Lifið heil

Page 44

SPURT OG SVARAÐ

Spurning 1

Spurning 8

Er lyfið Zitromax notað bæði við klamydíu og lekanda eða bara klamydíu? Og er hægt að vera ónæmur eftir að hafa tekið það áður?

Er einhver leið að fresta á síðustu stundu tíðablæðingum.

Svar 8

Svar 1 Lyfið Zitromax er bæði notað við klamydíu og lekanda. Við báðum sýkingunum er gefið 1 g í einum skammti. Ekki nægir þó að meðhöndla allar lekandasýkingar með slíkum skammti þar sem margir stofnar lekandabakteríunnar eru ónæmir gegn ýmsum sýklalyfjum. Því er nauðsynlegt að læknir taki sýni til ræktunar til að kanna næmi bakteríunnar fyrir sýklalyfjum. Hafi læknir gert það og ákveðið að ávísa Zitromax 1 g ætti það að vera nóg. Ef einkenni hverfa ekki skaltu hafa aftur samband við lækni.

SPURT og SVARAÐ

Spurning 4 Má taka Esomeprazol 40 mg (magalyf) og Seloken Zoc 47,5 (beta-blokker) saman? Ég tek eina Seloken Zoc á morgnana en svo á ég að byrja að taka Esomeprazol 40 mg kvölds og morgna. Ég tek líka Microgyn (pilluna). Er í lagi að taka Parkódín (verkjalyf) eða Íbúfen (bólgueyðandi verkjalyf) einstöku sinnum með þessum lyfjum?

Til að fresta tíðablæðingum er gefið lyfið Primolut-N. Lyfið inniheldur 5 mg af hormóninu Noretíserón sem hefur sömu áhrif og kvenhormónið Prógesterón í líkamanum. Til að fresta blæðingum þarf að byrja að taka lyfið 3 dögum fyrir áætlaðar blæðingar. Tekin er 1 tafla 3svar á dag í mest 10-14 daga. 2-3 dögum eftir að inntöku líkur hefjast blæðingar. Þú þarft að hafa samband við lækni, lyfið er lyfseðilsskylt.

Svar 4 Það er í lagi að taka þessi lyf saman. Þó skal hafa í huga að Íbúfen getur hækkað blóðþrýsting. Þar með getur dregið úr blóðþrýstingslækkandi áhrifum Seloken Zoc þegar Íbúfen er tekið inn.

Spurning 5 Ég er stelpa á þrítugsaldri og er að vesenast með fílapensla og er að leita að einhverju sem gæti virkað. Er hægt að fá A-vítamínsýru (Retin-A) í Lyfju og er það lyfseðilskylt?

Svar 5 Lyfið Aberela inniheldur Tretínóín sem er efnafræðilega skylt A-vítamíni. Það er notað við bólum, fílapenslum og öðrum húðvandamálum. Lyfið er lyfseðilsskylt. Ég ráðlegg þér að fara til húðsjúkdómalæknis.

Spurning 6

Spurning 9 Er hægt að kaupa eiturlyfjapróf í Lyfju? Hversu nákvæm eru þau og hvað mæla þau langt aftur í tímann?

Svar 9 Fíkniefnapróf eru seld í Lyfju. Til eru próf sem mæla 5 mismunandi efni í þvagi þ.e. amfetamín, kókaín, metamfetamín, kannabis og ópíum. Prófin eru mjög nákvæm séu þau framkvæmd rétt. Hversu langt aftur í tíman efnin mælast í þvagi fer eftir hvaða efni á í hlut. Amfertamín mælist í 1-2 daga eftir notkun, kókaín í 1-3 daga, metamfetamín í 3-5 daga, kannabis í 3-10 daga og ópíum í 1-3 daga.

Getur fylgt sveppasýkingu blæðing við áreynslu við hægðir.

