ÁHRIF 1. tbl 2017

Page 1

ÁHRIF

Stór hluti ofbeldisbrota er í kringum vínveitingastaði

Aðrar þjóðir fylg jast grannt með

LÝÐHEILSA OG SAMFÉLAG Viðtöl við sérfræðinga um fjölþætt áhrif áfengis á lýðheilsu og samfélag.

Ekkert áfengismagn er öruggt

Höfum náð góðum árangri

Aðgengi að áfengi varðar lýðheilsu og dauðsföll

Fyrsta tölublað 29. árgangur 2017

Fylgni er á milli aðgengis áfengis og slysa

T Í M A R I T U M V Í M U E F N A M Á L O G F O R VA R N I R


LÝÐHEILSA EKKI EFLD ÁN ÞESS AÐ TAKA Á ÁFENGISMÁLUNUM „Áfengisneysla veldur mörgum neytendum og fjölskyldum þeirra margskonar heilsufarslegum, félagslegum og sálrænum vanda. Því til viðbótar kemur kostnaður samfélagsins, s.s. vegna löggæslu, afbrota, meðferðar, félagslegra úrræða og tjóns atvinnulífsins ...“

TÆ R S T I S I J IÐ R Þ R E I ÁFENG ABYRÐI M Ó D K Ú J S Í R Á H Æ T T U Þ ÁT T U N A R S TÆ R S T I AN HEIMSINS OG R Ó P U. V E Í N IN R U T T ÁHÆT TUÞÁ

ÁHRIF Tímarit um vímuefnamál og forvarnir –

Texti og mynd af Árna Einarssyni: Olga Björt Þórðardóttir

Fyrsta tölublað 29. árg. 2017.

Ritstjórar: Árni Einarsson og Olga Björt Þórðardóttir. Ábyrgðarmaður: Árni Einarsson. Útgefendur: FRÆ, Fræðsla og forvarnir og Brautin, bindindisfélag ökumuanna. Útlit og umbrot: Heimir Óskarsson. Prentun: Pixel. Aðsetur: Sigtún 42, 105 Reykjavík. Sími: 511 1588. Netfang: frae@forvarnir.is. Vefsíða: www.forvarnir.is Greinar sem birtar eru undir nafni eru á ábyrgð höfunda. Annað efni er á ábyrgð útgefenda. Eftirprentanir leyfilegar sé heimildar getið.


FRÆ – Fræðsla og forvarnir vill vekja athygli á og auka almenna þekkingu og vitund um fjölþætt áhrif áfengis á lýðheilsu og samfélag. Árni Einarsson, framkvæmdastjóri, segir afar takmarkaða umfjöllun vera hér á landi um heilsutjón og tjón samfélagsins almennt vegna neyslu áfengis, annars en vegna fíknmyndunar og félagslegs vanda vegna áfengisfíknar.

Stærstan hluta vanheilsu fólks má rekja til lífsstíls. Það er til dæmis mat Alþjóðaheil­ brigðisstofnunarinnar. Heilsa okkar byggist með öðrum orðum að stórum hluta á vali og ákvörðunum um hvernig við högum lífi okkar. Þar vegur neysla áfengis þungt. „Áfengisneysla veldur mörgum neytendum og fjölskyldum þeirra margskonar heilsufars­ legum, félagslegum og sálrænum vanda. Því til viðbótar kemur kostnaður samfélagsins, s.s. vegna löggæslu, afbrota, meðferðar, félags­ legra úrræða og tjóns atvinnulífsins,“ segir Árni og bætir við að ekki ríki nægilegur skiln­ ingur á áfengisvörnum ef haft sé í huga hversu víðtæk og margþætt áhrif áfengisneyslu séu.

TENGSL ÁFENGIS OG SJÚKDÓMA MEIRI EN ÁÐUR VAR TALIÐ „Áfengi er þriðji stærsti áhættuþáttur í sjúkdómabyrði heimsins og annar stærsti áhættuþátturinn í Evrópu. Það er því tómt mál að efla lýðheilsu án þess að taka áfengi rækilega með í dæmið. Óhófleg neysla áfengis og annarra vímug jafa er til dæmis einn af helstu áhættuþáttum fyrir slæmri heilsu og ótímabærum dauðsföllum í aldurshópnum 25–29 ára. Það sama má seg ja um þró­ un langvinnra sjúkdóma eins og ákveðinna tegunda krabbameina og hjarta- og æðasjúk­ dóma, á alþjóðavísu.“ Skaðleg neysla áfengis sé einnig tengd við nokkra smitsjúkdóma eins og HIV/alnæmi, berkla og kynsjúkdóma. Auk þess geti neysla áfengis á meðgöngu valdið fósturskaða.

FRÆ – Fræðsla og forvarnir stóðu fyrir málþingi um áfengismál og forvarnir 9. maí 2017. Markmið málþingsins var að vekja athygli á og auka almenna þekkingu og vitund um fjölþætt áhrif áfengis á lýðheilsu og samfélag. Aukin þekking hvað þetta varðar eflir skilning á mikilvægi forvarna og lýðheilsu­ sjónarmiða við stefnumörkun í áfengismálum.

SKAÐAR FLEIRI EN ÞANN SEM NEYTIR Árni segir að neysla áfengis valdi skaða langt út fyrir líkamlega og sálræna heilsu neytandans, eins og fram kemur í viðtölum við sérfræðinga í fremstu röð á sínum sviðum í þessu blaði. Athygli beinist í auknum mæli að skaðlegum áhrifum áfengisneyslu á aðra en neytand­ ann sjálfan, eitthvað sem kalla megi ,,passive drinking“ með skírskotun til skaðsemi óbeinna reykinga. „Það er því furðulegt að alþingismenn skuli hvað eftir annað legg ja fram frumvörp sem fela í sér stóraukið aðgengi að áfengi, og þar með aukinn vanda. Það lýsir ótrú­ legri vanþekkingu á málum, eða hreinu og kláru ábyrgðarleysi.“

FORVARNIR ALDREI MIKILVÆGARI EN NÚ „Við þurfum að standa vörð um áhrifaríkustu þættina í áfengisvörnum, ekki síst takmarkanir á aðgengi. Þar erum við í góðum málum með áfengisg jaldið, samfélagslega ábyrgð í smásölu áfengis, meðal annars með því að selja ekki áfengi í almennum verslunum, há aldursmörk til áfengiskaupa og bann við áfengisauglýsing­ um,“ segir Árni og bætir við að trygg ja þurfi markvisst og stöðugt upplýsinga- og fræðslu­ starf, ekki aðeins fyrir börn og ungmenni heldur allt samfélagið, til þess að trygg ja skilning fólks á mikilvægi áfengisvarna. „Megináherslan þarf að vera á forvarnir sem eru varanlegasta og farsælasta leiðin til eflingar heilsu landsmanna. Góður árangur í forvörnum dregur einfaldlega úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið og eykur jafnframt lífsgæði fólksins í landinu í formi betri heilsu.“

Ráðstefnan var tvískipt. Annars vegar var sjónum beint að þekkingu á margþættum heilsufarslegum áhrifum og sjúdómabyrði vegna áfengisneyslu og þekktum áhrifum á ýmsa sjúkdóma, s.s. fíknsjúkdóma og krabbamein. Hins vegar var sjónum beint að samfélagslegum áhrifum áfeng­ isneyslu, s.s. á löggæslu, félagsmálum, afbrotum og ofbeldi og áhrifum áfengisneyslu á aðra en neytandann sjálfan.

Árni Einarsson framkvæmdastjóri FRÆ

„Megináherslan þarf að vera á forvarnir sem eru varanlegasta og farsælasta leiðin til eflingar heilsu landsmanna.“

Í þessu tölublaði Áhrifa eru viðtöl við fyrirlesarana á málþinginu.


LÁTUM EKKI MOLA NIÐUR VARNIRNAR Í árslok 2013 var lögð fram heildstæð stefna í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020. Hún tók til forvarna og meðferðarúrræða auk lagaumhverfis. Í inngangs­ orðum segir: „Stefnan endurspeglar …alþjóðlegar áherslur samtímans og alþjóðlegar skuldbindingar um stefnumótun um málefnið og styðst við gildandi lagaramma er varða áfengi og önnur vímuefni. ... Það er nauðsynlegt að stjórn­ völd hafi skýra stefnu í málaflokknum sem leiðbeinir og tengir saman þá aðila sem að málinu koma. Þannig má ná enn betri árangri í forvörnum, bæta skilvirkni og gæði þjónustu með samþættingu og samfellu hennar fyrir þá einstaklinga sem þurfa á aðstoð að halda, auk þess sem þekking, mannafli og fjármunir munu nýtast betur … Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið út leiðbeiningar um hvaða aðgerðir eru árangursríkar og líklegar til að skila árangri ...“ Þessi yfirlýsing byggði á mjög breiðri pólitískri samstöðu því hún var lögð fram í tíð síðustu ríkisstjórnar og naut auk þess stuðnings þeirrar ríkisstjórnar sem áður sat. Í yfirlýsingunni er einmitt vísað til þess hve mikilvægt er að bygg ja stefnumótun á víðtæku samráði á þessu sviði, bæði á alþjóðavísu og innan lands. Staðreyndin er sú að Íslendingar hafa fengið lof frá Alþjóðaheilbrigðis­stofnuninni fyrir stefnu sína í áfengisvarnarmálum og hér innan lands hafa allir aðilar sem koma að vímuvörnum, sammælst um þá stefnu sem hér er við lýði varðandi dreifingu á áfengi og skorður við auglýsingamennsku. Varðandi auglýsingarnar skortir að vísu á að lögum sé fylgt eftir sem skyldi en enginn ábyrgur aðili efast þó um að verði sölumennsku gefinn laus taumur hvað áfengið varðar, myndi það þegar leiða til aukinnar neyslu með öllum tilheyrandi kostnaði og heilsufarslegum og félagslegum afleiðingum. Samkvæmt margítrekuðum skoðanakönnunum vill þjóðin ekki áfengi í almennar verslanir. Á Alþingi heyrast hins vegar raddir þeirra sem virðast vilja mola niður varnirnar, ef ekki strax með sölu á áfengi í almennum verslunum þá fyrst í “sér­ verslunum”, eins og það er kallað. Ögmundur Jónasson Fyrrverandi heilbrigðisráðherra

ÁTVR er hins vegar sérverslun sem skilar hagnaði í ríkissjóð, gríðarlegu vöruúrvali á mjög hagstæðu innkaupsverði (hátt áfengisverð er vegna skatta, óháð sölustað) og síðast en ekki síst aðhaldi í anda Alþjóðaheilbrigðis­ stofnunarinnar og ráðlegginga heilbrigðs- og vímuvarnaraðila hér á landi.

Ljósmynd: Olga Björt Þórðardóttir

Látum ekki þau sem eru reiðubúin að ganga gegn almannavilja og stíga á almannahag eyðilegg ja þetta fyrirkomulag!

4

forvarnir.is


LÝÐHEILSUSJÓNARMIÐIN EIGA AÐ VEGA ÞYNGST Rannsóknir sýna að aðgengi að áfengi hefur mikil áhrif á árangur í forvörnum og lýðheilsu. Þeim mun meira aðgengi, þeim mun minni árangur. Stefna heilbrigðisyfirvalda endurspeglar þennan raunveruleika og er fyrsta yfirmarkmið hennar „Að takmarka aðgengi að áfengi og öðrum vímug jöfum“. Það var því ekki tilviljum sem réði orðavali Landlæknis, á Norrænu lýðheilsuráðstefnunni í Álaborg í ágúst sl., þegar hann var spurður út í álit sitt á frumvarpinu um að heimila sölu á áfengi í matvöruverslunum. Hann sagði skorinort að það myndi verða „terrible step in the wrong direction“. Fyrr á árinu fjölluðu erlendir miðlar s.s. AFP og BBC um þann mikla árangur sem Ísland hefur náð við að draga úr áfengis- og fíkniefnanotkun ungmenna og talað var um íslenska módelið þ.e. samspil rannsókna og stefnumóturnar. Evrópska vímuefnarannsóknin (ESPAD) sýndi í fyrra að 48% evrópska ungmenna neyttu áfengis síðustu 30 daga í samanburði við einungis 9% íslenskra ungmenna. Módelið og árangurinn þarf að verja. Þann 6. mars sl. sagði heilbrigðisráðherra m.a á Alþingi „Í sáttmálanum er einnig tekið fram að mótuð verði heilbrigðisstefna sem samhæfir og treystir heilbrigðisþjónustuna, bætir lýðheilsu og stuðlar að heilbrigði landsmanna. Það er nokkuð ljóst að stóraukið aðgengi að áfengi getur ekki samræmst stefnu um lýðheilsu“. Framangreind orð eru allt sem seg ja þarf, hnitmiðuð og rökrétt. Þægindarökin um að þægilegt sé að versla áfengi og mat í sömu verslun eru létt í vasa. Okkur fullorðna fólkinu munar ekkert um nokkur aukaskref í Vínbúðina, þegar kaupa skal áfengi. Velferð barna og ungmenna skiptir okkur meira máli en svo. Lýðheilsusjónarmiðin eiga að vega þyngst. Aðgengi að áfengi er næg janlegt og ber ekki að auka.

Siv Friðleifsdóttirt Fyrrverandi heilbrigðisráðherra

Ljósmynd: Olga Björt Þórðardóttir

forvarnir.is

5


STÓR HLUTI OFBELDISBROTA KRINGUM VÍNVEITINGASTAÐI „Orðræðan er oft þannig að aðilar sem beita ofbeldi á almannafæri séu að langmestu leyti undir áhrifum fíkninefna en raunin er sú að í stórum hluta mála er einungis um áfengi að ræða.“

LEYFI, A G IN IT E V ÍN V FLEIRI B R OT? IS D L E B F O I IR E FL

Ofbeldisbrot 2016 400 300

Brot Brot Brot Brot

framin framin framin framin

frá frá frá frá

Karlar eru gerendur í 86% tilfella Þar af 43% yngri en 28 ára

miðnætti til kl. 6:00 kl. 6:00 til 12:00 kl. 12:00 til 18:00 18:00 til 24:00

200 100 0

6

forvarnir.is

MÁN

ÞRI

MIÐ

FIM

FÖS

LAU

SUN


Guðbjörg S. Bergsdóttir, félagsfræðingur og verkefnastjóri í rannsóknum og þróun hjá Embætti ríkislögreglustjóra, hefur um árabil tekið út tölur úr málaskrárkerfi lögreglu og m.a. rannsakað áhrif áfengis og annarra vímug jafa á samfélagið og störf lögreglu. Rýna verður sérstaklega í skýrslur lögreglu til að fá upplýsingar um ástand gerenda ofbeldisbrota. Það hefur verið gert m.a. í rannsókn á ofbeldi gegn lögreglumönnum, en nýlegri úttekt nálgaðist viðfangsefnið útfrá kenningu um aðstæðubundin brot.

„Samkvæmt kenningunni um aðstæðubundin brot, geta aðstæður ýtt undir að ofbeldisbrot eru framin. Þannig hafa rannsóknir sýnt að þegar mikið af fólki kemur saman, þar sem mikið er um skemmtistaði og vínveitingaleyfi og stór hluti er undir áhrifum áfengis, er lík­ legra að fólk verði fyrir ofbeldisbroti heldur en annars staðar“ segir Guðbjörg. Þá nefnir hún að heimilisofbeldi hefur einnig verið skoðað og borið saman við „annars konar ofbeldi“ og þá sést að kenningin um aðstæðubundin brot á sérstaklega vel við um „annars konar ofbeldi“, en síður í heimilisofbeldismálum þar sem aðrir þættir skýri frekar ofbeldið. Ungir karlar sem stunda skemmtanalíf segir Guð­ björg að séu flestir meðal þeirra sem brjóta af sér með ofbeldi eða ölvun á almannafæri á eða kringum skemmtiastaði þar sem áfengi er selt. Þolendur séu líka á sama aldri. „Orðræð­ an er oft þannig að aðilar sem beita ofbeldi á almannafæri séu að langmestu leyti undir áhrifum fíkninefna en raunin er sú að í stórum hluta mála er einungis um áfengi að ræða.“

FLEIRI VÍNVEITINGALEYFI, FLEIRI OFBELDISBROT? Rannsókn frá Manchester í Englandi sýndi að með fleiri vínveitingaleyfum jukust ofbeld­ is- og ölvunarbrot á almannafæri um rúman þriðjung. „Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið skoðað sérstaklega hér en ég gæti trúað að það gæti haft svipuð áhrif. Hins vegar er mikilvægt að líta til fleiri þátta sem skipta máli. T.d. var lögreglan mjög ánægð með þá breytingu sem varð kringum síðustu aldamót þegar skemmtistaðir hættu að loka allir á sama tíma, heldur lokuðu á mismunandi tíma yfir nóttina. Mannfjöldanum var þannig dreift betur eftir lokun. Það breytir því hins vegar ekki að þegar litið er til ofbeldisbrota þá á stærsti hluti þeirra sér stað um helgar að nóttu til kringum eða inná skemmistöðum í

miðbænum“.

FORVARNIR „Varðandi forvarnir þá er eflaust alltaf hægt að rýna betur í leyfi skemmtistaða og opnunartíma og eins ýmis atriði er snúa að umhverfinu eins og lýsingu o.fl. Svo er allt í lagi að vekja líka athygli á íslenskri drykkju­ menningu, þó lögregla geti lítið gert þar. Skv. niðurstöðum evrópsku heilsufarsrann­ sóknarinnar vorum við að mælast hátt í óhófi, þ.e. þegar við neytum áfengis drekkum við mikið magn, og mælumst í efstu sætunum með t.d. Finnum og Dönum“ segir Guðbjörg.

15 NEYÐARSÍMTÖL Á KLUKKUSTUND

Guðbjörg S. Bergsdóttir Félagsfræðingur og verkefnastjóri í rannsóknum og þróun hjá Embætti ríkislögreglustjóra

Þá segir Guðbjörg að álag á lögreglu sé áberandi mikið um helgar. Hringt sé í Neyðar­ línuna og símtalið fært þaðan yfir á fjarskipta­ miðstöð lögreglunnar sem svarar símtölum á landsvísu. Símtölin verði allt að 15 talsins á klukkustund í stað um fjögurra á virkum dögum en lögregla sé reyndar ekki kölluð út í þeim öllum. „Til þess að átta sig betur á þessu álagi þá taka útköll eðlilega misjafnlega langan tíma, en t.d. ef um er að ræða alvarleg ofbeld­ isbrot þá þarf að klára þau mál almennilega með skýrslutöku og því sem fylgir og flest slík útköll eru yfir nóttina um helgar.“

OFBELDI GEGN LÖGREGLU Þjálfun lögregluþjóna skipti verulegu máli til að hægt sé að ráða vel við aðstæður og eins verður fjöldi þeirra að vera nægur til að álag verði ekki of mikið. „Það var gerð rannsókn á ofbeldi gegn lögreglumönnum 2005 og þeir spurðir um reynslu af ofbeldi sl. 5 ár og þar kom fram að 40% lögreglumanna hafði verið beittur ofbeldi sem leiddi til smávægi­ legra eymsla. Önnur rannsókn sem gerð var um svipað leyti sýndi framá að í langflestum tilfellum ofbeldis gegn lögreglu voru ofbeldis­ menn undir áhrifum áfengis, eða 83% tilvika og eingöngu 7% voru allsgáðir. „Ég á ekki von á því að það hafi breyst neitt að ráði síðan þá,“ segir Guðbjörg.

