Page 1


"#8705&4'('9"(,/&1 !"#$%"&'(()(*+,-%*.."./001"2)+34%)0'2 (-5561478)9:-;%-7)$.)0"&%<6-.2"=

!"#$%&'(')#*'+,-.%,/#001 234%'('/34%5'5$6%#7,

!"#$%"&'(()%*++"+,--.)'/)(*0)1'-)'/)&$%23)1'-)456(72/'0&")%"()23)48%%2)'32)9/2+2),/)/'*:"&+;-<)=23)"&&"4'(9;/)&":>%.&)1'-)($1&2/)?'+2/)%;++"3)'/@ 0/61$+21%).)-;&&"&;-)$+)9/'+;/),/)0/64A2/01'"&:'&&;-)?'+2/)/'*:"&+;-)'/)48%%<)B*++52)1:2()'"%%)1%*::").)'"&;@)48+%)$+)/>('+2)%"()23)A"&&2)+'+& /'*:"&+2?C/0<))D:2--%;/)'/)'"&1%2:("&+1E;&9"&&@)'&)'::")-6)%*++52)0('"/")'&)FG)1%:<)6)92+<))H::")'/)/63(2+%)23)&$%2)(*0"3)('&+;/)'&)I)6/<))))!":>%.&)+'%;/ A2(9"3)2;:2A'/:;&;-@)1<1<)1A"-2@)4C0;3A'/:@)>+('3"@)4":1%2)$+)'/%"&+;).)-'(%"&+2/08/;-<))D5,:("&+2/)-'3)1(8-2)452/%2J)$+)83215,:9>-2)'"+2)'::")23 &$%2)&":>%.&(*0)&'-2).)12-/63")A"3)(8:&"<))!"#$%"&'(()%*++"+,--.)'/)'::")8%(23)EC/&;-)*&+/")'&)IG)6/2)&'-2).)12-/63")A"3)(8:&"<)K*&&"3)*::;/)A'( ('"3E'"&"&+2/)1'-)0*(+52)72::&"&+;&&"<)L'*-"3)?2/)1'-)EC/&)4A$/:")&6)%"()&M)156<


þessara hátíða að þeim loknum og stundum verða sorglegir atburðir á þeim. Oft er spjótum beint að mótshöldurum og þeir sakaðir um að standa sig ekki í stykkinu. Oft mættu þeir vafalaust gera betur, en það má þó ekki gleymast að foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum fyrst og síðast. Ef engin bönd halda börnum og unglingum frá útihátíðum Verslunarmannahelgarinnar verða foreldrar einfaldlega að láta sig hafa það að fara með þeim eða tryggja að einhver fullorðinn á sömu hátíð líti til með þeim og veiti þeim nauðsynlegt aðhald og eftirlit.

umarið er tími útiveru, ferðalaga og hátíðahalda. Íslenska sumarið er stutt og því keppast allir við að njóta þess á meðan færi gefst, þeytast um landið þvert og endilangt, ýmist á þarfasta þjóni nútímans, bílnum, tveimur jafnfljótum eða á annan hátt. Íslenska sumarið er tími gleði og ánægju, óútreiknanlegt, en kærkomið. En stundum er sagt að engin rós sé án þyrna. Það á við þennan gleðitíma eins og margt annað. Ýmsir skuggar spilla gleðinni. Júlí og ágúst eru t.d. mestu slysamánuðirnir í umferðinni, samkvæmt upplýsingum Umferðarstofu og slys við ár og vötn og ýmsa tómstundaiðju eru algeng á sumrin. Það er því full þörf á að sýna árvekni og aðgæslu og gæta hófs í gleðinni. Áfengisneysla hefur aukist jafnt og þétt á Íslandi síðustu ár. Það þýðir meðal annars að áfengi er oftar notað og hugsanlega við fleiri aðstæður en áður. Margir drekka áfengi með grillmatnum og fólk hópast saman af ýmsu tilefni þar sem áfengi er haft um hönd. Þá er að mörgu að gæta. Í fyrsta lagi má nefna að ölvun skerðir einbeitingu og dregur úr árvekni. Í öðru lagi slaknar á hömlum, sem dregur úr ábyrgðarkennd. Í þriðja lagi dregur áfengi úr hæfni til ýmissa athafna sem stundum geta skilið á milli lífs og dauða. Hér er átt við hina líkamlegu hæfni, s.s. að bregðast við þegar þörf er skjótra viðbragða, t.d. í umferðinni, og aðlögunarhæfni líkamans í erfiðum aðstæðum, t.d. þegar fólk fellur í kalt vatn og kemst ekki úr því á auðveldan hátt á skömmum tíma. Svona má áfram telja, enda ótal dæmi um slys og óhöpp sem beint eða óbeint má rekja til ölvunar. Það er því mikilvægt að sýna aðgætni og varkárni þegar áfengis er neytt.

Sumarið er einnig varhugaverður tími varðandi reykingar barna og unglinga. Kannanir sýna að flestir sem á annað borð reykja byrja að reykja á sumrin. Unglingar hafa margir meiri peninga handa á milli vegna launaðrar sumarvinnu og eftirlit af hálfu foreldra og starfsmanna skóla er ekki eins mikið. Þetta vita þeir sem starfa með börnum og unglingum, s.s. vinnuskólar, og reyna að bregðast við með viðeigandi hætti, eins og sagt er frá hér í blaðinu. Sumarið er einnig tími útihátíða. Útihátíðahefðin um Verslunarmannahelgina á Íslandi er löng og úr mörgu að velja í þeim efnum. Þær eru að sönnu með ýmsum hætti, sumar eru miðaðar við að fjölskyldan geti öll komið saman og skemmt sér, aðrar eru stílaðar inn á unglinga og ungt fólk einvörðungu. Margir foreldrar kvíða þessari helgi, enda töluverð umræða um neikvæðar hliðar

Sumarið er engu að síður tími gleðinnar, tími nóttlausra daga og ævintýra. Það er í okkar höndum hvers og eins að nýta tækifærin og möguleikana sem það býður uppá. Það er í höndum okkar hvers og eins að geta litið til baka að sumri loknu og notið minninganna.


