Systembolaget study 2017 icelandic summary

Page 1

Hver er ávinningur ríkisreksturs á smásölu áfengis í Svíþjóð fyrir lýðheilsu og almannaheill?

Tim Stockwell / Thor Norström Colin Angus / Adam Sherk Mats Ramstedt / Sven Andréasson Tanya Chikritzhs / Johanna Gripenberg Harold Holder / John Holmes & Pia Mäkelä

April 2017


Hver Hverereropinber ávinningur ríkisreksturs á ávinningur er varðarí Svíþjóð fyrir lýðheilsu smásölu áfengis heilsu og öryggi vegna og almannaheill? ríkisreksturs sænsku ríkisstjórnarinnar á sölu áfengis? Tim Stockwell1 Thor Norström2 Colin Angus3 Adam Sherk4 Mats Ramstedt5 Sven Andréasson6 Tanya Chikritzhs7 Johanna Gripenberg8 Harold Holder9 John Holmes10 Pia Mäkelä11

1 Director, Centre for Addictions Research of British Columbia (CARBC) and Professor, Department of Psychology, University of Victoria, PO Box 1700 STN CSC, Victoria, British Columbia, V8W 2Y2, Canada 2 Professor, Swedish Institute for Social Research, Stockholm University, Stockholm, Sweden 3 Research Fellow, University of Sheffield, Sheffield, UK 4 Research Associate, Centre for Addictions Research of British Columbia (CARBC) and Doctoral Student, Social Dimensions of Health Research Program, University of Victoria, Victoria, British Columbia, Canada 5 Head of Research, The Swedish Council for Information on Alcohol and Other Drugs (CAN), Stockholm, Sweden 6 Professor, MD, Karolinska Institutet, Department of Public Health Sciences, Stockholm, Sweden 7 Professor, National Drug Research Institute, Curtin University, Perth, Australia 8 Director, Stockholm Prevents Alcohol and Drug Problems (STAD), Karolinska Institutet, Department of Clinical Neuroscience, Stockholm, Sweden 9 Senior Scientist Emeritus and former Director of Prevention Research Center, Pacific Institute for Research and Evaluation, Berkeley, CA, USA 10 Senior Research Fellow, University of Sheffield, Sheffield, UK 11 Senior Scientist, National Institute for Health and Welfare, Helsinki, Finland

Skýrsla samin að beiðni sænsku áfengisverslunarinnar sem hefur einkaleyfi á smásölu áfengis í Svíþjóð

© 2017 Centre for Addictions Research of BC, University of Victoria, Victoria, BC, Canada Suggested Citation: Stockwell, T., Norström, T., Angus, C., Sherk, A., Ramstedt, M., Andréasson, S., Chikritzhs, T., Gripenberg, J., Holder, H., Holmes, J. & Mäkelä, P. (2017). Hver er opinber ávinningur er varðar heilsu og öryggi vegna ríkisreksturs sænsku ríkisstjórnarinnar á sölu áfengis? Victoria, BC: Centre for Addictions Research of BC, University of Victoria, Victoria, BC, Canada.


