kristján Þór Einarsson úr GM og Karen Guðnadóttir úr GS hafa titla að verja sem stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni.

23.–24. maí: Hólmsvöllur í Leiru (1) – 36 holur á laugardegi, 18 á sunnudegi. 29.–31. maí: Vestmannaeyjar (2) – 18 holur á dag á þremur keppnisdögum. 12.–14. júní: Hlíðavöllur í Mosfellsbæ (3) – 18 holur á dag á þremur keppnisdögum. 19.–21. júní: Jaðarsvöllur á Akureyri (4) – Íslandsmótið í holukeppni. Riðlakeppni á föstudegi og fyrir hádegi á laugardegi. Átta manna úrslit eftir hádegi á laugardegi, undanúrslit og úrslit á sunnudegi. 23.–26. júlí: Garðavöllur á Akranesi (5) – Íslandsmótið í golfi. 18 holur á dag á fjórum keppnisdögum. 22.–23. ágúst: Urriðavöllur í Garðabæ (6) – 36 holur á laugardegi, 18 holur á sunnudegi.


Golf á Ísland með Facebook hjá Odda

Karen íþrótta­ stjóri GS

Karen Sævarsdóttir hefur verið ráðin sem íþróttastjóri Golfklúbbs Suðurnesja. Karen er menntuð sem LPGA golfkennari og hefur áður þjálfað hjá GS. Auk þess keppti Karen lengi undir merkjum GS með frábærum árangri. Hún hefur varð t.a.m. átta sinnum í röð Íslandsmeistari í golfi og hefur níu sinnum orðið klúbbmeistari GS.

Árni nýr for­ maður GF

Árni Tómasson var kjörinn nýr formaður hjá Golfklúbbi Flúða á aðalfundi GF sem fram fór í lok febrúar. Hann tekur við af Ragnari Pálssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir fjögur ár í því embætti. Á fundinum var afgreiddur nýr samningur milli GF og vallareiganda.

Golfsamband Íslands og Oddi hafa undirritað samstarfssamning um prentun tímarits sambandsins, Golf á Íslandi. „Tímaritið Golf á Íslandi hefur afar sterka stöðu meðal kylfinga en kannanir sýna að 89% þeirra lesa blaðið. Golf á Íslandi kemur út fimm sinnum í ár og verður dreift inn á heimili 17.000 kylfinga. „Samstarfið við Odda er okkur mikilvægt, enda prentsmiðja í fremstu röð með áratuga reynslu sem nýtist okkur svo sannarlega til að gera gott blað betra,“ segir Stefán Garðarsson markaðs- og sölustjóri hjá Golfsambandi Íslands. Grímur Kolbeinsson viðskiptastjóri Odda er ánægður að fá Golf á Íslandi í hörkugóðan félagsskap hjá fyrirtækinu. „Oddi starfrækir stærstu prentsmiðju landsins en fyrirtækið er einnig umsvifamikið í framleiðslu umbúða úr pappír, kartoni og plasti. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru um 3.500 talsins og árlega eru unnin fyrir þá um 36 þúsund verkefni. „Golf á Íslandi verður í hörkugóðum félagsskap hjá okkur. Flestir útgefendur bóka og tímarita í landinu eru

tryggir viðskiptavinir Odda, en einnig höfum við á undanförnum misserum sinnt allnokkrum verkefnum fyrir alþjóðleg vörumerki á borð við Nike og Facebook,“ segir Grímur. Eins og fyrr segir verða gefin út fimm tölublöð af Golfi á Íslandi á þessu ári en einnig verða aðrir miðlar GSÍ nýttir enn betur til þess að koma upplýsingum, fræðslu og fréttum af golfíþróttinni til kylfinga.

Veldu íslenskan hugbúnað dk Viðskiptahugbúnaður - Þróaður fyrir íslenskar aðstæður - Öruggur, einfaldur í notkun og veitir góða yfirsýn yfir rekstur fyrirtækisins - Yfir 5.000 fyrirtæki á Íslandi nýta sér þjónustu okkar

dk POS afgreiðslukerfið - Hraðvirkt og einfalt í notkun - Eitt öflugasta afgreiðslukerfið á markaðnum í dag

Ólafía og Birgir kylfingar ársins

Ólafía Þórunn Kristins­ dóttir úr Golf­klúbbi Reykjavíkur og Birgir Leifur Hafþórs­son úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar eru kylfingar ársins 2014. Golfsamband Íslands stendur að þessu kjöri. Birgir Leifur var einnig valinn íþróttakarl Garðabæjar.

- Yfir 900 afgreiðslukerfi um land allt

dk Vistun - Heildarlausn í hýsingu forrita og gagna - Örugg vistun og framúrskarandi þjónusta dk hugbúnaður

Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík Sími: 510 5800 www.dk.is

Íslenskur hugbúnaður í 16 ár

GOLF.IS

109


KYNN I N G

Einstök draumaferð á Bay Hill og TPC Sawgrass

Íslenskir kylfingar á öllum getustigum eiga sér flestir draumagolfvelli og sá listi er án efa langur hjá mörgum. Í haust gefst frábært, og í raun einstakt, tækifæri til að heimsækja tvo af þekktustu golfvöllunum sem notaðir eru á PGA mótaröðinni og eru þeir báðir heimsfrægir. Í fyrsta lagi er um að ræða Bay Hill völlinn á Flórída sem hannaður var af Dick Wilson árið 1961 og þykir enn í dag einn sá allra besti. Þar fer fram Arnold Palmer meistaramótið á PGA mótaröðinni en völlurinn er í eigu goðsagnarinnar Arnold Palmer. Mótið hefur verið hluti af PGA mótaröðinni frá árinu 1979. Í öðru lagi er það TPC Sawgrass völlurinn þar sem hið eina sanna Players meistaramót á PGA mótaröðinni fer fram árlega. Mótið er oft kallað fimmta risamótið en á vellinum

er ein þekktasta golfhola heims - sú 17. sem er eyja og vel þekkt í golfheiminum. Eins og áður segir gefast ekki mörg tækifæri til að leika á þessum völlum en í golf­ferð­ inni í haust gefst kostur á að leika átta hringi á Bay Hill og tvo hringi á TPC Sawgrass. Þetta er því „dauðafæri” fyrir kylfinga að strika þessa velli út af „bucket“ listanum. „Það verða nokkur golfmót fyrir hópinn á Bay Hill, með fjölbreyttu keppnisfyrir­ komulagi. Hótelið við Bay Hill er virðulegt

og frábært í alla staði. Einnig eru töluverðar líkur á að hitta Arnold Palmer sjálfan því hann er ávallt á svæðinu. Það er einstök upplifun að leika á þessum völlum og fá aðra vídd á þessa velli miðað við það sem við sjáum í sjónvarpinu. Einnig er kjörið tækifæri til að versla í Orlando samhliða golfinu - enda gríðarlegt úrval af verslunum á svæðinu,” segir Dýrleif Guðmundsdóttir hjá Icegolf-Travel sem skipuleggur ferðina í samvinnu við Golfstöðina. Ferðin kostar 365.000 kr. og 34.000 vildarpunkta eða 390.000 kr. Dagskráin er eftirfarandi: Spilað á Bay Hill og tveir hringir á TPC Sawgrass Players vellinum. 21/9: Flug til Orlando með Icelandair 22/9: Bay Hill 23/9: TPC Sawgrass 24/9: TPC Sawgrass 25/9: Bay Hill 26/9: Bay Hill 27/9: Bay Hill 28/9: Bay Hill 29/9: Bay Hill og heimför til Íslands með Icelandair 30/9: Heimkoma til Íslands Nánari upplýsingar um ferðina gefur Dýrleif Guðmundsdóttir Icegolf-Travel : +354 659-0414 : dilla@icegolf.is : www.icegolf.is

110

GOLF.IS - Golf á Íslandi Einstök draumaferð á Bay Hill og TPC Sawgrass

K


markhönnun ehf

Í HVAÐA LIT VERSLAR ÞÚ?

www.netto.is Kræsingar & kostakjör

| Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


Þorvaldur nýr framkvæmdastjóri hjá Oddi

Emil Emilsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Odds eftir rúmlega fimm ára starf. Síðasti starfsdagur Emils var 15. apríl síðastliðinn en hann starfaði hjá klúbbnum frá ársbyrjun 2010. Þorvaldur Þorsteinsson tekur við sem framkvæmdastjóri klúbbsins. Hann þekkir rekstur klúbbsins vel og hefur setið í stjórn hans undanfarin fjögur ár, þar af þrjú ár sem gjaldkeri. Þorvaldur er hér til vinstri á myndinni og Emil til hægri. „Tími minn hjá Golfklúbbnum Oddi hefur verið mjög ánægjulegur. Ég geng sáttur frá borði og stoltur af því sem hefur áunnist. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst öllu því frábæra fólki sem er í Golfklúbbnum Oddi. Ég vil þakka félögum í Oddi fyrir samstarfið og óska öllum sem koma nálægt þessum frábæra klúbbi góðs gengis,“ segir Emil á þessum tímamótum. Þorvaldur hóf störf hjá klúbbnum í síðasta mánuði. Hann er 51 árs gamall og útskrifaðist með cand. oecon gráðu í viðskipta­fræði frá Háskóla Íslands árið

1991. Hann hefur starfað síðastliðin 11 ár hjá Landsbankanum, m.a. sem deildarstjóri einkabankaþjónustu. Þorvaldur hefur verið félagi í Golfklúbbnum Oddi frá árinu 2007 og er liðtækur kylfingur með um 10 í forgjöf. Hann er giftur Sonju Maríu Hreiðarsdóttur og saman eiga þau tvö uppkomin börn.

