Litaveröld Bjössa

Page 1

Bjössa Litaveröld

EVA RÁN OTTÓSDÓTTIR

Eyrún Björg Magnúsdóttir

U p p e l d i s f r æ ð i

Þessi bók er skrifuð í áfanganum: UPPE2UM05 og er ætluð til börnum frá 18 mánaða og upp að 4 ára aldri.

eva rán ottósdóttir

Bjössi er 3 ára strákur sem er alltaf að leita að sínu næsta ævintýri. Í dag ætlar hann í ferðalag í gegn um litaveröldina.

Þegar Bjössi hefur komið á fyrsta áfangastað, blasir við honum gul veröld. ,,Vó, hér er sko allt gult... meira að segja er grasið gult“, segir Bjössi þegar hann stígur út úr loftbelgnum.

Blómin á grasinu, strætó í fjarska, sólin sem skín bjart, sítrónur lafandi af trjám og gult hús. Út úr húsinu skoppar voða falleg kanína.

,,Hæ! Ég heiti Jara. Hver ert þú og hvað ertu að gera hér?“, segir hún voða skært og vinalega.

„Ég heiti Bjössi. Ég er hérna til að skoða þessa flottu litaveröld. Næst ætla ég að skoða rauðu veröldina“, svarar Bjössi, afar ánægður með sig.

,,En hvernig komstu hingað?“ Spyr

Jara. „Ég kom á loftbelgnum mínum. Er hann ekki flottur?“ Svarar Bjössi og bendir á loftbelginn.

Hins vegar áttar hann sig ekki á því, að hann gleymdi að festa loftbelginn, og nú er hann að fljúga burt. ,,Ó nei!”

Bjössi er nú mjög stressaður, hvernig getur hann haldið ævintýraferðinni áfram núna? Eða hvernig á hann að fara heim? Hann byrjar að taka stutta andardrátta og sér Jara að hann er afar áhyggjufullur.

,,Þetta er allt í góðu! Í dag hef ég ekkert að gera, ég get farið með þér að skoða litaveröldina!“ Segir Jara full af lausnum.

,,En hvernig ætlar þú að gera það? Áttu loftbelg?“ Nei ég á sko ekki loftbelg. Ég er sko engin venjuleg kanína. Ég get skoppað ÓTRÚLEGA hátt, við verðum enga stund að klára ferðina.

“ Bjössi er nú afar hissa að heyra af þessum töfrum hennar Jöru, og getur ekki sagt nei við þessa sætu kanínu.

Eftir afar spennandi og skoppandi

ferð yfir í rauðu veröldina, eru félagarnir loksins komin á næsta

áfangastað. Rauðir sveppir, rósir, hús og eru líka rauð epli hangandi á tré.

„Vá hvað þetta er flottur staður“. Segir Bjössi og Jara tekur undir.

Bjössi getur þó ekki annað en hugsað hvort að þau munu hitta enn fleiri fólk eða dýr, í þessari veröld.

„Bíb, bíb! Hvað eru þið að gera hér á lóð minni?“ Heyra þau í afar reiðum tón. Þá sjá þau þennan sérstaka rauða fugl. „Við erum nú bara í smá ævintýri“ svarar Bjössi. „Já, þið megið halda ferð ykkar áfram, takk fyrir“ Eftir þessi afar dónalegu samskipti milli þeirra og fuglsins, þorðu þau ekki öðru en að skoppa áfram.

„Þessi var nú afar dónalegur, fannst þér það ekki?“ mælir Bjössi.

„Jú, en við skulum gefa honum það, að hann sagði þó takk fyrir“ Svarar Jara, en hún var aðeins að reyna að hjálpa Bjössa að lýta á jákvæðu hliðina, enn og aftur.

Nú eru þau komin á næsta, og síðasta

áfangastað ferðarinnar. Grasið er grænt, trén eru mörg, blómin eru græn, grænt hús og sjá þau græn föt hangandi þar á fatasnúru.

Nú eru þau bæði orðin lúin. Eftir að skoða litaveröldina örlítið, ákveða þau að fara til baka.

Jara skoppar með Bjössa yfir í alvöru heiminn og skoppar hún síðan sjálf yfir í guluveröldina aftur.

Eyrún Björg Magnúsdóttir

U p p e l d i s f r æ ð i

Þessi bók er skrifuð í áfanganum: UPPE2UM05 og er ætluð börnum frá 18 mánaða og upp að 4 ára aldri.

eva rán ottósdóttir

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.