Golf á Íslandi - 1. tbl. 2020

Page 118

Ný golfakademía í Fjölbrautaskóla Suðurlands

Golfklúbbur Selfoss og Fjölbrautaskóli Suðurlands hafa gert með sér samkomulag um að stofna afreksbraut eða golfakademíu. Golf­íþróttin mun því bætast við sem valkostur fyrir nemendur í íþróttaakademíu FSu. Þar með eru tveir framhaldsskólar á landinu sem bjóða upp á golf sem valkost á afreksbraut fyrir íþróttafólk. Borgarholtsskóli í Grafarvogi í Reykjavík hefur boðið upp á slíkt nám í nokkur ár.

118

golf.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.