
1 minute read
Hringdu aftur eftir þrjár vikur
„Hringdu aftur eftir þrjár vikur og þá skulum við sjá hvort að þú fáir tíma hjá heimilislækni í júní“. Þetta var svarið sem viðkomandi fékk eftir að hafa beðið í símanum í tvo tíma.
Frásögnin er ekki tilbúningur. Þetta er raunveruleikinn þegar kemur að því að fá tíma hjá heimilislækni í Hafnarfirði. Hvað ef viðkomandi nær ekki í gegn eftir þrjár vikur? Þarf hún þá að bíða enn lengur?
Advertisement
Aðalsmerki Sovétríkjanna sálugu voru langar biðraðir. Því miður eru biðraðir að verða eitt af aðalsmerkjum íslenska heilbrigðiskerfisins. Reyndar köllum við biðraðir nú biðlista þar sem við þurfum ekki að húka úti við í öllum veðrum. Við bíðum núna í símanum.