15 ára og eldri árið 2002. Neysla sterkra drykkja, sem áður einkenndi áfengisneyslu Íslendinga, hefur hins vegar dregist saman úr 2,85 lítrum árið 1989 í 1,58 lítra árið 2002. Þetta er samdráttur upp á rúm 44%. Hlutfall sterkra drykkja í heildarneyslunni er nú komið í ca. 25%, úr rúmum 50% árið 1989. Þar áður var hlutfallið jafnvel enn hærra, eða allt að 75%.

fengisneysla Íslendinga hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum eins og mynd 1 ber með sér. Tíu síðustu árin áður en sala á áfengum bjór var leyfð var neyslan í jafnvægi og breyttist lítið á milli ára. Árið 1989, þegar bjórinn var leyfður, stökk áfengisneyslan upp um 23%, en úr henni dró aftur næstu þrjú ár þar á eftir. Frá þeim tíma hefur áfengisneysla aukist jafnt og þétt, eða um 4,5% að meðaltali á milli ára, og er nú 6,54 lítrar af hreinum vínanda á íbúa 15 ára og eldri. Síðustu tíu ár hefur neysla áfengis á Íslandi aukist

um 47%. Samhliða þessari miklu aukningu hefur samsetning neyslunnar einnig breyst. Þetta er sýnt á mynd 2. Eins og hér má sjá náði bjórinn strax á fyrsta ári tæplega 35% neysluhlutdeild og hefur aukið hana jafnt og þétt frá þeim tíma. Bjórinn er nú orðinn rúmlega 50% af heildarneyslu áfengis í landinu, var 1,9 lítrar árið 1989 en var kominn í 3,29 lítra á hvern íbúa

Nokkrar breytingar hafa einnig orðið á neyslu léttra vína. Fyrstu árin eftir að sala bjórs hófst hér á landi dró nokkuð úr neyslu léttvína. Árið 1988, síðasta heila bjórlausa árið, var neyslan 1,03 lítrar á hvern íbúa 15 ára og eldri en fór niður í 0,71 lítra árið 1995. Síðan hefur sala á léttvíni aukist jafnt og þétt, eða um rúm 13% á ári að meðaltali til ársins 2002. Hlutfall léttra vína í heildarneyslu áfengis er nú rúmlega 25% sem er svipað og áður en sala bjórs var leyfð 1989.

47%

Sé litið til áranna frá 1989 má segja að þróunin hafi verið sú að neysla sterkra vína hafi jafnt og þétt dregist saman, bæði í magni talið og sem hlutfall af heildarneyslunni; bjórneysla hafi aukist verulega, bæði í magni talið og sem hlutfall af heildarneyslu; en léttvínsneysla sé komin í svipað hlutfall af heildarneyslu áfengis og var áður


Mynd 3

Mynd 4

en farið var að selja bjór, en aukist að magni til. Heildarneyslan hefur svo aukist verulega, eins og áður segir, og hefur aldrei verið meiri í landinu frá því að farið var að halda skrá yfir selt áfengi.

Ef heildarneysla áfengis á Norðurlöndum síðustu ár er skoðuð og borin saman, eins og gert er á mynd 3, sést að neysla áfengis er mest á Grænlandi, en dregið mikið úr henni undanfarin ár. Danir koma næstir og hefur heildarneysla þeirra lítið breyst á undanförnum árum. Finnar, sem koma þriðju, hafa aftur á móti minnkað neysluna nokkuð. Heildaráfengisneysla Íslendinga, Færeyinga, Svía og Norðmanna er mjög áþekk. Neysla Norðmanna og Íslendinga hefur lengi fylgst að, en Íslendingar geta ekki lengur státað af minnstri áfengisneyslu Norðurlanda. Norðmenn hafa tekið það heiðurssæti. Ef horft er á þessa

mynd í heild sést að saman dregst með norrænu þjóðunum. Neyslan minnkar þar sem hún hefur verið mest, en eykst þar sem hún hefur verið minnst. Vert er þó að minna á að varasamt er að taka samanburð á milli landa alltof bókstaflega. Sala og dreifing getur verið mismunandi. Aðgengi að áfengi hefur aukist mikið á síðustu árum. Ef borin eru saman árin 1990-1992 og 2000-2002 sést að fjöldi vínveitingaleyfa hefur meira en þrefaldast og fjöldi sölustaða Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins hefur tvöfaldast. Heildarfjöldi vínveitingastaða á hvern Íslending 15 ára og eldri hefur því aukist gríðarlega á síðustu árum. Eru nú aðeins Danir með fleiri vínveitingastaði en Íslendingar á hvern íbúa ef litið er til Norðurlanda. Þar í landi hefur hins vegar engin fjölgun orðið á sama tíma og mikil fjölgun hefur orðið hér á landi.