Spennandi tímar framundan „Það er ánægjulegt að vera kominn til starfa hér á Urriðavelli. Það er gott að vinna með öflugu og reynslumiklu starfsfólki og for­

réttindi að að vera í samskiptum við okkar frábæru klúbbmeðlimi,“ segir Þorvaldur. „Það sem hefur komið mér mest á óvart er hversu margir klúbbmeðlimir bera hag svæðisins fyrir brjósti og eru boðnir og búnir að aðstoða við ýmislegt sem upp getur komið í rekstri svona klúbbs. Það eru spennandi tímar framundan og mörg skemmtileg verkefni sem vinna þarf að. Vonandi verður sumarið okkur hagstætt með góðu golfveðri.“ Golfklúbburinn Oddur er einn stærsti golf­ klúbbur landsins með um 1150 félags­menn. Klúbburinn var stofnaður árið 1993 og er staðsettur í Urriðavatnsdölum skammt fyrir ofan Garðabæ. Klúbburinn hefur yfir að ráða einum glæsilegasta golfvelli landsins, Urriðavelli, en á þeim velli fer fram Evrópu­ mót kvennalandsliða í golfi á næsta ári sem verður stærsta alþjóðlega golfmót sem haldið hefur verið hér á landi til þessa.

Engin aukaefni Enginn viðbættur sykur 100% ferskir ávextir

112

GOLF.IS - Golf á Íslandi Þorvaldur nýr framkvæmdastjóri hjá Oddi

Góð orka fyrir hringinn Styttri bið á teig Passar í alla golfpoka

Ráðandi - auglýsingastofa ehf

Ferskur, ferskari... ferskastur?


GAS

Ráðandi - auglýsingastofa ehf

ALLS STAÐAR

Þú getur slakað á og upplifað öryggi við grillið með AGA gas.

Öryggi sem felst í notkun á gæðavörum AGA og góðri þjónustu þegar þú heimsækir umboðsmenn eða söluaðila til að fá áfyllingu á gashylkið. Sem stærsti söluaðili própangass á norðurlöndunum býður AGA upp á margar stærðir og gerðir gashylkja. Sérfræðingar AGA geta veitt þér góð ráð um hvaða hylki hentar best miðað við aðstæður og hvernig best er að meðhöndla própangas. Farðu á www.gas.is og finndu nálægan sölustað eða sæktu öryggisleiðbeiningar og fáðu upplýsingar um AGA gas.


Keilismenn glaðir og bjartsýnir – mörg verkefni leyst yfir vetrartímann

„Við höfum haft í nógu að snúast í vetur og í raun er mesta vinnan hjá starfsmönnum Keilis yfir vetrarmánuðina,” segir Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri Keilis þegar hann er inntur eftir helstu fréttum vetrarstarfsins hjá Hafnfirðingum. „Hvaleyrarvöllur kemur vel undan vetri og sumarið lofar góðu og það er tilhlökkun hjá okkur að taka á móti félagsmönnum okkar og gestum,” segir Ólafur en hann var endurkjörinn formaður samtaka evrópskra golfvallastarfsmanna (FEGGA) á aðalfundi samtakanna sem fram fór í bænum Lagos í Portúgal í febrúar sl. Ólafur hefur gegnt þessu embætti undan­ farin tvö ár og var hann endurkjörinn til tveggja ára. Samhliða formennskunni í FEGGA hefur Ólafur setið í nefnd um sjálfbæra þróun golfvalla á vegum evrópska golfsambandsins. Ýmsar framkvæmdir hafa átt sér stað í vetur og má þar nefna að veitingasalurinn í klúbbhúsi Keilis er nánast eins og nýr eftir mikla endurnýjun á húsgögnum. „Við getum ekki annað en verið þakklátir fyrir þá höfðinglegu gjöf sem okkur barst frá fyrirtæki í bænum sem endurnýjaði alla stóla og borð í salnum. Þetta gerði sami aðili

fyrir 22 árum eða árið 1993 þegar skálinn opnaði og það er gott að vita að fyrirtæki í Hafnarfirði eru ávallt tilbúin að taka þátt í starfinu með slíkum hætti.” Ólafur bætir því við að unnið hafi verið að því að setja upp olíugildru á fráveitulögn frá niðurföllum við vélageymslu og áhaldahús Keilis. „Þetta er allt gert samkvæmt ítrustu stöðlum hvað varðar umhverfisvottun í samráði við heilbrigðiseftirlit og byggingafulltrúa. Við verðum að vera með slíkan útbúnað þar sem að hætta er á að fljótandi úrgangur, olíur eða olíuefni, fari í niðurföll ef óhöpp eiga sér stað.”

Unnið að frágangi við nýja olíugildru við vélageymsluna

114

GOLF.IS - Golf á Íslandi Keilismenn glaðir og bjartsýnir

Ólafur Þór ræðir hér við vallarstarfsmennina Bjarna Hanneson og Arnald Frey Birgisson

Keilir hefur einnig óskað eftir viðræðum við Hafnarfjarðarbæ um aðkomu sveitarfélagsins að breytingum á Hvaleyrarhluta vallarins. „Við sendum bréf til bæjarins þar sem við bentum á að Hvaleyrarhluti vallarins hafi setið á hakanum og a Hvaleyrarvöllur henti ekki til keppnishalds á evrópskan mælikvarða. Hann standist ekki lengdarkröfur og að þessu þurfi að kippa í liðinn sem fyrst. Viðræðurnar hafa ekki farið fram með formlegum hætti en við erum bjartsýnir.” Hinn heimsþekkti golfvallahönnuður Tom Mackenzie hefur unnið veigamikla skýrslu fyrir Keili þar sem hann leggur til breytingar á seinni níu holum vallarins. „Tillögur Mackenzie mynda grundvöllinn að tillögum sem teljast nauðsynlegar aðgerðir til að Hvaleyrarvöllur standist þær kröfur sem gerðar eru til golfvalla í fremstu röð í Evrópu,” segir Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri Keilis.


ÞÚ

UPP Á ÞITT BESTA! Berocca® Performance inniheldur öll B vítamínin í ríkulegu magni en einnig C vítamín, magnesíum og zínk

Bættu frammistöðu þína með Berocca - rannsóknir hafa sýnt að það ber árangur

T

SY

S U A L KUR

GOLF.IS

115


– Afreks- og framtíðar­ hópar GSÍ æfðu vel í vetur Kylfingar sem skipa afreks- og framtíðarhópa Golfsambands Íslands hafa hist í æfingabúðum með reglulegu millibili í vetur. Dagskráin hefur verið fjölbreytt á æfingunum sem Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari hefur stýrt en margir fagaðilar vinna með afrekskylfingunum á ýmsum sviðum sem tengjast golfíþróttinni.

