Ársskýrsla GSÍ 2016

Page 1

ÁRSSKÝRSLA 2016 Formannafundur á Selfossi 12. nóvember


Ársskýrsla 2016

Fjöldi kylfinga í klúbbum Nr.

Klúbbur

15 ára og yngri

16 ára og eldri

2016

Aukafélagar

2015

1.

Golfklúbbur Reykjavíkur

125

2.852

2.977

163

2.820

2.

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar

528

1.572

2.100

93

2.035

3.

Golfklúbburinn Keilir

147

1.185

1.332

42

1.321

4.

Golfklúbburinn Oddur

5.

Golfklúbbur Mosfellsbæjar

6.

62

1.141

1.203

84

1.169

106

975

1.081

76

1.051

Nesklúbburinn

33

645

678

63

651

7.

Golfklúbbur Akureyrar

56

620

676

63

708

8.

Golfklúbbur Suðurnesja

63

480

543

20

459

9.

Golfklúbburinn Setberg

1

440

441

41

466

10.

Golfklúbbur Vestmannaeyja

70

366

436

9

409

11.

Golfklúbburinn Leynir

77

342

419

9

407

12.

Golfklúbbur Selfoss

31

354

385

92

374

13.

Golfklúbbur Öndverðarness

19

317

336

154

310

14.

Golfklúbbur Þorlákshafnar

19

272

291

23

295

15.

Golfklúbbur Ásatúns

252

252

11

274

16.

Golfklúbbur Grindavíkur

24

183

207

7

185

17.

Golfklúbburinn Kiðjaberg

16

191

207

118

222

18.

Golfklúbbur Vatnsleysustrandar

26

161

187

8

149

19.

Golfklúbbur Álftaness

10

168

178

22

143

20.

Golfklúbburinn Flúðir

6

172

178

80

170

21.

Golfklúbbur Hveragerðis

2

173

175

15

189

22.

Golfklúbbur Ísafjarðar

15

137

152

3

173

23.

Golfklúbbur Borgarness

10

141

151

14

146

24.

Golfklúbbur Sauðárkróks

23

110

133

2

123

25.

Golfklúbburinn Vestarr

1

130

131

4

128

26.

Golfklúbburinn Úthlíð

118

118

35

106

27.

Golfklúbbur Húsavíkur

3

107

110

1

105

28.

Golfklúbbur Sandgerðis

2

102

104

18

120

29.

Golfklúbburinn Mostri

18

85

103

14

103

30.

Golfklúbbur Hellu

12

88

100

16

90

31.

Golfklúbbur Fjallabyggðar

16

83

99

7

93

32.

Golfklúbbur Hornafjarðar

2

89

91

3

88

33.

Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs

23

60

83

26

86

34.

Golfklúbburinn Hamar

22

61

83

5

98

35.

Golfklúbburinn Dalbúi

1

80

81

73

78

36.

Golfklúbbur Bolungarvíkur

29

47

76

5

80

37.

Golfklúbbur Fjarðarbyggðar

18

57

75

1

62

38.

Golfklúbbur Norðfjarðar

7

63

70

2

85

39.

Golfklúbbur Seyðisfjarðar

1

62

63

19

60

40.

Golfklúbburinn Gláma

1

49

50

4

50

41.

Golfklúbburinn Geysir

12

33

45

5

39

42.

Golfklúbburinn Glanni

1

43

44

18

39

43.

Golfklúbburinn Þverá Hellishólum

44

44

8

48

44.

Golfklúbbur Siglufjarðar

41

42

6

61

45.

Golfklúbbur Skagastrandar

41

41

8

40

46.

Golfklúbburinn Jökull

41

41

2

76

47.

Golfklúbbur Bíldudals

36

36

3

35

48.

Golfklúbburinn Tuddi

18

35

6

36

49.

Golfklúbburinn Ós

33

33

0

35

50.

Golfklúbbur Byggðarholts

32

32

51.

Golfklúbburinn Vík

31

31

12

33

52.

Golfklúbburinn Hvammur Grenivík

4

26

30

2

30

53.

Golfklúbbur Patreksfjarðar

1

28

29

1

29

54.

Golfklúbbur Vopnafjarðar

27

27

5

27

55.

Golfklúbburinn Lundur

27

27

17

56

56.

Golfklúbbur Brautarholts

24

25

17

30

57.

Golfklúbbur Hólmavíkur

24

24

2

22

58.

Golfklúbburinn Skrifla

22

22

6

19

59.

Golfklúbbur Mývatnssveitar

19

20

3

20

60.

Golfklúbburinn Gljúfri

14

14

3

13

61.

Golfklúbbur Staðarsveitar

13

13

1

21

62.

Golfklúbburinn Húsafelli Samtals

2

1

17

1

1

1.663

35

13

13

8

12

15.160

16.823

1.578

16.437

Breyting 157 65 11 34 30 27 -32 84 -25 27 12 11 26 -4 -22 22 -15 38 35 8 -14 -21 5 10 3 12 5 -16 0 10 6 3 -3 -15 3 -4 13 -15 3 0 6 5 -4 -19 1 -35 1 -1 -2 -3 -2 0 0 0 -29 -5 2 3 0 1 -8 1 386

% 6% 3% 1% 3% 3% 4% -5% 18% -5% 7% 3% 3% 8% -1% -8% 12% -7% 26% 24% 5% -7% -12% 3% 8% 2% 11% 5% -13% 0% 11% 6% 3% -3% -15% 4% -5% 21% -18% 5% 0% 15% 13% -8% -31% 3% -46% 3% -3% -6% -9% -6% 0% 0% 0% -52% -17% 9% 16% 0% 8% -38% 8% 2%


ÁRSSKÝRSLA 2016

Nokkrar lykiltölur golfhreyfingarinnar á Íslandi Karlkylfingar eru

Kvenkylfingar eru

69% af heildinni þar sem meðalaldur er 47 ár og meðalforgjöf 24.4

31% af heildinni þar sem meðalaldur er 52 ár og meðalforgjöf 34.5

Fjöldi kylfinga í klúbbum er tæplega 17.000 en samkvæmt skoðannakönnun er áætlað að

58.000

Íslendingar slái golfbolta á ári hverju

70% allra kylfinga á landinu er með forgjöf 18.5 eða hærri.

Börn og unglingar 18 ára og yngri eru 13% af heildinni

Um 1.550 golfmót eru haldin af 62 golfklúbbbum á hverju ári

Hlutverk Golfsambandsins er að... ...vinna að framgangi golfíþróttarinnar og útbreiðslu hennar á Íslandi.

...halda Íslandsmót í höggleik, holukeppni og golfklúbba fyrir alla aldursflokka.

...reka öfluga afreksstefnu og styðja klúbbana við þjálfun og uppbyggingu afrekskylfinga.

...vera ráðgefandi þegar kemur að uppsetningu valla fyrir mót og almenna golfvallarumhirðu og styðja SÍGÍ sem eru samtök golfvallastarfsmanna.

...gefa út tímaritið Golf á Íslandi og annað fræðsluefni. ...reka og halda utan um tölvukerfi hreyfingarinnar, www.golf.is.

...annast erlend samskipti og styðja við afreksmenn og senda þá á alþjóðleg mót. ...styðja áhugamenn á leið þeirra til atvinnumennsku.

...kynna golf í skólum, fjölmiðlum og annars staðar þar sem því verður við komið. ...vera ráðgefandi þegar stofnaður er golfklúbbur eða byggður er golfvöllur.

...skipuleggja alþjóðlega viðburði sem haldnir eru hér á landi. ...styðja samtökin "Golf Iceland" sem leggja áherslu á fjölgun ferðamanna í golfi.

...veita allar helstu uplýsingar um tölfræði golfsins. . . . þ ý ð a o g s t a ð f æ r a f o r g j a f a r, - m ó t a - o g keppendareglur ásamt golfreglum í samræmi við reglur R&A og EGA. ...sjá um að allir golfvellir landsins séu metnir samkvæmt vallarmatskerfi USGA og EGA.

...berjast gegn notkun hvers kyns lyfja, efna og aðferða sem bönnuð eru af IOC eða alþjóðlegum sérsamböndum. ...tryggja drengilega keppni og berjast gegn hvers kyns mismunun í golfíþróttinni.

...halda héraðs- og landsdómaranámskeið.

...annast samstarf um málefni golfklúbba við sveitarfélög og aðra innlenda hagsmunaaðila.

...bjóða upp á miðlægt tölvukerfi fyrir golfklúbba og hinn almenna kylfing.

...bæta ímynd golfíþróttarinnar gagnvart almenningi og efla samstarf við klúbbana.

...stuðla að mótahaldi um land allt og bjóða upp á mótaröð fyrir alla aldurshópa.

...samræma leikreglur og reglur um forgjöf.

3


Ársskýrsla 2016

Stjórn Golfsambands Íslands 2015-2017 Stjórn golfsambandsins er skipuð sjö einstaklingum í sjálfboðaliðastarfi. Stjórn og forseti eru kosin til tveggja ára í senn á golfþingi. Einnig eru þrír einstaklingar kosnir í varastjórn. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum og skipar í nefndir.

