
1 minute read
Erla setti Íslandsmet í
Mara Onhlaaupi
Hljóp 61 árs á 3,30.28 klst. í London!
Advertisement
Erla Eyjólfsdóttir í Hlaupahópi FH keppti í Lundúnarmaraþoninu fyrir skömmu og bætti þar 8 ára gamlan tíma sinn og kom í mark á 3,30.28 klst. Það væri vart í frásögur færandi nema fyrir það að Erla er á 62. aldursári.
Með afrekinu sló hún 10 ára gamalt Íslandsmet í aldursflokknum 60-64 um tæpar 4 mínútur.
Varð Erla 13. í sínum aldursflokki og í hópi 8% fremstu kvenna í hlaupinu en alls voru keppendur 48.606.
Það er algjört forgangsmál að bæta aðgengi Hafnfirðinga að heilsugæslu. Lengi hafa verið uppi áform um byggingu þriðju heilsugæslustöðvarinnar í Hafnarfirði sem yrði á Völlunum. Þau áform eru nú áratug seinna enn einungis áform og góður ásetningur, það er kunnuglegt stef.
Það er mikilvægt að bæta aðgengi að heilsugæslu með því að hafa frumkvæði að því að byggja hér upp heilsuklasa í
Hamranesinu. Bæjaryfirvöld verða að róa að því öllum árum til að laða til okkar aðila að reka heilsugæslu og heilsuklasa þar sem sjúkraþjálfun, kírópraktor og fleiri, sem vinna að heilsueflingu, sjái sér hag í því að vinna saman að bættri þjónustu, aðgengi og heilsu íbúa Hafnarfjarðar.
Við þurfum að fara að hugsa út fyrir kassann og koma heilsugæslu og heilsuvernd inn í 21. öldina. Staðan eins og hún er nú, er ekki boðleg. Það er skylda okkar sem sitjum í bæjarstjórn að koma þessum málum í betra horf. Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi Viðreisnar.
Karólína Helga Símonardóttir varabæjarfulltrúi Viðreisnar.


A Alfundur
Aðafundur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði verður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar þriðjudagskvöldið 16. maí kl. 20.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Dagskrá skv. lögum safnaðarins
Safnaðarstjórn www.frikirkja.is