Public health and safety benefits of Systembolaget

Þakkir Við þökkum Systembolaget fyrir styrki fyrir ferðum og tengdum kostnaði við þátttöku í verkefnafundum í Svíþjóð; fyrir styrki til þess að ráða aðstoðarprófessor hjá University of Victoria og stöðu rannsóknarprófessors hjá University of Sheffield; og fyrir að greiða fyrir sérstakar greiningar fyrir verkefnið sem framkvæmdar voru af Swedish Council for Information on Alcohol and Other Drugs (CAN). Meðhöfundar, fyrir utan HH og AS, fengu styrki vegna allra þriggja fundanna sem voru haldnir. Gerðar voru ráðstafanir til þess að tryggja að vinnan væri unnin algjörlega sjálfstætt og óháð Systembolaget, meðal annars var gerður skriflegur samningur um sjálfstæði vinnuhópsins (sjá Viðauka 1). Starfsfólk Systembolaget var aldrei til staðar á vinnufundum og það var hvorki spurt né upplýst um þær aðferðir sem valdar voru til notkunar í rannsókninni. Við eigum líka Dr Jürgen Rehm og Dr Kevin Shield frá Dalla Lana School of Public Health hjá University of Toronto mikið að þakka fyrir að deila með okkur nýjustu aðferðum sínum við að meta hnattræna byrði vegna áfengis sem við beittum með einungis minni háttar frávikum í rannsókn okkar. Við þökkum kærlega fyrir ráðleggingar Per Leimar við þetta verkefni, en hann er fyrrum ráðgjafi stefnumótunar hjá Systembolaget og vel að sér vegna núverandi stöðu sinnar hjá bindindishreyfingunni IOGT-NTO í Svíþjóð. Við þökkum einnig Dr Jinhui Zhao fyrir aðstoð hans við að endurgreina gögn frá British Columbia um tengslin á milli þéttleika sölustaða áfengis og áfengisneyslu á íbúa. Að lokum, kærar þakkir til Jen Theil og Jon Woods fyrir hjálp við umbrot og uppsetningu skýrslunnar.


Samantekt Bakgrunnsupplýsingar Systembolaget, hin ríkisrekna áfengisverslun Svíþjóðar, á sér langa sögu í sölu á áfengum drykkjum en er jafnframt rekin á grundvelli lýðheilsu og almannaheilla. Áfengisverslunin, sem er ábyrg gagnvart ráðuneyti heilbrigðis- og félagsmála, hefur það hlutverk að stjórna dreifingu og sölu áfengis til sænsks almennings þannig að tjón vegna neyslu þess verði sem minnst. Því markmiði nær fyrirtækið með því að starfa án hagnaðarmarkmiða. Þegar þessi skýrsla er skrifuð, rekur fyrirtækið 436 áfengisverslanir, auk 500 umboðsverslana sem hafa leyfi til sölu áfengis í dreifðari byggðum landsins, en einungis 1% af heildarsölunni er í þessum umboðsverslunum. Verslanirnar eru venjulega opnar 49 til 50 klukkustundir á viku, frá mánudögum til laugardaga. Þjálfað starfslið verslananna stendur sig vel í að sporna gegn sölu áfengis til þeirra sem eru undir lögaldri til áfengiskaupa (<20 ár) eða til drukkinna viðskiptavina. Strangt eftirlit er haft með kynningarstarfsemi og áfengisauglýsingum. Svíþjóð og önnur lönd sem hafa ríkisrekna áfengisverslun, eins og Ísland og Noregur, skera sig úr meirihluta annarra Evrópuríkja með tiltölulega lága neyslu áfengis á íbúa. Sænskum matvöruverslunum er í dag leyft að selja bjór með styrkleika allt að 3,5% alkóhól að rúmmáli. Meðal áfengisneysla Svía, 15 ára og eldri, hefur minnkað á síðasta áratug úr um það bil 10 lítrum í 9 lítra af hreinu alkóhóli á ári. Um 20% áfengisins koma eftir óopinberum leiðum, aðallega með ferðamönnum sem flytja inn áfengi og með smygli. Með því að nota nýjustu aðferðir frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO), teljum við að árið 2014 megi rekja 1.919 dauðsföll til áfengis og 59.469 innlagnir á heilbrigðisstofnanir sem kostað hafi um 2,12 milljarða sænskra króna. Ef umdeildur heilsufarslegur ávinningur af hófdrykkju er ekki talinn með þá tengjast 3.188 dauðsföll og 64.297 sjúkrahúsinnlagnir áfengi í Svíþjóð árið 2014, og sjúkrahúsinnlagnir hafa kostað um 2,48 milljarða sænskra króna. Undanfarinn áratug eru vísbendingar um minnkandi skaða vegna áfengis, þar með talin áfengistengd dauðsföll og fjölda þeirra sem er meðhöndlaður vegna áfengistengdra sjúkdómsgreininga.

Markmið Í þessari skýrslu er uppfært eldra mat á ávinningi þess að halda áfram að ríkisreka áfengisverslunina sænsku, Systembolaget, fyrir lýðheilsu og almannaheill. Alþjóðlegt teymi vísindamanna mat áhrif þessa á stefnu í áfengismálum og mat neyslu og áfengistengdan skaða ef hin ríkisrekna áfengisverslun yrði einkavædd. Notuð voru ný gögn til ársins 2014 og nýjar greiningaraðferðir voru notaðar til þess að uppfæra mat sem gert var af Norström og samstarfsfólki árið 2010 (1). Við mátum fjölgun áfengistengdra dauðsfalla, fjölgun sjúkrahúsinnlagna og glæpa miðað við tvær sviðsmyndir um einkavæðingu þar sem áfengi yrði selt, annars vegar í (i) sérstökum áfengisverslunum, hins vegar (ii) í matvöruverslunum. Auk þess er fjallað um hvaða áhrif niðurstöðurnar hafa fyrir stefnu í áfengismálum og fyrir framtíðar rannsóknir.

Aðferðir Við fórum í gegnum nokkur greiningarskref til að meta (i) líklegar breytingar á áfengisstefnunni í Svíþjóð samhliða þessum tveimur sviðsmyndum einkavæðingar og (ii) áhrif þessarar stefnu á heildarneyslu áfengis og að lokum (iii) áhrif þessarar breytinga á áfengisneyslu, áfengistengda glæpi og heilsufarsvandamál.


Skref 1: Breyting lykilþátta í áfengisstefnu samkvæmt sviðsmyndum einkavæðingar. Við notuðum samanburð á reynslu af einkavæðingu á Norðurlöndunum og í Norður-Ameríku til að meta að hvaða marki þéttleiki sölustaða, fjöldi söludaga og klukkustunda, meðalverð og lágmarksverð á áfengi og kynningarstarfsemi af öllu tagi myndi breytast samkvæmt þessum tveimur sviðsmyndum (sjá töflu A1). Tafla A1: Áætlaðar breytingar á lykilþáttum áfengisstefnu samkvæmt tveimur sviðsmyndum af einkavæðingu:

Lykilþáttur

Sviðsmynd 1 – Áfengi selt í áfengisverslunum

Sviðsmynd 2 – Áfengi selt í matvöruverslunum

Þéttleiki sölustaða

200% aukning

1500% aukning

Verslun opin á sunnudögum Lengdur opnunartími Meðalverð

Viðbótar 12 klst. bætt við

Viðbótar 14 klst. bætt við

44% aukning Bjór +4.9% Vín +6.0% Sterkt áfengi +1.4%

68% aukning Bjór +2.4% Vín +3.0% Sterkt áfengi +0.7%

Lágmarksverð

Bjór -19.9% Vín -12.5% Sterkt áfengi -20.6%

Bjór -24.9% Vín -15.6% Sterkt áfengi -25.7%

Kynningarstarfsemi Öfug áhrif samanborið við fullt bann - helmingsáhrif

Öfug áhrif við bann

Skref 2: Áhrif hvers lykilþáttar áfengisstefnu á skráða áfengisneyslu á mann (heildarneyslu). Með kerfisbundinni skoðun þróuðum við besta mögulega mat á áhrifum (einnig óvissu í matinu) breytinga á einstökum lykilþáttum áfengisstefnunnar á heildarneyslu áfengis (sjá töflu A2 hér að neðan). Skref 3: Uppsöfnuð áhrif allra lykilþátta áfengisstefnu á skráða heildarneyslu. Sérstök áhrif hvers lykilþáttar úr skrefi 2 voru felld saman í uppsafnað heildarmat á áhrifum á skráða heildarneyslu áfengis (sjá töflu A2 hér að neðan). Niðurstaða okkar er að heildarsneyslan (áfengisneysla á íbúa) í Svíþjóð myndi aukast um 20.0% í sviðsmynd 1 (sérstakar áfengisverslanir) og um 31,2% í sviðsmynd 2 (matvöruverslanir). Skref 4: Mat á óvissu áætlaðra breytinga á heildarneyslu áfengis. Við notuðum PSA (Probabilistic Sensitivity Analysis) til að meta 95% öryggismörk fyrir áhrif hvers lykilþáttar á áfengisneyslu og á heildaráhrif einkavæðingar samkvæmt hvorri sviðsmynd (einnig útskýrt í töflu A2 hér að neðan). Tafla A2: Áætluð áhrif breytinga á viðkomandi lykilþáttum á skráða áfengisneyslu á mann í Svíþjóð (95% öryggisbil í sviga):

Lykilþáttur Þéttleiki sölustaða Verslun opin á sunnudögum Lengdur opnunartími Meðalverð Lágmarksverð Kynningarherferðir Allar stefnur

Sviðsmynd 1 - Sala í áfengisverslunum 9.5% (7.0% til 12.0%) 1.0% (-5.1% til 7.1%)

Sviðsmynd 2 - Sala í matvöruverslunum 16.4% (14.3% til 18.5%) 1.2% (-5.9% til 8.3%)

3.8% (2.9% til 4.8%) -2.8% (-4.4% til -1.2%) 13.3% (7.3% til 19.4%) 2.5% (-0.2% til 5.2%) 20.0% (15.3% til 24.7%)

4.8% (3.6% til 6.0%) -1.4% (-2.2% til -0.6%) 16.7% (9.1% til 24.3%) 5.0% (-0.4% til 10.4%) 31.2% (25.1% til 37.3%)


Public health and safety benefits of Systembolaget

Skref 5: Áhrif á áfengistengdan skaða samkvæmt hvorri sviðsmynd. Tvær meginaðferðir voru notaðar; A) ARIMA (Autoregressive integrated moving average model) greiningu á sænskum gögnum um tengslin á milli heildarneyslu áfengis (áfengisneyslu á mann) og skaða sem tengist áfengisneyslu og B) GBD greiningaraðferðarfræði WHO (Global Burden Disease til að meta hnattræna sjúkdómabyrði) til að meta sjúkdóma og dauðsföll sem rekja má til áfengis í Svíþjóð árið 2014 og, enn fremur, hvernig þessir þættir myndu taka breytingum í hvorri sviðsmynd fyrir sig. Með aðferð A voru skoðuð dauðsföll vegna skorpulifur, sjálfsmorð og annað líkamstjón, líkamsárásir og brot vegna aksturs undir áhrifum áfengis sem skráð voru af lögreglu. GBD aðferðin notar stærðfræðilega líkanaútreikninga til að tengja saman upplýsingar um áfengisneyslu, hættuna á skaða eftir mismunandi stigum áfengisneyslu og umfang áfengistengdra dauðsfalla og sjúkrahúsinnlagna vegna um 60 tegunda líkamstjóna og sjúkdóma. Aðferðin var aðlöguð til þess að mögulegt væri að leggja mat á hvaða áhrif breytingar á áfengisneyslu hafa á dauðsföll og sjúkrahúsinnlagnir. GBD aðferðin gerir einnig mögulegt að skoða hvort breytingar á áfengistengdum skaða eru mismunandi eftir aldurshópum og milli kynja. Breyta þurfti aðferðarfræðinni lítilsháttar til þess að hægt væri að meta breytingar á sjúkdómum og dauðsföllum vegna áfengis, til dæmis hvernig hlutfall ölvunardrykkju (binge drinking) innan mismunandi hópa breytist með aukinni heildarneyslu áfengis. Við fengum upplýsingar um dæmigerðan kostnað sjúkrahúsinnlagna vegna mismunandi sjúkdóma fyrir árið 2014 frá The Association of Local Authorities and Regions.

