__MAIN_TEXT__

Page 1

3 . TÖL UBL A Ð 2 012

FRÍtt eintak

Heilsan í fyrirrúmi í vetur

Íslenskar húðvörur unnar úr sjávar­ þörungum

VALA MATT

Sælkeraleiðarvísir - eitt ÞAÐ skemmtilegasta sem ég hef unnið við Hárlitun og brúnku­meðferð heima

TÍMI FYRIR BORGARFERðIR

Förðun

– skref fyir skref

Ilmir 2012

sköpun og listfengi


Nýtt di n

á Ísla

Búðu til þinn eigin


ilm með Solinotes Hvað er Solinotes? Artist

Honest

Romantic

Spontaneous

Generous

Dynamic

Glamour

Open minded Delicate

Bold

Chic

Quiet

Orginal

Humorous

Dreamy

Solinotes er með sex ilmi/kjarna sem hægt er að nota eina og sér eða blanda þeim saman. Þú getur valið um 36 ilmmöguleika (sjá skýringarmynd). Fæst í Lyfju og Hagkaup.

Independent

Greedy

Active

Free

Fashion

Passionate

Natural

Enthusiastic

Funny

Sensual

Peaceful

Adventuress

Zen

Sweet

Loving


EFNISYFIRLIT

Efnisyfirlit 6 Molar

GLAMÚR

og gleði

8 Hárlitun og brúnkumeðferðir heima 10 Nýtt í Lyfju 14 Vala Matt 20 Borgarferðir 22 Flugstöðin og Lyfja

24 Rokk og rómantík – útlit

26 Hraustur líkami í vetur 28 Haustförðun 30 Gjafavörur 32 Jón Margeir og Ásdís – viðtöl 34 Lyfja hlýtur viðurkenningu

36 Spurt og svarað

40 Yfirheyrslan 42 Uppskrift frá Berglindi Sigmarsdóttur 44 Ilmir 2012 46 Nýtt fyrirtæki 48 Orðarugl og Sudoku 50 Lesendagetraun

Nú þegar búið er að pakka saman garðhúsgögnunum og draga fram dúnúlpuna er ekki hjá því komist að hugsa til síðasta vetrar, mikli snjóveturinn gleymist ekki svo glatt – eða hvað? Ætli vetradekkin verði komin undir tímanlega og allur nauðsynlegur útbúnaður tilbúinn? Yfirleitt er það nú þannig að fréttir berast af fólki í vanda í snjó og hálku í byrjun vetrar. Veturinn virðist alltaf koma okkur jafn mikið á óvart. Góðri vinkonu minni brá fyrir í sjónvarpsfréttum í fyrra, fastri í Litlu kaffistofunni og ekki einu sinni með úlpu í bílnum. Hún kom samt vel út í mynd, varaliturinn (að öllum líkindum úr Lyfju) og háhæluðu skórnir á sínum stað. Hún er samt ekkert einsdæmi, svona erum við Íslendingar bara. Miklar sveiflur er ekki aðeins að finna í veðrinu því met var slegið í heim­ sóknum erlendra ferðamanna til landsins þetta sumarið og reyndar einnig í heimsóknum heimsfrægra Hollywoodstjarna. Efnistök þessa blaðs bera keim af þessum hugrenningum, við skoðum hvernig við ættum að undirbúa kroppinn fyrir veturinn, kíkjum í útibú Lyfju á Keflavíkurflugvelli, skoðum hvað er í boði fyrir þá sem vilja bregða sér út fyrir landsteinana og margt fleira spennandi. Einnig er í blaðinu viðtal við Völu Matt sem er fær stöðugt hugmyndir að nýjum og ævintýralegum verkefnum. Við viljum líka að viðskiptavinir okkar og lesendur séu með „lookið“ á hreinu þegar veturinn skellur á og erum óvenju glamúrleg í þessu haust­ blaði af Lifið heil, enda svífur andi heimsfrægra Hollywoodstjarna enn­þá yfir. Við skoðum það nýjasta í förðun, snyrtivörum og ilmum og fáum góð ráð frá sérfræðingum í þessum málum. Í blaðinu má einnig finna nokkrar góðar hugmyndir að gjöfum undir 3.000 krónum og molar, sudoku og spurt og svarað er allt á sínum stað. Verum hraust í haust og búin undir veturinn.

Þorgerður Þráinsdóttir Forstöðumaður verslana- og markaðssviðs Lyfju

Útgefandi og ábyrgðarmaður: Lyfja hf. // Ritnefnd: Unnur Steinsson, Ragnheiður B. Harðardóttir og Þorgerður Þráinsdóttir // Ritstjóri: Elín G. Ragnarsdóttir // Blaðamenn: Magnús Guðmundsson, Elín G. Ragnars­dóttir, Þórdís Gísla­dóttir, Guðný Maríanna Þorsteinsdóttir og Ásmundur Helgason. // Forsíðu­mynd: Sigfús Már Péturs­son // Ljósmyndir: Sigfús Már Péturs­son, Sigurjón Ragnar, María Elínardóttir o.fl. Myndir af Völu eru teknar á Icelandair Hotel. // Auglýsingasala: Guðný Maríanna Þorsteinsdóttir // Umbrot: Dynamo Reykjavík // Prentun: Oddi

4


Aumir og stífir vöðvar? Voltaren gel er verkjastillandi og bólgueyðandi hlaup við verkjum í mjóbaki, öxlum og vöðvum.

LESA SKAL VANDLEGA LEIÐBEININGAR Á UMBÚÐUM OG FYLGISEÐLI. Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Samantekt á eiginleikum lyfs – styttur texti SPC. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi (sem jafngildir magni á stærð við kirsuber til valhnetu) er borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir díklófenaki eða einhverju hjálparefnanna. Ofnæmi fyrir asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Á síðustu þremur mánuðum meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Meðganga og brjóstagjöf: Ef þú ert barnshafandi máttu eingöngu nota Voltaren í samráði við lækni. Þú skalt nota eins litla skammta og hægt er og nota Voltaren í eins skamman tíma og mögulegt er. Þú mátt ekki nota Voltaren á síðustu þremur mánuðum meðgöngunnar. Ef þú ert með barn á brjósti máttu eingöngu nota Voltaren í samráði við lækni. Konur með barn á brjósti mega hvorki bera Voltaren á brjóstin né á stór húðsvæði og eiga að nota lyfið í eins skamman tíma og mögulegt er. Aukaverkanir: Algengar (≥1/100 til <1/10): Útbrot, exem, hörundsroði, húðbólga (þ.m.t. snertiofnæmi), kláði. Sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100): Brunatilfinning á meðferðarstað, roði, punktblæðingar í húð, ofnæmishúðbólga. Mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000): Blöðruhúðbólga. Koma örsjaldan fyrir (<1/10.000): Útbrot með graftarnöbbum, ofnæmi (þ.m.t. ofsakláði), ofnæmisbjúgur, berkjukrampi, astmi, þurrkur, ljósnæmi. Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að ákvarða tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum): Bráðaofnæmisviðbrögð. Við langvarandi notkun (>3 vikur) og/eða þegar verið er að meðhöndla stór húðsvæði geta komið fram almennar aukaverkanir. Einkenni eins og kviðverkir, meltingartruflanir og truflanir á maga og nýrnastarfsemi geta komið fram. Ofskömmtun: Ef of stór skammtur af Voltaren hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími: 543-2222). Hafðu umbúðir lyfsins við höndina. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun.


MOLAR

MOLAR

BB krem

BB kremin virðast hafa sigrað heiminn og greinilegt að markaðurinn er ennþá móttækilegur fyrir nýjungum. BB stendur fyrir Blemish Balm og er varan uppruninn frá Þýskalandi og sló í gegn í Asíu áður en Evrópubúar tóku við sér. Í dag er hægt að finna BB krem frá flestum viðurkenndum krem- og förðunarframleiðendum. BB kremin eiga það sameiginlegt að innihalda háa sólarvörn, þau fela roða í húðinni vel, jafna húðlitinn, innihalda primer og eru almennt talin vera nærandi dagkrem og einstaklega góður alhliða farði. Flestir sérfræðingar sem Lifið heil ræddi við um kremin mæltu þó með að notað sé smá púður yfir kremin.

Ly f j a s k ö m m t u n framtíðarinnar

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðis­mála­ stofnuninni tekur um helmingur alls fólks lyfin sín á rangan hátt. Þetta getur m.a. falist í því að lyfin eru tekin í of stórum eða of litlum skömmtum á röngum tíma eða þau gleymast alveg. Þetta vandamál, sem kallast skortur á meðferðarheldni lyfjagjafa, getur haft slæm áhrif á heilsu sjúklinga, valdið aðstandendum þeirra áhyggjum og kostar íslenska heilbrigðiskerfið háar fjárhæðir á ári hverju. Í dag er það að hluta til leyst með lyfjaskömmtun. Algengasta form lyfjaskömmtunar á Íslandi er lyfjaskömmtun í rúllum. Sú aðferð leysir þó vandamálið ekki að fullu. Hópur verkfræðinema kom auga á þetta og einsetti sér að finna frekari lausn á því. Nú í sumar hefur sprotafyrirtækið Eski Tech, sem stofnað var af þessum verkfræðinemum, unnið að þróun lyfjaskammtarans RemindMe sem er hannaður sem viðbótarlausn við hinar hefðbundnu lyfjarúllur. Skammtarinn, sem er sjálfvirkur, kemur í veg fyrir að sjúklingur taki lyfin sín of semma með því að takmarka aðgang að næsta skammti þar til á að taka hann. Skammtarinn sér einnig um að minna fólk á að taka lyfin sín með ljós- og hljóðmerki. Síðast en ekki síst sendir RemindMe sjúklingum, aðstandendum þeirra eða umönnunaraðilum sms ef skammtur hefur ekki verið fjarlægður úr tækinu að ákveðnum tíma liðnum. Eski Tech vinnur nú að frekari þróun skammtarans og vonast til að geta komið honum á markað hér á landi á næsta ári.

Í sumum BB kremum eru efni sem á að stuðla að minni hrukkumyndun og jafnvel hjálpa til við að draga aðeins úr þeim hrukkum sem komnar eru.

1OO% íslensk ull Frumkvöðullinn, Steinunn Ketilsdóttir við­ skipta­­ fræðingur, hannar hitahlífar undir heitinu Volcano Warmers sem seldar eru í Lyfju. „Hugmyndin vaknaði eftir hrunið. Ég byrjaði að prjóna ullarvörur á mannin minn sem var með einhvern krankleika í liðum og þannig einfaldlega byrjaði ævintýrið.“ Við þekkjum mörg hvernig það er að þjást af verkjum og bólgum í liðum eða vöðvum og þær hömlur sem skert hreyfigeta getur haft á okkar daglega líf. Frum­ kvöðlafyrirtækið Volcano Iceland hefur um þriggja ára skeið unnið að þróun á hitahlífum til að minnka verki, bólgur og stífleika undir vöru­merkinu Volcano Warmers. Hitahlífarnar hafa verið prófaðir á einstaklingum með ýmsa áverka og á einstaklingum sem þjást af gigt í samvinnu við Gigtarfélag

6

Íslands og helstu niðurstöður sýna að hitahlífarnar: Veita þéttan og heitan stuðning Minnka verki og bólgur Auka hreyfigetu Bæta svefn Auka vellíðan Gefa dagleg þægindi Volcano Iceland var stofnað í maí 2009 af Steinunni Ketilsdóttur. Félagið hefur þróað hitagefandi stoðvörur undir heitinu Volcano Iceland og eru þær unnar úr íslenskri ull. Steinunn hefur þróað Volcano hita­ vörurnar í þrjú ár og prófað þær á fólki með ýmiskonar eymsli, liðagigt, íþróttameiðsli, vöðvabólgur og verki í liðum og / eða vöðvum.

Fjórar tegundir af hitagjöfum frá Volcano eru á markaðnum í dag, fyrir; hné, ökkla, úlnlið og hendur. Steinunn er viðskiptafræðingur frá háskólanum í Árósum í Danmörku. Hitahlífarnar fást eins og er eingöngu í Lyfju Lágmúla en hægt er að panta þær hjá okkur í síma 533 2300, við sendum hvert á land sem er.


Nýr ilmur


NÝTT ÚTLIT - HEIMA

Nýtt útlit á einu kvöldi

– heima

Snyrting og dekur heima Hárlitun og brúnkukrem gefa ótrúlegan mun á aðeins einu kvöldi og árangurinn endist í nokkrar vikur. Það er gaman að njóta sín heima við, kveikja á kertum og dekra við sig. Hafa það huggulegt og bjóða jafnvel vinkonu með í dekrið.

Ekki þvo hárið daginn eftir að það er litað en við mælum með að þú notir djúpnæringu annað veifið í litað hár.

Hárið Að setja smá lit, lit-skol eða strípur í hárið er ein besta leiðin til að uppfæra útlitið og gefa sjálfum sér nýtt útlit. Til að hámarka árangur borgar sig að skoða vel vöruúrvalið í Lyfju. Farðu eftir leiðbeiningum og veldu litinn af kostgæfni. Veldu rétta litinn fyrir þig. Hvort sem þú litar hárið heima eða á stofu þá borgar sig að leggja á sig örlitla rannsóknarvinnu til að komast að því hvaða litur hentar þér best. Það borgar sig að nota sinn náttúrulega lit sem leiðavísi og fara ekki lengra en tveim tónum dekkri eða ljósari en sá litur. Veldu tóninn í litnum sem gerir mest fyrir þinn húðlit, hárliturinn á nefnilega að tóna sem allra best við húðlitinn þinn.

Litun augnhára og augabrúna

BrÚnkukrem og þú sérð árangur strax Andlitið, hálsinn, smá á leggina eða allan líkaman Það er mikið í umræðunni í dag hversu skaðlegt það er fyrir húðina að fara í ljós. Rannsóknir sýna að hátt hlutfall ungra kvenna sé að greinast með húðkrabbamein. Sem betur fer er fólk í dag meðvitaðara um skaðsemi ljósgeislanna og er farið að bregðast við því. Nú er hægt að halda fallegum lit yfir allt árið með því að bera á sig brúnkukrem. Brúnkukremin sem eru á markaði í dag eru bæði vönduð og árangursrík. Innihaldsefnin hafa nærandi og rakagefandi áhrif á húðina og ef liturinn er borinn á með þar til gerðum hanska eða einnota bréfi verður hann jafn og fallegur. Gylltir og ljósbrúnir húðtónar eru fallegir og gefa hraustlegt útlit yfir vetrartímann.

8

Toppurinn yfir i-ið í að breyta útliti sínu á einu kvöldi er að lita augabrýrnar og plokka. Notaðu lit sem er sem næstur þínum náttúrulega lit, plokkaðu hárin sem hafa vaxið niður á augnbein.

Afslappað og svalt – árangur strax!


Hefurðu prófað Sublime mouSSe?

StórkoStleg nýjung, Hárlitur Sem virðiSt náttúrulegur. nýtt Sublime mouSSe!

Varanlegur hárlitur

ný og eNdurBæ tt formúla

Eins Einfalt og að þvo hárið:

„Allir hAldA Að þettA sé minn náttúrulegi litur. ég ein veit Að þettA er sublime mousse.“

1. Blandaðu litinn. 2. Nuddaðu froðunni inn í hárið. 3. Bíddu í 30 mínútur. Skolaðu svo úr og notaðu eftirmeðferðarnæringuna.

jennifer lopez

Því þú átt það skilið

Jennifer Lopez notar lit númer 830.


NÝTT Í LYFJU

1. Weleda - nýtt BODY LOTION

Þróað sérstaklega með þarfir húðarinnar í huga, gefur húðinni raka og viðheldur náttúrulegri fegurð. Citrus Hydrating Body Lotion er frískandi húðmjólk sem kælir og lífgar upp á húðina Sea Buckthorn Replenising Body Lotion nærir húðina og sér þurri húð fyrir raka Pomegranate Regenerating Body Lotion endurnýjar og hindrar ótímabæra öldrun húðarinnar Wild Rose Pampering Body Lotion dekrar við húðina og örvar endurnýjun húðarinnar

2.

Clinique Even Better Eyes Dark Circle Corrector

Oíulaust og einstaklega rakagefandi krem sem dregur úr baugum og gerir augnsvæðið bjartara. Clinique Pore Refining Solutions Instant Perfector

Sléttir húðina og dregur úr sjáanlegum opnum húðholum á augabragði. Náttúrulegt og matt krem sem endist í átta klukkustundir. Clinique Pore Refining Solutions Correcting Serum

Viðgerðadropar sem draga úr opnum húðholum og vinna gegn ójafnri húð.