Styrktarlínur Reykjavík Ægir, seglagerð, Eyjarslóð 7 Úti og inni sf, Þingholtsstræti 27 Listvinahúsið, leirkerasmíði, Skólavörðustíg 43 Fasteignamarkaðurinn ehf, Óðinsgötu 4 Borgarbókasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 15 Kennarasamband Íslands, Laufásvegi 81 Veitingahúsið Caruso, Þingholtsstræti 1 Hafgæði sf, Fiskislóð 28 Reykjavíkurhöfn, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17 Borgarblöð ehf, Vesturgötu 15 Flugradíó sf, Reykjavíkurflugvelli Arkis ehf, Skólavörðustíg 11 Kaþólska kirkjan á Íslandi, Hávallagötu 14-16 Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, Kringlunni 7 Gunnar Eggertsson hf, Sundagörðum 6 Vilhjálmsson sf, Sundaborg 1 Dreifing ehf, Vatnagörðum 8 Ísberg hf, Sundaborg 1 DHL hraðflutningar ehf, Skútuvogi 1e Skotfélag Reykjavíkur, Engjavegi 6 Íslensk getspá sf, Engjavegi 6 Knattspyrnusamband Íslands, Laugardal Menntaskólinn við Sund, Gnoðarvogi 49 Endurskoðunarskrifstofa, Laugavegi 178

Guðmundur Jónasson hf, Borgartúni 34 Fasteignasalan Garður ehf, Skipholti 5 Sónn ehf, Einholti 2 Verðbréfaskráning Íslands hf, Laugavegi 182 Landssamband lögreglumanna, Grettisgötu 89 Hlíðaskóli, Hamrahlíð 2 VSÓ Ráðgjöf ehf, Borgartúni 20 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs, Skógarhlíð 14 Kaupás hf, Nóatúni 17 Hagaskóli, Fornhaga 1 Félag eggjaframleiðenda, Bændahöllinni Internet á Íslandi Isnic, Dunhaga 5 Reemax ehf, Síðumúla 33 Ottó B. Arnar ehf, Ármúla 29 Tónskóli þjóðkirkjunnar, Háaleitisbraut 66 Húsakaup, Suðurlandsbraut 52 Mörk ehf gróðrarstöð, Stjörnugróf 18 Verðbréfastofan hf, Suðurlandsbraut 18 Ís-spor ehf, Síðumúla 17 GP arkitektar, Suðurlandsbraut 4 RT ehf, Síðumúla 1 Raf-Ós hf, Kambaseli 21 List og saga ehf, Engjaseli 41 Sveinsbakarí, Arnarbakka 4-6 Málarakompaníið ehf, Fornastekk 3 Feró ehf, Steinaseli 6 Breiðholtsskóli, Arnarbakka 1-3 Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, Þangbakka 5 Seljakirkja, Hagaseli 40

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Stuðlahálsi 2 Bergrós ehf, Höfðabakka 1 Rafás, rafverktaki, Fjarðarási 3 Íþróttafélagið Fylkir, Fylkisvegi 6 Sprinkler pípulagnir ehf, Bíldshöfða 18 Trésmiðjan Kompaníið hf, Bíldshöfða 18 Aðalblikk ehf, Vagnhöfða 19 Samband íslenskra bankamanna, Nethyl 2 Hópferðamiðstöðin ehf, Hesthálsi 10 Fanntófell ehf, Bíldshöfða 12 Rafsvið sf, Haukshólum 9 Matthías ehf, Vesturfold 40 Meistaraefni ehf, Vesturlandsvegi SORPA, Gufunesi Byggingafélagið B3 ehf, Gufunesi Við og Við sf, Gylfaflöt 3 Vélamiðstöð ehf, Gylfaflöt 9 Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, Lindargötu Arnarhváli

Seltjarnarnes Ísbíllinn, Vesturströnd 31

Vogar Silungur ehf, Stóru-Vatnsleysu,

Kópavogur Landvélar ehf, Smiðjuvegi 66D Byggðaþjónustan ehf, Auðbrekku 22 Rafmiðlun ehf, Auðbrekku 2 Bókasafn Kópavogs, Hamraborg 6a


að er hlutverk okkar foreldra að ala börn okkar þannig upp að þau búi yfir jákvæðri sjálfsmynd, átti sig á mismunandi lífsstíl, áhættuhegðun og áhrifum fíkniefnaneyslu. Einnig að þau sýni sjálfstæði og geti á gagnrýnan hátt áttað sig á úthugsaðri auglýsingamennsku sem fyrst og fremst er ætluð unglingum. Til að vel takist til verður að vera til staðar góð samvinna heimila, skóla, æskulýðs- og íþróttaafélaga og annarra þeirra er vinna að uppbyggandi starfi og forvörnum með börnum og unglingum. Foreldrar verða að setja börnum og unglingum reglur. Ef börn alast ekki upp í því að fara eftir reglum getur það reynst þrautin þyngri að fara að setja ákveðnar reglur þegar komið er fram á unglingsár. Í gegnum áratuga langt starf mitt með unglingum veit ég að unglingar vilja reglur. Unglingar vita að reglur sem foreldrar setja byggja á ást og umhyggju. En foreldrar verða að vera samkvæmir sjálfum sér, gefa skýr skilaboð og standa fast á því að nei þýðir nei! unglingum að fara án foreldra eða forráðamanna á útiskemmtanir um Oft heyrir maður foreldra segja að Verslunarmannahelgina. Það er þeir treysti sínum unglingi og gefa dapurlegt að heyra og lesa um þar með grænt ljós á útihátíðir. Að útiskemmtanir sem fara úr böndum. mínu mati er ekki nóg að treysta Reynslan sýnir okkur að það sem sínu barni. Því miður er umhverfi átti að vera skemmtileg upplifun með margra útihátíða þannig að því er vinum og kunningjum snýst upp í alls ekki treystandi. Þar leynast andhverfu sína. Hér á ég við t.d. einstaklingar sem ég vil alls ekki að nauðganir, áfengis- og fíkniefnaséu í samvistum við mitt barn neyslu, ofbeldi og ótímabæra sólarhringum saman. Mér finnst kynlífsreynslu sem oftar en ekki á það út í hött að leyfa ósjálfráða sér stað undir áhrifum vímuefna.

Allt öðru máli gegnir um skemmtanir sem sérstaklega eru sniðnar að þörfum fjölskyldufólks og þá auðvitað án áfengis eða annarra fíkniefna. Til eru þær fjölskyldur þar sem skapast hefur sú hefð að fjölskyldan gerir eitthvað saman t.d. fer í veiði, tjaldútilegu, eða í sumarhús um þessa mestu ferðahelgi landsmanna. Það eru forréttindi foreldra en ekki fórn.


tihátíðir eru hluti af skemmtanamenningu á Íslandi um Verslunarmannahelgina. Á hverju ári eru haldnar nokkrar hátíðir vítt og breitt um landið og fólk á öllum aldri safnast þar saman til að njóta dagskrár og aðbúnaðar sem hátíðarhaldarar hafa sett saman. Flestar þessar útihátíðir einkennast þó af fjölskylduvænum atriðum sem ganga í augu og eyru jafnt þeirra allra yngstu og þeirra sem eldri eru.

Ekki er þó langt síðan að þessar hátíðir einkenndust mest af mikilli drykkju mótsgesta sem flestir hverjir dvöldust í tjöldum við frekar bágborin skilyrði. Þótt þessar hátíðir hafa tekið miklum breytingum síðustu misseri hafa margir haft áhyggjur slæmri ímynd útihátíða, sem eiga sér töluvert langa sögu. Um miðja síðustu öld fór töluvert að bera á ölvun unglinga tengdri útihátíðum, svo sem um verslunar-

manna- og hvítasunnuhelgar. Þegar árið 1952 mátti lesa í Morgunblaðinu og Vísi kvartanir yfir „óheyrilegri ölvun og skrílmennsku“ um verslunarmannahelgina, einkum við Hreðavatnsskála þar sem „ölmóður óspektalýður ... framdi mikil spell“. Segja má að Verslunarmannahelgin árið 1952 marki upphafið að tiltekinni óheillaþróun í skemmtana- og áfengismálum ungmenna. Ræturnar liggja þó trúlega lengra aftur.


Eftir Eldborgarhátíðina 2001 setti dóms- og kirkjumálaráðuneytið af stað nefndarvinnu sem taka átti saman hugmyndir að reglugerð fyrir útihátíðahaldara í því skyni að auka öryggi samkomugesta. Nefndin skilaði skýrslu um tilhögun þessara mála þar sem m.a. er að finna 11 tillögur um undirbúning og framkvæmd útihátíða. Í þessari samantekt nefndarinnar má glöggt Sú hátíð sem fékk einna mest sjá hversu viðamikið verkefni það umfjöllun á þessum árum var hátíð er að halda hátíðir sem þessar ef um Hvítasunnuhelgina 1963 í uppfylla á allar kröfur um aðbúnað Þjórsárdal. Í Morgunblaðinu 5. júní og öryggisgæslu. Það hefur e.t.v. 1963 er ástandinu þar allvel lýst. verið megin ástæðan fyrir slæmum Þar kemur fram að síðari hluta útkomum útihátíða að undirbúningi laugardags hafi tekið að drífa að unglinga og þar hafist gífurlegur drykkjuskapur með hvers konar skrílmennsku og ólátum. Þá er frá því skýrt að Reykjavíkurlögreglan hafi komið á vettvang á sunnudagsmorgun og hafi þá verið ófagurt um að lítast í dalnum. Mörg ungmenni, flest á aldrinum 15 - 17 og framkvæmd hefur verið ára, lágu eins og hráviði um skóg ábótavant og reglur um samkomur, og lautir, ósjálfbjarga af ölvun, en löggæslu, öryggismál og aðbúnað þeir sem enn höfðu meðvitund ekki virtar. ráfuðu um og böðuðu sig í Sandá, ýmist í fötunum eða naktir. En útihátíðir eru ekki allar eins og þær má flokka eftir staðsetningu Þessar fréttir segja meira en mörg og tilgangi. Hinar eiginlegu útihátíðir orð um ástand mála og áhyggjur eru ekki margar en í gegnum tíðina margra yfir því hvernig þessar hátíðir hafa hátíðir í Húsafelli, Húnaveri, hafa verið svartur blettur á unglinga- Þjóðhátíð í Eyjum og og skemmtanamenningu um Galtalækjarmótin verið mest verslunarmannahelgar. Allar götur áberandi. Munurinn á þessum síðan 1952 hafa verið lagðar fram hátíðum er þó töluverður en tillögur um úrbætur sem litlu hafa Galtalækjarmótin skera sig þó mest breytt en mikið vatn er runnið til úr fyrir að vera eina yfirlýsta sjávar síðan og útihátíðahald tekið bindindismótið. Eftir 1990 fór að ýmsum breytingum á sama tíma. bera á svokölluðum bæjarhátíðum,

