stodkerfi_mat

Page 1

Foldaskóli Grafarvogi

Innra mat

2006 Stoðkerfi skóla Sérkennsla og stuðningur við nemendur

Ágúst 2006 Hafdís Sigurgeirsdóttir, deildarstj. sérkennslu


Stoðkerfi – sérkennsla og stuðningur við nemendur Innra mat í Foldaskóla á þeim þáttum sem kalla má stoðkerfi skólans, þ.e. sérkennsla og stuðningur við nemendur, fór fram á starfsdegi 8. júní 2006. Unnið var samkvæmt vinnuaðferðum sem lýst er í ritinu “Gæðagreinr“ eða “How good is our School?“ (ísl. útg. 1999, Skólaskrifstofa Skagfirðinga) útgefið af Scottish Office Education Department, HMI Audit Unit september 1996. Vinnufyrirkomulag var þannig að kennurum var skipt í hópa eftir stigum og auk þess voru sérkennarar saman í hópi. Alls voru þetta 7 hópar. Rætt var um hverjir væru sterkir þættir í sérkennslunni og hvað þyrfti að bæta. (sjá fylgiskjal 1) Niðurstöður umræðna í hverjum hópi voru skráðar á tiltekin eyðublöð. Fram kom að áherslur voru svolítið mismunandi eftir stigum enda er þjónustan að einhverju leyti ólík. Kennarar gáfu þjónustunni einkunn á bilinu 1 – 4 og voru þær eftirfarandi: 2, 2,5, 3, 3, 3, 3, en einum hópi láðist að gefa einkunn. Samantekt á niðurstöðum umræðna leiddi í ljós að helstu styrkleikar í sérkennslu og stuðningi við nemendur eru: - foreldrasamstarf vegna nemenda í sérkennslu skilar góðum árangri - lausnarteymi nýtist vel - Námsver 2 gott skref sem skilar árangri - ánægja með störf þroskaþjálfa - stuðningsfulltrúar nýtast vel - skipulag sérkennslu almennt gott - samráðsfundir með deildarstjóra vegna fatlaðra nemenda skila góðum árangri Fleiri styrkleikar voru nefndir en komu ekki fram á öllum stigum. (sjá fylgiskjal 2) Samantekt á þáttum sem kennarar töldu að þyrfti að bæta er eftirfarandi: - sérkennsla verði í fleiri greinum en íslensku og stærðfræði - einn sérkennari á hverju stigi og sinni þar allri sérkennslu - meiri og markvissari samvinna umsjónark. og sérkennara - kortleggja og ræða vanda hvers árgangs - sérkennarar standi fyrir lestrarnámskeiðum á haustönn í 3. 4. og 5. bekk - auka vægi stærðfræðikennslu í yngri árgöngum - bæta form á upplýsingagjöf um nemendur með sérþarfir

2


- koma á samræmingar- og upplýsingafundum með öllum þeim sem koma að nem. með sérþarfir,hegðunarerfiðleika - koma upp gagnabanka fyrir börn með sérþarfir í námsversstofu á hverju stigi - bæta skipulag á starfi stuðningsfulltrúa og koma á reglulegum fundum með kennurum - lausnarteymi verði meira nýtt - Námsver 2 - þarf stífari reglur um ábyrgð nemenda á möppunni - þarf að taka fyrr og betur á málum ekki síst kennarar sjálfir – úrræði oftast fyrir hendi Fleiri þættir voru nefndir sem talið var þörf á að bæta en ofangreindir þættir eru þeir helstu (sjá fylgiskjal 2)