Í mars sl. fór hópurinn m.a. í TRX líkams­ æfingar hjá Elínu Sigurðardóttur. TRX æfingakerfið er þannig uppbyggt að einstaklingar vinna með eigin líkamsþyngd til þess að hámarka árangur og styrkja vöðva. Þessar æfingar styrkja vöðvahópa sem eru mikið notaðir í golfíþróttinni og þá sérstaklega vöðvahópa á kviðsvæðinu. Afrekshópurinn fór einnig á fyrirlestur þar sem Jóhann Ingi Gunnarsson íþrótta­ sálfræðingur fór yfir ýmis atriði sem tengjast

116

GOLF.IS - Golf á Íslandi Fjölbreyttar áherslur á æfingum

hugarþjálfun. Kylfingarnir fengu síðan verkefni til úrlausnar. Fjölmenni var á fundinum hjá Jóhanni Inga en foreldrum þeirra sem skipa afreks- og framtíðarhópa GSÍ var einnig boðið að hlýða á fyrir­ lesturinn. Hópurinn var einnig við golfæfingar í Hraunkoti í Hafnarfirði hjá Golfklúbbnum Keili. Þar var æft í inniaðstöðunni og einnig slegið utandyra. Á æfingunum

voru ýmsar mælingar framkvæmdar af landsliðsþjálfaranum, Úlfari Jónssyni. Kylfingar í afrekshóp GSÍ geta leitað til sérfræðinga sem skipa fagteymi GSÍ. Þar er um að ræða fagfólk sem Golfsambandið mælir með þegar afrekskylfingar þurfa á sérfræðingum að halda á sviði næringarfræði, sálfræði, íþróttameiðsla og þjálfunar. Fagteymið miðlar einnig þekkingu til afrekshóps GSÍ með fyrirlestrum og fræðsluverkefnum. Fagteymið er skipað eftirfarandi aðilum: Bæklunarlæknir: Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir á LSH. Sjúkraþjálfarar: Gauti Grétarsson, Sjúkraþjálfun Reykjavíkur, Pétur Jónsson, Atlas endurhæfing. Kírópraktor: Bergur Konráðsson, Kírópraktorstöðin. Sálfræðingur: Jóhann Ingi Gunnarsson. Ráðgjafi/íþróttafélagsfræðingur: Dr. Viðar Halldórsson. Næringarfræðingur: Steinar B. Aðalbjörnsson, Matís. Rúmlegar 50 kylfingar eru í afreks - og framtíðarhópum GSÍ, en stór hluti þeirra sem er í afrekshópnum er við nám í bandarískum háskólum.



Rauðvingull á golfvöllum

Golfsamband Íslands hefur þýtt handbók norræna grasvalla- og umhverfis­rannsókna­ sjóðsins STERF um ræktun rauðvinguls á golfvöllum. Ritið ber heitið Rauðvingull á golfvöllum.

Handbókin byggir á reynslu valinkunnra vallarstjóra og hefur að geyma upplýsingar sem reiknað er með að geti orðið flestum, ef ekki öllum, íslenskum golfklúbbum að miklu gagni. Rauðvingull hefur til þessa verið nefndur túnvingull í daglegu tali meðal fagmanna í íslenskri golfhreyfingu en rannsóknir STERF, sem GSÍ er aðili að líkt og önnur norræn golfsambönd, benda sterklega til þess að markviss ræktun rauðvinguls geri golfklúbbum, stórum sem smáum, kleift að sameina gæði, sparnað og umhverfissjónarmið við rekstur og umsjón valla sinna. Ritið verður aðgengilegt á rafrænu formi á heimasíðu GSÍ, auk þess sem hægt er að nálgast prentuð eintök á skrifstofu GSÍ. Í því er að finna skilmerkilega og auðskiljanlega samantekt sem byggð er á niðurstöðum vinnufundar golfvallastjóra frá Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og Bretlandi, sem haldinn var í Kaupmannahöfn. Fundinn sótti einn Íslendingur, Birkir Már Birgisson, vallarstjóri hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Edwin Roald, golfvallahönnuður og viðurkenndur vottunaraðili fyrir GEOsjálfbærnivottunina, þýddi ritið og staðfærði, en hann situr í stjórn STERF fyrir hönd GSÍ. Áður hafa GSÍ og Edwin unnið saman að þýðingu á upplýsingariti STERF um blandaða landnotkun á og við golfvelli, sem nefnist „Opin svæði á

golfvöllum: Vannýtt auðlind“. Hefur það vakið nokkra athygli, ekki aðeins meðal golfklúbba heldur einnig hjá sveitastjórnarfólki. Umsjónarmenn golfvalla um land allt eru hvattir til að kynna sér ritið, sem og forsvarsmenn golfklúbba, stjórnarfólk og fleiri. Er það von Golfsambands Íslands að útgáfa og þýðing þessa rits geti orðið liður í að skerpa sýn umræddra aðila á golfvallaumhirðu og gert vinnu við golfvelli landsins markvissari.

Njóttu þess að spila golf og láttu okkur sjá um fasteignamálin þín. Hafðu samband og fáðu frítt verðmat. Við erum fagleg, persónuleg og skemmtileg. Kristján Þ. Hauksson Sölufulltrúi.

696 1122

kristjan@fastlind.is

118

GOLF.IS - Golf á Íslandi Rauðvingull á golfvöllum

F

Þórunn Gísladóttir

Löggiltur fasteignasali.

510 7900

In 3 le in is á V a a L U


Voltaren Gel

50

%

ag

150g

n!

Nú í enn STÆRRI pakka!

m e ir a m

Verkjastillandi og bólgueyðandi! Fæst án lyfseðils Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Má ekki nota á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir, augu, sár, exem, vessandi húðbólgu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á altækum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Getur dregið úr frjósemi en þau áhrif ganga til baka. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.


Meistarataktar á golfhátíð

– Fjöldi gesta skemmti sér vel á golfdögum GSÍ í Kringlunni Golfdagar í Kringlunni, í samstarfi við GSÍ, heppnuðust gríðarlega vel en þeir fóru fram í þriðja sinn dagana 30. apríl – 3. maí. Á golfdögunum eru golftengd tilboð í verslunum en hápunkturinn var golfhátíð laugardaginn 2. maí.

Á golfhátíðinni var boðið upp á fjölbreyttar golfkynningar, ráðgjöf og keppnir í göngu­ götu Kringlunnar. Golfkennarar gáfu góð ráð og afrekskylfingar GSÍ stýrðu spennandi keppnum, ásamt því að golfklúbbar og ferðaskrifstofur kynntu starfsemi sína. Gestum Kringlunnar bauðst að taka þátt í skemmtilegum keppnum þar sem glæsilegir vinningar voru í boði. Sigurður Hlöðversson stjórnaði af rögg­ semi Íslandsmóti í golfleikni þar sem sjö afreks­kylfingar kepptu um að halda bolta sem lengst á lofti með fleygjárni.

120

GOLF.IS - Golf á Íslandi Meistarataktar á golfhátíð

Gerð var sú krafa að kylfingarnir reyndu einhverjar „golfbrellur” á meðan keppnin stóð yfir. Gísli Sveinbergsson stóð uppi sem sigurvegari eftir harða keppni við Henning Darra Þórðarson en þeir eru báðir í Golfklúbbnum Keili. Einnig var keppt í lengsta teighögginu í karla – og kvennaflokki. Þar sáust ótrúlegar tölur í golfherminum sem sýndi högg­ lengdina og einnig feril boltans. Þar dugði ekki að vera aðeins högglangur því einungis þau högg sem enduðu á braut töldu í keppn­ inni. Mikill fjöldi gesta reyndi sig í þessari keppni líkt og í púttkeppninni þar sem mikill fjöldi tók þátt. Yngstu gestir golfhátíðarinnar reyndu sig í SNAG golfþrautum sem nutu vinsælda – og er greinilegt að þessi kennsluaðferð er að virka vel á jafnt unga – og þá sem eldri eru.


GERÐU GÓÐAN HRING BETRI Í KRINGLUNNI

VERTU KLÁR Á

FYRSTA TEIG Í KRINGLUNNI FINNUR ÞÚ FJÖLBREYTT VÖRUÚRVAL FYRIR GOLFIÐ OG ALLA AÐRA ÚTIVIST

SKÓR FATNAÐUR SÓLARVÖRN BÚNAÐUR NESTI VÍTAMÍN

PIPA

PIPAR \ TBWA

SÍA

...OG MARGT FLEIRA

OPIÐ OPIÐ OPIÐ OPIÐ OPIÐ

10-18.30 MÁN.–MIÐ. 10-21 FIMMTUDAGA 10-19 FÖSTUDAGA 10-18 LAUGARDAGA 13-18 SUNNUDAGA

KRINGLAN.IS

FACEBOOK.COM/KRINGLAN.IS


Stefnum á sigur

– Keppt í golfi í fyrsta sinn á Smáþjóðaleikunum í Korpunni

Korpúlfsstaðavöllur verður keppnisvöllurinn á Smáþjóðaleikunum. Þar verður nýr kafli skrifaður í golfsöguna því aldrei áður hefur verið keppt í golfi á Smáþjóðaleikunum. Sjórinn og Áin verða vellirnir sem notaðir verða líkt og á Íslandsmótinu 2013.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu á undanförnum árum.

122

GOLF.IS - Golf á Íslandi Stefnum á sigur


Golf verður í fyrsta sinn á keppnisdagskrá Smáþjóða­ leikanna en leikarnir fara fram í 16. sinn í Reykjavík dagana 1.– 6. júní. Leikið verður á Korpúlfsstaðavelli og verður keppt í liða- og einstaklingskeppni. Smáþjóðaleikarnir voru fyrst haldnir í San Marinó árið 1985 en leikarnir hafa einu sinni áður farið fram á Íslandi – árið 1997. Alls taka níu þjóðir þátt á Smáþjóða­leikunum en auk Íslands eru það Lúxemborg, Andorra, Malta, Liechten­ stein, San Marinó, Kýpur, Mónakó og Svartfjallaland.

Í golfkeppninni verða eftirtaldar þjóðir með lið; Andorra, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó, San Marinó og Ísland. Karlaliðin verða alls sjö en kvennaliðin fjögur. „Smáþjóðaleikarnir eru mjög spennandi verkefni fyrir okkar kylfinga. Það verður skemmtilegt fyrir þá að vera hluti af stórum

hópi íslenskra afreksíþróttamanna og keppa á leikunum. Þar sem erum að keppa í fyrsta sinn á þessu móti rennum við nokkuð blint í sjóinn hvað varðar styrkleika hinna þjóðanna. Okkar lið verður vel skipað og við stefnum að sjálfsögðu á sigur, ekkert annað kemur til greina,” sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari. Alls verður keppt í 10 keppnisgreinum á leikunum en golf og áhaldafimleikar eru nýjar greinar. Keppt verður í eftirfarandi greinum: Áhaldafimleikar, blak/strandblak, borðtennis, frjálsar íþróttir, golf, júdó, körfuknattleikur, skotíþróttir, sund og tennis.

Laugardalurinn í hjarta Reykjavíkur verður aðal vett­ vangur leikanna þar sem keppt verður í öllum ofan­töldum greinum, nema tennis, golf og skotfimi. Segja má að með öllum þeim glæsilegu mannvirkjum sem þar eru til staðar hafi leikarnir á Íslandi ákveðna sérstöðu þar sem hvergi meðal þátttökuþjóðanna er mögulegt að keppa í eins mörgum greinum á sama svæði. GOLF.IS

123


SNAG kynning í boði GSÍ – Útskriftarnemar úr íþróttaháskólum landsins eru með SNAG á hreinu SNAG golfið hefur vakið mikla athygli hér á landi sem víðar. SNAG er skammstöfun á [Starting New at Golf] og er kennslukerfi sem er ætlað fólki á öllum aldri og getustigum. Kerfið hentar báðum kynjum, börnum, fullorðnum og öldruðum. Sérstaðan við SNAG er að setja má upp velli inni sem úti og nota við þær aðstæður sem eru til staðar hverju sinni. SNAG snýst um að hafa gaman á meðan verið er að læra grundvallaratriðin í golfi. Nýverið fengu allir tilvonandi íþrótta­ fræðingar sem útskrifast í vor með BS gráðu í íþrótta- og heilsufræði frá Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands á Laugarvatni SNAG kynningu í boði Golfsambands Íslands. Alls eru þetta 62 einstaklingar sem margir hverjir munu starfa í grunnog framhaldsskólum víðsvegar um landið í framtíðinni. Magnús Birgisson PGA golfkennari og SNAG master kennari sá um kennsluna og var ánægður með háskólanemana. Hann sagði að nemendurnir hafi lært grunnatriðin í golfi og hve miklu máli skiptir að fara eftir SNAG kennslufræðinni þar sem aginn, einfaldleikinn og skemmtunin eru lykilatriði þegar kenna á börnum og nýliðum grunnatriðin í golfinu.

Háskólanemarnir áhugasömu kynntust því hve hægt er að læra grunnatriðin í golfi á skemmtilegan hátt á stuttum tíma. Þeir æfðu á fjölbreyttan hátt og kepptu í margskonar liðakeppnum sem reyndu á einbeitingu, snerpu, styrk og hraða. Nú eru tvö ár síðan fyrsta SNAG leið­ beinenda­námskeiðið var haldið í Hraunkoti í Hafnarfirði. Á þeim tíma hafa SNAG leiðbeinendur útbreitt golfið víða um landið og SNAG golf verið kennt á öllum fjórum skólastigunum hér á landi; í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og nú síðast í háskólum. Nú hafa um 200 manns lært að kenna golf með SNAG hér á landi og um 110 af þeim öðlast alþjóðleg SNAG leiðibeinenda­ réttindi. Golfkennarar og áhugafólk um

útbreiðslu golfsins hafa tekið þessari marg­verðlaunuðu aðferð við golfkennslu fagnandi. Nær allir starfandi golfkennarar hér á landi og mikið af aðstoðarfólki þeirra hafa farið á SNAG leiðbeinendanámskeið. Íþróttakennarar og aðrir kennarar hafa sótt námskeið og hafið kennslu og hefur SNAG einnig verið kennt í heilsdagsskólum, leikskólum og háskólum og þar með verið kennt á öllum skólastigunum í landinu.

Golfsamband Íslands í samvinnu við Hissa ehf. / SNAG á Íslandi kynna SNAG golf fyrir íþrótta- og heilsufræðingum um miðjan júlí á alþjóðlegu námskeiði sem fram fer á Laugarvatni.

124

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi


L477U TÖLURN4R Þ1N4R 4LLT4F V3R4 M3Ð 1 4SKR1FT ENNEMM / SÍA /

N M 678 8 5

Tryggðu þér áskrift á lotto.is svo þú gleymir aldrei að spila með Lottó, Eurojackpot eða Víkingalottó. Áskrift – ekkert rugl!

ÍSLENSK GETSPÁ Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is


Meistaramót GR fjölmennasta golfmót ársins 2014 Tæplega 52.000 skráningar voru í þau golfmót sem voru í boði á árinu 2014 hjá golf­klúbb­um landsins sem eru innan raða Golf­sambands Íslands.

NÝTT Í BRAUTARHOLTI -AÐGANGSLYKILL OG FORGJAFARSKRÁNING

Golfklúbbur Brautarholts býður upp á aðgangslykil og jafnframt aðgang að forgjafarkerfi GSÍ.

5 skipta aðgangslykil á kr. 22.000,10 skipta aðgangslykil á kr. 40.000,Heimilt er að nota aðgangslykil fyrir fjölskyldumeðlimi og gesti. Ef óskað er eftir aðgangi að forgjafarkerfi GSÍ greiðast til viðbótar kr. 5.000,- við kaup á aðgangslykli. Bjóðum einnig stærri aðgangslykla fyrir golfhópa og fyrirtæki. Sjá nánar á www.gbr.is.

126

GOLF.IS - Golf á Íslandi Meistaramót GR fjölmennasta golfmót ársins 2014

Sigurður Elvar Þórólfsson seth@golf.is


Alls voru 1.513 golfmót á dagskrá í keppnisdagatali GSÍ. Mótin voru án efa fleiri þar sem mörg golfmót fara fram árlega hjá fyrirtækjaklúbbum, félagasamtökum og vinahópum. Að meðaltali tóku kylfingar þátt í fimm golfmótum og meðalaldur keppenda var 48,2 ár.

Meistaramót Golfklúbbs Reykjavíkur var stærsta golfmót ársins með 526 keppendur, meistaramót GKG kom þar næst með 337 keppendur og meistaramót GK var með 332 keppendur. Ef litið er á opnu golfmótin var 1. maí mótið á Hellu fjölmennast með 222 keppendur og á sama tíma voru 209 keppendur á 1. maí móti Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ. Opna Epli.is mótið á Hvaleyrarvelli hjá Keili í Hafnarfirði dró að sér 209 keppendur. Fjórða mótið sem fór yfir 200 keppendur var hjóna- og paramót Golfskálans og GA en þar voru 205 keppendur skráðir til leiks.

Þegar litið er á aldur keppenda ársins 2014 var 92 ára aldursmunur á þeim yngsta og elsta. Sá yngsti var 6 ára og sá elsti 98 ára. Meðalaldur keppenda á golfmótum ársins 2014 var 48,2 ár. Meðalaldur karla sem tóku þátt á golfmótum var 46,7 ár og kvenna 52,6 ár. Að meðaltali taka kylfingar þátt í rúmlega 5 mótum á hverju sumri og yngsti aldurs­ hópurinn er virkastur í þeim efnum.

Ný kynslóð af liðvernd

Regenovex inniheldur samsetningu tveggja náttúrulegra efna sem draga úr sársauka og byggja upp liði

Fæst í apótekum www.regenovex.is

GOLF.IS

127


Undirbúningur fyrir golfhring – upphitun Markmið upphitunar er að komast í gott líkamlegt og hugarfarslegt ástand til að ná hámarksárangri á vellinum. Áður en upphitun hefst: Fáðu holustaðsetningablaðið ef það er í boði og farðu yfir það og vallarvísinn. Skoðaðu vindáttina. Búðu til leik­ skipulag fyrir völlinn með þessum upplýsingum. Upphitun hefst 45–75 mínútum fyrir rástíma. Byrjum á ein­ földum hreyfingum áður en við förum í flóknari. Tími Pútt

10 mín

Áhersluatriði Byrjaðu á löngum púttum, áhersla á tempó og lengdarstjórnun. Færðu þig nær holu. Markmiðið er fyrst og fremst að ná góðum mjúkum takti í strokuna. Hvort bolti fari í holu skiptir ekki höfuðmáli og við tengjum engar tilfinningar við pútt sem fara framhjá holu.