eins og á Akureyri, Siglufirði, Neskaupsstað og Skagaströnd en þar hefur útihátíðin verið færð inn í bæjarfélögin til að auka ferðamannastrauminn. Þótt ekki sé um raunverulega útihátíðir að ræða hafa ýmsir fylgifiskar fylgt þeim eins og mikil ölvun og óspektir ungmenna. Auk þessara hátíða hafa minni samkomur verið haldnar um Verslunarmannahelgina víða um land, eins og í Vatnaskógi, Staðarfelli, Vík og Kirkjulækjarkoti. Fyrir nokkrum árum færði UMFÍ Unglingalandsmót sín yfir á Verslunarmannahelgina og heldur nú þessa íþróttahátíð æskufólks árlega á mismunandi stöðum. Unglingamótin eru ekki útihátíðir í þeim skilningi en draga til sín fjölskyldufólk um þessa mestu ferðamannahelgi ársins og e.t.v. tímaspursmál hvenær þetta „íþróttamót“ verður að „úthátíð“ með sínum kostum og göllum. Útihátíðir, eins og við höfum þekkt þær, hafa orð á sér fyrir að vera sukkhátíðir með tilheyrandi afskiptum löggæslu- og heilbrigðisyfivalda. Yfirbragð þessara hátíða virðist þó ráðast alfarið af því hvernig undirbúningi er háttað og hafa Galtalækjarmótin t.a.m. sýnt það í gegnum tíðina að með því að framfylgja lögum um áfengisneyslu, útivistartíma og almennt forvarnastarf, s.s. með leit við innkomu og reglum um áfengislaus svæði, þá er hægt að komast hjá flestu af því sem ógnar öryggi og ásýnd útihátíðanna.


Á pallinum Írafár Í svörtum fötum Örn og Kalli Fryd og Gammen Smaladrengirnir Kata og dansarar Halldór Gylfa og Selma Barnaböll Afi Línudans Hæfileikakeppni Á svæðinu Ævintýraland fyrir

börnin

Kvöldvökur Flugeldasýning Go-kart Tívolí Ökuleikni Fitness keppni Hekluganga Poppmessa með Pálma Í kúlunni Búdrýgindi • Lada sport Coral • Lokbrá • ORG Bob • Doctuz • Betlehem séra

FITNESS • ÆVINT†RALAND FYRIR BÖRNIN GO-KART • ÖRN OG KALLI • BÚDR†GINDI KVÖLDVÖKUR • FLUGELDAS†NING og margt fleira

Forsala a›göngumi›a í verslunum Hagkaupa

KRAKKA FITNESS


Styrktarlínur Kópavogur

Bessastaðasókn, Mýrarkoti 2

Akranes

ALARK arkitektar ehf, Hamraborg 7 Bifreiðaverkstæði Kópavogs ehf, Skemmuvegi 24 Hjallaskóli, við Álfhólsveg Íslandsspil sf, Smiðjuvegi 11a Bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar ehf, Smiðjuvegi 22 Kópavogsbær, Fannborg 2 Bílaleiga J & S, Lækjasmára 6 G. Gunnarsson ehf, Hlíðasmára 8 Sýslumaðurinn í Kópavogi, Dalvegi 18 Vaki - DNG hf, Akralind 4 Dúkó ehf, Grófarsmára 8

Keflavík

Straumnes ehf, rafverktakar, Krókatúni 22-24 Verslunin Nína, Kirkjubraut 4 Sýslumaðurinn á Akranesi, Stillholti 16-18 Nínúska ehf larshand.gpnworld.com, Vesturgötu 24b Vélsmiðja Ólafs R Guðjónssonar, Smiðjuvöllum 6 Hreingerningarþjónusta Vals, Vesturgötu 163 Haraldur Böðvarsson hf, útgerð, Bárugötu 8-10 Híbýlamálun Garðars Jónssonar ehf, Einigrund 9 Öryggisþjónusta Vesturlands ehf, Skólabraut 2 Runólfur Hallfreðsson ehf, Krókatúni 9 Íþróttabandalag Akraness, Höfðabraut 5

Garðabær Garðasókn, Kirkjuhvoli Vineyard heimakirkja, Blikanesi 24

Hafnarfjörður Björn Már Ólafsson augnlæknir, Suðurgötu 44 Hafnarvík, Óseyrarbraut 17 Flói ehf, Fjóluhvammi 21 Sýslumaðurinn í Hafnarfirði, Bæjarhrauni 18 Rafgeymasalan ehf, verkstæði, Dalshrauni 17 Hafnarfjarðarkirkja, Strandgötu Jón málari ehf, Vallarbarði 7 Nýsir hf, Flatahrauni 5a JHL rafmagn ehf, Melabraut 26

Bessastaðahreppur Bessastaðahreppur, Bjarnastöðum

Tannlæknastofa Einars og Kristínar, Skólavegi 10 Bakkavör Group hf, Brekkustíg 22 Varmamót ehf, Framnesvegi 19 Reykjanesbær, Hafnargötu 57 Umbrot ehf, Víkurbraut 13 Sýslumaðurinn í Keflavík, Vatnsnesvegi 33 Ökuleiðir svf, Hafnargötu 56 Keflavíkurkirkja, Kirkjuvegi 25

Keflavíkurflugvöllur Íslenskur markaður hf, Leifsstöð

Grindavík Grindavíkurkaupstaður, Víkurbraut 62

Sandgerði Sandgerðisbær, Tjarnargötu 4

Garður Gerðahreppur, Melbraut 3 Karl Njálsson ehf, fiskverkun, Melbraut 5

Mosfellsbær Bókasafn Mosfellsbæjar, Þverholti 2 Eyjaberg ehf, Eyjum 2 Bello ehf hársnyrtistofa, Háholti 14 2. hæð

Borgarnes Borgarbyggð, Borgarbraut 11 Loftorka Borgarnesi ehf, Engjaási 2-8 Vélabær hf bíla- og búvélaverkstæði, Andakílshreppi Skorradalshreppur, Grund

Stykkishólmur Hvítasunnukirkjan Stykkishólmi, Lágholti 2 Helgafellssveit, Saurum Stykkishólmskirkja,

Snæfellsbær Steinunn ehf, Suðurbakka 6


amkvæmt könnunum Krabbameinsfélagsins og héraðslækna byrja flestir unglingar sem fara að reykja reykingar sínar að sumri til. Þá hafa margir meiri fjárráð vegna þess að þeir stunda launaða vinnu, þeir hafa meiri frítíma og eru oftar utan eftirlits skóla og heimila. Það er því mikilvægt að foreldrar og aðrir sem bera ábyrgð á málefnum barna og svæðum og gróðurbeðum bæjarins unglinga haldi vöku sinni einnig yfir og gróðursetja tré og runna og sumarblóm. Þeir mála líka leiktæki sumartímann. og þess háttar og aðstoða inná Vinnuskólinn á Seltjarnarnesi var stofnunum bæjarins, leikskólum, settur 10. júní sl. Við opnun hans leikjanámskeiðum, knattspyrnuskóla, o.s.frv. ræddi forstöðumaður skólans, Steinunn Árnadóttir, sérstaklega um reykingar við starfsmenn skólans, Er einhver (forvarna)stefna í gangi sem eru unglingar á aldrinum 13- varðandi reykingar unglinganna? 16 ára. Áhrif spurði Steinunni nánar Vinnuskólinn er reyklaus vinnustaður. útí þennan þátt hjá vinnuskólanum. Svo koma fulltrúar frá Jafningjafræðslunni í heimsókn til 10. bekkinga á hverju sumri. Hvað eru margir unglingar að störfum hjá Vinnuskóla Seltjarnar- Ég minntist á það við setningu skólans að kostnaður við reykingar ness í sumar? gæti verið mikill á löngum tíma og Um 220 unglingar í ár. nefndi ég þá sem dæmi að ef sá sem reykir mikið að staðaldri í 20 ár reykir Við hvað vinna unglingarnir? frá sér góða 3 herbergja íbúð í Þeir sjá um hirðingu á opnum

Reykjavík. Ég held að krakkarnir skilji alveg hvað þetta er dýrt og mikil vitleysa. Hvað gerið þið ef einhver er staðinn að því að reykja í vinnunni? Þá hefur viðkomandi SJÁLFUR sagt sig úr vinnu og kemur ekki meir. Hefur þú fengið einhver viðbrögð hjá unglingunum varðandi afstöðu ykkar í reykingamálunum? Finnst þeim þetta ekkert strangt? Ég held bara að unglingarnir séu hlynntir þessu og þeir virða þessar reglur og finnst þetta ábyggilega raunhæft. Hefur þetta skilað árangri að þínu mati? Þetta heldur unglingunum frá reykingum meðan á vinnu stendur, eins og gengur með reyklausa vinnustaði almennt, en við getum lítið mælt árangur og erfitt fyrir okkur að meta hann. Það hefur að minnsta kosti enginn unglingur verið staðinn að reykingum í vinnunni hjá okkur eftir að þessi regla var sett á.


Styrktarlínur Snæfellsbær

Þingeyri

Egilssíld ehf, Gránugötu 27

Leiðarljós ehf, Sólbrekku Hellnum

Brautin sf, Ketilseyri

Akureyri

Hólmavík

Tannlæknastofa Árna Páls Halldórssonar, Mýrarvegi Sparisjóður Norðlendinga, Skipagötu 9 Laugafiskur hf, v/ Fiskitanga Egill Jónsson hf, tannlæknastofa, Hofsbót 4 Félag verslunar- og skrifstofufólks, Skipagötu 14 Vaxtarræktin Akureyri, Íþróttahöllinni við Skólastíg Björn málari ehf, Austurbyggð 10 Eining-Iðja, Skipagötu 14 Vélsmiðjan Ásverk ehf, Gránufélagsgötu 47 Gleraugnasalan Geisli, kaupangi Knattspyrnufélag Akureyrar, KAheimilið Dalsbraut Möðruvallakirkja, Hríshóli Kjarnafæði hf, Fjölnisgötu 1b

Búðardalur Sýslumaðurinn í Búðardal, Miðbraut 11 Dalakjör hf, matvöruverslun, Vesturbraut 10

Ísafjörður Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, Hafnarstræti 6 Efnalaugin Albert ehf, Pollagötu 4 Kjölur ehf, Urðarvegi 37 Krossnes ehf, Króki 2 Hamraborg ehf, Hafnarstræti 7

Sýslumaðurinn á Hólmavík, Hafnarbraut 25

Hvammstangi Húnaþing vestra, Klapparstíg 4 Hvammstangakirkja, Höfðabraut 6

Blönduós Blönduóskirkja, Sýslumaðurinn á Blönduósi, Hnjúkabyggð 33

Skagaströnd

Bolungarvík

Höfðahreppur, Túnbraut 1-3

Gná hf, Aðalstræti 21 Brún ehf, Kirkjuvegi 1 Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Hafnargötu 37

Sauðárkrókur

Súðavík Súðavíkurkirkja, Holtagötu 6

Patreksfjörður Söluturninn Albína og Rabbabarinn, Aðalstræti 89 Vöruafgreiðslan Patreksfirði ehf, Hafnarsvæði

Stoð ehf, Aðalgötu 21 Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, Suðurgötu 1 Verslun Haraldar Júlíussonar, Aðalgötu 22 Bókhaldsþjónusta KOM ehf, Víðihlíð 10 Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1

Fljót

Grímsey Grímseyjarhreppur, Eyvík

Ólafsfjörður Sýslumaðurinn á Ólafsfirði, Ólafsvegi 3 Dvalarheimilið og Heilsugæsla Ólafsfjarðar

