3 LEIÐIR TIL AÐ EFLA JÖFNUÐ OG RÉTTLÆTI Í NORRÆNUM SKÓLUM OG KENNSLUSTOFUM

Page 1

3

LEIÐIR

TIL AÐ EFLA JÖFNUÐ OG RÉTTLÆTI Í NORRÆNUM SKÓLUM OG KENNSLUSTOFUM

STEFNUVIÐMIÐ – BYGGÐ Á RANNSÓKNUM Á NORÐURLÖNDUNUM OG VÍÐAR


1

TRYGGJA JAFNAN AÐGANG AÐ SKÓLUM OG MENNTUN Hindra og vinna gegn markaðs- og einkavæðingarstýrðri endurskoðun menntastefnu sem brýtur í bága við jöfnuð og réttlæti á sviði menntunar

Menntakerfi Norðurlandanna hafa gengið í gegnum mismunandi markaðs- og einkavæddar umbreytingar; þar hafa Svíþjóð og Danmörk verið á öðrum enda litrófsins, en Noregur og Finnland á hinum. Ísland hefur svo verið þarna mitt á milli. Þessi eindregna markaðsstefna, sem t.d. birtist í skólarekstri í hagnaðarskyni, á vettvangi leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, gengur þvert á meginreglur menntunar með jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi.

1.1.

1.2.

Stefnumótandi aðilum ríkis og sveitarfélaga ber að hindra og vinna gegn skólastefnu sem leiðir til félagslegs aðskilnaðar bæði innan skóla og milli skólastofnana. Stefnumótendur verða að líta á æðri menntun sem þjónustu við almenning og tryggja háskólum og öðrum sambærilegum menntastofnunum jafnan aðgang að nægum fjármunum og aðstöðu í háum gæðaflokki. Með þeim hætti má takmarka áhrif markaðsstýrðrar fjármálastjórnunar í átt til misskiptingar í stofnunum og félagslegs ójafnaðar í aðgengi að menntun.

Félagslegur og efnahagslegur bakgrunnur ungs fólks hefur vaxandi áhrif á val á sviði menntunar og framgang frá skóla til atvinnulífs. Rannsóknir okkar sýna að þessi þróun tengist meðal annars auknum markaðsáherslum innan menntageirans. Í æ ríkari mæli eru atvinnumöguleikar ungs fólks fyirst og fremst túlkaðir með tilliti til einstaklingsframtaks fremur en tekið sé mið af langtíma félagslegum aðstæðum. LISBETH LUNDAHL

JUSTED-RANNSAKANDI & HÓPSTJÓRI PRÓFESSOR, UMEÅ UNIVERSITET, SVÍÞJÓÐ


2

VINNA GEGN ÓJÖFNUÐI OG JÖÐRUN Námskrá skólanna og menntun kennara skal vinna með eindregnum hætti gegn mismunun og jöðrun á grundvelli þjóðfélagsstéttar, kynferðis, kynþáttar, fötlunar, búsetu eða tungumáls.

Til að kennarar, nemendur og skólar geti stutt jöfn tækifæri til menntunar, verða námsskrár, bæði svæðisbundnar og á landsvísu, að halda uppi stöðugu andófi gegn mismunun og jöðrun. Sama máli gegnir um önnur stýrigögn menntamála, svo og um kennaramenntunina. Þar að auki þurfa skólastjórnendur, kennarar og kennaranemar að hafa öðlast skilning á því hvernig tiltekið skipulag og starfsvenjur geta leitt til útilokunar og jöðrunar. Kennaramenntun og starfsþjálfun kennaranema skal fela í sér kennsluefni og önnur tæki til að gera kennurum, nemendum og skólastjórnendum kleift að koma breytingum til leiðar.

2.1. 2.2.

Kennarar þarfnast þekkingar og tækja til að bera kennsl á, vinna gegn, og breyta vinnuferlum og valdakerfum til að koma í veg fyrir jöðrun og að byggja upp skóla án aðgreiningar. Menntastefna, rannsóknir og skólastarf vinni markvisst gegn jöðrun í menntun á grundvelli fötlunar, þjóðfélagsstéttar, kynferðis og kynþáttar, svo og mismunun byggðarlaga eða búsetusvæða.

Rannsóknir okkar gefa til kynna að mismunun og jöðrun séu algeng fyrirbæri í skólum á Norðurlöndum. Útilokun og jöðrun nemenda byggist oft á mismunun í tengslum við þjóðfélagsstétt, kynferði, kyngervik kynhneigð, fötlun, búsetu og tungumál GUNILLA HOLM

2.3.

Þekking í tengslum við kynferði, kyngervi og kynhneigð þarf að vera grunnþáttur í kennaramenntun og kennarar og skólar þurfa að hafa tiltæk nauðsynleg úrræði til að styrkja meðvitund um jöfnuð og dýpka skilning varðandi mál er tengjast kynferði.

JUSTED FRAMKVÆMDASTJÓRI OG RANNSAKANDI PRÓFESSOR, HELSINGFORS UNIVERSITET, FINNLANDI


3

FINNA JAFNVÆGI MILLI UMFJÖLLUNAR NÁMSEFNIS, ANNARS VEGAR, OG FRUMKVÆÐIS OG ÞÁTTTÖKU NEMENDANNA, HINS VEGAR Í kennslustofunni þarf að ríkja jafnvægi milli frumkvæðis og virkrar þátttöku nemenda, með aðstoð krefjandi námsgagna, og notkunar upplýsingatækni til kennslu.

Menntun í háum gæðaflokki gerir kröfur um vandaða efnislega meðferð krefjandi lærdómsgagna sem mynda kjarna námsins, en jafnframt þarf að vera fyrir hendi sveigjanleiki og svigrúm fyrir nemendur til að sýna frumkvæði og taka virkan þátt í náminu. Í kennsluaðferðum skóla á Norðurlöndum er um að ræða margvíslegan mismun og misræmi sem valdið getur erfiðleikum, sér í lagi þar sem upplýsingatækni skipar ríkan sess í kennsluaðferðum.

3.1.

Norræn menntakerfi ættu að skiptast á þekkingu í notkun mismunandi aðferða til að efla virka þátttöku nemenda í miðlun námsins.

3.2.

Nemendur í framhaldsskólum þurfa meira svigrúm til frumkvæðis, sjálfstæðra vinnubragða og áhrifa á námsferlið, bæði innan bekkja sinna og skólanna í heild.

3.3.

Á framhaldsskólastigi ætti notkun upplýsingatækni og félagslegra miðla að vera vandlega yfirveguð og búa yfir nægum sveigjanleika til að tryggja að allir nemendur hafi jafnan aðgang að viðeigandi námsefni og sömu tækifæri til að virkrar þátttöku í námstengdum umræðum í kennslustundum.

Rannsóknir okkar gefa til kynna að helsta misræmið milli norrænna kennsluhátta tengist jafnvæginu milli tveggja lykilþátta sanngjarnrar og réttlátrar menntunar – annars vegar, að samhæfa efnislega yfirferð, þar sem allir nemendur fá aðgang að hágæða námsgögnum og, hins vegar, að styrkja í leiðinni sjálfstætt framtak nemendanna og virka þátttöku í því sem fram fer í kennslustofunni. KIRSTI KLETTE

JUSTED-RANNSAKANDI OG HÓPSTJÓRI PRÓFESSOR, UNIVERSITETET I OSLO, NOREGI


Rannsóknir okkar sýna að farsímar og tölvuskjáir eru mikið notaðir í kennslustofum – en sjaldnast í tengslum við námsefnið. Þegar stafræn upplýsingatækni, hins vegar, er notuð til kennslu, geta kennsluhættir sem henni fylgja bæði takmarkað aðgang að viðeigandi námsefni og dregið úr virkni nemenda. Tæknimiðluð kennsla hvetur gjarna til einstaklingsbundins náms sem getur aukið misræmi í kunnáttu nemendanna í stað þess að hamla gegn því. FRITJOF SAHLSTRÖM JUSTED-RANNSAKANDI OG HÓPSTJÓRI PRÓFESSOR, ÅBO AKADEMI, FINNLANDI