Unnur Steinsson vörustjóri

Við hjá Lyfju erum sífellt að leita að nýjum og spennandi vörum fyrir viðskiptavini okkAr. Úrvalið af nýjum vörum er með eindæmum glæsilegt núna í haust. Hér eru kynntar til leiks 30 nýjungar sem við hjá Lyfju erum búin að setja í hillurnar en auk þessara vara eru nýjustu ilmirnir okkar kynntir sérstaklega á blaðsíðu 44“

Nýtt í lyfju Umsjón Unnur Steinsson

10

Ljósmyndir Sigfús Már Péturs­son

3.

Estee Lauder nýir litir

Varalitur sem endist og nærir. Glæsilegar umbúðir.

4. Estee Lauder Perfectionist [ CP + R ]

Viðgerðadropar. Serum sem dregur úr hrukkum, lyftir og styrkir. Notast undir dagkrem og berist á hreina húð.

5.

Clinique Chubby Sticks

10 nýir litir frá Clinique af þessum nærandi og náttúrulega varagljáa.

6.

Clarins Colour Accents Face & Blusher Powder

Þægilegur og frískandi kinnalitur og púður í fallegri litasamsetningu sem hentar öllum húðgerðum.


HAUST 2012

7.

9.

NORKRILL

Hreint og öflugt form af OMEGA 3 fitusýrum, unnið úr kríli, sem veitt er við Suðurskautið, hreinasta hafsvæði veraldar. 1-2 hylki á dag til að mæta dagsþörf, ekkert eftirbragð, uppþemba né magaólga.

11.

8. SteriLid

Kláði og/eða roði á augnlokum. SteriLid er froða sem vinnur á hvarmabólgu og viðheldur einnig pH jafnvægi húðarinnar. Einfalt og þægilegt.

Master Smokey augnblýantur og augn­skuggi. Ekkert mál að gera smokey förðun á augabragði með þessum blýanti.

15.

jafnar húðlit, gefur náttúrulegt útlit, 24 tíma raka, fær húðina til að ljóma og inniheldur sólarvörn. Fæst í tveimur tónum Light og Medium. Farðinn er hvítur með litlum kornum en breytist í fallegan húðlit þegar hann er borinn á andlitið.

16.

Maskarinn frá Lancôme lyftir, greiðir og þykkir, allt í einni stroku. Burstinn er hannaður til að koma í veg fyrir að augnhárinn festist saman.

Boppy brjóstagjafapúði frá Chicco í skemmtilegum nýjum litum. Vinsælasti brjóstagjafapúðinn í USA. Valinn „America´s favorite baby product“ 10 ár í röð. Chicco vörurnar er hægt að panta hjá Lyfju, sendum um land allt.

14.

13. Nýir stakir augnskuggar frá Clarins með steinefnum

Hægt að nota augnskuggana blauta til að fá skarpari lit.

Jillian Michaels Maximum Strenght Fat Burner (tm)

Töflur sem innihalda einstaka blöndu af náttúrulegum efnum, hannað sér­ staklega til að hjálpa líkamanum að brenna fitu.

17. Biotherm Firm Corrector

PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 - nýtt og enn betra

Prógastró er fyrir meltinguna sem bætir og byggir meltingarflóruna og hefur reynst vel þeim sem þjást m.a. af meltingarkrampa, uppþembu, kandíta, lausri og tregri meltingu. Tvö hylki þegar vaknað er á morgnana með 1 glasi af volgu vatni. Inniheldur hinn öfluga DDS1 asidofílus sem er bæði gall- og sýruþolin.

Boppy Hypnôse Doll Eyes

12.

BB kremið frá L’Oréal

Maybelline AUGNBLÝANTUR

10.

Biotherm High Recharge

Daglegur skammtur af orku fyrir líflausa húð. Einstök virk formúla gegn þreyttri og líflausri húð. Rakagefandi og olíulaust krem fyrir karlmenn. Biotherm High Recharge orkugefandi og kælandi serum fyrir augun Estee Lauder

Augnskuggar í nýjum og spennandi litum.

Vinnur gegn dökkum baugum og hrukkum, róar, nærir og kælir. Þægilegar pakkningar. Notist kvölds og morgna.

Endurskapandi stinnandi líkamsmeðferð. Fyrir konur sem finnst líkamshúð sín vera orðin slök og vilja stinn­ ari og endur­mótaðan líkama. Biotherm skin ergetic

Andoxandi dagkrem. Veitir stöðuga rakagjöf og vinnur gegn þreytumerkjum.

11


NÝTT Í LYFJU

19.

20.

3 Dot Liner

Ný tækni frá Clarins með þriggja punkta mjúkum enda sem gerir auglínuna einstaklega fallega með punkt í punkt. Útkoman er náttúruleg og einstaklega flott. Auðvelt í notkun.

18.

Clarins Instant Definition Mascara

L’Oreal Nude Magique BB

Inniheldur formúlu sem gefur augnhárunum næringu. Ofnæmisprófaður maskari sem hentar viðkvæmum augum. Liturinn dreifist vel á hvert augnhár, þykkir og lengir augnhárin.

Flauelsmjúkt púður sem hylur vel og er fullkomið yfir BB krem eða eitt og sér. Kemur í tveim litum.

23.

Átta eiginleikar í einni túpu. Sólarvörn SPF 30 og kemur í þrem litum.

Clinique High impact extream volume maskari

21.

Nýtt í lyfju

Maybelline BB Dream Fresh

Þykkir, lengir og fullkomnar augnhárin, þessi maskari er engum líkur einstakur burstinn gerir kraftaverk fyrir augnhárin.

L’Oreal Elvive Extraordinary Oil

Nærandi olía fyrir allar hárgerðir. Gefur náttúrulegan og fallegan gljáa og veitir hárinu vernd.

24.

22.

25.

Lancome Hypnôse Line Plume

Auðveldur í notkun hægt að gera nákvæma og fágað „line look“ á nokkrum sekúndum.

12

Lancome Hypnôse star Le Crayon Sourcil

Skin Illusion púðurfarði frá Clarins

Lancôme RÉNERGIE YEUX MULTIPLE LIFT AUGNKREM

Augnabrúnablýantur og greiða. Silki­ mjúk og endingargóð formúla sem mótar og skerpir lit augnabrúna.

Fallegur steinefnafarði sem gefur yfirbragðinu ótrúlega fallega gagnsæa áferð. Þægindi, ljómi og vörn fyrir húðina.

Fyrsta sinn augnkrem með 2 formúlum sem yngja allt augnsvæðið. Krem: Dregur úr hrukkum, fínum línum, þéttir og lyftir. Base: Dregur úr dökkum baugum, sléttir og lýsir upp augnsvæðið. Rénergie Multi-Lift dagkrem vinnur á hrukkum, fínum línum nærir og lyfrir.


olive vs. orange

lúxus

brúnka án sólar Fallegur ólífu tónn Dásamlegur ilmur Marg verðlaunuð vörulína www.xentan.is


NÆRMYND

FÆDD TIL AÐ MIÐLA Valgerður Matthíasdóttir, sem allir þekkja vísast sem Völu Matt, er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún er elst sex syst­­ kina og foreldrar hennar og öll systkinin eru eða voru kennarar og skólastjórnend­ur. Vala segir það hafa legið beint við að hún færi í einhvers konar miðlun því að það sé hreinlega í genunum. En hún valdi list­ nám og er útskrifuð með meistaragráðu í húsaarkitektúr frá Konunglegu Dönsku Listaakademíunni í Kaupmannahöfn.

14

„Lokaverkefnið mitt í arkitekta­ skól­ anum var endurhönnun á Hressingar­ skálanum, vegna þess að þegar ég var rétt byrjuð á lokaverkefninu mínu bauðst mér að endurhanna Hressingarskálann í Austurstræti. Prófessornum mínum fannst þetta svo spennandi verkefni að hann ráðlagði mér að nota það frekar sem lokaverkefni. Og eins og stundum vill gerast í lífinu tóku örlögin í taumana. Kvöldið sem ég opnaði Hressingarskálann með pompi og pragt hitti ég Jón Óttar Ragnarsson, sem þá var lektor við Háskóla Íslands. Við urðum ástfangin og saman bjuggum við til Stöð 2 ásamt Hans Kristjáni

Árnasyni. Þannig lá leið mín inní fjölmiðla. Fyrst byrjaði ég á því að hanna Stöð 2 og fór svo fljótlega að vinna sjónvarpsþætti um menn­ingu og listir. Þar fann ég að ég átti heima. Að miðla fegurð og mann­bætandi hlutum er það sem mér finnst ég fædd til að gera. Og ég hef haldið mig við það allan minn fjölmiðlaferil enda er fátt skemmtilegra.“

Hugsjónafólk mótaði lífsviðhorfin „Það sem hefur helst mótað mín lífsviðhorf er uppeldið sem ég fékk hjá foreldrum sem voru mikið hugsjónafólk. Þau voru kennarar


HAUST 2012

að kljást við. Þetta hentar mjög vel í fjölmiðlavinnu því þar er lykilatriði að vera stöðugt að búa til nýja hluti og sýna frumleika og endurnýja sig. Það sem drífur mig áfram er þessi þörf fyrir að leita uppi og miðla spennandi hlutum. Ég er hamingjusömust þegar ég get miðlað einhverju sem aðrir geta svo notið. Ætli ég yrði ekki greind með ADHD í dag, ég fæ hugmyndir svona á fimm mínútna fresti. Nei, það eru nú kannski ýkjur, en ég þarf stundum hreinlega að beita mig hörðu til að slaka á og tæma hugann því það er alltaf svo mikið í gangi. Þess vegna er hugleiðsla eitt af því erfiðasta sem ég geri en um leið alveg nauðsynleg fyrir mig til að halda sönsum. Ég sé að ég hef þetta frá móður minni sem er mjög skapandi og alltaf að kljást við ný verkefni.“ Vala var árum saman nær daglegur gestur á heimilum fólks í gegnum sjónvarpið. Hún sá um fjölbreytta sjónvarpsþætti, flestir muna Innlitútlit og kvikmyndaþættina. Hvað finnst henni eftirminnilegast úr dag­ skrárgerðinni og er ekki þreytandi að vera þekkt andlit?

og skólastjórar og unnu meðal annars við að hjálpa einstaklingum sem áttu erfitt uppdráttar til þess að öðlast betra líf. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og systkinum mínum sem vinna sem kennarar eða skólastjórnendur, þau eru virkilega að láta gott af sér leiða. Við krakkarnir lærðum fljótt að sýna umburðarlyndi og dæma ekki aðra. Heima hjá mér var líka lögð áhersla á ríka réttlætiskennd og ég hef áður sagt frá því hvað það hefur mótað okkur öll.“

Hugmyndir á færibandi „Það virðist vera helsta per­ sónueinkenni mitt að þurfa alltaf að ögra sjálfri mér og finna nýjar leiðir til þess. Ég verð fljótt leið ef ég finn að ég er farin að endurtaka mig og þá verð ég hreinlega að hætta í því verkefni sem ég er að vinna og búa mér til ný ævintýri til

„Ég hef unnið svo marga þætti og svo ólíka þó ég hafi mest fjallað um menningu og listir á einn eða annan hátt. Það var ævintýralega skemmtilegt að fara á vinnustofur bestu myndlistarmanna landsins, hlusta á dásamlega tónlist á einkatónleikum við upptökur, sitja úti í sal í leikhúsunum og fylgjast með æfingum og skoða fallega hönnun og byggingarlist. Allt hreinlega mannbætandi. Ekki slæmt að vinna við að miðla þessari fegurð. En það sem ég segi alltaf að sé eftirminnilegast í minni fjölmiðlvinnu er þegar ég tók þátt í að hafa bein áhrif á líf fólks þegar milljónir söfnuðust í útvarpsútsendingum hjá okkur

toppar það.“ Vala segir sýnileikann hafa tvær hliðar: „Þegar maður vinnur við fjölmiðlavinnu fylgir því ákveðinn sýnileiki sem stundum er óþægilegur. En maður verður að vega og meta plúsa og mínusa við þetta starf og ákveða svo hvort

„Neikvæðni og það sem ég kalla „nei­kvæða harðlífisliðið“ verður maður bara að leiða hjá sér og vera sjálfum sér samkvæmur.“ það er þess virði. Í mínu tilfelli hefur það aldrei verið spurning því ég hef svo oft fengið staðfestingu á því að margt af því sem ég hef miðlað hefur snert fólk og glatt svo það er alveg þess virði. Neikvæðni og það sem ég kalla „neikvæða harðlífisliðið“ verður maður bara að leiða hjá sér og vera sjálfum sér samkvæmur.“

Ógleymanlegar kvikmyndastjörnur „Ég hef verið með þætti á Rúv, Stöð 2 og Skjá einum. Þegar ég var með kvikmyndaþætti lenti ég í mörgu eftirminnilegu. Mér var boðið í æðislegar ferðir, til dæmis til New York þar sem ég bjó á flottu hóteli og borðaði góðan mat í fallega hönnuðum húsakynnum. Ég bók­staflega elska góðan mat og þetta var upplifun fyrir öll skiln­ingar­vit. Ég tók viðtöl við fólk á borð við Pierce Brosnan, Meg Ryan, Morgan Freeman, Anthony Hopkins, Sylvester Stallone og fullt af öðrum toppstjörnum, flestar þeirra var alveg frábærlega gaman og eftirminnilegt að tala við. Ég tók viðtölin alltaf á persónulegum nótum, spjallaði kannski bara lítið um bíómyndirnar, sem verið var að kynna, og ræddi síðan ýmis persónulegri mál, margir kunnu

„Ég tók viðtöl við fólk á borð við Pierce Brosnan, Meg Ryan, Morgan Freeman, Anthony Hopkins, Sylvester Stallone og fullt af öðrum toppstjörnum“ Andra Frey á Rás 2, fyrir börn sem voru að deyja úr hungri. Þórir Guðmundsson frá Rauða krossinum kom til okkar í viðtöl en hann er sá sem ég ber einna mesta virðingu fyrir í fjölmiðlunum. Þar björguðust mannslíf. Ekkert sem

mjög vel að meta að þurfa ekki bara að kynna bíómyndina sem fólk var nýbúið að leika í. Margir voru alveg brilljant, Morgan Freeman var til dæmis alveg einstakur og ofsalega gaman að tala við hann. Hann beygði sig yfir mig og tók

„Ég er hamingjusömust þegar ég get miðlað einhverju sem aðrir geta notið.“

15


NÆRMYND

upp­lýsingar um alla þá dásam­legu

„Helsta verkefni mitt um þessar mundir veitingastaði sem hafa sprottið á undanförnum árum um er Local Food Guide, sem er sælkera-­ upp allt land. Ég ákvað því að búa leiðarvísir um Ísland“ til verkefni þar sem hægt væri í höndina á mér þegar við vorum að ræða saman og það ætlaði algjörlega að líða yfir mig, hann er svo magnaður persónuleiki. Anthony Hopkins var líka einn af þeim eftirminnilegu sem ég náði svo persónulegu sambandi við að hann fór að segja mér ótrúlegustu hluti, það var alveg ógleymanlegt. Ég tók líka einu sinni viðtal við Victor Borge og ég hló svo mikið að ég hélt að ég myndi pissa í mig. Hann sneri út úr öllu sem ég sagði og var svo fyndinn að það var óborganlegt.“

Nýjasta verkefni Völu „Helsta verkefni mitt um þessar mundir er Local Food Guide, sem er sælkeraleiðarvísir um Ísland. Þegar ég bjó erlendis, bæði í Kaupmannahöfn og París, þótti mér alltaf óhemju skemmtilegt að sitja á fallegum og góðum veitingaog kaffihúsum. Borða góðan mat, vinna að ýmsum verkefnum og njóta stemmningarinnar. Alltaf þegar ég fer til erlendra borga hef ég samband við þá aðila sem ég veit að eru best að sér í veitingahúsaheimi viðkomandi borgar. Í fyrra sumar þegar ég var við kvikmyndatökur á lands­ byggðinni komst ég að því að hvergi var að finna á einum stað

16

að nálgast allar upplýsingar og síðan njóta. Þetta er eitt af því skemmtilegasta sem ég hef unnið við. Ég bjó til sælkerabækling sem er í raun lítil bók sem dreift er frítt og einnig er þar kort þar sem allir þessir góðu staðir eru skráðir. Í næstu prentun mun ég setja inn meira af efni um dýrindisframleiðslu á íslenskum sælkeravörum. Nú þarf maður ekki lengur að stóla á sjoppufæði og bensínstöðvar á ferð um landið. Svo er ég einnig með netsíðuna www.icelandlocalfood.is þar sem hægt er að fletta bæklingnum og einnig eru þar myndbönd og fleira áhugavert. Það er ævintýralegt hvað hægt er að fá dýrindis bragðgóðan, ferskan mat í öllum landshlutum. Svo er Reykjavík að verða ein mesta sælkeraborg Norðurlanda.“

Sneri við blaðinu eftir yfirlið Oft er haft á orði að Vala Matt geisli alltaf af frískleika og glaðværð og hún kann að hlæja að sjálfri sér. En þrátt fyrir mikla orku hefur það áhrif á heilsuna að vinna mikið. „Þegar ég var í mesta stressinu og álaginu á Stöð 2 á sínum tíma gekk ég ansi nærri mér og í einni tökunni úti í bæ leið yfir mig í miðju viðtali. Álagið var of mikið,

beinar útsendingar á hverju kvöldi og allt of mörg verkefni. Og ég borðaði ekki nógu hollan mat til að vinna gegn þessu mikla álagi og ég kunni ekki að nýta mér góðar slökunaraðferðir eins og jóga og hugleiðslu. En þegar líkaminn gaf sig þarna varð ég að staldra við og hlusta á þau skilaboð sem hann var að senda mér. Ég fór á heilsubótardaga hjá Sigrúnu Ólsen á Reykhólum og hún og hennar fólk hreinlega bjargaði mínu lífi því þar lærði ég allt um hollt mataræði, jógaæfingar og hugleiðslu. Eftir það hef ég getað sótt í þann gagnagrunn þegar ég kem mér í of mikla vinnu eða stress. En þetta er stöðugt stríð því ég hef tilhneigingu til að koma mér í mikið vinnuálag og þá þarf ég endalaust að vera að rifja upp allt það jákvæða og góða sem ég hef lært. Ég er sannfærð um að hollt mataræði er lykilatriði í því að halda sér unglegum og heilbrigðum. Ég hef lært að búa mér til hollustudrykki á morgnana sem leggja línu fyrir daginn. Þeir eru bragðgóðir og dúndurhollir. Svo eru þeir algjört æði fyrir húðina og hárið. En ég segi samt alltaf að ef þú passar upp á að borða hollan mat að staðaldri þá er alveg í lagi að fá sér franskar kartöflur eða pizzu einstaka sinnum. Ég þoli ekki það sem ég kalla harðlífi, þegar stöðugt er verið að neita sér um hluti. Það kemur bara í bakið í manni. Þetta er spurning um að temja sér hollan lífsstíl sem verður áreynslulaus. Svo er það nú staðreynd að eftir því sem maður lærir meira um hollustu þá sér maður hvað maður á þrátt fyrir allt langt í land. En ég er svo heppin að hafa aldrei byrjað að drekka áfengi eða reykja, held að það hjálpi dálítið upp á heilsuna. Ég er auðvitað einhvers konar vinnualki og á mér fá áhugamál önnur en þau sem ég vinn að hverju sinni, en rauður þráður í lífi mínu hefur verið að leita uppi eitthvað sem er skemmtilegt og vinna í því og það gefur mér svo mikið að það hlýtur að skila sér í því að ég hef mikla orku. Já, og svo er lykilatriði fyrir mig að leita uppi tækifæri til þess að hlæja. Ég reyni að vera innan um fólk sem er jákvætt og skemmtilegt. Það er fátt betra fyrir sál og líkama, enda hefur komið í ljós að við framleiðum náttúrulega morfínið endorfín í hlátursköstum. Ég er alveg ómöguleg ef það líður of langt á milli þess að ég hlæi.


NÆRMYND

er ennþá búsett í Kaupmannahöfn. Mér hefur oft fundist erfitt að hafa þær svona lengi í útlöndum og hef oft saknað þeirra rosalega, en er á sama tíma þakklát fyrir að þær hafa búið í borgum svona nálægt. Við höfum notað skype

og notalegt. Ég finn hvernig ég fer hreinlega að anda dýpra og betur bara við tilhugsunina um svona athvarf. En svo er auðvitað aðalgaldurinn fólginn í því að finna innri frið og safna kröftum með huglægum aðferðum og góðum

„Ég er sannfærð um að hollt mataræði er lykilatriði í því að halda sér unglegum og heilbrigðum.“

Svo er það bara svo dásamlega skemmtilegt. Ekki taka sjálfan sig of hátíðlega og reyna að hlæja að sjálfum sér er einnig mjög mikilvægt.“

Jákvæðni jafngildir ekki gagnrýnisleysi „Jákvæðni er það mikilvægasta sem ég hef tamið mér í lífinu. Ég hef frá unga aldri reynt að líta alltaf á björtu hliðarnar. Auðvitað er ég þar að tala um hversdagslega hluti þar sem maður auðveldar sé lífið til muna með því að setja

bíða eftir að það greri. Ég hugsaði strax hvað ég hefði verið heppin að hafa ekki skaddað mænuna og lamast. Það hefur gerst í svipuðum tilfellum og munaði þarna ansi mjóu að illa færi. Jákvæða viðhorfið gerði verkina mun bærilegri. En það er auðvitað nauðsynlegt að kunna að gera greinarmun á því að vera jákvæður þegar það hjálpar og þess að vera gagnrýninn þegar það á við. Það er auðvitað lykilatriði. En ég fer ekki ofan af því að jákvæðni og hæfileikinn til að líta á björtu hliðarnar gerir manni lífið oft svo miklu auðveldara.“

„Jákvæðni er það mitkilvægasta sem ég hef tamið mér í lífinu.“

hlutina í rétt samhengi og sjá björtu hliðarnar frekar en einblína á þær dökku. Ég er ekki að tala um meðvirkni eða gagnrýnisleysi. Það er allt annað mál. En ég hef svo oft upplifað áföll þar sem jákvæðnin hefur gjörbreytt líðan minni bæði andlega og líkamlega. Ég hef stundum tekið dæmið um það þegar ég hrasaði í stiga og rófubeinsbrotnaði. Sársaukinn var hrikalegur en læknirinn sagði að ekkert var hægt að gera annað en

18

Lætur hvarfla að sér að búa bæði hérlendis og erlendis „Ég á tvær dætur. Dóttur mína Tinnu og fósturdóttur mína Solveigu. Og þær eiga samanlagt fjögur dásamleg börn. Þær eru alveg yndislegar manneskjur og ég er óendanlega stolt af þeim. Þær eru miklir heimsborgarar og hafa búið og menntað sig í útlöndum í mörg ár. Sóla mín er tiltölulega nýflutt heim frá Bretlandi en Tinna

til að spjalla saman, það breytti öllu að fá svoleiðis forrit. Við erum kannski með kveikt á tölvunum og svo erum við bara að dunda okkur heima á meðan við spjöllum. En á sama tíma þá vantar mann auðvitað að geta knúsað þau öll og kreist. Maður verður bara að taka þetta á jákvæðninni, í stað þess að vera á bömmer yfir því að hafa þær ekki hér heima á Íslandi. Ég alltaf sagt að ég væri svo þakklát fyrir að þær væru ekki búsettar í Nýja Sjálandi eða ennþá lengra í burtu. Það er svo auðvelt að fljúga til nágrannalandanna. Þetta er spurning um val og viðhorf. Ég hef reyndar alveg látið hvarfla að mér að flytja til Kaupmannahafnar, ég held mikið upp á borgina og væri til í að vinna jöfnum höndum þar og hér og vera þá nær Tinnu og börnunum hennar. Þetta væri alveg möguleiki, kannski læt ég einhvern tíma verða af því að búa í tveimur löndum.“

Dreymir um íhugun í rafmagnslausum fjallakofa „Ég hvílist best með því að draga mig út úr ys og þys borgarinnar. Ég vil gjarnan vera úti í íslenskri náttúru þar sem kyrrðin tekur utan um mig og nærir bæði and­ lega og líkamlega. Mig dreymir um að koma mér upp litlum sumarbústað, helst hangandi í einhverri fjallshlíðinni, þar sem ekki eru bústaðir þétt hlið við hlið. Ég þarf ekkert rafmagn, bara gasog olíulampa og rennandi vatn. Ég hef meira að segja teiknað útfærslur á sumarhúsi sem væri gaman að koma í framkvæmd. Mér finnst sumarbústaðir með öllum tækninýjungum ekki spennandi kostur fyrir mig. Mig langar að eiga mér athvarf sem býður upp á mótvægi við tæknivædda lífið í borginni. Allt mjög einfalt, lítið

öndunaræfingum, jákvæðum stað­hæfingum eða með tækni inn­ hverfrar íhugunar sem ég lærði fyrir tuttugu árum en hef bara átt erfitt með að nýta mér nógu oft. Þá getur maður verið hvar sem er en sótt sér orku og innri krafta huglægt.“

„Það er ævintýralegt hvað hægt er að fá dýrindis bragðgóðan, ferskan mat í öllum landshlutum.“


„Þetta er einmitt Það sem hárið á mér Þarf nauðsynlega á að halda.“ Doutzen Kroes

Ómissandi olía léttleiki NýjuNg: næranDi formúla fyrir allar hárGerðir

GuðdómleGt hár 1 olía – 1001 notkunarmöguleiki áður en hárið er þVeGið. sem næranDi Kúr. í þurrt hár áður en það er Greitt. í loKin til þess að fá hárið til að Glansa falleGa. n Gerir hárið silKimjúKt án þess að þynGja það n VernDar oG nærir n Veitir Gljáa oG Kemur í VeG fyrir úfið hár

EXTRAORDINARY OIL Því þú átt það skilið


BORGARFERÐIR

Borgar ferðir

í haust

Íslendingar hafa ferða­eðlið í blóð­inu. Okkur finnst nauð­ syn­legt að komast til út­landa með reglu­ legu milli­bili og ef of langt líður á milli ferða þá verðum við óþreyju­full. Kannski er það víkinga­eðl­ ið sem segir þarna til sín. Lifið heil hefur ekki verið mikið að skoða erlenda áfanga­­staði en að þessu SINNI leituð­um við til ís­lensku flug­ félag­anna þriggja sem hjálpuðu okkur að skoða þrjár spenn­ andi borgir, beggja vegna Atlants­hafs­ins.

LONDON

– BORG ALLSNÆGTANNA Lo n d o n e r a n n a r a f m e g i n á f a n g a s tö ð u m I c e l a n d E x p r e s s e n þ e g a r f y r i r ­ tæ k i ð h ó f s ta r f s e m i í f e b r ú a r 2 0 0 3 va r f y r s ta f l u g i ð f a r i ð t i l K a u p ­ m a n n a ­h a f n a r o g L o n d o n . Þ a ð e r e n g i n t i lv i l j u n a ð L o n d o n e r v i n s æ l a s t i á f a n g a s ta ð u r Í s l e n d i n g a í E v r ó p u þ v í b o r g i n h e f u r u p p á a l lt a ð b j ó ð a .

WASHINGTON D.C. – borg sem hefur allt að bjóða

E f þ i g l a n g a r a ð h e i m s æ k j a B a n d a r í k i n s k a lt u s k o ð a Wa s h i n g t o n . Þ a r g e t u r þ ú n o t i ð ly s t i s e m d a á g ó ð u m v e i t i n g a s ta ð , f e n g i ð b l ú s i n n e ða dj a s s i n n b e i n t í æ ð , s ko ða Ð g l æ s i l e g a r b y g g i n g a r og þ ú s k y n j a r a n d r ú m s l o f t i ð þ a r s e m h e l s t u va l d a þ r æ ð i r h e i m s i n s k o m a s a m a n .

Menning og afþreying

Berlín er þekkt safnaborg en þar er hin fræga safnaeyja þar sem heimsfræg söfn eru eins og Pergamon safnið, Neues safnið og Altes safnið en þessi söfn eru á mynjaskrá Unesco.

BERLÍN

– glæsileg borg iðandi af mannlífi

20

W o w a i r f lý g u r m e ð a l a n n a r s t i l Berlínar. Borgin iðar af mannlífi o g e r l i s ta l í f , n æ t u r l í f , v e r s l u n o g v e i t i n g a s ta ð i r ó v í ð a f j ö l b r e y t ta r a . Fyrir þá sem ekki hafa reynt verður B e r l í n a ð v e r a n æ s t i v i ð k o m u s ta ð u r .

Þá er DDR safnið er svo sannarlega eftirminnilegt. Þar er hægt að sjá hvernig íbúar Austur-Þýskalands höfðu það handan múrsins. Þú getur gengið inn í fullbúna íbúð, kíkt inn í ísskáp, í allar skúffur og skápa, sest í sófann og tekið upp lesefni eða horft á sjónvarpið. Áhrifamikið safn þar sem þú getur sest inn í Trabant eða upplifað hvernig var að vera í yfirheyrslum hjá Stasi. Þá má nefna eitt af því sem er svolítið öðruvísi og skilur alla eftir með bros á vör er túr með Trabi Safari.


Mannlíf og verslun

Fyrir þá sem hafa gaman af söfnum er listinn nánast endalaus í London og yfirleitt er aðgangur ókeypis. Má þar nefna vísindasafnið sem rekur sögu vísindanna síðustu 300 árin, British Museum með safngripum úr menningarsögu mannkyns frá upphafi og fleira og fleira. Rétt er að gefa sér nægan tíma fyrir þetta stórskemmtilega safn.

Það eru fáar borgir sem bjóða upp á eins gott úrval af verslunum og London. Jólaljósin eru sett upp á Oxfordstræti í byrjun október og því hvergi betra að versla jólafötin og jólagjafirnar. Leitaðu t.d. að Primark búðinni á Oxford Street, þar sem er ótrúlega lágt verð á flottum fatnaði eða farðu í Harrods í Knightsbridge sem er einstök upplifun.

Þá eru óupptalin fjölmörg leikhús borg­ arinnar sem skarta heimsfrægum leik­ urum í bæði klassískum verkum og nýjum. Ekki er hægt að nefna London án þess að tala um fótbolta en fjölmargir leikir í enska boltanum fara fram í London í hverri viku. Menning og afþreying

Í Washington má finna fjölda sögu­frægra staða, bygginga og minnis­ merkja. National Museum of American History og National Gallery of Art eru bæði á topp 5 listanum yfir mest sóttu söfn Bandaríkjanna og því óhætt að mæla með þeim. Allir ættu að geta fundið tónlistarupp­ lifun við hæfi, hvort sem er t.d. í Kennedy Center eða á hinum fjölmörgu klúbb­um sem bjóða upp á danstónlist eða blús- og jazz­tónlist, t.d. í elsta starfandi jazz­­klúbb Banda­ríkjanna, Blues Alley, eða á kaffi­ hús­inu Jammin’ Java sem lætur sjóð­­­heita tón­ listar­ stemningu fylgja með kaffi­ bollanum! G ó ð i r v e i t i n g a s ta ð i r

Washington er svo sannarlega heimsborg með öll sín sendiráð og því er ótrúlegt úrval af frábærum veitingastöðum í

v e i t i n g a s ta ð i r s e m óhætt er að mæla með

Spindler og Klatt er afar vinsæll veit­ ingastaður hjá þeim sem eru „hip og cool“ í Berlín. Hægt er að sleikja sólina við

Benihana er japanskur veitingastaður þar sem eldamennskan fer fram fyrir framan gestina. Góður matur og skemmtileg upplifun. Þegar þú ert í London er nánast skylda að fara á indverskan veitingastað, t.d. Bombay Brasserie en

P r ó f a ð u e i t t h va ð n ý t t í Lo n d o n

Þó svo að Íslendingar fari mikið til London þá hafa ekki allir heimsótt Undralandið.

Þeir sem hyggjast fara til Washington yfir þakkar­ gjörðarhátíðina ættu að vita að útsölurnar byrja daginn eftir „Thanksgiving“, 23. nóvember, og flest­ ar verslanir eru opnaðar mun fyrr en venjulega, sumar kl. 5 að morgni!

Þá má nefna hinn skemmtilega CityZen sem er margverðlaunaður. Hvort sem það er frábært umhverfið, ítarlegi vínlistinn eða bara hinn ljúffengi matur, þá er CityZen einn albesti staðurinn í borginni, og þó víðar væri leitað. Hann er til húsa í Mandarin Oriental hótelinu og það er vissara að panta borð í tíma.

Georgetown er líka heillandi hverfi með umgjörð sem minnir á liðna tíð, þar sem má njóta lífsins á börum og veitingahúsum á bakka Potomacár. Þar er líka að finna gott úrval verslana, allt frá litlum sérverslunum til stærri verslanakeðja.

Mannlíf og verslun

Ef fólk er hrifið af Japan þá er einn albesti sushistaðurinn í borginni í Georgetown og heitir Makoto. Staðurinn er skemmtilega íhaldssamur. T.d. eru engir símar leyfðir inn á staðnum og myndatökur eru stranglega bannaðar, en maturinn algerlega frábær.