Vipp - glompuhögg

10–15 mín

Vippaðu frá mismunandi stöðum í kringum æfingaflötina, notaðu 2–3 kylfur. Áhersla er á að ná góðum kontakt við boltann og lengdarstjórn. Sláðu nokkur glompuhögg ef aðstæður leyfa. Áhersluatriði

Líkamleg upphitun

5–10 mín

Fyrst aukum við blóðflæði með því að skokka/hoppa á staðnum eða fram og til baka, einnig aðrar æfingar sem virkja líkamann og gera hann tilbúinn til að hreyfa sig betur í sveiflunni. Teygðu vel á vöðvum í neðri og efri búk. Teygðu á framhandleggjum, úlnliðum, hálsi. Áhersluatriði

Sláttur

20–30 mín

Áhersla er á grunnatriði, grip, líkamsstöðu, boltastöðu, mið. Byrjaðu á stuttu járnunum og sláðu pitch högg, ekki full sveifla. 5–10 högg. Sláðu með millijárnum – leggðu áherslu á "shot shaping" – fade, draw. 5–10 högg með hverri kylfu. Ef það er vindur, æfðu þig að slá lága bolta, háa bolta. Slæm högg skipta ekki máli og þú hristir þau af þér, þú ert bara að hita upp! Skoðaðu vindáttina og reyndu að geta þér til hvaða kylfur þú notar á par 3 brautum. Sláðu með þeim kylfum með þær brautir í huga. Sláðu með lengri kylfunum, hybrid, brautartré, loks dræver. 3–6 högg með hverri kylfu. Ljúktu upphituninni með því að slá með þeirri kylfu sem þú ætlar að nota á fyrsta teig. Eftir gott högg ertu tilbúin(n)! Áhersluatriði

Stutta spils svæði

10 mín

Nú styttist í teigtíma og þá er betra að fikra sig nær teignum. Taktu nokkur vipp, og eða pútt þangað til ráshópurinn á undan er að leggja af stað. Vertu mætt(ur) að lágmarki fimm mínútum fyrir rástíma þinn. Áhersluatriði

Hugarfarslegt

128

GOLF.IS - Golf á Íslandi Undirbúningur fyrir golfhring

Komdu þér í gott hugarfarslegt ástand, t.d. með jákvæðu og góðu sjálfstali. Lykilorð eru yfirvegun, einbeiting, sjálfstraust, leikgleði, gefst aldrei upp, ég hlakka til!



Heldur sér lifandi með því að spila golf – Steinþór Þorvaldsson fór holu í höggi 81 og 82 ára gamall

Steinþór Þorvaldsson spilar um 300 daga á ári og oftast á heimavellinum í Grindavík. Mynd/Haraldur Hjálmarsson

Steinþór Þorvaldsson, kylfingur úr Golfklúbbi Grindavíkur, hefur verið sérstaklega beinskeyttur á golfvellinum síðastliðin ár. Steinþór verður 83 ára gamall í ár og hefur náð þeim frábæra árangri að fara tvívegis holu í höggi á síðustu tveimur árum, 81 og 82 ára gamall. Steinþór fór fyrst holu í höggi árið 1988 og þurfti að bíða í 24 ár áður en hann sló draumahöggið á ný fyrir tveimur árum. Hann er nú meðal elstu kylfinga landsins sem hafa farið holu í höggi samkvæmt upplýsingum frá Einherjaklúbbnum. Elsti kylfingur Íslands til að fara holu í höggi var Arnar T. Sigþórsson sem var 98 ára gamall þegar hann fór holu í höggi árið 1985. Steinþór hafði nýlokið að leika á 18 holur á sínum heimavelli, Húsatóftavelli í Grindavík, þegar blaðamaður Golfs á Íslandi náði tali af honum í miðjum marsmánuði. „Maður heldur sér lifandi með því að spila golf. Við félagarnir höfum spilað yfir 300 daga á ári frá því að ég var sjötugur. Það hefur þó verið minna í ár vegna veðurs,“ segir Steinþór.

Ás á síðasta hring á Spáni Steinþór var í golfferð á Spáni fyrir tveimur árum þegar hann fór á ný holu í höggi eftir talsverða bið. „Við vorum að leika lokahringinn á Desert Springs vellinum við

130

GOLF.IS - Golf á Íslandi Heldur sér lifandi með því að spila golf

Almería og vorum komnir á 14. braut sem er um 140 metrar að lengd, með vatni fyrir framan flötina. Ég hafði yfirslegið flötina með 5-tré í öll skiptin á undan og ákvað, úr því að þetta væri síðasta skiptið sem ég spilaði brautina, að slá hraustlega með 6-járni. Ég smellhitti boltann sem flaug hátt og beint á stöng. Boltinn skoppaði tvívegis á flötinni áður en hann fór niður í holuna,“ segir Steinþór. Ári síðar, 82 ára gamall, fór Steinþór svo holu í höggi á 7. braut Húsatóftavallar. Hann sló þá með sandjárni af rauðum teig. „Boltinn flaug hátt og lenti svo hægra megin á flötinni, skoppaði einu sinni og

rann svo í boga í holu og niður,“ sagði Steinþór kátur í bragði.

Oft slegið í stöngina Steinþór er með 19 í forgjöf og leikur vanalega á rauðum teigum á heimavellinum í Grindavík. Hann náði þeim magnaða árangri á síðasta ári að leika tvívegis undir aldri á Húsatóftavelli. Fyrst lék hann á 78 höggum í opnu móti eða fjórum höggum undir aldri og svo á 80 höggum síðasta haust. „Ég er oft búinn að slá í stöngina á þessum par-3 brautum. Ég er beinskeyttur af teig. Það hlaut að koma að því að ég færi aftur holu í höggi. Ég er frekar höggstuttur en hitti alltaf braut. Það er mikill kostur. Það væri draumur að fara holu í höggi þriðja árið í röð,“ sagði Steinþór Þorvaldsson að lokum. Kvót: „Maður heldur sér lifandi með því að spila golf. Við félagarnir höfum spilað yfir 300 daga á ári frá því að ég var sjötugur.“

Jón Júlíus Karlsson ritstjorn@golf.is


Bay Hill Club & Lodge og TPC Sawgrass 21. - 29. september 2015 Verð frá 365.000 kr. ásamt 34.000 vildarpunktum

Villaitana Spánn 8. - 17. október 2015 17. - 24. október 2015 Verð frá 209.900 kr.

www.icegolftravel.is


„Á aldrei að taka þrjár klukkustundir að leika níu holur“ Auka á leikhraða á Nesvelli til að mæta 100 kylfinga fjölgun í Nesklúbbnum - Skiptar skoðanir eru meðal félaga um þessa miklu fjölgun.

F l Nesklúbburinn hefur tekið inn 100 nýja félaga á fyrstu mánuðum ársins og verða þeir því 775 talsins á árinu 2015. Langur biðlisti hefur verið í klúbbinn á undanförnum árum og hafa kylfingar jafnvel beðið árum saman eftir inngöngu í klúbbinn. Ástæða fjölgunarinnar er meðal annars til að auka tekjur klúbbsins og mæta þannig kostnaðarsömum útgjöldum við endurnýjun á tækjakosti klúbbsins. Ekki ríkir full sátt meðal félaga Nesklúbbsins um þessa miklu fjölgun og er þar bent á að níu holu Nesvöllur nái ekki að sinna slíkum félagafjölda. Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri Nesklúbbsins, segir fjölgunina vera tilraunarinnar virði. 132

GOLF.IS - Golf á Íslandi Á aldrei að taka þrjár klukkustundir að leika níu holur

700 voru á biðlista „Miðað við reynslu síðustu ára getum við nýtt Nesvöllinn betur. Það var ekki einhugur meðal félaga með þessa tillögu en stjórn klúbbsins telur þetta tilraunarinnar virði,“ segir Haukur. Hann bendir á að ef illa tekst til muni félagafjöldi NK ganga til baka á næstu þremur árum og ekki teknir inn nýir félagar fyrir þá sem ganga úr klúbbnum. Haukur er þó bjartsýnn á að ekki þurfi að grípa til slíkra aðgerða. „Við vorum með um 700 manns á biðlista og þar eru einstaklingar sem hafa beðið allt frá árinu 2009. Flestir fögnuðu símtalinu en svo eru aðrir sem afþökkuðu, t.d. einstaklingar sem hafa hætt í golfi frá því að þeir skráðu

l o


*Admission April 2015. Price is subject to change

Laugarnar í Reykjavík

Fyrir líkammaa líka

og sál fyrir alla fjölskyl duna

í þí nu hv erfi

r. k 0 ir * 65Fullorðn kr. 0 14 Börn

Fr á m or gn i t il kvölds

Sími: 411 5000 • www.itr.is


sig á biðlistann. Það tók 200 símtöl að ná inn 100 kylfingum. Börn og unglingar eru hlutfallslega stærsti hópur nýrra kylfinga.“

