
1 minute read
Svæði C, fjárhús [2048-22
Punktur Norður Austur Hæð SEY21A 538461.336 732718.300 5.458 SEY21B 538473.264 732625.172 15.439 SEY21C 538416.780 732629.457 17.731 SEY21D 538451.100 732584.016 21.127 SEY21E 538524.883 732578.621 18.647 SEY21F 537887.346 732663.541 10.829 SEY21G 537981.834 732533.202 21.838 SEY21h 537841.351 732548.520 18.946
Ljósmyndir
Advertisement
Við fornleifarannsóknina voru teknar 340 stafrænar myndir: vinnumyndir, myndir af jarðlögum, sniðum og gripum. Á vettvangi eru ljósmyndir skráðar á eyðublöð sem hafa verið hönnuð sérstaklega til þess að skrá uppgraftarmyndir; síðan eru upplýsingar skráðar inn í Intrasis og auk þess í lýsigögn (e. metadata) fyrir hverja mynd, sjá ljósmyndaskrá. Við rannsóknina var auk þess notast við flygildi og teknar myndir meðan á rannsókn stóð.
Gripir
Fjöldinn allur af gripum fannst við rannsóknina en aðeins hluti þeirra var tekinn til varðveislu. Margir þeirra voru frá 20. öldinni og teljast ekki fornleifar; þó voru teknar ljósmyndir af flestum gripum sem voru grisjaðir. Gripir sem voru teknir til varðveislu voru allir skráðir inn í Intrasis, í sérstakt skráningarform. Að auki voru þeir skráðir í Sarp, gagnagrunn Þjóðminjasafn Íslands.4 Skráðir voru 162 gripir í Sarp frá þeim uppgraftarsvæðum sem fjallað er um í þessari skýrslu, sjá fundaskrá, og ljósmyndir teknar af þeim öllum. Gripir eru skráðir með ártali, rannsóknarnúmeri og hlaupandi númeri í Sarp og fundaskrá, og eru því gripir frá rannsókninni með númerið 2021-28-X, en í skýrslunni er notast við styttingu og stendur F-X.
4 Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn.
Svæðin
Uppgraftarsvæðin sumarið 2021 voru þrjú og fengu svæðin bókstafsheiti en árið áður hafði fyrsta uppgraftarsvæðið fengið bókstafinn A. Svæðin sem voru grafin upp sumarið 2021 voru bæjarstæði B, fjárhús C og Mylla D. Í þessari skýrslu er aðeins fjallað um svæði C og D, auk könnunarskurðar í tóft [2048-11].
Svæði C, fjárhús [2048-22]
Fjárhústóft [2048-22] sem fer undir Öldugarð: heildarrannsókn.
Fjárhústóft [2048-22] var uppi í hlíð í norðvesturenda Seyðisfjarðarkaupstaðar, um 35 m austur af húsbílabílastæði og 33 m norðvestur af uppgraftarsvæði B.
Mynd 2. Flygildismynd af fjárhúsinu [4].