vinnuumhverfisbok

Page 1

Vinnuumhverfishandbók

Áhættumat starfa Foldaskóla

Vinnuumhverfishandbókin er grunnur virks vinnuverndarstarfs og aðgengileg öllu starfsfólki

Foldaskóla


Vinnuumhverfisbók Foldaskóla

júní 2007

Efnisyfirlit: Inngangur ................................................................................................................................... 3 Framkvæmd áhættumats starfa hjá Foldaskóla .......................................................................... 4 Lög og reglugerðir ...................................................................................................................... 4 Áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. ............................................................................. 6 Samantekt niðurstaða áhættumatsins: ........................................................................................ 7 Öryggismál ............................................................................................................................. 7 Vinnuaðstaða /húsnæði .......................................................................................................... 7 Inniloft, lýsing og hljóðvist .................................................................................................... 7 Fræðslumolar ............................................................................................................................ 10 Andlegt álag ......................................................................................................................... 10 Líkamlegt álag ...................................................................................................................... 12 Búnaður ................................................................................................................................ 13 Einhæf vinna ........................................................................................................................ 14 Kyrrseta ................................................................................................................................ 14 Inniloft .................................................................................................................................. 14 Lýsing ................................................................................................................................... 15 Hávaði .................................................................................................................................. 15

___________________________________________________________________________ Vinnuverndarsvið VSI Berglind Helgadóttir S: 544 4073/698-6895


Vinnuumhverfisbók Foldaskóla

júní 2007

Inngangur Foldaskóli hefur sett sér það markmið að meta markvisst vinnuumhverfi allra starfsmanna sinna með tilliti til heilsu, líðan og öryggis. Með vinnuumhverfismatinu er lagður grunnur að áætlun um öryggi og heilbrigði starfsmanna Foldaskóla. Vinnuumhverfi allra var metið með tilliti til líðan og öryggis starfsmanna, niðurstöður skráðar og útbætur lagðar til. Stjórnendur Foldaskóla meta mikils þau verðmæti sem felast í starfsmönnum þeirra og vilja tryggja sem best vellíðan þeirra og öryggi. Samkvæmt reglum um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum (nr. 920/2006) sem byggja á Vinnuverndarlögunum (L-46/1980) ber atvinnurekandi ábyrgð á að gerð er áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Verkefnið áhættumat starfa er liður í áætlun Foldaskóla um öryggi og heilbrigði stafsmanna sinna. Samkvæmt reglunum skal áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað fela í sér að gert er sérstakt áhættumat sem gefur gott yfirlit yfir heilsufarslega áhættu- og álagsþætti. Jafnframt skal tilgreina forvarnir, sem byggja á áhættumatinu til að koma í veg fyrir eða draga úr hættu á heilsutjóni og áætlun um eftirfylgni. Foldaskóli gerði samning við Vinnuverndarsvið VSI um framkvæmd áhættumatsins.

___________________________________________________________________________ Vinnuverndarsvið VSI Berglind Helgadóttir S: 544 4073/698-6895


Vinnuumhverfisbók Foldaskóla

júní 2007

Framkvæmd áhættumats starfa hjá Foldaskóla Verkefnið var unnið af Berglind Helgadóttur, ráðgjafa í vinnuvernd og sviðstjóra Vinnuverndarsviði VSI í júní 2007 ásamt starfsmönnum skólans. Skipuleg skimun var gerð á vandamálum og áhættuþáttum í vinnuumhverfi starfsmanna. 1. Stuðst var við gátlista til að fá mynd af vinnuumhverfi Foldaskóla og meta áhrif helstu vinnuumhverfisþátta út frá upplifun og líðan starfsmanna og stjórnenda. Ráðgjafi kynnti yfirmönnum og starfsmönnum markmið og leiðir áhættumats starfa og fór síðan yfir gátlistann um vinnuumhverfið með þeim. Við gerð gátlistans var stuðst við vinnuumhverfisvísi fyrir skóla frá Vinnueftirlitinu. Spurningum um helstu atriði vinnuverndarþátta var svarað. Vinnuumhverfisgátlisti voru undirskrifaðir af viðkomandi aðilum. 2. Skráning áhættumats (Skráningablað fyrir áhættumat) var gerð og skráð var niður: ¾ Áhættuþáttur og hverjar áhættur eru ¾ Mat eða flokkun á áhættu út frá afleiðingum og líkum ¾ Forvarnir sem notaðar eru ef einhverjar eru ¾ Tilgreindir einstakir starfamenn þar sem við á ¾ Hvað útbóta er þörf ¾ Ábyrgðaraðilar framkvæmdaáætlunar Skráðar voru allar athugasemdir starfsmanna um skoðun þeirra á þörfum á úrbótum ef einhverjar væru. Í Vinnuumhverfismöppunni er skráningarblaði þar sem niðurstöður áhættumats allra deilda er tekið saman. Á þeim blöðum er að finna VERKEFNALISTI yfir þær útbætur sem þörf er á. Forgangsröðun ræðst af alvarleika áhættunnar (H,M,L) þar sem mikilvægast er að vinna fyrst að úrbótum áhættuþátta sem hafa fengið matið H. Við mat á áhættuþáttum er stuðst við eftirfarandi “model” Ef áhættur eru á: • rauðu svæði ber að bregðast við strax til að útiloka hættuna eða minnka áhættuna verulega

