1 minute read

N11 Öryggi í og við straumvötn

N10 GPS – Námskeið III 14 júní, miðvikudagur Leiðbeinandi: Andri Már Númason Mæting: kl 18 – 22 í risi FÍ Mörkinni 6 Almennt GPS námskeið þar sem fjallað er um GPS tækið, helstu virkni og meðferð ferla, punkta og leiða Tilvalið fyrir þá sem nota GPS til leiðsögu á göngu, í bíl eða á sleða Námskeiðið er eingöngu í formi fyrirlestra og verkefna það fer að mestu leyti fram innandyra Nemendur þurfa að hafa með sér GPS-tæki Verð: 10 000/13 000 N11 Öryggi í og við straumvötn 23 -24 júní, 2 dagar Leiðbeinandi: Kemur frá Björgunarskólanum Kennt: Bóklegt 23 júní kl 19-22 í risi FÍ, Mörkinni 6, og verklegt 24 júní í Tungufljóti við Geysi Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur hæfari til að taka ákvarðanir við að fara yfir ár og takast á við vandamál ef þau koma upp Nemendur fræðast um og fá reynslu í sund- og vaðtækni, hegðun straumvatns, hvað ber að varast og hvernig hægt er að koma búnaði yfir ár, ásamt því hvað gott er að hafa meðferðis þegar vaða þarf straumvötn Námskeiðið skiptist í fyrirlestra, búnaðarkynningu, umræður og verklegar æfingar Þátttakendur þurfa að verða sér úti um þurrgalla, blautvettlinga og annað hvort neoprene skó eða gamla strigaskó sem henta í straumvatn Gönguskór eru ekki æskilegir og sandalar og stígvél eru bönnuð þar sem þau falla af við sund Verð: 30 000/33 000 Innifalið: Kennsla og verklegar æfingar

Advertisement

This article is from: