Leitin að flugdrekanum

Page 1

LEITIN AÐ

FLUGDREKANUM

EvaRánOttósdóttir

EyrúnBjörgMagnúsdóttir

Uppeldisfræði

Þessi saga er skrifuð í áfanganum: UPPE2UM05 og er ætluð til börnum frá 4 ára og upp að 7 ára aldri.

evaránottósdóttir

Skólabjallan hringir, og börnin bruna út í góða veðrið. Skólabjallan hringir, og börnin bruna út í góða veðrið. Sólin skín hátt á himni, og er ekki eitt ský sjáanlegt Linda stendur með vinkonunum sínum í stutta stund að spjalla, áður en hún leggur af stað heim til sín. Þegar hún kemur enn nær honum, sér hún að hann er mjög dapur.

“Halló Lalli, er ekki allt í góðu?” Spyr Linda áhyggjufull. ,,Nei ég er ekki mjög glaður núna. Ég týndi flugdrekanum mínum”. Svara Lalli, en verður bara enn daprari með því að segja frá því sem gerðist. ,,Það er allt í góðu, ég skal hjálpa þér að leita af honum! Það er loksoms komið svo fullkomið veður fyrir flugreka-flug!” Svarar Linda æst. Lalli var þakklátur og fóru þau bæði til verka.

Hin börnin í bekknum sjá hvað Linda var að bjóðast til að gera fyrir Ellu og vildu þau einnig taka þátt í leitinni. Þau snúa allri skólalóðinni á hvolf. Þau leita í sandkassanum, hjá rólunum og hjá klifurgrindinni En ekkert gengur. Þá ákveða þá að víkka leitarsvæðið. Þau fara að leita innan skólans.

Börnin ganga inn í stofur, leita í óskilamununum og þau spyrja kennara og aðra nemendur hvort þau hafi séð flugdrekann eitthvað En ekkert gengur. Börnin eru nú öll orðin vonsvikin og farin að gefast upp.

Börnin ganga inn í stofur, leita í óskilamununum og þau spyrja kennara og aðra nemendur hvort þau hafi séð flugdrekann eitthvað. En ekkert gengur. Börnin eru nú öll orðin vonsvikin og farin að gefast upp.

,,Við munum aldrei finna þennan flugdreka! Hann er bara týndur” kallaði Pétur og krosslagði hendurnar. Hin börnin fóru svo að ganga í burtu. ,,Hey!” Börnin stoppa öll að labba í burtu. ,,Nei, við gefumst ekkert upp bara sí svona. Ella er vinkona okkar, og þarfnast okkar hjálpar. Við skulum ekki gefast upp!” Mælir Linda fast ákveðin, hún ætlar svo aldeilis ekki að gefast upp. Hún heldur áfram að leita og börnin, full af samviskubiti, smám saman að leita með henni.

Linda byrjar að hugsa aðeins út fyrir kassann og fer að leita að flugdrekanum á öðrum stöðum en þau höfðu áður skoðað. Linda prófar að setja sig í spor Ellu. Hvar hefði hún týnt flugdrekanum? Hún skýst við bakhlið skólans þar sem allt er fullt af háum trjám og fallegum runnum ,,Af hverju vorum við ekki búin að leita hér”, hugsaði Linda með sér. Hún yrði þó heila eilífð að leita hér ein. ,,Krakkar! Komið hingað að leita!” kallar hún til barnanna.

Öll börnin, ásamt Ellu, hlaupa af stað og hjálpa Lindu að leita í öllum trjánum og runnum. Það íður þá nokkur stund þar til loks heyrist kall frá Rósu ,,Hann er hér” Þau spretta öll í áttina að kallinu Þarna var hann, flotti flugdrekinn hennar Ellu er fundinn.

Ella var svo yfir sig ánægð að fá hjálp frá vinum sínum og þakklát fyrir þrautseigju Lindu. Hann bauð öllum börnunum að prófa flugdrekann.

,,Takk Linda Ég hefði ekki getað fundið hann án þín” sagði Ella, með tárin í augunum.

,,Já Linda þú stóðst þig vel”, tekur Pétur undir og heldur síðan áfram að segja: ,,Ég hefði ekki átt að gefast upp svona fljótt, það er svo mikið betra að gefast ekki upp og manni líður svo ofboðslega vel eftir að hafa hjálpað öðrum”. Öll börnin tóku vel undir orð Péturs. Og hægt er að segja að eftir þessa stórfenglegu leit hafi öll börnin haft mikla þrautseigju í öðrum verkefnum sem þau fengu og reyndu ávallt að hjálpa öðrum.

EyrúnBjörgMagnúsdóttir

Uppeldisfræði

Þessi saga er skrifuð í áfanganum: UPPE2UM05 og er ætluð til börnum frá 4 ára og upp að 7 ára aldri.

evaránottósdóttir

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.