Áhættuflokkun Líkur 3 miklar

Meðal

2 meðal

Meðal Meðal

1 litlar

Lágt

Hátt

Hátt

á gulu svæði ber að meta hvernig hægt er að minnka áhættuna og gera úrbætur til forvarnar

á grænu svæði er nauðsynlegt að tryggja að það haldist þannig

Hátt

Meðal Meðal Afleiðingar

1 minniháttar

2 nokkuð alvarlegar

3 mjög alvarlegar

Lög og reglugerðir ___________________________________________________________________________ Vinnuverndarsvið VSI Berglind Helgadóttir S: 544 4073/698-6895


Vinnuumhverfisbók Foldaskóla

júní 2007

Viðmið sem stuðst er við í áhættumati starfa hjá Foldaskóla byggja á vinnuverndarlögunum (49/1980) og reglugerðum sem eiga við þá starfsemi sem fer fram í skólanum. • • • • • • • • • •

L-46/1980 Vinnuverndarlögin (lög um aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustöðum) R-920/2006 Reglugerð um skipulag og framkvæmdir vinnuverndarstarfs á vinnustöðum R-581/1995 Reglur um húsnæði vinnustaða R-921/2006 Reglur um varnir gegn álagi vegna hávaða á vinnustöðum R-498/1994 Reglur um skjávinnu R-499/1994 Reglur um öryggi og hollustu þegar byrðar eru handleiknar R-1000/2004 Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum R-553/2004 Reglur um verndun starfsmanna gegn hættu á heilsutjórni af völdum efna á vinnustöðuum R-931/2000 Reglugerð um ráðstafanir til þess að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir konur sem eru þungaðar, hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti Byggingareglugerð

Lög og reglur er að finna á www.vinnueftirlit.is

___________________________________________________________________________ Vinnuverndarsvið VSI Berglind Helgadóttir S: 544 4073/698-6895


Vinnuumhverfisbók Foldaskóla

júní 2007

Áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Reglugerð um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum. (nr. 920/2006)

Atvinnurekandi ber ábyrgð á gerð skriflegrar áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Áætlunin skal fela í sér sérstakt áhættumat sem og áætlun um heilsuvernd og forvarnir, sem byggð er á áhættumati. Áætlunin á að gefa gott yfirlit yfir áhættu- og álagsþætti og forvarnir til að koma í veg fyrir eða draga úr hættu á heilsutjóni og slysum vegna vinnuaðstæðna og til að stuðla að öryggi, heilbrigði og vellíðan starfsmanna. Henni skal framfylgja í daglegri starfsemi fyrirtækisins þannig að vinnuverndarstarfið sé órjúfanlegur þáttur starfseminnar. Árangur af hinu kerfisbundna áhættumati skal metinn reglulega í samráði við öryggisvörð og öryggistrúnaðarmann eða öryggisnefnd fyrirtækisins og úrbætur gerðar eftir því sem niðurstöður árangursmatsins gefa tilefni til. Í forvarnarskyni skal gera a.m.k. árlega samantekt yfir vinnuslys, óhöpp og atvinnutengda sjúkdóma sem upp hafa komið frá síðustu samantekt. Áætlun um öryggi og heilbrigði skal vera aðgengileg innan fyrirtækisins fyrir þá sem annast vinnuverndarstarfið, svo og aðra starfsmenn og starfsmenn Vinnueftirlitsins..

Áhættumatið skal vera skriflegt og taka til vinnuaðstæðna starfsmanna. Meta skal áhættu í starfi með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna og áhættuþátta í vinnuumhverfi. Vega skal saman alvarleika hættunnar og líkurnar á því að hætta skapist. Áhættumatið felur í sér. ¾ Greiningu; að vinnuaðstæður séu skoðaðar á kerfisbundinn hátt og áhættuþættir í vinnuumhverfi, vinnuskipulagi og við framkvæmdir vinnu séu greindir ¾ Mat; að allir áhættuþættir séu metni, þ.e. eðli, alvarleiki, umfang og orsök hættunnar. ¾ Samantekt; að gerð sé smantekt á niðurstöðum áhættumatsins Þegar áhættumat liggur fyrir ber atvinnurekandi ábyrgð á að gerð sé áætlun um heilsuvernd og forvarnir í samræmi við niðurstöður áhættumatsins. Tilgreina skal nauðsynlegar aðgerðir s.s. úrbætur varðandi skipulag og framkvæmd vinnunnar, leiðbeiningar, fræðslu, þjálfun, val á tækjum, efnum, notkun öryggis- eða hlífðarbúnaðar, innréttinga eða aðrar forvarnir. Framkvæmdir úrbóta skal forgangsrað og tímasetja miðað við alvarleika áhættunnar og fylgja eftir með mati að ákveðnum tíma liðnum og gera úrbætur ef þör krefur. Áætlun um öryggi og heilbrigði skal endurskoða þegar forsendur breytast í vinnuumhverfinu og þegar vinnuslys eða alvarleg óhöpp verða eða upp koma ábendingar um atvinnutengda sjúkdóma eða óþægindi.

___________________________________________________________________________ Vinnuverndarsvið VSI Berglind Helgadóttir S: 544 4073/698-6895


Vinnuumhverfisbók Foldaskóla

júní 2007

Samantekt niðurstaða áhættumatsins: Áhættumat þetta leiddi í ljós að ýmsa þætti í vinnuumhverfinu er æskilegt að bæta.

Helstu þættir: Öryggismál Hlutverk, markmið og leiðir öryggisnefndar eru ekki nægilega kynnt sem getur valdið því að verkefni sem lúta að vinnuverndarmálum rata ekki í réttan farveg. Atvikaskráning /óhappaskráning er ekki virk. Sem gerir að óhöpp verða síður til að læra af þeim og nýta til forvarnar í vinnuverndarstarfinu. Vinnuslys eða árásir sem valda fjarvistum meira en einn dag fram yfir slysa/árásadag eru ekki tilkynntar til Vinnueftirlitsins. Það er lagaleg skylda og mikilvægt til að geta sett upp forvarnaráætlun gegn slysum og árásum. Markvissa fræðslu um vinnuverndarmál skortir inn í nýlilðafræðsluna sem getur leitt til óöryggis og vanlíðan nýrra starfsmanna.

Vinnuaðstaða /húsnæði Vegna eðlis starfa kennara vantar sérrými til vinna í með verkefni sem krefjast sérstakrar einbeitingar eða vegna samtalsfunda með nemendum og/eða foreldrum. Salernisaðstaða þyrfti að vera sérmerkt fyrir starfsfólk á neðri hæðinni

Inniloft, lýsing og hljóðvist Hitasti er allt of hátt í tölvuherbergi að mati starfsmanna. Loftræstingin er ekki fullnægjandi víða að mati starfsmanna. Inniloft hefur mikil áhrif á líðan starfsmanna þar sem unnið er löngum stundum og einbeitingar er þörf. Slæmt inniloft getur valdið þreytu, einbeitingarskorti og almennri vanlíðan og leitt þannig til minnkaðra afkasta og aukinna fjarvista starfsmanna. Þörf er á að mæla yfir lengri tíma hitastig, rakastig og loftskipti til að fá raunhæft mat á ástandinu og vinna að úrbótum út frá þeim niðurstöðum sem þannig fást. Talið er að loftræstikerfið sé ekki nægilega vel /oft þrifið. Mikilvægt að tryggja að slík þrif séu reglubundin og væntanlega þörf að fjölga þrifum á kerfinu. Þrif hafa mikil áhrif ágæði innilofts. Starfsmenn telja ekki nægilega vel þrifið í hæð utan seilingar. Bent er á að taka þurfi oftar alþrif þar sem áhersla sé t.d. á ljósgjafa og gluggatjöld Kvartanir hafa komið vegna mengunar frá bílum af bílastæði fyrir utan íþróttamiðstöðina. Mæling ætti að fara fram þar inni á CO2 og burt sé frá niðurstöður ætti að koma tilmælum til bílstjóra um að drepa á vélunum meðan þeir stöðva þar fyrir utan. ___________________________________________________________________________ Vinnuverndarsvið VSI Berglind Helgadóttir S: 544 4073/698-6895


