
1 minute read
Glæsileg sviðssetning í Setbergsskóla
Setbergsskóli frumsýndi um liðna helgi nýja uppsetningu af söngleiknum
Mamma Mia eftir Catherine Johnson sem byggður er á lögum sænsku hljómsveitarinnar ABBA.
Advertisement
Í Mamma Mia kynnumst við Sophie Sheridan sem er við það að fara að gifta sig. En áður en hún gerir það þarf hún að leysa úr mestu ráðgátu sem hefur herjað á hana: spurninguna um hver er pabbi hennar. Það er þó hægara sagt en gert enda koma 3 til greina!
Vel hefur verið vandað til verks og framsetningin glæsileg og það voru stoltir foreldrar sem fylgdust með þessu skemmtilega leikriti.
Leikstjórn söngleiksins var í höndum Guðrúnar Heiðu Sigurgeirsdóttur og Maríu Gunnarsdóttur. Aðstoðarleikstjóri var Jóna Sigríður Gunnarsdóttir en allir nemendur og foreldrar nemenda í 10. bekk Setbergsskóla komu á einn eða annan þátt að verkefninu.