ána eða borða einstakan mat að kvöldi til en staðurinn breytist í næturklúbb þegar líða tekur á kvöldið. Þá má líka nefna staði eins og Toca Rouge, með frábærum asískum mat, Grill Royal steikhúsið og ítalska veitingastaðinn a Posto. Mannlíf og verslun h va r e r g a m a n a ð r ö lta um og versla

Það er mjög skemmtilegt og hagstætt að versla í Berlín. Þar er hægt að versla í búðum sem flestir Íslendingar þekkja vel eins og H&M og Zara. Hackershermarkt er mjög skemmtilegt verslunarsvæði. Þar er Hackesche Höfe sem er falleg bygging í Art Nouveau stíl (nýlistastíl) en þar tengjast átta bakgarðar og hafa geyma

Kíktu líka á Apple Market í Covent Garden á mánudegi. Þá er svo kallaður Vintage Day og hægt að gleyma sér við að gramsa í gömlu og forvitnilegu allrahanda dóti.

Frá 23. nóvember til byrjun janúar er hægt hægt að heimsækja Undralandið (Winter Wonderland) í Hyde Park með fjölbreyttum jólamarkaði og skautasvelli

borginni. Graffiato er mjög heitur og hagstæður, opnaður af súperkokknum Mike Isabella í fyrra. Toppurinn er líklega veitingastaðurinn Komi, en þar færðu varla borð nema með mjög löngum fyrirvara og þeir taka ekki hópa.

Þeir sem fara til Bandaríkjanna vilja gjarnan komast í stórar búðir eins og Target og WalMart. Þeir hinir sömu ættu að heimsækja Kohl’s, búð þar sem úrval­ið er meira og vörurnar betri. Nokkrar Kohl‘s verslanir eru rétt fyrir utan miðbæinn, í 15-20 km fjarlægð.

sem lýst er upp með meira 100 þúsund ljósum. Það er frítt inn á svæðið en greiða þarf fyrir þjónustu sem veitt er.

Þá er National Arboretum algerlega heimsóknarinnar virði. Jafnvel sumir íbúa Washington vita ekki af þessum dásamlega garði en staðurinn er eins og vin í eyðimörkinni, róandi og fallegur.

WASHINGTON D.C.

Vel geymt leyndarmál

veitingastaði og litlar hönnunarbúðir sem er gaman að rölta á milli. Friedrichstraße er ein aðalverslunar­ gatan en þar eru verslunarmiðstöðv­ar­nar Galeries Lafayette og Quartiers 205 / 206 ásamt fleiri verslunum.

Farðu upp á 6. hæð í hinu fræga verslunarhúsi Kadewe, þar sem er hægt að fá allt sem hugurinn girnist, og fáðu þér að smakka smárétti á hinum ýmsu litlu gourmet veitingastöðum frá hinum ólíkum heimshornum.

Ef þú vilt klára að kaupa allt á einum stað þá verslunargatan Kurfürstendamm tilvalin. Vel geymt leyndarmál - f y r i r u ta n hinn hefðbundna ferðamannahring

Prenzlauerberg er hverfi í Austur-Berlín og þar er virkilega gaman að rölta og skoða sig um. Á föstudögum er markaður á Kollwitzplatz og síðan er stærsti markaðurinn í Berlín á sunnudögum í Mauerpark.

BERLÍN

Die Ständige Vertretung eða Stöðug við­ vera er veitingastaður sem hefur að geyma mikla sögu og liggur við ána Spree í hjarta Austur-Berlínar. Þýska and­ spyrnuhreyfingin notaði húsið á stríðs­ árunum og það sem einkennir stað­inn eru ljósmyndir og veggspjöld af frægum þýskum stjórnmálamönn­um og öðrum frægu fólki frá Þýskalandi og víðar. Sérstaða veitingahússins er fólgin í því að þar er hægt að kaupa rétti sem eru ein­kennandi fyrir Rínarsvæðið og má þar nefna Flammkuchen og Kölnarbjór­ inn fræga.

V e i t i n g a s ta ð i r s e m óhætt er að mæla með

einnig er óhætt að mæla með thailenska staðnum Busaba. Ekki klikka á að panta Pandan Chicken „on the side“ – eitt af undrum veraldar. Þeir sem fá heimþrá geta heimsótt Tommi´s Burger Joint, sem er á Marylbone Lane. Hakkasan er líka stórskemmtilegur kínverskur staður sem margir Íslendingar þekkja vel og láta vel af.

LONDON

Menning og afþreying

21


FLUGSTÖÐIN OG LYFJA

FLUGSTÖÐIN

og Lyfja

Ferðalangar þurfa ekki að örvænta þó að þeir uppgötvi að þeir hafi gleymt að koma við í apóteki áður en haldið er til útlanda. Á Keflavíkurflugvelli er lítið útibú frá Lyfju. Það er inni í verslun Fríhafnarinnar rétt hjá afgreiðslu­ kössunum. Þessi þjónusta hefur verið til staðar um árabil en nýlega var útibúið flutt til og fékk við það góða andlitslyftingu. Áður en við förum í flug, og sérstaklega áður en við förum í langar flugferðir, þurfum við að huga að því hvernig við getum gert okkur flugið sem þægilegast. Sé flugferðin löng þarf að reyna að sofa í fluginu og því getur verið skynsamlegt að hafa eyrnatappa meðferðis og jafnvel svefnleppa til að byrgja augun. Þá getur verið afar gott að hafa uppblásanlegan svefnkraga með sér til að láta fara enn bretur um sig.

Komdu í veg fyrir bjúg! Ef setið er í flugvél í marga klukkutíma samfleytt, eiga fæturnir það til að bólgna upp. Þetta gerist vegna þess að þegar við hreyfum ekki vöðvana í fótunum kemst blóðið ekki aftur til hjartans sem skyldi. Þá safnast vökvi fyrir í fótunum og það myndast bjúgur. Þú getur minnkað líkurnar á að fá bjúg á fæturna verulega með því að hreyfa sig eins mikið og mögulegt er, fæturna og tærnar þar sem þú situr eða með því að ganga um. Þá skaltu

22

forðast að sitja með krosslagða fætur og drekktu mikið af vökva. Forðastu áfengi og koffíndrykki þar sem hvoru tveggja þurrkar upp líkamann. Fáðu þér svokallaða flugsokka eða stuðn­ings­ sokka áður en þú leggur af stað og vertu í þeim á meðan á flugferðinni stendur. Flugsokkarnir eru hnéháir, teygjanlegir sokkar sem hjálpa til við að þrýsta blóðinu úr fótunum og aftur til hjartans. Stuðningurinn er mestur í kringum ökklana en minni yfir kálfana. Sokkarnir auka blóðstreymið í fótunum og hjálpa til við að koma í veg fyrir bjúg og óþægindi sem fylgja löngum kyrrsetum á flugferðum. Í Lyfju á Keflavíkurflugvelli má fá öll helstu lausasölulyf, vítamín, bætiefni, flugsokka og margt fleira sem hjálpar til við að gera flug­ ferðina sem þægilegasta. Útibúið er í flokki 3 sem þýðir að þar er ekki lager af lyfseðilskyldum lyfjum. Líttu við í Lyfju fyrir næstu ferð til útlanda og kláraðu að undirbúa þig fyrir ferðalagið. Góða ferð!


MIKILL RAKI FYRIR FERSKA OG GEISLANDI HÚÐ Meiri útgeislun. Nýtt NIVEA rakagefandi dagkrem með Hydra IQ gengur hratt inn í húðina. Eykur rakaflæðið og veitir raka djúpt í húðinni. Inniheldur sólarvörn 15.

www.NIVEA.com


FÖRÐUN

RÚLLUR og rómó Blake Lively

Naglalökk í ljósum tónum. BB krem fyrir húðina, allt í einni túpu. Nota litinn á hálsinum þínum til að velja rétta tóninn.

Gloss með léttum lit, til að tryggja rétta heildarútlið.

Fjólubláir eða bláir blautir augnskuggar, ramma inn mjúkt augnaráð.

Maskari dökk­ fjólublár eða blár.

Eye liner og blýantar – fyrst svartur og svo gylltur eða silfraður yfir.

Lokkandi og dulafullur ilmur.

Sólarpúður með gyltum tónum.

24


HAUST 2012

ROKKAÐ smokey Vönduð naglalökk í öllum regnbogns litum frá ýmsum framleiðendum.

Kristen Stewart

Ilmur með mikinn karakter.

Bauga og roða í burt. Réttur hyljari er nauðsynlegur í þessum efnum.

Blautir augnskuggar til að skerpa á línunum, augun eru aðalatriðið.

Maskarar sem setja punktinn yfir i-ið. Þykkir og mjúkir blýantar auðvelda smokey förðun. Einföld tækni þegar réttu tækin eru við hendina.

Allt fyrir flottar augabrúnir. Fallega mótaðar augabrúnir gera ótrúlega mikið til að laða fram það besta við andlitsfall þitt.

25


LÍKAMSRÆKT

Spiru-tein protein í boostið

Inniheldur vítamín, steinefni og amínósýrur. Einnig má fá Spirutein með mysupróteini.

Nutrilenk Active

Bætiefni fyrst og fremst ætlað þeim sem þjást af minnkuðum liðvökva. Minnkaður liðvökvi lýsir sér oftast í stirðleika og sársauka í kringum liðamót og er því frábrugðið því þegar fólk þjáist af sliti í liðum. Liðvökvi getur minnkað hjá fólki á öllum aldri og er algengt meðal fólks sem stundar miklar álagsíþróttir.

Astaxanthin Wellwoman og Wellman sport

SPORT vítamínin frá Vitabiotics innihalda sérhannaða fjölvítamínblöndu sem er sérstaklega ætluð fólki sem stundar mikla hreyfingu. Vítamínin hjálpa þér að ná sem mestu út úr æfingarútínunni ásamt því að halda blóðsykri í góðu jafnvægi og veita þér almennt aukna orku í amstri dagsins.

Viðheldur heilbrigði húðar og ónæmiskerfis, gefur okkur orku og eykur liðleikann. Astaxanthin er frábært að taka inn til að koma í veg fyrir stirðleika og harðsperrur eftir göngur, hlaup eða aðra hreyfingu sem reynir mikið á. Astaxanthin hjálpar líkamanum að jafna sig fyrr eftir æfingar.

Zoatrim Herbal

Zotrim inniheldur blöndu þriggja jurta sem hjálpa til við að minnka matarskammtana. Jurtirnar eru: Yerba Maté, Guarana og Damiana.

Sjampó og hárnæring frá John Frieda

Í litlum og handhægum umbúðum sem fer lítið fyrir í íþróttatöskunni.

Mikið úrval stoðhlífa fyrir hné, úlnliði og olnboga

Gott að nota til að koma í veg fyrir meiðsl. Hentar einnig þeim sem hafa tognað eða eru með bólgur, slit eða eymsli í liðum.

26

NUTRILENK GOLD

Unnið úr sérvöldum fiskibeinagrindum aðallega úr hákarlabeinum sem samkvæmt rannsóknum eru rík af virku, nýtanlegu og uppbyggilegu kondrótíni, kollagenum og kalki.


HAUST 2012

Udo´s 3-6-9 olían.

Sérvalin blanda af náttúrulegum fitusýrum. Fitusýrur hafa sýnt sig vera mikilvægt byggingarefni fyrir liðamót og liði. Regenovex

Regenovex er einstök samsetning tveggja náttúrulegra efna sem mynda virkni sem dregur úr sársauka, viðheldur og byggir upp liði. Einnig fáanlegur Regenovex plástur sem kemur sérpakkaður og er tilvalin til að hafa í íþróttatöskunni eða veskinu. Umsjón Ragnheiður B. Harðardóttir

Hraustur og streitulaus líkami í vetur, kemur ekki af sjálfu sér! Undirbúðu kroppinn og andann Hreyfing stuðlar að heilbrigði og hún er mikilvæg jafnt fyrir líkamlega- sem andlega heilsu. Reglulegri hreyfingu fylgja jákvæðar tilfinningar, bætt líðan, minni streita og sterkari sjálfsmynd. Aðstaða og framboð á fjölbreyttri hreyfingu hefur sjaldan verið betri, líkamsræktastöðvarnar bjóða upp á glæsi­ legar dagskrár og sundið hentar vel þeim sem þola síður harða hreyfingu og svo kostar ekkert að skella sér í stigaskóna og fara út að skokka. Það sem er mikilvægt er að stunda hreyfingu reglulega en ekki með áhlaupi og löngum pásum. Yfir vetrarmánuðina er tilvalið að taka inn bætiefni til að tryggja líkamanum þau mikil­ vægu næringarefni sem hann þarf á að halda og er góð vísa hér sjaldan of oft kveðin þegar minnst er D vítamín og íslenska veturinn í þessu samhengi, það er þó af nógu að taka í þessum málaflokki og ekki úr vegi að spjalla við lyfjafræðinga Lyfju til að fá góð ráð um hvað hentar þér.

Svefn er mikilvægasta hvíldin sem líkaminn og heilinn fær en ekki sú eina. Töfraorðið er tilbreyting. Þreyta kemur þegar við höfum verið að gera það sama, eða svipað of lengi. Tilhlökkun, tilbreyting í mararæði, hreyfingu og öðru yfir vetur getur gert gæfumuninn þegar kemur að því að losa um streitu og fanga gleðina.

Weleda birkisafinn

Weleda birkisafinn er vatnslosandi. Losar bjúg og léttir á liðamótum, hefur hreinsandi áhrif á líkamann, er góður fyrir húð, hár og neglur. Lífrænt ræktaður, án aukaefna.

Arctic Root

Rannsóknir hafa sýnt fram á að Arctic root (burnirót)vinni gegn þreytu, einbeitingarskorti, og þróttleysi. Einnig hefur komið í ljós að hún hefur sterk áhrif á hormónakerfi líkamans og hefur hún því jákvæð áhrif á kynhvöt karla og kvenna.

Deep Freeze

Snöggkælir sársauka og dregur úr bólgum. Gott að hafa við höndina í erfiðari æfingum.

27


GOSH FÖRÐUN

Smokey förðun MEÐ GOSH

L i t i r n i r sem G osh legg u r á he r sl u á í h a u s t og v e t u r e r u j a r ð a r t ó n a r og ú t í d ö k k r a u ð a t ó n a . Í n ý j u l í n u n n i e r u he r m a n n a g r æ n i r , b u r g u n d í og b r ú n i r l i t i r r á ð a n d i . S mo k e y a u g u n e r u k om i n a f t u r og G osh k y n n i r gl æ s i leg a pa lle t t u með f j ó r u m l i t u m , sem he i t i r e i n f a l d leg a S mo k eY E y es .

Húðin Iðunn byrjar á að nota Gosh Velet Touch Primer, hann gerir húðina slétta og þétta – farðinn endist betur, fer vel í fínar línur og felur þær, húðin verður sléttari. Módel: Maren Jónasardóttir Förðun: Iðunn Jónasardóttir Ljósmynd: Sigfús Már Pétursson

Næst er það Gosh X-Ceptional Wear farðinn sem gefur húðinni ljóma og heilbrigt yfirlit, hann þekur einstaklega vel. Farðinn er með E-vítamíni, olíulaus og inniheldur engin ilmefni. Gosh Click´n Conceal kemur á eftir farðanum. Iðunn setur hyljarann yfir meikið – hann kemur í pennaformi og er einstaklega handhægur. Hann er borinn undir augu , í kringum nef, yfir varir, á roða og bólur.

Lokapunkturinn á andlistgrunninum er Gosh púðrið Velvet til að halda farðanum á sínum stað yfir daginn.

Næst er notaður hreinn blöndunarbursti til að blanda, þar sem ljósi liturinn og græna dustið mæstast.

Augun Grunnur Eye Shadow Base mattur, hvítur eða nánast glær í stiftformi, þetta gerir augnskuggann sem á eftir kemur þéttari og endingarbetri.

Því næst er dekksti liturinn í pallettunni dreginn frá ytri augnkrók og undir augabrúnarbeinið til að fá dýpt í augun og einnig er hann dreginn á neðri augnlok.

Gosh Minireal augnskuggi – má nota einan og sér en Iðunn notar hann hér sem grunn undir dökkgrænan Dust augnskugga . Grey 06. Til að nota dust þarf að nota flatan bursta og pressa vel á augnlokið, með því að pressa dustinu á augnlokið fer það ekki niður á kinn og betri stjórn næst á förðuninni – dustið fer aðeins á augnlokið sjálft og upp að augabrúnabeini. Gosh Smokey Eyes Palette02 Brown. Ljósasti liturinn í pallettunni fer á augabrúnabeinið, látið ljósa litinn ná alveg að þar sem dust-augnskugginn endar.

