gjarðabrúnir skeri á strigann í hliðum dekkjana. Gott er að vera með 2ja mm. ryðfría teina frá þekktum framleiðendum s.s. Wheelsmith, DT, Hoshi eða Union. Hafið ný dekk undir hjólinu þegar lagt er af stað. Notið dekk sem hafa gróft munstur með breiðum slitflötum. Verkfæri eiga alltaf að vera með í ferðalögum. Nefnd skulu: Pumpa, svissneskur Vicotorinox vasahnífur með skærum og stjörnuskrúfjárni, dekkjaspennur, keðjulykill, 8 og 10 mm fasta lykla og stundum 9mm fyrir ódýrustu hjólin, sexkantar á allar skrúfur og passandi teinalykill. Smáverkfærasett eins og CoolTool og Topeak innihalda ekki sérlega meðfærileg verkfæri og henta því best í neyðartilfellum. Keðjuolía fyrir reiðhjól t.d. Finish Line og lítið eitt af tvisti til að þrífa keðjuna. Ekki má svo gleyma nál og sterkum tvinna. Varahlutir þurfa að vera með því lítið fæst af þeim úti á landi eða til fjalla. Bætur, auka slanga, gíra- og bremsuvír, keðjuhlekkir, 2-4 bremsupúðar og 4 teinar með nipplum. Það fer svo eftir eðli og lengd ferðalagsins hvort meðferðis þarf að hafa varadekk. Þá er gott ráð að vera með “Kevlar” dekk sem hægt er að brjóta saman og kemst fyrir í tösku. Bretti geta verið nauðsynlegur búnaður ef ferðast er á malbiki en ef ferðast á um torfæra slóða borgar sig að taka þau af því ef grjót festist í dekkinu þá er hætta á því að brettið brotni. Það er líka afar leiðinlegt að hlusta á steinvölur hringla í brettinu klukkustundum saman auk þess sem þau taka á sig vind. Ekkert mál fyrir fjölskyldufólk Ef fjölskyldufólk hefur hug á því að ferðast um á reiðhjóli er um ýmsa kosti að ræða. Þar þarf aðeins viljastyrk og áræðni
svo losna megi úr viðjum vanans. Hægt er að fá tengivagna fyrir reiðhjól. Þeir eru í flestum tilfellum hannaðir með sæti fyrir tvö börn og eru með farangursrými. Þessir vagnar hafa verið til sölu í flestum nágrannalöndum um áratuga skeið og hafa sífellt orðið vinsælli vegna öryggis og ýmissa möguleika. Þeir vagnar sem þegar eru til í verslunum hér á landi eru frá Trek, Cannondale, Schwinn og Winther. Þeir hafa veltigrind, öryggisbelti og eru í skærum litum til að tryggja öryggi barnanna. Ítarlegar úttektir á vögnum hafa verið birtar hér áður og er hægt að lesa á internet vef klúbbsins, ásamt öðrum fróðleik. Þegar barnið hefur vaxið upp úr vagninum eru fáanleg tengihjól sem festast aftan í hjól foreldra. Barnið getur því byrjað að hjóla með foreldrinu þar til það er nógu gamalt til að hjóla sjálft um í umferðinni. Til eru dæmi þess, og það hér á landi, að fjölskylda hafi selt bílinn sinn eftir að hafa eignast tengivagn. Því fylgir mikill kostur og má þar sérstaklega nefna aukin fjárráð og heilbrigðara líferni, ekki aðeins fyrir foreldrana heldur líka börnin. Ekki dýrt Það er engin ástæða til að örvænta þó að efnahagur leyfi ekki kaup á góðu hjóli eða búnaði. Flestir byrja aðeins á því ódýrasta og komast langt á því. Góður búnaður til hjólreiða kostar aðeins brot af því sem árlegur rekstur bíls kostar. Best er að athuga fyrst hvort ekki sé hægt að nota þann viðlegubúnað sem þegar er til á heimilinu. Einnig er tilvalið að ferðast með öðrum til að samnýta tjald og annan viðlegubúnað. Að lokum, munið að hjólin mega vera nokkuð ódýr ef ekki stendur til að fara út af malbikinu í miklar fjallaferðir. Magnús Bergsson
27
2. tölublað. 7. árgangur