www.sagadb.org/havardar_saga_isfirdings. En þrjóska þarf ekki endilega að vera löstur, a.m.k. kom hún mér til Súðavíkur í rokinu. Á leiðinni staldraði ég við í Litlabæ yst í Skötufirði, huggulegu kaffihúsi í nýlega uppgerðum gömlum bæ. Þar skammt frá var fullt af selum að leik í sjónum.
renndi ég inn á Silfurtorg þar sem ferðin hófst. Þar tók á móti mér mín trausta trússfjölskylda (Þórunn María, Hildur og Tryggvi) ásamt nokkrum vinum og RÚV mönnum sem tóku stutt viðtal. Síðan var farið í Gamla Bakaríið og sund og loks í grill til vinafólks í Tungudal. Það er svo sannarlega hægt að mæla með Vestfjörðunum fyrir hjólreiðafólk. Náttúru fegurðin er stórkostleg, vegirnir ágætir og fjöl breyttir, frekar lítil umferð og fullt af góðum brekkum í bónus. Veðrið á Íslandi er eins og það er og verður bara að klæða það af sér. Að mínu mati eru miklir framtíðarmöguleikar fyrir hjólreiðaferðamennsku á Vestfjörðum og gaman ef settar væru á fót fleiri hjólreiða keppnir á svæðinu, t.d. Vestfirski – hringurinn eða „Tour des Fjords“ Ég vil nota tækifærið og þakka öllum sem studdu við ferðina og þeim sem hafa lagt inn á söfnunina. Þó Vestfjarðahringnum sé lokið, heldur söfnunin áfram. Vil ég því minna á reikningsnúmer söfnunarinnar Á Rás fyrir Grensás: 311-26-3110 kt. 670406-1210.
8. dagur: Súðavík – Ísafjörður – Bolungavík – Ísafjörður: 43,5 km Þá var komið að lokadeginum í þessum frábæra hring. Lagði af stað frá Súðavík og hélt sem leið lá í gegnum Ísafjörð og fór inn á Óshlíðarveginn sem nú er aflagður. Þetta er ofsalega falleg leið en um leið hrikaleg og maður skilur vel að fólkið á svæðinu sé fegið að hafa fengið göng. Þarna varð fyrsta bilunin í ferðinni, þegar keðjan slitnaði. Það var lítið mál að redda því með nýjum keðjulás, sem var með í viðgerðarsettinu. Þegar ég kom til Bolungarvíkur fór að birta til og brast á með sólskini og blíðu sem var mjög kærkomið. Fór í Einarshús til Rögnu og Jóns Bjarna og fékk þar súpu dagsins og kaffi í boði hússins. Frábært að sjá hvað þau hjón hafa gert þetta sögufræga hús smekklega upp og gert það að staðarprýði og vinsælum viðkomustað (bar, veitingastaður og gistiheimili). Þá var komið að því að taka lokasprettinn í þessari ferð, til baka á Ísafjörð. RÚV var mætt á staðinn og fylgdi mér Óshlíðina. Á fullri ferð í meðbyr í fylgd myndatökumanna átti ég mitt eigið „Tour de France“ moment :) . Að lokum
Stuðningsaðilar ferðarinnar voru: Örninn hjólreiðaverslun, Flugfélag Íslands, Sæferðir, Háskólaprent, Rögg. Tjaldstæðin: Þingeyri, Bíldudal, Flókalundi. Gistiheimilin: Kirkjuból (við Hólmavík),Reykjanes, Bjarna búð (orlofshús FÍH á Súðavík). Höfundur starfar sem kontrabassaleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands
27