
1 minute read
Spurningar settar við mikla móttöku á koldíoxíði til niðurdælingar
Ýmsar spurningar vöknuðu og fólk vildi tryggingu áður en farið væri af stað í niðurdælingu
Kynningarfundur vegna skipulagsmála vegna stækkunar hafnarinnar í Straumsvík og nýs iðnaðarsvæðis sunnan Reykjanesbrautar vegna áforma Carbfis um niðudælingu á koldíoxíði var haldinn í síðustu viku.
Advertisement
Þokkalega var mætt á fundinn, um hálffullur salur í Bæjarbíói og skv. heimildum horfðu um 50 manns á fundinn allann.
Í kynningu á fundinum var tekið fram að fjallað yrði um breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna aðstöðu og aðkomu að Straumsvíkurhöfn auk umferðaskipulags. Samhliða yrðu kynntar breytingar á deiliskipulagi Straumsvíkurhafnar og lóðar Rio Tinto við Straumsvík. Í þessum deiliskipulögum er gerð nánari grein fyrir nýjum umferðartengingum, iðnaðarlóðum og uppbyggingarheimildum á svæðinu. Jafnframt er gerð grein fyrir skipulagslegum breyt- ingum er lúta að fyrirhugaðri starfsemi Carbfix hf. á lóð Rio Tinto við Straumsvík.
Eftir skipulagskynninguna voru áform Carbfix um kolefnisbindingu á svæðinu kynnt.
A Alskipulagi Breytt
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 1. febrúar 2023 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 sem ætlað var að gefa möguleika á að bæta hafnaraðstöðu í Straumsvíkurhöfn, bæta tengingar milli Straumsvíkurhafnar og iðnaðarsvæða sunnan Reykjanesbrautar og almennt að bæta umferðaskipulag við Kapelluhraun.

Afmörkun Straumsvíkurhafnar (H4) stækkar úr 24ha í 25,1ha. Höfnin er stækkuð til að hægt sé að leggja nýjan tengiveg á landfyllingu að höfninni. Ný hafnartenging er afmörkuð á uppdrátt frá nýjum undirgöngum undir Reykjanesbraut á móts við skolpdælustöðina að iðnaðarsvæði I5.
Þá er ný tengibraut afmörkuð milli iðnaðarsvæða I3 og I4 sem tengir norðursvæði um undirgöng undir Reykjanesbraut og tengist hringtorgi við
Krýsuvíkurgatnamót. Breyting er gerð á fyrirkomulagi göngu- og hjólastíga.
Í deiliskipulagstillögu iðnaðarsvæðis á lóð Ísals sunnan Reykjanesbrautar er gert ráð fyrir iðnaðarhverfi í samræmi við breyttar áherslur í aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Er þetta 52 ha lóð í Kapelluhrauni þar sem gert er ráð fyrir mengandi og lítt mengandi iðnaði auk nokkurra lóða fyrir Coda Terminal verkefni Carbfix, móttöku og förgunarstöð fyrir koldíoxíð (CO2).
Umfer Arm L
Nokkur umræða myndaðist um umferðarmál og fengust loðin svör. Ný
Sj N Er S Gu R Kari
undirgöng á móts við skolpdælustöðina eiga ekki skv. tillögunum að tengjast Reykjanesbraut og léttir því ekkert á nýlegum mislægum gatnamótum við Krýsuvíkurveg þar sem mikil umferð þungaflutningabifreiða er. Þá er heldur ekki að sjá að gert sé ráð fyrir að vegtenging frá mislægum gatnamótum við Straumsvík muni tengjast við núverandi iðnaðarhverfi en leiðin þangað er lokuð við Kvartmílubrautina. Nánari upplýsingar má finna á vef Hafnarfjarðarbæjar þar sem finna má m.a. upptöku af fundinum og öll gögn.