„Ready golf“ á Nesvelli Til að mæta fjölgun í klúbbnum verður lagt kapp á að auka leikhraða á Nesvelli. Fleiri vallarverðir vera við störf á vellinum í sumar en síðastliðin ár og jafnframt verður lögð mikil áhersla á fræðslu um hvernig eigi að halda uppi leikhraða. „Leikhraði hefur verið stórt vandamál á Nesvellinum og það á aldrei að koma fyrir að það taki þrjár klukkustundir að leika níu holur. Þetta er Akkilesarhæll golfsins hér á landi og víðar,“ segir Haukur. Teigum á Nesvellinum verður fjölgað úr tveimur í þrjá. Forgjöf mun stjórna því á

hvaða teig kylfingar leika í stað kyns eða aldurs. „Ég held að það sé skemmtilegri upplifun fyrir forgjafarhærri kylfinga að leika á fremri teigum,“ segir Haukur og fleiri aðgerðir eru í pípunum til að bæta leikhraða. „Við ætlum fækka ráshópum og ræsa alltaf út á 10 mínútna fresti, útbúa fallreiti við hliðarvatnstorfærur ásamt fleiri aðgerðum og þannig freista þess að auka leikhraða. Fyrst og fremst ætlum við að skapa umræðu um „ready golf“ þannig að kylfingar séu tilbúnir þegar röðin kemur að þeim. Það geta allir bætt sig og einna helst afrekskylfingar. Framvegis verður „ready golf“ einkennismerki á Nesvelli.“

Í hnotskurn: ■■ Nesklúbburinn var stofnaður árið 1964 og fagnaði 50 ára starfsafmæli á síðasta ári. ■■ Félagar eru 775 talsins eftir að 100 kylfingar fengu inngöngu fyrr í vetur. ■■ Óánægja er með þessa miklu fjölgun hjá hluta félagsmanna NK sem telja Nesvöll ekki bera slíkan fjölda félagsmanna. ■■ Leikhraði verður aukinn til muna og verður „ready golf“ eitt af einkennismerkjum Nesvallar.

Við vorum með um 700 manns á biðlista og þar eru einstaklingar sem hafa beðið allt frá árinu 2009.

134

GOLF.IS - Golf á Íslandi Á aldrei að taka þrjár klukkustundir að leika níu holur

Tækjaflotinn rafvæddur Nesklúbburinn fagnaði 50 ára afmæli á síðasta ári og á afmælisárinu hlaut klúbburinn umhverfisvottun GEO - fyrstur golfklúbba hér á landi. Stefnt er að því að rafvæða vélaflota Nesklúbbsins á næstu árum. Fyrr í vetur gekk klúbburinn frá kaupum á tveimur nýjum sláttuvélum sem kosta um 12 milljónir króna. Önnur þeirra er knúin rafmagni. „Það samræmist vel umhverfis­ stefnu Nesklúbbsins að rafvæða tækjaflotann. Það var komin mikil þörf á endurnýjun hjá okkur þar sem viðhaldskostnaður var orðinn of mikill. Við höfðum vonast til að kaupa tvær rafmagnsvélar en önnur vélin gengur fyrir eldsneyti og var ekki fáanleg öðruvísi. Við stefnum að því að skipta þeirri vél út síðar þegar rafdrifin vél er fáanleg. Okkar reynsla af rafdrifnum vélum er mjög góð og þetta er það sem koma skal á golfvöllum Íslands og úti um allan heim,“ segir Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri Nesklúbbsins.


HORFÐU TIL HIMINS

Gleðilegt golfsumar

Ármúla 1 108 Reykjavík 575 2700 www.pixel.is


Reynir og Guðmundur útnefndir heiðursfélagar Leynis Reynir Þorsteinsson og Guðmundur Valdimarsson voru útnefndir heiðurs­ félagar Golfklúbbsins Leynis á 50 ára afmælisdegi klúbbsins þann 15. mars s.l. Þórður Emil Ólafsson formaður Leynis afhenti heiðursviðurkenningarnar, en Guðmundur Sigurbjörnsson tók við viðurkenningunni fyrir hönd afa síns. Í ræðu Þórðar kom m.a. fram að Reynir hefur lagt mikið á vogarskálarnar í starfi Leynis allt frá því hann gerðist félagi árið 1976. Hann var lengi formaður klúbbsins, sat í framkvæmdanefnd um stækkun vallarins í 18 holur, og var drifkraftur í barna- og unglingastarfi klúbbsins eftir að hann hætti stjórnarstörfum. Þórður sagði einnig frá því að Guðmundur hefur verið félagi í Leyni frá árinu 1979 og afrek hans í öldungakeppnum er athyglisverður. Guðmundur hefur m.a. fjórum sinnum fagnað Íslandsmeistaratitlum í sínum aldursflokki og hann er margreyndur landsliðsmaður. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akraness og Guðmundur Sigvaldason framkvæmda­ stjóri Leynis skrifuðu við þetta tilefni

136

GOLF.IS - Golf á Íslandi Reynir og Guðmundur útnefndir heiðursfélagar Leynis

undir framkvæmdasamning vegna Íslands­ mótsins í golfi. Akraneskaupstaður mun styrkja Leyni á ýmsum sviðum vegna Íslandsmótsins – og má þar nefna í kynningar­málum og atburðum sem á að tengja við stórmótið. Leynir fær einnig 2 milljónir kr. frá Akraneskaupstað til framkvæmda vegna mótsins.

Það stendur ýmislegt til á afmælisárinu hjá Leyni. Á meðal þeirra viðburða sem verða á dagskrá er afmælismót, sem verður væntanlega fyrsta mót tímabilsins fyrir klúbbmeðlimi. Veglegt afmælisblað verður gefið út í maí. Afmælismót fer fram fyrir samstarfsaðila klúbbsins, forsvarsmenn klúbba og styrktaraðila þegar líður á sumarið og Íslandsmótið í golfi er hápunkturinn á afmælisárinu.

Heiðursfélagar Leynis

Erla Karlsdóttir (á 40 ára afmæli GL)

Óðinn Geirdal (látinn – fyrsti heiðurfélagi GL 1977)

Þórður Emil Ólafsson (heiðursfélagi GL 1998)

Þorsteinn Þorvaldsson (á 20 ára afmæli GL)

Birgir Leifur Hafþórsson (heiðursfélagi GL 1998)

Elín Hannesdóttir (heiðursfélagi GL 1992)

Valdís Þóra Jónsdóttir (heiðursfélagi GL 2009)

Guðrún J. Geirdal (látin - heiðurs­félagi GL 1992)

Reynir Þorsteinsson (heiðursfélagi GL 2015)

Alfreð Viktorsson (á 40 ára afmæli GL)

Guðmundur Valdimarsson (heiðursfélagi GL 2015)


ÞARFTU AÐ GEYMA GAMLA GOLFSETTIÐ?

WWW.GEYMSLA24.IS

GEYMSLA24 | Skemmuvegi 4 | 200 Kópavogur


Dulúðlegur blær í Grafarholti

Það fór varla framhjá neinum að sólmyrkvi var á Íslandi þann 20. mars s.l. – almyrkvi. Ferill almyrkvans lá aðeins um 70 km austur af suðausturhluta Íslands. Í Færeyjum og á Svalbarða sást almyrkvi en á Íslandi sást verulegur deildarmyrkvi. Í Reykjavík huldi tunglið tæplega 98% sólar en 99,5% á Austurlandi. Þetta var seinasti almyrkvi á sólu sem sást frá Evrópu til 12. ágúst 2026 en ferill þess sólmyrkva liggur í gegnum Reykjavík. Það voru fáir á ferli á Grafarholtsvelli þegar þessar myndir voru teknar en starfsmenn GR voru spenntir að sjá almyrkvan eins og sjá má á þessum myndum og hið reisulega klúbbhús var sveipað dulúðlegum blæ.

