unarmed

Page 1

Berskjölduð/ Unarmed


Berskjölduð Unarmed


Sýnendur / Artists Ásdís Sif Gunnarsdóttir Berglind Ágústsdóttir Dýrfinna Benita Egill Sæbjörnsson Freyja Reynisdóttir Hildur Ása Henrýsdóttir Maria Sideleva Melanie Ubaldo Michael Richardt Róska Sara Björnsdóttir


Sýningarstjórar/curators Amanda Poorvu Ari Alexander Ergis Magnússon Björk Hrafnsdóttir Emilie Dalum Vala PálsdóttirBerskjölduð 28.3 - 25.4 2021

Fjölbreytt listform togar skynvitund og upplifun okkar í ólíkar áttir. Listin er falleg og einlæg, sá staður þar sem engin takmörk eru og allir eru frjálsir til orða og athafna. Á sama tíma glímir samfélagið við takmarkanir og ágengni sem setur efa í vitund og tilvist okkar. Lífið er ýmist fullt af sorg eða taumlausri hamingju. Sýningin Berskjölduð er samsýning ellefu listamanna sem fanga á ólíkan hátt áskoranir og viðfangsefni í lífinu. Með því að draga þeirra eigin reynslu inn í lista­ verk sín verða þau bæði berskjölduð og einlæg. Þau nota eigin sjálfsímynd og reynsluheim sem efnivið og úr því verða til opinská og djörf verk sem við sjálf getum tengt okkur við eða lært af. Sum verkanna sýna úthald og seiglu á meðan önnur fagna manns­ líkamanum með húmor og næmni.


Unarmed 28/3 - 25/4 2021

Art is diverse and genuine, existing in various media and narratives. It is a space for freedom of expression–there are no limits. At the same time, society consistently forces limitations and aggression that cast doubt on our sense of self. Art is a reflection of life, which is both full of sorrow and uncontrolled happiness. The group exhibition, Unarmed, features eleven artists who capture the challenges of life in their own way. By incorporating their experiences into their artwork, the artists become both vulnerable and sincere. They develop intimate works that we can identify with or learn from in our interpretations. The works in the exhibition show perseverance and resilience, celebrating the human form with humor and vulnerability.

Ásdís Sif Gunnarsdóttir (f./b. 1976)

Misty Rain Blue Verkið fjallar um konu sem að er að koma úr erfiðri lífs­reynslu og er að fara í gegnum hugleiðingar sem að vakna upp með henni eftir ákveðið áfall sem hún er að jafna sig á. Umhverfið er hrátt og á að endurspegla heiminn sem að hún er að stíga út úr. Verkið var unnið þannig að það var tekið upp á þremur myndavélum í rauntíma og ákveðið var fyrirfram að verkið yrði ekki klippt eftirá, heldur yrði valin besta takan og hljóðið sent út til Washington til tónlistarmannsins Janel Leppin sem semur tónlist við textann. Í samtali Bjarna Einarssonar og Ásdísar kom upp sú hugmynd að taka upp performans Ásdísar sem væri spuninn í rauntíma. Textinn er búinn til á staðnum og tekinn upp af Bjarna Einarssyni. Tónlist eftir Janel Leppin.


Því voru nokkrir punktar ákveðnir fyrirfram, t.a.m. ákveðnar hugleiðingar, en myndavélin er merki upp hvernig við erum að fanga tímann á meðan við erum að lifa lífinu. Sársauki kemur og fer rétt eins og hamingjustundir eru ekki alltaf stöðug tilfinning. Það má segja að Misty Rain sé í raun portrett af listakonunni árið 2015. Misty Rain Blue The work is about a woman who is coming out of a difficult life experience and is going through thoughts that come to her after a particular trauma that she is working through. The environment is raw and is supposed to reflect the world that she is emerging from. The work was made by recording on three cameras in real time and the decision was made beforehand not to edit the recording afterwards, but rather choose the best take and send the audio to the musician Janel Leppin in Washington who made music to the text. In conversation a conversation


between Bjarni Einarsson and Ásdís the idea arose to record her performance that would be improvised in real time. The text is made up on the spot and recorded by Bjarni Einarsson. The music is by Janel Leppin. A few things were determined beforehand, such as certain ideas, and the camera is a sign of how we are capturing time while we live life. Pain comes and goes, just like our moments of happiness are not constant. Misty Rain can be said to be a portrait of the artist in 2015. Verk Ádísar rannsaka skurðpunkt töfraraunsæis og náttúruundra með umbreytingu, dulbúningi og ritúali. Þessi stef spila meginhlutverk í gjörningamiðaðri listsköpun hennar um leið og notkun fjölrása vídeó, sýndartækni og beint streymi auðvelda gagnvirkar samræður. Ásdís Sif ’s work explores the intersection of magical


realism and natural wonder through transformation, disguise, and ritual. These themes play a central role in her performance-based artwork while the use of multi-channel video, virtual, and live streaming technology enable an interactive discourse. MA in New Genres from UCLA in 2004. BFA with honors from the School of Visual Arts New York in 2000. Ásdís Sif býr og starfar í Reykjavík. Ásdís Sif currently lives and works in Reykjavik, Iceland. https://www.asdissif.comBerglind Ágústsdóttir Tilraun 2, 2007

Lífið er endalaust ævintýraljóð, stundum sársaukafullt en stundum breimandi af vori og lífslöngun. Í verkinu dansar Berglind og dreymir um ástina undir laginu I Want Your Love sem hún hefur elskað frá unga aldri. Eðalsmellur með hljómsveitinni Chic af The Best Disco Album of the World hefur fylgt henni síðan hún var barn. Berglind segir að „stundum var vor og maður varð skotin í einhverjum. Hver það var eða hvernig það fór skiptir engu máli í samhengi við verkið, þetta var bara stund og staður. Að frysta mómentið.“ Þarna er Berglind sjálf orðin mamma, ung listakona á Bergstaðastræti og bjó í lítilli risíbúð með flaksandi tré fyrir utan og konunglegt útsýni. Berglind elskaði íbúðina sem hún bjó í og lífið sitt. Þessi stund var fönguð á mini 8 videovél til að varðveita augnablikið og var unnið fyrir sýninguna Tilraun 2 í Kron Kron.


Berglind Ágústsdóttir (f. 1975) lauk B.A. gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2003. Berglind er fjöllistakona sem hefur verið óhrædd við að feta inn á nýjar brautir í listsköpun sinni. Hún hefur ávallt blandað miðlum saman, unnið bæði með myndbönd, tónlist, teikningar, skúlptúra, innsetningar og gjörninga. Líf og listir Berglindar eru samofnar hversdagslegu atferli og litrík og hlý persóna hennar skín í gegnum einlæga nálgun hennar á viðfangsefninu. Berglind hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum bæði á Íslandi og erlendis. Jafnframt hefur Berglind verið sýningarstjóri og skipulagt tónleika og tónleikahátíðir. Sjálf hefur Berglind komið fram á mörgum tónleikum og gefið út plötur og kassettur, bæði sóló og í samstarfi við aðra. Einnig rekur hún útvarp og pop-up gestavinnustofa. Berglind býr og starfar á Íslandi og í Berlín.


Experiment 2, 2007 Life is an epic adventurous ode, sometimes painful but sometimes brimming with spring and vitality. In this work, Berglind dances and dreams of love to the song I Want Your Love, which she has loved from an early age. A fabulous hit with the band Chic taken from the record The Best Disco Album of the World that Berglind has had since she was a child. Berglind says that “sometimes it was spring, and you had a crush on someone. Who that was or how that went is of no consequence to this work, it was just a time and a place. To freeze the moment. At this point Berglind has become a mother, a young artist in Bergstaðastræti, living in a small attic apartment with swaying trees outside and a royal view. Berglind loved her apartment and her life. This moment was captured on a mini 8mm camera to preserve the moment and was put together for the exhibition Tilraun 2 in Kron Kron.


Berglind Ágústsdóttir (b. 1975) graduated in 2003 with a BA Degree in Fine Art from the Iceland Academy of the Arts. She is an artist who has been unafraid of taking new paths in her artwork. She has always mixed media, working with video, music, drawing, sculpture, installation, and performance. Berglind’s life and art is interwoven in everyday activities, and her vibrant and warm character shines through her sincere approach to her subjects. Berglind has held several solo exhibitions and participated in numerous group exhibitions both at home and abroad. Berglind has also worked as a curator and managed concerts, music festivals, and events. She has performed at many concerts and put out albums and cassettes, both as a solo artist and in collaboration with others. She also broadcasts on radio and runs a pop-up guest studio. Berglind lives and works in Iceland and Berlin.Dýrfinna Benita Spicy, 2021 Verk Dýrfinnu sýna einlæga og berskjaldaða birtingarmynd af reynslu hennar sem blandaðri konu að reyna að finna sinn stað í íslensku samfélagi. Myndgervingur sjálfs hennar birtist sem teiknimyndafígúra í Manga stíl sem er innblásin af grænu stuðboltastelpunni Buttercup. Í myndlist sinni tekst henni að fara inn í þennan ímyndaða heim og takast á við áföll raunveruleikans svo sem ofbeldi, einelti, rasisma og afleiðingar feðraveldisins: nauðgunarmenningu, hið karllæga áhorf og blætisdýrkun á asískum konum. Dýrfinna Benita Basalan (f. 1992), einnig þekkt undir listamannsnafninu Countess Malaise, er fædd og uppalin á Íslandi. Árið 2018 útskrifaðist hún frá Gerrit Rietveld Academie með B.A. gráðu í myndlist og hönnun og hefur starfað síðastliðin ár sem myndlistarkona á ýmsum vettvöngum. Hún er


meðal annars einn stofnenda Lucky 3 listhópsins, ásamt Darren Mark og Melanie Ubaldo, sem opnuðu sýningu sína Lucky me? árið 2019 í Kling og Bang með það markmið að vekja athygli á stöðu filippeyskra innflytjenda á Íslandi en meðlimir hópsins eru öll af filippeyskum uppruna. Dýrfinna er einnig meðlimur The Blue Collective fjöllistahópsins sem samanstendur af fjölbreyttum hinsegin listamönnum frá ýmsum bakgrunnum en deila þó sterkri pólitískri og hugmyndafræðilegri sýn. Það skiptir hana máli að draga fram sterka skynörvandi sögu í málverkum, teikningunum og skúlptúrum sínum. Hún dregur myndheim sinn ýmist úr jaðar kúltúrum, Manga, hinsegin menningu og persónulegum reynslum sínum sem blandaður einstaklingur. Rauði þráðurinn í hennar verkum er valdefling, persónugerð náttúru og líkamar.