Vinnuumhverfisbók Foldaskóla

júní 2007

Birtuáhrif frá sól haf áhrif á gæði inniloft og geta einnig haft truflandi áhrif á vinnu kennara og nemenda. Gluggatjöld hafa styttst í tímans rás og þörf er á úrbótum þar en jafnframt vantar tjöld í smiðastofu. Þegar unnið er við nákvæmnisvinnu eins og við myndmennt og textíl er oft þörf á meiri sérlýsingu. Birtustig hefur verið mælt innan viðmiðunarmarka en þó við neðri mörk í kennslustofum þessara sérgreina. En að mati kennara er birtan ekki nægileg. Huga þarf að lömpum fyrir þessar kennlugreinar.

Slæm hljóðvist gertur haft mjög truflandi áhrif á vinnu, einbeitingu og getur verið mikill streituvaldur. Jafnframt haft slæm áhrif á raddheilsu kennara þar sem þeir þurfa sífelt að hækka róminn til að ná til nemenda. Sérstaklega getur álag á rödd íþrótakennara verið mikið. Hljóðkerfi/hátalarakerfi vantar í íþróttamiðstöð og sundlaug til að létta á því álagi hjá íþróttakennurum. Kvartað er vegna hávaða frá loftræstikerfi í stofu 401og þörf á ða skoða það nánar og bæta úr því.

Andlegir og félagslegir áhættuþættir Að mati flestra starfsmanna er andlegt og félagsleg álag á kennara í starfi. Það sem nefnd er sem orsakavaldur er skortur á starfsfólki og stuðning skortir við þá starfsmenn sem vinna með erfiða bekki og þá sem verða fyrir andlegum ógnunum. Erfitt er að samræma samstarfstíma kennara en það væri hægt að leysa auðveldlega með samræmingu stundatöflu þeirra. Kennarar töldu einnig að koma til neikvæð áhrif á vinnuandann vegna undangenginna kjaramála, stýrðrar endurmenntunar og að áliti kennar virðingaleysis almennings á kennarastarfinu

Líkamlegt álag og vinnustellingar Búnaður kennara eins og stólar, borð og annar búnaður er ekki allur stillanlegur og því erfitt að tryggja þeim sem bestar vinnustellingar. Þörf er að skoða vel þessar aðstæður og fræða kennara um góða vinnustellingar til að minnka líkur á líkamlegu álagi.

Vélaöryggi Hlífðarbúnað vantar á vélar í smíðastofu. Þetta hefur valdið smíðakennara miklum óþæginum fyrir utan slysahættuna sem af þessu hlýst. Úrbóta er þörf strax.

Fyrstuhjálpargögn Setja þarf upp sjúkrakassa í allar sérgreinakennslustofur og að ósk kennara hafa plástra í öllum kennaraborðum.

___________________________________________________________________________ Vinnuverndarsvið VSI Berglind Helgadóttir S: 544 4073/698-6895


Vinnuumhverfisbók Foldaskóla

júní 2007

Eftirfylgni Til að vinnuverndarstarf Foldaskóla verði virkt er ráðlagt að farið sé yfir áhættumat árlega og alltaf þegar breytingar verða á starfseminni. (reglur nr. 920/2006 um skipulag vinnuverndarstarfs í fyrirtækjum.). Eftirfylgni áhættumatsins er á ábyrgð atvinnurekenda. Mikilvægt er að allt starfsfólk Foldaskóla taki virkan þátt í vinnuverndarstarfinu og fylgist vel með hverju því sem áhrif hefur á líðan, heilsu og öryggi starfsfólks. Sérstök áhersla er lögð á að kynna sér efni handbókarinnar, rifja upp reglur og leiðbeiningar og fylgjast með breytingum í vinnuumhverfinu og áhrifum þeirra. Tilkynna skal til öryggistrúaðarmanns og –varðar eða yfirmanns ef vart er við eitthvað sem betur má fara í vinnuumhverfi og varðar líðan og öryggi starfsmanna.

___________________________________________________________________________ Vinnuverndarsvið VSI Berglind Helgadóttir S: 544 4073/698-6895


Vinnuumhverfisbók Foldaskóla

júní 2007

Fræðslumolar Andlegt álag Andlegt álag tengt vinnu getur átt rætur sínar að rekja til mismunandi aðstæðna eða þátta í vinnu. Langvarandi andlegt álag veldur streitu og getur leitt til kulnunar í starfi. Andlegt álag getur lagst á alla, stjórnendur jafnt sem starfsmenn í öllum störfum. Sýnt hefur verið fram á að streita er algeng meðal starfsmanna í einhæfum störfum en þeir sem vinna fjölbreytt störf geta líka þjáðst af streitu, verði hraðinn og álagið of mikið. Streita og kulnun rýrir starfsgetu fólks. Því er mikilvægt að taka tillit til andlegra og félagslegra þátt vinnunnar í vinnuverndarstarfi fyrirtækja og stofnana til að bæta líðan starfsmann og tryggja góð afköst. Andlegt álag tengt vinnu getur átt rætur sínar að rekja til mismunandi aðstæðna eða þátta í vinnu eða samspili vinnu og fjölskyldulífs; ¾ ¾ ¾ ¾ ¾ ¾ ¾ ¾

Samskipti Stjórnunarhættir Vinnuskipulag Samspil vinnu og fjölskyldulífs Einelti Áreiti Hótanir Starfslok

___________________________________________________________________________ Vinnuverndarsvið VSI Berglind Helgadóttir S: 544 4073/698-6895


Vinnuumhverfisbók Foldaskóla

júní 2007

Einelti Einelti er –

Ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinis að Kynferðisleg áreitni og annað andlegt eða líkamlegt ofbeldi fellur hér undir

Einelti getur tekið á sig ýmsar myndir: • • • • • • • • • • • • • • •

Starf, hæfni og verk þolandans eru lítilsvirt Dregið er að ástæðulausu úr ábyrgð og verkefnum starfsmanna Viljandi eru ekki gefnar nauðsynlegar upplýsingar Þolandann er neyddur til að sinna endurtekið erindum sem falla ekki undir starfsvið hans eða að hann látinn hafa of fá eða of mörg verkefni Særandi athugasemdir látnar falla um þolandann Rógur borinn út um þolandann Þolandinn er útilokaður frá félagslegum og faglegum samskiptum Árásir gerðar á þolandann eða einkalíf hans gagnrýnt Þolandinn skammaður eða hann gerður að athlægi Þolandinn verður fyrir líkamlegum árásum eða fær hótanir um slíkt Þolandanum er sýndur fjandskapur eða honum mætir þögn þegar hann spyr eða fitjað upp á samtali Þolandinn fær móðgandi símtöl Þolandinn fær niðrandi tölvubréf eða skriflegar sendingar Óþægileg stríðni Niðurlæging eða auðmýking t.d. vegna aldurs, kyns, þjóðernis

Kynferðisleg áreitni er óvelkomin áreitni sem getur falist – – – – –

Dónalegum bröndurum og kynferðislegum athugasemdum Óviðeigandi spurningum um kynferðisleg málefni Snertingu sem ekki er óskað eftir Beiðni um kynferðislegt samband sem ekki er óskað eftir Klámfengnum dagatölum, myndum, tölvupósti

Hver þolandi verður að meta hvaða framkomu hann umber og frá hverjum. ___________________________________________________________________________ Vinnuverndarsvið VSI Berglind Helgadóttir S: 544 4073/698-6895


Vinnuumhverfisbók Foldaskóla

júní 2007

Líkamlegt álag Tölvuvinna getur verið bæði líkamleg og andlega erfið. Til að draga úr líkum á álagseinkennum vegna tölvuvinnu er mikilvægt að stuðla að góðu vinnuumhverfi, hentugum búnaði og húsgögnum, góðum vinnustellingum en ekki síst fjölbreyttu verkefnum og góðum starfsanda. Oft reynist erfitt að greina á milli orsakavalda álags og því ber að stuðla að öllum þáttum jafnt til að gera vinnustaðinn að góðum og heilsusamlegum stað. Helsta orsök fyrir líkamlegum óþægindum við tölvuvinnu er að sitja of lengi eða/og að sitja ekki i góðum stellingum. Aðrir mikilvægir þættir eru uppröðun húsgagna og tækja sem nota þarf við vinnuna, vinnuskipulagið og streita. Ef setið er löngum stundum við tölvuvinnu og rýnt í skjáinn verður fljótt vart við þreytu í ákveðnum vöðvahópum og liðum og jafnvel sviða og kláða í augum. Þannig er líkaminn að gefa aðvaranir um að þörf sé á hvíld.

Algengustu óþægindin eru: – – –

Höfuðverkur Augnþreyta Vöðvaverkir í Hálsi Herðum og öxlun Handleggjum baki

___________________________________________________________________________ Vinnuverndarsvið VSI Berglind Helgadóttir S: 544 4073/698-6895


Vinnuumhverfisbók Foldaskóla

júní 2007

Búnaður Stóll 9 hafa góðan stuðning undir fætur 9 stilla hæð setu þannig að hné séu með > 90° horn, forðast þrýsting undir læri 9 stilla dýpt setu þannig að góður stuðningur verði við mjóbak 9 framhalli á setu tryggir betri stöðu á baki 9 gott ef bakstuðningur fylgir hreyfingum starfsmannsins fram og aftur 9 armar eru ágætir ef þeir hindra ekki starfsmann í að omast að borðinu

Borð 9 borðhæð ræðst af setstellinu starfsmanns og vinnustellingu við lyklaborð og mús 9 tryggja stuðning undir framhandleggi þegar unnið með lyklaborð og mús 9 gott að geta stillt borð í hæð til að standa við, það eykur fjölbreytni

Lyklaborð og mús 9 hafa frítt pláss fyrir fram til að styðja undir hendur og framhandleggi 9 stilla halla lyklaborðs < 10° 9 hafa mús sem næst miðlínu líkamans, til hliðar við lyklaborð eða milli lyklaborðs og starfsmanns 9 hentugra að nota vinstri hendi á mús eða skipta reglulega milli hæ. og vi. handar

Skjár 9 stilla hæð efri brúnar skjás rétt fyrir neðan augnhæð, þannig að horft er aðeins niður þegar lesið er á skjáinn 9 fjarlægð skjás frá boðbrún 50-70 cm eða armlengd frá starfsmanni 9 forðast glampa, hafa skjá helst hornrétt á glugga, athuga glampa frá ljósgjöfum í herbergi og ljósum flötum

___________________________________________________________________________ Vinnuverndarsvið VSI Berglind Helgadóttir S: 544 4073/698-6895


Vinnuumhverfisbók Foldaskóla

júní 2007

Einhæf vinna Tölvuvinna telst vera einhæf vinna hvað varðar líkamlegt álag. Við einhæfar síendurteknar hreyfingar myndast síspenna í vissum vöðvahópum og þreytan gerir fljótt vart við sig. Ef síspenna verður viðvarandi og ekki er gripið inn í getur það leitt til vöðvabólgu og/eða sinabólga, og hægt er að tala um vinnutengd álagseinkenni. Til að vinna gegn álagseinkennum tengdum tölvuvinnu er góð regla að taka 10 mín. hlé á klukkutíma frá tölvuvinnunni. Þessa hvíld er gott að nota til þess að ganga um, hreyfa axlir, handleggi og háls og hvíla augun. Hléæfingaforrit í tölvum er góð leið til að muna eftir að hreyfa og hvíla

Kyrrseta Þar sem líkaminn er gerður til hreyfingar er mikilvægt að temja sér fjölbreytni í verkefnum til að vinna gegn áhrifum kyrrsetu. Langvarandi kyrrseta veldur stirðleika í vöðvum og liðum og álag á brjóskþófana í hryggnum mun meiri í sitjandi stellingu en standandi. Þegar vinnan krefst þess að unnið er sitjandi er mikilvægt að stand upp reglulega og ganga um. Stillanleg borð sem gera manni kleift að vinna sandandi við borð eru ákjósanleg. Besta er að vinna gegn áhrifum kyrrsetu með því að temja sér reglulega hreyfingu í vinnuhléum (kaffi og matartíma) og frítíma. Göngutími í hluta matartímans er t.d. gott ráð.