138

GOLF.IS


Góðar minningar frá Leirdalsvelli Íslandsmótið í golfi fór fram á Leirdalsvelli á síðasta ári. Framkvæmd mótsins tókst vel og var glæsileg umgjörð hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sem fagnaði 20 ára afmæli sínu á síðasta ári. Þetta var í fyrsta sinn þar sem GKG var gestgjafi á Íslandsmótinu. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, fagnaði sínum sjötta Íslandsmeistaratitli á heimavelli og jafnaði þar með met Úlfars Jónssonar og Björgvins Þorsteinssonar. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR sigraði í annað sinn á ferlinum á Íslandsmótinu. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) og Birgir Leifur Hafþórsson (GKG) voru glöð með Íslandsmeistaratitlana Ólafía Þórunn Kristinsdóttir leyndi ekki gleði sinni þegar hún fagnaði titlinum með liðsfélögum sínum úr GR

Guðrún Brá Björgvins­dóttir lenti í erfiðri stöðu á 16.braut á Leirdalsvelli en leysti það vel eins og sjá á myndinni

Það voru fjölmargir áhorfendur sem fylgdust með loka­ráshóp­ unum á Íslandsmótinu í Leir­ dalnum. Hér gengur Birgir Leifur Hafþórsson fyrir miðri mynd upp 18. brautina. Miklar breytingar hafa orðið á þessu svæði frá því að þessi mynd var tekin. Klúbbhúsið er farið og flötin einnig – og ný íþrótta­miðstöð mun rísa á þessu svæði.

GOLF.IS

139


Aukinn sveigjanleiki í nýju aðgangskerfi Brautarholtsvöllur á Kjalarnesi í Reykjavík var opnaður sem níu holu völlur sumarið 2012 en ýmsar framkvæmdir standa yfir á vellinum. Gunnar Páll Pálsson, sem er í forsvari fyrir Golfklúbb Brautarholts, segir að unnið sé að stækkun vallarins í tólf holur og einnig hefur verið ákveðið að taka upp nýjung í aðildarformi á árinu 2015.

Þetta aðildarform (Pay and Play) hefur verið að ryðja sér til rúms erlendis og felst í heimild til að nota aðgangslykil fyrir fjölskyldumeðlimi og gesti. Hægt verður að velja 5, 10, 15 og 20 skipta aðgangslykil með aðgangi að forgjafarkerfi GSÍ. „Við viljum bregðast við óskum kylfinga um aukinn sveigjanleika. Þannig sköpum við vettvang fyrir þann stóra hóp sem spilar golf en er ekki skráður í hefðbundinn golfklúbb og þá sem hentar ekki að vera með hefðbundið aðildarform en vilja halda utan um forgjöf á golf.is. Við áformum að bjóða upp á mismunandi lykla sem henta þörfum hvers og eins s.s. starfsmanna

golfklúbba, fyrir þá sem vilja spila fyrir hádegi eða bara um helgar. „Pay and Play“ aðgangslykillinn er liður í því og hefur náð vinsældum erlendis. Áfram verður samhliða boðið upp á fulla aðild með sambærilegum hætti og síðustu ár. „Pay and Play“ er nýr valmöguleiki sem við höfum trú á,“ segir Gunnar Páll.

Brautarholt ætlar einnig að taka upp aðgangslykla fyrir golfhópa og fyrirtæki þar sem t.d. 20 manna golfhópur getur keypt aðgang fyrir hópinn í nokkur skipti og gert Brautarholt að vinavelli golfhópsins. Búið er að móta og sá í þrjár nýjar brautir á Brautarholtsvelli. Ein flöt er fullkláruð en sáð verður í tvær flatir í byrjun næsta vors. Áætlað er að hægt verði að leika á þessum brautum haustið 2016 og verður Brautarholtsvöllur þá 12 holur. Gunnar segir að langtímamarkmið Golf­ klúbbs Brautarholts sé að Brautarholts­völlur verði fullgildur keppnisvöllur fyrir stórmót. „Á meðan við erum 9 holur þarf það að bíða. Við höfum verið að fikra okkur áfram hvað mótahaldið varðar og svo verður áfram. Sveitakeppni GSÍ í 5. deild karla verður haldin á Brautarholtsvelli í sumar“. Í nýja „Pay and Play“ aðgangslykla­kerfinu er boðið er upp á eftirtalda valmöguleika: 5 skipta aðgangslykill á kr. 22.000,10 skipta aðgangslykill á kr. 40.000,15 skipta aðgangslykill á kr. 56.000,Ef óskað er eftir aðgangi að forgjafarkerfi GSÍ greiðast til viðbótar kr. 5.000,- fyrir hverja skráningu. Hægt er að uppfæra aðgangslykilinn þegar líða fer á tímabilið.

140

GOLF.IS - Golf á Íslandi Aukinn sveigjanleiki í nýju aðgangskerfi


ÁRNASYNIR

Glæsileg Footjoy deild hefur opnaÐ

í útilífi smáralind Vandaður golffatnaður á karla, konur og börn

GLÆSIBÆ

KRINGLUNNI

SMÁRALIND


Stöðugleiki og jafnvægi – markvissar æfingar hjá Gísla fækkuðu röngum hreyfingum

Gísli bætist við góðan hóp úr afreks­íþróttum á Íslandi sem æfir undir handleiðslu Gauta. Á meðal þeirra sem hafa farið í gegnum slíkt eru Gylfi Þór Sigurðsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Björgvin Sigurbergsson, Ólöf María Jónsóttir, Ólafur Loftsson, Guðmundur Benediktsson og Birgir Leifur Hafþórsson.

142

GOLF.IS - Golf á Íslandi Stöðugleiki og jafnvægi


Fáðu nákvæma skoðun og sérgerð innlegg í golfskóna á aðeins 15 mínútum Eftir Footbalance tölvugreiningu eru innleggin hituð í þar til gerðum ofni og sérmótuð fyrir þínar fætur. Með Footbalance innleggjum færð þú stuðning undir hælinn, iljarbogann og tábergið. Þar sem fæturnir er undirstaðalíkamans er mikilvægt að þeir séu með stuðning á réttum stöðum, skekkjur í hælum/ökklum geta leitt til verkja upp í leggi, hné, mjaðmir og bak. Footbalance getur hjálpað mörgum sem eru með stoðkerfisvandamál og einnig geta þau fyrirbyggt stoðkerfis vandamál. Footbalance innleggin eru fyrirferðalítil, sterk og þægileg. Footbalance fyrirtækið er Finnskt tæknifyrirtæki sem var stofnað með það að markmiði að betrumbæta fótaheilsu fólks á einfaldan hátt og fyrir sanngjarnt verð.

Footbalance innleggin eru frábær í golfskó og flesta aðra æfingaskó

Brooks hlaupaskór Komdu til okkar og þú færð að vita hvort þú þarft hlutlausa skó eða styrkta. Ef þú ert að vinna á fótunum á hörðu gólfi eru öflugir hlaupaskór bestu skór sem þú getur verið í (já við teljum alla aðra skó með). Komdu og við hjálpum þér að velja skó sem henta þínu fótlagi og niðurstigi. Skórnir eru undirstaða og skipta alltaf verulegu máli.

www.gongugreining.is Tímapantanir í síma 55 77 100 Eins og fætur toga • Bæjarlind 4 • 201 Kópavogur


Gauti Grétarsson er einn reyndasti sjúkraþjálfari landsins en hann hefur unnið með mörgum af bestu íþróttamönnum Íslands. Gauti hefur á undanförnum árum leiðbeint afrekskylfingum, sem og öðrum kylfingum, í Sjúkraþjálfun Reykjavíkur. Þar leggur Gauti aðaláherslu á að bæta stöðugleika, jafnvægi og vöðvakraft – og fækka röngum hreyfingum sem orsaka óæskilegt boltaflug hjá kylfingum.

Gísli Sveinbergsson, landsliðsmaður úr Keili, er einn af mörgum afreks­ kylfingum sem hafa æft af krafti hjá Gauta í vetur. Í samtali við Golf á Íslandi sagði Gísli að hann hafi tekið miklum framförum og ekki hafi verið vanþörf á að bæta líkamlegt ástand hans á þessu sviði. „Ég er mun stöðugri sem kylfingur og finn mikinn mun á mér. Það er samt sem áður verk að vinna og ég þarf að leggja miklu meira á mig til þess að ná markmiðunum,” sagði Gísli. „Æfingarnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar – og í raun þarf ég að slá færri golfbolta á æfingum þar sem ég fæ oft á tíðum meira út úr þessum æfingum en að slá golfbolta. Ég næ mun fleiri 100% höggum

úti á velli eftir að ég fór að æfa hjá Gauta,” bætti hann við en Gísli æfði um tíma allt að fjórum sinnum í viku í Sjúkraþjálfun Reykjavíkur í vetur. Gauti notar m.a. greiningartækin K – vest og Kine live við golfgreiningar. K – vest er þrívíddargreinir og með Kine eru rafeinda­ mælitæki fest á líkama kylfingsins.