Haukur Örn Birgisson

Eggert Ágúst Sverrisson

Kristín Guðmundsdóttir

Hansína Þorkelsdóttir

Bergsteinn Hjörleifsson

Jón Júlíus Karlsson

Forseti

Varaforseti

Gjaldkeri

Ritari

Meðstjórnandi

Meðstjórnandi

Helgi Anton Eiríksson

Gunnar Gunnarsson

Theódór Kristjánsson

Rósa Jónsdóttir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Meðstjórnandi

Meðstjórnandi

Meðstjórnandi

Meðstjórnandi

Meðstjórnandi

Starfsmenn Golfsambands Íslands

Brynjar Eldon Geirsson

Stefán Garðarsson

Sigurður Elvar Þórólfsson

Framkvæmdarstjóri

Markaðsstjóri

Útbreiðslustjóri

Skrifstofustjóri

GSM sími: 620-3000

GSM sími: 663-4656

GSM sími: 864-1865

GSM sími: 894-0933

brynjar@golf.is

stebbi@golf.is

seth@golf.is

arnar@golf.is

Andrea Ásgrímsdóttir

Úlfar Jónsson

Birgir Leifur Hafþórsson

Mótastjóri

Landsliðsþjálfari

Aðstoðarþjálfari

GSM sími: 615-9515

GSM sími: 862-9204

GSM sími: 663-3500

andrea@golf.is

ulfar@golf.is

biggigolf@gmail.com

4

Arnar Geirsson


ÁRSSKÝRSLA 2016

Skýrsla stjórnar Kæru félagar. Þar sem einu besta golfsumri í nokkur ár er nú að ljúka er rétt að líta yfir farinn veg og rifja upp það helsta í starfi Golfsambands Íslands. Stjórn og starfsfólk Stjórn Golfsambands Íslands var þannig skipuð starfsárin 2015-2016: Forseti: Haukur Örn Birgisson GO Aðalstjórn: Eggert Á. Sverrisson GR, varaforseti og formaður fræðslunefndar. Kristín Guðmundsdóttir GÖ, gjaldkeri og formaður fjárhagsnefndar Hansína Þorkelsdóttir GKG, ritari Bergsteinn Hjörleifsson GK, formaður útgáfunefndar Jón Júlíus Karlsson GG, formaður mótanefndar Helgi Anton Eiríksson GSE, formaður afreksnefndar Gunnar Gunnarsson GV, formaður laganefndar Theódór Kristjánsson GM Rósa Jónsdóttir GFB Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir GK Þær breytingar voru gerðar á lögum sambandsins á síðasta golfþingi að stjórnarmönnum var fjölgað um einn og nú eru allir stjórnarmenn aðalmenn í stjórn, í stað þriggja varamanna áður. Stjórnin hefur haldið 12 fundi á árinu og hafa þeir allir verið vel sóttir af stjórnarmönnum, sem allir hafa tekið virkan þátt í stjórnarstörfum á árinu. Stjórn hefur haldið áfram uppteknum hætti og birtir allar fundargerðir stjórnarfunda á heimasíðu sambandsins, www.golf. is. Það er m.a. gert í þeirri viðleitni að opna betur sambandið og gera öllum kleift að fylgjast með störfum þess. Tvær megin breytingar voru gerðar á skrifstofu sambandsins á árinu. Í fyrsta lagi þá lét Hörður Þorsteinsson af starfi framkvæmdastjóra í upphafi árs eftir 16 ára starf. Starf framkvæmdastjóra var auglýst og voru umsækjendur tæplega 60 talsins. Að loknu ráðningarferli, sem var í umsjón Hagvangs, var stjórn sambandsins einróma í afstöðu sinni til að ráða Brynjar Geirsson í starfið og hóf hann störf þann 1. mars. Í öðru lagi réði golfsambandið sérstakan mótsstjóra sambandsins og varð Andrea Ásgrímsdóttir PGA kennari fyrir valinu en hún hóf störf í maí. Andrea starfar jafnframt sem framkvæmdastjóri PGA á Íslandi, ásamt því að vera skólastjóri PGA golfkennaraskólans. Aðrir starfsmenn sambandsins voru þeir Arnar Geirsson, kerfis- og skrifstofustjóri, Stefán Garðarsson, markaðs- og kynningarstjóri og Sigurður Elvar Þórólfsson, útbreiðslustjóri. Úlfar Jónsson gegndi starfi landsliðsþjálfara líkt og undanfarin ár og naut liðsinnis Birgis Leifs Hafþórssonar, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Þá voru ýmsir aðrir sem komu að landsliðsverkefnum

á tímabilinu. Úlfar Jónsson sagði starfi sínu lausu á haustmánuðum og stendur nú yfir leit að nýjum landsliðsþjálfara en áætlað er að viðkomandi hefji störf í upphafi næsta árs. Afreksstarf golfsambandsins hefur tekið miklum framförum í starfstíð Úlfars og eru Úlfari þökkuð frábær störf á undanförnum árum. Samhliða komu nýrra starfsmanna voru gerðar þó nokkrar breytingar á skrifstofurými sambandsins í íþróttamiðstöðinni Laugardal. Markmiðið með breytingunum er að búa til heimili fyrir golfhreyfinguna á Íslandi en PGA samtökin, LEK, Golf Iceland ásamt golfvallahönnuðinum Edwin Rögnvaldssyni hafa nú aðstöðu á skrifstofu sambandsins. Þá býðst öðrum aðilum innan hreyfingarinnar að nýta sér aðstöðuna til fundarhalda. Samskipti innan hreyfingarinnar Stjórn sambandsins hélt uppteknum hætti og heimsótti golfklúbba víðsvegar um landið á árinu. Þessir samráðsfundir með forsvarsmönnum klúbbanna hafa tekist vel og eru mikilvægur liður í góðum samskiptum innan hreyfingarinnar. Þá setti nýr framkvæmdastjóri það einnig á oddinn að heimsækja kollega sína í golfklúbbum landsins. Á vormánuðum stóð golfsambandið fyrir opinni fundarröð með forsvarsmönnum golfklúbba og fóru aðallega fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Á fundunum héldu starfsmenn sambandsins erindi fyrir fundarmenn auk þess sem góðar umræður sköpuðust í lok hvers fundar. Til samræmis við breytingar innan EGA á aldursmörkum eldri kylfinga var reglugerðum GSÍ varðandi eldri kylfinga breytt. Nú teljast allir kylfingar 50 ára og eldi til eldri kylfinga og hafa þátttökurétt í slíkum mótum á vegum sambandsins. Samhliða þessum breytingum gerðu Landsamtök eldri kylfinga (LEK) viðeigandi breytingar. Ánægjulegt er að segja frá því að samstarf milli LEK og GSÍ hefur aukist jafnt og þétt undanfarin misseri en bæði samtök stefna að enn meira samstarfi á komandi ári. Kylfingar eldri en 50 ára eru orðnir meirihluti hreyfingarinnar og því mikilvægt að hlúa vel að þessum iðkendum. Stórafmæli Á þessu ári fögnuðu nokkrir golfklúbbar stórafmælum og eru hamingjuóskir til eftirfarandi klúbba áréttaðar. Golfklúbbur Hornafjarðar 45 ára Golfklúbbur Selfoss 45 ára Golfklúbbur Grindavíkur 35 ára Golfklúbbur Sandgerðis 30 ára Golfklúbbur Vatnsleysustrandar 25 ára Golfklúbburinn Gláma 25 ára Golfklúbbur Húsafells 20 ára Golfklúbburinn Glanni 10 ára Golfklúbburinn Geysi 10 ára

5


Ársskýrsla 2015

Skýrsla stjórnar Útgáfu- og fræðslumál Tímaritið Golf á Íslandi kom út sex sinnum á árinu. Tvær nýjungar voru gerðar á útgáfunni í ár. Í fyrsta lagi var tölublaðið, sem kom út fyrir Íslandsmótið, gefið út á dagblaðsformi og því dreift á 90 þúsund heimili í landinu. Var það gert í þeirri viðleitni að stækka verulega lesendahópinn og ná þannig til fólks sem ekki er skráð í golfklúbba. Blaðið hlaut mikla athygli og var útgáfunefnd ánægð með afraksturinn. Samkvæmt könnunum eru lestur blaðsins mikill en um 45 þúsund lesendur lesa blaðið reglulega. Ritstjórn blaðsins hefur meðvitað fært meiri fókus á hinn almenna kylfing og hafa efnistök í blaðinu tekið breytingum í þá veru, vonandi flestum til ánægju. Í öðru lagi þá hóf sambandið rafræna útgáfu á nýju fréttabréfi sambandsins. Í stefnu golfhreyfingarinnar, sem samþykkt var á Golfþingi árið 2013, var ákveðið að róa á ný mið rafrænnar útgáfu fyrir miðla sambandsins. Upphaflega hugmyndin var að gefa út nokkur rafræn fréttabréf með fréttum úr starfi sambandsins, ætluðum hinum almenna kylfingi, en útgáfan þótti takast vel að fréttabréfin verða um 32 talsins á árinu. Allir félagsmenn með skráð netfang fá fréttabréfið sent til sín. Samhliða rafrænni útgáfu var heimasíðu sambandsins, golf.is, breytt á þann veg að nú þjónar hún auknu fréttahlutverki, ásamt því að allt það helsta úr starfi hreyfingarinnar er sett inn á Facebook síðu sambandsins. Golfsambandið stendur því fyrir lifandi fréttaflutningi í mun meiri mæli en áður sem nær til fleiri lesenda en þess má geta að heimsóknir á golf.is voru samtals 1,7 milljónir á liðnu ári. Golfsambandið hefur látið hanna sérstakt rástíma- og skorkortaforrit fyrir snjallsíma (app). Forritið er að mestu tilbúið og verður prufukeyrt í vetur með það fyrir augum að vera sett í loftið fyrir næsta golftímabil. Á síðasta Golfþingi var samþykkt að skipa sérstaka starfsnefnd sem hefði það hlutverk að fara yfir tölvukerfi sambandsins og skila skýrslu um heildarendurskoðun á tölvukerfum sambandsins. Nefndina skipa þeir Bergsteinn Hjörleifsson, Arnar Geirsson, Guðmundur Óskarsson og Guðmundur Daníelsson. Nefndin hefur starfað allt árið og mun skila skýrslu sinni á þessum formannafundi. Líkt og undanfarin ár gerði golfsambandið samning við RÚV um beina útsendingu frá Íslandsmótinu í golfi auk framleiðslu og sýningu vikulegra þátta um golf. Samningur var gerður til tveggja ára og gildir því út árið 2017. Var þetta gert til að tryggja ákveðinn stöðugleika fyrir samstarfsaðila sambandsins og auka möguleika á því að semja við þá til lengri tíma eins árs í senn. Býður það upp á meiri stöðugleika í fjáröflun sambandsins.

