Tinna & úlfurinn

Page 1


Tinna og úlfurinn

Eva Rán Ottósdóttir

Einn kaldan morgun í skóginum, þar sem trén stóðu hátt og gróðurinn var þéttur, vaknaði Tinna, lítil kanína, með forvitni sem gæti lýst upp hinn dimmasta skóg.

Tinna átti enga fjölskyldu, foreldrar hennar höfðu farið í leit að mat fyrir mörgum árum og aldrei snúið aftur.

Henni fannst hún oft einmana, þrátt fyrir að hafa vini í skóginum. Þeir höfðu allir sínar eigin fjölskyldur, eitthvað sem Tinna þráði meira en allt annað. En það var ein von.

Eldri og vitrar kanínur höfðu talað um dularfullan stað

þar sem fjólublá blóm blómstruðu allt árið um kring. Á

þessum stað, sögðu þær að það ætti að vera hægt að óska sér hverrar óskar sem hjartað þráði. Tinna hafði alltaf langað til að finna þennan stað. Hún hafði ákveðið að ef hún kæmist þangað, myndi hún óska sér fjölskyldu.

En það var stórt vandamál. Úlfurinn. Skógurinn var heimili úlfsins. Þó að fáir hefðu séð hann, lifðu margar sögur um ógn hans. Hann var sagður risavaxinn, með beittar tennur og gul augu sem gætu fryst jafnvel hugrakkasta hjarta. Tinna hafði sjálf aldrei séð úlfinn, en hún hafði heyrt í honum. Rödd hans hafði ómað djúpt úr myrkri skógarins, og það eitt hafði fyllt hana ótta. En jafnvel þótt hún væri hrædd, vissi hún að hún gæti ekki leyft óttanum að stöðva sig.

„Ég fer í ferðalag,“ sagði Tinna ákveðin við sjálfa sig.

„Ég fer að leita að blómunum, og enginn getur stoppað mig. Ekki einu sinni úlfurinn.“

Með hugann fullan af von og hugrekki lagði hún af stað í skóginn.

Skógurinn og fyrstu hindranirnar Þegar Tinna fór dýpra inn í skóginn, fann hún hvernig loftið varð kaldara og myrkrið umvafði hana. Sólargeislarnir, sem höfðu áður leikið sér á laufblöðum, hurfu þegar trén urðu þéttari og gróðurinn myrkari. Hún heyrði fugla syngja langt í burtu og vindinn blása ígegnum greinarnar, en samt virtist eitthvað fylgjast með henni.

Skyndilega þurfti hún að stöðva sig. Fyrir framan hana var lækur, breiður og kaldur, sem flæddi hratt. Brúnin var sleip, og Tinna vissi ekki hvernig hún ætti að komast yfir.

Hún leit í kringum sig en sá ekkert nema þétta runna og skugga.

„Ég verð að halda áfram,“ sagði hún við sjálfa sig, en þegar hún ætlaði að stökkva, heyrði hún hljóð. Fyrst létt rugg í trjám, svo mjúkt fótatak. Hún fraus. Fram undan birtist skugginn af einhverju stóru.

Úlfurinn

Hann stóð við stóran stein, ljómandi af krafti og dularfullu aðdráttarafli. Hann horfði á Tinnu með gulum, glitrandi augum.

„Hvað ertu að gera hér, litla kanína?“ spurði hann með grófri, djúpri rödd sem fyllti skóginn.

Tinna fann hvernig hjartað sló hraðar en venjulega. „Ég... ég er að leita að fjólubláu blómunum,“ svaraði hún, röddin skjálfandi en staðföst. „Ég þarf að finna þau.“ Úlfurinn lyfti höfðinu og virtist hugsa sig um. „Fjólubláu blómin?“ sagði hann. „Engin kanína hefur farið þangað og komist aftur heim. Þú ættir að snúa við áður en það er of seint.“

Tinna vissi að hann var að reyna að hræða hana, en hún var ákveðin. „Ég ætla ekki að gefast upp. Ef þú vilt ekki hjálpa mér, þá fer ég ein. Ég þarf að finna staðinn.“

Úlfurinn horfði á hana lengi, eins og hann væri að meta hugrekki hennar. Loks kinkaði hann kolli. „Þú ert hugrökk. Ef þú vilt, þá get ég sýnt þér stíginn að blómunum. En þú verður að vera varkár. Hættur leynast í skóginum.“

Þó að Tinna væri efins um hvort hún ætti að treysta honum, ákvað hún að fylgja honum. Hún hafði lítið annað val.

Vinátta

Ferðalagið varð fljótt erfiðara. Þau þurftu að klifra yfir tré

sem höfðu fallið í stormum og fara í gegnum þykkar runnar fullar af þyrnum. Tinna lærði fljótt að úlfurinn var ómetanlegur félagi. Hann hjálpaði henni yfir læki, bar hana yfir brattar brekkur og gaf henni ráð þegar hún var hrædd.

„Af hverju ertu svona hjálpsamur?“ spurði Tinna eitt kvöld

þegar þau höfðu numið staðar til að hvíla sig. Úlfurinn horfði á hana og brosti þunglega. „Ég hef verið einangraður hér í mörg ár. Flest dýr forðast mig, vegna þess hvernig ég lít út.

En þú... þú hættir þér að tala við mig. Kannski var það það sem ég þurfti.“

Tinna fann til samúðar með honum. „Ég skil það,“ sagði hún.

„Ég hef líka verið einmana. En við þurfum ekki að vera ein.

