
1 minute read
B21 B18 Ljósaganga og jólasveinar
from 2023_prent
by ferdalag
B18 Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar: Vífilsfell NÝTT 7 september, fimmtudagur Fararstjórn: Hrönn Vilhjálmsdóttir og Hörður Ingþór Harðarson Brottför: Kl 16:30 frá Olís Norðlingaholti Fimmta gangan af sex í Fjallagarpaverkefninu er á hið hnarreista Vífilsfell sem er allt í senn krefjandi, fjölbreytt og skemmtilegt Þetta er alvöru fjall fyrir unga fjallagarpa enda um 665 m Nú þarf að muna eftir góðum skóm, uppáhalds nestinu og vatni Það má hitta okkur við upphafsstað göngunnar við bílastæði við Bolöldur, þar sem gangan hefst kl 17 Þau sem ganga á öll fjöllin fá viðurkenningaskjal og titilinn Fjallagarpur Ferðafélags barnanna Muna eftir nesti og góðum skóm 3-4 klst Fyrir félaga FÍ og fjölskyldur þeirra Ekkert að panta, bara mæta!
B19 Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar: Sogin, Spákonuvatn og Grænavatn NÝTT 17 september, sunnudagur Fararstjórn: Hrönn Vilhjálmsdóttir og Hörður Ingþór Harðarson Brottför: Kl 10 frá Lækjarskóla Hafnarfirði Sjötta og síðasta gangan í Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar Fjölbreytt ganga um lítríkt og skemmtilegt umhverfi þar sem ævintýrin bíða okkar Gangan: um 6 km Hækkun um 400 m Þau sem ganga á öll fjöllin fá viðurkenningaskjal og titilinn Fjallagarpur Ferðafélags barnanna Muna eftir nesti og góðum skóm 4-5 klst með akstri Fyrir félaga FÍ og fjölskyldur þeirra Ekkert að panta, bara mæta! B20 Hrekkjavaka í skóginum NÝTT 25 október, miðvikudagur Mæting: Kl 17 á einkabílum við Elliðavatnsbæinn í Heiðmörk Skógræktarfélag Reykavíkur bíður Ferðafélagi barnana í heimsókn í Heiðmörk Hrekkjavökusmiðja í draugasalnum þar sem útbúið verður hryllilegt hrekkjavökuskraut áður en haldið verður í draugagöngu að varðeldi í Rjóðrinu Mikilvægt er að klæða sig vel, vera í góðum skóm og taka með gott nesti 2 tímar Fyrir félaga FÍ og fjölskyldur þeirra Ekkert að panta, bara mæta!
Advertisement
B21 B18 Ljósaganga og jólasveinar 27 desember, miðvikudagur Brottför: Kl 17:30 frá bílastæðinu við Kaffi Nauthól í Nauthólsvík Mætum í gönguna með stjörnuljós, vasaljós eða höfuðljós og göngum svo fylktu liði frá Nauthólsvík um dimma skógarstíga Öskjuhlíðarinnar Söngur og gleði og mögulega leynast jólasveinar í skóginum 1½ klst Fyrir félaga FÍ og fjölskyldur þeirra Ekkert að panta, bara mæta!