Í framhaldi af þessari umræðu um sérkennsluna í heild voru umsjónarkennara sem þekkja best námsþarfir nemenda sinna beðnir um að koma með tillögur um hvernig best væri að nýta sérkennslutíma fyrir hvern árgang á komandi skólaári. (sjá fylgiskjal 3) Þær hugmyndir sem fram komu eru eftirfarandi: - samnýting á sérkennslu milli árganga t.d í lestri - styttri námskeið fyrir nemendur á “mörkunum” - sami sérkennari sinni allri sérkennslu á viðkomandi stigi - að hver stuðningsfulltrúi starfi sem mest á einu stigi - koma upp góðri aðstöðu fyrir sérkennslu og hópa á hverju stigi fyrir sig. Sérkennari, kennarar og stuðningsfulltrúar nýti þessa aðstöðu. Fjölbreytileg verkefni væru til staðar í slíkri stofu - sérkennarar leiðbeini kennurum með námsefni fyrir nemendur sem þurfa sérhæft efni - námsver á unglingastigi verði opið fyrir fleiri en þá sem eru verst staddir, má útfæra með markvissri notkun kennsluforrita, fagblandaðan hóp (fleiri en ein grein í sama rými) - fagstjórar/greinakennarar taki meiri þátt í samningu/öflun námsefnis Umsjónarkennarar nefndu fleiri þætti. (sjá fylgiskjal 4) Með allar þessar tillögur í farteskinu var setti upp úrbótaáætlun í sérkennslu fyrir veturinn 2006 -2007

3


Úrbótaáætlun í sérkennslu veturinn 2006 – 2007

- Stefna að því að einn sérkennari verði á hverju stigi og hafi yfirsýn yfir sérkennsluþörf á því stigi, vinni með kennurum að útfærslu á sérkennslunni á því stigi - Koma upp góðri aðstöðu fyrir sérkennslu og stuðning á hverju stigi fyrir sig - Bæta skipulag á starfi stuðningsfulltrúa og koma á reglulegum fundum með kennurum - Halda lestrarnámskeið á haustönn í 4. bekk og jafnvel líka í 3. og 5. bekk - Hafa kynningu á Lausnarteymi og leita leiða til að kennarar nýti það meira - Hafa kynningu á Námsveri 2 fyrir kennara, foreldra og nemendur - Koma upp námsgagnabanka fyrir börn með sérþarfir námsversstofum á hverju stigi - Stefna að því að hafa námskeið/úrræði fyrir nemendur sem þurfa stuðning í stuttan tíma í senn - Vinna að því að hafa stærðfræðiskimun í 2. bekk og stærðfræðiaðstoð komi inn í 2. og 3. bekk - Deildarstjóri sérkennslu hafi upplýsingafundi að hausti - Fundir með kennurum í árgangi þar sem farið er yfir veikleika og styrkleika nemendahópsins - koma inn á árgangafundi í fyrstu viku og svo aftur síðar - Fundur með kennurum unglingastigs þar sem gefnar eru upplýsingar um nem. í 8. 9. og 10. bekk sem lúta að námi, hegðun, ástundun þeirra nemenda sem víkja frá hinu almenna. Hugmynd að eftir slíkan fund geti kennarar komið til deildarstjóra og flett upp upplýsingum um nemendur sem fram komu á fundinum - Fundur með starfsfólki þar sem gefnar eru almennar upplýsingar um hvernig æskilegast er að koma fram við nemendur og um hegðun og framkomu nemenda sem víkja frá hinu almenna - Upplýsingafundir með öllum þeim sem koma að nemendum með miklar sérþarfir og/eða hegðunarörðugleika þar sem aðgerðir eru samræmdar

4


Fylgiskjal 1

Nr

Gæðagreinir og þemu

4.7

Stoðkerfi – sérkennsla og stuðningur við nemendur • • • •

Skipulag sérkennslu Tengsl/ samhæfing almennu kennslunnar og sérkennslu Námsáætlanir í sérkennslu Aðstoð deildarstjóra við umsjónarkennara vegna nem. með sérþarfir • Stuðningur sérkennara við umsjónarkennarar vegna nem. með sérþ. • Framfarir og árangur nemenda í sérkennslu • Hvernig tekið er á mámálum nemendum með atferlisvanda • Hvernig þroskaþjálfar nýtast í skólastarfinu • Hvernig stuðningsfulltrúar nýtast í skólastarfinu • Lausnarteymi - nýting • Samstarf við foreldra nemenda sem eru í sérkennslu Sterkir þættir: Það sem þarf að bæta:

Heildarniðurstöður mats:

Hvernig afla má gagna í framtíðinni

5

Einkunn

X


Sterkir þættir: 8 – 10. bekkur Almennt gott skipulag Góð tengsl milli alm. kennslunnar og sérk. og sérkennarar aðlaga efni bekkjarins að sinni kennslu og vel unnar einstaklings-námskrár Námsver 2 gott skref sem skilar árangri Lausnarteymi nauðsynlegt og nýtist vel Góð reynsla af stuðningsfulltrúum Góð upplýsingagjöf og utanumhald hjá deildarstjóra. Gott samstarf við foreldra nemenda sem eru í sérkennslu og það skilað góðum árangri 4.- 7. bekkur Samhæfing alm. kennslunnar og sérkennslunnar góð í 6. og 7. bekk og vel haldið utan um nemendur Þroskaþjálfar hafa nýst einstaklingum vel, en gætu nýst kennurum betur faglega Mikil hjálp af stuðningsfulltrúum Samskipti við foreldra góð og sýnilegur árangur þegar foreldrar og nemendur eru með jákvæð viðhorf til þjónustunnar 1.- 3. bekkur Samráðsfundir með deildarstjóra vegna fatlaðra nemenda skila góðum árangri Þroskaþjálfar nýtast mjög vel Stuðningsfulltrúar nýtast mjög vel Lausnarteymisvinna skilar góðum árangri Foreldrasamstarf vegna nemenda í sérkennslu mjög gott

Það sem þarf að bæta: 8. – 10. bekkur Fleiri nem. þurfa að komast að í sérkennslu. Þarf sérk. í öðrum fögum en eingöngu ísl. og stæ. Bæta/hafa annað form á upplýsingagjöf um einstaka nemendur t.d. prentaðar upplýsingar, hefur verið of mikil hraðferð á upplýsingagjöf á haustfundum hjá deildarstjóra. Lausnarteymi þarf að nýta meira, of formlegt sem fælir kennara frá að leita til þess Námsverið of einangrað Námsver 2 ferlið of seint í gang, þarf stífari reglur um ábyrgð nem. á möppunni Þarf að taka fyrr og betur á málum ekki síst kennarar sjálfir - úrræði oftast fyrir hendi Nem. sem ekki nýta sér aðstoðina taka pláss frá öðrum 4. – 7. bekkur Sérkennsla í fleiri greinum en íslensku og stærðfræði. Einn sérkennari verði á hverju stigi og sinni þá allri sérkennslu í tveimur til þremur árgöngum, meiri og markvissari samvinna umsjónarkennara og sérkennara Vantar aðstöðu og mannskap til að taka markvisst á atferlisvanda 4.-5. bekk Sérkennarar haldi lestrarnámskeið á haustönn Þarf að kortleggja og ræða vandamál hvers bekkjar/árgangs Vantar úrræði fyrir slaka en rólega nemendur (á gráu svæði) Lausnarteymi: vantar gátlista sem auðveldar kennurum að hafa e-ð viðmið um það hvenær kominn er tími á að panta tíma í teyminu Stuðningsfulltrúar þurfa að hafa sérmenntun, eru í of mörgum verkefnum, þarf skýrari vinnureglur fyrir þá, þyrftu að sitja fundi með kennurum og koma að skipulagningu varðandi þeirra skjólstæðinga,

1 – 3. bekkur Samnýta sérk. milli árganga t.d. lestrarhópa Stærðfræðiskimun í 2. bekk og auka vægi stærðfræði í sérkennslunni Óljós hlutveraskipting kennara/sérkennara við áætlanagerð, próf o.fl. Samræmingar og upplýsingafundir að hausti með öllum þeim sem koma að nemenda með sérþarfir eða hegðunarörðugleika Námsgögn fyrir börn með sérþarfir Kæliherbergi, þar sem tekið er á málum strax, skortur á eftirfylgni með nem. með atferlisvanda Lausnarteymi nýta það betur

6


Fylgiskjal 3

Sérkennsla Óskað er eftir að umsjónarkennarar sem þekkja best námsþarfir nemenda sinna komi með tillögur um hvernig best væri að nýta sérkennslutíma fyrir hvern árgang/árganga á komandi skólaári.

Þættir sem nauðsynlegt er að hafa í huga þegar tillögur eru mótaðar - hvernig er áætlað að almenna kennslufyrirkomulagið verði í árganginum - áætlaður tímafjöldi í sérkennslu á hvern árgang verði ca. 7-8 tímar - horfa á samsetningu nemendahópsins í árganginum í heild og þarfir hópsins - hvaða nemendur í árganginum þurfa nauðsynlega sérkennslu - hvernig er skynsamlegast að skipta nemendum í hópa þannig að tímarnir nýtist sem best - hvernig geta sérkennarar best aðstoðað bekkjarkennara með þá nemendur sem ekki komast að í sérkennslu en þurfa aðstoð - hvernig stuðningsfulltrúar geta komið til aðstoðar

Spurningar til að velta fyrir sér Á sérkennari einungis að kenna slökustu nemendunum og vera með þá í tilteknum námsgreinum utan bekkjar? Á sérkennari að koma inn í hópastarf á yngsta og miðstigi í ákveðnum greinum? Er æskilegt að skipuleggja sérkennsluna að hluta til í námskeiðsformi í ákveðnum greinum t.d. í 6-8 vikur? Unglingastig, Er æskilegt að tveir kennarar kenni slakasta hóp í árgangi t.d. í stærðfræði? Er æskilegt að námsver á unglingastigi verði opið fyrir fleiri nemendur en eingöngu þá sem eru verst staddir í íslensku og stærðfræði? Hvernig á þá að útfæra það? Hvernig kemur Námsver 2 að sem bestum notum?

7


Fylgiskjal 4

Tillögur frá umsjónarkennurum um nýtingu sérkennslutíma fyrir skólaárið 2006 – 2007 1. – 3. bekk - yngsta stig - áhersla á að samnýta sérkennslu milli árganga og hafa það í huga við stundatöflugerð - stærðfræðiaðstoð komi fyrr þ.e. í 2. og 3. bekk - lestraraðstoð í hópum þvert á árganga - sérkennarar leiðbeini kennurum með námsefni fyrir nemendur sem þurfa sérhæft efni - einn stuðningsfulltrúi verði til aðstoðar í hverjum bekk á yngsta stigi - Námsver 2 er góð hugmynd en ferlið er of langt fyrir yngstu nemendurna – þarf “kæliherbergi” 4. - 5. bekk - miðstig - að einn sérkennari og ákveðnir stuðningsaðilar verði á hverju stigi fyrir sig og að þessir aðilar ásamt umsjónarkennurum og deildarstjórum myndi teymi sem komi saman og skipuleggi starfsemina á hverju svæði fyrir sig. - að komið verði upp góðri aðstöðu á hverju stigi fyrir sérkennarar og stuðningsaðilar og þar væru í boði margbreytileg verkefni s.s. fyrirskapandi starf 6. – 7. bekk - miðstig - styttri námskeið fyrir krakka á mörkunum - hópaskiptingu í stærðfræði 8. -10. bekk -unglingastig - sérkennarar ráðleggi umsjónarkennurum t.d. um námsefni kennsluaðferðir o.fl. - tveir kennarar kenni slakasta hóp í árgangi - námsver verði opið fyrir fleiri en þá sem verst eru staddir - skipuleggja sérkennsluna í námskeiðsformi í ákveðnum greinum og/eða sem upprifjunarhóp eins og þeir sem áður tíðkuðust - Fagstjórar/greinakennarar taki meiri þátt í samningu/öflun námsefnis

8


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.