þá tekur bara strætó og barnavagnaskeið við. Eldra barnið stendur til dæmis á systkinapalli eða hjólar sjálft. Eftir það er um að gera að koma báðum krökkunum fyrir á hjólinu – í stólum framan og aftan. Það er auðveldara að hjóla með tvö börn (og einhvern farangur) á hjólinu heldur en að draga hjólavagn. Gleðin getur haldið áfram þangað til annaðhvort barnið er of stórt fyrir sitt sæti. Framsætið er til 15 kg/3 ára og það getur verið þungt að hjóla, því tvö börn t.d. 2ja og 4 eða 5 ára geta hæglega verið 40 kg samanlagt. Til viðbótar má nefna allar tegundir sérhjóla í Amsterdam („bakfiets“) og Kaupmannahöfn sem enn fást ekki hér á landi. Nú er kominn tími til að stóra barnið flytji sig yfir á tengihjól eða eigið hjól með tengistöng. Tengihjólið er sagt vera stöðugra, en tengistöngina er hægt að taka af þegar aðstæður leyfa. Mín reynsla er að það telst til undantekninga að fá aðstoð frá farþega á tengihjóli nema með mútum af einhverju tagi. Litla barnið verður að vera í barnastól fyrir framan, því barnastóll fyrir aftan og tengihjól passa ekki saman. Á móti kemur að hjólatöskur geta aftur komið við sögu. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Stóra barnið er að sjálfsögðu farið að hjóla sjálft og öðlast úthald og 7 ára getur það alveg farið í þokkalega langar ferðir, sérstaklega ef það hefur hjólandi foreldra með. Litla barnið
getur að sjálfsögðu ekki beðið eftir að komast út úr barnastólnum. Þeir sem hjóla allt árið velta kannski fyrir sér vetrarhjólreiðum með börn. Á góðum nagla dekkjum og með góð ljós er vel hægt að mæla með því að hjóla með barnastól (og jafnvel tvo) allan ársins hring, jafnvel í töluverðum snjó og hálku en erfiðara getur verið að draga hjólavagn í vetrarfærð. Hingað til hafa 20 tommu nagladekk ekki sést hér í búðum, en þau eru víða til á netinu. Ef snjórinn verður of mikill bindur maður bara sleða við hjólið... Tekur meiri tíma að skutla börnunum á hjóli en á bíl? Það tekur að vísu meiri tíma að klæða þau betur þegar kalt er, en reynsla höfunda er að börnum finnst gaman að hjóla, og vonandi öðlast þau samgöngusjálfstæði fyrr en aðrir sem eru vanir að láta skutla sér á bíl. Stundirnar með börnunum á hjólinu eru sannkallaðar gæðastundir. Athygli sem maður fær með tvö börn á hjóli er yfirleitt jákvæð, og kurteisi og tillitsemi bílstjóra eykst í réttu hlutfalli við fjölda barnastóla á hjólinu – líka þegar ekkert barn er í þeim. Fordæmið sem hjólandi foreldrar setja börnum sínum er ótvírætt verðmætt og mikilvægt. Börnin læra að til eru fleiri valkostir en bíllinn, og að eyða peningum ekki að óþörfu í eldsneyti og óholla lífshætti. Afsökunin „ég get ekki hjólað, því ég þarf að skutla krökkunum“ stenst bara ekki.
Farangurshjól eru vinsæl meðal fjölskyldufólks þar sem hjólamenningin fær að blómstra með góðum aðbúnaði 8