Niðurstöður Niðurstöður þessara tveggja aðferða við að meta breytingar á áfengistengdum skaða samkvæmt sviðsmyndunum tveimur af einkavæðingu smásölu áfengis eru teknar saman í töflum A3 og A4. Þrátt fyrir að vera ólíkar sýna þær sambærilegar niðurstöður um breytingu áfengistengdra dauðsfalla í Svíþjóð, aukist neysla áfengis. Í sviðsmynd 1 (sérstakar áfengisverslanir) áætlar ARIMA greiningin að dauðsföllum fjölgi um 850 til viðbótar á ári (gögn frá 2014) en GBD aðferð WHO gerir ráð fyrir að dauðsföllum fjölgi árlega um 795. Í sviðsmynd 2 (matvöruverslanir), áætlar ARIMA greiningin 1.418 dauðsföll til viðbótar á ári en GBD aðferð WHO 1.271. Hafa skal í huga, að ARIMA greiningin var notuð á færri áfengistengd dauðsföll en WHO aðferðin, þannig að niðurstöðurnar eru ekki alveg sambærilegar. WHO aðferðin er almennt varkárari í mati á tengslunum á milli áfengisneyslu og dánartíðni. Þrátt fyrir það sýndu báðar aðferðirnar nánast sömu niðurstöðu varðandi áfengistengda skorpulifur, nákvæmlega sömu niðurstöðu í sviðsmynd 1 og svo til sömu í sviðsmynd 2. ARIMA greiningin sýndi meiri aukningu á afbrotum sem tengjast áfengisneyslu, til dæmis 21% fleiri líkamsárásir og 34% aukningu ölvunaraksturs samkvæmt sviðsmynd 1. Í sviðsmynd 2, sýndu niðurstöðurnar 34% fleiri líkamsárásir og 58% aukningu ölvunaraksturs. Heildarniðurstaðan með GBD aðferð WHO er að miðað við núverandi fyrirkomulag á smásölu áfengis megi áætla að áfengi hafi í heildina valdið 1.919 dauðsföllum árið 2014 miðað við 3.404 dauðsföll sem fundin voru út með ARIMA greiningu á gögnum sem sérstaklega eiga við um Svíþjóð. GBD aðferð WHO skilaði sérstaklega lágu mati á áhrifum vegna líkamstjóns samanborið við ARIMA greininguna.


Tafla A3: Niðurstöður mats á áhrifum einkavæðingar á skaða sem tengist áfengisneyslu miðað við ARIMA greiningu á gögnum frá Svíþjóð: Mælikvarði á skaða Dauðsföll vegna skorpulifur Dauðsföll vegna líkamstjóns Dauðsföll vegna sjálfsmorðs Heildar dauðsföll Líkamsárásir Ölvunarakstur

Öll Svíþjóð 2014 429 1 833 1 142 3 404 83 324 13 769

Sviðsmynd 1

Sviðsmynd 2

160 (+37.2%) 399 (+21.8%) 291 (+25.5%) 850 (+24.5%) 17 407 (+20.9%) 4 669 (+33.9%)

273 (+63.7%) 660 (+36.0%) 485 (+42.4%) 1 418 (+41.7%) 28 680 (+34.4%) 7 940 (+57.7%)

GBD aðferð WHO var einnig notuð til þess að áætla fjölda sjúkrahúsinnlagna sem tengja mátti áfengisneyslu í Svíþjóð og hvernig hann gæti breyst með hliðsjón af sviðsmyndunum tveimur um einkavæðingu. Miðað við núverandi fyrirkomulag á sölu áfengis var áætlað að áfengi stuðlaði að 59 469 sjúkrahúsinnlögnum árið 2014 en myndi fjölga um 13.206 (+22.2%) samkvæmt sviðsmynd 1 og um 19.860 (+33.4%) samkvæmt sviðsmynd 2. Beinn kostnaður ríkisins vegna þessarra viðbótar sjúkrahúsinnlagna var metinn 459 milljón sænskra króna samkvæmt sviðsmynd 1 og 852 milljónir sænskra króna samkvæmt sviðsmynd 2. Tafla A4: Niðurstöður mats á áhrifum einkavæðingar á skaða sem tengist áfengisneyslu miðað við WHO Global Burden of Disease aðferðina: Mælikvarði á skaða

Öll Svíþjóð 2014

Sviðsmynd 1 viðbót*

Sviðsmynd 2 viðbót*

Dauðsföll sem má rekja til áfengis Krabbamein Geðsjúkdómar Hjarta- og æðasjúkdómar Meltingarsjúkdómar Líkamstjón Smitsjúkdómar Sykursýki 2 Heildarfjöldi dauðsfalla

678 247 -277 412 1 022 117 -279 1 919

123 (+18.1%) 50 (+20.2%) 269 (n/a) 168 (+40.8%) 170 (+16.6%) 18 (+15.4%) -2 (n/a) 795 (+41.4%)

Sjúkrahúsinnlagnir sem rekja má til áfengisneyslu Krabbamein 3 074 588 (+19.1%) Geðsjúkdómar 28 407 5 657 (+19.9%) Hjarta- og æðasjúkdómar 5 423 2 321 (+42.8%) Meltingarsjúkdómar 2 560 1 200 (+46.9%) Líkamstjón 17 835 2 942 (+16.5%) Smitsjúkdómar 3 021 488 (+16.2%) Sykursýki 2 -853 10 (n/a) Heildarfjöldi 59 469 13 206 (+22.2%) sjúkrahúsinnlagna

194 (+28.6%) 70 (+28.3%) 436 (n/a) 285 (+69.2%) 259 (+25.3%) 28 (+23.9%) -1 (n/a) 1 271 (+66.2%) 928 (+30.2%) 7 913 (+27.9%) 3 729 (+68.8%) 2 017 (+78.8%) 4 487 (+25.2%) 765 (+25.3%) 21 (n/a) 19 860 (+33.4%)


Public health and safety benefits of Systembolaget

Með GBD aðferð WHO má áætla að um tveir þriðju hlutar áfengistengdra dauðsfalla og sjúkrahúsinnlagna séu vegna karla. Meirihluti áfengistengdra slysa voru í aldurshópnum 65+, en flestar áfengistengdar sjúkrahúsinnlagnir voru hjá fólki á aldrinum 45 til 64 ára. Hins vegar fela áfengistengd dauðsföll yngra fólks í sér fleiri töpuð æviár og eru þess vegna sérstaklega alvarleg. Samvkæmt útreikningunum má gera ráð fyrir 33 dauðsföllum til viðbótar hjá fólki yngra en 30 ára í sviðsmynd 1 og 48 fleiri dauðsföllum í sviðsmynd 2. Þá er áætlað að gera megi ráð fyrir 1.659 fleiri sjúkrahúsinnlögnum í þessum aldurshópi í sviðsmynd 1 og 443 fleiri í sviðsmynd 2. Einnig er áætlað að reikna megi með 496 fleiri sjúkrahúsinnlögnum hjá ungu fólki undir áfengiskaupaaldri í sviðsmynd 1 og 728 í sviðsmynd 2. Vegna þess að WHO-aðferðin virðist vanmeta áfengistengd slys eru þessar tölur líklega of lágar.