Texti og mynd af Guðbjörgu S. Bergsdóttur: Olga Björt Þórðardóttir

forvarnir.is

7

FORVARNIR

UNGIR KARLAR FLESTIR GERENDUR OG ÞOLENDUR


OKKAR HLUTVERK AÐ UPPLÝSA ALMENNING

LÆRÐI MARGT SEM LÖGREGLUMAÐUR

„Eru engin takmörk fyrir því hve oft er hægt að bera upp mál á þinginu þegar það mætir svona mikilli andstöðu þjóðarinnar?“

NDUM U T S U R E IR N R FORVA YG G J A; H R Á J S R O F R A KALL AÐ HAFA VIT Ð A É S IÐ R E V AÐ ÓLKI F YRIR ÖÐRU F

Texti og mynd af Karli Andersen: Olga Björt Þórðardóttir

8

forvarnir.is


Karl Andersen, MD Phd og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hefur áratugareynslu af afleiðingum og áhrifum áfengisdrykkju í starfi sínu sem læknir. Ekki einungis við út frá einstaklings- og lýðheilsusjónarmiðum heldur einnig þegar áhrif á aðra en þau sem neyta alkóhóls er að ræða. Karl segir að það sé hlutverk fagfólks og stjórnmálafólks að vita og skilja mikilvægi forvarna. Með því að samþykkja áfengisfrumvarpið sé ógnað þeim árangri sem Íslendingar hafa náð með áfengisvarnastefnu sem aðrar þjóðir líti upp til.

Hjartalæknar fást við langvinna sjúkdóma, sem fólk glímir við í langan tíma, og eru langalgeng­ ustu dánarorsakir fólks um allan heim. Það eru hjarta- og æðasjúkdómar, krabbamein, gigt, lifrarsjúkdómar og geðsjúkdómar. Þeir eiga fjórar sameiginlega undirligg jandi rætur, í röð eftir algengi: tóbaksreykingar, óhollt mataræði, hreyfingarleysi og áfengisneysla.

HÖFUM NÁÐ GÓÐUM ÁRANGRI „Á Íslandi er áfengisþátturinn ekki eins hátt skrifaður og víða annars staðar í heiminum og það er breytilegt á milli landa. Við höfum náð mjög góðum árangri hér með forvarnastarfi og með áfengisvarnastefnu þar sem áfengissala í sérverslunum er meðal mikilvægustu þátta. Þótt við höfum náð þessum árangri er ekki þar með séð að við eigum að kasta honum frá okkur, t.d. með því að leyfa áfengissölu í matvöruverslunum og áfengisauglýsingar í fjölmiðlum,“ segir Karl.

VERNDANDI ÁHRIF HÓFDRYKKJU LÍTIL Að mati Karls er vandamálið við umræðu um áhrif áfengis á heilsu að hún verður svolítið erfið því einblínt sé á vísindaleg rök fyrir því að hófleg áfengisneysla sé æskileg til að fyrirbygg ja kransæðasjúkdóma. „Þetta byggist ekki á venjulegum lyfjarannsóknum enda er það ekki hægt þegar mæld eru áhrif áfengis og mataræðis. Hins vegar höfum við faraldurs­ fræðirannsóknir þar sem áfengisneysla er könnuð með spurningum. Við vitum alveg að hófleg áfengisneysla er ekki ákjóskanleg fyrir fólk sem er t.d. með langvinnan sjúkdóm eða þolir illa áfengi. Við sem fagfólk í hjartalækn­ ingum megum að sjálfsögðu ekki mæla með áfengisdrykkju af heilsufarsástæðum.“ Vernd­ andi áhrifin séu of lítil miðað við aðra þætti og skilaboðin gætu verið túlkuð á rangan hátt af þeim sem misnota áfengi.

UPPLÝSING Í STAÐ TILFINNINGARAKA Varðandi áfengisfrumvarpið sjálft þá segir Karl að það yrði klárlega mikil afturför að samþykkja það. „Það ríkir ekkert áfengisbann á Íslandi. Við þurfum bara að hafa eins meira fyrir því að ná í áfengi en margar aðrar þjóðir. Forvarnir eru stundum kallaðar forsjárhygg ja; að verið sé að hafa vit fyrir öðru fólki.“ Þeir sem þekki ekki til og skilji ekki forvarnir og eftirlit segi þetta g jarnan. En forvarnir og lýðheilsa lúti ákveðnum lögmálum sem séu ekki alltaf augljós eða í samræmi við það sem fólki finnist rökrétt og þægilegt. „Pólitíkus­ ar og fagfólk verða að vera vel upplýst og láta ekki tilfinningarök ráða. Það þótti t.d. fráleitt að banna reykingar á veitingahúsum og skemmtistöðum á sínum tíma. Það þykir sjálfsagt og eðlilegt í dag.“

LÆRÐI MARGT SEM LÖGREGLUMAÐUR Karl segir umræðu um áhrif áfengis í raun vera bara einn anga af miklu stærra máli. Hann hafi orðið vitni af sláandi hliðum áfengisneyslu og að það þurfi stundum ótrúlega mikið að gerast svo að fólk átti sig á afleiðingum. „Er­ lendir ökumenn koma sumir hverjir slompaðir á slysadeildina því drykkjumenningin í þeirra landi er öðruvísi en hér. Þegar ég var í námi í læknadeildinni leysti ég af sem sumarstarfs­ maður í lögreglunni í Reykjavík. Það var gríðarlega lærdómsríkur tími og á næturvök­ um gekk oft mikið á. Ég lærði þarna, tvítugur að aldri, að alkóhólismi fer ekki í manngrein­ ingarálit. Ég var kallaður að heimilum lands­ þekkts og hátt setts fólks þar sem heimilis­ ofbeldi hafði átt sér stað. Alkóhólisminn var ekkert frýnilegri þar en annars staðar.“

Karl Andersen MD Phd og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands

MANNDRÁP AF GÁLEYSI DUGÐI EKKI TIL Snemma á 9. áratugnum starfaði Karl á bráðadeild Landspítalans og á þeim tíma kom lögreglan þangað með ökumenn í blóðpruf­ ur. Eitt sinn hafði karlmaður verið valdur að banaslysi. „Hann var haugölvaður og stóð varla í lappirnar. Tveimur dögum síðar kom hann aftur á deildina til að láta líta á eymsli í öxl eftir slysið. Þá minnti ég hann á afleiðingar g jörða hans og bauð honum hjálp við að taka á sínum málum og fara í meðferð. Ja, það verður ekki með mínu samþykki!, svaraði maðurinn.“ Karl segir að oft haldi líka foreldrar með áfengisvandamál að þeir geti falið það fyrir börnunum sínum. „Ég þekki tvo sem eru löngu orðnir fullorðnir en líða enn fyrir það að geta ekki haldið ánæg juleg jól vegna upplifana í æsku. Öll svona dæmi knúa mig til að spyrja sjálfan mig: Er ekki einhver takmörk fyrir því hve oft er hægt að bera upp mál á Alþingi þegar það mætir svona mikilli andstöðu þjóðarinnar?“

forvarnir.is

UPPLÝSING Í STAÐ TILFINNINGARAKA

9


ÁTTA Í VIÐBÓT MYNDU DEYJA ÁRLEGA „Ef ákveðið verður að leyfa áfengissölu í matvöruverslunum verða afleiðingarnar fjölgun dauðsfalla á Íslandi vegna krabbameina, af stærðargráðunni átta á ári“

MENN G IN Þ A K A T Í V Þ „ RGÐ Y B Á A R Ó T S IG ÁS UM ER ÞEIR KJÓSA “ RP ÞET TA FRUMVA

Texti og mynd af Laufeyju Tryggvadóttur: Olga Björt Þórðardóttir

10

forvarnir.is


Einkunnarorð Krabbameinsskrár Íslands „Til að geta náð árangri í baráttunni við þennan skæða óvin er fyrsta skilyrðið að þekkja hann“ eru 68 ára gömul og koma frá Níels Dungal

sem var forstöðumaður Rannsóknastofu Háskólans í fjóra áratugi. Níels var merkur vísinda­ maður og krabbameinsrannsóknir hans vöktu athygli víða um heim. Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrárinnar og klínískur prófessor í Læknadeild HÍ, hefur rannsakað m.a. orsakir krabbameins í bráðum 30 ár. Hún er einnig með gráðu í faraldsfræði, líffræði og hjúkrunarfræði. Laufey segir afar brýnt að nýta sér rannsóknir og reynslu annarra þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar.

Í gögnum frá Krabbameinsskrá Íslands kemur m.a. fram að um þriðjungur Íslendinga fái krabbamein á lífsleiðinni og 600 látist af völdum krabbameina árlega. Gróflega áætlað veldur áfengisneysla Íslendinga 40-50 krabbameinum á ári hverju og 25 krabba­ meinstengdum dauðsföllum. Árið 2016 létust 480 þúsund einstaklingar í heiminum af völd­ um krabbameina sem orsökuðust af áfengis­ neyslu, þar af voru 360 þúsund karlar og 120 þúsund konur. „Þetta eru sláandi staðreyndir og því hæpið að mælt sé með að drekka áfengi til að bæta heilsuna“ segir Laufey.