Svar 6 Spurning 2 Ég er tvítug og er með of háan blóðþrýsting, sem hefur náð upp í 150/115. Ég æfi íþróttir reglulega og þegar ég kemst ekki til þess þá lyfti ég, geng og hjóla. Ég er á Yasmin (p-pilla). Getur það verið ástæðan fyrir blóðþrýstingnum, því mér líkar illa við að hafa svo háan þrýsting, fæ oft svimaköst samhliða blóðþrýstingsköstunum og hausverk. Ég fór til læknis og hún gaf mér ekki blóðþrýstingslyf, því ég er svo ung.

Ef það blæðir við hægðalosun og viðkomandi veit ekki hvað veldur þá ætti að hafa samband við lækni. Ég get ekki svarað því hvort sveppasýking sé orsakavaldur í þessu samhengi.

Svar10 Sýkingar af völdum Herpes simplex veira týpu 1 (HSV-1 ) er vandamál um allan heim. Þær einkennast af ertingu, kláða, brunatilfinningu og sársauka í upphafi, en síðan myndast blöðrur á eða í kringum varir. Þetta er þekkt undir heitinu frunsa eða vessablöðrur.

En já í stuttu máli sagt : Ég er með of háan blóðþrýsting, gæti það verið vegna Yasmin pillunar?

Svar 2 Já, Yasmin getur hækkað blóðþrýsting. Þú ættir kannski að prófa að sleppa því að nota pilluna og sjá hvort blóðþrýstingurinn lagast ekki. Ef þér finnst erfitt að sleppa henni þá ættirðu að ræða við lækninn þinn um að prófa aðra pillutegund.

Svar 7

Mig langar að vita hvort lyfið Combizym (meltingarlyf) geti valdið mér nýrnaverkjum eftir að hafa tekið 3 töflur á dag í 2 vikur og svo 6 töflur á dag síðustu viku. Ég er sykursjúkur og með ónýtt bris og get ekki tekið Creon 10000.

Ekki er aldurstakmark á sölu nikótínlyfa. Þó er ekki mælt með notkun þeirra fyrir þinn aldur nema í samráði við lækni. Nicotinelle tyggjó er ekki ætlað yngri en 18 ára og Nicorette er ekki ætlað yngri en 15 ára. Þú ættir að fara í næstu Lyfju/ Apótekið og kynna þér hvað hentar þér best til að draga úr/ hætta reykingum. Í apótekum eru bæklingar um nikótínvörur sem geta hjálpað þér að finna út hvaða meðferð væri heppilegust fyrir þig.

Svar 3

44

Spurning 7 Er eitthvað aldurstakmark til að kaupa nikótíntyggjó? Ég er 14 ára og langar að hætta að reykja.

Spurning 3

Nýrnaverkir eru ekki skráðir sem aukaverkun af lyfinu. Ég ráðlegg þér að leita til læknis.

Spurning 10 6 ára gamalt barn með vessablöðrur, komin sólahringur er að nota Bliss. Er eitthvað annað sem er notað og hversu oft eða lengi er óhætt að nota Bliss.

Algengasta meðferð við endurteknum frunsum er útvortis lyfjagjöf með veirudrepandi lyfjum s.s. Zovir (acíklóvír) eða Vectavir (pencíklóvír). Þessi krem fást í lausasölu í apóteki. Zovir kremið er borið á 5 sinnum á dag í 5-10 daga en Vectavir er borið á á 2 klst. fresti yfir daginn í 4 daga. Einnig er hægt að nota Bliss, sem er sótthreinsandi, græðandi og kælandi lausn til að þurrka upp vessablöðrur á vörum. Bliss er sérstaklega ætlað á frunsur til að flýta fyrir að þær grói. Í Bliss er kamfóra sem er græðandi, tímól sem virkar neikvætt á bakteríur og mentól sem kælir. Gott er að nota Bliss samhliða notkun á frunsuplástrum. Ég mæli með að hámarki 10 dögum. Ef frunsan er mjög slæm og jafnvel farin að dreifa sér er ráðlagt að hafa samband við lækni. Í sumum tilfellum þarf að grípa til lyfjagjafar á töfluformi.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.