Hjólhesturinn 19. árg. 2. tbl. maí 2010

Page 29

Stærð Mikilvægt er að velja „rétta“ stærð. Rétt stærð er sú stærð sem þér líður vel með. Þumalputtareglur eru: Þegar staðið er klofvega yfir hjólinu þá á toppsláin að vera 3-6 sentimetra fyrir neðan klof á blendings- og götuhjóli en fyrir fjallahjól er miðað við 3-10 sentimetra. Valin eru minni fjallahjól ef ætlunin er að leika sér í ófærum og erfiðum stígum. Ef valið er kappreiðahjól skiptir máli að vera nákvæmari í mælingum. Þá skal mæla hæð og innanfótarlengd á legg og velja stærð eftir ráðleggingum framleiðanda. Hægt er að fínstilla stærð með stýrisarmi (stamma), hnakki og sætispípu en stillingar er önnur saga. Stillingar á hjólum eru mjög persónubundnar. Verið ófeimin við að prófa mismunandi stillingar á hnakk, stýri og stýrisarmi til að finna þá stillingu sem hentar þér best. Innkaupin Mikilvægt er að vera viss af hverju maður er að kaupa reiðhjól og kynna sér hjólagerðir og eiginleika og ákveða gerð hjólsins sem á að kaupa. Gott er að gefa sér tíma til að fara í sem flestar hjólaverslanir, skoða úrvalið og ræða við sölumenn. Þannig er hægt að kynna sér mögulega valkosti í öllum verslunum. Þegar búið finna vænlega valkosti er að prófa, prófa og prófa. Best er að fá sölumenn til að pumpa rétt í dekkin, stilla hnakk og fara síðan í prufutúr. Þó hjólið uppfylli öll

þau skilyrði sem sett voru fram þá kemur ekki í ljós hvort það passar fyrr en prófað er. Þegar hringurinn fer að þrengjast og valið stendur ef til vill á milli tveggja eða þriggja hjóla á svipuðu verðbili og í sambærilegum gæðaflokki vandast valið. Þá er gott að meta þjónustuna í versluninni og þá ábyrgð sem er í boði. Ef maður fær frábæra þjónustu er oft auðveldara að taka ákvörðun. Að lokum er um að gera að láta tilfinninguna ráða og leyfa sérviskunni að ráða för varðandi lit, stíl og það sem mætir flestum (eða öllum kröfum manns) óháð nokkrum krónum til eða frá. Þegar allt kemur til alls snýst málið um að taka ákvörðun sem manni líður vel með og uppfyllir þær væntingar. Hvaða hjól veitir mér mesta ánægju að eiga og nota? Einar Kristinsson

Bretti og bögglabera ættu allir að hafa

29


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Hjólhesturinn 19. árg. 2. tbl. maí 2010 by Fjallahjólaklúbburinn - Issuu