Innan menntageirans og í skólastarfi er fólk ekki nógu meðvitað um fjölbreytni á sviði kynferðis og kynhneigðar og það áreiti og einelti sem leitt getur af slíku misræmi. Bæði í grunnskólum og framhaldsskólum, til dæmis, skortir gjarna á skipulega vernd til handa samkynhneigðum nemendum. Fjalla þarf sérstaklega um kynferðistengd málefni innan kennaranámsins, og í skólum yfirleitt, til að efla skilning og þekkingu á þeirri mismunun sem nú á sér stað og hvernig bæta mætti úr þeim aðstæðum. Einnig þarf að auka þekkingu á samspili milli kynferðis og búsetu, félagslegs bakgrunns, aðstæðna innflytjenda o.s.frv. ELISABET ÖHRN JUSTED-RANNSAKANDI OG HÓPSTJÓRI PRÓFESSOR, GÖTEBORGS UNIVERSITET, SVÍÞJÓÐ

Rannsókn okkar á Íslandi gefur til kynna að leiðbeina þarf kennurum og skólastjórnendum svo að þeir geti betur fært sér í nyt það faglega frelsi sem námskráin og uppbygging skólastarfsins býður upp á. Skipulag kennslustofunnar, tilhögun kennslu og námsmat var almennt hefðbundið og kennaramiðað. Nemendum gafst því lítið færi á að sýna frumkvæði. INGÓLFUR ÁSGEIR JÓHANNESSON JUSTED-RANNSAKANDI OG HÓPSTJÓRI PRÓFESSOR, HÁSKÓLI ÍSLANDS, ÍSLAND


NORRÆN STEFNUVIÐMIÐ

til styrktar jöfnuði og réttlæti á sviði menntunar Það kemur á óvart hversu algengt er að ástunda mismunun, jöðrun og aðskilnað í norrænum skólum nú til dags. Á grundvelli áralangra rannsókna meira en 100 fræðimanna í 8 löndum, hefur hópur norrænna vísindamanna sameinast um að hjálpa stefnumótandi aðilum til að styrkja jöfnuð og réttlæti innan menntakerfa á Norðurlöndum. Afrakstur þessa samstarfs eru meðal annars þrjár þróunarhugmyndir sem settar eru fram í þessum bæklingi. Það var norræna öndvegissetrið Justice through Education in the Nordic Countries (JustEd) sem hleypti þessu verkefni af stokkunum. JustEd er þverfaglegt fjölþjóðlegt rannsóknanet sem 14 stofnanir eiga aðild að, undir stjórn menntavísindadeildar Háskólans í Helsinki. Rannsóknamiðstöðin hóf starfsemi sína í ágúst 2013 sem hluti af NordForsk-áætluninni Education for Tomorrow. Collaborating partners: Aalborg Universitetet (Danmörk) OsloMet - storbyuniversitetet (Noregur) Sciences Po (Frakkland) Umeå universitet (Svíþjóð) Københavns Universitet (Danmörk) Göteborgs universitet (Svíþjóð) Helsingfors universitet (Finnland) Háskóli Íslands (Ísland) University of Melbourne (Ástralía) Universitetet i Oslo (Noregur) Università di Torino (Ítalía) Åbo universitet (Finnland) Høgskolen i Østfold (Noregur) Kehitysvammaliitto (Finland)

Nánari upplýsingar: www.justed.org/

UPPLÝSINGAR VEITA HÁSKÓLI ÍSLANDS, ÍSLAND Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Prófessor Tel. +354 525 5523 | ingo@hi.is

JUSTED, HELSINGFORS UNIVERSITET

Gunilla Holm Professor and JustEd Director Tel. +358 50 3275907 | gunilla.holm@helsinki.fi


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.