28

Ljósasti liturinn er svo settur alveg innst í augnkrókinn til að fá smá glans. Woody green augnblýantur er settur í vatnslínuna, blýanturinn er vatnsheldur og helst því vel á sínum stað. Beyond Real er nýr maskari frá Gosh sem lengir og þéttir svo um munar – hárin á burstanum greiða vel úr og klessa ekki augnhárin saman. Iðunn segir þó best að byrjar alltaf á neðri augnhárunum til að koma í veg fyrir að efri augnhárin klessist ekki yfir á augnlokið, og eyðileggi augnförðunina. Til að fá augnhárin ennþá þéttari er gott að fara með svarta augnblýantinn frá Gosh Black INK inn á milli efri augnháranna.


NIP+FAB Augabrúnir Þykkar og vel snyrtar augabrúnir er það sem Iðunn boðar. Hún notar Eye Brow Kit sem gerir það að verkum að þú getur mótað þykkar en þó náttúrulegar augabrúnir – í kittinu er gel sem tryggir að hárin haldist á réttum stað yfir daginn, gelið gerir augabrúnirnar líflegar og einstaklega eðlilegar. Gosh Precious Powder Pearls er sólarpúður sem Iðunn notar í stað kinnalits. Hún gerir skyggingu sem nær frá kollvikum, niður að eyranu, undir kinnbein og undir kjálkabein. Þannig mótar þú flotta kjálkalínu og færð há kinnbein. Þetta sólarpúður er alger snilld, það gefur skugga án þess að gera ásjón húðarinnar gula eða orange. Varir Gosh Wild Cherry varablýantur er borinn á varirnar og búinn til grunnur fyrir varaglossið, þannig næst fram sterkari og endingabetri litir. Volume Lip Shine glossið er einstaklega djúsí og kyssilegt – létt bleikt gloss þannig að liturinn af varablýantinum fær að njóta sín.

Breska fyrirtækið Rodial stendur að baki NIP+FAB línunni en það var stofnað af Mariu Hatzistefanis árið 1999. Hún kynnti merkið til sögunnar fyrir tveimur árum eftir að hafa gert markaðsrannsóknir sem leiddu í ljós að brýn þörf var á vandaðri og ódýrri húðvörulínu með sérstöðu. Sesselja, vörumerkjastjóri forvals, segir frá vörulínunni. „Niðurstaðan varð náttúruleg grunnlína fyrir andlit og líkama sem er parabenfrí, með hraðvirkum lausnum og er hlægilega ódýr, meira að segja á Íslandi. Lína sem brúar bilið á milli ódýrra snyrtivara sem fólk treystir ekki alltaf og þeirra sem eru dýrari,“ upplýsir Sesselja og segir hana taka mið af neytendenum sem fylgist vel með nýjungum í tísku og taki upplýstir ákvarðanir um kaup á snyrtivörum. NIP+FAB hentar öllum húðgerðum og konum jafnt sem körlum að sögn Sesselju. Hún tekur dæmi. „Eitt kremið er „primer“ fyrir andlitið. Yfirleitt er „primer“ notaður yfir dagkrem og undir farða til að festa hann. Þennan má ennfremur nota einan og sér þar sem hann gefur raka og ljær húðinni fallegan og ferskan blæ. Silkimjúka áðferð sem meira að segja karlmenn geta öðlast eftir rakstur.“

Annað krem í línunni hefur ekki síður vakið athygli, svokallað „Bust Fix Gel“ sem Sesselja segir gætt þeim eiginleika að gera brjóst stærri og stinnari. „Það þykir styrkja þau og auka umfang þeirra. Konur hafa þurft að skipta um skálastærð meðan áhrifin vara.“ Þá segir Sesselja NIP+FAB klæðskerasniðið fyrir íslenskar aðstæður. „Línan er uppfull af andoxunerefnum og styrkir náttúrulega varnir húðarinnar. Hún veitir hins vegar ekki vörn gegnum útfjólubláum geislum sólarinnar enda þurfum við á þeim á halda á sumrin.“ Nýjasta nýtt í línunni er No needle fix sem kom á markaðinn sl. vor og hefur fengið verðlaun sem virkasta „anti-aging“ varan markaðsett 2012.

29


GJAFAHUGMYNDIR

Hello Kitty hliðartaska verð: 2.413 kr.

dömu leðurhanskar verð: 1.890 kr.

Hálsmen og armband fyrir stelpur verð: 589 kr.

Hanskar herra verð: 2.374 kr.

3 way maxi buffe verð: 374 kr.

OPI naglalökk verð frá: 1.314 kr.

Cushioned nail verð: 334 kr.

GJAFAVÖRUR Í LYFJU

UNDIR 3.OOO Lifið heil fékk Unni Steinsson til að velja nokkrar hent­

Burts´s bees cocoa butter líkamskrem Verð: 2.593 kr.

Hello Kitty budda verð: 1.732 kr

Barnabók, Ungrfú Afmælis verð: 690 kr. hálsmen Verð: 2.285 kr.

ugar gjafir sem fást í Lyfju. Við settum hámarkið við 3.000 krónur og Unnur átti ekki í erfiðleikum með að finna

armband Verð: 1.554 kr. Eyrnalokkar Verð: 1.299 kr.

skemmtilegt úrval góðra gjafa. Hér eru því komnar nokkr­ar snjallar hugmyndir sem passa vel við flest tækifæri. Komdu við í Lyfju næst þegar þú ert á höttunum eftir góðri gjöf. Ekki skemmir fyrir að í Lyfju Lágmúla er opið alla daga vikunnar til klukkan 01:00 á nóttunni og hægt er að panta vörur sem sendar eru með póstinum um land allt. Ungviði Dýranna Harðspjaldabók verð: 2.590 kr.

Mýkjandi hælahlífar Verð: 2.590 kr.

Flauel þvottastykki Facial Cleansing Verð: 490 kr. skrúbbhanskar með hippamunstri Verð: 615 kr.

Sápa í tinboxi frá Scottish Fine Verð: 1.219 KR.

30

Verð birt með fyrirvara um prentvillur.

Police to be ilmur fyrir herra Verð: 2.990 kr.

Trépúsl Risaeðlur verð: 2.379 kr.

Playboy VIP ilmur fyrir herra Verð: 2.439 kr.

Gelmaski með nuddkúlum verð: 890 kr.


BB C R E A M

ÞITT ANDLIT – ÞITT VAL

ALLT í EINU KREMI

FARÐI · FARÐAGRUNNUR · RAKI •

Aðlagar sig að húðlit

Dregur úr sýnilegum lýtum og fínum línum

Hefur SPF 15

Fæst í 5 litatónum

NÝTT


AFREKSFÓLK

Jón margeir

JÓN MARGEIR SVERRISSON

Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum á landinu að Jón Margeir Sverrisson sló heldur betur í gegn á Ólympíuleikum fatlaðra í sumar þegar hann gerði sér lítið fyrir og vann gull í 200 m skriðsundi og sló heimsmetið um leið. Lifið heil langaði að kynnast heims­methafanum Jóni Margeiri aðeins betur og lagði fyrir hann nokkrar spurningar.

Í sumar sem leið var íslenskt íþróttafólk áberandi á Ólympíuleikunum í London. Það vill svo skemmtilega til að Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari hefur unnið hjá Lyfju í hlutastarfi með íþróttaiðkun­ inni. Þá má geta þess að Lyfja hefur styrkt íþróttasamband fatlaðra undanfarin tvö ár og fagnar því frammi­stöðu Jóns Margeirs sem og annarra Ólympíufara. Lifið heil vildi kynnast þessu afreksfólki örlítið betur.

Hefur lífið breyst eftir að þú varðst Ólympíumeistari og heimsmethafi?

Michael Phelps, sem hefur unnið fleiri Ólympíuverðlaun en nokkur annar.

Já, það má segja það. Til dæmis þekkir fólk mig úti á götu og svo hef ég farið í heimsóknir í skóla og fleira. Þannig að já, lífið er ekki alveg eins og það var fyrir Ólympíumótið.

Hver eru næstu markmið í sundinu nú þegar þessum áfanga er náð? Eða ertu kannski hættur?

Sumir segja að það sé ekki æfing­ in sem skapi meistarann heldur aukaæfingin. Hvað æfir Ólympíu­ meistari mikið í hverri viku? Ég æfi stundum tvisvar á dag. Allt í allt æfi ég um það bil níu til tíu sinnum í viku. Samtals taka æfingarnar um 25 klukkutíma. Áttu þér einhverja fyrirmynd þegar kemur að íþróttum? Það er einna helst sundmaðurinn

Ásdís

Nei, ég er langt frá því hættur. Og ég hef gefið það út að ætla reyna ná lágmarkinu í 1.500 m skriðsundi fyrir leikana hjá ófötluðum í Ríó 2016. Þangað til held ég áfram að æfa og keppa eins mikið og ég get. Hvað gerirðu þegar þú ert ekki að synda? Hefur þú tíma fyrir önnur áhugamál? Ég hjóla mikið og þá helst svokallað fjallabrun. Fer í Skálafell og Heiðmörk og eins labba ég stundum upp Esjuna með hjólið og bruna niður. Sumir segja að það sé ekki æfing­ in sem skapi meistarann heldur aukafæingin. Hvað æfir Ólympíu­ meistari mikið í hverri viku?

Ásdís Hjálmsdóttir lyfjafræðingur og spjótkastari hélt þjóðinni við skjáinn í sumar þegar hún tók þátt í spjótkastkeppninni á Ólympíluleikunum í London. Ásdís setti Íslandsmet í undankeppninni og náði þeim glæsilega árangri að enda í 11. sæti. Ásdís vinnur hjá Lyfju í hlutastarfi sem lyfjafræðingur á milli þess sem hún keppir og æfir spjótkastið. Lifið heil náði í skottið á Ásdísi og lagði fyrir hana nokkrar spurningar.

32

Ég er ekki í vinnu. Kláraði skólann í vor með fullu æfingaprógrammi og það gekk þó ég væri stundum ansi syfjaður eftir morgunæfingarnar. Hvað um rómantíkina – áttu kærustu? Ég á ekki kærustu eins og er og hefur ekki verið mikill tími fyrir þannig undanfarið. Hvar sérðu þig þegar þú ert orðin fertugur? Vonandi í vinnu og sennilega hjólandi á fullu líka.

En vinna – hvernig gengur að sam­ ræma íþróttir og vinnu?

Því miður veit ég það ekki nákvæmlega ennþá en ég get sagt þér hversu mikið sú sem var í 11. sæti æfir. Þetta er mis­mun­ andi eftir tímabilum en fer upp í 8-10 sinnum í viku í 2-4 tíma í senn þegar mest er.

Það hefur verið frekar auðvelt en ætli það sé ekki vegna þess að ég er að vinna mjög lítið. Íþróttirnar eru númer 1, 2 og 3 hjá mér í þennan stutta tíma sem ferillinn endist. Mér finnst þó gott að breyta um umhverfi, hitta fólk og hugsa um eitthvað annað með því að fara í vinnuna.

Áttu þér einhverja fyrirmynd þegar kemur að íþróttum?

Hvað um einkalífið og ektamakann? Hver er hann og hvað gerir kappinn?

Já það eru Jan Zelezny, Ólafur Stefánsson og pabbi minn, Hjálmur Sigurðsson.

Kærastinn minn heitir Hilmir Hjálmars­ son og er einkaþjálfari og bakari sem er mjög aktífur og æfir meðal annars körfubolta.

Hver eru næstu markmið í spjót­ kastinu? Eða ertu kannski hætt? Ásdís Hjálmsdóttir

En vinna – getur afreksmaður í sundi unnið með svona miklum æfingum?

Nei, nei, ég er langt frá því að vera hætt og er meira að segja byrjuð að undirbúa mig fyrir næsta sumar. Þar ber hæst Heimsmeistaramótið í Rússlandi í ágúst þar sem ég stefni á að standa mig vel. Hvað gerirðu þegar þú ert ekki að æfa, keppa eða vinna? Hefur þú tíma fyrir önnur áhugamál? Þá reyni ég að hitta vini og fjölskyldu eins mikið og ég get. Ég hef gaman af því að ferðast og reyni alltaf að gera það þegar ég mögulega get.

Hvar sérðu þig þegar þú ert orðin fertug? Þá verður ferillinn að öllum líkindum búinn og ég farin að starfa á fullu sem lyfjafræðingur. Vonandi verð ég líka hamingjusamlega gift og komin með börn.


N EI LT FA OG T! EL ÐV AU

eg aðgengil „Skýr og tara m m ættu leið að b ll e v íðan aukinni venjum, um.“ íl k a auk ó og færri ÓTTIR, SD GNVALD ARÍA RÖ ÐINGUR ALMA M NARFRÆ U KR JÚ H ONA RAUTARK OG ÞRÍÞ

TUN 1. PREN LD! E UPPS TUN 2. PRENIN Í KOM IR! AN VERSL

DYN AM O REYK J AV Í K

AUKAKÍLÓIN FJÚKA!

„FRÁBÆRT KERFI SEM VIRKAR!“ SIRRÝ, RÁS 2

Ásgeir Ólafsson hefur undanfarin 20 ár

Einfalt og aðgengilegt heilsubótarkerfi sem skilað

þjálfað og veitt fólki næringarráðgjöf

hefur frábærum árangri. Aukin vellíðan og léttari

heima og erlendis. Létta leiðin hefur hjálpað fjölda fólks til betra lífs.

líkami til frambúðar á aðeins sex vikum – án þess að þurfa að breyta um lífsstíl!


VIÐURKENNING

Þorgerður Þráinsdóttir, forstöðumaður verslanaog markaðssviðs Lyfju hf og Margrét Björnsdóttir, formaður Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs.

Lyfja hf hlýtur viðurkenningu umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs Í lok ágúst veitti Umhverfisog samgöngu­nefnd Kópa­vogs viður­kenningar fyrir framtak í umhverfis- og sam­ félagsmálum. Lyfja hf hlaut viðurkenningu nefnd­ar­­­innar í flokknum um­ hverfi og sam­félag vegna stefnu sinnar og vinnu í um­hverfis­ málum.

TT

Í byrjun árs 2010 var sett af stað ferli til að móta stefnu í umhverfismálum Lyfju hf. Fyrir­ tækið tók upp virka um­ hverfis­ stjórnun sem felur í sér aðgerðir til þess að draga úr um­hverfisáhrifum af starfseminni og stuðla að bættum samskiptum við náttúru og umhverfi. Hugað var að málum eins og flokkun og endurvinnslu, orku­ nýtingu, förgun spilliefna og fleiri þátta, auk þess sem fyrirtækið setti sér ákveðna umhverfisstefnu. Í ljós kom að helstu tækifærin lágu í að draga úr notkun á plasti annars vegar og hins vegar að auka endurvinnslu. Plast er vaxandi vandamál um allan heim og mörg Evrópulönd hafa í mörg ár unnið markvisst að því að draga úr notkun á plastpokum. Ítalía hefur t.d. bannað alfarið plastpoka í verslunum og Írland leggur sérstakan skatt á plastpoka svo einhver dæmi séu nefnd. Plastpokar henta ekki vel til endurvinnslu því þeir hafa oft komist í snertingu við spilliefni og þeir eru gjarnan litaðir með sterkum efnum. Plastpokar eyðast mjög hægt í náttúrunni og því er helsta leiðin að draga úr notkun þeirra.

Magi Rass Læri Þekjandi og þægilegar í mittið

Ýmsir valkostir voru skoðaðir, þar á meðal bréfpokar og maís­ sterkjupokar sem báðir eyðast í náttúrunni. Þetta þóttu hins vegar ekki betri kostir þar sem bréf­pokar eru t.d. mjög orkufrekir í framleiðslu og því ekki mjög umhverfisvænir að því leyti og maíssterkjupokar eru framleiddir úr erfðabreyttum maís.

Umhverfisstefnan var vel kynnt fyrir starfsfólki Lyfju og það hvatt til þess að horfa í kringum sig, bæði í vinnunni og heima og skoða þau tækifæri sem gæfust til að draga úr notkun á plasti. Ákveðið var að fara þá leið að segja frá umhverfisstefnunni í öllum verslunum, bjóða viðskiptavinum poka í stað þess að afhenda hann og rukka vægt gjald fyrir hann. Öllu starfs­ fólki var gefinn margnota innkaupapoki og byrjað var að selja slíka poka í öllum verslunum Lyfju hf. Andvirði sölu plastpokanna fer í styrktarsjóð og veittir eru styrkir til samfélags- og umhverfismála. Viðskiptavinir tóku þessu flestir mjög vel og fljótt kom í ljós að stór hluti plastpokanna var í raun óþarfur. Árið 2009 fóru hátt í 2 milljónir plastpoka til við­ skiptavina Lyfju svo til mikils var að vinna. Gert var ráð fyrir að hægt væri að draga úr notkun­inni um 50-60% en nú þremur árum seinna hefur notkunin dregist saman um nærri 90%. Samhliða þessu átaki í minnkun á notkun plastpoka var flokkun á sorpi aukin til þess að hámarka endurvinnslu. Þá voru samningar gerðir við þjónustufyrirtæki sem hlotið hafa umhverfisvottun, t.d. með þrif, prentun og fleira. Viðskiptavinir voru hvattir til að skila lyfjum til eyðingar og við notum hvert tækifæri til að draga úr pappírsnotkun í rekstrinum.


