
1 minute read
N09 Ferðamennska og rötun
from 2023_prent
by ferdalag
N08 Skyndihjálp og óhöpp í óbyggðum 8 , 10 og 15 maí, 3 kvöld Leiðbeinendur: Ævar og Örvar Aðalsteinssynir Kennt: Kl 18-22 í risi FÍ, Mörkinni 6 Námskeið fyrir göngufólk í skyndihjálp og viðbrögðum við óhöppum í óbyggðum Eftir stutta upprifjun á grunnatriðum skyndihjálpar er lögð áhersla á viðbrögð við slysum, veikindum og ýmsum aðstæðum sem geta mætt ferðafólki fjarri byggð Verklegar æfingar og raunhæf verkefni Farið yfir frásagnir af slysum og viðbrögð við óhöppum rædd Námskeiðið endar á útiæfingu þar sem þátttakendur þurfa að fást við slasað ferðafólk Verð: 30 000/33 000 Innifalið: Kennsla og verklegar æfingar N09 Ferðamennska og rötun 2 - 4 júní, 3 dagar Leiðbeinandi: Einar Eysteinsson Kennt: Kl 18:30-22 föstudag og kl 9-17 laugardag og sunnudag í risi FÍ, Mörkinni 6 Langt helgarnámskeið þar sem kennd eru grunnatriði í rötun og ferðamennsku Á föstudag og laugardag er farið í rötun með það markmið að þátttakendur verði sjálfbjarga í notkun áttavita og korta ásamt því að öðlast grunnþekkingu í notkun GPS-tækja Meðal annars er fjallað um kortalestur, mælikvarða, útreikning vegalengda, bauganet jarðar, áttavitastefnur og misvísun Þátttakendur þurfa að koma með áttavita, reglustiku, skriffæri, GPS-tæki og reiknivél Á sunnudeginum er sjónum beint að ferðamennsku með það markmið að gera þátttakendur hæfari til að stunda útivist af öryggi við erfiðar aðstæður Fjallað er um ferðahegðun, ofkælingarhættu, fatnað, ferða- og útivistarbúnað, mataræði, veðurfræði og gerð snjóhúsa og neyðarskýla Verð: 30 000/33 000 Innifalið: Kennsla og verklegar útiæfingar
Advertisement