
2 minute read
Fí - Vetrarlíf Skíði og tjaldferðir
from 2023_prent
by ferdalag
FÍ Gönguferðir eldri og heldri 1 skór Það er fátt eins heilsubætandi og góður göngutúr nema þá kannski göngutúr í skemmtilegum hópi Ferðafélag Íslands heldur úti gönguferðum fyrir eldri og heldri félaga FÍ Verkefnið hefst 17 apríl og stendur til 15 júní og er við allra hæfi Gengið verður tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum, frá ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu Göngurnar hefjast kl 11 á morgnana og eru um 60-90 mínútna langar Gengið verður um ýmis hverfi á Stór-Reykjavíkursvæðinu og ákveðið verður með viku fyrirvara frá hvaða stað verður gengið Þátttaka í verkefninu er ókeypis fyrir félagsmenn FÍ, en öllum er velkomið að taka þátt og greiða þeir þá árgjald, kr 8 500 Nauðsynlegt er að skrá sig í verkefnið en ekki þarf að skrá sig í hverja göngu, aðeins mæta með góða skapið og göngugleðina Nánari upplýsingar á Fésbókarsíðu hópsins: FÍ Gönguferðir eldri og heldri Umsjón: Ólöf Sigurðardóttir Verð: kr 8 500 árgjald FÍ
FÍ Gengið á góða spá Opið útivistarverkefni sem snýst um þá meginhugmynd að stunda útivist og fjallgöngur í góðu veðri Ferðirnar eru fjölbreyttar að umfangi, bæði fjallgöngur og annars konar útivist Allar ferðir í verkefninu eru farnar á staði þar sem mestar líkur eru á góðu gönguveðri og fjallaútsýni Ferðirnar eru auglýstar með stuttum fyrirvara eða 3-5 dögum fyrir hverja ferð en best er að fylgjast með Fésbókarhópnum; FÍ Gengið á góða spá Ferðirnar standa öllum opnar en nauðsynlegt er að skrá sig og greiða fyrir hverja ferð í gegnum heimasíðu FÍ Hundrað hæstu / Hundrað hæstu Í Hundrað hæstu verkefninu gengur fólk á eigin vegum á öll hundrað hæstu fjöll Íslands og fær tindasöfnunina staðfesta, skráða og viðurkennda Þetta er ekki lokaður hópur heldur einstaklingsverkefni hvers og eins Þátttaka er ókeypis og öllum opin og ekki er skilyrði að vera félagi í Ferðafélagi Íslands Allar ferðir á dagskrá FÍ, þar sem gengið er á tinda sem ná inn á hundrað hæstu listann, fá sérstakan stimpil: Hundrað hæstu Taktu þátt í áskoruninni með okkur og kláraðu að klífa hundrað hæstu tinda landsins fyrir 100 ára afmæli Ferðafélagsins árið 2027
Advertisement
Fí - Vetrarlíf Skíði og tjaldferðir Nú í vetur ætlar ferðafélagið að halda áfram sínu starfi við að efla vetrarferðamennsku, enda hentar landið okkar og aðstæður frábærlega vel til slíkra ferða sem hafa vaxið í vinsældum seinustu árin Makrmið FÍ Vetrarlífs er að kenna fólki sem er að byrja að fóta sig í skíðamennsku að verða sjálfbjarga á skíðum úti í vetraraðstæðum Efla fólki kjark og áræði til að fara út fyrir hefðbundnar skíðaslóðir og skoða svæði sem fáir fara um að vetrarlagi Til þess þarf vissa lágmarks þekkingu eins og varðandi rötun,leiðarval, öryggi, kunnáttu á skíðunum og mat á aðstæðum Lögð er áhersla á að ferðir FÍ Vetrarlífs séu fjölbreyttar og skemmtilegar Í nágrenni borgarinnar eru ótal staðir sem fáir þekkja og gaman að að heimsækja á skíðum Það sem farið verður í er t d : Notkun ferðaskíða og æfingar í að fara um krefjandi landslag Farið yfir búnað sem nota þarf í ferðalög á skíðum Helstu atriði í rötun æfð og viðbrögð við erfiðum aðstæðum Þátttakendur fara í minnst eina tjaldferð í vetraraðstæðum sem er ómetanleg reynsla Ef aðstæður leyfa þegar líður á vorið stefnum við síðan á eina lengri ferð með allan farangur þar sem gist verður í tjöldum á leiðinni Kynningarfundur verður haldinn 19 Janúar Umsjón með verkefninu hefur Árni Tryggvason og með honum verður margreynt fjallafólk