6

Golfþættir RÚV voru í umsjón Hlyns Sigurðssonar þar sem spjótum var fyrst og fremst beint að hinum almenna kylfingi. Íslensku afreksgolfi voru svo gerð skil í íþróttafréttaþáttum sjónvarpsins. Beina útsendingin frá Íslandsmótinu þótti heppnast afar vel og voru flestir sammála um að útsendingin hafi orðið betri með hverju árinu. Samkvæmt mælingum horfa 35 þúsund manns á beinu útsendinguna eða 56% allra sjónvarpsáhorfenda þessa helgi. Það er því óhætt að fullyrða að íslensku afreksgolfi hafi verið komið vel til skila með útsendingunni og að það hafi falið í sér góða auglýsingu fyrir íþróttina. Gripið var til þeirrar nýbreytni árið 2015 að sýna beint frá leik á lokaholu Íslandsmóts unglinga sem þá fór fram á Korpúlfsstaðarvelli. Þótti það takast einstaklega vel og því var ákveðið að halda verkefninu áfram í sumar. Sýnt var beint frá 17. holu lokahringsins á sjónvarpsstöðinni sporttv.is undir lýsingu þula. Er rétt í þessu sambandi að þakka Íslandsbanka fyrir stuðninginn við þetta verkefni og mótahald barna og unglinga. Í samstarfi við Vita ferðir gaf golfsambandið út bækling um leikhraða sem dreift var með golfreglubókinni í upphafi árs. Golfhreyfinginn þarf stöðugt að vera vakandi fyrir bættum leikhraða á golfvöllum landsins og var útgáfa bæklingsins viðleitni í þá veru. Í kjölfar umræðna á formannafundi árið 2014 um breytingu á teigmerkingum valla, stukku nokkrir golfklúbbar á hugmyndina og hrintu henni í framkvæmt. Markmiðið var að hvetja kylfinga til þess að leika af fremri teigum en áður og hafa þannig meiri ánægju af golfleik sínum. Tilraunin hefur gefið góða raun og hafa nú fleiri golfklúbbar tekið upp þessa hugmyndafræði. Ljóst er að enn fleiri munu bætast í hópinn á næsta ári og vill golfsambandið hvetja alla klúbba til þess að kynna sér þessar hugmyndir fyrir næsta ár. Umræðunni um svokölluð GSÍ kort hefur skotist upp reglulega á Golfþingum og formannafundum undanfarin ár og sitt sýnist hverjum um útgáfu þeirra. Á síðasta Golfþingi var samþykkt veruleg breyting á útgáfu kortanna. Hið nýja fyrirkomulag, þar sem allir handhafar greiða kr. 1.500 fyrir hvern leikinn hring hefur reynst vel og vonandi hefur skapast sátt um málið til framtíðar. Karl Ómar Karlsson golfkennari hefur, í samstarfi við golfsambandið, lokið við kennslurit fyrir golfklúbba og leiðbeinendur í barna- og unglingastarfi. Í ritinu er sjónum beint að því hvað klúbbum ber að hafa í huga ef þeir vilja byggja upp öflugt barna- og unglingastarf og hvernig leiðbeinendur og golfkennarar geta staðið að golfkennslu fyrir yngstu kylfingana. Hægt er að nálgast kennsluritið á golf.is og er það öllum aðgengilegt.


ÁRSSKÝRSLA 2016

Skýrsla stjórnar

Engin mál komu á borð aganefndar eða dómstóla golfsambandsins þetta árið. Nokkur umræða skapaðist á síðasta Golfþingi um hugsanlegar breytingar á forgjafarkerfi EGA í tengslum við mismunandi holufjölda golfvalla. Foseti GSÍ, sem jafnframt á sæti í framkvæmdastjórn EGA, hefur rætt málið á vettvangi EGA og forgjafarnefndar EGA undanfarin misseri. Eins og flestir vita þá hefur staðið yfir vinna undanfarin ár í tengslum við alþjóðlegt forgjafarkerfi (World Handicap System) sem miðar að því að sameina öll forgjafarkerfi heimsins undir einum hatti. Til stendur að ljúka vinnunni á næstu árum og taka í notkun nýtt samræmt kerfi í ársbyrjun 2020. Því miður verður ekki gert ráð fyrir möguleikanum á að leika mismargar holur til forgjafar í hinu nýja kerfi þótt slíkir möguleikar hafi verið ræddir. Er því, eins og sakir standa, ekki líklegt að hægt verði að leika annað en 9 eða 18 holur til forgjafar fyrr en kerfið verður uppfært árið 2024. Golfsamband Íslands mun hins vegar halda áfram að sækja að slíkar breytingar verði gerðar á kerfinu fyrr. Samstarf golfsambandsins við alla helstu fjölmiðla landsins gekk prýðilega á árinu og þegar litið er yfir árið í heild er óhætt að fullyrða að íslensku golfi hafi aldrei verið gerð jafn góð skil í fjölmiðlum. Golfdagar í Kringlunni fóru fram 12.-14. maí og er þetta í fjórða skipti frá árinu 2013 sem golfhreyfingin og Kringlan standa saman að þessum viðburði. Aðsókn hefur verið góð en fjöldi manns lögðu leið sína um Kringluna og gátu þar með kynnt sér það sem íslenskt golf hefur upp á að bjóða. Er hér um að ræða einstakt tækifæri fyrir golfklúbba landsins til að kynna félagsstarf sitt og aðstöðu fyrir nýjum upprennandi kylfingum, sér að kostnaðarlausu. Stelpugolfið var á sínum stað en undanfarin þrjú ár hafa PGA kennaraskólinn og GSÍ staðið fyrir Stelpugolfi á Leirdalsvelli. Árið 2014 mættu yfir 400 stelpur á öllum aldri til að kynnast golfíþróttinni og fá leiðbeiningar frá nemendum PGA kennaraskólans og í fyrra mættu yfir 700 stelpur á viðburðinn. Í ár voru um 500 iðkendur sem mættu til leiks og hefur Stelpugolfið öðlast slíkar vinsældir að aðrir klúbbar á landinu hafa ákveðið að bætast í hópinn. Á þessu ári voru, auk GKG, Golfklúbbur Akureyrar og Golfklúbbur Fjarðarbyggðar sem héldu Stelpugolfdaginn hátíðlegan. Við blasir að fleiri klúbbar munu bætast í hópinn á næstu árum. Nýtt forgjafarkerfi tók gildi 1. janúar með ýmsum breytingum. Ein sú helsta var sú að nú fá nýliðar 54 í forgjöf í stað 36 áður. Þessi nýbreytni er liður í því að fá nýja kylfinga til að smita nýja kylfinga af golf „bakteríunni“ fyrr. Með því að sjá mælanlegar árangur strax frá upphafi aukast líkurnar á því að kylfingurinn haldi áfram iðkun sinni og gerist meðlimur til lengri tíma. Nýbreytnin hefur þó sætt þeirri gagnrýni að hún

komi til með að hægja á leikhraða þar sem kylfingar munu síður hætta leik á hverri holu, þar sem þeir fá punkta fyrir að leika holuna á fleiri höggum en áður. Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á þessu en ljóst er að þessi breyting hefur mælst vel fyrir hjá nýliðum í golfi. Afreksmál Íslendingar hafa aldrei átt betri eða fleiri afrekskylfinga en nú og það er bjart framundan í íslensku afreksgolfi. Golfsambandið stóð fyrir og styrkti að þessu sinni 93 kylfinga til keppni í alþjóðlegum mótum, samanborið við 118 árið 2015. Árið 2014 voru ferðirnar 86 talsins. Til einföldunar og skýringar má segja að afrekskylfingar hafi farið í 93 keppnisferðir erlendis. Árangur keppenda var góður, sérstaklega í einstaklingsmótum. Vísast til skýrslu landsliðsþjálfara um árangur okkar landsliðsfólks og atvinnukylfinga á árinu. Þó ber sérstaklega að nefna frábæran árangur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, sem stóð upp úr á þessu ári. Í lok síðasta árs, á sínu fyrsta ári sem atvinnukylfingur, tókst Ólafíu að tryggja sér fullan þátttökurétt á Ladies European Tour og lék hún á þeirri mótaröð í ár. Hún hefur staðið sig einstaklega vel í þeim mótum sem hún hefur haft þátttökurétt í en frammistaða hennar í Abu Dhabi á dögunum fór ekki framhjá neinum. Forskot, afrekssjóður kylfinga, hélt áfram göngu sinni á þessu ári en öll fyrirtækin sem stofnuðu sjóðinn ákváðu í lok síðasta árs að halda samstarfinu áfram. Í Forskotsfjölskylduna bættist síðan tryggingafélagið Vörður. Golfsamband Íslands ásamt Íslandsbanka, Eimskip, Valitor, Icelandair Group og Verði standa því nú að sjóðnum og leggur hver aðili sjóðnum til 3,5 milljónir króna á hverju ári. Sjóðurinn hefur reynst okkar fremsta afreksfólki gríðarlega mikilvægur í viðleitni þeirra að komast á erlendar atvinnumannaraðir en á hverju ári er 21 milljón úthlutað úr sjóðnum til okkar fremstu kylfinga. Mennta- og menningarmálaráðurneytið undirritaði á árinu nýjan samning við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sem felur í sér stóraukin framlög til íslenskra afreksíþróttamanna. Samningurinn felur í sér að framlög ríkisins til afreksíþrótta munu hækka úr 100 milljónum í 400 milljónir króna á næstu þremur árum. Golfsamband Íslands hefur, undanfarin ár, fengið um 5,3 milljónir (5,3%) úr sjóðnum þrátt fyrir að vera 17% af íþróttahreyfingunni, miðað við félagafjölda. Það er því ljóst að mikil tækifæri eru til staðar í framtíðinni fyrir golfhreyfinguna að sækja aukið fé til ÍSÍ fyrir íslenska afrekskylfinga. Mótahald Á síðasta Golfþingi var samþykkt ný og endurbætt stefna fyrir Eimskipsmótaröðina. Stefnan var afrakstur mikillar vinnu sem fjölmargir komu að en til stendur að koma hugmyndum stefnunnar í framkvæmd á

7


Ársskýrsla 2016

Skýrsla stjórnar næstu árum. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til og voru keppendur ánægðir með breytingarnar. Á þessu ári tóku 192 keppendur þátt í Eimskipsmótaröðinni á árinu en þátttakendur voru 206 í fyrra, sem var mesta þátttaka frá því Eimskip varð aðalsamstarfsaðili golfsambandsins. Þessa lítilsháttar fækkun má hugsanlegra rekja til þess að markmið mótaraðarinnar var að fá sterkari kylfinga til leiks með því að lækka forgjafarviðmiðin og takmarka þátttökufjölda í tveimur af síðustu mótum tímabilsins. Mótum á mótaröðinni var fjölgað úr sex í átta talsins. Eflaust er margt á mótaröðinni sem enn má bæta en mikilvægt er að halda áfram vinnunni og trúa á hugmyndirnar. Þær eru margar nýstárlegar og þurfa að fá að þróast og festa sig í sessi. Hugmyndin um „final four“ þóttist heppnast vel en hún gerði það jafnframt að verkum að áhugi samstarfsaðila vaknaði við að koma að mótahaldinu með sterkari hætti en áður. Í fyrsta sinn í sögunni var boðið upp á peningaverðlaun á mótaröðinni, að því gefnu að stigameistararnir væru atvinnukylfingar. Í karlaflokki var það atvinnukylfingurinn Axel Bóasson sem safnaði flestum stigum og fór hann heim með hálfa milljón króna í verðlaunafé. Þá voru nokkrir erlendir atvinnukylfingar sem tóku þátt í lokamóti mótaraðarinnar í Grafarholtinu en sigurvegari í flokki atvinnukylfinga fékk kr. 250.000 kr. í sinn hlut en það var Axel Bóasson sem einnig hreppti þá ávísun. Þá er það sérstakt gleðiefni að golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að koma með ríkari hætti að mótahaldinu en þeir hafa ekki verið nógu iðnir við mótahald á Eimskipsmótaröðinni undanfarin ár. Allt horfið það hins vegar til betri vegar og því ber að fagna, enda koma langflestir keppendur á mótaröðinni frá þessum klúbbum.