Spicy, 2021 Dýrfinna’s works show a sincere and vulnerable manifestation of her experience as a mixed-race woman trying to find her place in Icelandic society. Her avatar is a Manga-style animation character inspired by the feisty, green football girl Buttercup. In her art, Dýrfinna manages to enter this imaginary world and confront the trauma of reality such as violence, bullying, racism, and the consequences of the patriarchy: rape culture, the male gaze, and the fetishisation of Asian women. Dýrfinna Benita Basalan (b. 1992), also known as Countess Malaise, is born and raised in Iceland. She graduated in 2018 from Gerrit Rietveld Academie with a BA degree in visual art and design and has worked over the past few years as an artist in various fields. She is for instance one of the founding members of the group Lucky 3, along with Darren Mark and Melanie Ubaldi, that opened the exhibition Lucky Me? with the objective of calling


attention to the position of Filipino immigrants in Iceland, all three artists in the group are of Filipino descent. Dýrfinna is also a member of The Blue Collective, a group of diverse, queer artist from various background who share a strong political and ideological vision. It is important to her to depict a strong, psychedelic narrative in her paintings, drawings, and sculptures. She sources her imagery from various marginal cultures, Manga, queer culture, and her personal experience as a person of mixed heritage. The running theme in her works is empowerment, personification of nature, and bodies.Egill Sæbjörnsson Dans III, 1998 Dans III er eins konar málverk. Hreyfingin í dansinum eru línurnar eða teikningin sem býr til rýmið og formin í málverkið. Trommuleikurinn er eins og undirleikur í þöglu myndunum. Egill segir að sig hafi langaði til að stíga inn í málverkið og ganga þar um. Í verkinu snýr hann því við og stígur út úr málverkinu (vídeóinu) og sest við trommusett. Sýndarrými myndbandsins mætir líkamlegu rými með trommusettinu. Agli langaði líka til að búa til eigin dans, en þar sem hann er ekki dansari þá bjó hann þess í stað til aðferð með hreyfimyndum til að búa til dans. Innblásturinn kom víða að, en ekki síst eftir að hafa séð óteljandi nútímadansverk í vídeósafni Pompidou safnsins í París þegar hann var skiptinemi. Egill er málari að mennt og teiknari að grunni, og löngunin til að fara inn í málverkið, eða hreyfa það til varð til þess að hann fór að vinna með tölvur á þessum tíma. Þannig má segja að Dans III, sé dansverk og málverk eða tæknileg þróun málverksins.


Egill Sæbjörnsson (f. 1973) útskrifaðist úr Myndlistaog handíðaskóla Íslands árið 1997 og stundaði nám við University of Paris, St. Denis, frá 1995-96. Vídeóinnsetningar Egils eru samsettar úr raunverulegum hlutum, vídeóvörpun, Arduino-tækni og hljóði. Til höfundarverks hans telst einnig mikið safn gjörninga og tónsmíða. Verk Egils einkennast af léttleika og kímni og eru tilraunakennd í eðli sínu, krefjast hvorki leiðbeininga né menntunar til að skiljast, með undirliggjandi alvarleika og hugsun. Árið 2017 var Egill fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum þar sem hann leyfði tveimur ímynduðum félögum sínum, 36 metra háu mannætu tröllunum Ugh & Boogar að taka yfir sýningarskálann. Útilistaverkið hans, Steinkugel, fyrir Robert Koch-Institut í Berlín er fyrsta varanlega, sjálfmyndandi vídeóverkið opinberu rými í Þýskalandi. Á síðasta ári var hann tilnefndur til Ars Fennica verðlaunanna í Finnlandi. Egill hefur búið og starfað í Berlín frá árinu 1999 en er reglulega á Íslandi með aðsetur og vinnuaðstöðu.


Dance III, 1998 Dance III is a sort of painting. The movement in the dance are the lines or the drawing that creates the space and forms in the painting. The drumming is like accompaniment in silent movies. Egill says he wanted to step into the painting and walk around in it. In this work, he switches it around and steps out of the painting (the video) and gets behind a drum set. The virtual space of the video meets the physical space with the drum sets. Egill also wanted to create a dance, but as he is not a dancer, he decided instead to create a method with animation to create a dance. The inspiration came from different directions, not least from seeing countless modern dance works in the Pompidou’s videotheque when he was an exchange student in Paris. Egill is trained in painting and has always been drawing, and this longing to enter the painting, or to animate it got him into working with computers. Dans III can therefore be seen as a dance work and a painting or a technical evolution of the painting.