ALKÓHÓLIÐ ER KRABBAMEINSVALDUR Árið 1988 staðfesti Alþjóðastofnun um krabbameinsrannsóknir (IARC) að áfengis­ neysla veldur krabbameinum í munnholi, koki, barka, vélinda og lifur og 21 ári síðar staðfesti IARC að áfengisneysla veldur einnig brjóstakrabbameini og krabbameini í ristli og endaþarmi. Mikið áfengismagn eykur áhættuna meira en lítið magn og það er sama á hvaða formi áfengið er - bjór, létt vín eða sterkir drykkir – áfengismagnið eitt skiptir þarna máli.

ÁFENGISSALA JÓKST UM 33% „Til að geta tekið sem bestar ákvarðanir er skynsamlegt að styðjast við rannsóknir og reynslu annarra. Við viljum efla lýðheilsu og nýtum okkur það sem best er vitað á hverjum tíma. Almenningur og stjórnmálamenn eiga rétt á að vita um áhættuþætti sjúkdóma og aðferðir til að forðast þá“ segir Laufey og bendir í því samhengi á að stór rannsókn hafi verið gerð í Svíþjóð þar sem prófað var að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum um tíma. „Hið aukna aðgengi leiddi til svo mikillar aukningar á áfengisneyslu að ákveðið var að draga leyfið til baka. Í framhaldinu voru reiknuð áhrif hins aukna aðgengis á sjúkdóma og dauðsföll og m.a. kom í ljós aukning á krabbameinstengdum dauðsföllum um 33%.“

NEYSLAN HEFUR AUKIST OG BREYST Þá segir Laufey að íslenska þjóðin drekki meira áfengi en áður, þótt drykkjumenning hafi breyst til hins betra. Merkilegt sé að vegna tiltölulega lítillar heildarneyslu áfengis hafi skorpulifur verið mjög fátíð hér fyrir um 30 árum, en tilfellum hafi fjölgað síðan. „Hins vegar stöndum við enn vel að vígi á Íslandi miðað við nágrannalöndin vegna góðra forvarna og vegna þess að dreifingarstaðir áfengis eru tiltölulega fáir. Danir neyttu mun meira áfengis áratugum saman en aðrar Norðurlandaþjóðir og há dánartíðni af völdum brjóstakrabbameins hjá dönskum konum skýrist m.a. af áfengisneyslu þeirra“.

AÐGENGI AÐ ÁFENGI VARÐAR LÝÐHEILSU OG DAUÐSFÖLL „Ef ákveðið verður að leyfa áfengissölu í mat­ vöruverslunum verða afleiðingarnar fjölgun dauðsfalla á Íslandi vegna krabbameina, af stærðargráðunni átta á ári. Það er alvarlegt mál og því taka þingmenn á sig stóra ábyrgð er þeir kjósa um þetta frumvarp“ segir Laufey.

FYRIR HVERN ER FRUMVARPIÐ? Þá segist Laufey taka undir orð Birgis Jakobs­ sonar landlæknis, sem fram hafa komið í opinberri umræðu um áfengisfrumvarpið, að Íslendingar séu heppnir með að vera í þeirri stöðu að hafa ennþá ríkiseinkasölu á áfengi. Hún veltir fyrir sér fyrir hvern áfengis­ frumvarpið sé samið. „Ýmsir voru á móti lögleiðingu öryggisbelta í bílum hér á árum áður og talað var um forræðishygg ju. En eins og við vitum hafa beltin bjargað fjölmörg­ um mannslífum. Hin hófstillta takmörkun á aðgengi að áfengi sem við búum við á Íslandi gegnir sama hlutverki og öryggisbeltin.“

Laufey Tryggvadóttir Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrárinnar og klínískur prófessor í Læknadeild HÍ

„Ýmsir voru á móti lögleiðingu öryggisbelta í bílum hér á árum áður og talað var um forræðishygg ju. En eins og við vitum hafa beltin bjargað fjölmörgum mannslífum. Hin hófstillta takmörkun á aðgengi að áfengi sem við búum við á Íslandi gegnir sama hlutverki og öryggisbeltin.“

forvarnir.is

11


STÆRSTA FORVÖRNIN TEKIN ÚT

ER ÞETTA FRUMVARP GEGN FORVÖRNUM? „Vandinn einskorðast ekki við þá sem neyta áfengis og geta orðið fyrir skaða af því. Við erum líka að tala um óbein áhrif af drykkju foreldra og eldri systkina barna, t.d. í bílum, í veislum, á tyllidögum, í útilegum og hátíðisdögum.“

ANUM OG L Á M T T Á S A N R Í BA KEMUR O H W Á R F U G YFIRLÝSIN RÉT T I IG E N R Ö B Ð M.A. FRAM A RIFUM H Á M U M Æ L S Á VERND FRÁ L U. ÁFENGISNEYS

Texti og mynd af Valgerði Rúnarsdóttur: Olga Björt Þórðardóttir

12

forvarnir.is


Af öllum vímuefnavanda er áfengisvandinn stærstur, algengastur og veldur mestum skaða þegar heilt er á litið, segir Valgerður Rúnarsdóttir læknir hjá SÁÁ. Stýrt aðgengi að áfengi er stærsta og mikilvægasta forvörnin og með því að auka það eru þingmenn í raun að draga úr forvörnum.

Á sjúkrahúsinu Vogi sést afleiðing sjúkdómsins áfengissýki og ofneyslu áfengis skýrt. „Ég tel að margir haldi að áfengisskaði eigi ekki við um sig og sína, en raunin er bara oft önnur. 7,5% núlifandi Íslendinga, 15 ára og eldri, hafa komið til meðferðar á Vog. Það er mögulega helmingur þeirra þurfa hjálp við vandanum.“ Dánartölur af völdum áfengisneyslu eru sláandi og eru bæði vegna neyslu og einnig afleiðinga eins og sjúkdóma, slysa og sjálfsvíga. „Það er einmitt vegna þess sem við getum ekki leyft okkur að taka umræðuna um áfengi létt. Það er engin venjuleg neysluvara. Um leið og við gerum áfengi að venjulegri vöru, verður notkunin almennari. Við meiri almenna notkun, verða fleiri vandamál. Ef það er ætl­ unin og ásættanlegt, þurfa ábyrgðarmenn að gangast við því.“ segir Valgerður.

STÆRSTA FORVÖRNIN TEKIN ÚT Valgerður segir reikningsdæmið í raun einfalt: Ef fólk segist fylg jandi forvörnum þá geti það ekki líka verið hlynnt því að auka aðgengi að áfengi. „Vegna þess að aðgengi er stærsta vopnið í forvörnum. Þegar þetta er rætt, t.d. í umræðu um áfengisfrumvarpið, koma stund­ um mótrök á þá leið að meiri fjármunum verði þá varið í forvarnir. Samt á taka út stærstu og mikilvægustu forvörnina. Fólk hlýtur að sjá hversu stórt ábyrgðarskref það yrði.“ Þegar tóbaksvarnarlögin voru aukin fyrir nokkrum árum, heftu yfirvöld aðgengi, t.d. hækkuðu verð, héldu aldursskilyrði, bönnuðu reyk í vinnuumhverfi alls staðar og höfðu tóbakið ekki sýnilegt í verslunum. Auk þess var almenn vitneskja um skaðsemi tóbaks fyrirligg jandi. „Reykingafólki fækkaði mikið við þessar aðgerðir. Þess vegna finnst mér svo skrýtið að hægt sé að halda fram að áfengi lúti ekki sömu lögmálum. Ég er einfaldlega hissa á hvers vegna fólk sér ekki þessa samlíkingu með áfengisvörnum.“

EKKERT ÁFENGISMAGN ÖRUGGT Stóra myndin er Valgerði hugleikin og hún segir mikilvægt að horft sé á hana í þessu sam­ hengi. „Vandinn einskorðast ekki við þá sem neyta áfengis og geta orðið fyrir skaða af því. Við erum líka að tala um óbein áhrif af drykkju foreldra og eldri systkina barna, t.d. í bílum, í veislum, á tyllidögum, í útilegum og hátíðis­ dögum.“ Í barnasáttmálanum og yfirlýsingu frá WHO kemur m.a. fram að börn eigi rétt á vernd frá slæmum áhrifum áfengisneyslu. „Það er þess virði að staldra við og skoða vel, því margir eru eflaust ósammála og finnst börnin sín ekki alast upp með áfengi. Börn eru ekki spurð og geta orðið fyrir áhrifum, s.s. að verða óörugg og hrædd. Einnig ófædd börn mæðra sem drekka áfengi á meðgöngu. Það getur haft skaðleg taugalífeðlisfræðileg áhrif á heila fósturs.“ Ekkert áfengismagn er öruggt í því tilliti. „Í versta falli getur barnið fæðst með vansköpun eða andlega/líkamlega fötlun. Oft kemur það ekki í ljós fyrr en löngu síðar eins og vitsmunageta og -þroski.“

BÖRN OG ELDRI BORGARAR Í HÆTTU Meðal þeirra sem eru í áhættuhópi vegna áfengisneyslu segir Valgerður að séu börn (einstaklingar fram að 18 ára aldri) og ung­ menni sem eru viðkvæm á þeim aldri. „Þau geta verið hvatvísari, haft minni stjórn á sér, og því í meiri áhættu.“ Síðan sé það eldra fólkið, sem oft gleymist í umræðu um áfeng­ isvanda. „Eldri borgarar eru líka útsettir fyrir vanda ef aðgengi að áfengi er aukið. Þetta er hópur sem er í hættu að einangrast. Ýmsar breytingar eiga sér stað, líkamlegar og félags­ legar sem geta hleypt af stað áfengisvanda sem ekki var áður, eða gert fyrri vanda verri. Margir auka drykkju á þessum aldri.“ segir Val­ gerður. Einnig eru þolmörk fyrir áfengi önnur með aldrinum. Með ýmsum sjúkdómum og lyfjag jöfum sem aukast með aldri, getur auk þess verið ráðlagt að drekka ekkert áfengi.

Valgerður Rúnarsdóttir Læknir hjá SÁÁ

AÐSTANDENDUR UNDIR ÁLAGI Þá segir Valgerður að óvíða komi neysla áfengis einnar manneskju niður á hópi fólks og hún sjái mörg slík dæmi í sínu starfi. „Fjölskylda í kringum eina manneskju sem er með vanda vegna áfengisdrykkju er stundum undir miklu álagi og uppgefin. Margir hafa gengið mjög nærri sér við að stýra og hjálpa. Verða reið og fyrir vonbrigðum, með miklar áhygg jur og það hefur áhrif á lífsgæði þeirra.“ Manneskjan sem á við áfengisvandann að stríða geri sér ekki alltaf grein fyrir því að hún hafi þessi áhrif. Það er eitt af því sem rennur upp fyrir mörgum þegar þeir koma til áfengismeðferðar. „Einnig má ekki gleyma þeim sem eru ekki með áfengissýki en geta samt haft vanda af áfengi. Kostnaður fyrir samfélagið kemur nefnilega ekki bara vegna þeirra sem eru með áfengissýki. Það er þessi stóra mynd,“ segir Valgerður. Að lokum: „Þegar um er að ræða fíknsjúk­ dóm eða áfengissýki, er ekkert eins mikilvægt að hafa opið aðgengi að faglegri aðstoð. Greining vandans og inngrip í hann getur verið á mörgum sviðum og stöðum. Allt frá íhlutun til að minnka skaða, yfir í inngripsmikla með­ ferð til bata með langtíma markmið í huga. Endurhæfing til betri lífsgæða, ábyrgðar og virkni í lífinu er það mikilvæga. Þetta er það sem allt snýst um hjá okkur í fíknlækningum og í meðferðinni sem ég vinn við hjá SÁÁ,“ segir Valgerður. forvarnir.is

13


HÆTTULEG OG SJÁLFHVERF HEGÐUN „Eftir því sem aðgengi er meira að áfengi, því meiri ölvunarakstur – og þar að leiðandi fleiri umferðarslys. Þetta er ekkert flókið.“

„Ég hef sem betur fer ekki misst nákominn í umferðarslysi, en tengist fólki sem hefur gert það. Á Íslandi þekkja nánast allir einhvern sem hefur látist í umferðarslysi. Þegar ég hef rann­ sakað slys úti á landi og komið inn í þorp eða bæ þar sem fólk mætir með kerti og blóm á vettvang slíks slyss, þá sé ég greinilega hversu margir eiga um sárt að binda,“ segir Ágúst og bætir við að hann viti hverjar afleiðingar ölvunaraksturs séu því hann hefur séð þær með eigin augum í vettvangsferðum. „Ég hef rætt við ætting ja og vini sem hafa misst sína nánustu í slysum. Mannslíf eru óafturkræf. Tilfinningaskaðann og missinn er ekki hægt að meta til fjár. Það sem ég hef séð og mistök sem aðrir hafa gert hef ég viljað biðla til fólks um að læra af og koma í veg fyrir að þau gerist aftur og aftur. Ég vil að fólk komist heilt heim.“

FYLGNI Á MILLI AÐGENGI OG SLYSA

VEL UNDIR R U ÍÐ L M U G R MÖ IS EN ÞAÐ G N E F Á M U IF ÁHR Ð ÞEIR SÉU A I K K E T M A S ÞÝÐIR N N. HÆFIR ÖKUME

Ágúst segir að ölvunarakstur sé alþjóðlegt vandamál en á Íslandi hafi 20% látinna í umferðarslysum mælst með áfengi í blóðinu. Þá hafi 17 látist í umferðinni hér á 10 árum og 85 slasast alvarlega. 83% þeirra eru karlkyns og 42% á aldrinum 17-26 ára. „Þegar við lítum yfir ölvunarakstursvandamálið og skoðum t.d. í hvaða löndum tíðnin var mest þá er ákveðin fylgni þar sem áfengismenning var opin, þ.e.a.s mikil og daglega neysla á léttvíni og bjór. Ég tala nú ekki um framleiðslulönd.“ Fyrir 30 árum hafi allt að 35-40% ökumanna valdið eða látist í banaslysum undir áhrifum áfengis. „Þetta er tölfræði sem að þeir sem stunduðu forvarnir í þessum löndum hryllti yfir og í kjölfarið fóru Bandaríkjamenn, Bretar og flestar Evrópuþjóðir sem voru með áfengis­ magnsmörkin í 1 eða 0,8 prómil að fara að fikra sig niður í 0,5.“

AÐGENGI AÐ ÁFENGI EKKI MANNRÉTTINDI Texti og mynd af Ágústi Mogensen: Olga Björt Þórðardóttir

14

forvarnir.is

Þá segist Ágúst ekki skilja ofuráherslu á áfengisfrumvarpið á Alþingi. „Þetta mál er tekið upp ítrekað, eins og einhver nauðsyn sé þarna að baki. Það er eins og sumum finnist mannréttindi þeirra fótum troðin að geta ekki kaupið léttvín í búðum eins og aðrar „sið­ menntaðar“ þjóðir. Þetta er ekki forgangsmál í mínum huga og ég vildi sjá Alþingi leysa mörg önnur vandamál fyrst.“


Afbrotafræðingurinn Ágúst Mogensen starfaði sem rannsóknarstjóri umferðarslysasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa (áður RNU) undanfarin 17 ár. Hann segir ölvunarakstur vera alþjóðlegt vandamál og að sterk fylgni sé á milli banaslysa í umferðinni og opinnar áfengismenningar. Hann telur að lækkun refsimarka niður í 0,2 prómil og áfengislás gætu lækkað tíðni alvarlegra umferðarslysa verulega.

FÁIR ÖKUMENN EN VALDA MIKLUM SKAÐA Spurður um forræðishygg ju á kostnað frelsis, sem oft sé haldið fram í opinberri umræðu um áfengisfrumvarpið segist Ágúst einfald­ lega geta stuðst við tölfræðigögn og niður­ stöður rannsókna sem sýni fram á alvarlegan veruleika: „Mælingar erlendis sýna að mjög lágt hlutfall ökumanna er undir áhrifum áfeng­ is, eða hálft til eitt prósent. Á Íslandi hefur lögreglan haft eftirlit og stöðvað tugi og jafnvel hundruð bíla eitt kvöld og þar er sama niður­ staða, mjög lágt hlutfall ökumanna er undir áhrifum. En þessir fáu sem aka ölvaðir valda svo miklum skaða, eða allt að 20% banaslysa í umferðinni hér á landi. Hlutfallið er enn hærra í öðrum löndum, eða allt að 30%. Það hlýtur að vekja fólk til umhugsunar.“

EIGIN NEYSLUVIÐMIÐ VARASÖM Í framhaldi af þessu bendir Ágúst á að það þýði ekki að tala léttvægt um neyslu á áfengi og akstur. Slíkt leiði bara af sér að enginn viti í raun hvenær hann er undir áhrifum áfengis. „Þá fer fólk að búa til eigin viðmið: Það er allt í lagi með mig! Og hópur ökumanna býr að til sína eigin stefnu,“ segir Ágúst. Refsimörkin séu 0,5 á Íslandi og svo einhver vikumörk. „Þetta býður upp á ákveðið rými til neyslu sem veldur því að neysluviðmiðin verða eitt­ hvað sem fólk býr til sjálft; eigið mat á gráu svæði sem við viljum útrýma. Mörgum líður vel undir áhrifum áfengis en það þýðir samt ekki að þeir séu hæfir ökumenn.“

LÆKKA REFSIMÖRK Í 0,2 PRÓMÍL Ágúst segir að of mikið sé í húfi og að fólk geti vel skipulagt drykkju fyrirfram. „Það hefur enginn rétt á því að taka sér það leyfi að vera óökuhæfur undir áhrifum áfengis á vegum sem eru opnir almenningi. Það er hættuleg og sjálfhverf hugsunarvilla. 0,2 prómíl er

lægsta stig sem komist er á, t.d. við að borða konfekt eða eftirrétt sem inniheldur áfengi. Refsimörkin yrðu þá komin í sem næst því að leyfa ekki akstur undir áhrifum áfengis.“ Hann bætir við að það þurfi skýra stefnumörkun og aðgreiningu: að blanda ekki áfengi og akstri saman og að áfengisauglýsingar séu ekki með léttúðugum blæ. „Ef við skoðum allar rannsóknir á sölu á áfengi, sama yfir hversu langt tímabil eða hvenær, þá sýna niðurstöður að eftir því sem aðgengi er meira að áfengi, því meiri ölvunarakstur – og þar að leiðandi fleiri umferðarslys. Þetta er ekkert flókið. Ég óttast að þetta þróist í þá átt að það verður aukið aðgengi að áfengi sérstaklega fyrir ungt fólk. Svo er bara ákveðinn hópur fólks sem á við áfengisvanda að stríða en ekur samt. Við getum bara ímyndað okkur hvað aukið aðgengi mun gera fyrir þann hóp.“

Ágúst Mogensen Afbrotafræðingur

LAGABREYTINGU ÞARF FYRIR ÁFENGISLÁS Nokkrum sinnum hefur komið upp í fjölmiðl­ um umræða um svokallaðan áfengislás sem er tengdur við svissinn á bílnum. Ökumaður blæs í öndunarsýnatæki og ef það mælist áfengi þá fer bílinn ekki í gang. Ágúst segir að þetta sé t.d. hugsað fyrir fyrirtæki sem vilja hafa stjórn á sínum flota og erlend sveitarfélög hafi látið setja lása í ökutæki á sínum vegum. „Þetta er þó líka hugsað fyrir þá sem eru teknir fyrir ölvunarakstur. Þetta hefur verið hugsað sem kostur í staðinn fyrir sviptingu. Þá borgar ökumaður fyrir ísetningu á búnaðinum, auk fjársektar. Þá getur viðkomandi ekið gegn því að hann blási í mælinn, bæði þegar hann ræsir bílinn og svo tilviljanakennt öðru hverju við aksturinn.“ Það að missa ökuréttindi vegna ölvunaraksturs geti skapað heilmikil vandamál. Fólk þurfi t.d. að sækja vinnu og koma börnum í skóla og frístundir. „Það er vel mögulegt að koma þessu í gagnið Íslandi en það þyrfti lagabreytingu til. Markmiðið með þessu er samvinnuverkefni. Ekki að gera ökumönnum grikk. Það er reynt að fá þá til að skilja mikil­ vægi þess að koma í veg fyrir ölvunarakstur,“ segir Ágúst að endingu.

„Það hefur enginn rétt á því að taka sér það leyfi að vera óökuhæfur undir áhrifum áfengis á vegum sem eru opnir almenningi.“

forvarnir.is

AÐGENGI AÐ ÁFENGI EKKI MANNRÉTTINDI

15


FORELDRAVANDAMÁL HAFA AUKIST „Miðað við rannsóknir í löndum sem við viljum bera okkur saman við myndi bæði neysla foreldra og barna aukast við aukið aðgengi að áfengi.“

E Y S LU N IS G N E F Á D N BIRTINGARMY AL MÁL A Ð E M R E D N R E Á BARNAV SMANNA F R A T S Ð R O B S E M R AT A Á R S T O F U. A D N R E V A N R HJÁ BA

Flokkun tilkynninga 800

833

818

780

740

693

680

1002

996

990

1.000

681

662

600

613

567

560

579

570

400

200

0

2009

75

56

39

2010

2011

Þar af foreldrar í áfengis- og fíkniefnaneyslu

16

forvarnir.is

63

54

2012

2013

Neysla barns á vímuefnum

2014

80

54

49

2015

2016

Heilsa/líf ófædds barns í hættu


Birtingarmynd áfengisneyslu á barnavernd er meðal mála sem rata á borð starfsmanna hjá Barnaverndarstofu. Halla Björk Marteinsdóttir félagsfræðingur hefur starfað við málefni barna í mörg ár og segir að þegar þörf sé á úrræðum eftir könnun slíkra mála hjá embættinu hafi hlutfall foreldra í áfengis- og/eða vímuefnaneyslu aukist á árunum 2009 – 2016. Aftur á móti hafi hlutfall tilkynninga um vímuefnaneyslu ungmenna minnkað.

Í lögum um barnavernd er m.a. tekið fram að það beri að tilkynna til barnaverndaryfirvalda ef börn búa við óviðunandi uppeldisaðstæður, verða fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi, stofni heilsu sinni og þroska í alvar­ lega hættu og ef heilsu og lífi ófædds barns er stefnt í hætti með óviðunandi eða háskalegu líferni þungaðrar konu. „Tilkynningum til Barnaverndarstofu vegna slíkra mála fjölgaði úr 8545 í 9310 á milli áranna 2015 og 2016. Meðal ástæðna voru vanræksla þar sem foreldrar voru í áfengis- og fíkniefnaneyslu, neysla barna á vímuefnum og þegar heilsa og eða líf ófæddra barna var í hættu (54 tilfellum fjölgaði í 80). Oftast var um að ræða tilkynningar vegna vanrækslu eða í 3674 tilfella í fyrra og í 1002 þeirra voru for­ eldrar í áfengis- og fíkniefnaneyslu. Það eru yfir 10% tilfella allra tilkynninga. Í 6,2% tilfella var um að ræða neysla barna á vímuefnum,“ segir Halla Björk.

MEIRA OFBELDI Á MILLI ÁRA Í þeim tilfellum þar sem ákveðið var að hefja könnun á aðstæðum segir Halla Björk að fjöldi barna hafi verið 4920 árið 2015 en 4825 í fyrra. Í sumum tilfella hafi verið um að ræða börn sem áður hafi verið tilkynnt um (opin mál) en nýjar kannanir verið jafnmargar bæði árin, eða 2528. „Í 40,6% tilfella var þörf á ráðstöfunum/úrræðum á grundvelli barna­ verndarlaga. Í 6,9% mála lágu niðurstöður ekki

fyrir. Í flokki ástæðna þess að talin var þörf á ráðstöfunum og úrræðum að könnun lokinni hafði vanræksla foreldra vegna náms barna aukist og jafnframt fjölgaði skólum og sér­ fræði- eða fræðsluaðilum meðal tilkynnenda. Einnig fjölgaði tilfellum vegna tilfinningalegs, sálræns, líkamlegs og kynferðisofbeldis sem og heimilisofbeldis. Tilkynningum frá nágrönnum hefur líka fjölgað töluvert.“ Þá hafi fleiri börn stefnt eigin heilsu og þroska í hættu.

FJÖLDI ÚRRÆÐA JÓKST Á MILLI ÁRA

Halla Björk Marteinsdóttir Félagsfræðingur hjá Barnaverndarstofu.

Hjá Barnaverndarstofu segir Halla að lögð sé áhersla á úrræði fyrir börn út frá hverjum aðstæðum fyrir sig, s.s. sérúrræði fyrir börn með vímuefna- og/eða hegðunarvanda. Hegðunarvandi barnanna birtist í afskiptum lögreglu, erfiðleikum í skóla, ofbeldi og vímu­ efnanotkun. Heildarfjöldi úrræða á vegum ríkisins voru 150 (125 einstaklingar) árið 2015 og fjölgaði í 159 (124 einstaklingar) árið 2016. „Eins og hér hefur verið upptalið, þegar þörf hefur verið á úrræðum eftir könnun máls, hefur hlutfall foreldra í áfengis- eða vímu­ efnaneyslu aukist og hlutfall barna í vímu­ efnaneyslu minnkað. Miðað við rannsóknir í löndum sem við viljum bera okkur saman við myndi bæði neysla foreldra og barna aukast við aukið aðgengi að áfengi. Það segir sig sjálft,“ segir Halla Björk.

Texti og mynd af Höllu Marteinsdóttur: Olga Björt Þórðardóttir

forvarnir.is

17


ÆTTI AÐ MERKJA ÁFENGI EINS OG TÓBAK

HEFT AÐGENGI ER YFIRMARKMIÐ

„Það voru langflestir landsmenn meðvitaðir um skaða af völdum tóbaksreykinga, aðallega á þann sem neytti tóbaks en lögin voru sett til þess að vernda þau sem ekki reykja. Skaði af völdum áfengis er hlutfallslega meiri á aðra en þann sem neytir þess og miklu meiri á samfélagið en tóbaksnotkun. Ég skil því ekki af hverju ætti þá að auka aðgengi að áfengi.“

Ð MERKJA A I T F R Y Þ N U A ÍR EINS IR Ð Ú B M U IS G N ÁFE MINNA Ð A IL T K A B Ó OG T S K A Ð A. N A G E L U G Ö M Á

Texti og mynd af Láru G. Sigurðardóttur: Olga Björt Þórðardóttir

18

forvarnir.is


Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, hefur skrifað fjölmargar greinar í íslenska fjölmiðla til að vekja athygli á skaðsemi áfengis. Hún segir að með því að „normalisera“ áfengissölu sé í raun verið að ógna heilsu og lífsviðhorfum 5000 – 6000 barna sem fæðast á hverju ári. Áfengi nái yfir svo margar snertifleti, s.s. áhrif á aðra en þann sem drekki og í raun þyrfti að merkja áfengisumbúðir eins og tóbak til að minna á mögulegan skaða.

„Ég hef heyrt ítrekað málflutning þeirra sem aðhyllast áfengisfrumvarpið á þá leið að einhverjir hafi upplifað og séð hitt og þetta í útlöndum, s.s. áfengi í matvöruverslunum, og að ekki hafi borið á slæmum afleiðingum í kringum þá. Upplifanir einstaklinga eru ekki vísindi og það er ákveðin vanræksla í starfi t.d. þingmanna að taka eigin geðþóttahugmyndir fram yfir vísindalegar staðreyndir sem unnið hefur verið að í næstum 40 ár hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni,“ segir Lára. Hún bendir sérstaklega á tóbaksvarnarlögin frá 1997 því til viðmiðunar. „Það voru langflestir landsmenn meðvitaðir um skaða af völdum tóbaksreykinga, aðallega á þann sem neytti tóbaks en lögin voru sett til þess að vernda þau sem ekki reykja. Skaði af völdum áfengis er hlutfallslega meiri á aðra en þann sem neytir þess og miklu meiri á samfélagið en tóbaksnotkun. Ég skil því ekki af hverju ætti þá að auka aðgengi að áfengi.“

HVATIR, VANI OG ÁHRIF Viðtalið berst að hugtakinu frelsi, sem einnig er í hávegum haft í þegar rætt er um áfengis­ sölu. „Frelsi hvers? Frelsi til að að mæta fullur í vinnuna? Frelsi barnanna sem kvíða helginni? Frelsi til að aka drukkinn? Frelsi þeirra sem eru komin með ógeð á drukkna aðilanum sem skemmir allar veislur með leiðindum? Frelsi er mikilvægt og þá sérstaklega þegar lýðheilsa og líðan er í húfi,“ segir Lára og bætir við að mannveran sé þannig gerð að athafnir og hugsanir séu ekkert nema vaninn. „Við tökum oft ákvarðanir sem við ætlum ekkert að taka. Við erum veikbyggð að þessu leyti og dagsformið er misjafnt. Okkur er stjórnað af hvötum, vana og áhrifum í umhverfinu okkar. Stundum erum nánast óhæf til að taka bestu mögulegu ákvarðanirnar. Þetta er djúpt í grunngenunum og framheilinn er ekki meira þróaður en þetta. Þess vegna þarf þessi lög og reglur til að grípa inn í dómgreindarleysið.“

HEFT AÐGENGI ER YFIRMARKMIÐ Lára hvetur fólk til að horfa á skilgreininguna á því hvers vegna lög séu sett - fyrst og fremst til að vernda hagsmuni samfélagins og horfa á það sem eina heild. „Heft aðgengi að áfengi er yfirmarkmið stefnu í áfengis- og vímuefnavörnum til ársins 2020, gefið út af velferðarráðuneytinu. Það er einn liður í áfengisforvörnum á sama hátt og að t.d. mega ekki aka drukkinn. Það hefur hingað til virkað sem besta forvörnin, sérstaklega gagnvart ungu fólki og þeim sem eru viðkvæmastir fyrir áfengi.“ Þetta hafi skilað góðum árangri, sérstaklega meðal ofangreinds samfélagshóps og yrði mikil afturför að bakka með það og stuðla að aukinni áfengisdrykkju. „Aðrar þjóðir líta á Íslendinga sem fyrirmyndir í þessum efnum því þær vilja ná sama árangri,“ segir Lára.