HAUST 2012

GUÐRÚN BERGMANN MEÐ NÝJA BÓK Okkur barst til eyrna að ný bók eftir Guðrúnu Berg­mann væri væntanleg í lok október, svo við höfðum samband við hana til að forvitnast aðeins um hvað hún fjallar í þessari bók sinni. „Bókin mín heitir UNG Á ÖLLUM ALDRI og fjallar um það á hvaða hátt við getum aukið eigin lífsgæði og í raun fengið meira út úr lífinu með því að tileinka okkur jákvætt viðhorf og heilbrigðan lífsstíl,“ segir Guðrún. „Við getum auðvitað byrjað að tileinka okkur heilbrigðan lífsstíll hvenær á ævinni sem er, en best væri auðvitað ef hann hæfist snemma á lífsleiðinni, því ef við erum ekki að byggja líkamann upp og styrkja hann með því sem við erum að gera, þá erum við að ganga á kerfi hans og rýra þau,“ bætir hún við. Hún segist hafa verið að móta bókina í huganum í nokkur ár, áður en hún settist loks niður og skrifaði hana. „Það á allt sinn tíma, líka þessi bók. Kannski var rétti tíminn núna, einmitt vegna þess að ég hef sannreynt að náttúrulega leiðin til bata skilar árangri. Ég var búin að yfirkeyra mig og ganga alvarlega á heilsu mína fyrir tveimur árum, þegar ég seldi Hótel Hellnar, svo ég þurfti að byggja hana upp alveg frá grunni. Til þess notaði ég þær aðferðir sem ég fjalla um í bókinni og þær hafa skilað þeim árangri að þar

sem ég mældi heilsu mína áður á skalanum 0-10 einhvers staðar á milli 0-1, þá er hún nú a bilinu 9-10,“ segir Guðrún brosandi. Og það er greinilegt að henni líður vel, því hún nánast geislar af heilbrigði. Í bókinni UNG Á ÖLLUM ALDRI er að finna ráðleggingar um ótal leiðir sem fara má til að styðja og styrkja hin ýmsu kerfi líkamans, upplýsingar um hvaða bætiefni er gott að taka fyrir hvert þeirra, ráðleggingar um mataræði sem dregur úr hættu á ýmsum aldurstengdum sjúkdómum og umhirðu hárs og húðar. Einnig er fjallað um mikilvægi þess að njóta góðs kynlífs eins lengi og orka og áhugi leyfir, um streituþáttinn sem getur leitt til alvarlegra sjúkdóma og um mátt og mikilvægi fyrirgefningarinnar. UNG Á ÖLLUM ALDRI er í raun full af upplýsingum um ótal sjálfshjálparleiðir sem hægt er að nýta sér til að eiga orkumeira og innihaldsríkara líf. „Ég hugsa bókina sem handbók, sem auðvelt er að fletta upp í til að finna svör við ýmsum spurningum

sem á hugann leita, þegar við skynjum að heilsan er ekki alveg eins og hún á að vera. Einnig er hún gott veganesti fyrir þá sem vilja breyta um lífsstíl. Ég legg áherslu á að ég er ekki að bjóða upp á skyndilausnir eða eilífa æsku, heldur benda á hvað við getum sjálf gert með því að taka ábyrgð á eigin líkama. Breytingar taka tíma að skila sér og þú þarft til dæmis lágmark að taka inn sama bætiefnið í 3-4 mánuði, svo það fari að skila sér í auknum styrk og betri líðan. Við gleymum því svo oft að við höfum kannski verið í langan tíma að skaða heilsuna og því megum við gera ráð fyrir að það taki okkur líka töluverðan tíma að ná henni góðri aftur.“ Guðrún segist hafa leitað til nokkurra aðila til að fá álit þeirra á bókinni og fengið mjög jákvæð viðbrögð. Edda Björgvins leikkona og fyrirlesari gaf henni þessi ummæli: „Þvílíkur fjársjóður þessi bók. ALLT sem maður þarf að vita til að rækta bæði líkama og sál!“ Við hjá Lifið heil óskum Guðrúnu til hamingju og góðs gengis með nýja bók. Bókin verður í forsölu í verslunum Heisluhússins og Lyfju frá 30. október til 7. nóvember, þegar hún fer í almenna dreifingu.

Náttúrulegar ttúrulegar trefj trefjar ef ar sem halda efj meltingunni í góðu formi

HUSK Ke err 100% náttúrulegt „þarmastillandi“ „þarmastillandi“ err hreinsuð hreinsuð fræskurn indversku efni. HUSK Ke lækninga jurtarinnar Plantago Psyllium. lækningajurtarinnar HUSK err án sykurs eða bragðefna og Ke bætir starfsemi þarmanna á vægan hátt.

ehb@ebridde.is, www.ebridde.is

Upplýsingar um Husk duft til inntöku: Virkt efni: Ispaghula husk. Ábendingar: Náttúrulyf til meðferðar við þrálátri hægðatregðu; til notkunar við aðstæður þar sem mjúkar hægðir og auðveld hægðalosun eru æskileg. Viðbótarmeðferð við einkennum niðurgangs af ýmsum orsökum og meðferð þegar þörf er á aukinni neyslu trefja, t.d. við iðraólgu. Skammtar og lyfjagjöf: Dagsskammtur fyrir fullorðna, aldraða og börn eldri en 12 ára: 2-3 mæliskeiðar (3-5 g) kvölds og morgna. Blanda skal u.þ.b. 5 g með 150 ml af köldu vatni, mjólk, ávaxtasafa eða öðrum drykkjum, hræra rösklega og drekka svo fljótt sem mögulegt er. Drekka skal að auki nægilegan vökva. Taka T skal náttúrulyfið inn að deginum a.m.k. hálfri til einni klukkustund fyrir eða eftir máltíð og inntöku annarra lyfja. Frábendingar: Ispaghula husk er ekki ætlað sjúklingum með hægðateppu eða einkenni frá kviðarholi af ógreindum orsökum, kviðverki, ógleði eða uppköst, nema að ráði læknis. Ispaghula husk er heldur ekki ætlað sjúklingum sem hafa þrengingar í meltingarvegi, sjúkdóma í vélinda eða magaopi, þaninn ristil, sykursýki sem erfitt er að meðhöndla eða ofnæmi fyrir ispaghula eða einhverjum öðrum innihaldsefnum náttúrulyfsins.Varnaðarorð: Fyrirstaða getur myndast í meltingarvegi ef vökvaneysla er ekki nægileg samhliða notkun náttúrulyfsins. Ef kyngingarörðugleikar hafa einhvern tíma átt sér stað eða um sjúkdóma í koki er að ræða skal ekki nota náttúrulyfið. Sjúklingar með bráðan bólgusjúkdóm í meltingarvegi eða truflanir í saltbúskap ættu ekki að nota náttúrulyfið. Milliverkanir: Frásogi annarra lyfja sem tekin eru samhliða, t.d. kalsíums, járns, litíums og sinks, vítamína (B12), glýkósíða með verkun á hjarta og kúmarín afleiða getur seinkað. Af þessum ástæðum skal taka náttúrulyfið a.m.k. hálfri til einni klukkustund fyrir eða eftir máltíð og inntöku annarra lyfja. Gæta þarf varúðar þegar lyf sem draga úr hreyfanleika maga og þarma (morfínlík lyf, lóperamíð) eru notuð samhliða vegna hættu á teppu í meltingarvegi. Aukaverkanir: Vindgangur og kviðverkir geta átt sér stað við notkun náttúrulyfsins, einkum í upphafi meðferðar. Þaninn kviður, hætta á fyrirstöðu í görnum eða vélinda og hægðateppa, sérstaklega ef vökvaneysla er ekki nægilega mikil. Geymið ekki við hærri hita en 25°C. Geymið í upprunalegum umbúðum. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja náttúrulyfinu. 10 desember 2008.


SPURT OG SVARAÐ

SPURT og SVARAÐ Spurning 1 Ég er með frjókornaofnæmi og hef verið að taka Lóritin við því, eina töflu á dag. Síðastliðna daga þá hefur það ekki verið til neins gagns fyrir mig. Má ég taka fleiri töflur ein eina á sólarhring eða á ég að fara til læknis og fá eitthvað sterkara?

Spurning 5

Spurning 8

Ég er 15 ára í sambandi og er byrjuð að stunda reglulega kynlíf. Ég ætla að fara til læknis og byrja á pillunni (fer án foreldris). Panta ég bara tíma hjá næsta lausa lækni eða skiptir það máli?

Ég er 15 ára strákur og á í vandamálum með bólur, ég hef reynt mjög mikið eins og gúrkusafa og krem en ekkert af þessu hefur áhrif. Væri gott ef þið mynduð koma með ráð.

Svar 5

Svar 8

Það er best að panta tíma hjá sínum heimilis­ lækni. Ef þú hefur ekki fastan heimilislækni þá pantarðu bara tíma hjá lækni á næstu heilsugæslustöð.

Það eru til heilu vörulínurnar í apótekum sem eru ætlaðar til að draga úr unglingabólum og misjafnt hvað fæst í hverju apóteki.

Sumir nota sérstakt hreinsikrem, síðan andlitsvatn og svo andlitskrem/rakakrem. Hreinsikrem opnar húðina og hreinsar, andlitsvatnið hreinsar enn betur og lokar húðinni aftur en kremið passar að húðin þorni ekki og gefur henni næringu. Þetta er notað í þessari röð.

Svar 1 Hámarksskammtur af Lóritini er 10 mg á dag, því má ekki taka fleiri en 1 töflu á dag. Þú getur prófað aðrar andhistamín töflur sem eru seldar í lausasölu t.d. Histasín, Kestíne eða Nefoxef og athugað hvort það henti betur. Einnig getur þú keypt ofnæmisaugndropa t.d. Livostin eða Zaditen ef einkenni eru aðallega frá augum eða ofnæmisnefúða ef einkenni eru aðallega frá nefi. Augndropa/nefúða getur þú notað með Lótitín eða öðrum andhistamín töflum. Þó bendi ég þér á að leita til læknis ef ofnæmisviðbrögðin eru mikil.

Spurning 2

Aðrir vilja halda þessu einföldu og kaupa t.d. bara hreinsi og krem til að nota á eftir. Það er mikilvægt að kremið sé olíulaust, sérstaklega ef viðkomandi er með feita húð sem fylgir oft unglingabólum.

Spurning 6 Ég svaf hjá stelpu síðasta laugardag og hún sendi mér skilaboð um að hún væri með sveppasýkingu. Ég fór í apótekið og keypti lyfið Pevaryl en ég er ekki viss hvernig ég á að nota það, á ég að bera þetta innan á forhúðina (slímhúðina?) ég vill ekki taka neina áhættu.

Er að taka Fluoxetin 20 mg og Lyrica 25 mg er að velta fyrir mér hvort að áfengi geti haft skaðleg áhrif á mig. Ég hef þrisvar lent í Svar 6 krampaköstum og froðufellt og verið með veika Pevaryl krem inniheldur sveppalyfið Ekonazol. öndun eftir áfengisneyslu og mér var sagt Við sveppasýkingu á kynfærum karla er að þessi lyfjablanda gæti haft þessi áhrif er kremið borið á getnaðarliminn 2svar sinnum eitthvað til í því? á dag þar til einkenni hverfa og í 3 daga eftir Svar 2 að einkenni eru horfin. Kremið er ætlað til útvortis notkunar en ekki á slímhúð þar sem Fluoxetín og Lyrica milliverka ekki hvort við efni í kreminu getur valdið ertingu á því svæði. annað og því er í lagi að taka þau saman. Þú skalt leita til læknis ef meðferðin ber ekki Hins vegar getur Fluoxetin sem slíkt valdið aukinni hættu á krömpum (það á einnig við um árangur. flest önnur þunglyndislyf). Lyrica milliverkar við etanól og getur aukið áhrif áfengis þannig að það valdi öndunarbilun.

Svo eru enn aðrir sem vilja frekar nota hreinsiklúta fyrir andlit heldur en að standa í veseni með bómull og svona. Það eru til alveg sérstakir hreinsiklútar gegn bólóttri húð, oft er rakagefandi efni í þeim líka þannig að þá þarf ekkert aukakrem. Síðan er hægt að kaupa sérstakt bólustifti sem inniheldur efni sem þurrkar upp bóluna þannig að hún er fljótari að fara. Bólustifti er bara notað á eina og eina bólu en ekki allt andlitið í einu. Ég mæli með því að þú kíkir í apótek og spyrjir starfsmann nánar út í þetta. Það er nefninlega ýmislegt til og starfsfólkið er vant að ráðleggja hvað hentar best. Að lokum vil ég nefna að ef bólur eru mjög alvarlegar eða þrálátar endar fólk stundum á því að fara til læknis sem skrifar þá upp á sérstök lyf gegn þeim. En ég mæli með því að þú byrjir á þessu hefðbundna.

Spurning 3

Spurning 7

Hvenær á daginn að taka lyf Pergotime 50 mg?

Getur einhver sagt mér hvað stendur á stílapökkunum fyrir lítil börn? Ég er búsett á Spáni og hef ekki hugmynd hvað stílar heita á spænsku, en vantar svo að kaupa svoleiðis.

Ég get ekki mælt með því að útrunnin lyf séu tekin inn.

Svar 3 Þú getur tekið Pergotime á þeim tíma dags sem hentar þér best. Veldu þér tíma dags og haltu þig við þann tíma þegar þú tekur lyfið.

Spurning 4 Hvaða lyf er gott við vindgangi og meltingartruflunum?

Svar 4 Ég mæli helst með Imogaze en það er notað við einkennum uppþembu og vindgangs hjá fullorðnum. Ef það dugar ekki þá mæli ég með því að tala við lækni.

Svar 7

Spurning 11 Ég er 42 ára og er undanfarið hálft ár verið slæmur í húðinni. Þetta kemur mér verulega á óvart að vera á þessum aldri með þetta vandamál. Hef fengið svaðalegt horn á ennið eins og ég væri með kúlu hreinlega, líður þetta hjá? og eða hvað er hægt að gera til að útrýma þessum fjanda

Svar 11 Ég mæli með að þú pantir tíma hjá húðlækni. Til eru ýmiskonar lyfseðilsskyld lyf til að nota útvortis á bólur, læknir getur fundið út hvað hentar í þínu tilfelli. Önnur ráð eru að sótthreinsa bólusvæðið með spritti t.d. própanóli sem fæst í apótekum. Það drepur bakteríur og þurrkar húðina. Útvortis notkun með Tea tree olíu eða kókosolíu gætu einnig hjálpað, vegna bakteríudrepandi eiginleika þeirra. Ef þú ferð í verslanir Lyfju hf. getur þú fengið aðstoð við val á snyrtivörum fyrir bólótta húð.

Svar 9

Spurning 10

Ef þú ert að leita af hitalækkandi og verkjastillandi lyfi fyrir börn þá ættir þú að biðja um Paracetamole í apótekinu (stundum kallað Acetaminophen). Pinex/Parasupp stílarnir sem eru seldir á Íslandi innihalda þetta efni.

Langaði bara að athuga hvort þið vissuð hvort það mætti stunda kynlíf á meðan maður er að nota Flagyl skeiðarstíla, það stendur nefnilega ekkert um það í fylgiseðlinum eða á netinu.

Ef þú ætlar að fá endaþarmsstíla þá skaltu biðja um Suppositorium.

Til að forðast endurtekin smit tel ég að það sé best að stunda ekki kynlíf á meðan sýkingin er enn til staðar. Ég mæli með að þú klárir sýklalyfjakúrinn og verðir einkennalaus, þó þess sé ekki sérstaklega getið í fylgiseðli lyfsins.

Ég mæli með að þú takir fram aldur og þyngd barnsins þegar þú kaupir lyfið svo þú fáir afgreiddan réttan styrkleika.

SPURT og SVARAÐ

Spurning 9 Ef maður á töflur til (og hefur ekki enn byrjað að taka þær) og þær eru runnar út skv. dagssetningu, á ég þá að láta farga þeim eða er manni óhætt að taka þær inn? Þær runnu út í maí 2012 en ég er að tala um Champix töflurnar.

Ég mæli þess vegna með því að þú annað hvort sleppir því að drekka áfengi á meðan þú tekur þessi lyf eða ræðir breytta lyfjagjöf við lækninn þinn.

36

Í fyrsta lagi er mjög gott að hreinsa húðina og í öðru lagi er gott að hún fái raka og næringu (andlitskrem).

Svar 10

SPURT og SVARAÐ


Algjörlega

SPOTLESS

Með ACO Spotless eru bólur ekki vandamál Hreinsar óhreina húð, fjarlægir bólur eða fílapensla og viðheldur húðinni hreinni og fallegri.

nýtt Fæst í næsta apóteki


SPURT OG SVARAÐ

SPURT og SVARAÐ

Spurning 13

Spurning 15

Var að velta því fyrir mér hvort innöndunarlyfið Flixotide sem ég var að leysa út muni gera illt verra fyrir mig þar sem ég hef fundið fyrir hæsi og þyngslaverk í lungum (engin önnur einkenni) frá því í sumar. Las á fylgiseðlinum að algengar aukaverkanir lyfsins væru hæsi og lungnabólga! Fannst eins og læknirinn væri ekki alveg með greininguna á hreinu.

Ég á strák sem að er að verða 12 mánaða. Ég hætti með hann á brjósti fyrir ca. 3 vikum síðan, er búin að vera á Cerazette pillunni síðan í nóvember í fyrra og hef ekkert farið á blæðingar. Gæti ég verið ólétt? Nú er ég hætt á brjósti með hann og er ekki að taka neina pillu, En ég hef ekkert byrjað á blæðingu er það alveg eðlilegt? Margar konur sem ég hef talað við byrjuðu á blæðingum þegar að börnin þeirra voru 7-9 mánaða. Veit að þetta er misjafnt eftir konum.

Svar 13 Flixotide hefur kröftug bólgueyðandi áhrif á lungu og er notað við astma og langvinnri lungnateppu. Það er rétt að lungnabólga er algeng aukaverkun en þá er átt við sýkingar hjá þeim sjúklingahópi sem er með langvinna lungnateppu, 1-10% þeirra fá lungnabólgu. Hæsi er algeng (1-10% af öllum þeim sem nota lyfið) en það hjálpar að skola munn og kok eftir að lyfinu hefur verið andað inn.

Spurning 12 Lenti í því um daginn að detta úr smá hæð og auðvitað beint á andlitið. Náði að hrufla mig nokkuð og er að velta fyrir mér hverju þið mælið með að smyrja á sárin til að koma í veg fyrir öramyndun, og jafnvel flýta fyrir bata.

Svar 12 Ég mæli til dæmis með grænu Aloe Vera geli (hreinu) til að græða og flýta fyrir bata.

Ég get ekki svarað því hvort þetta lyf sé rétt eða rangt fyrir þig en jákvæð áhrif lyfsins ættu að koma fram eftir 4-7 daga notkun. Ef þér versnar af því að nota Flixotide eða ef einkennin hafa ekkert lagast eftir vikunotkun þá ættirðu að hafa samband við lækninn aftur. Ef þú ert mjög efins um að greining læknisins hafi verið rétt, þá ættirðu að fá álit annars læknis. Það má vera að eitthvað annað sé að valda þessum einkennum, t.d. bakflæði?

Svar 15 Flestar konur sem taka Cerazette fara ekkert á blæðingar á meðan þær eru á þeirri pillu. Sumar fá svokallaðar milliblæðingar en hjá mörgum blæðir bara ekki neitt og það er alveg eðlilegt.

Spurning 14 Ég var að velta fyrir mér hvort það væri hægt að fá próf í Lyfju til að athuga hvort það séu ketón í þvaginu hjá manni?

Svar 14 Jú, það eru til þvagstrimlar sem mæla ketón í þvagi, t.d. Ketostix frá Amex eða Bayer. Þessi próf fást t.d. í Lyfju í Lágmúla, þú færð allar nánari upplýsingar í síma 533 2300 (velja 3 fyrir hjúkrunarfræðing sem getur svarað öllum helstu spurningum. Ef það Lyfjuapótek sem þú velur að skipta við á þetta ekki á lager þá ætti ekki að vera mikið mál að panta þetta fyrir þig.

Ef þú ert hætt á pillunni og ert hætt með barnið á brjósti þá getur það tekið einhverjar vikur fyrir líkamann að komast á rétt ról aftur í tíðahringnum. Það þarf þess vegna ekki að vera að þú sért ólétt. Hins vegar getur það alveg verið svo ég ráðlegg þér að kaupa óléttupróf og athuga það. Ef prófið er neikvætt þá geturðu verið alveg róleg þó þú sért ekki byrjuð á túr af því að stundum tekur þetta bara tíma.

Perla Dögg Þórðardóttir Lyfjafræðingur er umsjónamaður Spurt og svarað.

LOKSINS Á ÍSLANDI! Röndótta línan frá Matas er nú loks fáanleg á Íslandi og fæst í verslunum Lyfju um land allt. Matas er danskt fyrirtæki sem hefur þróað og selt hreinlætis- og snyrtivörur í 44 ár. Allar vörur eru prófaðar, og virknin staðfest, á rannsóknastofum. Röndótta línan er sú vinsælasta frá Matas og fæst nú í verslunum Lyfju. Prófaðu Matas og finndu muninn.

- 100% laus við paraben - 100% laus við skaðleg þalöt

38

- Engin ofnæmisvaldandi efni - Flestar vörurnar án ilmefna


YFIRHEYRSLAN

Fólkið hjá Lyfju

Yfirheyrsla yfir starfsfólki Lyfju heldur áfram og að þessu sinni fáum við að kynn­ ast hinni hliðinni á þeim SIGRÍÐI JAKOBÍNU MAGNÚSDÓTTUR og RAGNHEIÐI BJÖRGU HARÐAR­dóttur. BÁÐAR HAFA ÞÆR STARFAÐ LENGI HJÁ LYFJU, SIGRÍÐUR sem umsjónaR­ maður verslunar Lyfju smára­ torgi og ragnheiður sem vörustjóri lyfju.

SIGRÍÐUR JAKOBÍNA MAGNÚSdóttir Hvað ert þú búin að starfa lengi hjá Lyfju og hvað gerir þú? Ég er búin að vinna hjá Lyfju í rúm níu ár. Ég starfa sem umsjónarmaður verslunar á Smáratorgi. Hver ertu? Ég er fædd í Reykjavík 21. desember 1954 en ólst upp í vesturbænum í Kópavogi og átti heima þar fram yfir tvítugt. Bjó á Djúpavogi í 16 ár, þaðan fluttum við í Árbæinn og bý nú í Hafnarfirði. Ég á fjögur uppkomin börn, þrjár dætur og einn son og svo barnabörnin; þrjá frábæra stráka. Áhugamál? Áhugamálin eru aðallega fjölskyldan mín, börn og barnabörn. Útivist er eitt af mínum áhugamálum, þá gönguferðir með gönguklúbbnum mínum „Unni og ömmunum.“ Við höfum farið í margar skemmtilegar gönguferðir saman. Svo finnst mér gaman að lesa góðar bækur, prjóna eða gera aðra handavinnu. Stærsta afrek lífsins? Stærsta afrekið mitt er að eignast börnin mín og koma þeim til manns. Öll eru þau heilbrigðir og vel gerðir krakkar sem ég er mjög stolt af. Leikhús eða bíó? Vel leikhúsið frekar, en alltaf gaman að fara í bíó, mætti vera duglegri að fara.

40

Hefðbundinn föstudagur? Byrja að vinna kl. 8 eins og alla morgna og vinn til kl 4. Þá fer ég heim eða eitthvað í heimsókn, svo er bara slappað yfir sjónvarpinu eða horft á mynd. Frí út á landi eða á Laugaveginum? Úti á landi. Hef ferðast mikið um landið hvort sem er lengri ferðir eða bara um helgar. Verkjalyf eða bitið á jaxlinn? Ég tek verkjalyf. Óþarfi að vera með verki en þarf sem betur fer ekki mikið á þeim að halda. Freisting sem erfitt er að standast? Góður matur er mjög freistandi eins og fallegir hlutir. Framtíðin? Framtíðin er björt finnst mér. Ég á heilbrigð börn og barnabörn, hlakka bara til að fylgjast með þeim í framtíðinni. Svo á ég eftir að ferðast meira bæði innanlands og utan. Halda góðri heilsu vonandi og læra meira í skóla lífsins.

RAGNHEIÐUR BJÖRG HARÐARDÓTTIR Hvað ert þú búin að starfa lengi hjá Lyfju og hvað gerir þú? Ég er búin að vera hjá Lyfju í 15 ár núna um áramótin og starfa sem vörustjóri. Hver ertu? Ég er kölluð Ragna, er Breiðhyltingur, bý í Seljahverfinu og á tvær stelpur, Stefaníu og Arndísi sem eru 26 og 20 ára og er gift Ásgeiri Arnari Jónssyni. Áhugamál? Ég elska að ferðast og finnst mjög gaman að koma til landa þar sem ég er að sjá og uppgötva eitthvað alveg nýtt. Svo er ég í kvennakór sem heitir Seljurnar þar sem eru hressar og skemmtilegar konur. Stærsta afrek lífsins? Að sjálfsögðu að eignast stelpurnar mínar. Leikhús eða bíó? Leikhús og alveg ofboðslega spennandi vetur framundan. Ég vona bara að ég komist yfir allar þær sýningar sem mig langar til að sjá.

Hefðbundinn föstudagur? Eftir að vinnudegi er lokið þá erum við með pizzu eða borgara í matinn og ef það er ekkert planað hjá okkur þá eru það nú bara rólegheit yfir sjónvarpinu. Frí út á landi eða á Laugaveginum? Eftir að hafa farið nokkrar gönguferðir, t.d. Laugaveginn, Fimmvöruðuháls, Skjaldbreið og á Sveinstind, sem stendur upp úr því fegurðin er ólýsanleg þegar maður er kominn upp á topp, þá er ekki spurning að það frí út á land. Verkjalyf eða bitið á jaxlinn? Verkjalyf. Til hvers að kveljast? Freisting sem erfitt er að standast? Ég get hreinlega ekki staðist súkkulaði. Framtíðin? Vonandi löng og björt með fullt af spennandi og skemmtilegum tækifærum.


STYRKUR, ÚTHALD, BATI

Með æfingum sköpum við framtíðina og uppgötvum eiginleika okkar. Framtíðin er núna.

UDO’S OLÍA 3•6•9 BLANDA

Með því að nota Udo´s olíu er fólk um allan heim að upplifa mýkri liði, aukinn styrk, bætt úthald og skjótari bata eftir æfingar. Núna er röðin komin að þér - bættu Udo´s olíu í þína daglegu rútínu.

LÍFRÆN | SJÁLFBÆR | FYRIR ALLA Fæst í apótekum og heilsubúðum.


UPPSKRIFT

kjúklingakoddar Kjúklingur

með hunangssósu FYRIR 4

Uppáhald allra barna! Lifið heil fékk uppskrift frá Berglindi Sigmarsdóttur, sem er höfundur bókarinnar Heilsuréttir fjölskyldunnar ásamt manni sínum Sigurði Gíslasyni landsliðskokki, en bókin er orðin margföld metsölubók. Þau hjónin eiga saman fjögur börn og því alvön að elda heilsusamlega rétti sem allir á heimilinu vilja.

1 dl

hveiti (heilhveiti, fínt spelthveiti eða glúteinlaus hveitiblanda eða bókhveiti)

1 stk.

stórt egg (eða 2 minni)

8 dl

kornfleks (hægt er að fá sykurlaust og glútenlaust kornfleks)

2 msk. jómfrúarólífuolía 750 gr kjúklingalundir eða 4 stk. kjúklingabringur, skornar í 4-5 bita

sjávarsalt og nýmulinn svartur pipar

Kjúklingur - aðferð 1. Skerið kjúklingabringurnar eða lundirnar í bita.

upp úr hveiti, báðum megin, færið svo bitann yfir í skálina með eggjunum og bleytið (látið leka vel af). Færið svo bitann yfir í síðustu skálina með kornfleksinu og þekið hann. Setjið kjúklingabitann svo á bökunarplötuna og byrjið á næsta. Klárið svona alla bitana. 8. Setjið kjúklingabitana inn í miðjan ofn í 10-15 mínútur. Þegar þeir eru orðnir gylltir og eldunartíminn hálfnaður snúið þið þeim við með töng. Passið bara að brenna ykkur ekki þar sem ofninn er vel heitur.

HUNANGSSÓSA 1 dós sýrður rjómi 10% 1½ msk. Dijon sinnep (t.d. lífrænt) 1 msk. lífrænt akasíuhunang salt og pipar

2. Hitið ofninn í 250°C. 3. Setjið kornfleks í matvinnsluvél og vinnið vel, bætið olíu saman við. 4. Setjið hveiti í einn djúpan disk, egg í annan og kornfleks í þann þriðja. Kryddið hveitið vel með salti og pipar, má gjarnan vera vel kryddað. 5. Hrærið aðeins í eggjunum með gaffli. „Það er jafnan slegist um hvern bita þegar þessir eru bornir á borð á heimilinu. Börnin eru yfir sig hrifin af kjúklingakoddunum sem minna á hefðbundna kjúklinganagga en eru afar ólíkir að innihaldi og hollustu.“

42

6. Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír. 7. Byrjið svo að velta kjúklingabitunum hverjum fyrir sig. Veltið fyrst bitanum

Sósa - aðferð Blandið öllu vel saman í skál og berið fram til að dýfa bitunum í. Þar sem sum börn vilja ekki sinnep, gæti verið ágætt að prófa að sleppa sinnepinu eða bjóða þeim holla tómatsósu með. Ef einhver er með mjólkuróþol má nota t.d. létt majónes eða heimagert majónes í stað sýrða rjómans.


Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins.


ILMIR Í LYFJU

Frá örófi alda hefur mannkynið notað ilmefni til þess að vekja ánægju hjá öðrum og vellíðan í eigin skinni. Miklar framfarir og breytingar á framleiðsluaðferðum hafa átt sér stað í ilmefnagerð í gegnum aldirnar en sköpun ilmefna er enn jafn mikil list og fyrrum. Þá er hönnun á glösum og flöskum utan um ilmina sérlega áhugaverð og oft á tíðum afar frumleg. Stundum eru glösin það glæsileg að við föllum fyrir þeim ekki síður en ilminum sem glasið geymir. En aftur að ilmum. Lifið heil fékk dómnefnd til að kynna sér nokkra af vinsælustu ilmum Lyfju og nýja ilmi sem verið er að frumsýna um heim allan - og auðvitað í Lyfju líka.

SKÖPUN og listfengi 1. Tresor Midnight Rose frá Lancome

2. Loverdose Diesel

Sætur undirtónn hindberja og einstak­ lega ferskur ilmur sem mun án efa heilla yngri kynslóðina þó varan sé markaðs­ sett fyrir alla aldurshópa. Ilmurinn sem hannaður er af Anne Flipo er í fallegri Trésor flösku með fjólubláu taublómi. Leikkonan og Íslandsvinurinn Emma Watson er andlit Midnight Rose. Emma er heillandi og nútímaleg ung kona og vel fallin til að lýsa áhrifum Midnight Rose.

Þetta er afar sérstakur ilmur og hann þarf að fá að setjast til að komast að kjarnanum. Þegar agnirnar hverfa út loftinu og ilmurinn einn situr eftir er hann dálítið krefjandi, það er erfitt að lýsa þessum ilmi en hann er dulafullur og breytist. Hann er hlýr en samt grófur, hann er ótrúlega vel lukkaður. Glasið massíft og þungt og hönnun þess er vel heppnuð. Þessi ilmur er algjört nammi og hentar kröfuhörðum konum sem kunna gott að meta.

Fangar keim: Sætu, hindberja, sólberja, rósa og milds kryddilms.

Fangar keim: Jasmin, amber, sítrusviðar, anís og mandarínu.

3. La Vie Est Belle frá Lancome

Djörf en náttúruleg blanda sem skilur eftir sig ljúfa ilmslæðu. Stórleikkonan Julia Roberts kynnti ilminn til leiks nú í haust og hefur hann notið mikillar velgengni. Samkvæmt framleiðanda er þessi ilmur sá fyrsti sem unninn er úr íris­þykkni. Ef þú ert í skapi fyrir eitthvað nýtt og spennandi þá ætti þessi ilmur að verða fyrir valinu. Fágaður ilmur í fallegu glasi fyrir konur á öllum aldri. Fangar keim: Sætu, viðar, vanillu, púðurs, ávaxta. 4. Midnight Heat Beyonce

Poppdívan Beyonce sendi frá sér sinn fyrsta ilm árið 2010 og hefur sigurgangan verið óslitin síðan. Midnight Heat ilmurinn er með ferskum og örlítið Austurlenskum undirtóni. Gengur bæði hversdags og spari. Hlýlegur ilmur fyrir konur á öllum aldri.

2.

Fangar keim: Ávexta, blóma, patchouli og viðar.

1.

5. BOSS Nuit

Kvenlegur og seiðandi ilmur í glæsilegum umbúðum. Það er vel til fundið hjá Boss að fá stórleikkonuna Gwyneth Paltrow til að kynna nýja ilminn Nuit því hér fer hógvær glæsileiki og þokki einstaklega vel saman. Fágaður og glaðvær ilmur sem hentar við öll tækifæri og er fyrir konur sem kunna gott að meta. Fangar keim: Blóma, jasmine og fjóla. 6. Especially Escada Delicate Notes Escada

Þessi nýi ilmur frá Escada er fullkomin blanda, þar sem útkoman er ferskur, djarfur og ljúffengur ilmur. Angan sem er rómantísk, svöl og vönduð í senn. Glæsilegar umbúðir og ilmur sem ætti að höfða til allra. Fangar keim: Villtra rósa, greipávaxta, peru, musks og viðar. 7. Signorina frá Salvatore Ferragamo

Nýr ilmur Salvatore Ferragamo sem er í senn fágaður og frísklegur. Tímalaus ítalskur ilmur sem hentar ungum konum á öllum aldri. Kemur í glæsilegum um­ búðum með tvöfaldri bleikri tauslaufu. Fangar keim: Pannacotta, Jasmine, sætra ávaxta, rósa, milds musks.

3. 4.

7.

5. 6.

44


HAUST 2012

„Hvar á ég að nota ilmvatn?“ spurði ung kona. „Alls staðar þar sem þú vilt verða kysst,“ svaraði ég. COCO CHANEL

herrailmir 1. Only The Brave Tattoo frá Diesel

Þessi ilmur er karmennskan uppmáluð. Passar fullkomlega fyrir svalt kvöld úti á lífinu. Mikill persónuleiki í þessum ilmi og hönnun flöskunnar er hugrökk svo ekki sé meira sagt. Fullkomið fyrir töffara á öllum aldri.

8. Fame Lady Gaga

Gaga hefur verið umdeild vegna djarfs klæðaburðar og ögrandi sviðsframkomu en Gaga vekur ávallt mikla athygli hvar sem hún stígur niður fæti. Það kemur því ekki á óvart að Gaga setur nú á markaðainn fyrsta ilmvatnið sem er svart á lit, það breytist þó þegar það er komið á húðina og liturinn hverfur. Ilmurinn er dramatískur eins og sjálf Gaga. Hann er óvenjulegur og ágengur í glæsilegum umbúðum. Þetta er ilmur sem passar við flest tilefni og konum á öllum aldri. Fangar keim: Saffrans, hunangs, apríkósa, nektarína og jasmine. 9. Eternity Aqua for Women Calvin Klein

Eternity Aqua er líflegur, frískur og sportlegur ilmur. Kemur í látlausum og klassískum umbúðum. Passar konum öllum aldri.

4. Playboy VIP for Him Playboy for men

Sjarmerandi og seiðandi ilmur frá Playboy sem virðast hafa náð góðri tækni við þróun ilma sinna. Playboy VIP er dulafullur með lokkandi þokka. Karlmannlegur ilmur sem hentar alvöru mönnum.

Fangar keim: Ávaxta, krydds, smyrsls, sætu og villtra jurta.

Fangar keim: Bergamot, kryddaðs romms, epla og súkkulaðis.

2. David Beckham The Essence

5. James Bond 007

Ferskur, ágengur og efriminnilegur ilmur frá fót­ boltastjörnunni sem ætti að höfða til allra karl­manna. Að sögn Beckhams á The Essence að gleðja og skapa fallegar minningar með þeim sem þú elskar. Áhugi Beckhams á mótorhjólum endurspeglast í umbúðunum sem eru nýstárlegar og óvenjulegar. Vel lukkaður ilmur og glæsilegar umbúðir.

Karlmennskan er hér í fyrirrúmi eins við er að búast þegar hugsað er til ofurnjósnarans James Bond. Ilmurinn er retró og smart, hann er klárlega ekki fyrir bæði kynin. Þetta er 100% ilmur fyrir alvöru karlmenn. Tímalaus ævintýralega góður og heillandi ilmur frá 007.

Fangar keim: Greipaldins, lavender og laufa.

Fangar keim: Kardimomma, viðar, lavender og mosa. 4.

3. ARNO SOREL Deep ocean

Dínamískur, nýtískulegur og kröftugur ilmur frá Deep ocean. Ilmurinn á að fanga keppnisskapið og ævintýramennskuna. Ilmur sem þú getur notað bæði hversdags og spari.

1.

Fangar keim: Sítrus, amber, engifers og græns krydds.

Fangar keim: Blóma, viðar, ávaxta, fersks lofts. 9.

5.

2.

8.

3. Umsjón: Elín G. Ragnarsdóttir

45


ÍSLENSKT FYRIRTÆKI

NÝTT FYRIRTÆKI UNA húðvörurnar eru afurðir nýsköpunarfyrirtækisins Marinox ehf.

Marinox ehf. er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem nýlega kom með UNA húðvörurnar á markað hérlendis. Una húðvörurnar byggja á rannsóknum á lífefnum úr íslenskum sjávarþörungum. Lífvirku inni­haldsefnin eru unnin úr sjávarþörungum með há­þróaðri náttúrulegri aðferð sem tryggir hámarks virkni. Húðvörurnar byggja á niðurstöðum umfangsmikilla rannsókna á efnum í þörungum undir stjórn Dr. Harðar G. Kristinssonar og Rósu Jónsdóttur. Þau hafa áratuga reynslu á rannsóknum og þróun virkra efna í sjávarfangi. Grunnurinn að snyrtivörurnum liggur í vinnu þeirra í gegnum árin við skimun fyrir náttúrulegum efnum með mikla lífvirkni. Sjávarþörungurinn Fucus vesiculosus sem þrífst við strendur Íslands inniheldur einstök efni með einstaka virkni. Efnin sem hafa fundist búa yfir afburða lífvirkni, að hluta til vegna mikillar andoxunarvirkni sem veitir mikla vörn gegn frjálsum hvarfeindum. Hörður og Rósa vilja nú færa fólki um allan heim þessi efni í formi tveggja öflugra andlitskrema.

Kremin okkar eru í einstökum loft­ heldum umbúðum, með pumpu ykkur til hag­ræðis, og til að vernda dýrmætu og virku inni­haldsefnin í þeim. Dagkrem Áhrifaríkt dagkrem sem veitir húðinni sterka andoxandi vernd, kemur í veg fyrir og dregur úr fínum línum, og hjálpar til við að viðhalda heilbrigðu og unglegu útliti.

Næturkrem Kröftugt næturkrem sem inniheldur mikið af lífvirkum efnum sem næra húðina á nótt­ unni, hjálpar við að byggja upp húðina og koma í veg fyrir og draga úr fínum línum og hrukkum. Næturkremið inniheldur mikið magn andoxunarefna úr sjávarþörungum og öðrum lífvirkum efnum sem magna upp áhrif kremsins. Notkun: Notið fingurgómana til að bera kremin á með því að strjúka létt yfir hreina húðina. Kremin má nota á allar húðgerðir.

Dr. Hörður G. Kristinsson og Rósa Jónsdóttir hafa áratuga reynslu á rannsóknum og þróun virkra efna í sjávarfangi. Þau færa nú fólki þessi efni í formi tveggja öflugra andlitskrema.

46


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - A c t a v i s 1 1 1 1 7 1

Göngum frá verknum

Íbúfen®

– Bólgueyðandi og verkjastillandi

Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen tilheyrir flokki lyfja sem kölluð eru NSAID lyf (bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar). Íbúfen er notað við vægum til meðal miklum verkjum eins og höfuðverk, mígreni, tannpínu, tíðaverkjum og hita. Ekki má taka Íbúfen: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir íbúprófeni, öðrum skyldum lyfjum eða einhverju hjálparefnanna. Þeir sem fengið hafa ofnæmisviðbrögð eins og astma, nefrennsli, útbrot með kláða eða ef varir, andlit, tunga eða háls hafa bólgnað upp eftir að hafa tekið íbúprófen eða skyld lyf. Þeir sem þjáðst hafa af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) í tengslum við fyrri notkun bólgueyðandi verkjalyfja, þjást núna af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) eða hafa áður þjáðst af slíku, tvisvar eða oftar, með alvarleg lifrar-, nýrna-, eða hjartavandamál (kransæðasjúkdómar meðtaldir), þeir sem þjást af umtalsverðum vökvaskorti (vegna uppkasta, niðurgangs eða of lítillar vökvaneyslu), eru með einhverjar blæðingar (blæðingar í heila meðtaldar), eru með sjúkdóm af óþekktum uppruna sem leiðir til óeðlilegrar myndunar blóðfrumna. Sérstök varnaðarorð: Þeir sem eru með rauða úlfa (SLE) eða aðra sjálfsnæmissjúkdóma, arfgengan sjúkdóm sem hefur áhrif á blóðrauða, hemoglóbín (purpuraveiki), langvarandi bólgusjúkdóma í þörmum eins og bólgur í ristli með sárum (sáraristilbólgu), bólgur í meltingarvegi (Crohn´s) eða aðra maga- eða þarmasjúkdóma, truflanir á blóðfrumnamyndun, vandamál tengd blóðstorknun, ofnæmi, ofnæmiskvef, astma, langvarandi bólgur í nefslímhúð, kinnbeinaholum, kokeitlum eða langvarandi teppusjúkdóma í öndunarvegi, blóðrásarkvilla í slagæðum handleggja og fóta, lifrar-, nýrna- eða hjartavandamál eða háan blóðþrýsting, nýkomnir úr meiriháttar skurðaðgerð ættu ekki að nota lyfið. Meðganga/brjóstagjöf: Íbúprófen má ekki taka á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Aðeins ætti að nota Íbúfen á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu í samráði við lækni og ef það er algerlega nauðsynlegt. Íbúprófen getur gert konum erfiðara með að verða þungaðar. Þessi áhrif ganga til baka þegar hætt er að taka lyfið. Íbúprófen berst í brjóstamjólk í litlum mæli og brjóstagjöf þarf yfirleitt ekki að hætta meðan á skammtíma meðferð stendur. Ef lengri tíma meðferð er áætluð, ætti að meta hvort hætta eigi brjóstagjöf. Aukaverkanir: Svartar, tjörukenndar hægðir eða blóðlituð uppköst (sár í meltingarvegi með blæðingum), brjóstsviði, kviðverkir, meltingartruflanir, truflanir í meltingarfærum s.s. niðurgangur, ógleði, uppköst, vindgangur og harðlífi, sáramyndun í meltingarvegi með eða án rofs, þarmabólga og versnandi bólga í ristli og meltingarvegi (Crohn´s) og pokamyndun í digurgirni (rof eða fistlar), smásæjar blæðingar frá þörmum sem geta leitt til blóðleysis, sára og bólgu í munni, höfuðverkur, syfja, svimi, sundl, þreyta, æsingur, svefnleysi og viðkvæmni. Skammtastærðir: Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára (≥ 40 kg): 200-400 mg sem einn skammtur eða 3-4 sinnum á dag með 4-6 klst. millibili. Hámarks dagsskammtur er 1200 mg. Börn 6-9 ára (20-29 kg): 200 mg, 1-3 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 600 mg á dag. Börn 10-12 ára (30-40 kg): 200 mg, 1-4 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 800 mg á dag. Sjá nánar í fylgiseðli. Börn 12 ára og yngri eiga ekki að nota Íbúfen nema í samráði við lækni. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Nóvember 2011.


HEILABROT

Orðarugl

ATH! EITT ORÐANNA ER EKKI Í ORÐARUGLINU. HVAÐA ORÐ ER ÞAÐ?

Sudoku LIN

MJÚK

3 8 1 5 7 4 8 6 2 9 4 4 7 5 5 9 3 4 8 6 1 2 1 9 8 6 1 3 9 7 8 4 5 LIN

8 7 5 1 1 9 8 9 7 3 1 5 5 2 9 7 8 1 9 48

HÖRÐ

6

5 9

6 3 5 8 7 2 4 9 5 6 3

8

1 2

3 4 5 7 8 5 6 7 4 6 2 8 5 6

1

MJÚK

4 6 9 7 5 2 8 9 1 4 1 3 9 6 3 2

9

3 2 6

3 1 6 8 5 4

9 6 2 1 9 1

7

5 1 6 9

5

8 9 3 7 4

6

8

HÖRÐ

3 8 9

4

6 3

5 1

7 2 3

1 2 2 6 5 9

5 8 9 3 6

6 1

1 7

4

1 7 9 6 4

3

8 5

3 2 1 5 1

9

6

8

8 4 1 4 7 2 3 8 1 7


Hugsum vel um okkur í vetur!

Glæsilegar, skemmtilegar, flottar og þægilegar í allan vetur Dreifingaraðili: S. Gunnbjörnsson ehf.

Raka H re i n m a s k a r sim Hárm askar ask Colla genm ar og m askar ar fleira gt ...


LESENDAGETRAUN

TAKTU ÞÁTT Taktu þátt í skemmtilegri lesendagetraun og þú gætir unnið 5.000 króna úttekt í verslunum Lyfju um land allt. Svaraðu spurningunum hér fyrir neðan, klipptu svarseðilinn út og skilaðu honum í næstu verslun Lyfju fyrir 10. nóvember 2012, ásamt nafni, símanúmeri og heimilisfangi. Nöfn fimm heppinna lesenda verða síðan dregin úr pottinum.

Lesendagetraun Lyfju Nafn: Heimilisfang:

Spurningar: 1. Úr hvaða efni eru hitahlífarnar Volcano Warmers? 2. Hvar er stærsti markaðurinn í Berlín, á sunnudögum? 3. Hvaða snyrtivörur eru notaðar í förðunarþáttinn „Smokey förðun“? 4. Hvar vinnur Ásdís Hjálmsdóttir á milli þess sem hún æfir og keppir í spjótkasti? 5. Hver er höfundur bókarinnar Heilsuréttir fjölskyldunnar? Klipptu svarseðilinn út og skilaðu honum í næstu verslun Lyfju fyrir 10. nóvember 2012.

Staður: Póstnúmer: Sími:

Svör: 1. 2.

Dregið hefur verið úr lesendagetraun sumarblaðs Lifið heil. Við þökkum frábæra þátttöku og óskum vinningshöfum til hamingju.

3.

Vinningshafar úr síðasta blaði: Krístín Jónsdóttir, Fjarðarstræti 57, 400 Ísafirði – Aðalheiður Jóhannsdóttir, Furugrund 42, 200 Kópavogi – Íris Dögg Ingadóttir, Vesturtún 9, 225 Álftanesi – Erla Þ. Sigurðardóttir, Mýnesi , 701 Egilsstöðum – Ásdís Helga Bjarnadóttir, Túngötu 19a, Hvanneyri, 311 Borganes

4. 5.

Boppy, faðmar barnið við gjöf

Boppy brjóstagjafapúðinn sem faðmar barnið við gjöf, verndar barnið meðan það slakar á og fylgir framförum þess. Faðmlag er frábær gjöf. Ein stærð hentar öllum. www.chicco.is/boppy ww


Lengri neglur á 5 dögum!

Miracle Growth gerir kraftaverk. Það er auðugt af sojaprótíni, vítamínum og keratíni sem örvar eðlilegan vöxt naglanna. Stuðlar að heilbrigðum og fallegum nöglum.

Styrkir neglur þínar 4 Notist eitt og sér eða undir naglalakk Kemur í veg fyrir rifnar og brotnar neglur

4 4

Vörur sem virka

Prófaðu allar þrjár Miracle Growth vörurnar.


THE FIRST EVER BLACK EAU DE PARFUM

H A U S L A B O R AT O R I E S . C O M FA C E B O O K . C O M / H A U S L A B O R AT O R I E S

Profile for Dynamo Reykjavik

Lifið heil haust 2012  

Tímarit um heilsusamlegt líferni, ferðalög, snyrtivörur og fleira. Forsíðuviðtalið er við Völu Matt að þessu sinni. Við skoðum heilsuvörur,...

Lifið heil haust 2012  

Tímarit um heilsusamlegt líferni, ferðalög, snyrtivörur og fleira. Forsíðuviðtalið er við Völu Matt að þessu sinni. Við skoðum heilsuvörur,...

Advertisement