hugsum út fyrir boxið Reiðhjól henta fjölskyldufólki jafnt sem öðrum en nauðsynlegt er að útbúa sig eftir þörfum og aðstæðum. Það er svo miklu skemmtilegra að hjóla úti en að sitja bara í bíl. Yngstu börnin ferðast í barnakerrum eða á barnastólum á hjólinu. Þegar þau eldast finnst þeim gaman að vera á tengihjóli og fá að hjóla með. Þannig kynnast þau líka umferðinni með mömmu eða pabba. Hjól með stóru hólfi að framan eru ekki óalgeng þar sem hjólamenning hefur náð að blómstra. Algengt er að sjá foreldra með krakkana og innkaupapokana þeysast um á þessum hentugu hjólum.
Farangursvagnar eru hentugir i umferð inni, létt er að hjóla með þá og auðvelt að kippa þeim af. Einnig eru til ýmsar útfærslur af hjólum fyrir fatlaða eins og t.d. þetta handknúna hjól sem einnig er hjólastóll. Swifty ferðaðist um Ísland á þessu hjóli. Hvað stoppar þig? Páll Guðjónsson
Ekkert mál fyrir dagmömmu að hjóla um með 5 börn
Það er auðvelt að setja tengihjól við flest reiðhjól 24
Það er skemmtilegt að fara út að hjóla