Hvað þýða niðurstöðurnar fyrir Svíþjóð Niðurstöður okkar gefa til kynna að það að leggja niður Systembolaget myndi leiða til umtalsverðar aukningar á áfengisneyslu og auka bæði heilsufarsleg og félagsleg vandamál sem orsakast af áfengisneyslu og auka hagrænan kostnað. Þetta er vegna þess að einkavæðing leiðir yfirleitt til lækkunar á lágmarksverði áfengis, eykur fjölda útsölustaða sem selja áfengi, lengir þann tíma sem verslanirnar eru opnar og leiðir til aukinnar kynningar og auglýsinga/markaðssetningar á áfengi. Hin neikvæðu heilsufarslegu áhrif felast í fleiri dauðsföllum og sjúkrahúsinnlögnun vegna áfengistengds krabbameins, geðsjúkdóma, meltingarfærasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma, auk slysa og smitsjúkdóma. Fyrir utan fjölgun líkamsárása og auknum ölvunarakstri má reikna með aukinni fjarveru frá vinnu, auknu ofbeldi gagnvart börnum og auknum vanda fjölskyldna (2). Því er stundum haldið fram að hægt sé að hafa virka stjórn á verði á áfengi, aðgengi og markaðsetningu þrátt fyrir einkavætt sölufyrirkomulag á áfengi. Reyndin er hins vegar sú að aukinn fjöldi þeirra sem hafa fjárhagslegan hag af sölu áfengis leiðir af sér aukinn þrýsting á stjórnmálamenn um að leyfa meiri samkeppni og draga úr eftirliti og stjórnun. Alþjóðlegar og sænskar rannsóknir sýna að aukin samkeppni í sölu og markaðssetningu áfengis leiðir óhjákvæmilega til aukinnar neyslu áfengis í samfélaginu og þar af leiðandi meiri áfengisskaða. Þessi skýrsla lýsir mögulegum afleiðingum þess að einkavæða smásölu áfengis í Svíþjóð og áhrifum þess á áfengisneyslu og tjónið sem af því gæti hlotist fyrir almenning. Það eru einnig mikilvæg rök fyrir ríkissölunni í Svíþjóð að það fyrirkomulag getur stuðlað að því að takmarka aðgengi ungs fólks undir lögaldri að áfengi. Verslanir Systembolaget og hliðstæðar verslanir í öðrum löndum greina sig frá einkareknum matvöruverslunum sem selja áfengi í því að krefja kaupendur markvisst um framvísun persónuskilríkja og tekst þannig að koma í veg fyrir sölu áfengis til 95% ungmenna undir lögaldri sem reyna að kaupa þar áfengi.

Ráðleggingar fyrir Svíþjóð Hafandi í huga hve mikill ávinningur fyrir almenna lýðheilsu og öryggi felst í því að ríkið reki áfram eitt áfengisverslun, mælum við með áframhaldandi tilvist Systembolaget sem eina dreifingarkerfinu fyrir sölu áfengis utan veitingastaða og annarra sem hafa vínveitingaleyfi.


Við mælum einnig með því að skoðuð séu sérstaklega þau svið þar sem Systembolaget gæti náð betri árangri í að styrkja tilgang sinn. Það er til dæmis ljóst að verðlagning áfengis er oft lægri á heildina litið þegar smásala áfengis er í höndum ríkisverslana heldur en í einkavæddu kerfi og heildarverð áfengis þarf að endurskoða reglulega til þess að það haldist, að minnsta kosti, í takti við verðbólguþróun. Það sem mikilvægast er hins vegar fyrir sænsku ríkisstjórnina er að taka til skoðunar að setja á lágmarksverð (hvern staðlaðan áfengisskammt -12 g af etanóli) fyrir alla áfenga drykki eins og er til skoðunar innan Evróusambandsins. Þessu til viðbótar er líklegt að ákvarðanir sem opna á aukna samkeppni á áfengismarkaði í Svíþjóð hafi neikvæðar afleiðingar fyrir lýðheilsu og öryggi með því að keyra lágmarksverð enn frekar niður og auka aðgengi þeirra sem eru undir lögaldri að áfengi. Það er einnig mikilvægt að vernda einkarétt ríkisins í smásöluverslun áfengis með því að grafa ekki stöðugt undan honum með stöðugum undantekningum. Mjög góð dæmi er tilkoma áfengissölu gegnum netið og heimild áfengisframleiðenda til sölu áfengis beint til neytenda, eins og nú er í umræðunni. Með því að standa vörð um einkarétt ríkisins á smásöluverslun með áfengi er einnig verið að vernda heilsu og öryggi sænsks almennings. Við bendum einnig á nokkur svið þar sem frekari rannsóknir væru æskilegar og gætu eflt skilning okkar á því á hvern hátt áfengisstefna sem snýr að verði og aðgengi áfengis hefur áhrif á lýðheilsu og öryggi.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.