Lára G. Sigurðardóttir Læknir og doktor í lýðheilsuvísindum

ETANÓL ER SKAÐVALDURINN Lára segir að áfengi nái yfir fleiri snertifleti en flesta gruni, þ.á.m. 200 sjúkdómsgreiningar og þar af bein orsök í 30 sjúkdómum. Þegar skaðleg áhrif ýmissa efna og lyfja á samfélagið séu borin saman, t.d. áfengis og tóbaks, þá hafi áfengi miklu meiri og víðtækari áhrif. „Sem dæmi er áfengisneysla algengasta dánarorsök 15-59 ára karla í Evrópu. Við erum að tala um etanól, virka efnið í áfengi, sem er skaðvaldur­ inn. Þá skiptir engu máli aðgengi er létt eða sterkt vín. Fólk er svo mikið að einbeita sér að því að „hygge sig“ en opna ekki augun fyrir því hversu mikill samfélagslegi skaðinn getur orðið, s.s. glötuð æviár, geð- og taugasjúk­ dómar, ótímabær örorka og fósturskaði. Þarf virkilega að fara í það að merkja áfengi eins og tóbak til þess að almenningur átti sig á áhrifum þess?“ spyr Lára sig að endingu.

forvarnir.is

ETANÓL ER SKAÐVALDURINN

19


AÐRAR ÞJÓÐIR FYLGJAST GRANNT MEÐ Rafn segir að það sem sitji eftir í starfi sínu á alþjóðavettvangi sé óskhygg ja frá erlendum kollegum hans um að þeir hefðu haft sama fyrirkomulag með aðgengi að áfengi og Íslendingar.

L AMAÐUR Á M N R Ó J T S R „Á B Y R G U N ÚT U Ð R Ö V K Á IÐ K GETUR EKKI TE GÖNGU IN E N U Ð O K S FRÁ EIGIN N O TA Ð A R U Ð R E V R HELDU S T Ö Ð U R“ R U IÐ N R A N K RANNSÓ

Texti og mynd af Rafni Magnúsi Jónssyni: Olga Björt Þórðardóttir

20

forvarnir.is

„ÍSLENDINGAR VORU MEÐAL FYRSTU ÞJÓÐA Í HEIMINUM TIL AÐ SETJA Á ÁFENGISGJALD ÚT FRÁ LÝÐHEILSUSJÓNARMIÐUM ÁRIÐ 1872“


Rafn Magnús Jónsson, verkefnastjóri áfengis- og vímuvarna hjá Embætti landlæknis, hefur í 13 ár unnið við þann málaflokk, bæði hér á landi og erlendis. Undanfarin ár hefur hann verið tengiliður hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO), en stofnunin hefur í tvígang séð ástæðu til þess að senda erindi til Íslands vegna áfengisfrumvarpsins. Annað skipti til Embættis landlæknis og hitt til heilbrigðisráðherra, þar sem varað er við því að gera breytingar á því fyrirkomulagi sem hér er. „Ef það kæmi svona bréf varðandi aðra vá og að loka þyrfti landinu t.d. vegna fuglaflensu þá myndu allir stjórnmálamenn skilja það. En ef það er áfengi, þá er viðhorfið annað, “ segir Rafn og bætir við að fræðsla ein og sér dugi ekki til að draga úr skaða vegna áfengisneyslu.

FORVARNIR ÚT FRÁ ÞEKKINGU Ef allir færu eftir bestu þekkingu þá væru allir að fara vel með sig og skaða engan en það hefur sýnt sig að árangursríkustu forvarn­ irnar eru stjórnvaldsaðgerðir. Þetta er ekki forræðishygg ja, heldur umhygg ja – fyrir samfélaginu. Fagfólk verður að fara eftir bestu þekkingu. Þetta er ekki endilega mín skoðun, þetta er mitt hlutverk hjá Embætti landlækn­ is. Einu hagsmunirnir eru að trygg ja heilsu þjóðarinnar. Annars væri ég ekki að vinna vinnuna mína.“

ÁREITI OG ÓÞÆGINDI VEGNA DRYKKJU Rafn segir að áfengisneysla sé ekki bara einka­ mál þess sem drekkur heldur geti hún haft áhrif á aðra. „Þá erum við að tala um áhrif á börn, fjölskyldur, þroska, slys og fjárhagslega byrði samfélagsins. Mögulega hafa margir einhvern tímann upplifað áreiti eða óþægindi vegna drykkju annarra. Önnur áhrif eru fjarvera frá vinnu, framleiðslutap, vanræksla, ofbeldi í samböndum, skilnaðir, ofbeldi, slys og ótímabær örorka eða jafnvel dauðsföll.“

ERLENDIR KOLLEGAR FYLGJAST MEÐ Rafn segir að í starfi sínu á alþjóðavettvangi verði hann oft var við öfund hjá erlendum kollegum sínum og þeir óska að þeir hefðu sama fyrirkomulag með aðgengi að áfengi og Íslendingar. „Þeir vildu g jarnan hafa ríkis­ einkasölu á áfengi. Þeir skilja ekki að við séum enn að rífast um þetta.“

VILJA NÁ SAMA ÁRANGRI OG ÍSLENDINGAR Rafn bendir á frétt frá Írlandi þar sem greint er frá gríðarlegri aukningu í ölvunarakstri þar, en tæp 40% af öllum dauðsföllum á Írlandi eru af völdum ölvunaraksturs. „Það hefur áhrif víða um heim hvaða stefnu við Íslendingar munum taka í þessum málum og það er vel fylgst með. Hingað kom blaða­ maður frá Singapor í tvígang til að fjalla um hve vel Íslendingar hafa staðið sig í að halda utan um þessa hluti síðan 1998 og það er búið að kynna Íslenska módelið fyrir ráðherra þar sem vill ná sama árangri. Hvað vegur meira í ákvarðanatöku: mér finnst eða staðreyndir?“ Rafn nefnir nýtilkomið hugtak sem nefnist falskt jafnvægi sem gengur út á að legg ja að jöfnu skoðun stjórnmálamanns og staðreyndir vísinda. „Ábyrgur stjórnmálamaður getur ekki tekið ákvörðun út frá eigin skoðun eingöngu heldur verður að styðjast við niðurstöður rannsókna.“

TAKMÖRKUN VIRKASTA LEIÐIN Rafn vill meina að Íslendingar séu eiginlega að upplifa svipað og fyrir mörgum árum þegar í ljós kom að tóbaksreykingar eru einnig skaðlegar fyrir aðra en þá sem reykja. „Því ættu sömu rök að gilda fyrir áfengi. Það er stefna stjórnvalda til til ársins 2020 að vernda börn, ungmenni og þau sem séu veik fyrir og drekki óhóflega. Takmarkað aðgengi að áfengi er ein virkasta leiðin sem til er til að ná þeim markmiðum.“

Rafn Magnús Jónsson Verkefnastjóri áfengisog vímuvarna hjá Embætti landlæknis

BREYTT EN EKKI BÆTT DRYKKJUMENNING Í umræðu um áfengisfrumvarpið segir Rafn að oft sé minnst á að bjórinn hafi breytt íslenskri drykkjumenningu og það sé á vissan hátt rétt. „En síðan hann var leyfður árið 1989 hefur ekki dregið úr ölvunardrykkju, heldur færðist drykkjan frá sterku áfengi yfir í bjór og léttvín. Akút áhrifum sem fylg ja ölvunardrykkju, s.s. slysum, ofbeldi, föllum og hrösum hefur ekki fækkað. Við sjáum líka aukningu í langvinnum sjúkdómum eins og áfengistengdum lifrar­ sjúkdómum, því við drekkum líka á virkum dögum.“