Egill Sæbjörnsson (b. 1973) graduated from the Icelandic College of Arts and Crafts in 1997 and studied at the University of Paris, St. Denis from 19951996. Egill’s video installations consist of real objects and projected video images, often self-generative, combined with Arduino technology and sound. He also has a large bulk of work in both performance and music composition. His works are known for their lightness and humour and are experiential in nature – often requiring neither instructions nor education in order to be understood – with underlying seriousness and thought. In 2017, Egill Sæbjörnsson represented Iceland at the Biennale Arte 2017 in Venice, where he let two imaginary friends, the 36-meter-tall people-eating trolls, Ugh & Boogar, take over the exhibition concept. His public art piece for the Robert Koch Institute in Berlin is the first permanent, selfgenerative video installation in an outdoor space in Germany. Last year he was nominated for the Ars Fennica Art Awards in Finland. Egill has lived and worked in Berlin since 1999 with regular intervals in Iceland where he has a second home and workspace.Freyja Reynisdóttir invitation (to an experiment*) [an often formal request to be present or participate] reading this/ seeing that. [art] there \\ suggestion: words then: Your [feeling/sensing] moving, thought/conversing (returning) sincerity; Truth. here, that then. Now. memory: narrating. wondering: changing. curiosity: relevance/irrelevance, importance. gleaning: to pick over in search of relevant material [?]


a meeting; collection. artist, spectator, participant. Language, language. re-reading, learning, placing, morphing, weaving. dissolution by growth, familiarity. why (optional), questioning (non-negotiable) surface; plastic, water, color, oil, cotton, wood, titles (conversational commodities), subjectivity, time, these words. (you) me Research: experiment; playing, deciding, mediating, wanting.


[Luring] how this experiment registers and what (we) might get from it, is gained by communication (not translation) Thank you for your participation * [T-E2021_0_2]

Freyja Reynisdóttir (f. 1989) er íslenskur listamaður, nú í mastersnámi við Listaháskóla Íslands. Með verkum sínum framkvæmir hún gjörningatengdar tilraunir í leit að huglægum “sannleikum” þar sem henni þykir listræn reynsla viðeigandi til að eiga samtal um hið óskilgreinda en áþreyfanlega í skynjun okkar og skilningi á okkur sjálfum og veruleika okkar. “Ég geri verk um túlkun og skynjun, skilning, skilgreiningar, tungumál, þýðingu sjálfsins, huglægni og um listræna reynslu”.


Auk þess að sýna á Íslandi hefur hún sýnt verk sín á einka- og samsýningum í Danmörku, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Frakklandi og á Spáni. [freyjareynisdottir.com] Freyja Reynisdóttir (b. 1989) is an Icelandic visual artist currently studying towards an MFA degree at IUA, working from Reykjavík, Iceland. She uses her work to conduct performative experiments in search for subjective “Truths”, deeming the artistic experience suitable for communication regarding the undefined yet tangible in our perceptions and understanding of the self in our supposed shared reality. “I do work about perception, understandings, definitions, languages, self translation, subjectivity and the artistic experience”. As well as exhibiting in Iceland, she has showcased her work at solo- & group-shows in Denmark, North-America, Germany, France and Spain. [freyjareynisdottir.com]Hildur Ása Henrýsdóttir Hildur Ása Henrýsdóttir er listamaðir sem vinnur nánast eingöngu með sjálfsímyndina. Verk hennar byrja sem persónulegar rannsóknir á hennar eigin sjálfi og þróast svo yfir í feminísk samhengi. Hún ögrar og bælir niður hið karllæga áhorf á kvenlíkamann og endurheimtir valdið yfir eigin líkama. Hildur lýsir sjálfri sér sem fígúratífum expressjónista og treystir á sínar eigin tilfinningar, reynslu og líkama sem vinnuefni. Ljósbleik litapallettan endurspeglar berskjaldaða kvenlíkama í verkum hennar sem fjalla um innilegar persónulegar sögur um hinn kvennlega reynsluheim frá ástarsorg til samfélagslegrar pressu um útlit og fegurð. Hildur Ása Henrýsdóttir (f. 1987) ólst upp á Þórshöfn á Langanesi en býr og starfar í Berlín og í Reykjavík. Hún útskrifaðist með BA í Nútímafræði frá Háskóla Akureyrar 2012 og BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2016. Hildur vinnur málverk, skúlptúra


og gjörninga. Í listsköpun sinni gefur Hildur einlæga sýn inn í reynsluheim kvenna. Hún afbyggir hugmyndir um fullkomnun og rannsakar persónuleg tengsl sem fólk skapar sín á milli, líkamlega og tilfinningalega. Verk hennar fjalla á umbúðalausan hátt um persónuleg málefni sem eru laus við tabú og hampa ófullkomnun. Á þann hátt afmáir hún mörk þess sem almennt er talið persónulegt, og þess sem er samfélagslega viðurkennt. Hildur hefur sýnt víða, meðal annars í ABC Klubhuis, Gerðarsafni, Gallery [MOU1] Port og víðsvegar um norðurland. Hildur er ein af stofnendum gestavinnustofunnar Röstin á Þórshöfn. Hildurhenrysdottir.com


Hildur Ása Henrýsdóttir is an artist working almost solely with identity. Her works start out as personal research on her own identity and then eveolve into feminist contexts. She challenges and suppresses the male gaze on the female body and reclaims the power over her own body. Hildur describes herself as a figurative expressionist and relies on her own feelings, experiences, and body as source material. The soft pink colour palette reflects the vulnerable female body in her works, which are about intimate personal stories of the female experience, from heartbreak to social pressure with regard to looks and beauty. Hildur Ása Henrýsdóttir (b. 1987) grew up in Thórshöfn in Langanes but lives and works in Berlin and Reykjavik. She graduated from the University of Akureyri with a BA degree in Modern Study in 2012 and went on to complete a BA degree in Fine Art from the Iceland University of the Arts in 2016. Hildur works with painting, sculpture, and performance. In her artwork Hildur offers sincere


insight into the female experience. She deconstructs ideas about perfection and studies the personal bonds between people physically and emotionally. Her works speak plainly about personal issues free of taboo while celebrating imperfection. In doing so, Hildur Ása blurs the boundaries of what is generally considered private or personal and that which is socially acceptable. Hildur has exhibited in various venues such as ABC Klubhuis, Gerðarsafn, Gallery Port, and all over the north country. Hildur is one of the founders of Röstin guest studio in Thórshöfn. Hildurhenrysdottir.com
Maria Sideleva Nafnlaus opinberun, 2021 Sería með þremur silkiþrykkum sem Sideleva titlar Nafn­laus Opinberun/Revelation Anonymous er unnin upp úr væntanlegu tímariti hennar Nudes Anony­mous. Með lýðvistuðum myndheimi, upphefur tímarit Mariu Sideleva mannslíkamann með kímni og berskjöldun. Blaðsíðurnar sýna nafnlausar nektarsjálfsmyndir af innflytjendum til Bandaríkjanna af fyrstu og annarri kynslóð. Þessi tjáning á nafnlausu kynfrelsi myndar þögula uppreisn, leyfir fyrirsætunum að vera sjálfum sér trúar á meðan þær víkja sér undan vanþóknun samfélagsins og fjölskyldunnar. Að taka og dreifa nektarmyndum af sjálfum sér hefur færst í aukana meðal bandarískra ungmenna vegna auknu aðgengi að tækni og vaxandi samþykki á sjálfræði yfir eigin líkama og kynverund. Kvíði yfir því að brúa tvo menningarheima er alltof algengur meðal ungra bandarískra innflytjenda, og þessi tilfinning er sérstaklega útbreidd meðal þeirra sem koma frá löndum með íhaldssöm gildi.


Með þessu verkefni aðlagar Maria tæknitungu samtímans að hliðrænu sniði tímarits, miðli sem er úr takti við tímann til að dreifa myndum, texta og hugmyndum. Silkiþrykk Maria leggja enn meiri áherslu á stef fjöldaframleiðslu og auglýsinga með veggspjöldum. Nektarmyndirnar, sem öllu jafna eru innan þess persónulega, eru stækkaðar upp í auglýsingastærð, líkama viðfangsins til heiðurs. Hún upphefur veggspjöldin með því að prenta þau í einriti og ramma þau inn. Maria færir rök fyrir því að prentverkin eigi að meta sem listaverk frekar en að líma þau upp úti á götu eins og auglýsingar. Þessar vandlega samansettu myndir eru gerðar til að hafa viðfang þeirra í hávegum en ekki stilla þeim upp sem hlutum fyrir aðra að girnast. Þess í stað færir Maria myndefninu áhrif, leyfir þeim að skapa sína eigin sjálfstjáningu óháða túlkum samfélagsins.


Maria Sideleva (f. 1996) er fædd og uppalin í Pétursborg í Rússlandi en fluttist til Bandaríkjana þrettán ára að aldri. Hún bjó í Vermont-ríki til átján ára aldurs en þá flutti hún til Hawaii. Hún útskrifaðist með BA í Studio Art frá The University of Hawaii í Manoa og leggur nú stund á MA-nám í myndlist við Listaháskóla Íslands. Í þverfaglegri listsköpun sinni dregur María innblástur úr eigin lífi og þeirra sem í kringum hana eru. Hún stefnir á að valdefla konur með femínískum samtímamálum eins og líkamsvirðingu og kynfrelsi, og með því að kjósa að vinna í miðla eins og skúlptúr og stál sem hafa verið mikið til á sviði karla. Hún leggur þunga áherslu á efnivið og val á efnistökum, gætir þess stöðugt að meðhöndla þau af ásetningi og varfærni.


Revelation Anonymous, 2021 Maria Sideleva’s trio of screenprints, titled Revelation Anonymous, was developed from imagery presented in her upcoming zine Nudes Anonymous. Using crowdsourced imagery, Sideleva’s zine celebrates the human form with humor and vulnerability. The pages feature self-produced and anonymous nude images from first and secondgeneration U.S. immigrants. This expression of anonymous sexual liberation forges a quiet rebellion, allowing the subjects to stay true to themselves while averting societal and familial disapproval. Taking and distributing one’s own nude images has only become more popular among young Americans because of increased access to technology and the growing acceptance of body autonomy and sexuality. The anxiety of straddling two cultures is far too common for young U.S. immigrants, and this feeling is especially pervasive for those coming from countries with conservative values.


With this project, Maria adapts the contemporary language of technology into the analog format of a zine, an anachronistic method of distributing images, text, and ideas. She continues this series with this trio of screenprints which further emphasize themes of mass production and advertising with posters. The typically private nudes are blown up to a promotional size, celebrating in the subject’s body. She imbues the posters with prestige by producing them as single editions and placing them in frames. Rather than being plastered on the street like advertisements, Maria argues the prints should be valued as art. The carefully crafted images are made to li, not center them as objects for another’s desire. Maria instead places agency on the subjects, allowing them to construct their own self-expression independent of societal interpretation.


Maria Sideleva (b. 1996) born and raised in Saint Petersburg, Russia, immigrated to the United States when she was thirteen. She lived in the state of Vermont until she was eighteen when she moved to Hawaii. From there she received a BA in Studio Art from The University of Hawaii at Manoa and is currently pursuing an MA in Fine Art at the Iceland University of the Arts. In her multidisciplinary practice, Maria pulls inspiration from her own life and the lives of those around her. She aims to empower women through contemporary feminist issues such as body positivity and sexual liberation, and by choosing to work in the male-dominated mediums of sculpture and metal. She places heavy emphasis on her material and subject choices, consistently treating them with intention and care.

Melanie Ubaldo What are you doing in iceland with your face?, 2017 Melanie Ubaldo vinnur gríðarstór verk með því að endurnýta og sauma saman eldri málverk, sem öðlast nýtt líf með orðum og setningum sem málaðar hafa verið á yfirborðið. Skilaboðin sem hún skrifar eru níðyrði og svívirðingar sem á henni hafa dunið, sem hún hefur þurft að þola sökum filipeysks uppruna síns. Melanie útskýrir að með því að sauma saman afganga af striga sé hún að vísa í móður sína og heimili þar sem afgöngum var sjaldnast hent. Þess í stað voru afgangsefnisbútar saumaðir saman til að búa til tuskur. Að sýna þessi skilaboð í svona gríðarlegri stærð krefst þess að listamaðurinn sé tilbúin að berskjalda sig alveg. En Melanie hefur kryddað þessar svívirðingar með kaldhæðni, sett þær fram til að skoða þær, ekki til að magna skilaboðin. Í verkum hennar tekur hún skammlaust upp það rými sem hún á skilið til að gera sig sýnilega sem einstakling úr minnihlutahóp á Íslandi.


Melanie Ubaldo (f. 1992) fæddist á Filipseyjum og er íslenskur listamaður búsett í Reykjavík. Melanie lauk BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2016 og leggur nú stund á MA í myndlist við sama skóla. Í verkum Melanie eru myndir og texti órjúfanleg heild og afbyggð málverk hennar nota texta á hátt eins og um veggjakrot sé að ræða. Textinn sýnir oft hennar eigin grófu upplifanir af fyrirframgefnum hugmyndum annarra, og afhjúpar áhrif milliliðalausa, óíhugaðra dóma. Hún er einn af stofnendum listahópsins Lucky 3, sem er myndaður af íslenskum listamönnum af filippeyskum uppruna. What are you doing in iceland with your face?, 2017 Melanie Ubaldo’s enormous works are built using her old canvases, given new life with words and sentences painted on the surface. The messages she writes are derogatory terms or insults that have been directed toward her, which she has had to endure because of her Filipino heritage. Melanie explains that sewing scraps of old canvases together is a


reference to her mother, and her household, where scraps were seldom thrown away. Instead, small pieces of leftover fabrics were sewn together to make cleaning rags. It takes a great deal of vulnerability to display these messages at a monumental size. Yet, Melanie infuses these insults with irony, putting them on display to scrutinize them, not amplify their message. In her works, she unapologetically takes up the space she deserves to make herself visible as a minority in Iceland.

Melanie Ubaldo (b. 1992), born in the Philippines, is an Icelandic artist based in Reykjavik. Melanie received a BA in fine art from the Iceland University of the Arts in 2016 and is currently pursuing her MA in fine art, also at the Iceland University of the Arts. In Melanie’s work, image and text are inextricably linked, and her Deconstructionist paintings incorporate text with graffiti-like vandalism. The text often displays her own crude experiences of