Íslandsmeistarar í höggleik 2016: Birgir Leifur Hafþórsson GKG og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR

Ákveðið var að breyta hinni hefðbundnu sveitakeppni og var hún færð framar á tímabilinu. Þá var nafni keppninnar einnig breytt í Íslandsmót golfklúbba, að lokinni nafnasamkeppni þar sem tæplega 200 tillögur bárust. Íslandsmeistari í kvennaflokki varð

8

sveit GR en í karlaflokki var þar GK sem hampaði Íslandsmeistaratitlinum. Var þetta í 17. sinn sem GR sigrar í kvennaflokki og í 14. sinn sem GK sigrar í karlaflokki. Hápunktur Eimskipsmótaraðarinnar var sjálft Íslandsmótið í golfi sem haldið var á Akureyri eftir 16 ára hlé. Akureyringar sýndu það og sönnuðu að þeir kunna að halda golfmót en félagsmenn í Golfklúbbi Akureyrar tóku á móti öllum bestu kylfingum landsins þegar Íslandsmótið í golfi fór fram á Jarðarsvelli. Framkvæmd mótsins var frábær og kunnu kylfingar virkilega að meta gestrisni norðanmanna. Íslandsmeistarar urðu Birgir Leifur Hafþórsson GKG og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR. Golfsambandið færir félagsmönnum í Golfklúbbi Akureyrar bestu þakkir fyrir vinnu þeirra og framlag til mótsins. Íslandsbankamótaröðin var að sjálfsögðu á sínum stað en keppt var í 12 mótum vítt og breitt um landið, að Áskorendamótaröðinni meðtalinni. Afar skemmtilegt og fjölmennt lokahóf var haldið hjá GKG að loknu Íslandsmótinu þar sem einnig mættu keppendur úr Áskorendamótaröðinni. Á árinu hafa átt sér stað viðræður um breytingar á Íslandsbankamótaröðinni en til stendur að ljúka þeirri vinnu í vetur í samstarfi við PGA. Þrír íslenskir kylfingar tóku þátt í opna sænska meistaramóti fatlaðra. Þau Sveinbörn Guðmundsson, Elín Ólafsdóttir, Þóra María Fransdóttir, öll kylfingar úr GK, stóðu sig einstaklega vel í mótinu Sveinbjörn og Elín gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í sínum flokki á meðan Þóra hafnaði í þriðja sæti í sínum flokki. Kylfingarnir fengu allir styrk úr minningarsjóði Harðar Barðdal vegna þátttöku sinnar í mótinu. Á síðustu tveimur árum hafa farið fram tvö stór alþjóðleg mót hér á landi. Í fyrra var leikið á Smáþjóðaleikunum, hvar Íslendingar nánast einokuðu verðlaunapallana. Í sumar mættu allir bestu kvenkylfingar álfunnar til landsins til að keppa á Evrópumóti kvennalandsliða. Mótið er liður í mótahaldi EGA og mættu 20 lið til leiks. Þetta er stærsta golfmót sem haldið hefur verið hér á landi en skemmst er frá því að segja að mótið heppnaðist einstaklega vel. Kylfingar léku Urriðavöll í einstöku veðri og við frábærar aðstæður. Félagsmenn í Golfklúbbnum Oddi önnuðust framkvæmd mótsins. Við höfum sýnt það og sannað að Íslendingar kunna að halda golfmót í hæsta gæðaflokki og því einungis spurning um vilja okkar, hvenær við kjósum að taka á móti næsta móti. En talandi um alþjóðleg stórmót. Einn íslenskur kylfingur fékk þann einstaka heiður fyrr á þessu ári að vera boðin þátttaka á einu frægasta golfmóti heims. Hörður Geirsson alþjóðadómari úr GK var boðið að dæma á Opna breska meistaramótinu sem fram fór á Royal Troon vellinum í júlí. Hörður er fyrsti Íslendingur sem dæmir í mótinu og óskar sambandið


ÁRSSKÝRSLA 2016

Skýrsla stjórnar honum innilega til hamingju með þennan heiður og þá dýrmætu reynslu sem hann öðlaðist með þátttöku sinni. Rekstur sambandsins er góður Rekstraráætlun golfsambandsins gerði ráð fyrir smávægilegum hagnaði á árinu en árangurinn fór fram úr væntingum. Hagnaður sambandsins á árinu var 3,7 milljónir króna og heildarvelta 182 milljónir króna, samanborið við 151 milljónir króna á síðasta ári. Það felur í sér 21% veltuaukningu milli ára. Stjórn sambandsins er afar stolt af þessum árangri, sem vissulega má rekja til fjölgunar félagsmanna í hreyfingunni en ekki síður mikillar vinnu við öflunar nýrra samstarfsaðila. Tveir nýir aðalsamstarfsaðilar bættust í hópinn á þessu ári; Borgun og Bílaumboðið Bernhard. Þá bættst KPMG í hóp samstarfsaðila á Eimskipsmótaröðinni auk þess sem fjöldi annarra samstarfsaðila bættist í hópinn með öðrum hætti. Stjórnarmenn sambandsins tóku virkari þátt í fjáröflun sambandsins en áður hefur þekkst og bar það mikinn ávöxt. Þá er gaman að segja frá því að 12 milljónir króna hafa safnast til hreyfingarinnar frá opinberum aðilum á síðustu tveimur árum, bæði í tengslum við Íslandsmótið í golfi og Evrópumót kvennalandsliða. Þetta eru fjármunir sem ekki hafa áður verið sóttir af golfhreyfingunni til opinberra aðila en þeir hafa komið sér virkilega vel í metnaðarfullu starfi hreyfingarinnar. Stjórn golfsambandsins reynir ávallt að sýna varkárni og aðhald í rekstri og er það stefna stjórnar að eigið fé sambandsins verði ekki lægra en 15-20% af heildargjöldum þess á hverjum tíma til að tryggja að hægt sé að taka við óvæntum áföllum og er ánægjulegt að sjá að við nálgumst það markmið. Þá er það jafnframt langtímamarkmið sambandsins að auka sértekjur sambandsins þannig að hlutfall tekna af félagagjöldum lækki niður í þriðjung. Eins og undanfarin ár var Eimskipafélag Íslands okkar helsti bakhjarl í tengslum við mótahald þeirra bestu og er það mikilvægt fyrir okkur í íþróttahreyfingunni að hafa svo öfluga bakhjarla, því án þeirra væri erfitt að koma íþróttinni á framfæri. Aðrir megin samstarfsaðilar sambandsins eru Ölgerðin, Síminn, KPMG, Icelandair, Borgun, Securitas, Bernhard, Nýherji, Íslandsbanki, Vörður og Zo On. Frábært ár að baki Eitt besta ár golfhreyfingarinnar í langan tíma er nú að líða undir lok. Eftir stöðnun í fjölgun kylfinga undanfarin tvö ár, er íslenskum kylfingum aftur farið að fjölga og nemur fjölgunin 2%. Í dag eru skráðir kylfingar 16.823 talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Til samanburðar eru skráðir iðkendur innan knattspyrnuhreyfingarinnar 22.000 talsins.

það er vissulega áhyggjuefni og við því verður öll golfhreyfingin að bregðast í sameiningu. Íslenskir kylfingar eru að eldast en nú eru 55% allra kylfinga 50 ára eða eldri. Meðalaldur karlkylfinga er 46 ár á meðan meðalaldur kvenkylfinga er 52 ár. Árið 2008 voru börn undir 16 ára aldri 1.372 talsins en þeim hafði fjölgað í 1.727 árið 2015 – eða um 26% á aðeins sjö árum. Börnin eru kylfingar framtíðarinnar og því er mikilvægt fyrir golfklúbba landsins að taka vel á móti þeim og fjárfesta af krafti í barna- og unglingastarfi. Íslensk golfhreyfing stendur frammi fyrir fjölmörgum sóknartækifærum á næstu árum og þau tækifæri þarf að nýta vel. Eitt tækifærið felst í komu erlendra ferðamanna á íslenska golfvelli. Íslandi þarf að koma á kortið sem raunverulegum áfangastað erlendra kylfinga. Unnið hefur verið markvisst að þessu undanfarin ár og hafa samtökin Golf Iceland staðið sig vel í markaðssetningu erlendis. Í dag eru 16 golfklúbbar í samtökunum og þar af hafa fjórir þeirra haldið vel utan um tölfræði í tengslum við heimsóknir erlendra kylfinga. Í fyrra voru leiknir 875 hringir á þessum völlum en í ár voru þeir orðnir 1.443. Þetta er 65% aukning á milli ára. Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi þessara kylfinga fyrir rekstrarafkomu íslenskra golfklúbba. Ísland er einstök golfparadís og hreyfingin má, með markvissari hætti, sækja á ný mið hvað þetta varðar. Með þátttöku golfíþróttarinnar í Ólympíuleikunum felast einnig tækifæri, fyrst og fremst í aukinni útbreiðslu íþróttarinnar og kynningu. Í dæmaskyni má nefna að frá því ákveðið var að golf yrði Ólympíuíþrótt þá fjölgaði aðildarþjóðum að Alþjóða golfsambandinu (IGF) úr 104 í 147. Golfið verður á sínum stað á Ólympíuleikunum í Japan að fjórum árum liðnum og mikilvægt er að nýta til fulls þau tækifæri sem bjóðast vegna þess, t.a.m. með þátttöku íslenskra kylfinga á leikunum. Golfíþróttin hefur rækilega fest sig í sessi hér á landi og er næst fjölmennasta íþrótt landsins. Á næsta ári fagnar Golfsamband Íslands 75 ára afmæli sínu og í tilefni þess vill golfsambandið efna til markaðsátaks fyrir golfhreyfinguna. Til þessa hefur sambandið ekki farið í sameiginlegt markaðsátak en ljóst er að íslenskir golfvellir og golfklúbbar hafa upp á mikið að bjóða fyrir vætanlega kylfinga á öllum aldri. Að lokum vill stjórn Golfsambands Íslands þakka öllum forsvarsmönnum golfklúbba og sjálfboðaliðum þeirra fyrir samstarfið á árinu. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands.

En þrátt fyrir fjölgun þá eru engu að síður hættumerki á lofti. Þótt kylfingum yfir 50 ára hafi fjölgað um 13% þá fækkaði kylfingum undir 22 ára um 7% -

9



Golfsamband Íslands Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Reykjavík

Ársreikningur fyrir starfsárið 2016


12


ÁRSSKÝRSLA 2016

Áritun stjórnar og framkvæmdarstjóra Stjórn og framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands staðfesta hér með ársreikning sambandsins fyrir starfsárið 1. október 2015 til 30. september 2016 með undirritun sinni.

Áritun endurskoðenda Við höfum kannað meðfylgjandi ársreikning Golfsambands Íslands fyrir starfsárið 1. október 2015 til 30. september 2016. Ársreikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, efnahagsreikning og sundurliðanir nr. 1-11. Við könnun okkar kom ekkert það fram sem bendir til annars en að reikningsskilin séu áreiðanleg og samin í samræmi við lög og reglur sem um starfsemina gilda.

13


Ársskýrsla 2016

Rekstrarreikningur 1. október 2015 - 30. september 2016 Rekstrarreikningur 1. október 2015 - 30. september 2016

Skýr.

Árið 2016

Áætlun 2016

Árið 2015

Rekstrartekjur Útgáfusvið.......................................... Samstarfsaðilar.................................. Styrkir og framlög............................... Styrkir vegna EM kvenna................... Árgjöld félaga..................................... Rekstrartekjur

46.200.714 27.272.139 33.076.492 3.000.000 72.916.800 182.466.145

39.500.000 23.000.000 31.000.000 5.000.000 68.232.000 166.732.000

64.147.600 151.241.944

42.124.324 36.954.076 33.248.979 4.562.392 5.750.060 24.305.092 32.259.020 179.203.943

35.700.000 35.800.000 32.310.000 7.000.000 5.000.000 24.380.000 25.080.000 165.270.000

34.819.598 39.346.356 23.895.222 4.234.765 4.607.669 22.085.981 23.808.641 152.798.232

Rekstrarhagnaður/(tap)

3.262.202

1.462.000

(1.556.288)

Vaxtagjöld og gengismunur................ Vaxtatekjur.......................................... Vextir

(186.754) 289.636 102.882

(200.000) 400.000 200.000

(88.788) 311.692 222.904

Gjöld umfram tekjur

3.365.084

1.662.000

(1.333.384)

Grasvallarsjóður................................. Árgjald í STERF................................. Aðrar tekjur og gjöld

1.519.100 (1.133.425) 385.675

1.421.500 (1.400.000) 21.500

1.459.700 (1.635.843) (176.143)

Heildarafkoma

3.750.759

1.683.500

(1.509.527)

1

37.612.009 21.813.728 27.668.607

Rekstrargjöld Útgáfusvið.......................................... Afrekssvið.......................................... Mótasvið............................................. Fræðslusvið....................................... Alþjóðasvið......................................... Þjónustusvið....................................... Stjórnunarsvið.................................... Rekstrargjöld

2 3 4 5 6

Vextir

Aðrar tekjur og gjöld

Samanburðartölum fyrra árs og í áætlun hefur verið breytt til samræmis við uppgjörsaðferðir þessa árs.

14


ÁRSSKÝRSLA 2016

Efnahagsreikningur 30. september 2016 Efnahagsreikningur 30. september 2016 Skýr.

30.09.2016

30.09.2015

10.963.101 29.894.943 40.858.044

19.460.607 16.364.040 35.824.647

40.858.044

35.824.647

8 8

24.933.193 61.669 24.994.862

21.568.109 (324.006) 21.244.103

Viðskiptaskuldir.................................. 9 Ýmsar skuldir..................................... 10 Skammtímaskuldir

9.126.459 6.736.723 15.863.182

9.057.963 5.522.581 14.580.544

40.858.044

35.824.647

Eignir: Veltufjármunir

Skammtímakröfur............................... Handbært fé....................................... Veltufjármunir

7

Eignir alls Skuldir og eigið fé: Eigið fé Óráðstafað eigið fé............................. Eigið fé grasvallarsjóðs...................... Eigið fé Skammtímaskuldir

Skuldir og eigið fé alls

15


Ársskýrsla 2016

Sundurliðanir

1. Styrkir og framlög ÍSÍ, lottó.................................................... Útbreiðslustyrkur ÍSÍ................................ Afreksmannasjóður ÍSÍ............................ Opinberir styrkir........................................ R&A......................................................... Styrkir og framlög

Sundurliðanir Árið 2016

Áætlun 2016

Árið 2015

15.347.683 3.238.824 6.300.000 3.895.000 4.294.985 33.076.492

14.000.000 4.000.000 5.000.000 5.000.000 3.000.000 31.000.000

12.849.260 3.550.729 4.400.000 4.095.000 2.773.618 27.668.607

16.438.521 8.233.576 16.185.518 1.266.709 42.124.324

12.000.000 6.100.000 16.350.000 1.250.000 35.700.000

15.767.650 5.845.597 11.978.238 1.228.113 34.819.598

12.546.162 14.080.510 3.500.000 6.827.404 36.954.076

9.700.000 15.400.000 3.500.000 7.200.000 35.800.000

10.627.168 17.767.538 3.500.000 7.451.650 39.346.356

5.000.000 7.308.606 11.427.348 3.000.000 6.513.025 33.248.979

5.000.000 7.610.000 9.700.000 5.000.000 5.000.000 32.310.000

4.000.000 5.523.345 8.371.877 6.000.000 23.895.222

13.945.280 7.852.238 267.698 2.239.876 24.305.092

12.200.000 7.680.000 1.000.000 3.500.000 24.380.000

10.807.633 7.178.299 1.030.039 3.070.010 22.085.981

18.952.749 6.389.807 3.969.087 2.183.240 764.137 32.259.020

14.480.000 5.250.000 2.750.000 2.600.000 0 25.080.000

14.205.827 4.179.631 2.679.385 2.548.303 195.495 23.808.641

2. Útgáfusvið Framleiðslukostnaður............................... Dreifing.................................................... Launakostnaður....................................... Annar kostnaður....................................... Útgáfusvið 3. Afrekssvið Stjórnunarkostnaður................................. Keppnis-og æfingaferðir........................... Forskot..................................................... Annar kostnaður....................................... Afrekssvið 4. Mótasvið Mótahald, greitt til klúbba......................... Launakostnaður....................................... Annar mótakostnaður............................... Evrópumót kvenna................................... Framleiðsla og útsendingar...................... Mótasvið 5. Þjónustusvið Rekstur tölvukerfis................................... Launakostnaður....................................... Vallarmat.................................................. Framlög til samtaka o.fl............................ Þjónustusvið 6. Stjórnunarsvið Laun og launatengd gjöld........................ Skrifstofukostnaður.................................. Fundir og ráðstefnur................................. Markaðskostnaður................................... Hækkun niðurfærsla viðskiptak................ Stjórnunarsvið 16


ÁRSSKÝRSLA 2016

Sundurliðanir

7. Viðskiptakröfur Félagsgjöld.............................................. Auglýsingar.............................................. ÍSÍ viðskiptareikningur.............................. Fyrirfram greiddur kostnaður.................... Niðurfærsla viðsk.krafna.......................... Viðsk.kröfur

Árið 2016

Árið 2015

1.102.356 6.604.206 3.545.679 400.000 (689.140) 10.963.101

1.082.300 12.700.511 6.366.936 (689.140) 19.460.607

Staða 1. október....................................... Rekstrarafgangur ársins.......................... Óráðstafað eigið fé

21.568.109 3.365.084 24.933.193

22.901.493 (1.333.384) 21.568.109

Grasvallarsjóður frá fyrra ári.................... Óráðstafað umfram framl. ársins............. Eigið fé grasvallarsjóðs

(324.006) 385.675 61.669

(147.863) (176.143) (324.006)

1.727.986 7.398.473 9.126.459

325.043 8.732.920 9.057.963

3.043.020 963.092 2.730.611 6.736.723

3.704.154

57.028.547 (6.729.436) (7.308.606) (16.185.518) (7.852.238) 18.952.749

45.267.943 (6.382.234) (5.523.345) (11.978.238) (7.178.299) 14.205.827

8. Óráðstafað eigið fé

9. Viðskiptaskuldir Visa.......................................................... Aðrir lánardrottnar.................................... Viðskiptaskuldir 10. Ýmsar skuldir Virðisaukaskattur..................................... Ógr.kostnaður.......................................... Staðgr og launatengd gjöld...................... Ýmsar skuldir

1.818.427 5.522.581

11. Launagreiðslur Heildarlaunagreiðslur............................... Fært á afrekssvið..................................... Fært á mótasvið....................................... Fært á útgáfusvið..................................... Fært á þjónustusvið................................. Fært á stjórnunarsvið

Samanburðartölum fyrra árs og í áætlun hefur verið breytt til samræmis við uppgjörsaðferðir þessa árs

17


Ársskýrsla 2016

18


Golfsamband Íslands Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Reykjavík

Rekstraráætlun 2017


20


ÁRSSKÝRSLA 2016

Rekstraráætlun 2017 Rekstraráætlun 2017

Skýr.

Áætlun 2017

Árið 2016

Árið 2015

Rekstrartekjur Útgáfusvið.......................................... Samstarfsaðilar.................................. Styrkir og framlög............................... Styrkir vegna EM kvenna................... Árgjöld félaga..................................... Rekstrartekjur

72.573.900 179.668.900

46.200.714 27.272.139 33.076.492 3.000.000 72.916.800 182.466.145

64.147.600 151.241.944

37.461.073 40.175.000 31.600.000 7.875.000 6.200.000 25.420.000 29.441.711 178.172.784

42.124.324 36.954.076 33.248.979 4.562.392 5.750.060 24.305.092 32.259.020 179.203.943

34.819.598 39.346.356 23.895.222 4.234.765 4.607.669 22.085.981 23.808.641 152.798.232

Rekstrarhagnaður/(tap)

1.496.116

3.262.202

(1.556.288)

Vaxtagjöld........................................... Vaxtatekjur..........................................

(100.000) 300.000 200.000

(186.754) 289.636 102.882

(88.788) 311.692 222.904

Tekjur umfram gjöld

1.696.116

3.365.084

(1.333.384)

Grasvallarsjóður................................. Útgjöld grasvallarsjóðs.......................

1.481.123 (1.200.000) 281.123

1.519.100 (1.133.425) 385.675

1.459.700 (1.635.843) (176.143)

Heildarafkoma

1.977.239

3.750.759

(1.509.527)

1

40.545.000 32.255.000 34.295.000

37.612.009 21.813.728 27.668.607

Rekstrargjöld Útgáfusvið.......................................... Afrekssvið.......................................... Mótasvið............................................. Fræðslusvið....................................... Alþjóðasvið......................................... Þjónustusvið....................................... Stjórnunarsvið.................................... Rekstrargjöld

2 3 4 5 5 6 7

Vextir

Aðrar tekjur og gjöld

Samanburðartölum 2015 hefur verið breytt til samræmis við uppgjörsaðferðir þessa árs og áætlun 2017.

21


22


ÁRSSKÝRSLA 2016

Sundurliðanir Sundurliðanir Áætlun 2017

Árið 2016

Árið 2015

1. Styrkir og framlög ÍSÍ, lottó.................................................... Útbreiðslustyrkur ÍSÍ................................ Afreksmannasjóður ÍSÍ............................ Opinberir styrkir........................................ R&A ......................................................... Styrkir og framlög

15.000.000 3.500.000 10.000.000 3.895.000 1.900.000 34.295.000

15.347.683 3.238.824 6.300.000 3.895.000 4.294.985 33.076.492

12.849.260 3.550.729 4.400.000 4.095.000 2.773.618 27.668.607

13.639.473 6.260.000 16.961.600 600.000 37.461.073

16.438.521 8.233.576 16.185.518 1.266.709 42.124.324

15.767.650 5.845.597 11.978.238 1.228.113 34.819.598

15.250.000 14.800.000 3.500.000 6.625.000 40.175.000

12.546.162 14.080.510 3.500.000 6.827.404 36.954.076

10.627.168 17.767.538 3.500.000 7.451.650 39.346.356

5.000.000 9.800.000 10.800.000

4.000.000 5.523.345 8.371.877

6.000.000 31.600.000

5.000.000 7.308.606 11.427.348 3.000.000 6.513.025 33.248.979

6.000.000 23.895.222

14.100.000 8.220.000 1.000.000 2.100.000 25.420.000

13.945.280 7.852.238 267.698 2.239.876 24.305.092

10.807.633 7.178.299 1.030.039 3.070.010 22.085.981

14.951.711 6.840.000 4.600.000 3.050.000 0 29.441.711

18.952.749 6.389.807 3.969.087 2.183.240 764.137 32.259.020

14.205.827 4.179.631 2.679.385 2.548.303 195.495 23.808.641

2. Útgáfusvið Framleiðslukostnaður............................... Dreifing.................................................... Launakostnaður....................................... Annar kostnaður....................................... Útgáfusvið 3. Afrekssvið Stjórnunarkostnaður................................. Keppnis-og æfingaferðir........................... Forskot - Afrekssjóður.............................. Annað kostnaður...................................... Afrekssvið 4. Mótasvið Mótahald, greiðslur til klúbba................... Launakostnaður....................................... Annar mótakostnaður............................... Evrópumót kvenna................................... Framleiðsla og útsendingar...................... Mótasvið 5. Þjónustusvið Rekstur tölvukerfis................................... Launakostnaður....................................... Vallarmat.................................................. Framlög til samtaka ofl............................. Þjónustusvið 6. Stjórnunarsvið Laun og launatengd gjöld........................ Skrifstofukostnaður.................................. Fundir og ráðstefnur................................. Markaðskostnaður................................... Niðurfærsla viðsk.krafna.......................... Stjórnunarsvið

Samanburðartölum 2015 hefur verið breytt til samræmis við uppgjörsaðferðir þessa árs og áætlun 2017.

23


Ársskýrsla 2016

Staða og þróun golfhreyfingarinnar Í nokkur ár hefur Golfsambandið tekið saman tölfræði og lykiltölur fyrir klúbba, samstarfsaðila og aðra hagsmunaaðila. Þessar tölur hjálpa hagsmunaaðilum að átta sig betur á umhverfinu sem þeir búa við. Eftirspurnin í golf á síðustu árum hefur verið mikil.

Forgjafarkerfið er þannig uppbyggt að forgjöf kylfinga á að endurspegla „mögulega besta árangur“ viðkomandi. Með öðrum orðum að á þeim degi detta púttin loksins niður og allt gengur upp. Samkvæmt þessu er litið á að ná 36 punktum sem óvenjulega gott skor.

Kylfingar hafa aldrei verið fleiri en nú og eru 16.820 skráðir í golfklúbba víð svegar um landið. Þetta er aukning um tæplega 400 kylfinga frá í fyrra. Fjölgunin er hvað mest í golfklúbbum á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesinu. Gott veðurfar, aukin markaðssetning og fjölbreyttara framboð á félagaaðild gætu verið líklegar skýringar á fjölguninni.

Einn af hverjum 10 kylfingum er með forgjöf í forgjafarflokkum 1 og 2 (til 11,4). Kylfingar með forgjöf frá 18.5 til 54 eru 70% allra kylfinga á landinu.

Capacent framkvæmir árlega neyslu- og lífstílskönnun þar sem fram kemur að um 58.000 Íslendingar fara í golf a.m.k. einu sinni á ári. Það má því segja að áætlaður fjöldi kylfinga sé þrefalt meiri en þeir sem eru skráðir í klúbba. Þegar rýnt er í tölurnar þá kemur í ljós að aukningin er mest hjá fólki sem er 50 ára og eldra en sá hópur stækkar um heil 13% milli ára. Á móti er fækkun í hópi fólks 22-49 ára og nemur fækkunin um 7%. Einnig fækkar börnum og unglingum yngri en 14 ára um 12%.

Aldur

Forgjöf

Samtals

%

undir 4,4

312

2%

4,5 til 11,4

1.513

9%

11,5 til 18,4

3.209

19%

18,5 til 26,4

4.048

24%

26,5 til 36,0

4.161

25%

36,1 til 54

3.580

21%

Karlar

Konur

Samtals

300

171

471

4.500

10 til 19 ára

1.347

436

1.783

4.000

20 til 29 ára

930

118

1.048

3.500

30 til 39 ára

1.221

213

1.434

3.000

40 til 49 ára

2.063

759

2.822

2.500

50 til 59 ára

2.547

1.589

4.136

2.000

60 ára og eldri

3.243

1.886

5.129

1.500

Samtals

11.651

5.172

16.823

1.000

9 ára og yngri

Í dag eru 55% allra kylfinga eldri en 50 ára og í þeim aldurshópi eru flestir nýliðarnir. Þar sem færri nýliðar undir 50 ára byrja í golfi má segja að meðalaldur kylfinga sé að hækka verulega hér á landi.

24

500 0

36,1 til 54 26,5 til 36,0

18,5 til 26,4 Konur

11,5 til 4,5 til 11,4 undir 4,4 18,4 Karlar


ÁRSSKÝRSLA 2016

Staða og þróun golfhreyfingarinnar Eftirspurnin í golf á síðustu 16 árum hefur verið gríðarleg. Í samanburði við árið 2000 þá hefur kylfingum fjölgað um rúmlega átta þúsund og því nær tvöfaldast á þessu tímabili. Á árunum 2000 til 2005 má segja að árlega hafi fjölgun kylfinga verið um 12%, en síðustu fimm ár hefur aukningin verið að meðaltali um 1%. Ár

15 ára og yngri

16 ára og eldri

Samtals

%

2000

1.000

7.500

8.500

19%

2001

1.546

8.366

9.912

17%

2002

1.505

9.430

10.935

10%

2003

1.559

10.050

11.609

6%

2004

1.455

10.810

12.265

6%

2005

1.674

12.259

13.927

14%

2006

1.405

12.794

14.199

2%

2007

1.124

12.913

14.037

-1%

2008

1.452

13.289

14.741

5%

2009

1.534

13.995

15.529

5%

2010

1.696

14.089

15.785

2%

2011

1.697

14.357

16.054

2%

2012

1.644

14.997

16.641

4%

2013

1.510

15.092

16.602

0

2014

1.360

15.011

16.371

-1%

2015

1.873

14.564

16.437

0%

2016

1.663

15.160

16.823

2%

Í hvað fer félagagjaldið? Allir kylfingar 16 ára og eldri, sem skráðir eru í golfklúbb innan GSÍ, greiða 4.800 krónur í félagagjald til Golfsambandsins og 100 kr. í grasvallarsjóð. Þótt kylfingur sé skráður í fleiri en einn klúbb þá greiðir hann einungis eitt gjald til Golfsambandsins og sér aðalklúbbur hans um að innheimta gjaldið. Kylfingar 15 ára og yngri greiða ekkert félagagjald til golfsambandsins. Árið 2016 skilaði félagagjaldið Golfsambandinu rúmlega 74 milljónum í tekjur. Að auki komu styrkir frá ÍSÍ og opinberum aðilum upp á 36 milljónir og fyrirtækjum upp á 73 milljónir. Tekjur sambandsins voru því tæplega 184 milljónir árið 2016. Tekjur sambandsins af félagagjöldum jukust um 4.5 milljónir umfram það sem gert var ráð fyrir í rekstraráætlun fyrir 2016. Að auki jukust tekjur af samstarfsaðilum um 11 milljónir. Hér að neðan er einföldun og sundurliðun tekna og gjalda úr ársreikningi GSÍ fyrir árið 2016.

Upphæð

%

Félagagjöld

74.435.900

40%

Samstarfsaðilar

73.472.853

40%

Styrkir

36.076.492

20%

Gjöld

Upphæð

%

Miðlar GSÍ

42.124.324

23%

18.000

Stjórnunarkostnaður

28.289.933

16%

16.000

Mótahald

26.735.954

15%

14.000

Afrekskylfingar

24.407.914

14%

12.000

Tölvukerfi

21.797.518

12%

10.000

Þjálfun afrekssviðs

12.546.162

7%

8.000

Sjónvarpskostun

6.513.025

4%

6.000

Alþjóðaþátttaka

5.750.060

3%

Fræðsla og golfreglur

4.562.392

3%

Fundir og ráðstefnur

3.969.087

2%

Framlög til samtaka

2.507.574

1%

Grasvallarsjóður

1.133.425

1%

4.000

0

2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016

2.000

15 ára og yngri

16 ára og eldri

Tekjur

25


Ársskýrsla 2016

Golf Iceland - samtök golfklúbba og ferðaþjónustuaðila Golf Iceland eru samtök golfklúbba og ferðaþjónustuaðila, sem hafa það að markmiði að kynna möguleika til golfs á Íslandi fyrir erlendum söluaðilum golfferða, almennum kylfingum og fjölmiðlum. Í samtökunum eru nú 16 golfklúbbar og 10 ferðaþjónustufyrirtæki (flugfélög, hótel, ferðaskrifstofur og bílalaeiga) auk GSÍ og Ferðamálastofu. Samtökin vinna hefðbundið að kynningarstarfinu með bæklingaútgáfu, rekstri vefsíðu, auk þátttöku í ferðasýningum, með beinum auglýsingum auk fjölmiðlatengsla. Golf Iceland vinnur eðlilega fyrst og fremst að kynningu sinna meðlima gagnvart þessum aðilum og eru t.d. eingöngu meðlimir kynntir í öllu kynningarefni , á vefnum svo og á ferðasýningum og víðar. Þá eru samtökin og golfvellir innan samtakanna meðlimir í alþjóðasamstökunum IAGTO, þar sem þau hafa aðgang að hundruðum söluaðila golfferða og koma sér þar á framfæri gagnvart þeim. Samtökin eru fjármögnuð með félagsgjöldum meðlima auk opinberra styrkja. Þó verulega skorti á að tölfræðin varðandi heimsóknir erlendra kylfinga á velli innan samtakanna sé áreiðanleg þá er ljóst að verulegur og stöðugur vöxtur hefur verið í spili erlendra kylfinga á Íslandi á undanförnum árum. Af þeim 16 golfvöllum,sem eru meðlimir í Golf Iceland eru fjórir, sem hafa haldið nákvæma talningu á milli ára þannig að

Erlendir kylfingar á Íslandi: “The only thing I wasn´t really prepared for was how friendly and welcoming everyone was, it was really nice!”

3.000 erlendir gestir keyptu golfhring 2015 33% keyptu 5 eða fleiri hringi

8.000

Um golfhringir voru keyptir af ferðamönnum 2015.

26

þar er hægt að sjá breytingarnar vel. Þeir fjórir klúbbar eru einnig ákveðinn þverskurður af meðlimunum: Einn 9 holu völlur og þrír 18 holu vellir. Tveir þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu og tveir á landsbyggðinni Alls hafa þessir fjórir klúbbar selt erlendum kylfingum 1581 hring nú í lok tímabils miðað við 979 í fyrra. Um er að ræða 61% aukningu milli ára. Erfitt er að yfirfæra þessar tölur á þá 16 velli sem eru í samtökunum eða aðra velli utan samtakanna, en upplýsingar úr könnunum Ferðamálastofu meðal erlendra kylfinga sýndu sumarið 2015 að um 3.000 erlendir gestir sögðust hafa keypt golfhring og um þriðjungur þeirra sagðist hafa keypt fleiri en 5 hringi og um 20 % 2-3 hringi. Miðað við þessar tölur úr könnuninni er ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að erlendir gestir hafi keypt 8.000 golfhringi sumarið 2015. Ekki eru komnar niðurstöður úr könnun Ferðamálastofu fyrir sumarið 2016, en miðað við tölurnar frá okkar fjórum viðmiðunarvöllum ætti að vera hægt að gera ráð fyrir verulegri aukningu frá 8000 hringum í fyrra. Ljóst er að erlendu gestirnir skipta klúbbana verulegu máli tekjulega enda kaupa þessir erlendu kylfingar yfirleitt mikla þjónustu. Þó vallargjöld séu misjöfn þá er ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að 10.000 hringir erlendra kylfinga skili golfklúbbum á Íslandi allt að 100 milljónum í auknar tekjur í sinn rekstur. Það er eftir miklu að slægjast..

“And that´s why we came that far, otherwise I could have played golf anywhere in the world. But playing golf in Iceland had to be something like that, different”

“I mean we had horizontal rain on occasion. It was cold but it was fun. There wasn’t a moment I did not enjoy it!”

Tekjur klúbba af erlendum gestum árið 2015 voru áætlaðar um

80 milljónir Meðalverð þjónustu 10.000 kr.

Aukning erlendra kylfinga 2016 áætluð

60%


ÁRSSKÝRSLA 2016

Golfhreyfingin sett í samhengi Golf er íþrótt, lífsstíl og iðnaður. Golfið eykur jákvætt á heilbrigði, hagkerfið og umhverfið. Yfir 60 milljónir manns leika golf í heiminum. Í Evrópu eru rúmlega 4 milljónir kylfinga skráðir í klúbba. Íþróttin er ein af fáum þar sem áhugamenn jafnt og atvinnumenn eru sjálfir ábyrgir fyrir að fylgja reglum. Samkvæmt árlegri skýrslu KPMG eiga fjögur helstu áherlsuatriðin fyrir almennan vöxt golfíþróttarinnar í Evrópu að vera. 1. Meiri hvatar til golfleiks fyrir háforgjafarkylfinga. 2. Frekari umbreytingar eða aðlögun golfvallanna. 3. Bætt félagsleg upplifun í golfklúbbum. 4. Þróunarverkefni fyrir yngri kylfinga Ef við berum saman 20 stærstu golfsambönd Evrópu þá endum við í 18. sæti ef horft er á fjölda kylfinga.

Land

En eins og sést á þessum tölum þá hefur þróun og staða í löndum allt í kring verið mjög mismunandi. Og ef við myndum deila fjölda skráðra kylfinga á íbúafjölda þá fáum við út að 5% íslendinga er í golfklúbbum sem er 1. sæti í Evrópu. Og ef við myndum deila fjölda íbúa á hvern golfvöll í landinu þá endar Ísland aftur í 1. sæti með rúmlega 5.200 íbúa á hvern völl. Hins vegar endum við neðarlega í Evrópu ef við reiknum út nýtingu á golfvöllum, þ.e.a.s. deilum heildarfjölda kylfinga niður á 63 velli sem gefur okkur um 260 kylfinga á hvern völl. Í allri Evrópu eru karlkylfingar 19 ára og eldri 66% af öllum skráðum félögum á móti 25% konum. Austurríki, Slóvenía og Þýskaland eru með hæsta hlutfall kvennkylfinga 19 ára og eldri eða um 35%. Hér á landi er hlutfallið um 25% Börn og unglingar sem eru 18 ára og yngri eru að meðaltali 9% af öllum skráðum kylfingum í Evrópu. Tyrkland, Rússland og Grikkland eru með hæsta hlutfall barna- og unglinga í Evrópu. Við erum í 5. sæti í Evrópu með 14% af öllum skráðum kylfingum hér á landi sem börn og unglingar.

Sæti

Fjöldi kylfinga

Hlutfall af þjóð

England

1.

661.805

1,2%

Þýskaland

2.

640.181

0,8%

Svíþjóð

3.

455.770

4,7%

Frakkland

4.

407.569

0,8%

Holland

5.

382.232

2,3%

Spánn

6.

277.782

0,6%

Skotland

7.

199.244

3,8%

Írland

8.

192.507

4,1%

Nr. Íþróttagrein

2015

Danmörk

9.

150.916

2,7%

1. Knattspyrna

23.189

3.106

15,5%

Finnland

10.

143.182

2,6%

2. Golf

16.437

908

5,8%

Austurríki

11.

101.480

1,2%

3. Fimleikar

12.670

5.175

69,0%

Noregur

12.

101.349

2,0%

4. Hestaíþróttir

11.239

-260

-2,3%

Ítalía

13.

90.027

0,2%

5. Handknattleikur

8.482

1.513

21,7%

Sviss

14.

89.579

1,1%

6. Almenningsíþróttir

7.399

3.163

74,7%

Tékkland

15.

63.401

0,6%

7. Körfuknattleikur

7.050

421

6,4%

Belgía

16.

62.606

0,6%

8. Badminton

4.855

-54

-1,1%

Wales

17.

46.980

1,5%

9. Skotfimi

4.573

2.161

89,6%

Ísland

18.

16.823

5,0%

10. Frjálsar íþróttir

4.377

-971

-18,2%

Portúgal

19.

13.848

0,1%

11. Blak

3.317

605

22,3%

12. Dans

2.825

-454

-13,8%

Slóvakía

20.

8.461

0,2%

13. Sund

2.660

-54

-2,0%

Stærð íþróttasambanda innan ÍSÍ, eftir fjölda iðkenda. Knattspyrnusambandið er stærst með tæplega 23.000 félaga, en næst kemur Golfsambandið með um tæplega 17.000 félaga og Fimleikasambandið koma þar næst.

Breyting frá Breyting í 2009 (%)

27


Ársskýrsla 2016

Tekjur golfklúbba úr starfsskýrslum ÍSÍ 2015 Höfuðborgarsvæðið

Tekjur

Norðvesturland

Tekjur

Golfklúbbur Reykjavíkur

347.385.988,00

Golfklúbbur Sauðárkróks

23.479.351,00

Golfklúbbur Mosfellsbæjar

193.621.283,00

Golfklúbbur Skagastrandar

5.173.168,00

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar

191.239.884,00

Golfklúbburinn Ós

4.166.683,00

Golfklúbburinn Keilir

188.416.650,00

Golfklúbbur Siglufjarðar

3.887.570,00

Golfklúbburinn Oddur

159.809.755,00

Samtals

36.706.772,00

Nesklúbburinn

70.838.149,00

Golfklúbburinn Setberg

33.367.894,00

Golfklúbbur Brautarholts

13.381.665,00

Golfklúbbur Álftaness

8.483.987,00

Vestfirðir

Tekjur

Samtals

Vesturland

1.206.545.255,00

Tekjur

Golfklúbbur Ísafjarðar

13.134.948,00

Golfklúbbur Bolungarvíkur

4.870.598,00

Golfklúbbur Bíldudals

2.784.920,00

Golfklúbbur Patreksfjarðar

2.192.904,00

Golfklúbbur Hólmavíkur

1.140.571,00

Samtals

24.123.941,00

Golfklúbburinn Leynir

89.653.310,00

Golfklúbbur Borgarness

77.933.638,00

Golfklúbburinn Mostri

23.433.144,00

Golfklúbburinn Vestarr

10.095.733,00

Golfklúbburinn Glanni

5.762.809,00

Suðurland

Golfklúbbur Húsafells

3.811.833,00

Golfklúbbur Vestmannaeyja

78.242.048,00

Golfklúbburinn Jökull

2.612.726,00

Golfklúbbur Selfoss

57.862.663,00

Golfklúbbur Staðarsveitar

2.022.012,00

Golfklúbburinn Kiðjaberg

53.998.269,00

Golfklúbburinn Öndverðarnesi

41.018.832,00

Golfklúbburinn Hveragerði

31.724.676,00

Golfklúbburinn Þorlákshöfn

23.826.890,00

Golfklúbburinn Flúðir

14.466.393,00

Golfklúbbur Hornafjarðar

9.137.809,00

Golfklúbburinn Skrifla Samtals

Norðausturland

563.933,00 215.889.138,00

Tekjur

Tekjur

Golfklúbburinn Þverá

7.312.298,00

Golfklúbbur Akureyrar

117.969.724,00

Golfklúbburinn Úthlíð

6.518.604,00

Golfklúbburinn Hamar

18.677.398,00

Golfklúbburinn Dalbúi

4.504.563,00

Golfklúbbur Húsavíkur

11.567.210,00

Golfklúbburinn Vík

3.362.735,00

Golfklúbbur Fjallabyggðar

9.315.347,00

Golfklúbburinn Tuddi

3.012.210,00

Golfklúbburinn Hvammur

3.713.500,00

Golfklúbbur Ásatúns

2.943.396,00

857.689,00

Golfklúbburinn Hellu

2.550.381,00

Golfklúbbur Mývatnssveitar Golfklúbburinn Lundur Samtals

Austurland

145.000,00 162.245.868,00

Tekjur

Golfklúbburinn Geysir Samtals

Reykjanes

458.436,00 340.940.203,00

Tekjur

Golfklúbbur Byggðarholts

9.416.807,00

Golfklúbbur Suðurnesja

72.444.548,00

Golfklúbbur Norðfjarðar

8.643.412,00

Golfklúbbur Grindavíkur

44.745.279,00

Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs

7.857.786,00

Golfklúbbur Vatnsleysustrandar

20.246.733,00

Golfklúbbur Seyðisfjarðar

7.392.801,00

Golfklúbbur Sandgerðis

15.985.545,00

Golfklúbbur Fjarðarbyggðar

6.781.601,00

Samtals

153.422.105,00

Golfklúbbur Vopnafjarðar

2.690.552,00

Samtals

42.782.959,00

28


ÁRSSKÝRSLA 2016

Fjöldi kylfinga eftir landssvæðum og póstnúmerum Landsvæði

2010

2011

2012

2013

2014

2015

2016

Breyting

Höfuðborgarsvæðið

9.017

9.233

9.574

9.670

9.525

9.686

10.015

329

Suðurland

2.569

2.520

2.861

2.885

2.815

2.673

2.805

132

Norðausturland

1.137

1.169

1.135

1.125

1.099

1.150

1.059

-91

Vesturland

959

1.037

998

932

962

951

937

-14

Reykjanes

1.115

1.096

1.066

1.022

1.020

913

1.041

128

Austurland

344

330

358

352

368

416

350

-66

Vestfirðir

348

388

366

341

308

389

367

-22

Norðvesturland

296

281

283

275

274

259

249

-10

15.785

16.054

16.641

16.602

16.371

16.437

16.823

386

Samtals 12,000

10,000

10,015

8,000

6,000

4,000 2,805 2,000

0

1,059

Höfuðborgarsvæðið

Suðurland

Norðausturland

937

Vesturland

Póstnúmer

1,041

Reykjanes

350

367

249

Austurland

VestÞrðir

Norðvesturland

Konur

Karlar

Samtals

210 Garðabær

462

854

1.316

112 Reykjavík (Grafarvogur)

332

737

1.069

220 Hafnarfjörður

287

643

930

200 Kópavogur (Kársnes, Austurbær)

297

575

872

221 Hafnarfjörður (Ásland, Setberg)

257

570

827

201 Kópavogur (Smárinn, Lindir, Salir)

280

535

815

108 Reykjavík (Fossvogur, Háaleiti, Skeifan)

261

473

734

110 Reykjavík (Árbær, Bryggjuhverfi, Norðlingaholt)

199

404

603

270 Mosfellsbær

166

426

592

203 Kópavogur

175

397

572

105 Reykjavík (Hlíðar, Laugardalur)

161

376

537

170 Seltjarnarnes

182

313

495

109 Reykjavík (Neðra-Breiðholt)

159

320

479

101 Reykjavík

145

298

443

900 Vestmannaeyjar

104

322

426

29


Ársskýrsla 2016

30


ÁRSSKÝRSLA 2016

Skýrsla landsliðsþjálfara Eins og segir í afreksstefnu sambandsins. „Innan tíu ára verði íslenskur kylfingur kominn á sterkustu mótaraðir atvinnumanna í Evrópu og/eða Bandaríkjunum.“ Þessu markmiði náði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í lok seinasta árs, þegar hún fékk keppnisrétt á Ladies European Tour. Þessum stórkostlega árangri hefur hún fylgt eftir með stöðugum framförum og á tíðum frábærri spilamennsku sem sýnir að hún á svo sannarlega heima meðal þeirra bestu. Hún hefur þegar tryggt sér þátttökurétt á lokastig úrtökumótsins fyrir bandarísku LPGA mótaröðina, en úrslitin þar ráðast í byrjun desember. Afreksstefna GSÍ er lifandi stefna, og er um þessar mundir í endurskoðun með hliðsjón af góðum árangri og breyttum forsendum. Afrekshópur var valinn samkvæmt viðmiðum afreksstefnunnar, þar sem tekið er annars vegar mið af árangri okkar kylfinga, og hins vegar að kylfingar mæti nýjum lægri forgjafarviðmiðum afreksstefnunnar. Alls skipuðu 52 kylfingar hópinn, þau yngstu 13 ára til okkar fremstu Forskots atvinnukylfinga. Forgjafarviðmiðin eru byggð á árangri kylfinga í afrekshópum undanfarinna ára, það er því mjög jákvætt að sjá að forgjöf okkar bestu kylfinga fari lækkandi. Æfingar afrekshóps GSÍ á undirbúningstímabili Vetraræfingar afrekshóps GSÍ voru í formi mánaðarlegra æfingabúða, þar sem kylfingar fengu fræðslufyrirlestra frá fagaðilum um málefni eins og líkamsþjálfun, hugarþjálfun, mataræði og fleira, auk verklegra líkams- og golfæfinga. Minni, sérvalinn hópur, æfði oftar undir stjórn Birgis Leifs, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Æfingar til undirbúnings landsliðsverkefna Úrtakshópur stúlkna og kvenna var valinn í maí til undirbúnings fyrir Evrópumót kvennalandsliða sem fór fram hjá GO. Úrtakshópur var valinn fyrir karlalandsliðið og voru leiknar 72 holur í úrtökumóti sem gaf eitt öruggt sæti í karlalandsliðinu á GRKorpu. Eftir að landsliðið sjálft var valið voru undirbúningsæfingar haldnar til að þétta hópinn. Þessar undirbúningsæfingar gáfu góða raun fyrir landsliðshópana og þjálfara. Föst landsliðsverkefni GSÍ Í fyrsta sinn síðan 2012 voru öll fjögur landslið sent á Evrópumót landsliða, en árangurinn var eftirfarandi: EM kvenna 16. sæti af 20 liðum. EM stúlkna U18 18. sæti af 18 liðum. EM karla 2. deild 1. sæti af 9 liðum. EM pilta U18 2. deild 3. sæti af 9 liðum.

deild á næsta ári. Karlalandsliðið stóð sig ágætlega á HM karla, en árangur stúlkna- og kvennalandsliða var frekar slakur. Við eigum vissulega efnilega kylfinga, en okkur vantar tilfinnanlega meiri breidd þegar kemur að stúlkna- og kvennalandsliðum. Framtíðin er björt, en sólgleraugun kosta pening! Fjórir kylfingar komust í haust á annað stig úrtökumóta fyrir European Tour, sem er frábær árangur. Valdís Þóra Jónsdóttir hefur sýnt að hún á fullt erindi á Ladies European Tour, og verður spennandi að fylgjast með henni á úrtökumótunum í desember. Árangur Ólafíu hefur verið frábær og sýnir að kylfingar frá Íslandi geta náð inn á mótaraðir þeirra allra bestu. Ólafía er frábær fyrirmynd og góður árangur hennar og annara afrekskylfinga dregur kylfinga að íþróttinni, unga sem eldri. Okkar fremstu afrekskylfingar komast ekki langt án góðs baklands, því afreksíþróttamennska, sér í lagi atvinnumennska kostar sitt, á leið kylfingsins til sjálfbærni. Forskot, afrekssjóður kylfinga, sem GSÍ er aðili að, hefur sannað gildi sitt með faglegri nálgun á styrkveitingum til okkar fremstu kylfinga, og ber að þakka fyrir það. Við fölnum hinsvegar í samanburði við önnur lönd þegar kemur að fé til afreksmála almennt, og eftir niðurskurð seinasta golfþings til afrekssviðs, þá þurfti að sleppa nokkrum föstum verkefnum og almennt skera niður hvað varðar umgjörð o.þ.h. Nú er tækifæri til að blása til nýrrar sóknar og fylgja góðum árangri eftir með enn öflugri hætti. Hlutverk og markmið GSÍ eru margþætt, en kjarninn, sem aðili að íþrótta- og afreksstefnu ÍSÍ, er að reka öflugt afreksstarf, sem leiðir vagninn í annari starfsemi. Þessu megum við ekki gleyma, og eigum ávallt að hafa að leiðarljósi, þegar kemur að markmiðasetningu og fjárúthlutun. Að lokum Eftir fimm ára starf sem landsliðsþjálfari læt ég af störfum um áramótin. Ég er afar þakklátur fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt frá upphafi til enda. Hjá GSÍ starfar að heilindum metnaðarfullt og hæft starfsfólk, sem vinnur mikið þrekvirki yfir aðal tímabilið. Þeim vil ég þakka sérstaklega sem og aðstoðarþjálfurum, stjórnar- og nefndarfólki. Þó ég skilji við þetta starf á þessum tímapunkti þá verð ég reiðubúinn áfram til aðstoðar enda vil ég leggja mitt af mörkum til að halda áfram að þróa það góða starf sem á sér stað í golfhreyfingunni. Með kveðju,

Annað hvert ár eru heimsmeistaramót áhugamanna karla og kvenna og sendum við öfluga kylfinga til Mexíkó í september s.l. Karlaliðið hafnaði í 25. sæti af 71 liði og karlaliðið í 43. sæti af 55 liðum. Árangur karlalandsliðanna sem kepptu í EM karla 2. deild var glæsilegur, og endurheimti liðið sæti í 1.

Úlfar Jónsson, Landsliðsþjálfari GSÍ

31


Golfsamband Íslands Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími: 514 4050 • Fax: 514 4051 Vefpóstur: info@golf.is

golf.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.