Kvenfélagið Framtíðin, Fljótum,

Húsavík

Tálknafjörður

Siglufjörður

Útnaust ehf, Strandgötu 43

Berg hf, byggingafélag, Norðurgötu 16

Knarrareyri ehf, Garðarsbraut 18a Víkurraf ehf, Héðinsbraut 4 Húsavíkurbær, Ketilsbraut 9


Akraneskaupstaður

Lögreglustjórinn í Reykjavík


Styrktarlínur Húsavík Skóbúð Húsavíkur, Garðarsbraut 13 Kvenfélag Húsavíkur, Kvenfélagið Hildur, Rúnar Óskarsson ehf, Hrísateigi 5

Laugar Kvenfélag Reykdæla, Narfastöðum

Kópasker Önundur ehf, Boðagerði 7

Raufarhöfn

Hitaveita Egilsstaða og Fella, Einhleypingi 1

Reyðarfjörður Gáma- og tækjaleiga Austurlands ehf, Búðareyri 15

Eskifjörður Heilbrigðisstofnun Austurlands, Strandgötu 31

Neskaupstaður Fjarðabyggð, Egilsbraut 1

Höfn

Hótel Norðurljós, Aðalbraut 2 Þorsteinn GK 15 ehf, Aðalbraut 41a Jökull ehf, Aðalbraut 4-6

Farfuglaheimilið Nýibær ehf, Hafnarbraut 8 Skinney - Þinganes, Krossey Flatey ehf, Flatey 1 Kvenfélagið Vaka,

Þórshöfn

Selfoss

Geir ehf, Sunnuvegi 3

Fjölbrautaskóli Suðurlands, Tryggvagötu 25 Set ehf, plastiðnaður, Eyravegi 41-49 Guðmundur Tyrfingsson ehf, Fossnesi C Kvenfélag Gnúpverja, Plastmótun ehf, Læk Skálholtssöfnuður, Skálholti

Vopnafjörður Hvítasunnukirkjan Vopnafirði, Fagrahjalla 6

Egilsstaðir Bókasafn Héraðsbúa, Tjarnarbraut 19 Menntaskólinn á Egilsstöðum, Tjarnarbraut 25 Egilsstaðakirkja, Laugavöllum 19 Ferðaþjónustan Stóra Sandfelli, Stóra-Sandfelli 2

Hveragerði Hveragerðisbær, Hverahlíð 24

Þorlákshöfn Humarvinnslan ehf, Unubakka 42-44

A.K. flutningar ehf, Setbergi 16 Hafnarnes hf, útgerð, Óseyrarbraut 16 b Þorláks- og Hjallakirkja, Reykjabraut 11 Humarvinnslan -Portland ehf, Unubakka 21

Stokkseyri Kvenfélag Stokkseyrar, Stjörnusteinum 15

Laugarvatn Verslunin H Sel, Dalbraut 8

Flúðir Ferðaþjónustan Syðra Langholti,

Hella Verkalýðsfélag Suðurlands, Suðurlandsvegi 3

Hvolsvöllur Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, Austurvegi 4 Stórólfshvolskirkja, Norðurgarði 19

Vestmannaeyjar Miðstöðin ehf, Strandvegi 65 Vestmannaeyjabær, Ráðhúsinu Karl Kristmanns, umboðs- og heildverslun, Ofanleitisvegi 15-19


A

lls kyns vatna- og sjómennska hefur aukist hröðum skrefum hér á landi á undanförnum árum. Fjöldi manns stundar siglingar á ám og vötnum og veiðar eru stundaðar bæði af landi og af bátum. Þessu sporti fylgir áhætta sem fólk er í flestum tilvikum búið undir, s.s. með því að nota björgunarvesti. En það dugar ekki alltaf til, sérstaklega ef þeir sem lenda í köldum sjó eða vatni eru undir áhrifum áfengis. Húðin er ágætur hitaleiðari og hitastillir. Ef kólnar dragast æðarnar, sem eru undir húðinni, saman þannig að blóðið kólnar minna. Ef hitnar þenjast æðarnar út svo að blóðið geti streymt til húðarinnar og kólnað. Þetta kælda blóð streymir síðan aftur til innri hluta líkamans og líkamshitinn lækkar. Á þennan hátt helst líkamshitinn nokkurn vegin jafn, 37 stig á Celsisus, án tillits til lofthita. Áfengi hefur þau áhrif að æðarnar, sem eru undir húðinni, þenjast út án tillits til þess hvort heitt er eða kalt í veðri. Það er ástæða þess að fólki finnst að því sé hlýtt þegar það hefur neytt áfengis, einnig þótt veður sé kalt. Áfengið veldur því að húðin hlýnar (vegna aukinnar blóðsóknar til hennar) en blóðið kólnar og líkamshitinn lækkar. Hitastillingin hefur raskast, varnir líkamans gegn kulda starfa ekki lengur eðlilega. Þess vegna er hættulegt að neyta áfengis úti í miklum kulda. Og þess vegna er þeim sem falla í kalt vatn meiri hætta búin ef þeir eru undir áhrifum áfengis en ef þeir eru allsgáðir. Áfengi er stór þáttur í drukknunum, ef marka má ýmsar rannsóknir og