others’ preconceptions, exposing the power of immediate, unreflected judgment. She is a cofounder of Lucky 3, a collective of Icelandic artists of Filipino origins.Michael Richardt RED MEAT, 2021 Rauður er sá litur litrófsins með lægstu tíðnina. Frá árinu 2011 hef Michael verið að ljósbrjóta gjörninga­ persónu sína Iridescence, klæðst hárkollum sem fara úr rauðu yfir í fjólublátt og notað tímann sem prisma. Hann breytir um lit á hárkollunni þegar viðtal, grein eða portrett birtist opinberlega um hann sem getur staðið eitt og sér sem sjálfstætt listaverk. Þessi skráning finnur sér svo aftur leið inn í listsköpun hans og skapar jákvæða svörunarlykkju. Í hugarheimi hans er hann brot af ljósi, sem birtir innri gang ljóssins með tímanum. Hlutir hans leitast við að verða ljós og sama gildir um hann sjálfan. Í því ferli sameinast hlutirnir og Michael saman í tónlist. Michael Richardt (f. 1980 í Danmörku) er gjörninga­ listamaður sem hefur sérhæft sig í tíma­gjörningum. Listsköpun hans er bundin við líkamann í sambandi við jarðeðlisfræðilega krafta plánetunar, svo sem


vindingsátak, drif, og bylgjusamliðu[MOU1] n, sem hann notar í tengslum við innsetningar, myndskeið, olíumálverk, skúlptúr, listabækur, skrif, ljósmyndum og skjalarannsóknir til að mynda alkemískar um­ breytingar, þar sem áhorfendum er oft boðið að taka þátt. Hann er mæðraveldis-hugsandi maður í leit að útópísku, ofbeldislausu tungumáli sem nær út fyrir hið helga kvenlega þvert á landslag kynslóða og tíma. Gjörningar hans hafa varað frá sekúndubroti yfir í þrettán samfellda daga. Frá 2012 hefur hann unnið með arfleið sína, gert gjörninga og kvikmyndir um danska móður sína og föður sinn, sem er frá Níger. Árið 2017 frumsýndi hann heimildarmyndina My Mother is Pink á CPH:DOX-hátíðinni og árið 2019 hlaut hún Outstanding Excellence Award í Rajastan á Indlandi. Hann hefur unnið fyrir Marina Abramovich hjá Henie Onstad í Osló og hjá Louisiana-safninu í Humlebæk, og er sem stendur með sýningu í Nikolaj Kunsthal í Kaupmannahöfn. https://www.michaelrichardt.com/


RED MEAT, 2021 Red is the lowest frequency colour of the spectral colours. Since 2011, Michael has been refracting his performance character Iridescence, wearing wigs from red to purple using time as a prism. He changes the colour of his wig, when he receives a piece of public interview, an article or a portrait that on its own can stand as an independent work of art. This documentation is then fed back into his art, creating a positive feedback loop. In his imagination he is a refraction of light, revealing the inner workings of light over time. His objects strive to become light, and so does he. In that process they and he turn into music. Michael Richardt (b. 1980 Denmark) is a performance artist, specialising in long durational and time-based performance. His practise is anchored in the physical body in relation to the movements of the planet’s geophysical forces, such as torsion, propulsion, wave interference


and hypersurface structures, and uses these in relation to installation, film, oil painting, sculpture, artist books, writing, photography and archival research to create an alchemical transformation, in which the audience is often invited to partake. He is a matriarchal thinker searching for a utopian non- violent language, which transcends the divine feminine across generational and temporal landscapes. His performances have lasted from a split second to thirteen consecutive days. Since 2012 he has worked with his heritage, making performances and films about his Danish mother and his father, who is from Niger. In 2017 the documentary My Mother is Pink premiered at the CPH:DOX festival and in 2019 it won the Outstanding Excellence Award in Rajasthan, in India. He has worked for Marina Abramovich at Henie Onstad in Oslo and Louisiana Museum of Modern Art in Humlebæk, and is currently showing at Nikolaj Kunsthal in Copenhagen. https://www.michaelrichardt.com/
Róska Rok

Rok er síðasti gjörningur Rósku en hún lést tíu dögum eftir að hann fór fram, 56 ára að aldri. Í undirbúningi var yfirlitssýning á verkum Rósku í Nýlistasafninu við Vatnsstíg í Reykjavík og fór gjörningurinn fram í aðdraganda hennar. Gjörningurinn hefst á því að Róska liggur á skítugri dýnu á gólfinu og umkringd tómum bjórflöskum. Róska kveikir á sjónvarp með fjarstýringu og blótar. Í gjörningnum varpar Róska myndum á vegginn og byrjar að mála þær á striga. Það má segja að hún færi því líf sitt yfir í málverkið. Hún les að endingu upp texta sem hún skrifaði fyrir nokkrum árum og staðfestir formlega að hún hafi helgað líf sitt súrrealisma. Upptökur voru í höndum Guðmundar Bjartmars. Róska (1949 - 1996) tilheyrði kynslóð róttækra evrópskra listamanna sem vildu útrýma mörkum lífs og listar, sem börðust gegn listrænu snobbi borgara­ stéttarinnar, pólitísku sjálfumgleði fjöldans og áróðurs


maskínu atvinnustjórnmálamanna. Róska var málari, ljósmyndari, kvikmyndaleikstjóri og - umfram allt uppreisnar­maður; þema lífs hennar er „stöðug upp­ reisn í lifandi ljóðlist og stjórnmálum“ eins og hún sagði sjálf í grein frá 1978 um súrrealisma. http://roska.is/ Rok Rok is Róska’s last performance, she passed away ten days after it took place, at the age of 56. A retrospective exhibition of Róska’s work was being prepared at the Living Art Museum at Vatnsstígur in Reykjavík, and the performance took place on the eve of it. The performance begins by Róska lying on a dirty mattress on the floor, surrounded by empty beer bottles. She turns on the television with the remote control and curses. During the performance Róska projects photographic images from her life and begins to paint them on canvas. Thus one can say that she changes her life into a painting. Finally,


she read a text she wrote a few years earlier and thereby formally confirms that she has dedicated her life to surrealism. Recordings were in the hands of Guðmundur Bjartmar. Róska (1940-1996) belonged to the generation of radical European artists who wished to expunge the boundaries between life and art, who fought against the artistic snobbery of the bourgeoisie, the political complacency of the masses, and the propaganda machinery of professional politicians. Róska was a painter, a photographer, a film director, and – above all – an insurrectionist; the theme of her life is “continual rebellion in living poetry and politics,” as she herself said in a 1978 article about surrealism. http://roska.is/Sara Björnsdóttir Draumafangari (1997)

Draumafangari er lokaverkefni Söru við Chelsea College í London og byggir á þeirri glansmyndin sem hún hafði um lífið í stórborg. Sara fann fljótt að hugmynd hennar og raunveruleikinn voru ólík. Vefur Söru er fallegur en blekkir, hún notar teip sem er háglansandi á annarri hlið en klístrað á hinni. Glansandi teipið gefur frá sér hávaða þegar gengið er í gegn og festir þig. Á einum tímapunkti er Sara svo föst að hún kemst ekki áfram en svo herðir hún upp hugann og heldur áfram þar til hún sleppur út að lokum. Titill verksins, Draumafangarinn, má segja á einfaldan hátt að hægt sé að rekja til frumbyggja Ameríku. Þeir sköpuðu draumaveiðara, hringi með net og boðskapurinn er sá að netið grípi vonda drauma og sleppi þeim góðu í gegn. Þannig má þá líta á þennan gjörning sem nokkurs konar katarsis þar sem listamaðurinn brýst út úr því sem festi hann en eftir situr það sem hún vill ekki taka með sér. Sara


styðst ekki við hluti sem hafa táknræna merkingu líkt og indjánarnir gerðu heldur snýst gjörningur um aðgerðina að komast í gegnum vefinn, hljóðið og hið sýnilega. Sara Björnsdóttir (f. 1962) nam við Chelsea College of Art & Design í London og Myndlistar og handíðaskóla Íslands í Reykjavík. Sara gefur sér frelsi til að nota þann miðil sem henni finnst þjóna hugmyndum verkanna sinna best. Hún hefur gert skúlptúra, ljós­ myndir, bækur og innsetningar ásamt gjörningum, myndböndum hljóðverkum og rýmisverkum. Verkin sjálf og tilfinning hennar fyrir myndlist er í stöðugri þróun og skynjunin fyrir áhorfandanum og umhverfinu verður enn sterkari. Sara hefur sýnt víða bæði á Íslandi og erlendis, m.a. einkasýningar í Listasafni Íslands, Kling & Bang, Gallery Crystal Ball í Berlín og samsýningum, m.a. Frieze Art Fair í London, Listahátíð í Reykjavík og Hafnarhúsinu í Reykjavík.


Dream catcher (1997) Sara Björnsdóttir’s work, Dream Catcher is her final project from her time at the Chelsea College of Art and Design in London. Dream Catcher is based on the glamorous image of living in a big city, and the feeling of being stuck when her reality did not live up to her expectations. Sara’s web of tape is deceivingly beautiful; it is glossy and enticing on one side, but it is noisy and traps her on the other. At one point, Sara got stuck and thought that she couldn’t get out but she narrowly managed to escape in the end. The title Dream Catcher comes from the Native American and First Nations tradition, in which a wooden hoop wrapped in a web of string is used as a spiritual tool to catch bad dreams and let the good ones through. Sara draws her inspiration loosely but views the work as a kind of catharsis where she breaks out of her bind but leaves behind that which she does not have to take with her.


Sara Björnsdóttir (b. 1962) studied at Chelsea College of Art & Design in London and the Iceland College of Arts and Crafts in Reykjavik. Sara takes the liberty to use any media that she believes best serves her ideas and works at the time. She has made sculptures, photographs, books, and installations, in addition to performances, videos, audio and spatial works. The works themselves and her sensibilities for visual arts are in constant development and the sense of the viewer and the surroundings becomes even stronger. Sara has exhibited both at home in Iceland and abroad, and has held solo exhibitions in venues such as The National Gallery of Iceland, Kling & Bang, Gallery Crystal in Berlin, and participated in group exhibitions such as the Frieze Art Fair in London, Reykjavik Arts Festival, and in the Reykjavik Art Museum.Berskjölduð / Unarmed © Listasafn Reykjanesbæjar http://listasafn.reykjanesbaer.is/ Duusgötu 2-8, 230 Reykjanesbær