Inniloft Loftgæði í vinnuumhverfi hefur áhrif á líðan starfsmanna. Slæmt inniloft getur valdið þreytu, einbeitingarskorti og almennri vanlíðan og leiðir þannig til minnkaðra afkasta og aukinna fjarveru starfsmanna. ___________________________________________________________________________ Vinnuverndarsvið VSI Berglind Helgadóttir S: 544 4073/698-6895


Vinnuumhverfisbók Foldaskóla

júní 2007

Það geta verið margar orsakir fyrir slæmu innilofti á vinnustað.

Mengun innandyra, sem getur m.a. verið frá byggingarefnum og rafmagnstækjum Vandamál sem orsakast af of háu hitastigi innandyra Vandamál sökum þess að viðhaldi húsa er ábótavant Ræsting húsa og óheppilegt val hreinsiefna Vandamál tengd varma- og loftræstibúnaði Raka- og myglusveppa vandamál

Viðmið í skrifstofu rými eru 18-22°C og rakastig 30-50% og fullnægjandi loftræsting án dragsúgs

Lýsing Góð lýsing er mikilvægur þáttur í vinnuumhverfinu. Með réttri lýsingu minnkar hættan á augnþreytu, höfuðverk og álagsmeinum í vöðvum og liðum. Ráðlögð lýsing við skjávinnu og venjuleg skrifstofustörf er 500-750 lux. Forðast skal endurskin á skjáinn frá ljósgjöfum, birtu frá gluggum og hvítum flötum

Við hönnun vinnuumhverfis er mikilvægt að meta hvernig lýsingu þarf með tilliti til fjölda starfsmanna og eðli verkefna. Hafa þarf í huga: - styrk lýsingar - dreifingu ljós - glampaáhrifa - hitaáhrifa frá ljósgjöfum

Hávaði

___________________________________________________________________________ Vinnuverndarsvið VSI Berglind Helgadóttir S: 544 4073/698-6895


Vinnuumhverfisbók Foldaskóla

júní 2007

Hávaði yfir hættumörkum (85dB) er ekki vandamál í vinnuumhverfi bankastarfsmanna en minni hávaði getur einnig valdið skaða. Langvarandi hljóðáreiti á starfsmann getur valdið andlegri streitu og líkamlegum álagseinkennum eins og vöðvaspennu. Í opnu skrifstofurými þarf sérstaklega að huga að hljóðvist til að draga úr vandamálum eins og streitu og andlegri vanlíðan sem getur komið til vegna stöðugs hljóðáreitis. Slíkt áreiti getur t.d. verið frá öðrum starfsmönnun og búnaði, hávaði frá símhringingum og samtöl annarra, frá prenturum, útvarpi ofl. getur haft truflandi áhrif og starfsmenn skilgreint það sem hávaða. Þar sem starfsmenn þurfa að geta talað saman eða einbeitt sér er æskilegt að hávaði fari að jafnaði ekki yfir 50dB (A) í vinnurými. Þar sem unnið er í opnu skrifstofurými reynist vel að starfsmenn setji sér sjálfi umgengnisreglur sem eru samþykktar af öllum, gerðar skriflegar og öllum sýnilegar. Dæmi um slíkar reglur : 9 Virða hvert annað og vinnusvæði hvers og eins. Ekki trufla samstarfsmenn við vinnu. 9 Tala lágt í síma og stilla hringingar lágt 9 Ekki hlusta á útvarp nema í heyrnatólum 9 Ekki taka gesti inn á vinnusvæðið. Taka á móti þeim frammi. 9 Nota fundarherbergi og matsal til að spjalla við gesti og samstarfsmenn 9 Verum jákvæð

Efnahætta Samkvæmt könnun heilbrigðiseftirlits sveitafélaga og Umhverfisstfnunar í grunnskólum á merkingu efnavara og á aðstöðu til að geyma þær (2006) kemur fram að talsvert er um hættulegar efnavörur í grunnskólum. Hættuleg efni eru oft notuð í efnafræðistofum, smíðastofum og myndmenntastofum. Öll varúðarmerkt efni ber að geyma í læstum og loftræstum skápum eða herbergjum.

___________________________________________________________________________ Vinnuverndarsvið VSI Berglind Helgadóttir S: 544 4073/698-6895


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.