Rafn segir að lokum að Íslendingar hafi verið meðal fyrstu þjóða í heiminum til að setja á áfengisg jald út frá lýðheilsusjónarmiðum árið 1872. „Settur var á brennivínstollur til að draga úr ölvun og dauðsföllum. Svo einhvern tímann síðar varð áfengisg jald meira að fjáröflun fyrir ríkið. Nú þurfum við að líta til baka og spyrja okkur sjálf í hvað átt við ætlum að fara.“

forvarnir.is

VILJA NÁ SAMA ÁRANGRI OG ÍSLENDINGAR

21


FRÆÐSLA OG FORVARNIR ÞAKKA STUÐNINGINN REYKJAVÍK

Aðalmálun ehf Aðalvík ehf Áberandi ehf ÁM-ferðir ehf Bifreiðaverkstæði Svans ehf Bílamálun Sigursveins Sigurðssonar Bókhaldsstofa Haraldar slf CATO Lögmenn ehf Danfoss hf Danica sjávarafurðir ehf Fastus ehf Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Fiskmarkaðurinn ehf Frumherji hf Garðs Apótek ehf GB Tjónaviðgerðir ehf Gilbert úrsmiður Gjögur hf Gjörvi ehf Gray Line Iceland Gróðrarstöðin Mörk Guðmundur Arason ehf, smíðajárn Guðmundur Jónasson ehf Gunnar Eggertsson hf Hagi ehf-Hilti Hagkaup Hamborgarabúlla Tómasar Heilsa ehf Herrafataverslun Birgis ehf Hjá GuðjónÓ ehf Hótel Leifur Eiríksson ehf Hótel Óðinsvé Höfðakaffi ehf Iceland Congress IcePharma hf K. H. G. Þjónustan ehf KOM almannatengsl Kortaþjónustan hf Kvika ehf Lagnalagerinn ehf Landssamband lögreglumanna Landssamtök lífeyrissjóða Lásaþjónustan ehf Lifandi vísindi Loftstokkahreinsun.is, s: 893 3397 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu MD vélar ehf, www.mdvelar.is Menntaskólinn við Hamrahlíð Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. Nexus afþreying ehf Nói-Síríus hf Nýi ökuskólinn ehf Orka ehf Orkuvirki ehf Ósal ehf Rafsvið sf Reykjavík Motor Center ehf Reykjavíkurborg Rikki Chan ehf Rimaskóli Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs SM kvótaþing ehf Söngskólinn í Reykjavík Tanngo ehf-Gunnar Rósarson tannlæknir Tannþing ehf Tark - Arkitektar Tiger Ísland ehf Tollvarðafélag Íslands Umslag ehf VA arkitektar ehf Varma & Vélaverk ehf Varmi ehf Víkurós ehf, bílamálun og réttingar VSÓ Ráðg jöf ehf Þ.G. verktakar ehf Örninn ehf

170 SELTJARNARNESI Nýjaland ehf

200 KÓPAVOGI

ALARK arkitektar ehf Bílaklæðningar hf

22

forvarnir.is

Bíljöfur ehf, gul gata Byggðaþjónustan bókhald og ráðg jöf Inter Medica ehf JS-hús ehf Kópavogsbær Loft og raftæki ehf Mannrækt og menntun ehf Rafmiðlun hf Rafport ehf Verslanir Útilíf

GARÐABÆR

Garðabær Geislatækni ehf-Laser-þjónustan H.Filipsson sf Hjallastefnan ehf Icewear Ísafoldarprentsmiðja ehf Okkar bakarí ehf Samhentir Val - Ás ehf Versus bílaréttingar og málun Öryggisgirðingar ehf

HAFNARFJÖRÐUR

Ás, fasteignasala ehf Ásafl ehf Efnalaugin Glæsir Efnamóttakan hf Friðrik A Jónsson ehf G.S. múrverk ehf Hagtak hf Hvalur hf Ican-Beykireykt þorsklifur ehf J-vélar ehf Lína Lokkafína, hárgreiðslustofa Matbær ehf Músik og Sport ehf Opal Sjávarfang ehf Smíðaverk ehf Stálorka Tannlæknastofa Harðar V Sigmarssonar sf Umbúðamiðlun ehf Víðir og Alda ehf VSB verkfræðistofa ehf

ÁLFTANES

Dermis Zen slf

REYKJANESBÆR

ÁÁ verktakar ehf.Bed and Breakfast Keflavik Airport Bílaverkstæði Þóris ehf Dacoda ehf Fjölbrautaskóli Suðurnesja Lyfta ehf M² Fasteignasala & Leigumiðlun Nesraf ehf Reiknistofa fiskmarkaða hf Suðurflug ehf Toyota Reykjanesbæ Verslunarmannafélag Suðurnesja

GRINDAVÍK

Einhamar Seafood ehf Flutningaþjónusta Sigga ehf Hársnyrtistofan Rossini ehf Marver ehf Vísir hf Þorbjörn hf

GARÐUR

Sveitarfélagið Garður

MOSFELLSBÆR

Dalsbú ehf Nonni litli ehf Vélsmiðjan Sveinn ehf

AKRANES

Fasteignasalan Hákot Grastec ehf JG tannlæknastofa sf Þorgeir og Ellert hf

BORGARNES

MÝVATN

Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsnesi Skorradalshreppur

Jarðböðin við Mývatn Mývetningur, íþrótta- og ungmannafélag

STYKKISHÓLMUR

Skegg jastaðakirkja

Marz sjávarafurðir ehf

GRUNDARFJÖRÐUR Þjónustustofan ehf

ÓLAFSVÍK

BAKKAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR Vopnafjarðarskóli

EGILSSTAÐIR

REYKHÓLAHREPPUR

Bókráð,bókhald og ráðg jöf ehf Egilsstaðaskóli Klassík ehf Miðás ehf Þ.S. verktakar ehf

ÍSAFJÖRÐUR

Seyðisfjarðarkaupstaður

Kvenfélag Ólafsvíkur Steinunn ehf Reykhólahreppur Hamraborg ehf

BOLUNGARVÍK

Sigurgeir G. Jóhannsson ehf

PATREKSFJÖRÐUR

Fiskmarkaður Patreksfjarðar ehf Hótel Flókalundur Oddi hf, fiskvinnsla-útgerð

TÁLKNAFJÖRÐUR

Bókhaldsstofan Tálknafirði T.V. Verk ehf

HÓLMAVÍK Café Riis ehf

ÁRNESHREPPUR

Árneshreppur - arneshreppur.is

HVAMMSTANGI Aðaltak slf Kvenfélagið Iðja Villi Valli ehf

BLÖNDUÓS

Húnavatnshreppur Samstaða, skrifstofa verkalýðsfélaga

SAUÐÁRKRÓKUR

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Skinnastöðin hf Vörumiðlun ehf

VARMAHLÍÐ

Akrahreppur Skagafirði

AKUREYRI

Baldur Halldórsson ehf Blikkrás ehf Dekkjahöllin Eining-Iðja Gróðrarstöðin Réttarhóll ehf, www. rettarholl.is Hnýfill ehf Höldur ehf, bílaleiga Kraftbílar ehf Raftákn ehf - Verkfræðistofa S.S. byggir ehf Samherji ehf Sjúkrahúsið á Akureyri Skútaberg ehf Svalbarðsstrandarhreppur

GRÍMSEY

Sigurbjörn ehf, fiskverkun Sæbjörg ehf

HÚSAVÍK

Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf. Víkurraf ehf

LAUGAR

Þingeyjarsveit

SEYÐISFJÖRÐUR

REYÐARFJÖRÐUR Fjarðabyggð

ESKIFJÖRÐUR Eskja hf Fjarðaþrif ehf

NESKAUPSTAÐUR

Síldarvinnslan hf Verkmenntaskóli Austurlands

STÖÐVARFJÖRÐUR

Brekkan - Verslun og veitingastofa

HÖFN Í HORNAFIRÐI Ferðaþjónustan Árnanes Rósaberg ehf Skinney-Þinganes hf Sveitafélagið Hornafjörður

SELFOSS

Byggingafélagið Laski ehf Fjölbrautaskóli Suðurlands Flóahreppur Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps Pylsuvagninn Selfossi við brúarendann Reykhóll ehf Sveitarfélagið Árborg

HVERAGERÐI

Hverablóm ehf blóma- og g jafavöruverslun

ÞORLÁKSHÖFN Sveitarfélagið Ölfus Þorlákshafnarhöfn

ÖLFUS

Eldhestar ehf

FLÚÐIR

Gröfutækni ehf Hrunamannahreppur

HVOLSVÖLLUR

Ferðaþjónustan Hellishólum ehf Hótel Hvolsvöllur Krappi ehf, byggingaverktakar Kvenfélagið Freyja Rangárþing eystra

VÍK

Mýrdælingur ehf

KIRKJUBÆJARKLAUSTUR Hótel Laki Skaftárhreppur

VESTMANNAEYJAR

Rannsóknarþjónustan V.M. Tvisturinn ehf


NEYÐARNÚMERIÐ í 20 ÁR

MERKI KSÍ - NOTKUNARLEIÐBEININGAR THE FA OF ICELAND - BRAND GUIDE

Merkið má aðeins nota í þeim litum sem hér eru tilgreindir, og á hvítum grunni. Sé merkið notað á lituðum grunni skulu hvítar línur sjást umhverfis merkið. Lögun merkisins eða litum má ekki breyta á nokkurn hátt. Í sérstökum tilfellum er KSÍ heimilt að nota eða samþykkja svart/hvíta, negatífa eða upphleypta útgáfu af merkinu, þar sem það við. The logo may only be used as shown. When used on a coloured background a white line must be visible. The aspects of the logo and/or appearance may not be altared. The FA of Iceland reserves the right to allow other usage of the logo, only in special circumstances, at the discretion of and with the explicit permission of the FA of Iceland.

LITAKÓÐAR - COLOR CODES PANTONE 286 - PROCESS: 100% CYAN / 60% MAGENTA PANTONE 186 - PROCESS: 90% MAGENTA / 75% YELLOW / 5% BLACK

CMYK litir: Hjarta: Cyan: 10, Magenta: 100, Yellow: 100, Svart: 20 Letur: Cyan: 10, Magenta: 10, Yellow: 10, Svart: 60

forvarnir.is

23


„Megináherslan þarf að vera á forvarnir sem eru varanlegasta og farsælasta leiðin til eflingar heilsu landsmanna.“

Sigtúni 42 105 Reykjavík Sími: 511 1588 frae@forvarnir.is forvarnir.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.