Afmælisblað - Golfklúbbur Grindavíkur 2021

Page 22

4 0 á ra a f mæl i sri t Gol f k l úbbs Grindav íkur

„La det swinge“

S

kagamaðurinn Birgir Leifur Hafþórsson, er sigursælasti karlkylfingur í sögu íslensks golfs en hann hefur hampað þeim eftirsóttasta alls sjö sinnum, síðast árið 2016. Birgir er sá íslenski karlkylfingur sem hefur náð hvað lengst sem atvinnumaður en alls spilaði hann sem atvinnumaður í 20 ár. Ferill Birgis Leifs er í raun ótrúlegur og var gaman að rifja hann upp með honum en um það leyti sem atvinnumannadraumurinn var að deyja, þá kviknaði á öðrum draumi. Hugur Birgis Leifs hafði lengi leitað á viðskiptalegar lendur og úr varð að hann fékk inngöngu í MBA nám í viðskiptafræði (Master of Business Administration) í Háskólanum í Reykjavík. Fjölskyldan tók ákvörðun, atvinnuferlinum í golfi var lokið og nýr kafli hófst á gamla góða skerinu. Birgir Leifur sem er einmitt að útskrifast á afmælisdegi GG þann 14. maí, er kominn með vinnu og byrjaður, hjá Íslenskum fjárfestum þar sem m.a. ræður ríkjum Sigurður Jónsson, sem varð klúbbmeistari GG árið 1992. Stundum er talað um að slá tvær flugur „í sama höfuðið“ og renndu félagarnir í golfskálann í Grindavík þar sem ég rakti úr þeim garnirnar. Hvernig, hvar og hvenær hófst golfferillinn? „Já það er rétt, Helgi Dan Steinsson dró mig í golfið og mun ég alltaf verða honum þakklátur fyrir það. Ég hef verið u.þ.b. 11 ára þegar ég byrjaði. Það má segja að þetta hafi verið frumstætt hjá okkur á Skaganum á þessum tíma og engin bein þjálfun. Við lærðum íþróttina einfaldlega sjálfir og meira að segja hélt ég vitlaust á kylfunni fyrstu árin og var kominn með 16 í forgjöf þannig [Birgir var með vinstri höndina fyrir neðan þá hægri! Innskot blaðamanns]. Sem betur fer vorum við margir að koma upp á þessum tíma, við Helgi Dan, Þórður Emil, Kristinn Bjarna og fleiri og alltaf var keppt og þá meina ég KEPPT, alltaf lagt eitthvað undir, pulsu & kók eða eitthvað álíka! Ég er sannfærður um að þessi keppni í byrjun nýttist mér síðar meir þegar ég var farinn að keppa á atvinnumannamótaröðinni, minn styrkleiki í golfi var alltaf andlegi þátturinn. „Eftir að hafa tapað fyrir honum Sigga [Fyrrnefndur ´92 klúbbmeistari GG, Sigurður Jónsson. Innskot blaðamanns] á Íslandsmóti unglinga 14 ára og yngri var ekkert annað að gera en að spýta í lófana og æfa meira, því mér finnst ekkert mjög gaman að tapa“. 22


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Hvernig spilar stjórn Golfklúbbs Grindavíkur Húsatóftavöll?

13min
pages 88-91

Uppbygging nýja golfskálans

6min
pages 94-95

Boltarnir voru hvor sínum megin við holuna, héngu báðir á bláþræði!

3min
page 93

Með leyfi konunnar fór ég næstum því holu í höggi

4min
page 92

Ef Erla og drengirnir þora að leggja undir, þá er ég til!

6min
pages 84-85

Vorum við hissa á því að Orange Whip væri ekki komið til Íslands

5min
pages 80-81

Við erum öðruvísi golfverslun…

8min
pages 76-77

Engar líkur á að ég verði forgjafarsvindlari!

2min
page 75

Aukin áhersla á kennslu á afmælisárinu!

1min
page 74

Ólafía Þórunn: „Ég hlakka til að spila allan völlinn ykkar“

6min
pages 70-71

Nándin hans Gauja – svindlið STÓRA!

4min
page 66

Lífsreynslusaga á golfvelli: S*it happens!

9min
pages 58-59

Stórflóð í ársbyrjun 2020

1min
page 57

Fastur punktur í tilveru grindvískra golfara

3min
page 53

Meistarar, formenn og heiðursmenn

3min
pages 50-51

Við myndum rúlla þeim upp, það er nokkuð ljóst!

8min
pages 46-47

Húsatóftavöllur í ýmsum myndum

2min
pages 42, 44

Umsagnir um Húsatóftavöll

1min
page 41

„Bláa Lónið vex með samfélaginu og samfélagið með fyrirtækinu“

3min
pages 40-41

Fundargerð frá stofnfundi GG - 14. maí 1981

1min
page 36

Ég ætla mér að komast inn á PGA í Bandaríkjunum!

6min
pages 34-35

Góðar næringarreglur fyrir árangur í golfi

5min
pages 32-33

Virðing fyrir leiknum - Siðareglur í golfi

5min
page 31

Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur: Bjartsýnn á framtíðina og hlakka til sumarsins

9min
pages 28-30

Fallegur golfvöllur - gerir íþróttabæ eins og Grindavík að betri íþróttabæ

3min
page 26

„La det swinge“

10min
pages 22-25

Á Tóftum í júní 2002

18min
pages 17-21

Ótrúlegt afrek Gulla - níu klúbbmeistaratitlar

4min
page 14

Bjögga er sú sigursælasta í kvennaflokki með sjö klúbbmeistaratitla

4min
page 13

Fyrsti sigurinn er líklega eftirminnilegastur

4min
page 11

Verður gaman að hitta gamla félaga úr klúbbnum

3min
page 10

Húsatóftavöllur er einn fallegasti golfvöllur landsins

1min
page 9

Stórhuga draumar Golfklúbbs Grindavíkur

7min
pages 4-5

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ: Þið eigið mikið hrós skilið fyrir ykkar vinnu

2min
page 6
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.