K vinkill er munurinn á snúningi á mjöðm og öxlum. Ef þessi vinkill er lítill verður höggstyrkur minni þar sem teygjan sem líkaminn myndar í högginu er takmörkuð. Þetta orsakar minni högglengd og í raun er verið að sóa krafti í stað þess að byggja upp kraft til að slá boltann lengra.

„Með þeim hætti er hægt að sjá tímaröð hreyfinga í baki, mjöðmum og höndum þegar golfhögg er slegið. Mælingin er gerð með hreyfinemum sem settir eru á bak, mjaðmir og hendi og sýna afstöðu á milli þessara líkamshluta í golfsveiflunni. Nemarnir sýna einnig hraðann sem þessir líkamshlutar ná á hverjum tíma þegar höggið er slegið. Mikilvægt er að krafturinn og hraðinn í golfsveiflunni sé mestur á þeim tíma sem kylfuhausinn hittir golfboltann,” segir Gauti. Mælingar sem hægt er að gera á kylfingum hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur eru; Kin Com, Kine, K-vest háhraðamælingar, Flywheel bremsumælingar, Metronome taktmælingar, hopp- og lendingarmælingar, hnébeygjugreiningar, veikleikagreiningar, golfsveiflu­hreyfigreiningar og jafnvægis­ mælingar.

Golf-Grip æfingatæki Að taka rétt grip er einn mikilvægasti þátturinn í að ná árangri í golfi. Að nota Golf-Grip æfingatækið er ótrúlega einföld og árangursrík aðferð við að læra að taka rétt grip. Ekki áfast við eina kylfu heldur hægt að færa milli kylfa. Komið, prufið og sannfærist.

144

GOLF.IS - Golf á Íslandi Stöðugleiki og jafnvægi


Matur og Golf 2015

Hóptilboð fyrir 10-60 manns Golfklubbur Selfoss ætlar að bjóða upp á frábært tilboð fyrir hópa í sumar. Tilvalið fyrir saumaklúbba, ættarmót, vinahópa, fyrirtæki o.fl. Innifalið í hóptilboði: 18. holur Fríir æfingaboltar á æfingarsvæðið. Samloka og gos við komu á staðinn. Lambalæri með öllu tilheyrandi. 5.900 kr. á mann. VELKOMINN Á SVARFHÓLSVÖLL SELFOSSI. Um að gera að panta þína dagsetningu sem fyrst! Upplýsingar í síma 482-3335 eða gosgolf@gosgolf.is


Þétt og fjölbreytt keppnisdagskrá

– Öldungamótaröð LEK vex og dafnar

Mótaskrá LEK 2015 Maí

Mót

Völlur

Umsjón

Fyrirkomulag

16.

Öldungamótaröðin 1

Strandarvöllur

GHR

Punktakeppni

23.

Öldungamótaröðin 2

Hólmsvöllur í Leiru

GS

Punktakeppni

24.

Öldungamótaröðin 3

Húsatóftavöllur

GG

Punktakeppni

30.

Ping mótið/ Öldungamótaröðin 4

Hvaleyrarvöllur

GK

Punktakeppni

6.

Öldungamótaröðin 5

Garðavöllur

GL

Punktakeppni

13.

Öldungamótaröðin 6

Þorláksvöllur

Punktakeppni

28.6.3.7.

Evrópumót 70 ára og eldri

Knuds Golfklub, Nyborg

Danmörk

Punktakeppni

Íslandsmót eldri kylfinga (7)

Vestmanna­ eyjavöllur

GV

Höggleikur

9.

Parakeppni

Hamarsvöllur

GB

Betri bolti

9.-14.

Evrópumót 55 ára og eldri

Grand Ducal/ Kikuoka

Luxemburg

Höggleikur

14.-16.

Sveitakeppni eldri kylfinga kvenna

Þverárvöllur

GÞH

Holukeppni

21.-23.

Sveitakeppni eldri kylfinga karla

Öndverðarn/ Kirkjubólsv.

GÖ/GSG

Holukeppni

1.-5.

Evrópumót liða eldri kvenna

National Golf Resort

Litháen

Höggleikur/ holukeppni

14.

Öldungamótaröðin 8

Grafarholtsvöllur

GR

Punktakeppni

Júní

Júlí Starfsemi LEK hefur farið vaxandi með árunum og sömuleiðis þátttaka í mótum á vegum þess. Ævintýraleg fjölgun hefur orðið á eldri kylfingum frá stofnun LEK árið 1985. Stofnárið munu hafa verið um 200 eldri kylfingar í öllum golfklúbbum landsins og er þá átt við karla 55 ára og eldri og konur 50 ára og eldri, en í dag er talan á sjöunda þúsund. Öldungamótaröðin var á laggirnar í fyrra­ sumar, þar sem hinn „almenni” kylfingur var settur í forgang. Á þessari mótaröð geta allir tekið þátt – og er keppnis­fyrir­komulagið höggleikur og stigaútreikningurinn er með sama sniði og á Eimskipsmótaröðinni. Íslandsmótið fer fram í Vestmannaeyjum 16.–18. júlí en alls verða mótin á Öldunga­ mótaröðinni átta að tölu.

146

GOLF.IS - Golf á Íslandi Þétt og fjölbreytt keppnisdagskrá

16.-18. Ágúst

September

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - A c t a v i s 4 1 4 0 8 2

Mótaskrá Landssamtaka eldri kylfinga, LEK, er þétt og fjölbreytt að vanda en samtökin fagna 30 ára afmæli á árinu. Samtökin voru stofnuð í Borgarnesi að frumkvæði Sveins Snorrasonar lögfræðings og fyrrum forseta GSÍ að afloknu landsmóti eldri kylfinga sumarið 1985.


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - A c t a v i s 4 1 4 0 8 2

Ertu með ofnæmi?

Lóritín®

NÝJU GOLFVÖRURNAR ERU KOMNAR Í VERSLANIR OKKAR

– Kröftugt ofnæmislyf án lyfseðils Þekkir þú helstu einkenni ofnæmiskvefs? · · · ·

Kláði í augum og nefi Síendurteknir hnerrar Nefrennsli/stíflað nef Rauð, fljótandi augu

Einkennin geta líkst venjulegu kvefi og margir þjást af „kvefi” á hverju sumri áður en þeir átta sig á að um ofnæmiskvef er að ræða. Lóritín er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga.

Notkun: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadín 10 mg og er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga. Skömmtun: Fullorðnir og börn yfir 12 ára aldri: 1 tafla á dag. Börn 2-12 ára: Með líkamsþyngd meiri en 30 kg: 1 tafla (10 mg) á dag. Börn með líkamsþyngd undir 30 kg: 1/2 tafla (5 mg) á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára. Töfluna má taka hvenær sem er, án tillits til matmálstíma. Hefja ætti meðferð hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi með minni skammti. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða hjálparefnum. Varúðarreglur: Gæta skal varúðar ef Lóritín er gefið sjúklingum með mikið skerta lifrarstarfsemi. Lyfið inniheldur laktósa. Langvarandi notkun getur leitt til aukinnar hættu á tannskemmdum vegna munnþurrks. Notkun Lóritíns á meðgöngu og við brjóstagjöf er ekki ráðlögð. Í einstaka tilfellum finnur fólk fyrir syfju sem getur haft áhrif á hæfni þeirra til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Lóritín þolist almennt vel en algengustu aukaverkanirnar hjá börnum á aldrinum 2-12 ára eru höfuðverkur, taugaveiklun og þreyta. Algengustu aukaverkanirnar hjá 12 ára og eldri eru svefnhöfgi, höfuðverkur, aukin matarlyst og svefnleysi. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Texti síðast endurskoðaður í mars 2013.

ZO•ON Kringlan ZO•ON Factory Store, Nýbýlavegi 6 www.zo-on.is


4 1. TBL. 2015

01. TBL. 2015

eimskip siglir með golfstraumnum

GOLF.IS

Eimskip hefur í gegnum árin lagt áherslu á að taka þátt í uppbyggingu á forvarnar- og unglingastarfi og ekki síst í golfi enda hefur golf sannað sig sem frábær fjölskylduíþrótt sem brúar kynslóðabilið. Eimskip hefur verið dyggur bakhjarl Golfsambands Íslands um árabil og staðið að Eimskipsmótaröðinni með sambandinu. Eimskip óskar kylfingum á öllum aldri ánægjulegra stunda í sumar.

Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is

- hlakka til að hella mér á kaf í golfið eftir að ferlinum lýkur

PI PA R \T B WA / SÍ A

GOLF Á ÍSLANDI

Íþróttamaður ársins elskar golfíþróttina

PGA golfkennsla: Grunnatriðin skipta öllu máli

Það þarf að taka til hendinni í Grafarholti

Aðeins fimm konur eru formenn í golfklúbbum


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.