skýrslur þar um. T.d. segir í bandarískum skýrslum að áfengi sé meðverkandi þáttur í 25-50% drukknana hjá þeim sem stunda siglingar sér til skemmtunar (1). Bent er á að hlutfallið sé um 50% hjá unglingspiltum.Það þarf ekki alltaf mikla áfengisneyslu til. Í skýrslu bandarísks starfshóps um drukknanir er sagt að áhætta þeirra sem eru með aðeins 0,01% vínanda í blóði séu í 30% meiri hættu en þeir sem eru allsgáðir (2). Þegar magnið er komið í 0,25 milligrömm pr. desilíter blóðs er áhættan 52 sinnum meiri en hjá þeim sem eru allsgáðir. Í sænskri skýrslu um drukknanir í Svíþjóð á árunum 1992-1999 kemur fram að 50% drukknana mátti rekja til ölvunar (3). Í skýrslu frá Nýja Sjálandi segir að drukknun sé þriðja algengasta dánarorsök þar í landi og að 43% fólks á aldrinum 15-64 ára sem drukknaði árið 1999 hafi verið undir áhrifum áfengis og að ölvun í tengslum við siglingar séu engu minna vandamál en ölvunarakstur (4). Það er nánast sama hvaða skýrslur eru skoðaðar, niðurstaðan er öll á

sama veg. Áfengisneysla eykur hættuna á drukknun umtalsvert falli fólk í kalt vatn eða sjó. Góður björgunarbúnaður hjálpar og er nauðsynlegur, en kemur að takmörkuðum notum þegar dánarorsökin er ekki beinlínis drukknum, heldur króknun vegna kulda. Að þessu ættu allir að huga og hafa fyrir reglu að stunda ekki siglingar undir áhrifum áfengis.


Sparisjóður Mýrasýslu Sími 555 3565 www.elding.is

437 1208


ngar upplýsingar eru aðgengilegar á einum stað um þátt áfengis í alvarlegum slysum sem tengjast hestamennsku. Margir muna þó tímana þegar mikil áfengisneysla fylgdi gjarnan þeim sem stunduðu reiðmennsku og hestasport og var þá ekki óalgengt að rekast á ofurölvaða hestamenn í sjálfheldu á baki hestsins. Allra síðustu misseri hefur mikil breyting orðið á þessari ásýnd reiðmennskunnar og þykir nú frekar tíðindum sæta ef reiðmaður misbýður sjálfum sér og hesti með svo ótæpilegri ölvímu. Síðustu 8 árin hefur þeim fjölgað gífurlega sem stunda hestamennsku hér á landi og kemur þar margt til. Mikill áhugi skapaðist á hrossarækt fyrir nokkrum árum og kynning á íslenska hestinum virðist hafa skilað sér í þessum sívaxandi áhuga almennings á hestamennsku. Óteljandi hópar fólks, ekki síst erlendir ferðamenn, ríða um fjöll og fyrnindi á hverju sumri og virðist ekkert lát á eftirspurninni. Við þessar aðstæður eru nú gerðar mun meiri kröfur um aðbúnað og uppbyggingu sem miðast við að vanda vel til þess sem gera þarf svo að fólki og hestum farnist sem best í þessu nýjasta ævintýri ferðaþjónustunnar. Hestamannafélög hafa á þessum tíma tvíeflst og uppbygging reiðhalla um allt land síðstu árin ber þess vitni að mikil gróska er í þátttöku almennings í hestasportinu. Unga fólkið er þar engir eftirbátar og þátttaka þeirra í hestamennsku verður æ meira áberandi, bæði þegar kemur að þjálfun, sýningu og keppni. Það er ekki hvað síst í þágu

þessa unga fólks sem nauðsynlegt er að vinna gegn þeirri ímynd að áfengi og hestamennska eigi einhverja samleið. Hér, eins og svo víða, eru fyrirmyndirnar sterkur áhrifavaldur. Ungt fólk, sem venst á það frá byrjun að þátttaka í hestamennskunni kalli á færni og uppbyggileg viðhorf gagnvart hestinum, er líklegra til að vera sér og íþróttinni/áhugamálinu til sóma. Þeir sem eldri eru þurfa því að vera meðvitaðir um eigin ábyrgð þegar fyrirmyndir eru annarsvegar og leggja það á sig að endurskoða eigin viðhorf og hegðun þar sem hestar og hestamennska eru. Aðeins þannig getum við vænst þess að unga fólkið tileinki sér vímulausan lífsstíl. Forvarnagildi íþrótta- og tómstundastarfs er löngu

viðurkennt og þátttaka í hestamennsku á ekki að vera þar undantekning. Sú ímynd að ótæpileg áfengisneysla fylgi hestaferðum hefur hins vegar verið lífsseig og því þurfa félög og yfirvöld að einbeita sér ef breyta á til betri vegar. Allir eru sammála um hætturnar og óþægindin sem skapast með ölvuðum reiðmönnum en eiga e.t.v. erfitt með að taka á málum á vettvangi. Því þurfa reglur og stefnumarkmið hjá félögum, fyrirtækjum og forráðafólki í hestamennskunni að vera beinskeitt og sýnileg eigi að efla forvarnir meðal ungmenna í þessu starfi. Þátttaka í hestamennsku, eins og í öðrum íþróttum, getur haft varanleg áhrif á lífsstíl og viðhorf ungs fólks og fátt er verra en tvískinnungur um notkun vímuefna. Þar gegna fullorðnir því veigamikla hlutverki að vera sú fyrirmynd sem ungir líta til, hvort heldur er við hlið hestsins eða á þeysireið um óspillta náttúru Íslands.


Áhrif 1. tbl . 2003  

Sumarið er tími útiveru, ferðalaga og hátíðahalda. Íslenska sumarið er stutt og því keppast allir við að njóta þess á meðan færi gefst, þeyt...

Áhrif 1. tbl . 2003  

Sumarið er tími útiveru, ferðalaga og hátíðahalda. Íslenska sumarið er stutt og því keppast allir við að njóta þess á meðan færi gefst, þeyt...