Við getum verið vinir.“

Þau brostu hvort til annars og héldu áfram ferðalaginu með nýjan skilning á vináttu.

Nýr skilningur og nýjar áskoranir

Á leiðinni stóðu þau frammi fyrir fjölmörgum áskorunum. Þau

þurftu að vinna saman til að leysa gátur, sigrast á myrkri og

sneiða hjá hættulegum gildrum. Einu sinni lentu þau í snörum sem menn höfðu skilið eftir. Úlfurinn frelsaði Tinnu, en það

kostaði hann sár á loppu sinni. Annað sinn þurftu þau að vaða í gegnum mýrlendi þar sem hætta var á að festast. Þau lærðu að treysta hvort öðru meira með hverri hindrun.

Eftir langa göngu komu þau að risastóru gljúfri. Á hinni hliðinni sáu þau leið sem virtist liggja til blómanna. Úlfurinn sýndi

ótrúlegt hugrekki þegar hann fann gönguleið yfir, þrátt fyrir

hættuna á að brúnirnar gætu hrunið.

„Þú hefur bjargað mér svo oft,“ sagði Tinna þakklát. „Ég veit ekki hvað ég hefði gert án þín.“

„Og þú hefur gefið mér von,“ svaraði úlfurinn. „Við höfum hvort annað núna.“

Lærdómurinn

Þegar þau loks komu að göngunum, löngum, dimmum göng sem virtust liggja til fjólubláu blómanna, fannst Tinnu hún vera komin á leiðarenda. Hún hljóp áfram, með úlfinn á hælum sér.

Blómin voru þarna, skær og fagurlega lýsandi í myrkrinu. Tinna horfði á þau í undrun, hjarta hennar fullt af tilfinningum. En þegar hún ætlaði að óska sér, horfði hún á úlfinn og fattaði skyndilega eitthvað mikilvægt.

„Ég þarf ekki að óska mér fjölskyldu,“ sagði Tinna. „Ég hef þegar fundið hana. Fjölskylda er ekki alltaf tengd blóði. Stundum eru

það vinirnir sem við eignumst á leiðinni sem skipta mestu máli.“

Úlfurinn brosti og kinkaði kolli. „Það er rétt. Og stundum þarf ekki óskir til að gera lífið betra.“

Tinna brosti til úlfsins og tók í loppu hans. „Við verðum alltaf vinir núna, ekki satt?“

„Já,“ svaraði hann. „Og næst þegar þú ert hrædd, mundu að þú ert aldrei ein.“

Vinir í fjarlægð

Tinna sneri aftur í skóginn með gleði í hjarta. Hún hafði ekki bara fundið fjólubláu blómin, heldur hafði hún líka

fundið vin og nýjan skilning á því hvað það þýðir að eiga fjölskyldu. Skógurinn virtist bjartari en áður, og Tinna vissi að hún væri sterkari en nokkru sinni fyrr.

„Ég ætla að kynna ykkur fyrir nýjum vini mínum,“ sagði

Tinna þegar þau komu að samkomu kanínufjölskyldunnar. „Þetta er úlfurinn. Hann er ekki hættulegur. Hann er hjálpsamur og góður vinur minn.“

Það var kyrrð í loftinu. Dýrin horfðu á úlfinn, en enginn gerði neina hreyfingu. Úlfurinn stóð við hlið Tinnu og horfði á þau með hlýju í augunum, en innst inni var hann hræddur um hvernig þau myndu líta á hann.

Eftir smá þögn gekk gömul kanína fram og lagði hönd sína á loppu úlfsins.

„Við höfum öll okkar eigin hræðslu og áhyggjur,“ sagði

hann rólega, „en það er ekki það sem skilur okkur að. Það er okkar eigin hugrekki og vilji til að breyta hlutunum sem gerir okkur að vinum.“ Úlfurinn andvarpaði og brosti við að heyra þessi orð.

Tinna sá í augum sínum nýjan skilning, nýja von. Hún vissi að hún væri ekki ein í þessum heimi, og úlfurinn hafði líka fundið ást og vináttu.

Hvernig skógurinn breyttist

Á næstu vikum fór Tinna að átta sig á því hvernig lífið hafði breyst. Fyrir henni hafði skógurinn áður verið staður fullur af ógnunum og einmanaleika. En nú, þegar hún gekk um hann, fann hún að hann var meira en það. Skógurinn

var heimili, ekki bara fyrir hana heldur líka fyrir úlfinn og

öll dýrin sem þar bjuggu.

Tinna og úlfurinn mynduðu einnig nýjan félagsskap við

önnur dýr í skóginum. Í stað þess að vera skotmörk ótta og fordóma, varð úlfurinn mikilvægur hluti af samfélaginu.

Dýrin urðu virkari í því að hjálpa hvert öðru, og þau lærðu

öll að það sem býr að baki ást og vináttu er ekki útlit eða fyrri sögur heldur hvernig við sjáum hvert annað í ljósi

þess sem við erum.

Skógurinn sem áður var heimili skugganna varð heimili vonar og samstöðu. Það var ekki lengur bara staður sem

Tinna flúði til, heldur staður sem hún gat elskað og treyst. Það voru fleiri gleðistundir og fleiri samverustundir en áður.

Nú vissi Tinna að þegar skógurinn kallaði aftur, myndi hún ekki vera hrædd. Hún myndi fara, en nú með nýtt hjarta, fulla af von, kærleika og hugrekki.

Takk fyrir lesturinn, og önnina!

Eva Rán Ottósdóttir

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Tinna & úlfurinn by evaranottosd - Issuu