Brennum kaloríur
matur er betri en bensín Allt að 60.000 kr. skattfrjálsar Nú geta vinnustaðir gert samgöngusamninga við sína starfsmenn og greitt allt að 60.000 kr. á ári í samgöngustyrki. Samkvæmt reglum um skattmat tekjuárið 2011 (nr. 1057/2010) mega launagreiðendur greiða launþegum allt að 5.000 kr. á mánuði fyrir almenningssamgöngur eða notkun reiðhjóla enda sé ferðamátinn nýttur vegna ferða í þágu launagreiðanda og telst slík greiðsla ekki til skattskyldra tekna starfsmanna. Árlegur kostnaður við gerð og viðhald á malbikuðu bílastæði er á bilinu 30-200.000 kr. Landverð er þá ekki meðtalið. Meðalhraði á bíl í Reykjavík hefur verið mældur af Samgöngusviði borgarinnar frá úthverfum til vinnustaða. Árið 2010 var hann 31,6 km/klst á morgnanna og 37,6 km/klst síðdegis. Meðalhraði á reiðhjóli í Reykjavík er á bilinu 10-25 km/klst. Meðalhraði með strætó frá heimili á vinnustað getur verið um 20-25 km/klst. Spörum bensín - Brennum kaloríur Á vef Orkuseturs er hægt að reikna eyðslu bíla og kaloríubrennslu við hjólreiðar. Miðað við forsendur um 75 kg líkamsþyngd, meðalfólksbíl, bensínverð 205 kr/L og 4.100 km hjólreiðar á ári voru niðurstöðurnar eftirfarandi: Sparnaður á bíl, koltvísýringur: 816 kg • bensín: 340 ltr • bensínkostnaður: 70.000 kr. Kaloríubrennsla hjólreiðamanns: 130.000 kcal. Þessar 130.000 kcal jafngilda um 14,5 kg af hreinni fitu. Það má því segja að þetta hjól eyði um 353 g af fitu/100 km. Nýr fólksbíl með 1,4 L vél getur skv. framleiðanda eytt allt að 0,7 L/km af bensíni (70L/100km) í köldu starti fyrsta kílómetrann 6
eftir ræsingu. Fyrsti kílómetrinn gæti því kostað tæpar 160 kr á vetrarmorgni. Að aka stuttar vegalengdir í vinnu eyðir og mengar mest og er dýrast. Hjólað á tímakaupi Setjum upp samanburðarhæft dæmi til að bera saman hjól og bíl. Bíll er notaður eingöngu til að fara til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu og vegalengdin er 10 kílómetrar aðra leið. Það gerir um 5000 kílómetra á ári. Samkvæmt viðmiðunartölum frá FÍB gæti árlegur rekstur á bíl sem kostar nýr 3.000.000 verið um 900 þúsund miðað við þessa keyrslu. Rekstur á reiðhjóli sem kostar nýtt 100.000 krónur gæti verið 50 þúsund á ári. Ferðadagar eru 250. Gefum okkur einnig eftirfarandi forsendur: Bíll Reiðhjól Árleg vegalengd (km) 5000 5000 Innkaup nýtt (milljónir kr.) 3 0,1 Árlegur rekstrarkostn. (kr.) 900.000 50.000 Daglegur ferðatími 40 mín 70 mín Árlegur ferðatími 167 klst 292 klst Árlegur sparnaður við rekstur á hjóli í stað bíls 900.000 – 50.000 = 850.000 kr. Tímakaup við að hjóla (skattfrjálst) 850.000 / 292 = 2911 kr Niðurstaðan er að einstaklingur sem ferðast 10 kílómetra til vinnu þénar um 2900 skattfrjálsar krónur á tímann þegar hann hjólar til vinnu í stað þess að keyra. Þetta samsvarar tímakaupi hjá einstaklingi sem er með um 800.000 krónur í mánaðarlaun, miðað við núverandi skattþrepakerfi. Ef hjólað er styttri vegalengd til vinnu þá er tímakaupið ennþá hærra. Árni Davíðsson og Stefán Sverrisson