2 minute read

FÍ Með allt á bakinu 2 skór

FÍ Vaxandi 1 – 3 skór FÍ Vaxandi er 10 mánaða verkefni sem stendur yfir veturinn 20222023 og hefur það að markmiði að koma þátttakendum í gott fjallgönguform fyrir sumarið 2023 Við byrjum á rólegum göngum og eftir því sem líða tekur á verkefnið verða göngurnar lengri og hækkunin meiri Þátttakendur fá einnig fræðslu um ferðahegðun, öryggi og hvernig á að undirbúa sig fyrir lengri gönguferðir Verkefnið endar síðan gönguhelgi í Þórsmörk og gönguferð um Laugaveginn Gengið er annað hvert þriðjudagskvöld og annan hvern sunnudag í sömu viku og frí hina vikuna Eftir ármótin verður í boði nokkrar styttri auka göngur á þriðjudögum til að auka þolið en meira fyrir sumarið Fólk þarf ekki að hafa neina reynslu í fjallgöngum til að taka þátt í verkefninu Verkefnið byrjar sem 1 skór og endar í 3 skóm Verkefnið er fyrir þau sem vilja komast í betra gönguform, hafa gaman á fjöllum og njóta náttúrunnar Umsjón: Edith Gunnarsdóttir Búið er að loka fyrir skráningu í verkefnið 2023.

FÍ Hjól og fjall 3 skór Hjól er afbragðs gott tæki til þess að stunda útivist með nýjum hætti Á hjóli komast menn yfir lengri vegalengdir en gangandi og sjá land og náttúru með öðrum augum Hjól og fjall á vegum FÍ snýst um að hjóla saman um forvitnilegar slóðir og stíga svo af hjólinu og taka stutta fjallgöngu eða langa eftir atvikum Hjólreiðar þjálfa jafnvægi, úthald og snerpu og margar rannsóknir sýna að fjölbreytt hreyfing er góð og því hentar vel að blanda saman hjólreiðum og göngu Umsjón: Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir Kynningarfundur: Fimmtudaginn 4 maí, kl 20:00 á Facebooksíðu FÍ Verð: 48 500 FÍ Kvennakraftur 2 skór FÍ Kvennakraftur er gönguverkefni ætlað konum sem eru að byrja í útivist og vilja ganga í góðum félagsskap án þess að fara hratt yfir Hér er áherslan á að njóta fremur en að þjóta Náttúruperlur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eru margar og ætlum við að skoða nokkrar vel valdar perlur Allir áfangastaðir eru í innanvið 40 mín akstursfjarlægð frá borginni Gengið verður annað hvert þriðjudagsköld og annan hvern sunnudag í sömu vikunni, og frí í hinni vikunni Verkefnið byrjar í lok janúar og lýkur með helgarferð í Langadal í Þórsmörk Verkefnið er hugsað fyrir konur sem vilja fara hægt yfir Umsjón: Agnes Ósk Sigmundardóttir og Steinunn Leifsdóttir Kynningarfundur: Þriðjudaginn 24 janúar kl 20 á Fésbókarsíðu FÍ Verð: 68 500

Advertisement

FÍ Með allt á bakinu 2 skór FÍ Með allt á bakinu er fyrir þau sem vilja búa sig undir göngur með allt á bakinu í sumar Á virkum dögum verður gengið í nágrenni Reykjavíkur en um helgar verður bæði farið í lengri göngur og í útilegur með allt á bakinu Farið verður í eina stutta útilegu með allt á bakinu lok apríl og aðra tveggja nátta útilegu í Þórsmörk í júní Við munum nýta styttri og lengri göngur í verkefninu til að æfa okkur í prímuseldamennsku FÍ Með allt á bakinu er verkefni fyrir þau sem stefna á að fara í göngur með allt á bakinu í sumar og vilja prófa sig áfram í að sofa í tjaldi í óbyggðum og byggja upp bakpokaþolið Umsjón: Valgerður Húnbogadóttir og Árni Þór Finnsson Kynningarfundur: Mánudaginn 3 apríl kl 20 á Fésbókarsíðu FÍ Verð: 53 500

This article is from: